Tíminn - 04.06.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.06.1936, Blaðsíða 4
TlMINN »0 Elliiryggingin Frh. af 1. síOu. dlistyrkurinn nú þeg'ar að geta hækkað til nokkurra muna En honum verður sam- kvæmt lögunum úthlutað af sveitarstjórnum. Almenn ellitrygging á Is- landi hefir nu um langt skeið j verið áhuga- og hugsjónamál margra hinna framsýnustu og ; beztu manna um land allt. Til- gangur tryggingarinnar er sá, að koma á því fyrirkomulagi, að fólk á yngri árum og meðan það á lífsþrótt sinn lítt eða ekki skertan, spari saman fé sér til framfæris, þegar aldur- inn færist yfir og kraftarnir þrjóta. Á þennan hátt er dreg- ið úr byrði hreppsfélaganna við framfærslu gamla fólksins, og mörgum er það áreiðanlega ljúfara að geta þannig á gam- als aldri lifað á samansparað'á sjálfs síns eign. Það skal skýrt fram tekið, að í sveitum eru engin útgjöld vegna annara trygginga en elli- tryggingarinnar, nema þar sem hreppar ákveða sjálfir að stofna sjúkrasamlög. 17.gr. jarðrækiarlaganna Frh. af 1. síðu. setja þær, er verið að tryggja það, að bændur geti haldið jörðunum. Þeir, sem bera svona öfugmæli og rangfærsl- ur á borð fyrir bændur og ætl- ast til þess að þeir trúi þeim, treysta um of á skilningsleysi þeirra. Bændur vita það bezt sjálfir, að eitt stærsta böl þeirra í búskapnum er of hátt jarðaverð. Og hver fæst til að trúa því, að maður sem kaupir jörð, látum okkur segja 8000 kx-ónum ódýrari, vegna þess að bannað er að selja jarðræktar- styrkinn með jörðinni, eigi irekar á hættu að þurfa að af- henda bönkunum eða ríkinu jorðina, en sá, sem hefði orðið að kaupa styrkinn með jörð- inni fyrir 3000 krónur. Eftir að styrkurinn hefir \erið veittur býlinu, er hann ævarandi eign þess, en ekki ríkisins. Ríkið hefir engan ráð- stöfunarrétt yfir honum nema þann einn, að sjá um að hann verði ekki af býlinu tekinn og fluttur burtu. I nýbýlalögunuin nýju, eru alveg hliðstæð á- kvæði að því er snertir styrk til nýbýla. Allir þingflokkar voru sammála um, að þau á- kvæði væru sjálfsögð. Og því ætti þá að svifta eldri býlin þessari sömu vernd gegn því að styrkurinn verði frá þeim tekinn og fluttur burt? I sambandi við 17. gr. hefir af hálfu íhaldsmanna verið reynt að smeygja inn enn ein- um misskilningi. Sá misskiln- ingur verður bezt skýrður með því að taka dæmi. Setjum svo, að jörð sé búin að fá 5000 kr. styrk alls, þ. e. hámark. Setj- um svo ennfremur, að jörðin hafi af einhverjum ástæðum fallið svo í verði, að hún sé í heild, ásamt umbótunum, ekki nema 5000 kr. virði. Þegar svo stendur á, er bóndinn búinn að tapa öllu sem hann átti í jörð- inni, segja smalar íhaldsins, og getur ekkert fengið fyrir hana. En þetta er algerlega rangt. Þegar svo stendur á, á að meta það, hve mikill hluti styrksins sé af verði jarðarinnar, þann- ig, að verðfallið komi hlut- fallslega niður á styrknum. Setjum svo t. d., að verðmæti styrksins teldist á þessum tíma vera Vs af verðmæti jarðarinnar, Þá getur bóndinn selt jörðina fyrir 4000 kr. Styrkurinn, sem ríkið lagði í býlið, hefir rýrnað að verð- Vill Ólafnr Thors eyöi- leggja síldarvertidina? DánarmSnning Ólafur Einarsson bóndi í Stekkadal. Ólafur í Stekkadal, en svo var hann jafnan nefndur, lézi á Sjúkarhúsinu á Patreksfirði þann 27. maí sl. Með Ólafi Einarssyni er einn af merkári mönnum íslenzkrar bændastéttar hniginn í valinn. Hann var sístarfandi, bj ai't- sýnn og ótrauður forustumað- ur bændanna í sínu héraði, enda naut hann óskipts trausts þeirra. Ólafur hafði um nokkurra ára skeið verið ti'únaðarmaður Jíúnaðarfélag íslands í Vestur- Barðastrandarsýslu. Gegndi hann því starfi með árvekni og prýði, svo sem öðrum trúnaðar- störfum, er honum voru falin. Ólafur var maður greindur og gætinn lét lítið til sín taka opinber mál, en var mjög frjálslyndur í skoðunum. Hann lætur eftir sig konu og mörg börn. Er þess að vænta að sveitungar Ólafs heitins, sýni nú ekkju hans og börnum verð- skuldaða aðstoð og hlýtt hug- arþel, þegar hann fellur svo óvænt í valinn. Annað væri líka Rauðsendingum ósamboð- ið. Guðm. Vgfússon. A víðavangi Frh. af 1. síðu. xerðalög til að skoða helztu bú- garða og tilraunabú þar í nánd. Héðan verða 6 þátttakendur. Björn Konráðsson ráðsmaður á Vífilsstöðum, Kristján Karls- son skólastjóri á Hólum, Ólaf- ur Sigurðsson bóndi á Hellu- landi, Þórir Steinþórsson bóndi í Reykholti, Þórólfur Sigurðs- son bóndi í Baldursheimi og Guðmundur Jónsson bóndi á Hvítárbakka. Ótrúlegt fyrir tíu árum! Laust fyrir áramót 19. . gaf Ólafur Thors, fulltrúi íhald3- manna í ríkisstjórninni, út bráðabirgðalög um að fyrir- skipa einkasölu á öllum salt- fiski, sem út er fluttur frá Is- landi. — — Rúmum þrem ár- um síðar, eða á miðju vori 19. . lýsti sarni Ólafur Thors, sem þá var orðinn formaður í- haldsflokksins, yfir allsherjar- verkfalli smáútgerðannanna og sjómanna í síldveiðunum við Norðurland. ólafur Thors lýsti yfir að það væri ófrávíkjanleg krafa sjómannanna, að fá 50—100% kauphækkun frá því sem áður var, cg að urn þessa kröfu myndi stéttin standa saman sem einn maður ,,undir forystu“ íhalds- flokksins gegn því svívii-ðilega „arð- ráni“, sem síldarverksmið j- ur á Siglufirði hefðu í huga að fremja. Hann gerði jafnframt þá kröfu fyrir hönd verkfalls- manna, að svo framarlega, sem verksmiðjurnar þættust ekki geta látið reksturinn bera sig mæti um 80%, af þeim orsök- um, sem sköpuðu verðfall jarðarinnar í heild. Á þessu munu bændur al- mennt átta sig, þegar gögn málsins berast þeim í hendur. Þeir munu sjá, að 17. gr. lag- anna er sett landbúnaðinum til verndar, en ekki ríkinu, og að engir geta verið á móti benni nema þeir, sem ekki skilja hana eða vilja flytja jarðræktarstyrkinn burt úr sveitunum. Það er sjálfsagt ekki ofmælt, að stór hluti þjóðai’innar og raunar þjóðin í heild eigi af- komu sína að miklu leyti undir komandi síldarvertíð. Þorskafl- inn á vertíðinni sunnanlands og vestan hefir brugðizt til finnanlega. Sá aflabrestur nem- ur 6—8 miljóna rýrnun á g.jald- eyrisvöru landsmanna. Sjó- menn ganga margir frá borði með rýran hlut eða engan, og ýmsir útgerðarmenn hafa orð- ið að fá neyðarhjálp til þess að ekki yrði gengið að bátum þeirra. I þessum vandræðum hafa allir sett sitt ti’aust á síldveið- arnar. Menn hafa vonað, að þær myndu eitthvað bjarga við hag útgerðarinnar, sem verst hefir farið út úr aflabrestin- um í vetur. Útvegsmennirnir, sem í lok síðasta þings komu á fund bankanna og ríkisstjórn- arinnar, sögðu: Það verður að bjarga okkur yfir næstu tvo mánuði og gera okkur mögu- legt að komast í sfldina. Þar hugsuðu þeir sér að reyna að rétta við. Síldveiðin brást að vísu að nokkru leyti síðastliðið sumai’. En flestum þótti ólík- legt, að hún myndi bregðast tvö ár í röð. En nú hefir annað komið fyrir, sem fáa myndi hafa grunað. Það er hafin harðsnúin og illvíg bai’átta í þeim tilgangi að æsa útgerðarmennina til þess að binda skip sín í höfn og neita að láta þau sælcja síldina á miðin. Það er formaður íhalds- flokksins, Ólafur Thors, sem beitir sér fyrir því, að útgerð- armennirnir geri slíkt verkfall. Að öllu athuguðu er þetía raunar nokkuð áberandi tiltæki af' Ólafi gagnvart lánardrottn- um sínum. Sjálfur stjói’nar hann skuldugasta fyrirtæki landsins. Þetta fyrirtæki skuld- ar bönkunum margar miljónir , og getur ekki borgað — hefir : með þessari kaupgreiðslu, yrði ríkissjóður að hlaupa und- ir baggann með þeim og borga hallann, sem svo yrði lagður i sköttum og tollum á „breiðu bökin“ í landinu. (Hver myndi hafa verið svona gamansamur fyrir 10 árum?) Ríkisbókhaldið. I Mbl. í gær segir svo m. a.: „Það kemur æ berlegar í ljós, hvað það var, sem vakti íyrir rauða flokknum hér um árið, þegar þeir gerbreyttu formi fjárlaganna. Þeir sáu fram á það, rauðu flokkamir, að fjárlögin myndu vaxa þeim yfir höfuð, ef ekki yrði breytt um formið. Og þeir óttuðust, að þetta yrði til þess að opna augu þjóðarinnar fyrir hinni taumlausu eyðslu á öllum sviðum*)“ Hér hefir „moðhausunum“ heldur illa skotizt, þótt skýr- ir(!) séu. Því að þeir hafa steingleymt því í þetta sinn, að íhaldsmenn eru yfirleitt hættir að tala á þennan hátt um end- urbætur þær, sem gerðar hafa verið á bókhaldi í-íkisins. Þeir hafa gleymt því eða ekki vitað, að Magnús dósent, sem er yfirskoðunarmaður ríkisreikninganna, hefir í at- hugasemdum við í-eikningana 1934, vakið alveg sérstaka at- ’nygli á því, að bókhaldsbreyt- ingin, sem Eysteinn Jónsson núv. fjármálaráðherra beitti sér fvrir; sé til mjög mikilla meira að segja bætt við hálfri miljón á árinu, sem leið. Hjá slíku fyrirtæki er það óneitan- anlega nokkuð djarft að beita sér fyrir almennu veiðiverk- falli annara útgerðarmanna til þess að hindra það, að þeir geti heldur staðið í skilurn við bankana. Kraf a verkf allsf oringj ans, Ólafs Thors, er sú, að útborg- unarverð fyrir bræðslusíldina hjá verksmiðjum í’íkisins verði hækkað um 50—100% frá því, sem það var í fyrra. Þessa stórkostlegu hækkun á að heimta nú áður en búið er að selja nema lítinn hluta afurð- anna fyrirfram, meðan vei’ðið er fallandi á lýsi og áður en nokkuð er vitað enn, hvernig síldaraflinn verður. Ef ekki er gengið að þessum kröfum verkfallsmanna, hótar Ólafur Thors að eyðileggja síldarvertíðina og þær vonir, sem á henni hafa verið byggð- ar — með vei’kfalli — veiði- verkfalli. Mönnum verður að spyrja: Er það eingöngu ábyrgðai’leýsi eða fjandskapur við ráðandi ríkisstjórn, sem kemur for- rnanni íhaldsflokksins til að æsa upp til verkfalls, með því að gera óuppfyllanlegar kröfur, og eyðileggja þannig þennan aðalbjargi-æðisveg sumarsins? Eða vill Ó. Th. stöðva ríkis- verksmiðjurnar til þess að hans eigin verksmiðja á Hest- eyri hafi rýmri hendur á mark- aðinum? En það er sama, hver ástæð- an fyrir hendi er. Ólafur Thors og þeir Kveldúlfsmenn hafa að vísu mörg óhappaverk unnið, og haldist uppi að fara sví- virðilega með fjármuni al- mennings. Nú er nóg komið. Þeir verða ekki látnir eyði- leggja síldarvertíðina. Ef „guð gefur“ síldina verða nóg skip og nógir menn til að sækja hana á miðin. bóta. Þessi yfirlýsing Magnús- ar er prentuð, og getur Mbl. vafalaust fengið hana hjá stjórnarráðinu eða skrifstofu Alþingis. Bókhald Reykjavíkur. Og í þessu máli hefir líka annað gerzt, sem „moðhaus- arnir“ hafa ekki vitað eða munað eftir. Borgarstjórinn í Reykjavík, ílialdskempan Pétur Halldórs- son, hefir nú látið taka upp j>ann sið, að færa reikninga bæjarins eftir sörnu reglum og og notaðar eru í ríkisbókhald- inu, síðan breytingin var gerð. Áðurgreindum ummælum Mbl. í gær mætti því bæjar- stjórninni til aðvörunar víkja við og láta þau hljóða svo: „Það kemur æ berlegar í ljós, hvað það var, sem vakti fyrir íhaldsmönnunum í bæjar- stjórn í fyrra, þegar þeir gerbreyttu formi bæjarreikn- inganna. Þeir sáu fram á það, íhaldsmennirnir í bæjarstjórn, að f járhagsáætlun bæjarins myndi vaxa þeim yfir höfuð, ef ekki yrði breytt um form- ið. Og þeir óttuðust, að þetta yrði til þess, að opna augu bæj- arbúa fyrir hinni taumlausu eyðslu á öllum sviðum“. Þessi eðlilega „copia“ af síð- asta „samsulli“ Mbl. ætti að sýna þeim Jóni og Valtý það, að það er vont að vera illgjarn og heimskur og innblásinn af Óiafi Thors! *) Leturbr. Mbl. Eiðamót er ákveðið að Eiðum 4. og 5. júlí næstkomandi. Mótið er aðeins ætlað kennurum og nemendum alþýðuskólans á Eiðum og gestum þeirra. Veitingar verða seldar á staðnum. Stjórn Eiðasambandsíns. BBTSID J. GRUNO’S ágæta hollenzka reyktobak VEBÐ: AROMATISCHER SHAG kostar kr. 1,05 V*o kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 1,15- Bæst í öllum verziunum. Auglýsing. Frá 1, júní n. k. verða skriistoíur vorar opnar á virkum dögum frá kl. 8%- 12 f. h. og frá kl. 1-4'la e. h, nema á laug- ardögum, en þá verða þær opnar frá kl 8\-A2 f. h. Tóbakseinkasala rikisins. BHRRflTTS baðlyf — lögur og sápa — eru ódýrust og bezt. — Fást í mísmunandi ílátum. — J. Barratt & Co., Ltd. Tonge Spring Works, Middle Ton, NR. Manchester England. Einkaumboð á íslandi heiir: Samband ísl. samvinnuSélaga, Reykjavík. Vegna takmarkaðrar framieiðslu að þessu sinni á alu> miniumamboðum, ættu þeir, sem ætla að fá sér þau í sumar, að tryggja sór þau sem fyrst hjá kaupfólagi aínu eða kaupmanni. IÐJA-AKUREYRl Aluminium- KARLHRÍPUR KVENHRÍFUR HRÍFUHAUSAR GARÐHRÍFUR ORF . Iðja Akureyri Kaupfélög og kaupmenn á Suðurlandi geta fengið áböldin „af lag- er“ hjá Guðjóni Jónssyni, Hverfisgötu 50, sem einnig annast um smásöluna. Kennslukonustaða við húsmæðraskóla er laus frá 1. október næstk. Umsækjendur um stöðuna verða að hafa kennslukonupróf. Umsóknir, merktar: „Kennslukona“, leggist inn á afgreiðslu þessa blaðs fyrir 1. júlí. Ritstjóri: Gísli Guðmutidsson. ) Prentsm. Aeta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.