Tíminn - 26.02.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.02.1936, Blaðsíða 1
©jaíbbagi feia&jo t n* n J . Híkí S^fgrcibsía O0 lonfjeiwía á ZausaoeglO. Gim 2353 - péotfcóif ðöí XX. árg. Reykjavík, 26. febrúar 1936 8. blað. Fjárlagaræðan 1936; Ríkissjóður hafði tekjuafgang á árinu 1935 og greiðslujöfnuður batnaði um 2 milj. kr. Vid 1. ttmraeðu £járlaga*ma í sameinuðu Alþingi 19. f>. m. gaf Eysteinn Jónsson f jármálaráðherra yfirlit um fjárkagsafkomu ríkissjóðs á árinu 1935, en það er fyrsta árið, sem núverandi stjórn fer með fjármál landslns. Niðurstaðan sýnir, að á árinu hefir orðið 740 þúsund króna tekjuafgangur og nærri lætur, að greiðslujöfnuði (þegar með er talin afborgun skulda og eignaaukning) sé náð að fullu. Landsreikningurinn héfir farið minna fram úr áætlun fjárlaga en nokkru sinni fyr á und- anförnum 10 árum — Ræða ráðherrans birtist hér í heild. EINS og venja. er til við 1. umr. f járlaganna, mun ég göfa yfirlit um afkomuna á ár- inu 1935, áður en ég vík að sjálfu frumv., er hér liggur f yrir. Umbætur rikisbókhaldslns. Mun ég byrja með því að gefa yfirlit um rekstrarafkomu ríkissjóðs. Er það yfirlit, seni að undanförnu, háð þeim breytingum, er verða kunna við endanlegt uppgjör reikning- anna. Svo verulegar ættu þær breytingar þó ekki að verða, að heildarniðurstaðan raskist, svo að máli skipti. Þykir mér rétt að geta þess í því sambandi, að hin ábyggilegu bráðabirgða- uppgjör síðari ára, eru að þakka breytingu þeirri, er gerð var á bókhaldi og reikningsfyr- irkomulagi ríkissjóðs árið 1980 —1931. Hefir sú endurbót nú hlötið aUra viðurkenningu — einnig þeirra, sem þá töldu hána fráleita og gjörða í blekk- ingarskyni. (Þessu næst las ráðherrann rekstursyfirlit og sjóðsyfirlit, sem birt eru á öðrum stað í blaðinu). 740 þus. kr. tekjuafgangur. Eu undanlarin 3 ár hefir stSðugt verið tekJuhalU. Eins og yfirlit þetta ber með sér, hefir hinn reikningslegi rekstrarafgangur á árinu 1935 orðið 505 þús. kr. rúmlega. En þess ber að gæta í því sam- tóandi, að þá er með talið til út- gjalda á rekstrarreikningi framlag til fiskimálasjóðs 235 þús. kr. En sá sjóður ber, sem kunnugt er, kostnað af ýmsum framkvæmdum í þágu sjávarút- vegsins, svo sem tilraunum til nýrra fiskverkunaraðferða og öflun nýrra fiskmarkaða. Þótt ég hafi fært þetta tillag á rekstrarreikning, er hér um alveg óvenjulega greiðslu að ræða, sem að sumu leyti eru til eighir á móti í vörzlum fiski- málanefndar, þótt eigi liggi fyr- ir nú, að hve miklu leyti. Tel ég því eigi sanngjarnt, þegar fekstrarafkoman 1935 er borin saman við afkomuna önnur ár, að framlag þetta sé talið með hinum venjulegu útgjöldum. Hinn raunverulegi rekstrar- afgangur ársins 1935, sambæri- legur við önnur ár, er því 740 þús. kr. Til samanburðar við afkomuna á hinum kreppuár- unum, skal þess getið, að rekst- urshaUi var; 1932 um kr. 1.541.000 1933--------62.800 1934 _ _ 1.420.000 og hefi ég þá á því ári dregið frá skuldir, er þá voru yfir- teknar vegna mjólkurbúa og frystihúsa, enda voru þær sér- staks eðlis, og afkoma ársins 1934 eigi samanburðarhæf við önnur ár án þess frádráttar. RekstursniSurstaðan 2 milij. kr. hagstæSari en árið áður. Á árinu sem leið, hefir þann- ig tekizt að ná allverulegum rekstrarafgangi. Rekstrarnið- urstaðan er fullum 2 millj. króna hagstæðari en árið á undan. Nú er það hinsvegar af núverandi ríkisstjórn talið nauðsynlegt að keppa að því, að hægt sé að inna af hendi fast- ar afborganir ai lánum ríkis- sjóða og kostnað við þau mann- virki, sem ekki eru beint arð- gæf án þess að skuldir þurfi að myndast á móti. Til þess að slíkt geti orðið, þarf að ná full- um greiðslujöfnuði. Þess ber þó vel að gæta í þessu sam- bandi, að undir eins og rekstr- arafgangi er náð, þá er um hagnað að ræða, sem gengur ;til greiðslu skulda og nýrra framkvæmda. GreiSsluhalli a&eins 155 bús. kr. Eins og uppgjör það, er lesið hefir verið, ber með sér er reikningslegur greiðsluhalli árs- ins 1935 talinn 391 þús. kr. Ef bera á þá niðurstöðu saman við greiðslujöfnuð undanfarinna ára, tel ég rétt að draga frá framlagið til fiskimálasjóðs, af þeim ástæðum, er þegar hafa verið greindar. Hinn raunveru- legi greiðsluhalli ársins 1935 til samanburðar verður þá 155 þús. kr., en í fjárlögum var gert ráð fyrir greiðsluhalla, er næmi 99 þús. og 800 kr. Heild- arniðurstaða rekstrarins 1935 er því svo að segja nákvæmlega hins sama og í f járlögum var gert ráð fyrir, og á árinu 1935 hefir tekizt að lækka greiðsluhallann um rúmlega 2 millj. króna, eins og fyrirhugað var. Þess má og geta hér, að rúmlega 40 þús. kr. af þeim 155 þús., sem á vantar fullan greiðslujöfnuð, stafa af vega- og brúarlánum, sem unnið var fyrir á árinu 1935, en lofað var að vinna áður en núv. stjórn tók við. Hagstæðasta útkoma siSan 1929. Við athugun er ég hefi gert, hefi ég komizt að raun um, að þessi útkoma er hin hagstæð- asta, er orðið hefir síðan árið 1929, en það ár var beinlínis afgangur af tekjum ríkissjóðs eftir að fastar afborganir lána höfðu verið inntar af höndum. Þá kem ég að umfram- greiðslum og samanburði á fjárlögunum fyrir 1935 og á niðurstöðum samkvæmt bráða- birgðauppgjöri því er fyrir liggur. JJað, sem stjórnarandstæð- ingar sSgSu í fyrra. Á sínum tíma var af hálfu stj órnarandstæðinga gert 'mik- ið veður af því að f járlögin fyr- ir árið 1935 væru hin hæstu er fram hefðu verið borin á Al- þingi. í því sambandi benti ég á, hvað eftir annað, að hin háu fjárlög stöfuðu að verulegu leyti af því, að nú væru ýmsir óbundnir liðir áætlaðir miklu hærri og sanni nær en áður hefði tíðkazt. Hvað eftir annað benti ég háttv. stjórnarand- stæðingum á, að bíða og sjá, hvort landsreikningurinn fyrir árið 1935 yrði sá hæsti, er fram hefði komið. Yrði svo, þá ætti gagnrýni þeirra rétt á sér. Hitt var mér og ljóst, að þótt meir hefði verið vandað til á- ætlana fjárlaganna fyrir árið 1935 en áður, mætti ganga út frá því sem gefnu, að lands- reikningurinn myndi fara nokk- uð fram úr þeirri áætlun. Fjár- lagafrv. fyrir árið 1935 var fyrsta tilraunin til þess að lækka þann óhæfilega mismun, sem orðið hefir á f járlögum og landsreikningi og þá jafnframt að fá Alþingi til að gera sér sem vandlegast grein fyrir þeirri tekjuupphæð, sem afla þyrfti ríkissjóði. Svo sem bráða- birgðayfirlitið ber með sér, hafa greiðslur úr ríkissjóði, að frádregnum fyrningum og greiðslum til stuttbylgjustöðv- arinnar numið 16 millj. og 315 þús. kr. Þar af er tillag til fiskimálasjóðs kr. 235 þús. Heildargreiðslur, sem sambæri- legar eru við greiðslur undan- farinna ára, ef uppgjöri fyrir þau er hagað á sama hátt og hér er gert, nema því um 16 millj. og 80 þús. kr. En fjár- lögin gerðu ráð fyrir því, að alls yrðu greiddar 14 millj. og 47 þús. kr. Er því þessi hlið landsreikningsins um 2 millj. króna hærri en f járlög. Eysteínn Jónsson fjármálaráðherra. ajSldin hafa farið minna fram úr áætlun en nokkru sinnl fyr á timabilinu 1025— 1935. Þegar þessar tölur eru bornar saman við heildargreiðslur, samkv. fjárl. og landsreikningi undanfarin 10 ár, kemur í ljós, að aðeins einu sinni á þeim tíma hefir orðið minni mismun- urinn á fjárlögum og lands- reikningi en á árinu 1935. Það var árið 1927. öll hin árin hef- ir mismunur upphæða á fjár- lögum og landsreikningi verið meiri en 1935. En ef sýndur er með hlutfallstölum þessi mis- munur undanfarinna 10 ára, sést, að umframgreiðslur á ár- inu 1935 eru hlutfallslega minni en nokkru sinni fyrr á þessu árabili. Til f róðleiks skal ég lesa hér hverju umframgreiðslurnar hafa numið hlutfallslega þessi ár: Árið 1925 31,87% — 1926 22,52% — 1927 15,78% — 1928 26,06% — 1929 41,60% — 1930 45% — 1931 32,74% — 1932 19,28% — 1933 24,08% — 1934 45% — 1935 14,55% Það skal tekið fram, að sam- anburð þenna hefi ég reynt að gera þannig á milli ára, að samræmi sé í, t. d. sleppt framl til arðgæfra fyrirtækja og öðrum liðum, sem ruglað gætu samanburðinn. Þessi saman- burður sýnir, að þegar við þessa fyrstu tilraun mína hefir all- verulega orðið ágengt. StJörnarandstæSingar tSluðu um há fJarlSg. En gJSldin hafa reynzt JSfn meðaltali síðustu 5 ára. Ég gat um það áðan, að háttv. stjórnarandstæðingar hefðu lagt mikla stund á, að bera i-íkisstjórninni á brýn, hve fjarlög heimar vsexu ha. Er því fróðlegt að gei'a samanburð á landsreikningunum við aðra reikninga. Samkvæmt bráða- birgðayfiiiitinu hafa greiðslur ríkissjóðs orðið rúmlega 1 millj. kr. lægri á árinu 1935 en árið 1934. Ef greiðslur samkvæmt yfirlitinu eru bornar saman við meðaltal greiðslna úr ríkissjóði síðustu 5 árin, og þó ekki mið- að við þær greiðslur, sem ó- vanalegar mega teljast, t. d. ekki framlög til arðbærra fyr- irtækja, til byggingar lands- spítalans, Arnarhváls, lands- símastöðvarinnar o. fl. kemur í Ijós, að greiðslur síðustu 5 ára taldar þannig hafa orðið að meðaltali rúmlega 16 millj. kr. En greiðslur 1935 eru 16 millj. og 80 þús. kr. fyrir utan framlag til fiskimálasjóðs, eða svo að segja nákvæmlega sama upphæð og meðalgreiðslur síð- ustu ára. Taka skal það fram, að á útkomu tveggja þessara ára, áranna 1933 og 1934, báru núv. háttv. stjórnarandstæðing- ar ábyrgðina ásamt Framsókn- arflokknum. Með þessum samanburði ætla ég að sé hnekkt til fulls þeirri staðhæfingu stjórnar- andstæðinga, að með fjár- lögunum fyrir árið 1935 væri stofnað til meiri fjárnotk- unar úr ríkissjóði en dæmi væru til áður, og þá um leið sannað það, sem ég hefi haldið l'ram um þetta, að meginhluti fjárlagahækkunarinnar 1935 var vegna þess, að hærra voru áætlaðir óbundnir liðir fjárlag- anna en áður. Ég skal þá taka það fram, að ég er ekki að þessum samanburði vegna þess, að ég álíti það einhverja goðgá þótt greiðslur úr ríkissjóði hefðu orðið eitthvað hærri en áður t. d. til styrktar atvinnu- vegum þjóðarinnar, heldur tiJ þess að sýna fram á, að háttv. stjórnarandstæðingar hafa haft rangt fyrir sér í fyrri umræð- um um f járlögin 1935. Framh. á 2. síðu. Fjörbvoi Jóns á Laxamýri Eftir núgildandi skipulagi Búnaðarfélags Islands er á veg- um þess háð annað hvort ár svokallað búnaðarþing eins og kunnugt er. Atkvæðisrétt á búnaðarþingi hafa fulltrúar kjörnir af búnaðarsamböndum, sem eru einskonar undirdeildir Búnaðarféiags Islands. Kosning þessara fulltrúa gildir til 4 ára og er kosið í samböndunum í tveimur flokkum á tveggja ára fresti. Núverandi kjörtímabili sumra fulltrúanna lýkur á komanda vori. Þó svo kunni að virðast í fljótu bragði, sem kosning þessara fulltrúa sé ekki það stórmál að það eigi svo brýnt erindi til almennings í landinu að fara þurfi með það í víðlesið blað, geta þeir at- burðir gerzt í sambandi við slíka kosningu, að fyllilega sé réttmætt að frá þeim sé skýrt opinberlega. Og slíkir atburðir hafa gerzt og eru að gerast í einu búnaðarsambandinu, en það er Búnaðarsamband Þing- eyinga. Núverandi fulltrúi þess sam- bands á Búnaðarþingi er Jón H. Þorbergsson bóndi á Laxa- mýri og er kjörtímabil hans úti á komanda vori. Hann er einn- ig formaður búnaðarsambands- ins. Á síðastliðnu vori lét for- maðurinn það boð út ganga til hreppabúnaðarfélaganna á sam- bandssvæðinu, að aðalfund Bún- aðarsambands Suður-Þing- eyinga skyldi halda á Húsavík eða Laxamýri 25. apríl það ár og væri aðalverkefni þess fund- ar að kjósa fulltrúa á Búnaðar- þing. Var tíð stirð mjög og erf- itt um ferðalög, er fundarboð þetta var útgefið með mjög skömmum fyrirvara og þótti mönnum af þeim ástæðum tím- inn illa valinn. Fundardagurinn var þó valinn með tilliti til þess, aö fulltrúar úr Norður- Þingeyjarsýslu gætu komið á f undinn með skipi f rá Þórshöfh og Kópaskeri. Fulltrúar þessir byggðu því á þessari skipsferð, enda lofaði formaðurinn því í símtölum, að fundinum skyldi frestað, ef skipinu seinkaði. Varð það og, sem oft hendir, og hófst fundur þessi ekki fyr en kl. 10 að kveldi 27. aprQ og var háður til fullnustu þá um nóttina. Höfðu fulltrúar úr Suðursýslunni þá beðið fundar- ins í tvo daga. Þegar á fundinn kom urðu fulltrúar brátt varir við það, að Jóni Þorbergssyni var það hugleikið mjög að verða endurkosinn sem búnað- arþingsfulltrúi. Jafnframt kom í ljós, að formlega séð voru allmiklir annmarkar á því, að lögleg kosning á fulltrúa til búnaðarþings gæti farið fram á þessum fundi. Nýlega höfðu Búnaðarsamb.stjórninni borizt reglur, er samþykktar voru á síðasta Búnaðarþingi, um það, hvernig kjósa skyldi fuUtrúa í hreppabúnaðarfélögunum á slíkan fund, en reglur þessar voru sumum búnaðarfélögun- um ekki kunnar. Umboð sumra fuUtrúanna voru því ekki í Framh. á & síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.