Tíminn - 04.06.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.06.1936, Blaðsíða 1
•fl bm^eltnta d £ansaosg 10. 6lal 2353 — Póat&ll 961 ©Jaíbbagi h latia i n 9 e t I. fðtti Átsaafiutíun toatax 7 £t* XX. árg. Reykjavík, 4. júní 1936. Ellitryggingin Af hálfu íhaldsmanna kvað nú sumstaðar vera uppi haldið undirróðri gegn Framsóknar- flokknum út af hinum nýju lögum um ellitryggingar og þá einkum í sambandi við gjald það, er menn eiga að greiða til tryggingarinnar. Þetta er mjög einkennilegt, þegai' athuguð er afstaða íhaldsmanna til tryggingarlag- anna á Alþingi. Fulltrúar þeii'ra í allsherjarnefnd neðri deildar (en sú nefnd hafði mál- ið til meðferðar) voru Garðar Þorsteinsson og Thor Thoi’s. Þeir skiluðu sérstöku nefndar- áliti á þsk. 688 í A-deild þing- tíðindanna, þar segja þeir svo um ellitrygginguna: „Hinsvegar viljum við, að elli- og örorkutryggingarnar komi þegar til framkvæmda*), svo að Lífeyrissjóður Islands geti sem fyrst tekið til starfa. Við teljum, að það hafi stór- vægilega þýðingu fyrir þjóð- ina*) að koma sér sameigin- lega upp jafnöflugum sjóði og Lífeyrissjóði Islands er ætlað að verða, er fram líða stundir. Gæti þetta fjármagn hrundið af stað eða veitt stuðning mörgu nytjafyrirtæki og nauð- synjamáli". Fulltrúar íhaldsmanna í nefndinni gerðu enga tillögu um, að lækka iðgjöld til trygg- ingarinnar frá því sem nú er. En tveir Framsóknarmenn, Tiergur Jónsson og Gísli Guð- mundsson báru fram fyrir hönd flokksins tillögu um að gjaldið skyldi í sveitum og smáþorpum lækka úr 6 kr. (sem var í frv.) niður í 5 kr. og var sú breyting samþykkt. Ihaldsmenn standa því illa að vígi til þess að ámæla öðrum fyrir að hafa hækkað gjöld sveitafólks til ellitryggingar- innar, því að ef að þeir hefðu ráðið, hefði það verið hærra en nú. Þar að auki barðist einn maður úr miðstjórn flokksins, Jakob Möller, mjög fyrir því að sem mestur munur yrði gerð- ur á útborgun til gamalmenn- anna í kaupstöðum og sveit- um. Og það var eingöngu verk Framsóknarflokksins, að sá ó- réttláti og óeðlilegi munur, sem gert var ráð fyrir í frv. — kaupstöðunum og einkum Reykjavík í vil var felldur úr lögunum. En útborganimar áttu að vera eftir frv. 1125 kr. til hjóna í Reykjavík, 750 í öðrum kaupstöðum og 450 kr. í kauptúnum og sveitum. Eins og áður er tekið fram er persónuiðgjald til ellitrygg- ingarinnar í sveitum 5 kr.*’'‘) é mann. Samkvæmt gömlu lög- unum um ellistyrk var elli- styrksgjald 3 kr. fyrir karl- mann og kr. 1,50 fyrir konur. Og það gjald fellur nú niður. Hinsvegar lagði ríkið áður að- eins 75 þús. kr. á ári til elli- styrks, en nú 150 þús. kr. eftir hinum nýju lögum. Enda á Frh. á 4. slðu. ’) Auðkennt hér. **) Aulc þess 1% af skattskyld- um tekjum hjé þeim, sem skatt- skyldar tekjur hafa. 17. gr. jarðræktarlaganna íhaldið vill ilytja jarðræktarstyrkinn burt úr sveitunum. Eins og að líkum lætur, er margt rætt og ritað um jarð- ræktarlögin nýju, sem síðasta Alþingi samþykkti. Enda mun teynslan sýna það og sanna, að þau í þessari nýju mynd munu reynast betri og full- komnari, en þau gömlu voru. Ihaldsmálgögnin hafa forð- azt að skrifa nokkurt oi*ð af viti um þessa nýju löggjöf. Þar hafa eingöngu rangfærslur og útúrsnúningar verið á borð bomir. Eitt af því, sem þau gera sér tíðræddast um, eru á- kvæði 17. gr. laganna, þar sem eigendum jarða er bannað að selja eða veðsetja þann styrk, sem jörðin hlýtur eftir að hin nýju lög ganga í gildi. íhalds- blöðin þykjast vera að fræða bændur um það, að nú sé ekki framar um styrk að ræða, held- ur eingöngu lán. Bændur fái ekki styrkinn til eignar, og að lokum, að með þessu sé ríkið að seilast til að ná eignaryfir- ráðum á öllum jörðum í land- inu. Ýmist er hér um herfi- legar rangfærslur að i’æða, eða bein ósannindi. Ákvæði 17. gr. miða að því einu, að jarðræktarstyrkurinn verði ekki seldur strax við fyrstu sölu eða erfingjaskipti. Þetta er gert til þess að spoma við þvi að jarðir hækki í verði úr hófi fram. Of hátt jarða- verð veldur þeim stórtjóni, sem jarðirnar nytja. Þeir einir hafa gott af því, sem hugsa um það eitt að selja jörð sína við fyrsta tækifæri fyrir okurverð. Þess vegna er hin mesta nauð- syn að hindra, eftir því sem hægt er, að jarðir hækki of mikið í verði. Meginorsök land- búnaðarkreppunnar er of hátt verð fasteigna þeirra, sem standa undir framleiðslunni. Styrkur til jarðræktar er veittur vegna þess, að það er nlmennt viðurkennt, að búnað- urinn getur ekki ávaxtað allt það fé, sem til þess þarf að reisa frá grunni býli, er reka megi á nútímabúskap. Vegna þessara staðreynda, verður að láta nokkra fjárhæð í hvert býli, sem ekki verða greiddir vextir af. Þetta má eins orða þannig, að ríkið leggi hverju býli til dálítinn túnblett, girð- ingu um hann, ásamt áburðar- geymslu og heyhlöðu. Þetta sjónarmið hafa flestar eða all- ar menningarþjóðir viðurkennt með því að veita styrk til stofnunar nýbýla. Áður en jarðræktarlögin gengu í gildi 1923, voru flest býli svo lítið ræktuð, að sjálfsagt var að byrja á því, að veita styrk til hinna byggðu býla. Jarðrækt- arlögin skópu merkileg tíma- mót, því að þá viðurkenndi löggjafarþing vort, að nauðsyn bæri til að veita styrk til rækt- unar á býlum landsins. En löggjafamir voru að sumu leyti misvitrir þá, eins og ol't vill verða. Eins og jarð- ræktarlögin hafa verið, hefir jarðiæktarstyrkurinn gengið stni persónuleg’ eign til þess manns, sem jörðina átti, þegar styrkur var veittur. Þegar jörðin var seld, eða ef erf- ingjaskipti urðu, var styrkur- inn seldur með jörðinni. Næsti kaupandi varð að kaupa hann fullu verði, eins og búfé og annað til búrekstrar. Þá er þetta ekki neinn styrkur leng- ur. Hinn nýi eigandi er bú- inn að kaupa hann fullu verði og verður framvegis að greiða vexti af honum eins og öðru lánsfé. En sá, sem jörðina seldi, gat svo hæglega flutt jarðræktar- styrkinn í kaupstað og byggt þar hús fyrir hann eða lagt hann þar í eitthvert atvinnu- fyrirtæki. Talsverður hluti jarðræktarstyrksins er nú eftir aðeins 12 ára framkvæmd jarð- ræktarlaganna, fluttur á þenn- an hátt úr sveitum til kaup- staða. Það er vel skiljanlegt, að forráðamenn íhaldsflokksins séu ánægðir með þennan flutning jarðræktarstyrksins úr sveitum til kaupstaða, en allir bændur hljóta að skilja, að þeirra hagsmunir, sem stéttar, krefjast þess, að sett verði sem fyrst undir þennan leka. Að undanförnu hafa jarðir hér á landi skipt oft um eig7 endur.Um leið og eigendaskifti verða, er jarðræktarstyrkurinn undantekningarlítið „kapitali- seraður“ og hinn nýi eigandi eða ábúandi verður að greiða fulla vexti af honum, eins og hverju öðru lánsfé. Bændur hafa því verið alger- lega í’éttlausir í þessum efnum. Löggjafamir 1923 gleymdu að tryggja það, að styrkurinn kæmi fleirum að notum, en þeim einstaklingum einum, sem áttu jarðimar, þegar hann var greiddur. Það er þetta hróplega rang- læti, að einungis ein kynslóð eigi að njóta hins vaxtalausa höfuðstóls, sem lagfæra á með ákvæðum 17. greinar. 1 stað þess, að styrkurinn var áður gjöf til þeirra manna, sem jarðirnar áttu, þegar verkið var framkvæmt, þá á hann nú að ganga til býlisins, vera þar sem vaxtalaust framlag ríkis- ins, sem hver ábúandi fær að nota, en verður að skila í hend- ur þess næsta. Með þessu er tryggt, að jarðræktarstyrkur- inn geti innt það höfuðhlut- verk sitt af hendi, að létta líísbaráttu allra þeirra, er býl- in byggja í framtíðinni. Að ríkisvaldið sé með ákvæð- um 17. gr. að seilast til eign- aryfirráða á jörðum bænda, er hrein og bein fjarstæða, sem engum mönnum með heil- brigðri skynsemi getur dottið í hug að halda fram í alvöru. Einmitt með því að hindra það, að jarðræktarstyrkurinn hækki jarðirnar í verði og takmarka um leið, hversu mikið má veð- Frh. á 4. síðu. 23. blað. A víðavangi Jarðræktarlögin nýju. Landbúnaðarráðh. Hermann Jónasson, hefir nú látið sér- prenta í bókarformi nýju jarð- ræktarlögin, frumvarpið eins og það var lagt fram í þing- inu, ásamt greinargerð, breyt- ingar sem á því voru gerðar og stuttum eftirmála, þar sem ráðherrann rekur í fáum dráttum meðferð málsins og lielztu nýmæli. Hefir rit þetta nú verið sent öllum bændum landsins. Eiga bændur þannig kost á að kynna sér sjálfir til fullrar hlítar öll atriði þessa þýðingarmikla máls, og þurfa þar ekki að fara eftir sögu- sögnum annara. — Eftirtekt- arvert er það, að ísafold og dindill hennar, eru nú í bili a’veg þögnuð um hámarkið og 20% uppbótina í jarðræktar- lögunum, en eru nú með alls- konar tunglspeki og rangfærsl- ur út af 17. gr. En það verð- ur þeim líka skammgóður vermir, þegar bændum eru málavextir kunnir. Bræðslusíldarverðið. Stjórn síldarverksmiðja rík- isins hefir verið á fundi í Reykjavík undanfarna daga, m. a. til að gera tillögur um, hvaða verð verksmiðjumar skuli greiða í sumar fyrir bræðslusíld, sem lögð verður inn hjá þeim til vinnslu. Hef- ir verksmiðjustjórnin ekki orðið sammála um þetta atriði. Meirihlutinn, þeir Þorsteinn M. Jónsson og Finnur Jónsson, leggur til að greitt verði kr. 5.30 fyrir mál. En Þórarinn Egilson leggur til að greiddar verði 6 kr. pr. mál. fyrir fyrstu 180 þúsund málin, sem verksmiðjurnar fá, en síðar verði útborgunin lækkuð, ef verð útfluttra síldarafurða fellur. Tillaga þeirra Þorsteins og Finns er rökstudd með mjög ýtarlegri greinargerð, sem þeir hafa sent ríkisstjórninni og birt var í Nýja dagblaðinu í morgun. Sézt á þeirri greinar- gerð, að með kr. 5.30 útborgun er teflt á fremsta hlunn um að reksturinn beri sig, enda er þetta verð kr. 1,28 hærra en í fyrra, og raunar hærra en nokkru sinni áður. Krafa ölafs Thors og hans nóta hefir hins- vegar verið 6 kr. fyrir mál, og er hún ekki á neinu viti byggð, enda hefir Þórarinn Egilson ekki treyst sér til að taka hana fullkomlega til greina. Kaupfélag Héraðsbúa. Aðalfundur Kaupfélags Hér- aðsbúa var haldinn að Ketils- stöðum 25. og 26. maí sl. Félagið skuldar Viðlagasjóði 44 þúsund krónur, en út á við eru engar aðrar skuldir. Inni- stæður í bönkum og hjá S. í. S. eru um 80 þúsund kr. Stofn- sjóður 65 þús. krónur. Sam- eignarsjóðir 180 þúsund kr. Eignamegin eru taldar alls 600 þús. kr. Tekjuafgangur síðasta árs var 40 þús. krónur. í stofn- sjóð verður greitt 3%. Uppbót á ull varð um 50 aurar á kg. Kjötuppbót er óviss. Hjálmar Vilhjálmsson fyrv. bæjarstjóri á Seyðisfirði, nú nýskipaður sýslumaður í Iíangárvallasýslu. Rætt var um að koma upp lítilli kommyllu í Reyðarfirði. Sömuleiðis að stofna litla fóð- urmjölsverksmiðju í Reyðar- firði, ef álitlegt þykir. Ákveð- ið var að styrkja bókasafn á íélagssvæðinu og rafveitu að Hallormsstað. Páll Hermannsson alþingis- maður var endurkosinn í stjórn. Fulltrúar á aðalfund S. I. S. verða Björn Hallsson og Benedikt Blöndal. Fisksalan til Ítalíu. Kunnugt er, að gert er ráð fyrir vöruskiptaverzlun í \ erzlunarsamningi okkar við It- alíu. En fram hafa komið ýms- ir erfiðleikar á því að kaupa vörur frá Ítalíu jafnóðum og fiskurinn er seldur þangað. Hefir raunin orðið sú, að nokk- uð af andvirði fiskjarins hefir ekki greiðst fyr en seint og síðar meir og stendur sjó- mönnum og útvegsmönnum stór bagi af. Af þessum ástæðum var ílutt í síðustu þinglok, af fjár- hagsnefndum beggja deilda og samþykkt í sameinuðu þingi, svohljóðandi tillaga: „Sameinað Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að ábyrgjast allt að 85% af upp- hæð þeirri, sem útflytjendur fiskjar til Ítalíu eiga á hverj- um tíma inn á „clearing“-reikn- ing Landsbanka íslands í „In- stituto Nazionale per i Cambi con l’Estero“ Roma.“ Ríkisstjórnin hefir nú undir- ritað ábyrgð samkv. heimild þessari og skuldbindur sig til að ábyrgjast 85% af innstæðu íslenzkra fiskimanna á ítalíu. Á þennan hátt er það tryggt, að sjómenn og smáútvegs- menn fái nú útborgað fyrir þann fisk, sem þeir hafa selt til Ítalíu, en ekki fengið greiddan hingað til. Utanför bænda. Eins og áður hefir verið skýrt frá, heldur Norræna fé- lagið bændanámskeið í land- búnaðarháskólanum í Ultuna, sem er skammt frá Uppsölum, dagana 8.—16. júní. Þátttakendur í þessu nám- skeiði verða frá öllum Norður- löndunum og munu alls verða milli 50—60. Auk fyrirlestra, sem verða haldnir af ýmsum þekktustu búvísindamönnum Svía, verður farið í nokkur ÍVamh. á 4. síðe. Uian úr heimi Hinn kunni brezki stjórn- málamaður, Winston Churchill, hefir haldið því fram í blaða- v'ðtali, að eini árangurinn af hinum alþjóðlegu flotasamn- ingum sé sá, að hinar tvær friðsömu þjóðir, Englendingar og Bandaríkjamenn, neyði hvor aðra til þess að byggja herskip af óhentugum stærð- um, meðan Japan og Þýzka- land, sem standa utan við , flotasamningana, hafi óbundn- I ar hendur. | Það hefir valdið óróa í Eng- landi að brezka stjórnin hefir tilkynnt, að samkvæmt Lund- úna-samþykktinni eigi á þessu ári að rífa fimm beitiskip af C-flokki og eitt beitiskip af „Hawkins“-gerð eigi að af- vopna að nokkru leyti og á það eigi að setja 15 cm. fall- byssur í stað 18.75 cm. fall- byssna, sem í því eru nú. Áð- ur hefir stjórnin sagt að 70 beitiskip minnst þurfi til 'þess að vernda matvælaflutninga til Englands, en Bretar eiga nú ekki nema 50 og í stað þess að fjölga þeim upp í 70, fækka þau á þennan hátt niður í 44. Skattgreiðendur eru látnir greiða fé til byggingar nýrra herskipa, samtímis og full not- hæf herskip eru rifin og þann- ig er hvorutveggja í senn her- væðst og afvopnað. Churchill telur, að þar sem Japan hafi sagt upp flota- samningunum, en gott sam- komulag' sé ríkjandi milli Eng- lands og Bandaríkjanna um flotamál, hefði verið full á- stæða til þess nú við síðustu flotaumræður, að taka upp í samningana ákvæði viðvíkjandi ófyrirséðum herskipasmíðum þeirra þjóða, sem standa utan við samningana. Þjóðverjar eru nú farnir að byggja kafbáta í sundurlaus- um hlutum, sem síðan er hægt að setja saman á mjög stutt- um tíma. I heimsstyrjöldinni náði kafbátabygging Þjóðverja það miklum hraða, að þeir gátu að jafnaði haft nýjan kafbát tilbú.inn fimmtahvern dag, og er engin ástæða að ef- ast um að slíkum hraða eða meiri sé eða verði aftur náð á þýzkum skipasmíðastöðvum í náinni framtíð. Churchill segir, a ð þessu verði ef til vill svarað á þá leið, að hvorki sé hægt með eða án samninga að hindra Þjóðverja í að gera það, sem þeim gott þykir, en hann held- ur því fram, að alltaf hefði þó verið hægt að nota brot Þjóðverja á friðar- og flota- sanmingum til þess að sam- eina þær þjóðir, sem nú óttast sívaxandi vígbúnað Þjóðverja, til sameiginlegra aðgerða. Hann leggur áherzlu á að Englandi og Bandaríkjunum stafi engin hætta hvoru af cðru, heldur þvert á móti og að þær þjóðir ættu með tilliti til ástandsins í heiminum, að hafa ákvæði uni lágmarksvíg- búnað á sjó, í stað hámarks- vígbúnaðar eins og samning- arnir gera ráð fyrir nú.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.