Tíminn - 07.05.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.05.1936, Blaðsíða 1
6ta6«in> cc 1. ?4aí &t8an&uritui íe»t« 1 tt. Ofl Umftelmta d íaaaaoeg 10. Gtal 235.3 - í>Ó6tfeóí/ö6í XX. árg. Reykjavík, 7. maí 1936. 19. blað. Fjölur upp ur snjonum Það er haft eftir Árna pró- fessor Pálssyni, að þegar hann setjist niður til að skrifa í Mbl. komi yfir sig ótrúleg heimska. Menn skilja það svo, að eigin- leikar blaðsins komi yfir mann, þótt greindur sé, ef hann fer að móta hugsanir sínar í far- vegi hinnar skipulagsbundnu heimsku. Sama hefir orðið reynslan með laglega gefinn og fremur duglegan bónda fyrir norðan. Hann hefir skrifað árásargrein uni Framsóknarflokkinn í eitt af fylgiblöðum Mbl., sem dreift er á kostnað vesölustu speku- lánta höfuðstaðarins út um sveitir, til að sundra samvinnu- mönnum. Af bónda þessum mátti búast við talsverðri skynsemi. En hann hefir ekki h'aft að þessu sinni gagn af peim eiginleikum. Félagsskap- urinn hefir dregið hann niður. Grein hans er yfir að líta eins og vel yrktur f jóluakur, sem að þessu sinni kemur upp úr snjóhum á heiði fyrir norðan, e'n ekki undir húsvegg Valtýs Stefánssonar. ..Fyrsta fjólan er sú, að þessi maður bregður Framsóknar- niönnum um stefnusvik. En .sjálfur er hann fyrir löngu hættur að vinna í þeim flokki, auk þess sem hann játar tryggð sína við samvinnufé- login með því að lýsa margra ára braski sínu við að koma vörum sínum inn til fjand- manna samvinnufélaganna. Og sjálfa greinina birtir hann í málgagni manna, sem allir vita að hafa brugðizt stefnu Fram- sóknarmanna, og vinna í þjón- ustu óvina sveitanna. Önnur fjólan er um það, að Tr. Þ. hafi farið úr Framsókn- arflokknum fyrir það að við fyrri samherjar hans höfum brugðizt stefnu flokksins með þyí að fella ekki íslenzka krónu. En varaliðsmaðurinn gleymir því að Tr. Þ. var bú- inn að vera forsætisráðherra fiokksins í 5 ár, og aðalstuðn- rugsmaður Á. Á. í nærri tvö ár, þegar hér var komið. Hann hafði auk þess verið f jármála- ráðherra um stund og alla sína ráðherratíð og til dauðadags í gengisnefndinni. Allan þennan tíma hafði Tr. Þ .ekki hreyft legg eða lið í gengismálinu, og haft þó alla aðstöðu til að vinna þar meira en nokkur annar, nema ef vera skyldi Ás- geir mágur hans, sem var líka í gengisnefndinni og var í stjórn með liði Kveldúlfs, sem beinlínis heimtaði krónulækk- un. Nú er það vitað, að Fram- S(5knarflokkurinn hefir ekki annað unnið til saka í gengis- málinu, en að feta í fótspor þessara tveggja oddvita sinna. Eina breytingin er sú, að Frámsóknarflokkurinn hefir stórlega hækkað verðið á öllu kjöti bænda, eftir klofninginn, og eins þeirra, sem hafa svik- ið flokkinn og eru vikapiltar hjá óvinum bændastéttarinnar. öll ádeila varaliðsmannsins er byggð á þessum grundvelli, að Frarnsóknarmenn hafi svik- ið stefnu sína með því að fylgja fordæmi Tr. Þ.-og Á. Á. í gengismálinu. Aftur á móti cigi þeir að hafa verið í sínum fulla rétti að ganga úr flokkn- um, af því að flokkurinn ekki afneitaði í verki stefnu þeirra og fortíð. Þriðja fjólan er almenn á- deila á Hermann Jónasson og Jón Árnason fyrir að hafa ekki fellt krónuna. En varaliðsmað- urinn gleymir Þ. Br.> Jóni í Stóradal og Ásg. Ásg. Á þeirra veldistíma haustið 1932 fengu bændur 52 aura fyrir kg. af bezta kjöti. En þeir gerðu ekk- ert til að bæta úr því. Haustið eftir, 1933, telur landbúnaðar- ráðherrann Þ. Br. alveg nóg ef bændur fái rúmlega 70 aura fyrir kg. Jón á Reynistað held- ur þá fram 40 aura verðinu, sem hugsjón íhaldsbænda. Alla stjómartíð Á. Á. og Þ. Br. hallast meir og meir fyrír bændum, vegna hins lága verðs á afurðunum, og kreppuvand- ræðin komast í algleyming. En tveir menn rísa gegn þessu eymdarástandi, og hafa höfuð- forustu um málið: Jón Árna- son og Hermann Jónasson. Vegna forustu þeirra tekst að koma á kjötskipulagi og ger- breyta aðstöðu bænda. Síðan sú umbót komst á, hafa þau kaupfélög, sem að mestu eða öllu skifta með landbúnaðar- vörur, bætt hag sinn svo stór- lega, að þau eiga vaxandi inni- eignir um áramót, í stað þess að skuldir þeirra hækkuðu stöðugt í stjórnartíð Þ. Br. — Fjólublærinn á allri hugsun varaliðsmannsins sést glöggt á því, að hann finnur til sjúkr- ar löngunar hins skammsýna og vanþakkláta manns til að víkja illa að þeim tveim mönn- um, sem alveg sérstaklega eru forustumenn um þá stærstu félagslegu velgerð, sem fram hefir komið við bændastétt Is- lands síðan kreppan byrjaði. Fjórða f jólan er um spari- féð. Hann lætur eins og Fram- sóknarmenn standi í vegi fyr- ir lækkun vaxta. Veit maður- inn ekki um þá löggjöf, sem flokkur Framsóknarmanna hef- ir knúð fram í þessu efni? Heldur hann að Þ. Br. sé lík- legur til, í félagi við alla þá fépúka í íhaldsflokknum, sem líta á vaxta- og innstæðumál- in eins og fyrverandi eigandi Hrafnagils, eða manna líkleg- astur til að ganga hart að inn- stæðueigendum ? Allir sem til þekkja, vita að meginkjarni í- haldsflokksins og það eru nú- verandi húsbændur varaliðs- mannsins, eru höfuðféndur hárra skatta á miklar eignir, cg lækkunar á innlánsvöxtum í bönkum. Fimmta fjólan er með litblæ hins sjúka hugleysis. Hvað hefir bjargað bændastétt Norð- ur- og Austurlands úr hinum geigvænlegu vetrarharðindum? Halda menn að það hafi verið hugleysi og úrtölur? Víst ekki. Það var kjarkur, ró og lífstrú samvinnubændanna, fyrst og Framh. á 4. síðu. A víðavangi Uppbót og hámark. Meðal nýmæla hinna nýju jarðræktarlaga eru ákvæðin um að uppbót skuli greidd á jarðræktai-styrk þeirra býla, sem minnstan styrk hafa feng- ið, að dregið skuli lítilsháttar úr styrk hæstu býlanna, og að hámark skuli sett á styrkinn. Nánar tiltekið eru ákvæðin þessi. Býli, sem er neðan við 1000 kr. styrk, fær 20% upp- bót. Býli, sem hefir fengið 4000—5000 kr. styrk sætir 20% lækkun*), og einstakt býli getur aldrei fengið meira en 5000 kr. samtals (nýbýli á óræktuðu landi þó allt að 7000 kr.). Þrátt f yrir þessi ákvæði eiga öll býli að geta fengið jafn mikið fé samtals (5000 kr.), en breytingin er sú, að greiðsl- urnar eiga að vera hærri með- an ræktunin er lítil, en lægri eftir að hún er orðin mikil. Þegar það er aðgætt, að meðal- styrkurinn á jarðir, sem styrk hafa fengið er enn ekki nema 669 kr. og 496 jarðir hafa aldrei fengið styrk, er auðsætt að bændastéttinni í heild er hagur að þessum ákvæðum. Um hámarkið er það að segja, að náttúrlega er miklu meira vit í því, að reyna að styrkja bændur almennt til að koma fyrir sig ræktuðu landi, en að hjálpa einstökum mönnum til að mynda stórrekstur. Með 5000 kr. styrk er hægt að koma upp 45 dagslátta túni, 1000 hesta hlöðu, og áburðargeymslu sem svarar til 16 kúa bús. Myndi þá sæmilega fyrir séð, ef bændur almennt gætu komið búskap sínum í það horf. íhaldsmenn munu því áreiðan- lega ekki ávinna sér neinar vinsældir meðal bænda fyrir að vera á móti þessum ákvæð- um. Kveinstafir „þeirra stærstu". Höfuðandstaðan gegn há- marksákvæði nýju jarðræktar- !aganna kemur frá mönnum eins og ólafi Thors og Pétri Ottesen. Ólafur er búinn að fá rúml. 42 þús. kr. styrk í eina jörð, Korpúlfsstaði í Mosfells- sveit, og er reiður yfir því, að fá ekki meira. Ottesen er bú- inn að fá 4600 kr. í jörð sína, Ytra-Hólm í Borgarfjarðar- sýslu, og er nú að komast í hámark. Afstaða slíkra manna er skiljanleg út frá „prívat"- sjónarmiði þeirra. En þeir 4052 bændur, sem enn eru neðan við eða rétt við 1000 kr. styrk sam- tals, munu naumast hafa mikla samúð með kveinstöfum þess- ara manna. Alls eru ekki nema rúml. 20 jarðir í landinu komn- ar yf ir hámarkið, og á mörg- um þéirra eru tvíbýli eða fleir- býli, sem halda áfram að fá styrk, þótt jörðin í heild sé komin yfir hámarkið. *¦) í frv. var fyrst gert ráð fyrir, að 25% lœkkun kæmi á styrk milli 3000 og 4000 kr. og 50% lækkun á styrk milli 4000 og 5000 kr. En þessu ákvæði var breytt með tll- lögu er síðar kom fram frá Fram- sóknarmðnnum í landbúnaöar- nefnd. Jarðakaupalögin. íhaldsmenn leyfa sér að fara með hinar fáránlegustu fjarstæður út af lögunum um jarðakaup ríkisins. Þeir halda því fram blákalt og gegn betri vitund, að lögin séu sett til að flæma bændur frá jörðum sín- um og gera þá að leiguliðum. Þessir menn vita þó vel, að ríkisstjórnin mun síður en svo hvetja bændur til að selja jarð- ir sínar. Lögin eru þvert á móti sett vegna þeirra mörgu umsókna, sem fyrir liggja frá bændum sjálfum um að geta selt ríkinu jarðir. Enginn mað- ur mun verða hvattur, hvað þá neyddur til að selja ríkinu jörð. En jarðakaupalögin eiga, eftir því Sem fé hx-ekkur til, að koma í veg fyrir, að bændur flosni upp frá jörðum og neyð- ist til að láta þær lenda í braski. Ríkisstjórnin mun reyna að nota heimild laganna svo lítið, sem frekast er unnt, og óskar einskis fremur en að ábúendurnir geti sjálfir staðið straum af þeim veðskuldum, sem á jörðunum hvíla. Og þess verður að vænta í lengstu lög, að bændum megi takast þetta í flestum tilfellum. Sá Hannes Jónsson tvöfalt í eldhúsinu? Vel sýndi það drengskap „\araliðsins", að það lét Hannes sinn koma með mestu skröksögu sína í eldhúsinu þegar Framsóknarmenn voru búnir með sinn ræðutíma. Þá sagði Hannes m. a., að J. J. hefði 20 þús. í laun, en Guð- brandur forstjóri 18 þús. kr. Er hægt að ljúga betur? Þess- ir tveir menn hafa reynst miklar andstæður við hina gráðugu bitlingahákarla, sem fylgdu Jóni Jónssyni. Hannes veit að í launaskrá núgildandi fjárlaga stendur að forstjóri Áfengisverzlunarinnar hefir rúmlega 8000 kr. árslaun. Hannes veit ennfremur, að í- haldsmaðurinn Mogensen hafði 18 þús. kr. í laun hjá íhald- inu við forstöðu Áfengisverzl- unarinnar frá 1927—^28. Hann- es veit að það var J. J. sem skifti um forstöðumann og lét samherja sinn, G. M., fá helm- hi'gi minna en íhaldið borgaði fyrir sama starf. Hannes veit vel að J. J. sjálfur fór úr ráð- herrasæti 1931, og fékk rúm- lega 7000 kr. fyrir störf sín, en tryggði vini sínum Tr. Þ. 19000 kr. í Búnaðarbankanum. Enn hefir J. J. sömu laun við Samvinnuskólann og „Sam- vinnuna". En Þ. Br. skamtaði Pétri Magnússyni 7000 kr. fyrir aukastarf í kreppusjóði, oían á bankastjóralaun, og of- an á allan sinn málfærslu- gróða, m. a. 80 þús. kr. fyrir eitt mál. Ekki batnar fyrir Hannesi með rógmælgina, er framkoma J. J. er borin sam- an við Hrafnagilsmál Þorst. Briem, eða við Halldór Stef- ánsson, sem tók 1000 kr. fyrir að skrifa undir kreppubréf fyrir Norðmýlinga, eða Jón í Dal, sem laumaðist inn í kreppusjóð, og fékk með ó- drengskap 14 þús. kr. fyrir að standa fyrir framkvæmdum þar, við vafasaman orðstír. Indriði Einarsson hagfræðingur og leikritahöf- undur varð 85 ára 30. apríl sl. "Srar þess minnst í útvarpinu og á ýmsan hátt í Reykjavík. Vegalögin. Frumvarpið um breytingar á vegalögunum hefir nú verið afgreitt sem lög frá Alþingi. ,, Eiríkur Einarsson flutti brtt. um að fella niður heimildina, til að leggja Suðurlandsbraut um Hafnarfjörð, Krísuvik og Selvog. Sú tillaga var felld. En íhaldsmenn allir greiddu, við nafnakall, atkvæði með brtt. Eiríks og gegn syðri leiðinni — nema Jón á Akri. Hann sat hjá, en verður nú sjálfsagt tekinn til bæna af „moðhausunum" og Kveldúlfi. Málsvarar landhelgisbrjótanna afgreiddir með rökstuddri dagskrá. Tillaga sú til þingsályktun- ar, er íhaldsmenn fluttu í gremju sinni út af togara- njósnarmálinu, var á Alþingi afgreidd með svohljóðandi rökstuddri dagskrá, sem borin yar fram af Stefáni Jóh. Stef- ánssyni: „Þar sem upp hefir komizt, við rannsókn á loftskeytum, stórfelld njósnarstarfsemi fyr- ir erlenda og innlenda land- helgisbrjóta, hættuleg fyrir land og lýð, sem ekki virðist hafa verið hægt að sanna án slíkrar skoðunar, og þannig er reynsla fengin fyrir því, að fyllsta nauðsyn getur verið til þess að rjúfa leynd símans þegar að hann er notaður til hættulegra eða víðtækra lög- brota, og með því, að upplýst er, að síðan að núverandi rík- isstjórn kom til valda, hafi ekki verið rofin leynd síma- samtala, nema að undangengn- um dómsúrskurði og þá í því skyni einu að fá upplýsingar um alvarleg lögbrot, sem rök- studdur grunur var á, að f ram- in væri eða fremja ætti, og þar sem hér er uiu að ræða valdsvið og athafnir dóms- valdsins í landinu, sem er ó- háð framkvæmdarvaldinu, þá telur deildin tillöguna á þskj. 447 ástæðulausa og óréttmæta og tekur fyrir næsta mál A dagskrá." ftwah. á 4. sfða, Uian úv heimi 1 Abessiníustyrjöldinni hafa orðið snögg umskipti. Her- sveitir Abessiníumanna eru nú gersigraðar og tvístraðar víðs- vegar. Keisarinn er flúinn úr landi og á leiðinni með brezku hei'skipi áleiðis til Gyðinga- lands. í höí'uðborg Abessinu, Addis Abeba, hefir undan- farið ríkt algert stjórnleysis- ástand. Ræningjaflokkar og æstur mannmúgur hafa vaðið um borgina með eldi og rán- um, og sendiherrar erlendra ríkja og þeg-nar Norðurálfu- landa hafa átt líf sitt undir vernd hersveitar, sem brezki sendiherrann hafði þar í þjón- ustu sinni. Með flugvélum, eiturgasi og öðrum ægilegustu vopnum hinnar nýju hernaðartækni hefir Itölum tekizt að knýja fram þennan úrslitasigur. Und- anfarnar vikur hafa hin voveif- legu morðtól Mussolini háð æð- isgengið kapphlaup við hinn yfirvofandi regntíma. Ef her keisarans hefði getað veitt við- nám þangað til regnið kom og gerði landið illfært yfirferðar, er talið allsendis óvíst, hverj- ar_ lyktir hefðu orðið þessarar styrjaldar. Því að refsiaðgerð- irnar og erfitt ástand heima fyrir var farið að sverfa svo að ítölum, að óvíst er, hvort þeir hefðu haldið út þangað til regninu létti af aftur. Þær ógnir og hörmungar, sem dunið hafa yfir hina hálf- \-illtu og varbúnu abbessinsku þjóð af völdum „menningarinn- ar" undanfarnar vikur, verða sjálfsagt aldrei að fullu kunn- ai. Og um endanleg örlög Abessiníu og þann grimma leik, sem stórveldin eiga eftir að leika á bak við tjöldin í þessu hönnulega máli, er allt á huldu. En það eitt er vist, að þjóðabandalagið hefir nú beðið sinn mesta ósigur og glatað, svo að seint mun verða endurheimt, trausti allra þeirra nianna um víða veröld, sem f alvöru vilja vinna að útrým- ing styrjaldanna úr heiminum. í Frakklandi eru þingkosn- ingar nýafstaðnar. Hafa þær farið fram tvo s. 1. sunnudaga. Kosningalög Frakka mæla svo fyrir, að kosið skuli í tveim um- ferðum. 1 fyrri umferð eru þeir einir rétt kjörnir, er hrein- an meirihluta fá í kjördæmi. í kjórdæmum, þar sem enginn hefir fengið hreinan meirihluta, er kosning endurtekin, og þá sá rétt kjörinn, er flest fær at- kvæði. I þessum kosningum börðust 2 flokkasamsteypur um völdin, íhaldsmenn og fasistar annarsvegar, en frjálslyndir flokkar, socialistar og komm- únistar („vinstri flokkarnir") hinsvegar. Úrslitin eru þau, að vinstri flokkarnir hafa hlotið um 380 þingsæti, en íhalds- flokkarnir aðeins 240. Um niyndun nýrrar stjórnar er þó allt í óvissu, en líkur benda til, að socialistaforinginn, Leon Blum, muni mynda stjórn með stuðningi socialista, frjálslyndu fiokkanna og kommúnista. Eru socialistar nú stærsti flokkur- inn á þingi Frakka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.