Tíminn - 07.05.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.05.1936, Blaðsíða 4
74 Tixmri* Minningarorð A víðavangi Garðrækt og áburður Góð og mikil uppskera fæst ekki nema vel só borið í garðana. — Örugg'asti áburðurinn er: NITROPHOSKA I G KöfmmareSni, Fosfórsýra og Kalí, alli í einum poka. SETKIS J. GRUNO’S ágæta hollenzka reykíóbak VEBÐ: AROMATISCHER SHAG kostar kr. 1,05 V*o PEINRIECHENDER SHAG — — 1,15- Fæst í öihirn verziunum Líftryggingardeild Það er aðeins eiit is• lenzki lifiryggingarfélag og það býður betri kjör en nokkurt annað líf- iryggingafélag starfandi hér é landi. Liftryggingariieild Eimskip II hæð, herbergi nr. 21 Sími 1700 B ezta Muitnfóbakið er frá Brödrene Braun RAUPMÁNNAHÖFN kaupmann yðar um B.B. munntöbakið Fæst allsstaðar. Gunnlaug'ur Þorsteinsson hreppstjóri á Kiðjabergi í Grímsnesi lézt á heimili sínu 3. þ. m. Hann var fæddur á Ketil- stöðum á Völlum 15. maí 1851. Hefði hann því orðið 85 ára 15. maí n. k. Foreldrar Gunnlaugs voru Þorsteinn Jónsson, kan- selliráð, sýslumaður, fyrst í Múlasýslum, síðar í Þing- eyjarsýslu og loks í Árnes- sýslu, og Ingibjörg Elísabet Gunnlaugsdóttir Oddsens dóm- kirkjuprests í Reykjavík. Eftir að Gunnlaugur hafði dvalið utanlands um skeið, tók hann við búsforráðum á Kiðjabergi. Kvæntist 1886 Soffíu Skúla- dóttur prófasts á Breiðaból- stað. Hafa þau hjón búið allan sinn búskap á Kiðjabergi. Gunnlaugur hefir gegnt við- íangsmiklum trúnaðarstörfum, bæði fyrir sveit sína og sýslu. Hreppstjóri var hann frá 1893 —1935. Alls dvaldi hann í Grímsnesinu nær því 70 ár. Heimilið á Kiðjabergi er orð- lagt fyrir myndarskap og gest- risni, enda hefir frú Soffía, sem enn er á lífi, verið einhver glæsilegasta kona á allan hátt, sem hugsast getur. Gunnlaug- ur var sérkennilegur maður, kyrlátur, fámáll, en háí’viss og orðheldinn svo af bar. Hann beitti sér fyrir hverskonar fé- lagslegum umbótum, bæði bún- aði og verzlun. Hann var góður læknir og var leitað til hans í því skyni úr ýmsum áttum. Jafnan hugsaði hann vandlega sitt mál áður en hann Iéti uppi skoðun sína, enda mun ekki bafa verið auðgert að snúa honum. Hann hugsaði skýrt, enda var hann stálminnugur og drengur hinn allra bezti. Ég efast um að hann hafi átt nokkurn óvildarmann, en allir, sem nutu þess að kynnast hon- um, báru til hans traust og sýndu honum leynt og ljóst mikla virðingu, enda mann- kostir hans fágætir. Bjarni Bjarnason. Ræða Olafs Thors um kosnínguna í Vcst- ur-Húnavatnssýslu (Orðrétt eftir í-æðuhandriti A1 þingis 24. marz sl.) : Ólafur Thors: Jt .. „Það er satt, ég hefi í því engu að leyna, að meðan stóð á undirbúningi fyrir síðustu kosningar, var ég því heldur fylgjandi að þessi háttvirti þingmaður (Hannes Jónsson) kæmist á þing. Og þó að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði fram- bjóðanda í þessu kjördæmi, þá var hvorki af mér, né sumum öðrum flokksmönnum, gert það sem hægt var til stuðnings liosningu hans, og sagði ég honum frá því. En eftir að formaður flokks- Framh. af 1. síðu, Dagskráin var samþykkt, að viðhöfðu nafnakalli, með 17 gegn 13 atkvæðum. Með henni greiddu atkvæði Framsóknar- ílokksmenn, Alþýðuflokks- menn, Magnús Torfason og Ás- geir Ásgeirsson, en á móti all- ir íhaldsmenn. Þrír þing- menn voru fjarverandi (B. J., II. J. og J. Ól.). Leiðrétting. í greininni um jarðræktar- lagafrumvarpið í síðasta tbl. Tímans höfðu fallið niður nokkrar línur í prentun á 2. síðu, 2. dálki. Þar átti að standa: „Býli, sem hafa fengið meira en 1000 kr. og minna en 3000 kr. samtals fái venjulegan styrk. Býli, sem fengið hafa 3000—4000 kr. samtals fái venjulegan styrk, að frádregn- um 25% o. s. frv.“. En þessu upphaflega ákvæði frv. hefir nú verið breytt, eins og skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu, þannig að frádráttur- inn byrjar fyrst við 4000 kr. og er 20%. Auglýsinga* siríð íhaldsins Hér á landi er blaðaútgáfa erfið sakir fámennis og van- skila. Þess vegna hafa auglýsingar orðið einn aðaltekjullður st j órnmálablaðanna. Á sínum tíma þorðu frjáls- lyndir menn eins og Bjöm Jónsson og Valdimar Ásmunds- son, ekki að birta greinar um samvinnumál, af ótta við að rnissa auglýsingar kaupmanna. Framsóknarflokkurinn er fyrsti og eini stjórnmálaflokk- urinn, sem metið hefir málstað samvinnunnar svo mikils, að hann hefir ekkert skeytt um kaupmannaaugl ýsingamar. Hefir þetta kostað marga menn miklar fómir, bæði um íjárframlög og ókeypis vinnu við Framsóknarblöðin. Þegar Framsóknarmenn liófu að gefa út dagblað í Reykjavík, þá var tekið að beita hótunum við þá menn, sem auglýstu í Nýja dagblað- inu. Og sjálfur bæjarstjómar- meirihlutinn ákvað að hefja auglýsingastríð við blaðið. Þessu svöruðu Fi'amsóknar- menn í landsstjórn og stjóm ins hafði tekið sína afstöðu og skrifað bréf norður, þá fylgdi ég honum vitanlega að málum í þessu sem öðru. En ég leyni því ekki, að ég hygg að mín afstaða og sumra annara Sjálfstæðisflokksmanna, liafi ráðið miklu um það, að þessi hv. þm. komst að, og ég harma það ekki að svo fór. Þó að ég neiti því ekki, að ég beri e. t. v. nokkra ábyrgð á kosningu þessa þm., þá finn ég það ekk i sem mitt hlutskipti að vanda um við hann, þegar reiðin og fljótfærnin fá yfir- liöndina, því að bæði er að bann jafnar sig fljótt aftur og eíns mun hann fá nægar ákúr- ur í sínum flokki. Ég læt svo deilu þessa af- skiptalausa. Ég hefi mætur á þessum hv. þm. og tel mig enga skömm hafa haft af því að styðja að kosningu hans, nema þá e. t. v. helzt það, að út úr þessu bændaflokksfúleggi kom annað verra hér inn í þingið.“ opinberra stofnana með því að tilkynna, að yrði þessu stríði haldið áfram, mundi minna verða auglýst af hálfu stofn- ana ríkisins í íhaldsblöðunum. Ýmsum íhaldsmönnum mun hafa þótt þessi ráðabreytni í- haldsmeirihlutans í bæjar- stjórninni óviturleg og óvið- eigandi. Flokkur, sem á menn í bæj- íirstjóm, stóran flokk á Al- þingi og tvo ráðherra í stjórn landsins, lætur ekki sýna sér slíka hlutdrægni bótalaust. Sem dæmi um tekjur blað- anna af auglýsingum, má geta þéss, að erlent firma, sem selur hér hreinlætisvörur og hefir haft kaupmann í Reykja- vík að umboðsmanni, hefir auglýst fyrir tugi þúsunda ár- lega í íslenzkum blöðum, en aídrei fyrir eina krónu í dag- blaði _Famsóknarflokksins, og hefir þó umboðsmaðurinn og fiamleiðandinn víst ætlazt til að samvinnumennimir í land- inu gengju ekki á snið við vörurnar, sem verið var að auglýsa. Ef íhaldsmenn ekki sjá sóma sinn í því að hætta jafn smekklausu athæfi eins og því, að þykjast ekki þurfa að birta opinberar tilkynningar í biöðum Framsóknarmanna, þá mega þeir eiga það víst — og sérstaklega eftir að þeir sjálfir hafa gert útrás út af þessu máli á Alþingi —, að Framsóknarmenn geri fremur að auka en draga úr þeim á- tökum, sem orðin eru um þetta mál. sótt og varið af málafærslu- mönnum og öll rök fram dreg- in, er þýðingu hafa. Og hæsti- réttur einn hefir vald til að leggja endanlegan dóm á gerð- ir lögreglustjórans. Og í hæstarétti verða úrskurðimir af sjálfu sér opinbert mál. Ef tillaga eins og sú, sem æsingaseggir íhaldsins hafa borið fram, væri samþykkt á Alþingi, væri þar með skapað ákaflega alvarlegt og hættulegt fordæmi gagnvart dómsvaldi landsins. Hvað myndi þá á eftir fara? Hvar væru þá takmörkin fyrir því, hvenær Alþingi gæti tekið upp á því, að blanda sér í á- kvarðanir dómstólanna? Myndi ekki einhverjir þingmenn þá geta fundið upp á því að bera fram tillögu um, að Alþingi i kysi nefnd til að rannsaka dóma hæstaréttar, t. d. undan- farin 10 ár? í þjóðfélagsskipun nútímans er það ekki talið heppilegt, að dómsvaldið sé hjá þingi þjóð- ; arinnar. Þess vegna hefir það í stjórnarskránni verið gert að sjálfstæðu valdi. Og allir þeir sem vilja vemda sjálfstæði dómsvaldsins, hljóta að for- dæma hina vanhugsuðu æs- ingatillögu íhaldsins á Alþingi, enda er hún borin fram af sumum þeim mönnum, er sýnt hafa það í orði og verki, að þeim er ekki annt um öryggi hins lýðræðislega þjóðskipu- lags á þessu landl Fjólur upp úr snjónum ins hafa að sínu leyti tekið i strenginn. Með kjarki og fram- sýni hefir bændastéttin bjarg- ast út úr erfiðleikum hins mikla hörmungavetrar. En svo mjög stríða gagn- stæðir eiginleikar á flóttalið það sem heldur sig í nánd við Þ. Br. að þessi umræddi greinar- höf kemst í illt skap út af því að Jón Ámason og Bjarni Ás- geirsson tala og skrifa opin- berlega um framtíð bændastétt- arinnar með bjartsýni og lífs- trú. Hvers vegna ætti Jón Ámason áð falsa frásögnina um hina bættu afkomu bænda- stéttarinnar? Ætti hann að neita því, að kjötverðið hefir hækkað, og það eingöngu fyrir aðgerðir Samvinnufélaganna og Framsóknarflokksins ? Á Jón Árnason að láta eins og hann viti ekki um vaxandi innieignir kaupfélaganna ? Og Iwersvegna heldur fjólurækt- armaðurinn að kjarkmenn þurfi að verða kjarklausir, eða framsýnir menn sljóir í hugsun, þó að menn eins og Jón Jónsson eða Þ. Br. séu á flótta og orðnir vonlausir um aðra framtíð bændum til banda, en þá húsmennsku sem þeir hafa útvegað sér í skjóli gjaldþrota stórspekulanta í Iieykjavík. Framh. J. J. Vill ihaldið afnema dómsvaldið? Samkvæmt stjórnarskrá Is- lendinga hafa dómstólar lands- ins óháð vald, dómsvaldið. Gagnvart löggjafarvaldi Al- þingis og framkvæmdavaldi ríkisstjórnarinnar, er dóms- valdið algerlega sjálfstætt. Dómi eða úrskurði, sem kveð- inn er upp í rétti, getur eng- inn breytt nema æðri dóm- stóll. Þó að dómstóll kvæði upp dóm, sem að áliti allra alþingismanna væri rangur, gæti Alþingi samt ekki fellt þann dóm úr gildi, af því að öómstólarnir hafa óháð vald. Nú hafa íhaldsmenn á Al- þingi borið fram tillögu um, að þingið kjósi 5 manna rann- sóknarnefnd, sem falið sé að taka það til athugunar, hvort úrskurðir lögreglustjórans í Reykjavík um að hlustað skyldi í síma til að afla sann- ana um lögbrot, séu réttir eða rangir. Tillaga þessi er vægast sagt fram borin af mikilli van- þekkingu og lítilli fyrirhyggju, enda hefir þar vitanlega meir um ráðið pólitískt ofstæki og æsing óvandaðra þingmanna*) en róleg yfirvegun. Ef Alþingi hefði látið sig henda þá vitleysu, að sam- þykkja þessa tillögu og kjósa rannsóknarnefndina, hefði það algerlega farið út fyrir starfs- svið sitt og gengið á rétt dómsvaldsins. Áðumefndir úr- skurðir lögreglustjórans í Reykjavík ganga nú eftir á- frýjun til hæstaréttar. Þar er hinn rétti vettvangur til að rannsaká réttmæti þeirra. Þar verður mál lögreglustjórans *) Aðalformælendur tillögunn- ar eru „bankaeftiriitsmaðurinn'* fyrverandi og siJdarmólaforstjór- inn úr Kveldúlfi. Framh. af 1. siðu. fremst þeirra, sem ekki hafa svikið sjálfa sig og stétt sína með því að leggja framleiðslu- vörur sínar í lófa spekulant- anna. Næst kjarki bændanna hefir björg þeirra verið fólgin í skipulagi kaupfélaganna og Sambandsins. Þar næst má þakka síldarverksmiðjum rík- isins, sem eru komnar á fyrir skapandi kraft og manndóm Framsóknarmanna. Og að síð- ustu má mikið þakka núver- andi ríkisstjóm, sem hefir stutt hina sterku varnarstarf- semi samvinnubændanna með fjárframlögum, verzlunarfram- kvæmdum, útvegun flutninga- tækja til að komast yfir jökul- breiðumar með björg til allra sveitaheimila. — Ríkisstjómin fól tveim kunnugum og ráða- góðum Framsóknarmönnum, Steingrími Steinþórssyni og Páli Zophóníassyni að hafafor- ustu í bjargarmáli þessu fyrir hönd ríkisvaldsins. Gott dæmi um muninn á kjarki og kjark- leysi er um þá tvo Egilsstaða- bræður, Þorstein og Svein, frá í vetur. Á fundi á Ketilsstöð- um fyrrihluta vetrar, þegar bændur komu saman til að ræða | sameiginleg bjargráð, dró Sveinn á Egilsstöðum úr að nokkuð væri gert til bjargar með samtökum og manndómi. En Þorsteinn kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði hóf sókn í málinu og hefir í allan vetur haft for- ustu um stórfeldustu bjargráð fyrir bændur á öllu kaupfélags- svæði Iléraðsbúa. Að hans til* hlutun sendi Hermann Jónas- son snjóbíl með varðskipi til Reyðarfjarðar, og flutti sá bíll mikið af fóðurvörum yfir fjall- garð, sem elcki varð flutt yfir með öðrum flutningatækjum. Hin stillta og drengilega barátta þúsunda bænda, sem barizt hafa við harðindin í all- an vetur er glæsileg. Fram- koma þeirra manna er fyrst og fremst einkennd með merkinu um kjark og þrek. Leiðandi menn kaupfélaganna, Sam- bandsins og Framsóknarflokks-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.