Tíminn - 22.04.1936, Qupperneq 2

Tíminn - 22.04.1936, Qupperneq 2
62 TIMINN þann frumleg'a hátt, að vera um lengri eða skemmri tíma fastur heimilismaður á sér- stökum myndarheimilum í fjarskyldum héruðum, til þess að þekkja sem bezt heimilis- menninguna í landinu, í öllum landshlutum. Staðarvalið. Nú var komið að vandasamri hlið á málinu, sem í mörgum héruðum hefir orðið að hættu- legu atriði. í sumum héruðum hafa deilur um stað fyrir ung- mennaskóla tafið fyrir fram- gangi málsins í aldarfjórðung. Svo fór ekki í Þingeyjarsýslu. Réði óvænt gifta þar hinum heppilegustu úrslitum. Sá skólastaður, sem margir af helztu formælendum málsins höfðu helzt augastað á, var prestssetrið Gren j aðarstaður. Þar er náttúrufegurð mikil, við Laxá, mitt 1 frjósömu hér- aði. Stutt frá prestssetrinu eru fossar í Laxá og hin bezta aðstaða til virkjunar og raf- magnsframleiðslu. Þóttu þetta allt góðir kostir. Auk þess vildu sumir forgöngumenn skólamáls- ins gjarnan hafa nána sam- vinnu milli kirkju og skóla. Þá var prestur á • Grenjaðarstað Helgi P. Hjálmarsson. Hann var ekki hlyntur skólamálinu, en á hinn bóginn vildi hann gjarnan, ef skólinn kæmist á, að hann yrði í allnánum tengsl- um við kirkjuna. Lét hann til- le.iðast að leyfa, að byggt yrði á Grenjaðarstað, með því skil- yrði, að prestur staðarins ætti jafnan sæti í skólanefnd. For- göngumenn skólamálsins ætl- uðu að ganga að þessu fyrir sitt leyti. En þá kom óvænt hindrun. Prestur varð að fá 1 eyf i kirk j umálast j órnarinnar til að mega gera samning við byggingarnefnd skólans. Stjórn- arráðið vildi fallast á sam- komulagið, nema það að prest- ar, sem yrðu á eftir sr. Helga, væru skyldir til að vera í skóla- nefndinni. Sr. Helgi gæti bund- ið sjálfan sig slíku skilyrði, en eftirkomendur hans væri ekki hægt að binda til að taka á sig slíka kvöð, nema með lögum. Er enginn vafi á, að stj órnar- ráðið hafði hér lög að mæla. En úr því ekki var hægt til frambúðar að tryggja Grenj- aðarstaðapresti yfirráðai'étt í stjórn skólans, vildi prestur ekki sinna málinu og neitaði um stað í landi prestsetursins. Komið hafði til orða að b.vggja skólann í landi Lauga í Reykjadal og hita húsið með hveravatni; en áhugamenn heima í sýslunni litu fremur á hið forna nafn Grenjaðarstað- ar, og fegurð og kosti jarðar- innar. Tveir Framsóknarmenn úr Þingeyjarsýslu höfðu í Degi cg Tímanum hreyft því að loetra væri að vera við hvera- hitann á Laugum, en fegurðina á Grenjaðarstað. En þeir höfðu cnga aðstöðu til að hafa áhrif á málið, fyr en stjórnarráðið skaut brandi fyrir dyr á Grenj- aðarstað. Þá var horfið að Laugum, sem skólastað, vegna jarðhitans, og þess hve vel sá staður lá við öllum samgöng- um í héraðinu. Sigurjón Frið- jónsson skáld bjó þá á Laug- um, og tók málaleitun bygg- ingarnefndar hið bezta, bæði vegna nauðsynjar málsins og þess, að Arnór sonur hans var einn af brautryðjendum skólans. Seldi hann skólanum hveraoi'ku frá lind uppi í fjalls- hlíðinni og nokkurt land niður undir Reykjadalsá, hóflegu verði. Afráðið var að byggja húsið á háum melhól niður við ána. Frá hólnum gengu tvær melálmur í suðurátt og lægð á milli. Hafði áður verið gerður torfgarður milli þessara mela og heitu vatni hleypt í lægð- ina. Hafði þarna verið sund- laug og sundskóli um alllanga stund. Varla getur betra hús- stæði en þar sem Laugaskóli stendur, á háum ísaldarmel. I í mæla með 85 þús. kr. fjárveit- mgu, ef 3/5 kæmu á móti frá héraðsbúum. Var þessi upp- hæð síðan samþykkt af þing- inu. Þei r Þórólfur Sigurðsson og Arnór Sigurjónsson voru báðir í Reykjavík mikið af þing- tímanum 1923, til að vinna að málinu, og var aðstoð þeirra bæði nauðsynleg og þýðingar- mikil. Jón heitinn Þorláksson var einna tregastur í málinu en stóð vel við ákvörðun þingsins árið eftir, þegar hann varð f jár- málaráðherra. Vorið 1923 var ég staddur á Breiðumýri er Ingólfur Bjarnarson hélt leiðar- þing. Urðu þar talsverðar um- ræður um málið. Þótti hinum ungu og áhugasömu stuðnings- mönnum málsins að þingmaður kjördæmisins og Framsóknar- flokkurinn hefði haldið vel og giftusamlega á málinu. En frá sumum eldri mönnunum heyrð- Bókaskápur. álman var byggt um sumarið og lokið við að miklu leyti að innan fyrir áramót, þannig að námsskeið var haft i húsinu á ú.tmánuðum 1925, en ekki er talið að skólinn hafi byrjar fyr en haustið 1925. Átti skólinn þannig raunverulega 10 ára af- mæli í byrjun en ekki lok þessa slíólaárs. Hitinn gerði undur og kraftaverk. Fylgdu hinum ótak- markaða hitunarmöguleika margir kostir, sem fáa hafði órað fyrir, svo sem það, að nem- endur gátu sofið fyrir opnum gluggum í hinum mestu kuld- um. Heita vatnið úr húsinu rann út í sundþróna fyrir fram- an húsið og notuðu nemendur það óspart og syntu í þrónni, stundum milli jaka. Ekki var kennurum skólans um þá vos- búð og nú var næsta skrefið að byggja sundlaug í kjallara austurálmunnar. Ingólfi Bjam- kaupa þær utan við félags- verzlun sína á Húsavík. En við hlið hinna yngri manna kom eldri kynslóðin til stuðnings í þéttri fylkingu og var Kristján bóndi Sigurðss. á Halldórsstöð- um í Kinn þeirra fulltrúi. Hann var búhöldur hinn bezti, fram- sýnn og ráðagóður, og hafði hvers manns traust bæði um fjármál og aðra vandasama hluti. Skólinn varð að taka lán til byggingarinnar, því að gjaf- ir og gjafavinna nægði ekki móti hinu óhjákvæmilega fram- lagi ríkissjóðs. Var þá tekið það ráð að mynda félag með 25 gildum bændum í sýslunni og tóku þeir að láni jafnmörg þúsund til skólahússins. Er lán það síðan afborgað með húsa- leigugreiðslu nemenda. Kristján Sigurðsson var kjörinn fulltrúi þessara stuðningsmanna í bygg- ingarnefnd og síðan í skóla- Stólar og borð. Reykjadalsá liðast í bugðum vestan við hólinn, og er þaðan örskammt á þjóðveginn til Mý- vatnssveitai'. Framan við skól- ann er hin hlýja tjöm. Að austan er fjallshlíðin allbrött með frjóum jarðvegi 0g gróin upp á brún. í miðri hlíðinni eru hinar heitu laugar, og má heita að vatnið kólni ekki í hitaveituni niður að skólanum, vegna þess hve fallið er mikið. Stór og góð rafstöð með 50 hestafla orku hefi r nú verið byggð við ána lítið eitt ofar en skólinn. Bygðin er þétt í Reykjadal, og líkur til að hún verði enn þéttari síðar meir í nánd við skólann, þar sem nota má jarðhitann. Byggingarmálið. Stjórn þingeyska ungmenna- sambandsins hafði sent Alþingi 1919 áskorun um framlag til skólabyggingar, en því máli var ekki sinnt. Leið svo þar til á þingi 1923. Ingólfur Bjarnar- son var þá nýkosinn þingmað- I ur, og hafði mikinn hug á að l’ylgja málinu fram. Stjórn ungmennafélaganna bjó nú málið í hendur hans svo vel sem unnt var og jafnframt var allt gert til að innheimta gjafa- loforðin, svo að ,ekki þyrfti að standa á framlaginu heimafyr- ir. Ingólfur átti sæti í fjár- veitingarnefnd, og tókst hon- um, með lægni og löngum á- róðri, að fá nefndina til að ust óánægjuraddir. Þótti þeim tíminn illa valinn til slíkra stór- ræða, þar sem bæði væri kreppa og óhentugt tíðarfar. En mjög voru slíkar raddir í minnahluta, því að meginþorri sýslubúa studdi málið af heilum hug. Var nú ákveðið að byggja skyldi aðalhúsið sumarið 1924. Frú IJelga Kristjánsdóttir hafði komið með teikningu frá Eng- landi, sem henni þótti við hæfi sem fyrirmynd. Fengu þau hjón Sveinbirni Jónssyni bygginga- meistara þá teikningu. Hann gerði eftir henni frumdrætti að Laugaskóla. Var sá upp- dráttur fenginn í hendur Jó- hanni Kristjánssyni bygginga- íræðing í Reykjavík. Gerði hann hina, endanlegu teikningu af Laugaskóla eftir hinni fyrri, þannig að jafnan hélst nokk- urt svipmót eftir af hinni ensku hallarteikningu, sem f.rú Helga Kristjánsdóttir flutti heim með sér frá dvöl sinni í Englandi. Saga fyrsta hússins á Laugum. Ekki blés birlega þegar byrja átti bygginguna á Laugum vor- ið 1924. Tíðin var köld fram eítir öllu vori. En verst af öllu var mænuveikin, sem geisaði um héraðið og lagðist einkum á ungt fólk. Þurfti mikla þraut- seigju til að geta haldið áfram með slíkt nýmæli, en vinir skól- ans létu engan bilbug á sér finna. Meginhúsið og vestur- arsyni tókst að fá 5000 króna fjárveitingu í þessa laug. Var henni lokið meðan íhaldið fór með völd. Er sundlaugin á Laugum formóðir allra annara yfirbyggðra sundstöðva á land- inu. Næsta happ skólans var það er Framsóknarmenn fengu samþykkt lögin um héraðsskóla é Alþingi 1928. Var þar ákveðið að ríkið skyldi leggja fram helming móti héraðsbúum til slíkra bygginga. Laugaskóli fekk þá endurgreitt það sem héraðið hafði ofborgað í húsið og var austurálma hússins byggð fyrir þessa fjárhæð sumarið 1928. Stóð meginbygg- ingin þá fullger eins og hún er. Eldri kynslóðin hleypur undir bagga. Hér að framan hefir einkum verið skýrt frá baráttu unga fólksins fyrir skólabygging- unni, og er þar margt verkið vel unnið, þó að eigi verði frá því skýrt í þessu yfirliti. Eitt dæmi um fómfýsi hinna ungu var framganga Sigurgeirs Frið- rikssonar í Skógarseli, nú bóka- varðar í Reykjavík. Hann gaf skólanum föðurarf sinn, 1000 kr. og mikla vinnu við fjár- söfnun og skipulagningu ung- mennafélaganna. Hafði faðir hans verið hinn prýðilegasti bóndi og svo einlægur samvinn- umaður, að hann lét heldur vanta í bú aitt vörur en að nefnd, og má segja að í mörg ár hafi hitinn og þunginn af cllum byggingaframkvæmdum skólans og fjárráðin hvílt á þessum fjórum mönnum: Arn- óri, Ki’istjáni, Þórólfi og Jóni Sig. í Yzta-Felli. Hafði hver þeirra sína hlið af starfinu. Á Kristjáni hvíldi vandinn að út- vega lán heima fyrir, um lengci og skemmri tíma. Tókst honum það manna bezt, vegna þess að hann hafði sjálfur allmikil fjárráð og þó enn meira traust. Er erfitt að meta til fulls starf hans í hinni örðugu fjármála- baráttu skólans frá byrjunar- árunum. Lagði hann þar fram alla krafta sína og hugsaði aldrei um sinn eiginn hag, held- ur setti oft fjárhag sinn í hættu, vegna framkv. skólans. Húsmæðraskólinn á Laugum. Austanvert við tjörnina, sem Ijaugaskóli stendur við, hefir verið reistur húsmæðraskóli Þingeyinga. Hann er að vísu sjálfstæð stofnun, en starfar þó að allmiklu leyti í náinni sam- vinnu við héraðsskólann. Þing- eyskar konur byggðu þennan hússtjórnarskóla með styrk úr sýslusjóði og frá ríkinu. Frá því um aldamót höfðu kvenfé- lög í Þingeyjarsýslu og Eyja- firði haft áhuga fyrir þessari framkvæmd og fjölmargir fundir haldnir um málið. En allt strandaði á stað fyrir skól- ann. íhaldskonur á Akureyri Leifur Ásgeirsson. vildu hafa skólann hjá sér og undir sínum verndarvæng, helzt inni í bænum, en annars í Gróðrarstöðinni sunnan við bæ- inn, eða á Kjama. En sam- vinnukonur bæði úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslu vildu. hafa skólann í sveit. Samkomulag var í rauninni ómögulegt, því að bæjakonur og sveitakonur vildu hvorar fyrir sig miða skólann við sín lífskjör. Árið 1917 kom Magnús Kristjánsson fram lögum um húsmæðra- skóla á Norðurlandi. En hann var ekki reistur vegna tog- streitu um staðinn, hvort skól- inn ætti að vera við Akureyri eða upp í sveit. Þingeyskar konur notuðu frestinn og söfn- uðu 4—5 þús. kr. til skóla- stofnunar og lögðu í sjóð, og auk þess talsverðum loforðum um meiri framlög. Nokkru eft- ir stofnun héraðsskólans á Laugum ákváðu þingeyskar konur að reisa þar húsmæðra- skóla fyrir 15 stúlkur. Kvenfé- lögin lögðu fram 15 þús. kr., sýslan og einstakir menn 8000 kr., en ríkið lagði fram helming stofnkostnaðar á móti, en hann var samtals um 50 þús. kr. Var skólahúsið reist 1929. Húsið er fremur lítið, en einkar vel búið að húsgögnum og öllum áhöld- um. Er tæplega nokkur opin- ber bygging á Islandi svo vist- leg innan dyra eins og þessi húsmæðraskóli. Námstíminn er einn vetur. Aðaláherzlan er lögð á hagnýta vinnu, mat- reiðslu, saumaskap, vefnað og línþvott. Bókleg kennsla er nokkur og auk þess leikfimi og sund. Kristjana Pétursdótt- ir frá Gautlöndum hefir verið forstöðukona frá byrjun, og ráðið mest um hinn prýðilega útbúnað skólans, Aðsókn er meiri að þessari kvennadeild en að nokkrum öðrum skóla á landinu. Umsóknir eru oft um 70, en ekki hægt að taka á rnóti nema 15. Sýnir þetta, að ekki hefir verið vanþörf á þess- ari framkvæmd húsmæðranna í Þingeyjarsýslu. íþróttahúsið og rafstöðin. Sundlögin var mikils virði og hafði mikið aðdráttarafl á unga fólkið. En það vildi líka stunda leikfimi. Og sumarið 1931 réð- ist skólastjóri og byggingar- nefnd í að reisa úr steinsteypu voldugt leikfimishús, sem kost- aði urn 40 þús. kr. Stendur það mitt á milli héraðsskólans og húsmæðraskólans, og snýr gafli íram að tjörninni. Er það mest leikfimishús á landinu að frá- töldum íþróttaskóla Jóns Þor- steinssonar. Tveim árum síðar, sumarið 1933, var rafstöðin byggð 1 km. ofan við skólann. Hún framleiðir 50 hestöfl. Raf- orkan er notuð til að lýsa skóla- bygginguna og til suðu, og auk þess til ljósa og suðu á næstu bæjum. Nú var komið út í sjálfa kreppuna. Á átta árum höfðu Þingeyingar komið sér upp höfuðsetri upp til dala, þar sem ekki skorti á rauan og myndar-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.