Tíminn - 27.05.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.05.1936, Blaðsíða 4
$6 TIHINS Ferðaáæilun e.s. »Esja« 26. júni*>l.sept. 1936 1 2 3 4 5 Frá Reykjavík .... 26. júní 11. júlí 25. júlí 8. ág. 22. ág. í Ve8tmannaeyjum . . 27. — 12. — 26. — 9. — 23. — Til Glasgow ...... 30. — 15. - 29. — 12. - 26, — Frá — 3. júlí 17, — 31. — 14. — 28. — Á Hornafirði 6. — 20. — 3. ág. 17. — 31. — Til Reykjavíkur . 1. — 21. — 4. — 18. — l.sept. Skipaúlgerð ríkisins. Happdrætti Háskóla Islands Endurnýjun tíl 4. Sl. er halin Dregid verdur 10. júní 300 vinningar - 56600 krónur Bezta Munntébakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Eftir eru á pessu ári vinn- ingar að upphæd samtals 91S pús. kr. Vinningarnir eru tekjuskatts- og útsvarsfrjálsír Bíðjið kaupmann yðar utn B.B. munntóbakið Húsmæðraskólinn á Hallormsstáð Nám8tíminn er 2 vetur: Yngri deildar frá vetur- nóttum til aprílloka, eldri deildar frá 20, september til aprílloka. í báðum deildum eru þessar námsgreinar: Isletizka, reikningur, náttúrufræði, heilsufræði, danska, fatasaumur, vefnaður, prjón og hannyrðir og auk þess matreiðsla í eldri deild, Fæði og skólagjald 360 kr, Aldurstakmark 18 ár. Gjalddagi skólakostnaðar 1. nóv. og 1. febr. Umsóknarfrestur til loka ágústmánaðar. Sigpún F. Blöndal. Grasið grær — bráðum líður að slætíi — Aria 1904 var 1 tynte slnn þaklagt 1 Dan- tnörkti to ICOPAL. Becta og ódýrasta efni i þök. Tfu ára ábyrgO á þðkunozn. Þurfa ekkert viShald þann tlma. Létt. ------Þétt. -------- mttt. Betra en b&rujárn og málmar. Endlst eina vel og eklfVþðk. Fmt alataðar á íalandi. Jens Villadsens Fabriker Kalvebodbrygge 2. Köbenhavn V. Biðjið um verðekrá vora og aýniahom. Fæst allsstaðar. Reykjavík Sími 1249. Símnefni Sláturfélag. Niðursuðuvepksmiðja. Bjúgnagerð. Reykhús. Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásöln: Niður- soðið kjöt og fiskmeti fjölbreytt úrval. Bjúgu og aliskonar áskurð á brauð mest og best úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkent fyrir gæði. Fros- ið kjötíð allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fylstu nútímakröfum. Ostar og smjör frá Mjólkrubúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um alt land. Notid eíngöngu1 stálljáina frá BRUSLETTO - Eylandsljái Handslegnir. — Hertir í viðarkolum. Bíta bezt. — Endast lengst. Kaupum eins og að undanförnu fallega tófuyrðlinga, Verð hjá okkur s. 1. vor var langhæst á öllu landinu, Leitið tilboða hjá okkur áður en þið seljið öðrum, HergilseyiaP'bændur, Breiðafirði. Ritstjóri: Glsli Guðmurtdsson. Prentsmiöjan Acta. Alil með Islenskum skipuni! „Mikiis þykir þeim við þurfaU Framh. af 1. iICu. láta þessa „sögu“ héraðs míns fara hjá athugasemdalaust, af því mér fannst hún gefa ranga mynd af svo mörgu, — bæði með þögn og frásögn. Hafi rök ritdómsins ekki ver- ið rétt, væri ánægjulegt að að- standendum „sögunnar" tækist að hnekkja þeim að einhverju leyti með næsta bindi, fyrst þeim tekst það ekki í öllum þessum blaðaskrifum sínum. Því rétt mynd af heilu héraði og íbúum þess, starfi þeirra og stríði í nærri heila öld, er rneira virði, en þó að þessum greinariturum tækist að búa til augnabliks „Spegil“-mynd af einum einstakling þessa héi'- aðs. V. G. iaga 11 þús. En í nánd við þennan vin Péturs og Jóns er Framsóknarbóndi. Hans lán ev 2500. Veð hans 105 kr. meira en lánið. Eftirgjöfin 34%. Ekk- ert skilið eftir óveðsett. Nú víkur sögunni til Gísla Sveinssonar í Vík. Hann á sér dyggan stuðningsmann, sem fær gefið eftir 64%. Lán hans er 8000. Veð hans 8515 kr. En óveðbundin eign hans er urn 10 þús. kr. En til að gera myndina fjöl- breyttari, þá ei' þar á næstu grösum efnalítill Framsóknar- rnaður. Lán hans er 1200 kr. Veðið 1100, og allt tekið sem til var. En eftirgjöfin er hér 38%. Gullbringu- og Kjósarsýsla hefir algerða sérstöðu í Kreppusjóði. Þar voru skuldir bænda stórfelldastar og hjálpin að sama skapi stórmannleg. Ef teknir eru 10 bændur með númer frá rúmlega 80 og upp í tæp 2700, þá fá þeir jarðir sínar hækkaðar með mati fyrir Kreppusjóð, svo að stundum nemur tugum þúsunda á hvert hýli. Venjulega er þessum lán- takendum sleppt með lausafé sitt allt eða mestallt algerl«ga óveðbundið. Einn var sá mannflokkur, sem Jón og Pétur unnu um- fram aðra menn og það voru sprengiframbjóðendur varaliðs- ins. Einn hinn köpurlegasti í þeirra hóp fékk 16 þús, að láni í Kreppusjóði. Hann gat borg- að lánardrottnum sínum 18%. A þessum manni gerðu Jón og Pétur það kraftaverk að taka áfallna vexti af fasteignaláni i almennar skuldir. Á þennan hátt tókst að rétta manninum 1500 kr. að gjöf frá Búnaðar- bankanum á þessum eina lið. Næsti frambjóðandi er nr. 1915. Lán hans- er 9630 kr. Þessunl manni eru gefnar frá almenningi 5000 kr. í einu. Þriðji frambjóðandi fær að láni tæp 26 þús. og hefir lítið eitt meira að veði. Lánar- drottnar eru látnir gefa þess- um manni, 59%. Fjórði frambjóðandi fær að láni 13250. Með þessu greiðir hann veðskuldir sínar það sem það nær, því að kröfuhaíar fengu ekki nema 10%. Ol'an á öll önnur ljót og leið- anleg einkenni þesarar lána- starfsemi er áníðslan á þeim, sem er minni máttar. Af hin- um fáu dæmum, sem tilfærð eru hér að framan, sést glögg- lega hve kuldalega er vikið að minni bændum. Eftir eru stór- bændurnir vinir Kreppusjóðs, og þeirra vegur er gerður því meiri sem þeir skulda meira. Fyrir slíka menn er gert hið fræga yfirmat í Mosfells- sveit, sem nokkur dæmi hafa verið tilfærð um Ég hefi nú nefnt nokkur at- riði úr sögu kreppunnar og um framkvæmd hennar. Sú saga er ekki falleg. Hún ei’ um sam- starf pólitískra spekúlanta, sem hafa leikið sér með trún- fðarstörf sín, fé ríkissjóðs og fjárhag bænda. Hugmyndiif að Kreppuhjálpinni er frá þessu blaði, en menn í Framsóknar- flokknum, sem voru ráðnir í að svíkja stefnu sína, flokk og | málstað, gerðu launbandalag við íhaldið um að taka málið allt í sínar hendur, bola Fram- sóknarmönnum frá áhrifum á löggjöfina, framkvæmd lag- anna, og láta þá eins oft og unnt var, finna að það voru andstæðingar þeirra, sem hefðu öll völd í málinu. Þegar ég hitti Tr. Þ. í síð- asta sinn, sagði ég honum frá nokkrum af þeim athugunum, ’ sem hér er sagt frá, og þá ( höfðu verið gerðar, en bætti ( við, að mér þætti það ánægju- legt, að svo virtist sem hann j væri hvergi riðinn við hinar i-anglátu lánveitingar. Síðari og’ meiri athuganir hafa leitt í ljós, að Tr. Þ. fór allt öðruvísi að í Strandasýslu heldur en fé- lagar hans í kjördæmum, þar sem þeir buðu sig fram. Rangs- leitni Péturs er langmest áber- andi. Þá kemur Jón í Stóradal. Ef um yfirsjónir er að ræða hjá Tr. Þ., þá er það helst al- menn mildi og góðgirni, sem nær til allra. Þessvegna eru þeiv Pétur og Jón mennimir, sem bera ábyrgðina á hinum stórkostlegu ágöllum á fram- kvæmd laganna. Hin mörgu einstöku dæmi um rangsleitni þeirra félaga tala sínu máli, og eru kunn í hverju héraði, og verða enn kunnari eftir að þessi grein hefir verið birt. Framkoma Jóns, Péturs og Þorsteins Briem við lagasetninguna og framkvæmd hennar setti þeg- ar frá byrjun blæ auðvirðileik- ans á allt málið. Þeir Þorsteinn og Jón gera Tr. Þ. ómerkan orða sinna, er hann biður Ing- ólf Bjarnarson að fara í Kreppunefndina. í stað þess bola þeir Jóni inn með Pétri í fullkominni óþökk mikils meiri- hJuta þingflokksins. Þeir félag- ar vildu ekki Ingólf Bjamarson í kreppustjórnina, af því að þeir vissu að hann myndi verða ósveigjanlega réttlátur í á- kvörðunum sínum. Þeir félag- ar þrír Þorsteinn, Pétur og Jón bola Landsbankanum og Sam- bandinu frá öllum áhrifum á stjórn sjóðsins, af því að þeir vildu ekki að þessar sterku stofnanir, sem bezt hafa dugað bændum landsins á erfiðum tím- um gætu nú enn einu sinni veitt bændum hjálparhönd í þeirra mestu neyð. Þeir bjuggu lögin ennfremur þannig út, að gera kreppubréfin að almenn- um gjaldmiðli, á þann hátt að ríkir spekúlantar kaupa nú kreppubréf af fátækum bænd- um með miklum afföllum og borga, með þessum kreppubréf- um skuldir, sem óheiðarlegt er að borga á þann hátt, af því að til þeirra hafði ekki verið stofnað í sambandi við land- búnað. Þeir Jón og Pétur höfðu af vanþekkingu sinni haldlð að Kreppusjóður þyrfti enga handbæra peninga, svo að heit- ið gæti. Af þeim ástæðum létu þeir fella tillögu Framsóknax-- manna um reiðu peninga handa sjóðnum. En er til kom þurftu þeir mikla peninga og notuðu þá óspart fyrst handa hinu marga og kaupdýra fólki við Kreppusjóð, og brúkuðu auk þess meira en þeir þurftu, handa sérstökum ágætismönn- um er þeir þekktu, eins og tilfærð dæmi sýna. En þeg- ar það fé var búið, sem þeir höfðu handa milli, gengu þeir hart að sjóðum Búnaðarbank- ans og höfðu snemma í sumar sem leið sett fast nálega allt handbært fjármagn bankans í 40 ára lán. í vesöld sinni litu þeir Jón og Pétur vonaraugum til Landsbankans um lán í reiðu peningum til að geta inn- leyst. sín óafsakanlegu ián í Búnaðarbankanum. En þeir vissu hvernig þeir höfðu komið fram, og þorðu ekki að fara >' fjárbón til Landsbankans. Varð því niðurstaðan sú að Búnaðar- bankinn hafði fest allt of mik- ið af veltufé sínu á þannan hátt. Auk þess festu bæði Búnað- arbankinn, Landsbankinn og fjöldi sparisjóða samtals svo miljónum króna skipti í Kreppubréfum. Þetta fé er frosið inni og getur ekki hjálp- að atvinnulífinu um mörg ár fram í tímann. Á þennan hátt hafa Jón og Pétur beinlínis skapað kreppu í sveitunum, sem er ærið tilfinnanleg. „Varaliðið“ ætlaði að koma Framsóknarflokknum á kné með valdi sínu yfir Kreppu- sjóði. Það ætlaði með valdinu yfir þessum lánveitingum að beygja hina starfsömu bænda- stétt undir ok spekúlantanna. Þetta tókst ekki. Framsóknar- flokkurinn kom sterkari en nokkru sinni fyr út úr eldraun- inni og hefir sýnt þann mátt í djörfum, þjóðnýtum fram- kvæmdum. Varaliðið hefiv reynt að láta Kreppusjóð verða fjötur um fót bændastéttar- innar í landinu. Hann verð- ur það vafalaust að sumu leyti, eins og til hans er stofnað. En vegna þess, að Jón og Pétur eru hættir að hafa nokkur veruleg áhrif á meðferð þess- ara mála, en aðrir betri menn halda þar í stjórnartaumana, og sakir þess, að Framsóknar- flokknum hefir tekizt að stór- bæta afurðaverðið á fram- leiðsluvörum bænda þá er mesta hættan liðin hjá um skaðvæn- leg áhrif þeirra myrkraverka, sem Jón og Pétur höfðu í frammi um tveggja ára skeið. En þó að svo tækist til, þá er það ekki dyggð þeirra manna, sem hafa komið fram á þann hátt sem hér er lýst. Þeirra verk bera með sér sinn c-igin dóm. En bændastéttin á fjör sitt að þakka sínum eig- in þrótti, skipulagi sínu í sam- vinnumálefnum, og þeirri landsmálasamheldni; sem Fi-am- sóknarflokkurinn hefir skapað. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.