Tíminn - 08.04.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.04.1936, Blaðsíða 4
56 grennslan, að einstök dæmi, sem G. Sv. tók í umræðum í : fyrradag um verð á einstökum hlutum, sem einkasalan hafði selt, voru beinlínis ósönn og gripin úr lausu lofti. Sumpart hafði verið um allt aðra vöru- tegund að ræða en G. Sv. hélt í fáfræði sinni og sumpart hafði hann teldð með álagn- ingu, sem gerð var af við- skiptamanni einkasölunnar, sem hafði verið milliliður milli hennar og notanda. Hefir G. Sv. sýnilega mestu smán af þessu frumhlaupi eins og hinu fyrra, enda er hann þessum málum algerlega ó- kunnugur. Þöfaramálið Nýju þingsköpin voru af- greidd sem lög frá Alþingi 6. þ. m. Voru hin nýju lög þegar símuð konungi til staðfestingar og geta því komið til fram- kvæmda það sem eftir er af þessu þingi. Lög þessi fela í sér fjölda- margar minnaháttar leiðrétt- ingar á hinum eldri þingsköp- um. En höfuðtilgangur þeirra er sá að koma í veg fyrir, að ófyrirleitnir þingmenn eða þingflokkar geti tafið eða jafn- vel hindrað framgang mála með því að beita málþófi eða neita að greiða atkvæði. Tilefnið til þess að gera þess- ar ráðstafanir, var gefið af ínaldsrnönnum á þingunum 1934 og 1935. Það var á allra manna vitorði þá, hversu herfi- lega þessir menn misnotuðu hin ófullkomnu ákvæði þingskap- anna. Þeir neyttu „þingmanns- réttar“ síns til að láta óhæfi- lega marga taka til máls í einstökum málum og flytja óeðlilega langar ræðui-. Til- gangui’inn gat ekki dulizt. Og hvað eftir annað reyndu þeir að eyðileggja atkvæðagreiðslu með því að sitja allir hjá og neita að gera grein fyrir lög- mætum ástæðum. „Þófararnir" frá 1934 og 1935 eru orðnir alræmdir um landið. Og óneitanlega er setn- ing hinna nýju þingskapa ákaf- lega þung áminning til hinna ábyrgðarlausu stjórnarand- stöðuflokka. íhaldmönnum var það vitanlega strax ljóst. Þeg- ar frumvarpið fyrst kom fram í þinglokin 1935, sýndu þeir þvi hinn mesta fjandskap. En á milli þinga bognuðu þeir að nokkru leyti fyrir almennings- álitinu, því að almenningsálitið í þessu máli hefir verið ákaf- iega sterkt. Og það hefir alger- lega fordæmt athæfi „þófar- anna“. Frumvarpið var að þessu einni, eins og á síðasta þingi, lagt fram í neðri deild. Og það gekk fremur hljóðalítið gegn- um deildina. íhaldsmenniniir sátu undir umræðunum með ólund eins og pöróttur dreng- ur, sem veit, að ráðningin verður ekki umflúin. Við 2. umræðu í efri deild brast þá þó skapstillingu, hlupu af fundi og' liöfðu Þorstein Briem með sér. En við 3. umræðu voru þeir búnir að beygja sig undir það, sem verða vildi. Og þegar málið kom aftur til einnar umræðu í neðri deild, tók enginn til máls. En svo var ó- styrkurinn mikill á stríðsmönn- um Kveldúlfs, að þeir höfðu ekki getað komið sér saman um, hvort þeir ættu heldur að sitja hjá eða greiða atkvæði gegn lögunum. Dagurinn 6. apríl mun verða talinn merkisdagur í þingsög- TlMINN Húðír oú sklnn Samband ísl. samvinnufélaga selur árlega tii útlanda mikið af húdum og shínnnm. Hin nýja sútunarverksmiðja S. I. S. á Akureyri er tekin til starfa og mun hún eingöngu nota ís- lenzk skinn og húðir til sútunar. Ef bændur nota ekki húðir og skinn til heimilisþarfa, ættu þeir að biðja kaupfólag sitt að koma þessum vörum í peninga. Nautgripahúðir og hrosshúðir er bezt að salta strax að iokinni slátrun. Kálfskinn má salta eða herða eftir því sem bezt hentar. Fláningu verður að vanda sem bezt, sérstaklega þarf að varast, að skera ekki skinnið í fláningunni, og þvo óhreinindi og blóð bæði úr holdrosa og hári, strax að lokinni fláningu, — Góð og hreinleg meðferð á þessum vörum sem öðrum borgar eig. unni. Þann dag hefir verið endi bundinn á eitt hið lúalegasta tilræði, sem enn hefir verið reynt að fremja gegn hinu unga íslenzka lýðræði. Nýju þingsköpin standa eins og bautasteinar yfir þófurunum og þeirra óvirðulega athæfi. Nýju þingsköpirt Frumvarpið um breytingu þingskapanna (þófaramálið), var, eins og frá er skýrt hér á undan, afgr. sem lög frá Alþingi G. þ. m. Var frv. samþ. í nd. með 17 gegn 4 atky. Með frv. greiddu atkvæði þingmenn stjómarflokkanna og ennfrem- ur Ásgeir Ásgeirsson og Magn- ús Torfason. Margir íhalds- menn sátu hjá. Aðalatriði hinna nýju laga eru í þeim greinum, er hér fara á eftir: Um kosningu til efri deildar. „5. gr. Meginmál 2. gr. laga nr. 20 1934 orðist þannig: Eftir kosningar þær, sem um ræðir í 3. og 4. gr„ skal velja til efri deildar þá tölu þing- manna, er þar skulu eiga sæti. Skal hverjum þingflokki skylt að tilnefna á lista þá tölu þing- manna sinna, er honum ber í hlutfalli við atkvæðamagn hans í sameinuðu þingi. Ef tveir eða fleiri þingflokkar hafa með sér bandalag um kjör til efri deild- ar, eða þingflokkur (eða flokk- ar) og menn utan flokka, skal talan á listanum miðuð við samanlagt atkvæðamagn banda- lagsins. Ef atkvæðamagn tveggja eða fleiri kjöraðilja er jafnt við kosningu síðasta manns til efri deildar, skal hvor (hver) þeirra tilnefna mann í vafasætið, en hlutkesti ráða úrslitum. Nú skýtur einhver kjöraðili sér undan skyldu um tilnefn- ingu til efri deildar, og tilnefn- ir forseti þá þingmann eða þingmenn úr þeim flokki eða bandalagi í réttu hlutfalli við atkvæðamagn. Ef þá er vafi um eitt sæti, skal hlutkesti ráða. Forseti tilkynnir síðan, hverjir þingmenn þannig hafa verið tilnefndir, og teljast þeir rétt kjörnir eða skipaðir til efri deildar. (Stjskr. 27. gr).“ Um „hjásetu“ við at- kvæðagreiðslu. „16. gr. . . . Þingmaður, sem er á fundi, en greiðir ekki atkvæði við nafnakall, án lögmætra ástæðna, telst taka þátt í at- kvæðagreiðslunni. ...“. (Eins og kunnugt er, hafa stjórnarandstæðingar iðulega gripið til þess bragðs, að sitja hjá við atkvæðagreiðslu, og því ekki fengist nægilegt at- lcvæðamagn til þess að at- kvæðagreiðslan yrði lögmæt. Hefir þeim oft tekizt að tefja fyrir málum á þann hátt). Um að hindra málþóf. „24. gr. 37. gr. sömu laga orðist svo: Ef umræður dragast úr hófi fram, getur forseti úrskurðað, að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveð- inni tímalengd, og einnig getur forseti stungið upp á, að um- ræðum sé hætt. Svo getur og forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmað- ur kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo, að hún standi skemur en 8 klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði í þing- deild þeirri, sem hlut á að máli, eða sameinuðu þingi, og ræður afl atkvæða úrslitum. Sömu- leiðis geta 3 þingmenn í efri deild, 6 í neðri deild og 9 í sameinuðu þingi krafizt þess, að greidd séu atkvæði um það umræðulaust, hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns tak- markaður. Nöfn þeirra þing- manna skulu lesin upp og rituð í gerðabókina. Eftir ákvæðum þessarar greinar og 35. gr„ að því er varðar sameinað þing, skal einnig fara á þingsetning- arfundum. Nú hefir verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þing- rnanns, og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess, sem er til umræðu, án þess, að hann sé bundinn við, i hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka, ef hentara þykir. Ákvæði þessarar greinar ná einnig til ræðutíma ráð- herra.“ „ - - - VEIT ÉG ÞAÐ, en það er pá að mínnsfa kostí eítt sem má reyna til að bæta og bládka skapið og pað er REGLULEGA GOTT KAFFL En e£ pú villt búa til óað- fínnanlegi kaifi pá verðurðu blessuð góða að nota Hitar, iSmar, heíllar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, færir prótt Freyju kaffíbæti. Notkun skotvopna Að tilhlutun Hermanns Jón- assonar dómsmálaráðherra hef- ir verið flutt á Alþingi frum- varp til laga um innflutning, sölu og meðferð á skotvopnum, skotfærum, allskonar sprengj - um og hlutum og efni í þau. Samkvæmt frumvarpinu skal dómsmálaráðherra heimilt að ákveða með reglugerð, hvers- konar skotvopn, skotfæri og sprengjur skuli flutt til lands- ins og seld almenningi, um álagningu á þau, svo og hvern- ig fara skuli með birgðir þær af skotvopnum, skotfærum, hlutum og efni í þau, sem fyr- ir hendi kunna að vera í landinu í reglugerðinni skal ennfr. kveð- ið á um heimild manna til að hafa skotvopn í vörzlum sínum, og skulu þau ákvæði einnig ná til þeirra skotvopna, skotfæra, sprengja o. s. frv„ sem eru í vörzlum einstaklinga, félaga og firma við gildistöku laga þess- ara. Það skal vera aðalregla, að þeim einum sé veitt heimild til þess að hafa í vörzlum sínum áðurnefnd tæki, er sýna skil- ríki fyrir því, að þeim sé það gagnlegt, eða nauðsynlegt vegna atvinnu sinnar. Halda skal skrá yfir þá menn, er leyft hefir verið að hafa tæki þessi í vörzlum sín- um, og um það, hverskonar tæki það eru. Brot gegn lögum þessum og íeglugerð, settri samkvæmt þeim, varða allt að 10000 kr. sekt, ef eigi Iggur við þ/ngri | rdsing eftir öðrum lögunt. Aul< bess skulu skotvopn þaj, skot færi og sprengjur, sem ir.n eru flutt eða eru í vörzlum manna í heimildarleysi, gerð upptæk. í þeim óróatímum, sem nú eru, þegar ýmiskonar öfga- rnenn og öfgaflokkar vaða uppi með eftirhermur frá erlendum æfintýralýð, er löggjöf eins og þessi beinlínis sjálfsögð. Á síð- asta þingi var frv. fram borið, en mætti þá strax andúð frá íhaldsmönnum, sem rennur blóðið til skyldunnar, þegar þeim finnst sveigt að framferði nazistaskrílsins hér. Fðrðamenn ættu að skipta rið Reykjavíkur. — Þar hafa >atr tryggingu fyrir gðSma ag d- dýrum vömm. Kolaverzlun SIGURSAR ÓLAFSSOKAX Síbuu EOL. Raykfavfk. tttS Ritstjóri: Gísli Guðmundsaon. Prentsm. Aeta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.