Tíminn - 10.06.1936, Side 1

Tíminn - 10.06.1936, Side 1
•9 U»«5*ltnta & Sansaoeg 10. Glmi 2353 - p&tbóli 061 0ja(bbagi HoDO t ní e t I. Jöai Áigeagniínn tostat 7 £*. 24. blaS. XX. árg. Reykjavík, 10. JAní 1936. Trúir þjönar! Viðtal við formann norska bændaílokksíns A víðavangi í sambandi við hin ábyrgð- arlausu skrif ólafs Thors um sfldarverðið, er ástæða til að vekja sérstaka athygli á einu stóru atriði. Hann hefir með mjög ótvíræðu orðalagi vikið að því í þess- um skrifum, að eins og nú standa sakir, sé ekki sann- gjámt að ætlast til þess, að stóratvinnurekstur landsins — t. d. sfldarverksmiðjurnar — greíði afborganir og jafnvel ekki vexti af lánum sínum í bönkunum. ólafur Thors á sæti í banka- jtáði Landsbankans, nýkosinn þangað af Sjálfstæðisflokkn- um. Og manni verður að spyrja: Myndi það vera þolað nokkurs- staðar í heiminum, að banka- ráðsmaður skrifaði um það opinberlega, að hann ætlaðist ekki til að skuldunautar bank- ans greiddu afborganir og vexti af lánum? Hér á landi er eitt fordæmi. Það er fordæmi Jóns í Dal, sem átti sæti í stjóm Kreppu- lánasjóðs og skrifaði grein í þlað „varaliðsins“ um, að bændur skyldu ekki hraða sér um of að standa í skilum með afborganir og vexti af kreppu- lánum. Jón var þá að hrökklast úr sjóðstjóminni, og endaði trún- að sinn við stofnunina á þenn- an hátt. ólafur er nýkominn í banka- ráðið. Hann á að lögum rétt til að sitja þar enn um langan tíma og tala á þennan hátt máli bankans við viðskipta- mennina. En við hverju er að búast, þegar fjármálasiðferði fjöl- menns þingflokks er komið á það stig, að hann vill bera á- byrgð á því, að kjósa „skuld- ugasta manninn við skuldug- asta fyrirtækið“ til að gæta hagsmuna hins íslenzka þjóð- banka ? TJtgerðarfyrirtæki Ólafs, Kveldúlfur, skuldar bönkunum fast að fimm miljónum króna, sem það hefir fengið að láni til að veiða fisk og verzla með fisk sem útflutningsvöru. Um Vi miljón af þessu fé hafa framkvæmdastjórarnir tekið út úr rekstrinum og lánað sjálfum sér. Af þessari 14 mil- jón munu þeir hvorki greiða vexti né afborganir. Hvað segir nú þjóðin um slíkan mann, sem er fram- kvæmdastjóri í þannig stæðu fyrirtæki, formaður í stórum stjómmálaflokki, situr í banka- ráði þess bankans, sem hefir lánað honum meirahlutann af 5 milj. og skrifar jafnhliða greinar í aðalmálgagn flokks síns, þar sem hann breiðir út þann hugsunarhátt, að skuldu- nautar bankanna þurfi ekki að standa í skilum með afborgan- ir og vexti? , Er það vansalaust og hættu- laust fyrir þjóðfélagið að þola áfram slíka þjóna eins og Jón i Dal var í Kreppulánasjóði ok ólafur Thors er nú í Lands- bankanum með þá aðstöðu, sem hann enn hefir utan bankans? Nýja dagblaðið birtir 7. þ. m. eftirfarandi viðtal, sem fréttaritari blaðsins í Kaup- mannahöfn hefir nýlega átt við formann norska bændaflokks- ins. Fréttaritarinn segir svo frá: Þegar norræna þingmanna- mótið stóð yfir hér í borginni, fékk ég, fyrir hönd Nýja dag- blaðsins, tækifæri til að tala við formann bændaflokksins norska, J. Hundseid, f.vrv. for- sætisráðherra. Þegar ég spurði um ástand norska landbúnaðarins, svar- aði hann á þessa leið: — Samstarf bændaflokksins og jafnaðarmannaflokksins, sem leiddi til þess, að jafnað- armenn mynduðu stjóm, hefir gert mögulegt að bæta að miklum mun aðstöðu og af- komu bændanna. Tvær ástæð- ur voru fyrir því, að stjórn Mowinckel féll, að hún beitti sér gegn lögum um lánsstofn- un fyrir bændur og kornlögun- um. Hvoi*tveggju þessi lög hafa nú náð fram að ganga og áreiðanlega komið bændum að miklu gagni. Lánsstofnunin var bráðnauðsynleg, sem og sézt bezt á því, að í mörgum sveit- um lá við algerðri upplausn. Hinn nýi flokltur, „Kreppu- hjálp bænda“, sem tók þátt í þingkosningum 1932, án þess þó að fá nokkurn þingfulltrúa, stefndi mjög til ofbeldis. T. d. gekk svo langt við nauðungar- uppboð í sveitum, að áhang- endur flokksins hótuðu að beita ofbeldi svo lög næðu eigi fram að ganga. En með starf- rækslu lánsstofnunar bænda komst friður á. „Kreppuhjálp bænda“ er liðin undir lok og hefir því enga menn í kjöri við þingkosningamar í haust. Með aðstoð lánsstofnunarinnar er gömlum og dýrum lánum breytt í hagstæðari lán, hún hjálpar bændum til að fá hag- lcvæman afdrátt með því að veita þeim afdráttarlán, og liefir á margan hátt greitt úr fjárhagsvandræðum landbún- aðarins. Og skuldir bænda hafa minnkað. Komlögin tryggja bændum hagkvæmara kornverð. Vegna þessara Laga, hinna svonefndu „korntrygginga“, vex korn- rækt hröðum skrefum í Noi’- egi. Kornverzlun ríkisins fær þannig sexfalt meira korn nú heldur en fyrir þremur árum — og við væntum áframhald- andi aukningar. Á öðru sviði í kjarnfóður- öfluninni, hafa orðið hraðfara umbætur. Áður var mestallt kjarnfóður flutt frá útlöndum, en með nýjum lögum til vemd- ar norskri kjamfóðurfram- leiðslu, hefir þetta breytzt, svo að nú er nær allt kjamfóður framleitt í landinu sjálfu — og þannig sparast erlendur gjald- eyrir. Ég vil ennfremur benda á þann ágæta árangur, heldur Hundseid áfram, sem orðið hef- ir af skipulagi mjólkursölunn- ar. Samkvæmt þeim reglum, sem í gildi eru um starfsemi mjólkursamsölunnar, er greitt verðjöfnunargjald af þeirri mjólk, sem seld er beint í bæ- ina og því varið til að styðja þá, sem búa langt frá bæja- markaðinum og verða að vinna smjör og osta úr mjólk- inni. Afkoma þeirra var áður afar bágborin, en með fram- kvæmd mjólkurlaganna hefir framleiðsla smjörs og osta orð- ið arðsamari, án þess þó að ríkið hafi þurft að leggja nokk- uð af mörkum til þess. Upp- haflega vöktu lögin nokkra óánægju, en nú verður hennar ekki vart. — En eru tekjur norskra bænda ekki yfirleitt of litlar? — Jú, eins og í mörgum öðr- um löndum. Auk þess háttar svo til, að 80—90% norskra bænda eru smábændur, sem eru neyddir til að, lifa á fram- leiðsluvörum sínum — fæstir hafa ráð á miklum innkaupum. Tekjur bændanna eru til jafn- aðar 40—60% lægri en tekjur iðnaðarverkamanna. Af þess- um ástæðum vinnur sú stefna stöðugt meira fylgi, að bænd- ur verði að standa saman, á sama hátt og verkamenn, tíl þess að bæta lífskjör sín. Af- leiðingar þessarar skipulags- starfsemi, sem samstarf bændaflokksins og jafnaðar- manna hefir átt mikinn þátt i að efla, er sú, að kjör norskra bænda fara nú jafnt og þétt batnandi. — Er hægt að segja það sama um afkorau sjávarút- vegsins ? — Nei, sj ávarútvegurinn er skuggahliðin á norsku atvinnu- lífi nú sem stendur. Nú veiðist meiri fiskur en hægt er að selja, og sívaxandi veiðitækni cg nýjar veiðiaðferðir auka ekki aðeins framleiðsluna í stórum stíl heldur gera 0g óþarfan stöðugt stærri hluta af vinnukrafti útvegsins. Sam- þykkt hafa verið ýmis lög til að bæta afkomu sjávarútvegs- ins, en með lögum er vitanlega ekki hægt að neyða erlendar þjóðir til að kaupa meiri fisk. Það er því orðið alvarlegt við- fangsefni, á hvem hátt sé mögulegt að hindra offram- leiðslu á fiski. Og í Noregi verður að leysa þetta með því að minnka sjávarútveginn, en efla landbúnaðinn. — Er nægilegt landrými í Noregi til þess? — Já, bæði nægilega mikil og góð jörð. Vil teljum að hægt sé að tvöfalda ræktunina frá því sem nú er. Skilyrðin eru bezt í Norður- og Vestur-Nor- egi. Það verður að efla landbún- að, en draga úr fiskveiðunum. — Verður þess vart í Noregi, að menn hafi áhuga fyrir því, að hætta við fiskveiðamar og snúa sér að landbúnaði? — Áhugi fyrir búskap fer hraðvaxandi. Og búizt er við, að þeim fari stöðugt fjölgandi, Kaupkröfumaðurinn Ólafur Thors. Á sínum tíma héldu íhalds- menn og aftaníhnýtingar þeirra uppi þrotlausum árás- um á ríkisstjórnina fyrir það, að hún samræmdi kaup í vega- vinnu ríkisins um land allt, og vildi ekki láta vegamenn í sumum héruðum, þar sem sveitamenn aðallega nutu at- vinnunnar, vinna fyrir lægra kaup en annarsstaðar. En hvað gerir Óafur Thórs nú ? Hann roynir að kaupa sjómenn til að styðja hina fráleitu kröfu um 6 kr. síldarverð með því að heimta um leið, að ríkisstjóm- in sjái um að tryggja sjómönn- um, að þeir fái fast kaup á síldveiðunum í stað hlutaráðn- inganna sem tíðkast hafa, og þáð þótt smáútgerðarmenn telji sér lítt mögulegt að upp- íylla þessa kröfu. Hann segir í Mbl. í dag: „Við (þ. e. hann og Sveinn Ben.) beitum okkur fyrir því að útgerðarmenn gangi inn á kauptrygginguna, og gerum þar með það, sem í okkar valdi stendur til að bægja voðanum frá dyrum al- mennings“! (Mbl. 10. júní). Hvað er nú orðið úr gífur- yrðum þessa manns og þjóna hans í varaliðinu, um það, að aðrir séu að „drepa atvinnu- vegina með kaupkröfum" ? Get- ur nokkur viti borinn maður í landinu framar tekið mark á fleipri slíkra gasprara? Rógurinn um nýju jarðræktarlögin er nú þagnaður í blöðum íhalds- ins og varaliðsins. Hermann Jonasson landbúnaðarráðherra hefir mætt þessum rógi á rétt- an hátt. Hann hefir sent lögin sjálf, ásamt þingskjölum máls- ins og greinargerð um meðferð þess til allra bænda á landinu. Þá þurfa bændurnir ekki leng- ur sögusagnir ísafoldar og Jóns í Dal. En íhaldsliðinu verður heldur ekki sleppt við svo búið. Það mun verða hafin sú sókn á hendur því í þessu máli, sem ekki mun linna fyr en hinn hræsnisfulli og auðvirðilegi málstaður þess er dæmdur og léttvægur fundinn á hverju ein- asta sveitaheimili landsins. sem hverfa að landbúnaði. Ríli- iö veitir líka styrk og lán til nýræktar og nýbýla. — Því hefir verið haldið fram, að efling norska land- búnaðarins, geti leitt til of- framleiðslu á innlendan mark- að og örðugt muni vera um öflun markaða erlendis. — Þessi „hætta“ verður a. m. k. ekki alvarleg fyr en að mörgum árum liðnum. Ef aukning landbúnaðarins stefn- ir í heilbrigða átt, mun hún þvert á móti verða til stór- kostlegs gagns fyrir þjóðfélag- ið. Þá lifir þjóðin meira á eig- in framleiðslu og ennfremur skapast vinna fyrir þá, sem eiga örðugt uppdráttar við sjávarsíðuna. Þannig verða bætt lífskjör allrar þjóðarinn- ar. B. S. Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri og fyrv. alþm., nú fulltrúi Framsóknarflokksins í stjórn síldarverksmiðja ríkis- ins. Greinargerð verksmiðju- stjómarinnar um síldarverðið og afurðasölu verksmiðjanna birtist á öðrum stað hér í blað- inu í dag. „Annara manna fé". Á fundi, sem nýlega var haldinn í barnaskólaportinu í Rvík afsakaði ólafur Thors innilegu Kveldúlfstogaranna á þessa leið: Kveldúlfur hefir tapað. Hann á enga reiðupen- inga og lifir á lánum. Og við verðum að fara varlega með annara manna fé. Það var óvenjulega bljúgur maður, sem stóð á barnaskóla- tröppunum þessa stundina. Og mörgum mun hafa orðið að spyrja: Er þetta sjálf „máttar- stoð“ íslenzkra atvinnuvega? Og hvar er nú „mátturinn“ og dýrðin, og hvar er nú öll hin marglofaða „ráðkænska“ ? Því að það var rétt eins og Ól. Th. kæmi beint neðan úr Kveldúlfi með alla rukkarana á hælun- um. „Fortíð máttarstólpanna^. Slík ummæli ber sízt að lasta. öllum ber að fara var- lega með annara manna fé. En það hefði verið fullt svo viðkunnanlegt, að þeir Kveld- úlfsmenn hefðu gert sér það ljóst dálítið fyr, og játað það hreinskilnislega, að allt sem þeir hafa handa á milli, er „annara manna fé“. En í stað þess að viðurkenna þetta hafa þessir menn komið fram með stöðugt vaxandi hroka 0g yfirlæti, gortað af því, að þeir væru voldugasta fiskfirma í heimi(!), þótzt einir standa undir svo að segja öllu atvinnulífi landsins og vera til þess kjömir „af guðs náð“ að segja allri þjóðinni fyrir verk- um. Samhliða hafa þeir svo skrökvað því upp í fullkomnu blygðunarleysi, að fyrirtæki þeirra sé ofsótt með sköttum, enda þótt vitað sé, að Kveld- úlfur greiðir engan tekjuskatt í ríkissjóð og ekki nema lítilfjör- lega upphæð í bæjarsjóð mið- að við aðra gjaldendur. Og hvemig hefir svo þetta fyrirtæki farið með „annara manna fé“ á undanfömum ár- um? Um það voru m. a. gefn- ar nokkrar bendingar í grein- inni; „Varasjóður Kveldúlfs", sem birtist hér í blaðinu fyrir nokkrum dogum. Uian úr heimi •Jafnaðarmannaforinginn Leon Blum hefir myndað stjórn í Frakklandi. Sú stjórn er studd af Frjálslynda flokknum (so- ci al-radical), j af naðarmanna- fiokknum og kommúnistum. Kommúnistar eiga þó engan i'áðherra í stjórninni. En ráð- herrarnir eru alls 33, þar af 17 jafnaðarmenn, en hinir úr Frjálslynda flokknum eða öðr- um vinstri flokkum. 1 ráðuneyti þessu eru tvær konur, og vek- ur það eftirtekt, því að í h'rakklandi hafa konur ekki kosningarétt. Eins og kunnugt er, var fyr- ir síðustu kosningar í Frakk- landi nú í vor, myndað kosn- ingabandalag milli allra „vinstri“ flokka, til varnar gegn yfirvofandi fasisma í landinu. Aðalflokkamir í þessu kosningasambandi var Frjáls- lyndi ílokkurinn undir forystu Daladier og Herriot, jafnaðar- mannaflokkurinn undir forystu Leon Blum, og kommúnista- flokkurinn. Þetta samband vann mikinn sigur í kosningun- um, og hefir nú sterkan meira- hluta á þingi Frakka. Hefir nú Leon Blum myndað stjórnina, eins og áður er sagt, en hinn frægi frjálslyndi stjórnmála- foringi og mælskusnillingur. Herriot, er forseti þingsins. Leon Blum hinn nýi forsætis- ráðherra er málafærslumaður og rithöfundur nokkuð við ald- ur. Skömmu fyrir kosningar var nafn hans á vörum manna um allan heim í sambandi við árás, sem fasistar gerðu á hann á götu í París. Slapp hann naumlega úr ltlóm þeirra með nokkrum áverka. Vakti þessi atburður óhug í garð fasista, og mun ekki hafa ver- ið áhrifalaus 1 kosningunum. Hin nýja stjórn hefir erfið verkefni að leysa, Dagana áð- ur en hún tók við völdum, dundu yfir gífurleg verkföll í París og víðar um landið, svo að til stórvandræða horfði. Það vandamál hefir verið leyst í bili. Þá hefir stjórnin vikið for- stjóra Frakklandsbanka frá embætti, og ýmsar aðrar rót- tækar ráðstafanir hefir hún með höndum. En hve lengi helzt samstarfið milli vinstri flokkanna? Og hversu öflugur er fasisminn í landinu? Á því veltur mikið. Það vekur eigi litla athygli þessa dagana, að Sir Samuel Iíoare, sem í vetur varð að lirökklast úr sæti utanríkis- málaráðherra í brezku stjórn- inni, vegna afskipa hans af Ab- essiníumálinu, hefir nú verið tekinn í stjórnina aftur, sem flotamálaráðherra. Þessum tíð- iridum er tekið mjög vel í Ital- íu. Abessiníukeisari er nú kom- inn til London til að tala máli sínu við Breta og ýmsa aðra áhrifamenn Norðurálfunnar. En ekki er að heyra að sú til- raun hans beri mikinn árang- ur. Enda haga Italir sér nú í Abessiníu að öllu leyti eins og landið sé þeirra eign, en hafa í hótunum að gera „heilagt bandalag“ við Þjóðverja og Japani, ef refsiaðgerðunum verði haldið áfram.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.