Tíminn - 04.06.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.06.1936, Blaðsíða 3
TIMINM Þjóðnýtíngarskraf Ólafs Thors í mjög ýtarlegri grein hér í , í þessu sambandi segir ó. blaðinu í dag er vakin at- hygli á því, að íhaldsflokkur- inn sé nú, undir forystu Ól- afs Thors, orðinn algerlega stefnulaus og ábyrgðarlaus í landsmálum. í Mbl. hefir ólafur sjálfur tekið sér fyrir hendur að sanna að þessi ummæli Tímans við- víkjandi honum og flokki hans séu nákvæmlega rétt. Mbl.-grein ólafs er um síld- arverksmiðjur ríkisins og út- borgun hrásíldarverðs til út- gerðarmanna í sumar. Ólafur heimtar nú, að út- borgunarverðið verði stórkost- lega hækkað frá því, sem var i fyrra. Þó játar hann sjálfur eftirfarandi staðreyndir: 1. Að ekki sé búið að selja nema lítinn hluta af afurðum verksmiðjanna fyrirfram. 2. Að verðið á því síldar- mjöli, sem búið er að selja, sé lægra en í fyrra. 3. Að verðið á síldarolíu hafi að vísu hækkað um tíma en sé nú fallandi. Nú er það svo, að með því útborgunarverði, sem ákveðið var í fyrra, vai’ð tap á verk- smiðjunum. Ólafur vill ekkert tillit taka til þess. Hann vill þar á ofan ganga út frá því sem gefnu, að síldarafli verði nú meiri en í fyrra, og síldin feitari en vant er! Loks viil hann slá því algerlega föstu, að verðið á síldarmjöli, sem enn er óselt, haldist óbreytt og að olían geti eltki lækkað um meira en 65 aura pr. mál! Ekki verður það nú beinlínis séð af þessum bollaleggingum ó. Th., að hér sé „ráðkænn“ eða gætinn maður á ferðum. Verksmiðjurnar eiga eftir hans kokkabók að borga út strax það hæsta verð, sem hugsan- legt væri að fá, áður en búið er að selja — og ganga út fi’á því, að aflinn verði góður. En svo bætir þessi „ráðkæni“ mað- ur því við, að verksmiðjurnar megi ekki reikna varasjóðs- gjald frá útborgunai’verðinu, ekki fymingargjald, og helzt hvorki vexti né afborganir af lánunum, sem á verksmiðjun- um hvíla. Th. þessi eftirtektarverðu orð: „Ríkið lfcggur landsinönnum afnot vega, brúa, skóla o. fl. o. fl. Allt kostar það miljónir — miljóna tugi. Þessi afnot eru ókeypis. Hversvegna mega ekki sjómenn og útvegsmenn fá eins árs ókeypis afnot af síld- arverksmiðjunum, nú þegar fá- tæktin er alla að drepa?“ Hingað til hefir íhaldsflokk- urinn talið sig höfuðvemdara i einkarekstursins og erkifjanda alls opinbers reksturs. En nú finnst formanni flokksins stærsta atvinnufyrir- tæki landsins vera alveg hlið- stætt „vegum, brúm, skólum“ o. s. frv., sem eru hrein opin- ber fyrirtæki, þjóðnýting á hæsta stigi, þar sem ríkið Iegg- ur fram fjármuni til almenn- ingsnota og fær enga beina greiðslu í staðinn.*) Samkvæmt þessari kenningu Ó. Th. á ríkið að borga sjálft vexti og afborganir af síldar- verksmiðjunum, og hækka skatta á almenningi, sem því svarar. Því þá ekki að láta ríkið eiga allan skipa- og bátaflot- ann og lána hann endurgjalds- laust og taka vexti og afborg- anir af verðinu með almennum sköttum á þjóðina? Því þá ekki að láta ríkið eiga allar byggingar og bústofn landbúnaðarins, lána það bænd- unum endurgjaldslaust og leggja almenna skatta á þjóð- ina til að standa straum af öllu saman ? Þetta er nýtt lag á þjóðar- búskapnum, sem kannske mætti taka til athugunar. En þetta er ekki stefna Jóns heitins Þor- lákssonar í atvinnumálum. Svo mikið er víst. Og í raun og veru er þetta ekki stefna, held- ur stefnuleysi. Það er bama- legt þvaður ábyrgðarsnauðs manns. Það er óráðshjal eyðslu- klónna í Kveldúlfi, sem einu sinni þóttust vera „aflaklær", en tvo síðustu vetrarmánuðina *) í þessari grein talar Ó. Th. m. a. um „arðrán“ eins og kom- múnistar. Svo „rauður" er hann orðinn! mennings. Og íhaldið er huglaust og kjarklaust af því að trúna skortir á þau málefni, sem það berst fyrir. Það er sannfæring- in um gott málefni, sem veitir mestan kjark. En sektarmeð- vitund um eigingjarnan mál- stað og óheiðarleg verk, getur drepið jafnvel frekju hinna óskammfeilnustu manna. Vill þjóðin láta stefnulausa, ábyrgðarlausa og kjarklausa spekúlantaklíku stjórna málum sínum? Þeir menn, sem enn veita íorsprökkum íhaldsins fylgi verða að gera sér þetta og fleira ljóst, áður en þeir halda þeirri fylgd áfram. Halda þeir að þjóðinni muni vel farnast í höndum manna, sem ekki hafa sýnt neina stefnu, byggða á trú og sann- færingu, í höfuðmálum þjóðar- innar, en hafa í eiginhagsmuna- vímu reikað eins og blindingj- ar milli fjarskyldustu and- stæðna? Gera þeir sér vonir um far- sæla stjórn þeirra manna, sem draga sig á hlé og vilja ekki veita lið sitt til hjálpar, þegar mestu vandamálin steðja að þjóðinni? Trúa þeir á örugga forystu þeirra manna, sem ekki þora nú að standa reikningsskap ráðsmennsku sinnar? Telja þeir að þjóðinni muni vel borgið í höndum spekúlant- anna, sem svífast þess ekki að stöðva atvinnutæki sín til að auka atvinnuleysið og skapa landstjórninni aukna erfið- leika? Finnst þeim það líklegt, að menn sem eru reyndir að hin- um fyllsta bleyðuskap og kjarkleysi í stjórnmálabarátt- unni og reynt hafa að tefja allar umbætur með úrtölum og fjandskap, munu gerast at- hafnasamir brautryðjendur nýrra og merkilegra framfara, sem gera kröfur um karl- mennsku og þrautseigju? Nei, vissulega ekki. Ihalds- foringjarnir hafa í framkomu sinni sýnt þau einkenni, sem munu fljótlega leiða þá til póli- tískrar hvíldar. Þeir hafa inn- siglað sinn pólitíska dauðadóm með því að vera stefnulausir, ábyrgðarlausir, lcjarklausir og eiginhagsmunasjúkir vand- ræðamenn. Reykjavík. 9. Hljóðfæragerð (orgel) Gissurar Elíassonar, Rvík. 10. Skíðasmíði trésmiðjunn- ar Fjölnis, Reykjavík. 11 Miðstöðvarofnagerð Guð- mundar Breiðfjörð, Rvík. 12. öngultaumagerð Guðm. Sveinssonar, Reykjavík. 13. Skógerð Jakobs Kvaran, Akureyri. 14. Sútunarverksmiðja S. I. S., Akureyri. 15. Járntunnugerð Bjama Péturssonar, Reykjavík. 16. Netauppsetningar og börkunarstöð Ásgeirs Péturs- sonar, Akureyri. 17. Síldartunnuverksmiðja Akureyrar. 18. Síldartunnuverksmiðja Siglufjarðar. 19. Vikureinangrunargerð Sveinbjaraar Jónssonar, Akur- eyri. Hér í Reykjavík eru nú í þann veginn að taka til starfa; Flösku- og glasagerð hluta- félagsins „Gler“. Pappírspokagerð Herlufs Clausen. Auk þessa eru raflampa- og skermagerðir, hanzkagei’ðir og efnagerðir, sem upp hafa risið í Reykjavík og víðar í ekjóli innflutningshaftanna. Þá má nefna yfirbygging bifreiða, fóðurblöndun í vélum o. fl. Vélsmíði og járniðnaði hefir stórfleygt fram, stálsmiðjur og dráttarbrautir verið byggðar, svo minna þarf að greiða af vinnulaunum til annara landa fyrir viðhald á íslenzkum skip- um, klæðaverlcsmiðjur hafa verið auknar og endurbættar og báta- og skipasmíð hefir stóraukizt í landinu á allra síðustu árum. Prjónaiðnaður færist mjög í vöxt, o. s. frv. Umsetning íðnaðarins hefir aukizt um niilljónir á síðustu árum. Árið 1935 voru veitt inn- flutnings- og gjaldeyrisleyfi á vélum til iðnaðar fyrir 670 þús. krónur og frá 1. janúar til maímánaðarloka 1936 fyrir ca. 650 þús. krónur. Er hér um að ræða vélar til margskonar iðnaðar, stærstu upphæðirnar eru til sfldar- og fiskimjölsverksmiðja. Vélar í skip, og vélai- til landbúnaðar og heimilisiðnaðar ekki taldar með. Þetta er sú hlið innflutnings- haftanna, sem snýr að aukn- ing hinnar innlendu fram- leiðslu. Ávarp til áhugamanna um ræktunarmál. Með línum þessum vildi ég snúa mér til bænda og annara áhugasamra manna um rækt- unarmál um land allt. Ég hefi undanfarið fengizr nokkuð við þann þátt jarðvegs- rannsókna, sem lýtur að sýru- fari jarðvegsins og áhrifum þess fyrir gróðurinn. Sam- kvæmt erlendri reynslu hefir það allmikla þýðingu fyrir ræktunarhæfni jarðvegsins, hvernig þessum eiginleikum hans er háttað, en hefir allt að þessu verið nær órannsakað hér á landi. I Búnaðarritinu 1935 hefi ég gert nokkra grein fyrir byrj- unarrannsóknum mínum um þetta efni og nú í 4. tbl. Fi’eys þ. á., er skýrt frá þeim áhrif- um, sem komu í ljós við bygg- rækt í mismunandi súrum jarðvegi, samkvæmt tilraunum um það efni síðastliðið sumar. í sumar bæti ég nokkrum plöntutegundum við til sýru- farstilrauna. Einn þáttur í þessu starfi mínu er sá, að reyna að afla mér sem gleggsts yfirlits um 89 hafa verið umsetnar af rukk- urum og rifið hár sitt af tómri vöntun á „ráðkænsku“. Þetta fólk hugsar nú ekki um það lengur að hafa stefnu í lands- málum eða vera í samræmi við fyrri orð sín og athafnir. ö. Th. og hans nótar hugsa um það eitt nú að vekja óánægju í landinu og gera ríkisstjórn- inni til bölvunar. Það er þeirra göfuga hlutverk á þessum erf- iðu tímum! Eíðamótíð í vor Eiðahólmi er gimsteinn Eiða- skólans — gefinn af móður náttúru — umluktur af hinu fagra Eiðavatni, skrýddur beinvöxnum björkum, reyni, víði og barrtrjám, sem Eiða- menn og ungmennafélagar hafa friðað, gróðursett og hlynnt að í hálfa öla. Og í alfriðuðu skóg- arskjólinu, milli trjánna, getur að líta lifandi samfellu, glit- ofna lyngi- og blómjurtum, þar sem blágresið þekur aðal- grunninn. Nú í vor, í júlíbyrjun, þegar blágresið er útsprungið og ilm- andi skógurinn er í fyllstum blóma, koma Eiðamenn og gestir þeirra á vormót sitt í hólma þessum, svo sem auglýst er hér í blaðinu. Margir hafa talið, að úr hólmanum sé fegurst að líta heim að Eiðum — yfir stafa- lygnan eða margbreytilegan vatnsflötinn. Ekki mun síður virðast svo í vor,því nú er yfir nýtt vatn að líta — stærra og fegurra en áður, vegna hækk- unar þess í þágu rafveitunnar nýju, sem gert hefir þennan mikla, síðasta vetur bj artari og hlýrri á Eiðum en nokkur vetur annar hefir verið frá landnámstíð. Eiðamótin fá sterkan, and- legan blæ frá hinum vorfagra Eiðahólma. Frá þeim bregður glöggri sýn yfir samstarf Eiðamanna og félagslíf og þau auka mörgum bjartsýni og þrek fyrir ókomna baráttu- tíma. Við, sem nú dveljum í fjar- lægð, fögnum með þeim, sem verða á Eiðamótinu í vor, og sendum þeim kærar kveðjur. 1. júní 1936. Líftryggingardeild Það er aðeins eiii lenzki lif{ryggingarfélag og það býðuc beiri kjör en nokkuvi annað líf- iryggingafélag siavfandi hév á landi. Líftryggingardeild simiMh \mi y. Eimskip II hæð, herbergi nr. 21 Sími 1700 Reykjavík Sími 1249. Símnefni Sláturfólag. Niðupsuduvepksmiðja. Bjúgnagerð. Beykhús. Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásöln: Niður- soðið kjöt og fiskmeti fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð mest og best úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkent fyrir gæði. Fros- ið kjötíð allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fylstu nútímakröfum. Ostar og smjör frá Mjólkrubúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um alt land. Bezta Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Biðjíð kaupmann yðar um B.B. munntóbakið Fæst allsstaðar. Guðgeir Jóhannsson. sýrufar sem flestra jarðvegs- tegunda og úr sem flestum hlutum landsins. Eftir því, sem það yfirlit fæst fyllra, er bet- ur hægt að gera sér hugmynd um hveraig jarðvegi er háttað í þessu efni hér á landi, að hve miklu leyti hann er hæfi- legur eða í nokkurnveginn sam- ræmi við kröfur okkar aðal- ræktunai’plantna, og að hve miklu leyti honum kann að vera áfátt, svo ástæða sé til að taka tillit til þess í ræktun- araðgerðum. Safnist nægileg gög-n, kemur þá ef til vill i ljós nokkur héraða- eða lands- hlutamunur í þessu efni. Hér er það sem ég þarf að leita til velviljaðra og áhuga- samra manna víðsvegar um land. Sjálfur hefi ég enga að- stöðu til þess að ferðast svo víða um landið, sem þyrfti, til þess að safna sýnishomum. En aðsend sýnishorn geta einnig komið að liði. Ég veit að vísu hversu sveitamenn eru önnum hlaðnir, ekki sízt að sumrinu, en nokkur sýnishorn eru fljót- gripin upp við tækifæri, og vandinn þarf engum að vaxa í augum. Sýnishomin má taka þannig, að stinga niður nálægt 20 cm. djúpt og taka síðan úr holu- barminum jafnt frá botni og upp úr um 30—40 gr. af jarð- vegi, síðan væri bezt að þurka aðalrakann úr sýnishornunum, og má þá setja þau í pappírs- u.mbúðir, hvert fyrir sig, og svo öll í einn böggul. Sýnis- hornin þarf að merkja með glöggum tölum og’ láta.fylgja lista yfir hvar hvert þeirra sé tekið og á hverskonar landi, t. d. þurru eða röku túni, vall- lendismóa, mýri eða holti. Um- sögn um grasgefni og gróður er til bóta. Mér eru kærkomin sýnishorn úr allskonar jörð, úr túnum, mismunandi að raka og sprettu, görðum, mýrum, ár- bakkajörð, grasmóum, lyngmó- um, skóglendi, sandjörð, ísald- armelum og móhelluleir. Hver tekur af því, sem fyrir hendi er á hverjum stað og af mis- munandi jarðvegi. Æskilegast er að fá sýnishornin sem fljót- ast eftir að þau eru tekin, mun því einlægast að senda þau í póstböggli. Fyrir kr. 1,00 í burðargjald, allt að 500 gr. í landpósti, má senda um 10—12 sýnishorn og sömu þyngd fyrir 60 au. í slcipspósti, en allt að 2,5 kg. eða sem svarar fullum 40 sýnishornum fyrir kr. 1,00. — Skipsbögglar áritist til Hvammstanga. Land okkar hefir mjög sér- staka staðhætti og sérstakan jarðveg. Aukin þekking á eðli hans og kröfum, er undirstaða haganlegra ræktunaraðgerða og þeirra höfum við því meiri þörf, sem meira kreppir að á aðrar hliðar. Að undanteknu starfi tilraunastöðvanna, era þetta einu drögin, sem enn eru til í landinu, að kerfisbundnum jarðvegsrannsóknum. Þeir, sem vildu verða við þessum tihnæl- um mínum, mundu með því leggja þessari starfsemi mikils- vert lið, um leið og þeir jafn- framt, á sérstöku sviði, leggja skerf til aukinnar náttúru- fræðilegrar þekkingar á sinni sveit. Ef til vill fýsir einhverja að fá hugmynd um hversu sýrufari er háttað í landi, sem þeir hafa til ræktunar. Notið þá tækifærið. Ég mun senda hverjum einstökum skilagrein um niðurstöður rannsóknanna, ef þess er sérstaklega óskað. Vil svo nota tækifæríð og þakka öllum þeim, sem undan- 'farið hafa greitt fyrír starfi mínu með því að senda mér sýnishorn, og vænti að enn gefi sig fram margir sjálf- boðaliðar því til stuðnings. Lækjamóti 24. maí 1936. Jakob H. Líndal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.