Tíminn - 29.04.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.04.1936, Blaðsíða 1
Átgausutfun footai 7 tt» J&feteifcsia *ð ltrot>elnita á Caasaocg 10. Glaa 2353 — &&&&$ ö6» XX. árg. Reytsjavík, 29. aprfl 1936. 17. blað. JVý jarðrækíarlög Núverandi landbúnaðarráð- herra hefir undanfarið látið fram fara gaumgæfilega endur- skoðun á jarðræktarlögunum og íramkvæmd þeirra frá upphafi. Og frumvarp til nýrra jarðrækt arlaga hefir nú veið flutt á Al- þingi af Jörundi Brynjólfssyni. Að frumvarpi þessu hafa ýmsir þeir menn unnið, sem þessum málum eru kunnugastir, svo sem þeir Steingrímur Stein- þórsson búnaðarmálastjóri (o. fl. starfsmenn Bf. Isl.), Jón Hannesson bóndi í Deildar- tungu, Gunnar Þórðarson bóndi í Grænumýrartungu og loks fíutningsmaður þess á Alþingi, Jðrundur Brynjólfsson. En Jör- uhdur var, eins og kunnugt er, formaður milliþinganefndar þeirrar í landbúnaðarmálum, er starfaði á fyrra stjórnartíma- bili Framsóknarflokksins og veruleg áhrif hafði á hina stór- merku landbúnaðarlöggjöf þeirra ára. Jarðræktarlögin hafa nú ver- ið það lengi í gildi (samþ. á Alþingi 1923), að vart mátti lengur dragast að endurskoða þau og gera á þeim þær breyt- ingar, sem reynzlan sýnir að heppilegar eru. 1 greinargerð frv. eru mjög merkilega skýrslur um það, á hyern hátt jarðræktarstyrk- urinn hefir komið bændastétt- inni að notum og hvernig hann hefir skipzt milli einstakra býla og einstakra héraða á landinu. Á árunum 1924—1934, að báðum árum meðtöldum, eða um 11 ára skeið, hefir jarð- ræktarstyrkurinn orðið samtals á öllu landinu rúml. 3 miljónir og 400 þús. kr. (nánar tilgreint 3401212 kr.). Styrkurinn skipt- ist þannig á býlin, samtals öll árin: 496 býli hafa aldrei fengið neinn styrk. 753 býli hafa á þessum 11 ár- um fengið samtals innan við 100 kr. hvert. Meðalstyrkur þeirra býla er 49 kr. 2141 býli hafa fengið samtals 100—500 kr. hvert. Meðalstyrk- ur þeirra býla er 276 kr. 1158 býli hafa fengið sam- tals 500—1000 kr. hvert. Með- alstyrkur þeirra er 716 kr. 741 býli hafa fengið samtals 1000—2000 kr. hvert. Meðal- styrkur þeirra býla er 1366 kr. 178 býli hafa fengið samtals 2000—3000 kr. hvert. Meðal- styrkur þeirra býla er 2420 kr. 110 býli hafa fengið yfir 3000 kr. samtals á þessum 11 árum. Meðalstyrkur þeirra býla er 4565 kr. Af þeim 110 býlum, er síð- ast voru talin, hafa þrjú býli f nágrenni Reykjavíkur fengið 7—10 þús kr. hvert og tvö býli, sem eru í eign sama manns, hafa fengið (bæði samtals) nál. 48 þús. kr. Alls hafa á þessum 11 árum 5081 býli notið einhvers styrks. Meðalstyrkur þessara 5081" býiaer 669 kr. Á þessu yfirliti sést, hve því fer fjarri, að tekist hafi með jarðræktarlögunum, eins og þau nú eru, að gera ræktun- ina almenna og skiptinguna hlutfallslega jafna milli býla. Annars vegar eru 110 býli, sem fengið hafa rúmlega hálfa milj. króna eða nærri sjöunda hluta af öllum jarðræktarstyrknum. Hins vegar 496 býli, sem aldrei hafa fengið neitt og 753 býli, sem hvert fyrir sig hefir ekki fengið nema 49 kr. samtals í 11 ár. Þetta eru eftirtektarverð- ustu dæmin. En allar tölurnar vitna á sömu leið, að hin opin- beru framlög til jarðræktarinn- ar hafa komið ójafnt niður, og að þessi skipting þarf að breyt- ast, svo framarlega sem jarð- ræktarlögin eiga að ná tilgangi sínum. m. I einstökum sýslum er meðal- talsstyrkur á býli samtals í 11 ár sem hér segir: Kr. Borgarfjarðarsýsla 911 Mýrasýsla 673 Snæfellsn.- og Hnappadalss 879 Dalasýsla 425 Austur-Barðastardarsýsla 311 Vestur-Barðastrandasýsla 467 Vestur-lsafjarðarsýsla 504 Norður-ísafjarðarsýsla 732 Strandasýsla 468 Vestur-Húnavatnssýsla 582 Austur-Húnavatnssýsla 547 Skagafjarðarsýsla 876 Eyjafjarðarsýsla 709 Suður-Þingeyjarsýsla 574 Norður-Þingeyjarsýsla 721 Norður-Múlasýsla 378 Suður-Múlasýsla 360 Austur-Skaptafellssýsla 836 Vestur-Skaptafellssýsla 504 Rangárvallasýsla 807 Ámessýsla 841 Gullbringusýsla 572 Kjósarsýsla 1807 Til kaupstaða ok kauptúna hafa farið samtals ca. 662 þús. kr. á þessum 11 árum, eða rúml. 20% af jarðræktarstyrknum, þar af rúml. 180 þús. kr. til Reykjavíkur, vegna ræktunar á bæjarlandinu þar. Því fer þess vegna fjarri, að allt þetta fé hafi farið til sveitanna. TV. Á síðari árm hafa verið uppi margar raddir um það, að styrkhlutföllin milli hinna ein- stöku búnaðarframkv. væru ekki heppileg. Því hefir verið haldið fram, að of mikil áherzla hafi verið á það lögð að gera jarðabæturnar sem mestar, en of litlar kröfur gerðar um vand- aðar framkvæmdir. Þá hafa og margir verið þeirrar skoðunar, að meira þyrfti að gera að því en verið hef ir að bæta áburðar- og fóðurgeymsluna, og að hún hafi ekki tekið þeim framför- um, sem svarað gætu til hinn- ar auknu jarðræktar. Á þeim niðurstöðum, sem nú hafa verið raktar, verða hin nýju jarðræktarlög byggð. Frumvarp það, sem nú liggur Fnuoh. á 2, Biðu. Fisksölumálin efitir Jón Árnason, firamkvæmdastjóra Síðustu dagana hefir verið þyrlað upp miklu moldviðri um fisksölumálin og einkum gerð hörð árás á Fiskimála- nefnd af ýmsum Sjálfstæðis- ' mönnum, sem telja sig ein- , hverskonar málsvara Sölusam- s bands ísl. fiskframleiðenda. | Fram að byrjun ársins 1932 ríkti hér hin gegndarlaus- asta samkeppni um sölu á fisk- framleiðslu landsmanna til út- landa, með öllum þeim ókost- um, sem þeirri verzlunarstefnu er samfara. Útflytjendur bár- ust á banaspjótum og féllu í valinn hver af öðrum. Má þar nefna Copland (tvisvar), Book- less, Proppébræður, Þorstein Jónsson, Guðmund Albertsson, „Isólf" ö. fl. Þessir menn og fyrirtæki töpuðu ekki einasta sínu eigin fé, hafi þeir nokk- urntíma átt nokkuð, heldur einnig fé frá fiskframleiðend- um og bönkunum. Árið 1931 rak svo allt í harð- an hnút í fisksölumálunum. Þá fór svo að útflytjendur gáfust upp allir með tölu, hættu að kaupa fisk og buðu fiskfram- leiðendum þjónustu sína, sem umboðssalar. Áttu fiskframleið- endur ekki annars úrkosta en að sæta þeim boðum, en árang- urinn varð hörmulegur, sár- lágt verð og léleg reikningsskil að lokinni sölu. Fyrra hluta ársins 1932 er það, að menn fara að tala um samtök fiskútflytjenda og gekkst Magnús Sigurðsson bankastjóri mest fyrir því máli. Lyktaði því svo, sem kunnugt er, að þrír helztu útflytjend- urnir, sem þá vóru uppistand- andi, Alliance, Kveldúlfur og Ólafur Proppé, slá sér saman og bjóðast til að selja fisk- framleiðslu landsmanna, sem umboðsmenn, en þeir banka- stjórarnir Magnús Sigurðsson og Helgi Guðmundsson verða cinskonar tilsjónarmenn eða meðstj órnendur. Fiskframleiðendur tóku þess- um samtökum fremur vel, enda áttu þeir fárra úrkosta, sam- takalausir, eins og þeir vóru. Hér var þó alls ekki um að ræða félagsskap í venjulegri merkingu, enda störfuðu þessi samtök aðeins frá ári til árs, og stjórnendur fyrirtækisins héldu hver um sig dauðahaldi í viðskiptasambönd sín í mark- aðslöndunum, enda gátu þeir búizt við að samstarfið hætti þá og þegar, og vildu þeir þá geta tekið upp sín gömlu við- skipti aftur. Samstarf forstjór- anna þriggja var af þessum á- stæðum ekki með þeim heilind- um, sem þurft hefði að vera, þó aldrei logaði upp úr. Var það að þakka meðstjórnendunum, sem nokkuð gátu jafnað mis- klíðarefnin. Þó samtök þessi væru hálf- gert vandræðafálm, vóru þau mjög mikil bót frá ástandinu, sem áður ríkti og er það nú al- mennt viðurkennt. Þegar leið á árið 1934 var það þó augljóst, að samtökin mundu ekki halda áfram. Það var vitað að ólafur Proppé vildi með engu móti halda á- fram, Kristján Einarsson var ó- fús til áframhalds og Helgi Guðmundsson bankastjóri vildi koma á nýju fyrirkomulagi: safna fiskframleiðendum sam- an í hópa um þessa þrjá út- flytjendur, og reyna svo að koma á samstarfi með þeim um verðlag, skiftingu markaða o. fl. Magnús Sigurðsson banka- stjóri og Richard Thors vildu halda áfram með óbreyttu, eða lítt breyttu fyrirkomulagi. Þegar hér var komið, var ástandið í markaðslöndunum þannig, að farið var að herða mikið á innflutningshömlum á fiski héðan. Það var því með öllu óhjákvæmilegt, að hafa hér sölumiðstöð, sem hefði með höndum útflutning á mestum hluta af fiski landsmanna. Nú var það vitað, eins og áður er sagt, að Sölusambandið í sinni þáverandi mynd, mundi ekki geta haldið áfram. Var þá um þrjár leiðir að velja: láta allt skeika að sköpuðu og gera ekki neitt; taka alla fisksöluna í hendur ríkisins, eða þvinga fiskframleiðendur og útflytj- endur til samvinnu. Fyrsta leiðin mun enga eða fáa for-f mælendur hafa átt. Einkasölu- leiðin fékk engan verulegan byr, og var svo sá kostur tek- inn, að velja síðustu leiðina, og af þeirri ákvörðun eru sprott- in lögin um Fiskimálanefnd, útflutning á fiski, hagnýtingu markaða o. fl. 1 skjóli þessara laga er Sölu- samband íslenzkra fiskfram- leiðenda stofnað eins og það er nú. Án aðstoðar löggjafarvalds- ins hefði Sölusambandið gliðn- að i sundur á árinu 1935 og líklega sótt i svipað horf með fiskverzlunina eins og var, áð- ur en Sölusambandið var stofn- að 1932, og þó að því leyti verra, sem ástandið nú, um sölumöguleika var miklu verra en 1932. Ég held að það sé ekki of- mælt, þótt fullyrt sé, að fáir fiskframleiðendur í landinu myndu óska aftur eftir ástand- inu sem var hér 1931. Og varla geta verið skiptar skoðanir um það, að löggjöfin um fiskimálin, sem samþykkt var á haustþing- inu 1934, hafi orðið landsmönn- um öllum, og þá einkum fisk- framleiðendum, til ómetanlegs gagns. Á það skal þó ekki dreg- in dul, að samvinnumenn lands- ins, og þar á meðal margir fisk- framleiðendur, harma það mjög, að ekki skyldi takast að ganga þannig frá löggjöfinni, og stofnun Sölusambands ís- lenzkra fiskframleiðenda, að meira tillit væri tekið til fé- lagsmanna en minna til fisk- magnsins. En allt stendur til bóta og væntanlega tekst að breyta samþykktum S. I. F. í frjálslegra horf áður en langt um líður. Verksvið Fiskimálanefndar getur verið mjög víðtækt sam- kvæmt lögunum, er meðal ann- ars hægt að veita nefndinni einkarétt til útflutnings á öllum fiski (12. gr.), en annars er verksvið nefndarinnar einkum tilgreint í 2 gr. og annari máls- grein 3. gr., og verður að því vikið síðar. Þegar búið var að stofna Sölusamband íslenzkra fisk- f ramleiðenda í samræmi við lög- in um fiskimálanefnd m. m., fékk það löggildingu sem aðal- útflytjandi, enda hafði S. í. F. um 85% af saltfiskmagni hmdsmanna. Hinn hluti fiskjar- ins var fluttur út af ensku firma, Hawes & Co., sem hefir bækistöð sína, með þessi fisk- viðskipti, í Hafnarfirði. Vegna þess að S. I. F. var ekki eini útflytjandi saltfiskjar, þurfti Fiskimálanefnd að hafa talsverð afskifti af saltfiskút- flutningnum og varð ég aldrei var við annað, en að hin bezta samvinna væri milli S. I. F. og Fiskimálanefndar um þessi mál. Eins og kunnugt er, er stjórn S. í. F. skipuð með þeim hætti, að félagsmenn kjósa 5 menn í stjórn, en ef félagið fær lög- gildingu, sem aðalútflytjandi saltfiskjar, skipar ríkisstjórnin 2 menn að auki. Stjórnina skipa: Magnús Sigurðsson bankastjóri, formaður, Helgi Guðmundsson bankastjóri, Öl- afur Einarsson útgerðarmaður Hafnarfirði, Jóhann Jósefsson alþm., Sigurður Kristjánsson alþm. og skipaðir af ríkis- stjórninni, Héðinn Valdimars- son og Jón Árnason. Samvinna stjórnarinnar hef- ir mátt heita góð. Fyrsti á- greiningurinn, sem orð er á gerandi, var út af sendiför til markaðsathugana fyrir fisk í Norður-Ameríku. Þrír stjórnar- nefndarmenn vildu senda Runólf Sigurðsson í þessa för. Hann hefir verið starfsmaður S. I. F. síðan það tók til starfa og er viðurkenndur dugnaðarmaður. Var ætlunin að hann dveldi vestra 6—12 mánuði, tæki á móti fisksýnis- hornum, annaðist sölu á þeim og kynnti sér markaðinn yfir höfuð. Strax þegar byrjað var að ræða um þessa sendiför fannst það á öllu að Kristján Einars- son framkvæmdarstjori sótti það af óskiljanlega miklu kappi að fara í þessa sendiför og fylgdu honum að málum fjórir menn úr stjórninni. Var það þó strax ákveðið, að hann gæti ekki verið að heiman nema um 2 mánuði og þar af leiðandi ekki veitt móttöku sýnishorn- um af fiski, sem send kynnu að verða til sölu þar vestra. Vlð þrír stjórnarnefndarmenn, sem töldum lengri dvöl nauðsyn- lega, óskuðum þá eftir því að Kr. Ein. dveldi vestra þann tíma, sem við töldum nauðsyn- legan, til þess að byrja á fisk- sölu, ef sölumöguleikar virtust fyrir hendi, en þetta var heldur ekki tekið í mál, ferðinni varð að Ijúka á skömmum tíma, hvað sem tautaði. Það hefir jafnan þótt bera nokkuð á metingi milli fram- kvæmdarstjóra S. I. F. Hið mikla kapp, sem lagt var á það, að Kr. Ein. færi til Norður- Gleðilegt f suman Veturinn er liðinn. Sumar- dagurinn fyrsti er í dag. Glíma bændanna við veturinn í vetur hefir verið ærið misjöfn. Suma bændur hefir hann tekið hinum mildustu tökum — varla lagt á þá bragð — en við aðra hef- ir hann glímt í berserksgangi — verið í tröllaham —. Og þá bændur hefir hann glímt harðast við, sem voru í sárum undan sumrinu í fyrra. En bændurnir hafa var- 5zt ei:is og hetjur. E.-m er ekki útséð um, hvernig þessi glíma fer. Sumarið er þess ekki megn- ugt alltaf, að ná undirtökun- imi, og skella veldi vetrarins með komu sinni. Það glímir við veturinn og það tekur oft tíma að það sigri. En það sigrar altaf því að gróðrarmátturinn í fram- þróuninni á sigurinn ætíð viss- an, er til lengdar dregur. Og með sumrinu kemur vorhugur. Og hann hefir áhrif á glímu- manninn. Enginn hlutur er glímumanninum hættulegri en vonleysi um sigur sinn. Sá sem haldinn er vonleysinu á ósigur sinn vísan. Mannanna mein eru mörg, en eitt af þeim er svartsýnið og vonleysið, sem af því leiðir. Það dregur frá mönnum lífs- gleði, það dregur úr mönnum starfsþrótt. En bjartsýnin get- ur verið um of. Hún getur leitt athyglina frá skerinu, sem er þó beint fram undan. Bjartsýn- ið gefur lífsgleði og starfsþrótt, er getur verið svo mikil, að for- sjá vanti. Þórólfur sá drjúpa smjör af hverju strái, en hann gat ekki handsamað það allt. En Herjólfur sá kost og löst á landinu. Hann gat ekki varast skerin, en kostirnir gáfu honum hins vegar vissa von um sigur í lífsbaráttunni og þá bjartsýn- istrú, sem stjórnast af forsjá. Um leið og ég þakka bænd- um fyrir veturinn, og alveg sérstaklega fyrir eljuna og dugnaðinn í glímunni við hann, og um leið og ég óska þeim gleðilegs sumars, þá vildi ég óska þess, að þeir allir megi fá sjón Herjólfs á landi sínu. Þá sjá þeir kost þess og galla. Þá verða þeir aldrei var- búnir við erfiðleikunum, sem af göllunum leiða Þá eignast þeir þá bjartsýni, sem stjórn- ast af forsjálni. Þá finna þeir vinnugleðina. þá finna þeir að þeir eru samverkamenn tilver- unnar í því að skapa hana og fullkomna. Og um leið og þeir finna það, þá vex þeim ásmeg- in, þá vex þeim andlegur þrótt- ur, andlegt atgjörfi og mann- gildi. Þökk fyrir veturinn! Gleðilegt sumar! Sumardaginn fyrsta 1936 Páll Zóphóniasson Ameríku, kann að stafa af því, að Thor Thors valdist til Suð- ur-Ameríkuferðarinnar. Hefði annars hallast á. Til að fyrirbyggja misskiln- ing, skal ég taka það fram, að ég vantreysti Kristjáni Einars- Framhu á 8. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.