Tíminn - 16.04.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.04.1936, Blaðsíða 1
<g>jaíbbagi hlabaine :t J. ?6ai ÁtaonSMÍau footaí 7 £*. •0 tnnfsctmta <i £ttugaoeg IO, Glai 2353 - 5>é»tfr6£JÖ6r XX. árg. Reykjavík 16. apríl 1936. 15. blað. Ingólfur Bjarnarson í Fjósatungu formaður Sambands ísl. samvinnufélaéa Fnjóskadalurinn er sólskins- kista landsins. Báðum megin eru há blágrýtisfjöll. Vaðla- heiðin lokar fyrir norðannæð- inginn, ef hann gerist of áleit- inn gegnum dyr Eyjafjarðar. Og kuldagjósturinn frá Skjálf- andaflóa kemst ekki að veru- legum mun gegnum Ljósa- vatnsskarð. Fnjóská hefir á óralöngum tíma brotið sér leið niður í gegnum hörð kletta- beltin. 1 austurbrekkum Rínar- dalsins, á bröttum klettasillum, vex vínviðurinn bezt í Þýzka- landi. 1 austurhlíðum Fnjóska- dals eru tveir af stærstu skóg- um landsins. Ahgan þeirra fyll- ir. dalinn á sumrum. 1 þessum dal bjó Ingólfur Bjarnarson og gerði garð sinn frægan. Bærinn stendur vestan við Fnjóskána undir Vaðlaheiði. Túnið er mikið og slétt. Fyrir neðan túnið er hið slétta, góða engi niður að ánni. Beint á móti bænum austan Fnjóskár er einn fegursti skógur landsins. Húsa- kynni í Fjósatungu eru eins og bæir gerast beztir hér á landi, allt úr traustum steini, vandað, yfirlætislaust, hlýtt og bjart. Húsaskipun gerð á þann veg, sem ætla má að vel moni henta nokkrum næstu kynslóðum. Sími liggur eftir öllum hinum strjálbyggða dal, sem síðar mun færast inn á hvert heimili sveitarinnar. Á sumrin er bíl- fært eftir dalnum og frá Fnjóskárbrú liggur einn hinn dýrasti og vandaðasti þjóðveg- ur landsins yfir Vaðlaheiði til Eyjafjarðar. Það er í einu þjóðleið um Norðurland og verzlunarleið Fnjóskdælinga til hins norðlenzka höfuðstaðar. H. Æfi Ingólfs Bjarnarsonar og lífsstarf er fyrst og fremst bundin við Fnjóskadal. Móður- ætt hans var úr dalnum, föður- ættin austur úr Þingeyjarsýslu. Hann óx upp í Fnjóskadal, fór þaðan til náms, fékk þar konu sína og flutti á æskuheimili hennar. Þau byggðu saman heimilið, gerðu þar óteljandi umbætur, ólu þar upp þrjú mannvænleg börn og bjuggu við rausn og sæmd í 80 ár. Heima í Fnjóskadal vann Ingólfur auk heimilisstarfa að öllum þéim trúnaðarstörfum, sem til eru í sveit á Islandi. Þaðan barst hróður hans um héraðið, og síðar um landið allt. En í hinum mesta sólskinsdal lands- ins gerðist lífsstarf þessa óvénjulega giftudrjúga manns og þar verður líka Ieiði hans í kirkjugarðinum á Illugastöðum, við hlið sveitunga og frænda. III. Ingólfur Bjarnarson fwddist 1 Haga í Gnúpverjahreppi 6. nóv. 1874. Foreldrar hans vom bæði úr Þingeyjarsýslu, en höfðu flutt suður yfir Sand Þegar drengurinn var fjögra ára druknaði Björn faðir hans í sjóróðri í Þorlákshöfn. Þrem árum síðar fór Ingólfur sína fyrstu stóru ferð, með móður sinni, norður yfir Sprengisand. Hann óx upp hjá henni á fleiri en einum bæ í Ljósavatns- skarði og Fnjóskadal. Hann var bráðþroska á allan hátt og sendur í skóla að Möðruvöllum, 16 ára gamall, yngri en þá var venja um drengi úr sveit. Hann reyndist ágætur námsmaður á Möðruvöllum og skömmu eftir að hann lauk þar námi, gerðist hann aðstoðarmaður hjá Klem- ens Jónssyni sýslumanni á Ak- ureyri. Var hann um mörg ár önnur hönd sýslumanns og gegndi störfum hans er Klem- ens var á þingi. Meðan Ingólf- ur var á Akureyri giftist hann ágætri konu, Guðbjörgu Guð- mundsdóttur frá Fjósatungu. Þó að vel færi um þau á Akur- eyri, og Ingólfi væru þar marg- ar leiðir opnar til starfs og frama, þá kusu þau hjón held- ur meira erfiði heima í sveit sinni en um leið meira frelsi. Keyptu þau Fjósatungu litlu síðar og settu þar saman rausn- arbú. Voru þau hjón í einu at- hafnasöm í bezta lagi, framsýn og hagsýn í ráðagerðum, en jafnframt því hjálpsöm og gestrisin á þann hátt, sem bezt mátti verða. Þegar Ingólfur byrjaði búskap í Fjósatungu var í vesturhluta Þingeyjar- sýslu lítið pöntunarfélag, sem átti vöruhús á Svalbarðseyri. Var honum falin forstaða þess og gegndi hann því starfi til dauðadags. Á þessum árum breyttist Kaupfélag Eyfirðinga frá því að vera ein hin minnsta verzlun á Akureyri og í það, að vera stærsta smásöluverzlun á íslandi. Pöntunarfélagið á Sval- barðseyri var svo að segja á vegi þessa volduga kaupfélags, og síðan 1906 hefir meira og meira af allri annari verzlun við Eyjafjörð hnigið til Kaup- félagsins á Akureyri. En hið litla félag Ingólfs Bjarnarsonar hélt áfx-am sinni tilveru eins og ekki hefði í skorizt. Það var jafnan hið nánasta samstarf og persónuleg vinátta milli Ing- ólfs Bjarnarsonar og þeirra þriggja manna, sem stýrt hafa Kaupfélagi Eyfirðinga síðustu 30 árin. En félagsmenn úr pönt- unarfélagi Svalbarðseyrar vildu ekki yfirgefa sitt eigið félag, meðan þeir áttu völ á slíkum leiðtoga, en þegar hann er fa!I- inn frá, hverfur það væntan- lega f yr en varir inn í hið vold- uga félag á Akureyri.> Fæddur 6, nóv. 1874 - Dáinn 8. apríi 1936 Árið 1917 byrjaði Samband- ið að reka heildsöluverzlun í Reykjavík, og það sama ár var Ingólfur- Bjarnarson kosinn í stjórn þess, en formaður 1925 við fráfall Ólafs Briem á Álf- geirsvöllum og gegndi hann því starfi síðan. Við andlát Péturs Jónssonar á Gautlöndum var hann kosinn þingmaður, og var endurkosinn sama sem gagn- sóknarlaust, þar til kjördæma- málinu var fulllokið 1934, að hann vildi ekki halda áfram þingsetu. Landsbankanefndin kaus hann sem formann sinn fáum dögum áður en hann lagðist banaleguna, og það var síðasta þátttaka hans í stjórn- málalífi lands síns, að stjórna aðalfundi Landsbankanefndar rétt áður en hann lagðist á sjúkrahúsið. IV. Þannig er atburðaröðin í æfi þessa merkilega manns. Hann bað aldrei um neitt, en mann- félagið þurfti hans með og það lagði stöðugt á herðar hans nýj- ar byrðar. Það var stöðugt ó- samræmi milli óska hans, að starfa heima í dalnum sínum, að því að fegra og prýða heim- ilið með sínum nánustu vanda- mönnum, og þess sem aðrir vildu, að fá hann til að starfa fyrir aðra í sveitinni, sýslunni. í samvinnufélagsskapnum og að landsmálum. Þegar hann gaf kost á sér til þingmennsku 1922 gerði hann það fyrst og fremst fyrir afar eindregnar óskir Hallgríms Kristinssonar. En fáum árum áður neitaði hann Sigurði Jónssyni í Ysta-Felli að flytja til Reykjavíkur og gerast einn af þrem bankastjórum Landsbankans. Sú staða þótti þá sem nú einna álitlegust í land- inu til fjár og valda. Eh Ing- ólfur Bjarnarson hélt þá götu, sem hann hafði markað sér. — Hann ætlaði að vera bóndi í Fjósatungu meðan æfin entist. Hann gat tekið í mál að vera langdvölum burtu, vera á þingi um lengri eða skemri tíma. En hann vildi ekki slíta þráðinn sem tengdi hann við óðal sitt, byggð sína og hérað. V, Ingólfur Bjarnarson var þing maður Suður-Þingeyinga frá 1922 til 1934, og á þeim tíma urðu, undir fastri en hóglátri forustu hans, svo gagngerðar breytingar í héraðinu, að sýsl- an býr lengi að þeim átökum. Á þessum árum varð fært fyrír bifreiðir nálega um alla sýsluna. Höfuðátakið var að brjóta skarð í Vaðlaheiði, og það var gerfc með hinum mikla og dýra þjóð- vegi sem byggður var í hans þingmannstíð og mest fyrir hans forustu um málið. Þá var gert akfært um Fnjóskadai vestanverðan, um Dalsmynni til Grenivíkur, um Bárðardal báð- ummegin Skjáifandafljöts og akbraut yfir Mývatnsheiði utn Reykjadal að Skútustöðum. Brúin yfir Skjálfandafljót hjá Goðafossi var endurbyggð og byrjað á vönduðum vegi eftir Ljósavatnsskarði, brú gerð á Fnjóská hjá Laufási og á Laxá hjá Grenjaðarstað. Byrjað á Tjörnesvegi og gert surimrak- fært yfir Reykjaheiði frá Húsa- vík. 1 hans þingmannstíð komst á einkasími milli allra bæja í Mývatnssveit. Símakerfi um Bárðardal og Kinn og gengið frá öllum undirbúningi síma um Fnjóskadal. Þegar hann skildi við sem fulltrúi Þingey- inga var nokkurnveginn full- komið símakerfi um alla sýsl- una, nema eina litla byggð, Reykjahverfið. Á síðustu þing- mannsárum sínum fekk hann samþykkt hafnarlög fyrir Hús- avík, og hefir það manhvirki verið framkvæmt af öðrum mönnum og mjög á annan veg en hann myndi hafa gert, ef til hans hefði verið leitað um það mál. En hið fyrsta stórmál, sem hann átti þátt í að leysa fyrir hérað sitt var bygging héraðs- skólans á Laugum í Reykjadal. Á alþingi 1923 tókst honum að fá samþykkta fjárveitingu til skólabyggingar í Þingeyjarsýslu 35 þús. kr. gegn tveim þriðju hlutum annarstaðar að. Það var mikil andstaða gegn því máli frá ýmsum mönnum í þinginu, en Ingólfur var í fjárveitinga- nefnd og einn af leiðandi mönn- um nefndarinnar. Smátt og smátt tókst honum að sannfæra þá sem andstæðir voru, um að málið væri gott, að framlög héraðsins sýndu áhuga og fórn- arvilja þeirra sem stæðu að skólahugmyndinni. Árið eftir var meginhluti skólahússins reistur og þar með grundvölluð hin frumlegasta uppeldishreyf- ing, sem fram hefir komið á Islandi. Litlu síðar tókst Ing- ólfi Bjarnarsyni að fá 5000 kr. f járveitingu til sundlaugarinnar ú Laugum. Er hún í kjallara í austurálmu skólans. Það var hin fyrsta yfirbyggða sundlaug á landinu, en síðan hafa margir fylgt í þá slóð. Með tólf ára þingstarfi sínu hefir Ingólfur Bjarnarson mót- að framtíðarlíf héraðs síns. Samgöngubætur þess, hafnar- mannvirki þess og hin frumlega heimavistarskólastofnun á Laug um verður undirstaða sem vax- andi atvinnulíf og menning hér- aðsins byggist á. VI. Ingólfur Bjamarson tilheyrði kynslóð sem skapaði Framsókn- arflokkinn á þingi Samhliða honum stóðu nokkrir eldri menn flokksins á þingi: Þor- leifur í Hólum kom á þing 1908, Guðmundur í Ási 1915, Sigurð- ur í Ysta-Felli, Einar á Eyrar- landi og Sveinn í Firði 1916. Ingólfur Bjarnarson kom að vísu ekki í hópinn fyr en 1922, en hann var afarnátengdur þessum mönnum öllum. Þeir höfðu allir verið um langa stund leiðandi menn í málefnum hér- aða sinna og í samvinnufélags- skapnum. Þeir voru allir góðir bændur með " mannaforráð í héraði. Þeir voru allir einbeitt- ir og hófsamir samvinnu- og umbótamenn. Sigurður í Yzta- Felli var algerlega sjálfmennt- aður, Guðmundur í Ási var lærisveinn úr Flensborgarskóla, en hinir allir voru Möðruvell- ingar frá þeim tíma þegar í þeim skóla sátu margir hinir mestu efnismenn byggðanna. Þessir menn áttU mikinn þátt í að móta starf og stefnu Fram- sóknarflokksins. Þeir fluttu þangað áhugamál og starfs- hætti samvinnufélaganna úr hinum dreifðu byggðum. Þeir voru algerlega lausir við per- KÓnulega hagsmunabaráttu, eða valdastreitu fyrir sjálfa sig. Þeir voru æfðir í að vinna með drengskap og festu að almenn- um málum og þeir beittu áhrif- um sínum innan þings og utan eins og bezt hæfði í flokki ráð- settra en djarfra umbótamanna. Milli þessara manna var örugg samheldni og hin tryggasta sambúð. Meðan flokkurinn var ungur voru þessir menn og sam heldni þeirra af ar þýðingarmikil. Þjóðin á þessum mönnum að þakka, og öðrum er fylgdu í þeirra spor, að íslenzkt sveita- líf og sveitamenning bjargaðist yfir holskeflur hinnar miklu at- vinnubyltingar síðustu 20 ára. Ingólfur Bjarnarson hafði verið tregur til að taka að sér þingmennsku 1922, en eftir að é þing kom undi hann vel hag sínum og störfum, bæði með þeim samherjum, sem nú hafa verið nefndir og stóðu honum næst að aldri og lífsreynslu, og með þingmönnum yfirleitt. Andstæðingar hans virtu hann mikils og treystu honum vel. Þeir vissu, að hann myndi aidrei vega að baki þeim, en reynast vera ákveðinn og drengilegur andstæðingur. Ein- mitt vegna þessarar skapgerð- ar tókst Ingólfi Bjarnarsyni að leysa svo mörg stór og vanda- söm mál, án þess að um þau væri styr eða barátta. VII. Ingólfur Bjarnarson kom í miðjum marzmánuði til Reykja- víkur til að halda hinn venju- lega miðsvetrarfund í stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga. Þegar komið var að fundarlok- um sagði hann nánustu vinum Frh. á 3. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.