Tíminn - 08.04.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.04.1936, Blaðsíða 1
<§5jaífcbagi fciaCs i n ? c t I. Jöni Ásacnsmíuu (OBtat 7 tu ORfgzeib&la ©9 tnuí>ctmta á íauaaoea 10. 6intl 2353 - V&Mbbli 0CI XX. árg. Reykjavík, 8. apríl 1936. 14. blað. Eldhúss* daguvinn ' Það hefir komið í ljós í þess- um umræðum enn einu sinni, hversu örðugt andstöðuflokk- ar stjómarinnar eiga með að stánda við fyrri staðhæfingar cg gífuryrði í garð hennar og róg þann, er þeir hafa í frammi haft um framkvæmd mála. Þeir hafa orðið að játa í áheyrn þjóðarinnar, að árið 1935 hafi orðið meira en i/2 mflj. kr. tekjuafgangur í ríkissjóðnum. Þeir hafa orðið að viðurkenna, að flest það, er þeir hafi fund- ið sér til árása á kjöt- og mjólkurlögin, hafi verið fleyp- ur eitt. Það vakti meira að segja alveg sérstaka athygli, að í framsöguræðu sinni þorði Þorsteinn Briem ekki að minn- ast á kjötlögin. Viðvíkjandi mjólkurlögunum gekk hann út frá því, að gróði og tap myndi standast á(!), og mega allir skilja, hvað slík yfirlýsing þýð- ir úr þeirri átt. Það kom hins- vegar greinilega fram í um- ræðunum, að kjötverðið hefir hækkað um nál. 20% og mjólk- urverðið um tvo aura á lítra til jafnaðar hjá öllum mjólkur- búunum, síðan afurðasölulögin voru sett. Það stendur líka ómótmælt enn, enda yfirlýst af Hagstofunni, að greiðslujöfn- uður þjóðarinnar út á við hefir batnað um 6 milj. kr. þrátt fyrir hið erfiða viðskiptaár- ferði. Framkoma formanns Sjálf- stæðisfl. og málaflutningur hefir í þessum eldhúsumræðum, verið lík því, sem áður var og við mátti búast. Með óljósum vífilengjum neyddist þessi orð- hvati maður nú til að éta of an í sig fullyrðingar sínar frá síð- asta eldhúsdegi um 11 milj. kr. greiðsluhallann! Framsöguræðu sína hóf hann með því, að krefjast þess fyrir hönd Sjálf- stæðisflokksins, að þing yrði rofið og boðað til nýrra kosn- inga. En eftir því sem blaðið hefir frétt, var ekkert búið að tala um það í Sjálfstæðis- fiokknum að bera fram slíka kröfu! Sýnir þetta, ef satt er, hversu álit flokksmannanna er að vettugi virt, þegar þeim Kveldúlfsmönnum dettur í hug að gera sig breiða. Þá sló ó. Th. fram þeirri fullyrðingu, að núverandi stjórn hefði hækkað skattana um 5 miljónir. En íjármálaráðherra og atvinnu- málaráðherra sýndu jafnskjótt fram á það, með tilvitnun í ríkisreikninginn, að tekjuhækk- un ríkissjóðs á sl. ári hefði ekki numið nema rúml. 1 milj. kr. alls. Jafnframt minnti fjár- málaráðherra ólaf á það, að í Reykjavöcurbæ, þar sem íhald- ið ræður, hefðu skattar til bæjarins verið auknir um 150% síðan 1929, og að ef samskon- ar. „skattarán" hefði verið framkvæmt af Alþingi, ættu út- gjöld fjárlaganna nú að vera um 40 miljónir. Yfirleitt hafa stjórnarflokk- arnir ástæðu til að vera mjög ánægðir með þennan eldhús- dag. Landsmálabaráttan hefir skýrzt fyrir þjóðinni, og þá er vel. Tilboð Eyjólfs og bakaranna Þann 30. okt. og 4. nóv. s. 1. gerðu Bakarameistarafélag Reykjavíkur og Mjólkurfélag Reykjavíkur tilboð um að taka að sér dreifingu og sölu á mjólkinni fyrir 31/3 aura pr. lítra og auk þess vildi Bakara- meistarafélagið selja skyr og rjóma gegn 121/2 eyris þóknun pr. lítra. Á sínum tíma var í íhaldsblöðunum gert ákaflega mikið veður út af þessum til- boðum. Og þegar mjólkursölu- néfnd á fundi 14. okt. ákvað að fresta að taka ákvörðun um tilboðin fyrst um sinn, ætlaði Mbl. að ganga af göflunum af illsku og í bræði sinni hljóp Eyjólfur Jóhannsson úr nefnd- irmi og hefir ekki komið þar síðan. Mjólkursölunefnd mun hafa verið vel kunnugt um, hvers- vegna þessi tilboð voru fram komin. — Þau voru fram komin vegna þess, að Eyjólfur sá, að reksturskostnaður Sam- sölunnar fór lækkandi. Og þau voru komin fram vegna þess, að Mjólkursölunefnd hafði kom- izt að þeirri niðurstöðu, að gei*- iisneyðingargjaldið hjá M. R. væri of hátt og þyrfti að lækka, Þetta hvorttveggja óttaðist Eyjólfur — og til þess að slá ryki í augu manna gerði hann þessi tilboð í félagi við sína gömlu bandamenn, bakara- meistarana. Mjólkursölunefnd vissi því strax, að tilboðin voru fram sett til að skaða Samsöluna, en ekki til að gera henni gagn. Hún gerði sér líka fullkomlega ljóst, hvílík hætta lá í því fyrir Samsöluna að afhenda bakara- meisturunum allar mjólkurbúð- irnar og standa svo uppi alls- laus, ef bakarameisturunum einn góðan veðurdag dytti í hug að heimta hærri sölulaun og hóta söluverkfalli. tJt frá þessum forsendum hefði nefnd- in vel getað hafnað tilboðunum þá þegar. En hún ákvað að fara að öllu rólega og sagði sem svo: Við frestum að taka ákvörðun um tilboðið. Við vilj- um bíða eftir því, að sjá, hver dreifingarkostnaðurinn verður hjá Samsölunni sjálfri tvo síð- ustu mánuði ársins. Því að ef sú útkoma sýnir, að Samsalan græðir ekkert á því að taka tiÞ boðunum, þá er heldur engin frambærileg ástæða til að gera það. < Nú liggur fyrir niðurstaða þessara tveggja síðustu mán- aða ársins 1935. Og nú hefir verið gerður reikningslegur samanburður á reksturskostn- aði Samsölunnar þessa tvo mánuði og þeim útgjöldum, sem orðið hefðu á sama tíma, ef tilboðunum hefði verið tekið. Var samanburður þessi lagður fyrir fund Mjólkursölunefndar 2. þ. m. og er birtur í heilu lagi á öðrum stað hér í blaðinu. Og hver er svo niðurstaða þessa samanburðar? Eyjólfur Jóhannsson, bakara- meistararnir og Mbl. héldu því fram, að Samsalah myndi A víðavangi Hátíð Laugvetninga. Sl. fimmtudagskv. hélt félag l.,augvetninga hér skemmtisam- komu með nemendum, sem. komu að austan kvöldið áður, að loknu vetramámi. Hófið var á Hótel Borg í gylta saln- um. Þátttakendui' um 180. Nokkrir af kennurum skólans komu með að austan. Voru íyrst ræðuhöld og söngur og síðan dans. Einn af nemendun- um, Þórður Þorsteinsson frá Grund í Svínadal, hélt aðalræðu af hálfu nemenda, en Baldur íþróttakennari Kristjónsson stýrði söngnum. Að líkindum hefir aldrei verið haldinn jafn fjölmenn gleðisamkoma á Hótel Borg, þar sem hvorki var drukkið eða reykt. Hið mikla í- þróttalíf á Laugarvatni veldur því, að nemendur þaðan gleyma tóbakinu og víninu. Fleira gott mun fylgja slíku uppeldi. Gísli Sveinsson fékk ekki að tala! Á öðrum stað ,hér í blaðinu er það rifjað upp, hversu ó- giftusamlega tókst fyrir Gísla Sveinssyni á eldhúsdaginn 1935, er honum var hleypt í út- varpið og fór þar með stað- leysur um einkasölur ríkisins, sem Mbl. síðar varð að taka af t- ur til að forða sér og G. S. frá skaðabótamjili. Er einnig frá því skýrt, hversu frumhlaup þetta hefir að nokkru leyti endurtekið sig nú á þessu þingi. Því skal aðeins við bætt, sem síðan er á daginn komið, að eld- húsdegi þessa þings er nú ný- lokið, og fór það að spá Tím- ans, að íhaldið hleypti G. Sv. ekki í útvarpið að þessu sinni. Röksemdir „Jóns sterka*. Undir lok eldhúsdagsins var Ólafi Thors bent á það, að yf- irlæti hans og sjálfshól í ræð- um minnti nokkuð áberandi á grobb Jóns sterka í Skugga- Sveini: „Sáuð þið, hvernig ég tók hann, piltar"? En þetta mælti Jón, er haUn sjálfur hafði verið grátt leikinn. En eina af verstu hrakförum sín- um fór ólafur, þegar hann tók að ræða við fjármálaráðherra um vilja íhaldsins til sparnaðar á útgjöldum ríkisins. En það kom fram hjá Ólafi, að íhalds- menn myndu vilja draga úr út- gj öldum, svo að milljónum skipti, og væri það mestallt „bein og bitlingar" til ein- stakra manna úr stjórnar- fiokkunum. Ráðherrann vakti þá athygli á því, að engar til- lögur væru fram komnar frá íhaldsmönnum um slíkan millj- ónasparnað og skoraði á Ólaf að gera grein fyrir því nú, hverj- stórgræða á því sð taka til- boðunum. , En reynilan sýnir þvert á móti, að Samsalan myndi á þessum tveim mánuðum hafa tapað kr. 3181,35 á því að taka þessum tilboðum. Tilboð Eyjólfs og bakara- mestaranna hefði því þýtt um 18 þús. árlegan skaða fyrir Samsöluna. Það er gott að iáta tölurn- ar tala. ar þær tillögur væri. Neitaði þá ólafur að gera grein fyrir sparnaðartillögunum og bar því við, að stjórnarandstæðinga skorti atkvæðamagn til að koma þeim fram, og vildu þá ekki taka á sig þær óvinsældir, sem þeir myndu af því hljóta hjá. almenningi að bera þær fram! Ráðherrann spurði þá, hvort Ólafur áliti, að það myndi vera óvinsælt hjá al- menningi að bera fram tillögur um að fella niður „bein og bitl- ínga". Varð Ólafi þá svara fátt, enda mun hann hafa fundið, að staðhæfingarnar voru farnar að stangast nokkuð óþyrmilega. Og yfirleitt gáfust íhaldsmenn alveg upp við að lesa upp hina stóru „bitlingaskrá", sem þeir lengi hafa hótað að koma fram með, nema hvað Hannes á Hvammstanga byrjaði lítils- háttar á 'slíkum sparðatíningi, eftir að stjórnarflokkamir höfðu lokið ræðutíma sínum og gátu ekki svarað. Mun þetta óefað hafa vakið athygli um land allt, og eins hitt, hve lítið var deilt á einstök verk eða ráðstöfun f jármuna hjá núver- andi ríkisstjórn. Ritlingar íhaldsins í Reykjavík. 1 breytingartillögum Fram- sóknarmanna við fjárhagsá- ætlun Rvíkur fyrir árið 1936 var lagt til að fjárveitingin til hinnar svokölluðu ráðningar- skrifstofu bæjarins yrði lögð niður.Starfsemi þessarar „skrif- stofu" hefir aldrei verið svo kunnugt sé, að nokkru nýt, enda stofnuð í þeim eina til- gangi að veita atvinnulausum í- haldslógfræðing atvinnu. Eftir að vinnumiðlunarskrifstofan tók til starfa gat það líka naumast talizt vera annað en sviksamleg ráðstöfun að verja fjármunum bæjarins þannig. Ihaldið felldi tillöguna. En at- hugun, sem gerð hefir verið á þessari merkilegu „skrifstofu" nýlega, hefir sannað rök Fram- sóknarmanna um fullkomið gagnleysi hennar. Starf „skrif- stofunnar" hefir t. d. að ekki óverulegu leyti verið fólgið í því að útvega unglinga til ýmsra smásnattverka fyrir hina háttsettu íhaldsmenn bæj- arins eins og að „flytja leir- tau milli húsa", „bera skít á tré", „berja gólfteppi", „selja Storm" og „setja á lamir". Við nöfn þessara manna er síðan skráð „gengnir úr og ráðnir"." Þessa þýðingarlausu starfsemi, sem kostar bæinn 14 þús. kr. árlega, ber tafarlaust að leggja niður. Ef íhaldið þarf sérstak- lega að ala önn fyrir fyrv. for- manni Varðarfélagsins, er nær að taka hann á fátækra- framfæri og láta hann þar fá 7 þús. kr. eins og fjölskylduna, sem íhaldsblöðin gorta mest af! Gleymska Þorst. Briem. Hermann Jónasson forsætis- ráðherra varði nokkrum tíma af fyrstu ræðu sinni á eldhús- daginn tfl þess að minna Þor- stein Briem á ýmislegt, sem hann hefði gleymt að gera á meðan hann var sjálfur land- búnaðarráðherra én vildi nú gera kröfur um tfl núverandi stjórntir. Þannig gleymdi Þor- Kristleifur Þorsteinsson bóndi og fræðimaður á Stóra- Kroppi í Borgarfirði átti 75 ára afmæli 5. þ. m. Sbr. grein J. J. á öðrum stað í blaðinu. Ilngólfor Bjarnarson I í Fjósatungu formaður Sambands íslenzkra samvinnufélaga og fyrv. alþm. andaðist á Landsspítalanum í nótt af afleiðingUm holskurð- ar. Þessa þjóðkunna ágætismanns mun verða ítarlega minnst hér í blaðinu. steinn að hrófla nokkuð við jarðræktarlögunum, og hefði þó getað gert það á þann ein- falda hátt að breyta dags- verkunum með reglugerð. Hann gleymdi líka að gefa út reglu- gerð um kjötsöluna innanlands og hafði þó til þess heimild í lógum frá 1933. Og allan þann tíma, sem hann var ráðherra gleymdi hann því, að nokkuð þyrfti að leiðréttá gengi ís- lenzkrar krónu. Þó var verð á afurðum bænda bæði árið 1932 og 1933 stórum lægra en það 'er nú, og því miklu brýnni þörf aðgerða en nú. En Þ. Br. gat í þá daga látið sér vel lynda, að bændur fengi 72 aura fyrir kg. af bezta kjöti og 15 aura fyrir mjólkurlítra. Síðan hann varð áhrifa- og valda- laus hefir hann fyrst „upp- götvað" það, að kjötverðíð þyrfti að vera kr. 1,27 og rajólkurverðið 32 aurar samkv. útreikningi Kolbeins í Kolla- firði. Og nú man hann eftir að hækka jarðræktarstyrk og breyta genginu. — En bændur iandsins munu nú sem fyr hafa lítið traust á hinum' gleymna uppgjafaráðherra, sem heimtar allt af öðrum en ekkert af sjálfum sér. „Kjarkmaður er Kolbeinn". Jónas Jónsson hóf mál sitt í eldhúsdagsumræðunum á því að taka sér í munn ummæli, er Magnús Torfason eitt sinn hefði haft um mann nokkurn á Vesturlandi: „Kjarkmaður er Kolbeinn". Kvað J. J. sér hafa komið þessi orð í hug, er hann hefði heyrt ólaf Thors tala digurbarkalega um fjár- mál ríkisins, og telja þar allt myndu vel fara, ef honum og íhaldinu væru fengin völdin. Minnti J. J. á, að slík hreysti- yrði kæmu úr hörðustu átt, þar sem ó. Th. stjómaði skuldugasta fyrirtæki landsins, og væri sjálfur stórskuldugur, og lifði þó hinu dýrasta eyðslu- lífi. Þótti J. J. sú dirfska 0. Th. furðu mikil, að bjóða Uían lír heimi England er nú sáttasemjari stórþjóðana. En sú leið er hvorki létt né hættulaus. Italía hefir brotið lög og réttindi A- bessiniu, og aðgerðir Þjóða- bandalagsins eru aðeins kák. — Þjóðverjar brjóta gerða samn- inga og senda her inn í Rínar- londin og byrja að hervæðast þar. England er ábyrgðaraðili um hinn brotna samning. Frakk land heimtar að þær þjóðir sem ábyrgjast samninginn standi við orð sín. En England hikar og Frakkland kemst ekki lengra en bandamenn þess. Hik Eng- lands liggur í því sem er höfuð- clán fyrir heimsmenninguna, að það er ekki hlutfallslega jafn f.terkt og áður. Japanar heimta að hafa jafnsterkan flota. Og loftfloti Þjóðverja er sennilega mun sterkari en Englands. Áð-. ur fyr var England móðurland um járn og kol. Nú hafa Rúss- land og Bandaríkin meira af þessum orkulindum og olíuna að auki. Eftir hina miklu blóð- töku stríðsáranna var England þreytt. Það treysti á samninga, Þjóðabandalagið, og reyndar snilli sinna leiðtoga. En nú vopnar Þýzkaland sig sem mest má verða. Það er eins og risa- skriðdýr fyrri jarðalda, sem lögðu mestan lífsþróttinn í hina miklu brynju og gat svo ekki valdið henni. Frakkland finnur hættuna og vill fremur berjast við erfðafjandann sem fyrst áður en hann hefir full- lokið vígbúnaði sínum. En Eng- land er ekki viðbúið. London var í mikilli hættu fyrir 20 ár- um af flugárásum, en nú er hættan hundraðfalt meiri. Þess vegna dregur Bretinn allt á langinn. Hann sér hættuna, en lætur sér hægt út á við, þolir jafnvel að nokkuð af samning- um sé brotið, meðan enska þjóðin býr sig undir storminn. Italski hershöfðinginn í A- bessiníu lét fyrir tveim dögum það boð út ganga að sigur Itala á norðurvígstöðvunum væri svo alger, að stríðið væri bráðum á enda og Itölum yrði innan skamms kleift að framkvæma stórkostlegar fyrirætlanir, sem yrðu bráðlega gerðar heymm kunnar. Það fylgir sögunni að her Abessiníumanna sé nú gertvístraður og að keisarinn sjálfur sé á flótta á múlasna suður eftir. Abessiníukeisari hefir gefið út yfirlýsingu, þar sem hann mótmælir því, að Italir hafi unnið eins fullkominn sigur og þeir vilji- vera láta. „Abessiníu- menn", segir hann, „eru enn ekki sigraðir og eru reiðubúnir að berjast til seinasta blóð- dropa. Jafnframt hefir hann sent Þjóðabandalaginu bænar- skjal í þremur köflum og heitir þar á það, að veita sér hjálp. Keisarinn hefir ennfremur látið birta tilkynningu, þar sem hverjum vopnfærum Abessiníu- manni er boðið að gefa sig þegar í stað fram til herþjón- ustu. sjálfan sig fram sem fjármála- forsjón ríkis og þjóðar, og munu margir undir það taka, sem á hlýddu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.