Tíminn - 22.04.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.04.1936, Blaðsíða 3
TIMINN 68 skap um allan útbúnað, og þar sem um 100 nemendur geta stundað nám við þroskaski!- yrði, sem eru alveg óvenjuleg, þó að leitað sé til ríkra og vold- ugra þjóða. En nú varð líka að láta staðar numið með nýjar framkvæmdir. Starfsmenn skólans. Arnór Sigurjónsson varð að sjálfsögðu skólastjóri og átti hann og Helga kona hans mestan þátt í að móta hið nýja skólaheimili. Arnór kenndi sjálfur móðurmálið og sögu. Konráð Erlendsson vai' alinn upp í nánd við Lauga, hafði numið á Akureyri og nokkur á ' í Danmörku. Hann var eitt hið bezta ferskeytluskáld í sýsl- unni og þótt víðar væri leitað, skarpgáfaður, fyndinn, og vel að sér. Hann kenndi stærð- ’fræði, Norðurlandamál og nátt- úrufræði. Þórhallur Björnsson var í einu trésmiður, mjog vel menntur í bókfræðum og list- málari. Þaðan kom honum gáfa sú, sem gert hefir skólasmíði hans svo þýðingarmikið. Frú Iíelga Kristjánsdóttir kenndi allmikið við skólann á fyrstu árum hans, og síðar kom þang- að margir efnilegir, ungir kennarar, og starfa sumir þeirra þar enn. Arnór Sigurjónsson var fyrst og fremst brautryðjandi með listrænu eðli. Þegar baráttunni var lokið við að koma skólanum á fót, fóru ný viðfangsefni að heilla hug hans. Honum virtist ógeðfelt að hætta að skapa og standa í stað. Þannig lýsir Gunnar Gunnarsson eðli hins íslenzka listamanns. Þegar sigr- inum er náð, þá er ekki hið ró- lega kyrstöðulíf talið eftir- sóknarvert. Arnór flutti burtu, þegar Laugaskóli var fullskap- aður, eins og hann verður fyrst um sinn. I stað hans kom dr. Leifur Ásgeirsson, frægur mað- ur fyrir afburða próf bæði í al- mennu námi í Reykjavík og stærðfræði í Göttingen. Gáfur hans og lærdómur eru að vísu mikils virði, en meira skiftir þó fyrir hann sem skólastjóra stilling hans, fastur vilji og drenglund. Hefir honum farn- ast starf sitt sérstaklega vel. Áhrifin frá Laugum. Skólinn hefir ekki starfað nema 10 ár. Allur þorri hinna mörgu nemenda eru enn innan við þrítugt. Fá frægðarverk liggja enn sem komið er eftir þá, svo sem von er til. En þeir sem fara um Þingeyjar- sýslu og koma á heimilin, sjá þýðingu beggja skólanna. Hinir ungu Þingeyingar hvarfla lítið burtu. Þeir una vel átthögun- um, styðja bú foreldra sinna meðan til vinnst, skifta jörð- unum, mynda ný heimili og ný bú. íþróttalífið og hið frjálsa samstarf í skólanum gerir unga fólkið létt í spori og upp- litsdjarft. Fjölmargir piltar, sem læra hjá Þórhalli Björns- syni smíða einföld en myndar- leg húsgögn, og svo að segja á hverjum bæ, þar sem náms- meyjar Kristjönu Pétursdótt- ; ur eiga heima, eru heimaofin | gluggatjöld, borðdiikar og á- breiður. Þýðing Laugaskóla fyrir Þingeyinga, liggur í því að hann hefir svalað útþrá margra, sem annars hefðu fai- ; ið lengra. Hann hefir gefið þeim löngun til að styðja sín gömlu heimili, og fegra þau eða að stofna ný heimili. Skólinn heldur áfrain með öðrum hætti, því sem Kaupfélag Þingeyinga hafði byrjað á, að ala upp heil- brigðan landnámshug í fólk- inu. Eftir 10 ára starf er á Laug- um myndað eitt hið stærsta og þróttmesta heimili á landinu. Laugaskóli hefir orðið „móð- faðir“. I mynd og líkingu hans hafa skapazt og eru að skapast allmargir aðrir héraðsskólar. Mjög sjaldan hefir nokkur önn- ur hreyfing náð svo föstum j tokum á hugum æskunnar eins j og stefna héraðsskólanna. Á j einum 10 árum er þessi hreyf- ' ing' orðin eitt þýðingarmesta varnarvirki íslenzkrar menn- mgar. J. J. Smíðadeildin. Smíðadeild Laugaskóla hefir frá byrjun átt sérstaklega mik- ilvægan þátt í starfsemi skól- ans. Enda hafa nemendur jafn- I an keppst um að komast þar | að, svo að deildin hefir ætíð | verið meira en fullskipuð. — ; Smíðakennslan hefir líka verið nokkuð frábrug’ðin því sem ger- ist um handavinnukennslu í skólum. Meirihluti nemenda smíðadeildarinnar hafa stundað smíðar sem aðalnámsgrein í skólanum, og jafnframt tekið þátt í einstökum bóklegum greinum. Margir þeirra hafa því orðið góðir smiðir eftir veru sína á Laugum, og haldið þeirri iðn áfgram. Mun vart vera kostur á ódýrara námi í þeirri grein. Það hefir frá upphafi verið lögð höfuðáherzla á það, í smíðadeildinni, að endurreisa þjóðlegan heimilisiðnað í þess- ari grein, sem hentaði sérstak- lega vel fyrir sveitaheimili, og Skrifborð með bókahillu. ódýi-an húsbúnað í nýju húsin í sveitunum; því það er ekki við það unandi fyrir fólkið að búa til lengdar í tómum, kuldaleg- um stofum, þar sem flest þæg- indi og tæki vantar. Úrlausnin er sú, að allur húsbúnaður verði innlendur iðnaður. Þjóðin hefir engin efni á því að flytja hann inn frá útlöndum, og sveitirnar hafa ekki tök á því að kaupa húsgögn úr kaupstöð- unum. Það verður að smíða þau á heimilunum á vetrum cg smiðirnir eiga að læra þá iðn á héraðsskólum og öðrum stöð- um, þar sem þeir fá ódýra því miður er alltof mikið um það, að unga fólkið hafi, að •lokinni skólavist, flögrað á milli landsfjórðunga, heimilis- laust og haft lengstar dvalir á Siglufirði og í Reykjavík. Það hefir frá upphafi verið markmið Laugaskóla, að gefa unglingunum kost á að velja um fjölþætt námsefni, bókleg og verkleg, sem það gæti síðar hagnýtt við daglegu störfin á sveitaheimilunum. Og árangur- inn er sá, að fjöldinn af unga fólkinu í Þingeyjarsýslu, sem dvalið hefir á Laugum, hefir, að loknu námi, staðnæmst við Eru hér birtar myndi r af nokkrum smíðisgripum, sem nemendur Þórhalls hafa gert. Þau húsgögn, sem eru í skóla- húsunum á Laugum, eru ná- lega öll smíðuð þar. — Vetur- inn 1933—34 smíðuðu nemend- ur í smíðadeild 19 borð, 23 stóla, 3 skrifborð, 6 bókahillur, 5 langbekki, 1 vefstól (tví- breiðan), 1 bókaskáp, 1 lík- lnstu, 7 fataskápa, 1 bríkar- bekk, 5 ferðatöskur, 6 ferða- kistur, 14 pör skíði, 1 borð- lampa, 1 sorptínu, 2 rúmstæði, 1 divan, 4 hefilbekki, 2 nátt- skápa, 3 kommóður, 3 lang- hefla, 1 ,,hest“ í fimleikahús- ið, 1 hjólbörur, 1 skólatöflu, 4 kistla, 1 púlt, 3 stofuhurðir, 1 hvílubekk, 1 eldhúsborð, 2 myndaramma, 2 „bob“. Auk þessa var smíðað í yngri deild 10 stólar, 2 borð, 1 hvílu- bekkur, 2 pör skíði. — Náms- meyjai’ í skólanum saumuðu þenna sama vetur: 13 milli- skyrtur, 8 náttföt, 15 kjóla, 5 pokabuxur á stúlkur, 1 kven- vesti, 5 pils, 7 blússur, 9 leik- fimisbúninga, og ennfremur mikið af útsaum. Bókasafnið. í bókasafni skólans eru nú 1735 bindi af bundnum, skrá- settum bókum, og þar að auki mikið af bókum, sem enn eru óbundnar. Bætist allmikið við árlega. Auk flestra íslenzkra skáldrita, er í safninu mikið af íslenzkum sagnfræðilegum rit- um og öðrum fræðiritum; einn- Smíðaverkstæðið. Hefilbekkur. væri jafnframt ódýr og íburð- arlaus. Þetta hefir borið mjög góðan árangur, því að smíða- deildin hefir á margan hátt skapað nýjan stíl, sérstaklega í smíði húsgagna og ýmsra muna, eins og myndir þær, sem hér fylgja, bera lítilsháttar vott um. Það hefir líka ómetan- legt gildi að sveitaheimilin hafi á að skipa hagleiksmönnum, er séu færir um að smíða bús- muni og einföld en smekkleg j húsgögn, enda gætu þeir haft atvinnu af því á vetrum þegar lítið er um aðra vinnu. Nú er verið að endurreisa bæina í sveitunum fyrir lán úr Byggingar- og landnámssjóði og nýbýlin eru líka í uppsigl- ingu, samkvæmt hinum nýju lögum um nýbýli og samvinnu- byggðir. En það hefir komið í ljós, að þegar búið er að byggja þessi hús, þá vantar allt innbú í þau, stofurnar eru tómar. Því að þeir húsmunir, sem fólkið notaði áður í gömlu baðstofun- um og eldhúsunum, þykja eklci hæfir í nýju húsunum. Og fáir bafa peninga afgangs frá bygg- ingunni til þess að kaupa fyrir húsgögn. Hitt mun tíðast, uð menn geti tæplega lokið við húsin. Sveitaheimilin hafa held- ur ekki efni á því að kaupa húsgögn frá húsgagnaverk- stæðum í kaupstöðunum. Hér verður því að finna hagkvæma leið til þess að fá nothæfan en kennslu og hagnýtar fyrir- myndir, svo að húsgögnin verði bæði vönduð og ódýr og í þjóð- legum stíl. Á þann hátt mun héraðsskólunum heppnast að kenna unga fólkinu að tileinka sér hina verklegu menningu. Aðalhlutverk héraðsskólanna er að laða fólkið til þess að lifa menningarlífi í sveitunum og bjargast þar af eigin ramm- leik. Á því byggist framtíð þjóðarinnar, en ekki hinu, að ungu fólki sé greiddur fram- færslustyrkur í atvinnuskort- inum í kaupstöðunum, þar sem það þyrpist í samfylkingu á götunum, og hlíðir á kvöld- messur nazista og kommúnista i samkunduhúsum þeirra. En búskap á heimilum sínum.Næg- ir því til sönnunar að nefna ungu mennina í Stafni, Reykja- hlíð, Haga og Víðirkeri, svo að minnst sé á sitt heimilið í hverri sveit. En þessir menn vinna allir hröðum tökum að samvinnubýlum, aukinni rækt- un og byggingum á jörðum sínum, enda eru margir þeirra hagleiksmenn. Þórhallur Björnsson smíða- kennari frá Ljósavatni er list- fengur smiður og teiknari. Ilann er yfirlætislaus en næm- ur smekkmaður. Enda hefir ! smíðakennsla hans í Lauga- 1 skóla verið þannig, að aðrir ig timarit og ársrit félaga. — Ennfr. skáldrit, fræðirit og tímarit á Norðurl.málum o. fl. héraðsskólar ættu að kynna I sér árangur hennar. Stólar og borð. Alls hafa dvalið í skólanum sem reglulegir nemendur, 301 piltar og 173 stúlkur eða sam- tals 474 nemendur. Af þeim eru um 200 úr S.-Þing„ 64 úr N.- Þing., 40 úr Múlasýslum, 70 úr Eyjafjarðarsýslu og Sigluf., 15 af Akureyri, 20 úr Skagaf., og j 20 úr Húnavatnssýslum, 12 úr ; Borgarfirði. — Úr öðrum hér- uðum hefir tala nemenda eigi I náð 10 úr hverju. — 1 báðum j deildum hafa verið 213 nem., í y. d. eingöngu 200 og í e. d. 6!. Þar að auki hafa fjölmargir ó- ! reglulegir nem. verið í skólan- um, lengri og skemmri stund, við sund- og íþróttanám o. fl. Námsmeyjar húsmæðraskólans hafa lært sund, leikfimi og söng í héraðsskólanum. Kennarar hafa verið: Arnór Sigurjónsson skólastj. 8 ár, Leifur Ásgeirsson skólastj. 2 ár, Konráð Erlendsson 10 ár, Þórhallur Bjömsson 10 ár, frú Ilelga Kristjánsdóttir 4 ár, Þor- geir Sveinbjarnarson 4 ár. Auk þeirra hafa 18 kennarar starfað \ið skólann lengri og skemmri tíma. Byggingarkostnaður skólans og leikfimishússins hefir samt. orðið 221,500 kr. Þar af hefir ríkissj. greitt helminginn og héraðsbúar hitt. Þ. S. Fyrsta árid Haustið 1925 bar fyrsta vetr- ardag upp á 24. október. Þann dag var hér í Þingeyjarsýslu norðan hvassviðri og allmikil úrkorna, svo eklci var hægt að segja, að fyrstu nemendunum gæfi vel heim að Laugum, en þann dag var skólinn þar settur. Við, sem þá vorum hér á staðnum, höfðum undanfarna daga — og nætur — verið að undirbúa komu þessa fyrsta hóps nemenda, og var þó, þegar dagurinn rann upp, margt fleira en veðrið öðruvísi en við hefðum kosið þeim til handa. Og líklega eiga þeir, sem ekki tóku virkan þátt í þessari byrjun, örðugt með að gera sér grein fyrir því, hve miklum örðugleikum, hún var bundin að því er ytri skilyrði snerti, að minnsta kosti ef mið- að er við þær kröfur, sem nú eru almennt gerðar til þæginda og makræðis. Það er því ekki ó- fróðlegt að minnast í fáum dráttum hvernig aðstaðan var. Húsinu hafði verið komið upp sumarið áður, og var það orðið fokhelt og upphitunin komin í lag fyrir snjóa það haust. En efsta hæðin var ó- innréttuð. Þetta voru þó ekki nema tveir þriðju hlutar aðal- byggingarinnar, sem nú er. Þó var í ráði að taka 50 nemendur i skólann þegar þetta fyrsta haust. Fyrir framlög þriggja heimila í sýslunni voru þetta haust gerð þrjú herbergi á cfstu hæð hússins. Bera þau herbergi heiti þeirra heimila: Fjall, Reykjahlíð og Einars- staðir. Þetta gerði mögulegt að lcoma svo mörgu fólki fyrir í húsinu, ef gengið var út frá, að enn væri satt það fornkveðna, að „þröngt mættu sáttir sitja“. Annað, sem mjög varð að treysta á undir þessum kring- umstæðum, var að hingað kæmu ekki menn, sem fyrst og fremst væru að leita ytri þæg- inda, heldur væru fúsir til að leggja nokkuð á sig, til að afla sér þess, er þeir hugðust hing- að að sækja. Og reynslan sýndi, að því hafði verið óhætt að treysta. Þessi fyrsti nemenda- liópur á því sinn þátt, og hann ekki lítinn, í því mikla gengi, sem skólinn átti síðan að fagna. Upphitun húsa með lauga- vatni var þá enn ný og ekkert skólahús hafði áður verið hitað upp á þann hátt. Voru sumir menn trúlitlir á að slíkt mætti takast. En upphitunin gafst prýðilega, svo frekar þótti of en van í þeim efnum. Var þó veturinn meira en í meðallagi kaldur, og þá kom svo grimm stórhríð, að ekki kom önnur slík næstu 10 ár. Þá sátu hér um 30 gestir hríðtepptir og kvartaði enginn um kulda. — Þetta þykir nú sjálfsagður hlutur, en það var ekki talið sjálfsagt þá. En þessi mögu- leiki til hitunar var aðaltromp- ið, sem skólinn hafði á hendi að því er aðbúðina snerti. Og skólasetningardaginn þótti víst ölíum gott að koma inn í ylinn, Eins og gefur að skilja, skorti skólann alfan húsbúnað. Rúmstæðum var slegið upp til bráðabirgða , og sömuleiðis skólaborðum. I nemendaher- bergjum voru fyrst í stað eng- in borð. Rúmstæði og borð í, herbergin voru svo smíðuð ; smátt og smátt um veturinn af ; nemendunum sjálfum. Var það þáttur í náminu. Og jafnframt ' nutu smiðirnir þeirrar ánægju : að finna, að þeir voru að vinna | fyrir framtíðina, ekki fyrir sig fyrst og fremst, heldur fyr- ir þá, sem síðar mundu hingað koma. Þeir voru að vinna upp

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.