Alþýðublaðið - 25.05.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.05.1927, Blaðsíða 2
a A LÞ Y'Ð U BL Aö IÐ ALÞÝÐSJBLAÐIBÍ kemur út á hverjum virkum degi. ► Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við > Hverfisgötu 8 opin írá kl. 9 íird. ► til kl. 7 síðd. i Skrifstofa á sama stað opin kl. > i 9 Va —10 V* árd. og kl. 8—9 síðd. | * Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 t 1 (skrifstofan). ► IVerðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ► mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 [ hver mm. eindálka. ) Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ► (í sama húsi, sömu símar). ; Gerið háar kröfur! (Nl.) Nei; pað á sér dýpri rætur, fþegar enginn þessara mannfélags- flokka hefir getað tileinkað sér og haldið fram kröfum fyrirmynd- ar-þjóðfélags. Hjá þeim öllum rikir sem sé sá hugsunarháttur, að reyndar sé sjálf vinnan nauð- synleg, ef til vill virðingarverð, en ekki meginatriðið í tilveru þeirra; menn létu sér vel lynda að sjá verkfð unnið af öðrum og voru jafn-nýtir bændur, há- skólakennarar og bankaráðsmenn þrátt fyrir það. Sérhver mótaður þjóðfélags- flokkur hefir nefnilega innri þungamiðju, sem er ákveðandi um hagsmuni hans og mat og setur hinn eiginlega svip sinn á hlutaðeigandi rnann, sem án þessa væri alls ekki sá, sem hann er Engum hinna ráðandi þjóðfé- lagsflokka, sem til þessa hafa þekst, hefir vinnan verið hin innri þungamiðja. Aðlinum var hún upprunalega riddaraherpjónusta, seinna meir œtterni að eins; óð- alsbóndanum var hún. alt af /arð- eignin fremur en vinnan sjálf; lærdómsstéttinni mentunin frem- ur en atorka, en einnig fremur en auöur og ætterni; kaupsýsiu- manninum ágód'.nn (non olat: Meðulin hafa minna að segja). Gerið tilraun með mjög einfaidri spurningu: hverjum gifta þessir mótuðu flokkar einkum dætur sín- ar? En fyrirmyndar-þjóðfélag, hvort 'sem það er nefnt „staðleysa“ eða jafnaðarmenska, er það þjóðfé- lag, þar sem viðurkent er, að vinnan sé uppspretta allra auð- æfa, og þeir eigi að hljóta hagn- aðinn, sem vinni. Penna aöalá- jhuga á vinnunni hefir engin áður rík^andi þjóðfélagsfíokkur haft. Allir þessir þjóðfélagsflokkar, sem ég hefi minst á, hafa lifað sitt fegursta og örlagastund þeirra rutmið upp, — hinna „mentuðu“ á árunum fyrir og til 1890, bænd- anzia á tímabilinu.. fyrir og til 1910, auðmagnsins nánast meðan á styrjöldinni stóð og eftir hana. Þeir hafa sýnt, að þeir höfðu ekk- ert að markmiði nema aö láta sér líða vel og græða fé á ánnara kostnað. En kröfur tímans eru tilkall til þ::irta manna, sem geta og þora að drottna samkvæmt hinu innra lögmá’i framleiðsiu'íísins. Eink- wnnerorð vorra tíma er samrinna og óskert réttindi þeim, sem vinno. Vinnan er þungamiðja vorra tíma, og jafnaðarstefnan er því áhugamál þessarar aldar, lær- dómur styrjaldarinnar og vilji þjóðanna, og nú hefur verkalýð- urinn sig upp til að verða hinn drottnandi flokkur þjóðfélagsins. Honum er vinnan hin innri þunga- miðja, sem er ákveðandi um mat hans Oig setur svip sinn a hann, og án hennar vœri hann ekki sá, sem hann er. Þess vegna er það eitt af mark- miðum jafnaðarstefnunnar að skapa forvígismenn og drottnara, sem séu verkamenn og skemm- ist eigi þannig, að þeir verði að nokkurs konar eignamönnum eða mentamönnum, sem að 'visu hafi hiria góðu eiginleika þessara stétta, en galla þeirra einnig, heldur séu þéir ímynd þeirra manna, sem eru vaxnir hinum þjóðfélagslegu viðfangsefnum, menn, sem peningar hrína ekki á, sem ekki glúpna andspænis ment- un, heldur meti alt nákvæmlega og hispurslaust en réttlátlega eft- ir vinnunni. Sérhverri þjóðmenningu hefir tekist að skapa sér imynd þeirra manna, sem þörfum hennar og nauðsynjum var fullnægt með. Hið forna rómverska lýðveldi skapaði sér ímynd herstjóra þeirra og valdsherra, sem Scipionarnir ■og Etillernarnir voru, tímar keis- aradæmisins ímynd hinna stjóm- sömu og duglegu ráðherra öld- ungaráðsins, lénsmannatímabil miðaldanna hinn hérskáa, harð- snúna aðal og páfakirkjan hinn biíðmála, tungumjúka og valds- mannlega „preláta". Þjóðmeimingarhrörnun kemur fram hið ytra í hnignun hinnar ráðandi stéttar, og nýi tíminn birt- ist þannig, að á nýrri drottnandi stétt bólar. Þeir tímar og sú öld, er vér lifum á, eru jafnaðarstefn- unnar. Að hve miklu leyti þörf- um okkar verður fullnægt, velt- ur á því, hvort verkamennirnir geti sjálfir úr sínum hópi teflí fram mönnum, sem eru ímynd ihins nýja tíma og hugsjónir þeirra eru: þjóðnýtt framleiðsla, barátta gegn almætti peninganna, samúð milli alira þjóða. Þessi flokkur manna mun ekki líkjast neinum fyrrum og mun tæplega falla rikjandi menningu í geð, en yfirbragð mun hann eiga sér sameiginhgt með öðrum kunnum valdsherrum: alþýðufor- ingjum (tribunus plebis) hins róm- verska tímabils, borgarstjórum Iiansabæjanna, Kristmunkum Ignatiuss Loyolas, embættismönn- um hins gamla prússneska ríkis á dögum Friðriks II. eða hinum rússnesku alþýðufulltrúum ráð- stjórnarveldisins nú á dögum. Þessir synir vei kamannanna, fulltrúar þeirra og drottnarar, munu í því greina sig frá öllum fyrram, að þeim er vinnan það höíuðatiiði, sem ríkiö, mátíurinn og dýrðin hvílir á, en hvorki á ætterni eða eignum, mentun eða tungumálum, þjóðerni eðn trúar- brögðum, hieldur að eins á vinn- unni og starfsdugnaði. En það að gera ímynd slíkra manna raunverulega er ekki ein- ungis komið undir hinum svo nefndu „fjármunalegu hagsmun- um“ (sem auðvitað geta aldrei annað gertr en flutt peningana úr einni pyngjunni í aðra), heldur þeim hiugsjónum, sem efst eru á baugi meðal*,. verkalýðsins, — hugsjónir, sem tákni hér sama og fyrirmynd. Öll mannleg sérkeimamyndun skapast eftir fyrirmynd, hvort sem hún nú er Mucius Scævola eða Jörundur helgi eða „Emile“ Rous- seaus eða Marx og Engels,’ og ber eftir því, sem við á, hver um sig sem árangur hina rómversku borgarstjórn, krossferðariddarann, Jacobina-sinnann og ráðstjórnar- fulltrúann. Máttur orða og hugsjóna felst í því, að þau verk séu fyrir- mynd, er sviphafi hins nýja tíma mótast eftir. Bænasamkomur hreintrúarsinna á Englandi, hin skorinorðu rit fræðslutímabilsins á Frakklandi og hinir fjarrænu,, sveimhuga sameiningardraumar á Þýzkalandi voru ekki án árangurs. I kjölfar þeirra komu þeir Cromwell, Ro- bespierre og Bismarck, er breyttu þessum hugsunum í bjargfastan veruleika. Á sama hátt munu þeir menn, er drottna fyrir hönd verkalýðs- ins, skapast af þeim hugsjónum, sem láta til sín taka í orðum og hugsunum verkamannsins. Fylg því að málum kröfunni um alþýðumentun, ekki einungis sem nokkurs konar fyrirlestrahreyf- ingu, sem birtir niðurstöður vis- indanna, heldur sem öflugri og djarfri útbreiðslustarfsemi, er beinir sjónum manna að mark- miði jafnaðarstefnunnar. Gerum háar kröfur —Neinnig til vor sjálfra! Framsýnmg ,Sendiherrans frá Jápiíer4. Auðvitað var húsið troðfult; hvað eftir annað dundi það við af lófataiki a’mennings, og Kamban viar marg-kaliaður. fram. Ojt í efni leiksins skal ekld far- ið að sinni, en það er beizk á- deila á þjóðfélögin, eins og þau eru nú, og harðsnúin árás á með- ferð yftrráðastéttarinnar á alþýð- unni, full af mannúð og skilningi hjartans á því, hvað rétt er og gott. I leiknum er í raun réttri ekki nema eitt hlutverk, sendiherrann, og var hann leikinn af Kamban sjálfum, l jómandi vel. Leikur hans! er þö frskar borinnn uppi af ö'r- uggii smekkvísi hcidur en mikl- um leikhæfileikum; það er ágæt- ur kunnáttuleikur. Af aukahlutverku num má nefne forsætisráðberrafrú, sem ungfrú Sigríður Björnsdóttir lék- Var henni tekið forkumiarvel, en frek- ar mun það þó hafa verið frá- igangur höf. á hlutverkinu en meðferð ungfrúarinnar á því, þó að óaðfinnanieg væri, sem jók fögnuð áhorfenda. Herra Gunnar Hansen, danskur maður, sem ný- kominn er hingað, lék umrenning- inn afarsnoturlega, og var aðdá- anlegt, hvað hann bar íslenzkuna vel fram, sem ekkert kemur þó leik hans við. Frú Kvaran fór snoturlega með lítið hlutverk. Hr. Öskar Borg lék tvö smáhlutverk ágæta-vel. Önnur smáhlutverk voru leikin rétt eins og. gerist hér og gengur. Leiktjöld voru ágæt og sum þó með öðrum hætti en hér er venja. Allur frágangur leiksviðs- ins var og ágætur og miklu smekklegri en hér tíðkast, og leik- urinn sjálfur er miklu betur æfður en hér er vani. Fyrir bragðið renn- ur leikurinn miklu liprar yfir leik- sviðið enn leikrit hér gera. Það er vafalaust, að almenning- ur munni sækja leikinn, og enn vafálausara, að hann hafi gott af því að leggja sér kenningar hans á hjarta. Jést Bnðnasoii fimtugur. Jón Guðnason fisksali, Berg- staðastræti 44, er fimtugur í dag. Hann er einn af stofnendum Sjó- mannafélags Reykjavikur og hvatti fyrstur manna mjög til stofnunar þess. Hann var í stjórn þess um skeið, 1918 til 2. jan. 1920, og endurskoðandi reikninga þess í þrjú ár. Hann hefir verið í fulltrúaráði verkalýðsins í Reykja- vík og sambandsþingsmaður jafn- an frá 1916. Hann var í samninga- nefnd Sjómannafélagsins 1919 og 1920. Hann var forstöðumaður. fisksölu félagsinns meðan hún var starfrækt og hefir auk þessa gegnt ýmsum öðrum trúnaðar- störíum fyiir félagið. Jón er fædd- ur í Laugardælum í Hraungerð- ishreppi í Árnessýslu. Alþýðu- bLaðið óskar honum hamingju. Ameríkufarar. Með „Gullfossi" í gær fóru hiéð- an til Boston í Bandaríkjunum fimm ungir sjómenn, sem unn- ið hafa á íslenzku togurunum,. þegar vinnu hefir verið að ta. Þeir heita: Ástmann Bjartmars- son, Skólavörðustíg 28, Guðm. Þórðarson, Framnesvegi 5, Sigurð- ur Guðmundsson, Laugavcgi 75, Jóhannes Björasson, Hólatorgi ættaður frá Eyrarsveit á Snæfells- nesi, hefir tekið stýrimannspróf, Jónas Hallgrímsson, Baldursgótu 13. Allir þessir menn hyggja til að vinna á togurum frá Bostor..

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.