Tíminn - 04.03.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.03.1936, Blaðsíða 2
84 TíttlMN Jón Jónsson Gautí sjötíu og- Simm ára Einn af mevkustu samvinnu- mönnum þessa lands, Jón Jón3- son Gauti, fyrverandi formaður og framkvæmdastjóri Kaupfé- lags Norður-Þingeyinga, átti 75 ára afmæli 28. febr. s.l. Jón ólst upp á hinu þjóð- kunna heimili föður síns, Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum. Bræður hans voru þeir Pétur i'áðherra, Kristján hæstaréttar- dómari og Steingrímur bæjar- fógeti, allir landskunnir menn. En nú lifa þeir einir eftir Jón og Steingrímur. Er Jón var fulltíða maður, var Kaupfélag Þingeyinga stofnað og hefir hann jafnan síðan látið samvinnumál til sín taka. Hann starfaði við Kf. Þingeyinga, bæði sem deildar- stjóri í Mývatnssveit og sem aðstoðarmaður Jakobs Hálfdán- arsonar. Síðar átti hann for- göngu að því, að Kaupfélag Norður-Þingeyinga var stofnað árið 1894, og veitti því forstöðu þangað til 1915. Hann mætti fyrir Kaupfélag Norðurþíngeyinga á fundinum í Yztafelli 1902, þar sem Sam- band ísl. samvinnufélaga vai' stofnað. Þegar norðlenzku kaupfélög- in höfu kjötsölu til Danmerkur fór Jón þrívegis utan, á árun- um 1909—1911, á vegum kaup- félaganna, til að greiða fyrir kjötsölunni og selja kjöt fyrir félögin. Ai'ið 1896 kvæntist Jón Sig- urveigu Sigurðardóttur frá Ær- lækjarseli í öxarfirði. Þau bjuggu fyrst á Gautlöndum, fluttust síðar að Ærlækjarseli og þaðan að Héðinshöfða á Tjörnesi árið 1910. Bjuggu þau þar stórbúi í 10 ár.. Þaðan flutt ust þau aftur að Ærlækjarseli og þar hafa þau búið 18 ár samtals. — Á síðastl. ári flutt- ust þau til sonar síns, Sigurðar, verkfræðings í Reykjavík. - Jón Gauti er nú nokkuð far- inn að heilsu en í andlegum efnum ber hann vel aldur sinn. Hann fylgist gerla með málum og hefir hið mesta yndi af lestri. Hélt hann og alltaf þeim sið á heimili sínu að lesa upp- hátt á kvöldvökum, og gerist það þó fátítt nú orðið. Tíminn óskar þessum aldna samherja í samvinnumálunum ánægjulegs æfikvölds og að það megi 'sem lengst verða. Kvedja tii Skaftfeliínga flutt í útvarpið af Nik- uiási Friðrikssyni raf- magnsfr. frá Skaft- fellingamóti, sent hald ið var í Reykjavík 20. febr. 1936. Skaftíellingar í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum! í kvöld höldum við Skaftfell- ingar í Reykjavík samkomu til að minnast liðinna tíma og til að sjást og kynnast. Sökum fjarlægðar og annara ástæðna eru hér ekki saman komnir nema tiltölulega fáir Skaftfell- ingar, eða rúmlega 200 manns. En með hinu dásamlega tæki nútímans, útvarpinu, er okkur auðið að ná að nokkru leyti til mjög margra ykkar, sem eigi eru hér viðstaddir og færa ykkur kærar kveðjur frá þess- ari samkomu og innilegar ham- ingjuóskir. Það er eins og ósýnileg bönd tengi saman Skaftfellinga og er það mjög eðlilegt þar sem við Skaftfellingar höfum háð sam- eiginlega baráttu við hina harð- hentu náttúru í Skaftafellssýsl- um, bæði til lands og sjávar, og einnig notið sameiginlega hinn- ar dásamlegu og margbreyti- legu náttúrufegurðar, sem þar er, og hvergi á sinn líka. Flestum okkar Skaftfelling- um, sem búum í fjarlægð, finnst að hið raunverulega heimili okkar sé í Skaftafells- sýslum, þó aðstæður ýmsar hafi orðið þess valdandi að við flytt- um þaðan. Hér.í kvöld er glatt á hjalla og samræður okkar hníga að gömlum minningum frá veru okkar á hinum fögru stöðum í Skaftafellssýslum, og við vit- um að hugur ykkar, sem heima eru, mun nú leita til okkar, sem í fjarlægð búum. Margir ykkar munu óska eftir að vera komn- ir til okkar í kvöld til að minn- ast liðinna stunda og til að sjá skyldmenni og vini. Við, sem í fjarlægð búum, fylgjumst með ykkur í ykkar störfum og viðleitni til að gera hinar fögru Skaftafellssýslur enn fegri og bæta skilyrðin þar til hærra og fullkomnara lífs, og við viljum hjálpa ykkur til þess eftir megni. Hér á samkomunni í kvöld látum við engan ágreining í pólitik eða öðrum rnálum, sem sundrung geta valdið, trufla gleði okkar, og við vonum að öldur samúðar berist fi’á okk- ur eftir hinum duldu vegum til yðar og styrki bræðrahug ykk- ar og samúð. Kær kveðja til ykkar allra, Skaftfellingar, fjær og nær. — Guð blessi störf ykkar og framkvæmdir, sjálfum ykkur, landi og þjóð til heilla. Þórir Steinþórsson*) bóndi Re-ykholti. Hömluðu ýmsar ó- viðráðanlegar ástæður fundar- sókn þeirra. Auk þeirra mála, er sérstak- lega snerta starfsemina innan flokksins, tók aðalfundurinn til meðferðar ýms mál, sem lögð hafa verið eða lögð verða fyrir Alþingi og gerði ýmsar álykt- anir, sem ekki verða nánar til- greindar að þessu sinni. Starfsmenn miðstjórnarinn- ar voru allir endurkosnir: Jón- as Jónsson alþm. (formaður), Elysteinn Jónsson fjármálaráð- herra (ritari), Vigfús Guð- mundsson (gjaldkeri), Her- mann Jónasson forsætisráð- herra (varaformaður), Guð- brandur Magnússon forstjóri (vararitari) og Guðm. Kr. Guð- mundsson skrifstofustj. (vara- gjaldkeri). Ákvörðun um næsta flokks- þing Framsóknarmanna var ekki tekin að þessu sinnj, en samkvæmt lögum flokksms ber að halda það í síðasta lagi árið 1938. Síðasta flokksþing (sem kaus núverandi miðstjórn) var haldið fyrra hluta árs 1934. *) Björn Konráðsson rnœtti i hans staö, sem varamaður, allan fundinn. Árangur Mjólkurlagaxma Framh. af 1. síðu. einu hljóði eftirfarandi álykt- un: „Þar sem nú er fram komið liækkað mjólkurverð fyrir at- beina mjólkurlaganna, vottar fundurinn stjórn M. B. F., for- stjóra og fulltrúum þess í Mjólkursölunefnd, ásamt land- búnaðarráðherra og öðrum þeim, sem stutt hafa þessi mál, fyllsta þakklæti fyrír vel unn- in störf í þágu mjólkurmál- anna og bænda þessa héraðs“. Á aðalfundinum flutti Jónas Kristjánsson mjólkurfræðingur erindi um framleiðslu og með- ferð mjólkur, Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri um nýja framleiðslumöguleika og Sveinbjöm Högnason um mjólkurmálið, sögu þess og árangur. Á fundinum var Egill Thor- árensen kaupfstj. endurkosinn í stjórn mjólkurbúsins og Jason Steinþórsson í Vorsabæ til vara. Endurskoðendur voru endurkosnir þeir Ágúst Belga- son Birtingaholti og Eiríkur Jónsson Vorsabæ. í stjórn Mjólkurbandalags Suðurlands voru endurkusnir Egill Thorarensen og Sigur- grímur Jónsson Holti, en til vara Gísli Jónsson Stóru-Reykj - um. Þessi tíðindi um fyrsta árs á- rangur mjólkurlaganna vekja nú að vonum almenna ánægju bænda um allt Suðurláglendið, svo sem glögglega kemur fram í traustsyfirlýsingu þeirri, sem birt er hér að framan. Sam- þykktu fundarmenn ályktun þessa með því að rísa úr sæt- um sínum. , En fálæti íhaldsblaðanna í Reykjavík í sambandi við þess- ar niðurstöður er ákaflega eft- irtektavert. Blað Jóns í Dal kom út daginn eftir að fundur- inn var haldinn, og þar var ekki einu orði á hann minnst. Og Morgunblaðið og Isafold hafa forðast það eins og heitan eld að segja fréttir frá þessum merkilega fundi sunnlenzku bændanna. Þeir ei'u svo sem ekki að gleðjast yfir því með sunn- lenzku bændunum, þessir herr- ar, að mjólkurverðið skuli hafa hækkað um 33/4 aura pr. lítra. Þeim finnst það svo sem eng- an veginn frásagnarvert, þó að „samsullið“ hækki í verði! En kunnugir vita, að það eru mörg „súr og löng íhaldsand- lit“ í Reykjavík, síðan Nýja dagblaðið flutti fréttirnar af fundinum á Skeggjastöðum. Kaupuxn allskonar irímerkí, einníg' í skiptum. — Skrifið J. SOLLER 22 Batorego Lwow P o 1 a n d, Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarfilokksins Aðalfundur miðstjómar F ramsóknarflokksins hóf st í Reykjavík 16. f. m., eins og skýrt var frá í næstsíðasta blaði, og var lokið 23. f. m. Þessir miðstjórnarmenn voru mættir: Aðalsteinn Kristinsson fram- kvæmdastjóri. Bergur Jónsson alþm. Bjami Ásgeirsson alþm. Bjami Bjamason alþm. Bjarni Runólfsson bóndi, Hólmi. Björn Konráðsson ráðsmað- ur, Vífilsstöðum. Einar Ámason alþm. Eysteinn Jónsson fjánnála- ráðherra. Gísli Guðmundsson alþm. Guðbrandur Magnússon for- stjóri. Guðm. Kr. Guðmundsson skrifstofustjóri. Gunnar Þórðarson bóndi, Grænumýrartungu. Halldór Ásgrímsson kaupfé- lagsstjóri, Borgarfirði. Hannes Jónsson dýralæknir. Hannes Pálsson bóndi, Und- írfelli. Hermann Jónasson forsætis- r áðherra. Jón Ámason framkvæmda- stjóri. Jón Hannesson bóndi, Deild- artungu. Jónas Jónsson alþm. Jörundur Brynjólfsson alþm. Markús Torfason bóndi, ól- aísdal. Páll Zophóníasson alþm. Pétur Jónsson bóndi, Eg- ilsstöðum. Sigurður Kristinsson forstj. Skúli Guðmundsson kaupfé- lagsstjóri, Hvammstanga. Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálast j óri. Sr. Sveinbjöm Högnason, Breiðabólstað. Vigfús Guðmundsson Borg- amesi. Þórólfur Sigurðsson bóndi, Baldursheimi. Mættir voru varamennirnir Eyjólfur Kolbeins bóndi í Bygg- garði, Gísli Jónsson bóndi & Reykjum, Magnús Stefánsson ráðsmaðul- flokksblaðanna í Rvík og Sigurvin Einarsson kennari, og tóku þeir öðru hverju sæti í forföllum aðal- manna. Sömuleiðis mættu á fundinum þingmenn flokksins þeir, sem ekki eru í miðstjóm, og nokkrir flokksmenn aðrir. Af miðstjórnarmönnum voru í'jarverandi: Bjöm Kristjáns- son kaupfélagsstj. Kópaskeri, Ilallur Kristjánsson bóndi Gríshóli, Ingimar Eydal rit- stjóri Akureyri, Jón ívarsson kfstj. Hornafirði, Kristinn Guð- laugsson bóndi Núpi, Sverrir Gíslason bóndi Hvammi og Að Eiðum Eftir Þórhall Jónasson hreppstjóra að Breiðavaði Laugardaginn 1. nóv. s. 1. var Eiðaskóli settur af Jakob Kristinssyni skólastjóra með snilldarræðu að vanda. Skólinn er fullskipaður nem- endum, 40 að tölu. Breyting nokkur hefir orðið á kennaraliði skólans. Guðgeir Jóhannsson sagði lausu starfi sínu, en í hans stað var settur Þóroddur Guðmundsson kenn- ari frá Sandi. Flutti hann við skólasetningu prýðis erindi um „eyðimerkur og vinjar". í stað Ingólfs Kristjánssonai leikfimiskennara var ráðinn Þórarinn Sveinsson íþrótta- kennari frá Kirkjubóli í Norð- firði. Skólanum bárust að gjöf við við þetta tækifæri, fyrir at- beina Þórarins Þórarinssonar kennara, gullfalleg málverk og teikningar frá helztu listamál- urum landsins, þeim Ásgrími Jónssyni, Jóhannesi Kjarval. Guðmundi frá Miðdal, Eyjólfi Eyfells, Jóni Stefánssyni, Finni Jónssyni, Jóni Þorleifssyni og Freymóði Jóhannssyni. . Er skólanum mikil híbýla- prýði að listaverkunum, enda aðstaða ágæt til þess að láta fara vel um þau; ennfremur einstaklega vel til fallið að hafa málverk í skólasölum til að auka smekk og skilning fólks á gildi listaverka yfirleitt. Þann 30. nóv. — á laugar- degi — var rafveita Eiðaskóla tekin til notkunar. Rafljós uppljómuðu skólann fyrsta sinni. Þessa atburðar var minnst hátíðlega daginn eftir, ásamt íullveldi landsins, af skóla- stjóra, og fór vel á hvoru- tveggja. Þá flutti og Þórarinn Sveinsson kennari gott erindi um íþróttir. Að rafveitunni hafa staðið hinir færustu kunnáttumenn, enda aðstaða og skilyrði frá náttúrunnar hendi, að þeirra dómi ákjósanleg og trygg, þar sem Eiðavatn með tveggja metra hækkun og tveggja fer- kílómetra vatnsfleti liggur að baki ramgerðum stíflum í Fiskilæk, sem áður rann, og nú beizlaður rennur í Lagarfljót. Gera má ráð fyrir að mann- virki þessu verði á sínum tíma lýst ýtarlega í Tímariti verk- fræðingafélagsins. Þó má geta þess hér, að fallhæð vatns er 12 metrar og geta vélarnar með umbúnaði framleitt 118 hestöfl, þegar fullt álag vatns er notað. í vetur verða þó aðeins not- uð 50—60 hestöfl til lýsingar og suðu og til upphitunar skóla- hússins. Vélar eru fyrsta flokks, af þýzkri gerð, mesta völundar- smíði. Gangur þeirra jafn og hljóður. I vélahúsinu er forstofa, véla- salur, 3 öryggisklefar og heima í kjallara 2 skiftiklefar, þar sem háspennu er breytt í lág- spennu. I skólahúsinu er nál. 140 ljósastæði, 4 suðuvélar og nokkuð af ofnum. Þá hefir og rafmagn verið leitt í gamla húsið. Munu þar vera 43 Ijósa- stæði, 1 suðuvél og 3 ofnar. Rafveita Eiðaskóla var gerð þetta myndarleg með það fyrir augum, að byggð yrði hið fyrsta — helzt á næsta sumri — rafhituð sundlaug og leik- fimishús, sem jafnframt væri fyrirlestrasalur. Hafa þeir for- stöðumaður skólans og formað- ur íþróttaráðs Austurlands í sameiningu ritað allmörgum ungmenna- og íþróttafélögum og stofnunum í Héraði og fjörðum og heitið á þau að ýta sundlaugarmálinu áleiðis með dagsverkaloforðum eða styrk á annan hátt. Hefir þeim orðið ágengt, einkum i grennd við Eiða. Fé- lög þessi, stofnanir og einstak- ir menn eiga þess nú kost að sýna hug sinn til íþróttamál- anna og skólans og leiða nauð- synjamál þetta fram til sigurs. Eiðaskóla er þörf ljóss sam- úðar og skilnings á því hlut- verki, sem honum er ætlað að vinna austfirzkum æskulýð til handa, eigi síður en rafljós- anna, sem hann nú hefir hlotið. Við hækkun Eiðavatns í þágu rafveitunnar hefir allmikið svæði farið undir vatn, m. a. gott 60—80 hesta engi hjá ós Grundarlækjar, sem rennur fram hjá Eiðabæ út í vatnið. / Þá lendir og nokkuð af hin- um gullfögru skógivöxnu Eiða- hólmum undir vatn. Aftur hafa þrír allstórir hólmar myndazt ur Litlahaga gegnt Fiskilæk í vesturhluta vatnsins; smærri hólmar annarsstaðar um vatn- ið. Lögun og fegurð Eiðavatns hefir löngum þótt afbrigðileg. Við hækkunina hefir komið rnjór fjörður alla leið heim að Eiðatúni, bátgengur vel. Mörg- um finnst vatnið vera æfin- týralegra nú en áður: með vík- um og vogum, hólmum og töngum, djúpt og dimmblátt, Af hinum víðkunna Eiðahólma rísa enn úr vatni 2/s hlutar, Þar er hár og fagur birkiskóg- ur og tígulegar raðir af vax- andi barrtrjám, sem plöntuð voru þar 1911 og 1912 af U. M. F. Þór í Eiðaþinghá. Skóglendi þetta eru síðustu leifar hins forna Eiðnskógar, sem annálaður var sakir hæðar og víðlendis. Segir frá því í Droplaugar- sonasögu er Þórdís kona Helga Ásbjamarsonar spurði bónda sinn „hví hann vildi þar heldr land eiga, er allt var skógi vax- it at húsum heim ok mátti hvergi sjá mannaferðir, þó at garði færi,“ Eiðaskógur mun hafa eyðst að mestu i Móðuharðindunum. Samt voru allmiklar leifar af stórvöxnum skógi í Fiskilækj- arholtum, Timburhöfða og þar í grend allt fram um 1840. Ótölu- leg mergð kolagrafa stærri og smærri á ýmsum aldursstígum er víðsvegar um Eiðaland. EJru þær stærstu yfirleitt elztar. öskufallið 1875 og hörðu árin um 1880 munu ásamt verknaði skammsýnna manna hafa lagt það síðasta í rústir. Á þessum árum voru færð heim til brennslu kynnstrin öll af kal- viði, kalkvistum, og sprekum, sem uppblástur hafði losað um meira og minna. Áður — eða um 1860 — var búið að gjör- fella skóginn í Eiðahólma. En eftir að skóli var stofnsettur á Eiðum 1883 nutu hólmamir vemdar'og aðhlynningar skóla- stjóranna. Náði því skógurinn sér upp smám saman og er þar nú margt fagurra trjáa, sem eiga aðdáendur og vini víðsveg- ar um land allt og jafnvel er- lendis, því auk allra þeirra mörgu, sem á Eiðum hafa avalið síðustu áratugina, hefir fjöldi skemtiferðafólks heim- sótt hólmana í Eiðavatni til jafns við aðra staði á Fljóts- dajshéraði, sem orðlagðir eru fyrir náttúrufegurð. Stephan G. Stephansson kom i Eiðahólma í kynnisför sinni 1917 og orti — eftir að hann var kominn heim til sín, vest- ur undir Klettafjöll — eitt feg- ursta kvæðið í ljóðabálkinum Heimleiðis (Andvökur V. bls. 304). Það heitir; Að Eiðum, „Eg gekk mig heim tii Eiða á glaða sólskinsdegi.“ Hefir mörgum Eiðamanni hlaupið kapp í kinn við lestur þessa kvæðis, Eiðaskóguj’ — einn feg- ursti skógur á íslandi — er fallinn, Þúsundir kolagrafa bera vott um hinn mikla val. En á þessum sama stað er nú i'isin menntastofnun fyrir allt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.