Tíminn - 18.06.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.06.1936, Blaðsíða 3
flMINN •7 Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför dóttur okk- ar G-uðrúnar. Valgerður og Kristbjörn Hafliðason Birnustöðum Skeiðum. Kennslukonustaða við húsmæðradeild Kvennaskólans í Reykjavík er laus frá 15. september n. k. Umsóknir um stöðana ásamt meðmælum og kunnáttu umsækjenda sendist fyrir 15, ágúst eða sem fyrst tii formanns skólanefndar, frú Önnu Daníelssen, Aðalstræti 11 Reykjavík. A1 m e n n s kemmtisamkoma að Gunnarsholti á Rangárvöllum, verður haldin 27. þ. m. Samvinnumenn héraðsins efna til samkomunnar. Til skemtunar söngur, ræðuhöld, kappreiðar, dan« og fleira. Samkoman hefst kl. 1 e. h. Undirbúningsnefndin. ráðið, að hann hefir talið það aðalhlutverk sitt í stjórn verk> smiðjanna, að fá sjómenn og útgerðarmenn til að g'era sem hæstar kröfur til þessa ríkis- fyrirtækis, sem flokksbræður t.ans hafa falið honum að stjóma og sjá borgið fjárhags- lega. Hvað segja menn um slíka framkomu hjá einum af stjórnendum verksmiðjanna? En í sambandi við þessa miklu stefnubreytingu Sjálf- stæðisflokksins, er full ástæða til að beina til þeirra nokkrum spumingum. Að vísu þarf ekki, fremur en verkast vill.að búast við skýrum svörum frá Ólafi Thors, Sveini Benediktssyni eða þeirra líkum. en 1 Sjálf- stæðisflokknum eru enn til ýmsir menn, sem eru gætnir í fjármálum og fyllsta ástæða er til að ræða við um þessi efni. Hverjir eiga að borga tap síldarverksmiðjanna, ef Ó. Th. og Sv. B. tekst einhverntíma að koma því til leiðar, að verk- smiðjumar borgi meira en sann- virði fyrir sfldina? Ekki geta bankamir borið töpin, Hér að framan hefir verið gerð nokk- ur grein fyrir þeirra hag, og rná það teljast vel sloppið, ef þeir geta af eigin rammleik ris- ið undir þeim töpum, sem þeg- ar eru orðin. Á þá ríkissjóður að borga brúsann? Og hvemig á hann að afla fjár til þess? Á hann að reyna að fá lán innan- lands eða utan, og verja láns- fénu til að greiða hallann? Er sú leið fær og er hún skynsam- leg? Eða á að vinna tapið upp með nýjum álögum á þjóðina? Er nú loksins óhætt að bæta þungum pinklum við þær „drápsklyfjar tolla og skatta“, sem Sjálfstæðismeim hafa ver- ið að reyna að telja fólki trú um að væru að sliga þjóðina? Allar þessar spumingar, og ýmsar fleiri hljóta að vakna í hugum manna við að hlýða á þann kröfusöng, sem formaður Sjálfstæðisflokksins stjómar. IV. Stefna Framsóknarmanna. Þrír Alþingismenn úr Fram- sóknarflokknum hafa á síðustu þingum flutt frumvarp til laga um útgerðarsamvinnufélög. Er þar gert ráð fyrir stofnun slíkra félaga, sem hafi það markmið að reka fiskveiðar á samvinnugrundvelli, og að ann- bændur ættu að meðhöndlast eins og menn í Landsbankan- um, eða vera synjað um við- skifti. Aðferð B. Kr. gagnvart Sláturfélaginu og öðmm sam- vinnufélögum, var byggð á því, að bændur ættu helzt ekki að sýna sig í bönkum landsins. Það væru spekulantar og brask- arar, sem ættu að hafa veltu- fé bankanna milli handa. Svo fór í stjómartíð Sigurðar í Yztafelli, að veldi B. Kr. var brotið á bak aftur og Hannes Thorarensen forstjóri Slátur- félagsins gat farið að tala um viðskifti í þjóðbankanum fyrir félag sitt, alveg eins og hver annar atvinnurekandi í Rvík. Þessi sigur var unninn fyrir atfylgi samvinnubænda fyrir vestan, norðan og austan. I haldið átti þá öll þingsæti á svæði Sláturfélags Suðurlands nema Mýrasýslu. Næsta átak samvinnumanna var að brjóta hlekki ranglátrar útsvarsálagnirtgar af sam- vinnufélögum. Það var gert með samvinnulögunum, sem voru samþykt á Alþingi 1921. Enginn af þeim mönnum í Slát- urfélagi Suðurlands, sem nú dansa gi'ímudans • eftir hljóð- pípu Kveldúlfsbræðra, átti þátt í að hjarga »unnlenzkum ast í sambandi við þær innkaup á vörum, hagnýtingu afla, sölu hans o. s. frv. 1 fi’umvarpinu er ákveðið að skipverjar hafi ákveðinn hluta af afla, sem greiðslu fyrir vinnu sína, og c-nnfremur að hlutur skuli hækka eða lækka í samræmi við rekstursafkomu skipsins, þegar uppgerð hefir farið fram. Þetta ákvæði ætti vitanlega að ná til allra starfsmanna út- gerðarsamvinnufélaga, svo sem sjómanna, framkvæmdastjóra, skrifstofufólks og starfsmanna við verzlun aflans í landi. 1 írumvarpinu eru einnig ákvæði um sjóðamyndanir, til trygg- ingar fjárhagslegri afkomu félaganna. Sömu þingmenn hafa einnig flutt frumvarp til laga um breytingar á fiskveiðasjóðslög- unum, sem heimilar hækkun lánveitinga tfl skipakaupa handa útgerðarsamvinnufélög- um. Það getur í mörgum tilfell- um verið óhjákvæmilegt, að ríki og bæjarfélög aðstoði út- gerðarsamvinnufélög til skipa- kaupa, eða jafnvel kaupi veiði- skip og selji samvinnufélögum a leigu, en rekstur þeirra á að vera þannig, að allir starfs- menn félaganna séu ráðnir gegn ákveðnum hluta af afla. Með því fyrirkomulagi er hægt að tryggja það, að hlutur fjár- magnsins og vinnunnar fari á hverjum tíma eftir því, sem gjaldgeta fyrirtækisins leyfir. Slík útgerðarfélög, sem stofn- uð væru á þessum grundvelli, svo að tryggt væri að launa- greiðslur til stjórnenda og starfsmanna færu eftir rekst- ursafkomu fyrirtækjanna, ættu að hafa forgangsi’étt til rekst- ursfjárlána úr bönkunum. Með því fyrirkomulagi, sem hér hefir verið getið, yrði út- gerðin rekin á sama grund- velli og landbúnaðurinn. Bænd- umir hafa að undanfömu feng- ið margskonar stuðning frá því opinbera, svo sem styrk til ræktunar landsins, bætta láns- möguleika o. s. frv. En rekstur búanna hefir ætíð verið á þeirra ábyrgð og hafa tekjur þeirra farið eftir því, hvernig búskapurinn hefir gengið. Á sama hátt myndi samvinnuút- gerðin fá stuðning þess opin- bera til þess að eignast veiði- tækin eða fá þau á leigu, en bændum frá ranglátri féflett- ingu í útsvarsmálum. Það mál var undirbúið og sótt til sig- urs af samvinnumönnum að vestan, norðan og austan, en ckki af Ottesen, Kolbeini Högnasyni eða Jóni í Vorsa- bæ. Bændur á Suðurlandi mega þessvegna muna það vel, að í öllum hinum stóru átök- um til sóknar eða vamar í samvinnumálum sínum, hefir í- haldið í Rvík verið versti and- stæðingur þeirra, og þar næst íhaldsbændur á félagssvæðinu, sem verið hafa í ósjálfbjarga þjónustu hjá Mbl.-liðinu. En bandamenn sunnlenzku bænd- anna við hin stóru átök, hafa eins og eðlilegt er, verið áður samvinnumenn að vestan, norð- an og austan. V. Þegar Sláturfélag Suðui'- lands var stofnað, náði það yf- ir landið sunnan- og suðvestan- vert, austan frá Skeiðarár- sandi og vestur að Snæfells- jökli. Fyrstu árin var fé af þessu svæði rekið til Rvíkur og slátrað þar. Þá var ekkert kælihús eða kæliskip til í land- inu. Þeir menn 1 Reykjavík, sem vfldu fá nýtt kjöt, urðu að fá það hjá Sláturfélaglnu, reksturinn yrði að öllu leyti í höndum félaganna sjálfra og tekjur félagsmanna færu eftir afkomu útgerðarinnar á hverj- um tíma. Ef verðlag sjávarafuiða yrði á einhverjum tíma svo lágt, að tekjur þeirra, sem þá fram- leiðslu stunda, gætu ekki hrokkið fyrir brýnustu þörf- um, gæti vitanlega svo farið, að ríkið yrði að veita þeim stuðning, t. d. með því að greiða einhverja verðuppbót á útfluttar afurðir, eins og átt hefir sér stað um afurðir land- búnaðarins, þegar þær hafa verið í mjög lágu verði, en þá yrði í öllum tilfellum að sjá ríkissjóði fyrir tekjum til að standast þau útgjöld, og ætti tekjuöflunin að vera með þeim hætti að byrðunum yrði dreift á aðrar stéittir þjóðfélagsins eftir gjaldþoli þeirra á hvei’j- um tíma. Hér hefir nokkuð verið lýst þeim mismunandi skoðunum, sem fram hafa komið um þessi mál. Alþýðuflokkurinn heimtar ríkis- og bæjaútgerð, og fast- ákveðin laun handa öllum, sem við útgerðina starfa, en gerir enga grein fyrir hverjir eigi að borga hallann, ef fyrirtækin bera sig ekki. Sjálfstæðisflokk- urinn virðist alveg horfinn frá fyrri kenningum sínum um að tek j ur útgerðarf yrirtæk j anna þurfi að hrökkva fyrir gjöld- um, sbr. framkomu ó. Th. og Sv. Ben. í síldarverksmiðjumál- unum. Framsóknarmenn benda á framtíðarlausn þessara mála: Samvinnuútgerð, þar sem tekj- ur starfsmannanna fara eftir því hvað útgerðin gefur af sér á hverjum tíma, á sama hátt og laun bóndans í sveitinni fara eftir söluverði á afurðum hans og kostnaði við fram- leiðslu þeirra. Skuli Guðmundsson. Dvöl, 5.—6. hefti, er komin út nýlega. Flytur hún m. a. Sögu eftir John Galsworthy og Emile Zola og grein um lestur eftir Ge- org Brandes. Af innlendum höf- undum má nefna skáldin Jako- bínu Johnson og Tómas Guö- rnundsson, sem eiga þarna góð ltvæði. þá er saga eftir nýjan liöfund, Ragnar Jóhannesson stúd- ent. Ennfremur ýmsar merkilegar og skemmtilegar fróðleiksgreinar. Er Dvöl tvímælalaust eitt allra læsilegasta íslenzka tímaritið. eða kaupmönnum þeim, er kepptu enn við félagið í Rvík. En það kjöt, sem var nýtt á Reykjavíkurmarkaðinum, var af Suðurlandi. Áður en kælihús og kæliskip komu til sögunnar, hafði þessi landshluti einka- framboð á nýju kjöti við Faxa- flóa. En þó að þessu væri þannig háttað um hið nýja kjöt og framboð þess, þá var allt öðru máli að gegna með saltkjöt og hangikjöt. Þar hafa bændur að vestan, norð- an og austan jafnan haft sinn væna skerf af markaðinum í höfuðstaðnum. Og til þessa liggja sérstakar ástæður. íslendingar eru nokk- uð vandir að kjöti, sem þeir kaupa. Þeir vilja helzt kjöt af vænu fé, sem gengið hefir í góðum afréttum. Og þeir kaupa ekki nema út úr neyð kjöt af rýru fé úr lélegum afréttum. Nú hagar svo til að a. m. k. helmingur af því sauðfé, sem framleitt er á félagssvæði Sl. Sl., er rýrt og gengur á hin- um rýrustu afréttum, sem til eru á landinu; Hinn helmingur- inn er alinn upp við sumar beztu afréttir landsins, og er kjöt af því eins góð vara og hægt er að fá bezta hér á landi. Ytra-Yallholti. Hún lézt að heimili sínu 29. jan. þ. á. nærri 88 ára gömul. Guðrún sál. var dóttir Eiríks hreppstjóra í Djúpadal Eiríks- I sonar prests á Mælifelli, síðar á Undirfelli, Bjamasonar bónda j í Djúpadal Eiríkssonar í Djúpadal, sem talinn var hrossaflestur bóndi á landinu um miðja 18. öld. — Móðir Guði’únar var Hólmfríður Jóns- dóttir bónda i Flatatungu Ein- arssonar, Sveinssonar prests í Goðdölum. Eru báðar þessar ættir landskunnar og hafa alið marga ágæta menn. Guðrún ólst upp hjá foreldr- um sínum í Djúpadal og gift- ist þar 24 ára gömul Guðmundi Sigurðssyni frá Mið-Grund. Byrjuðu þau búskap á hálfri Mið-Grund vorið 1872. Bú- stofninn var mjög lítill. Þau hjón eignuðust 7 böm, 3 dóu á unga aldri á fyrstu búskapar- árum þeirra. Árið 1883 fluttu þau hjónin að Ytra-Vallholti og bjuggu þar alla æfi síðan. Þegar þau byrjuðu þar búskap vóru hin mestu harðindaár og þau blásnauð með mörg böm í ómegð. Erfiðleikar þessara ára, bamamissir og fátækt, gátu þó ekki bugað þessa á- gætiskonu. Hún var alla æfi glaðlynd, kjarkmikil og með afbrigðum dugleg. Ekki höfðu þau hjón búið lengi í Ytra-Vallholti, þegar efnahag þeirra tók að rétta við. Urðu þau að lokum með efnuðustu hjónum í sýslunni. Fjármuni sína græddu þau ekki á kaupskaparprangi, heldur með ráðdeild, dugnaði og hag- sýni. Þó þau væru leiguliðar á jörðinni allan sinn búskap, kom framsýni þeirra hjóna hvað bezt fram í meðferð jarðarinn- ar. Þau vóru brautryðjendur í jarðrækt í byggðarlaginu, bæði um vatnsveitur, túnrækt og húsabætur, svo jörðin varð brátt einhver allra bezt setna jörðin í héraðinu. Þau lögðu jafnframt hina mestu alúð við uppeldi barna sinna, héldu heimiliskennara á hverjum Reykvíkingar geta máske sætt sig við það, að þeir séu í „eign“ einhverra góðra fram- leiðenda um innlendar vörur. En þeir gera kröfur um vöru- gæði, eins og eðlilegt er. Þeir vilja ógjarnan fá lakari helm- inginn af sunnlenzka kjötinu, ef þeir eiga kost á að fá með jafngóðu verði úrvalskjöt að vestan, norðan og austan. Á þessu byggðist það, að Sf. Sl. tókst aldrei á beztu blómaárum sínum, að útiloka spaðkjöt og hangikjöt úr góðum sauðfjár- ræktarhéruðum, þótt fjarlæg væru höfuðstaðnum. Það var stöðugt selt mikið í kaupstað- ina og kauptúnin við Faxaflóa. — Þó gerðu sambandsfé- lögin fyrir vestan, norðan og austan sitt ítrasta til að selja sem mest af kjötframleiðslu sinni erlendis, meðan þar var frjáls markaður, til að létta á markaðinum fyrir þá, sem ver voru settir með útflutninginn. Varð þetta lengi vel til að- stöðuhagræðis fyrir bændur, sem bjuggu í nánd við Reykja- vík. VI. Fyrir ca. 20 árum kom Sf. Sl. sér upp kjötgeymslu með frystivélum og var það miki framför. Á þann hátt var kjöt- vetri, sem þá var fátítt þar um slóðh’. Börn þeirra, sem til aldurs komust vóru fjögur: Valdimar, bóndi í Vallanesi, Eiríkur, bóndi í YtraVallholti, dáinn 1927, Vilhelmina, gift í Reykjavík og Jóhannes, bóndi í Ytra-Vallholti. öll vóru bömin prýðilega gefin og með afbrigð- um dugleg. Má óhætt fullyrða, að þeir bræður höfðu strax á unglingsaldri mikil áhrif á jafnaldra sína í byggðarlaginu til framtakssemi og dugnaðar. Þeir reyndust á fullorðinsár- unum hinir skörulegustu menn og ágætir búhöldar, svo sem þeir áttu kyn til. Bjuggu bræðurnir Eiríkur og Jóhann- es í Vallholti eftir að faðir þeirra lézt 1922 og stjómaði móðir þeirra búinu, þangað til Eiríkur sonur hennar dó. — Lagðist hún skömmu síðar rúmföst og reis ekki úr rekkju eftir það. Mun henni hafa fall- ið þungt sonarmissirinn, því þó hún gerði engan mun barna sinna, mun Eiríkur þó hafa verið henni kærastur. Guðrún sáluga var fríð kona, tæplega í meðallagi á hæð og ið geymt ferskt milli slátur- tíða. Þetta hús var hið fyrsta hér á landi og hin þarfasta umbót. Um þetta leyti stóð Sf. Sl. næst því að hafa einkaað- stöðu á markaðnum í Rvík. En eftir að Sambandið byrj- aði heildsölustarf sitt í Rvík 3.917, tók það innan skamms að gera árlegar tilraunir með að vinna Islandi markað fyrir frosið kjöt í Englandi, þar sem sýnilegt var, að saltkjöts- markaðurinn í Noregi gat ekki orðið haldgóður. Tilraunir þess- ar urðu æ stórfeldari, unz byggt var kæliskip fyrir at- beina Jóns Ámasonar fram- kvæmdastjóra. Og undir hans handleiðslu hefir verið reist tylft af kælihúsum við beztu kjöthafnir landsins. Á sama tíma var keypt fyrir atbeina Framsóknarmanna nýtt strand- ferðaskip með kælirúmi. Af- leiðingin af þessu var auðsæ. Svo að segja öll bændastétt landsins hafði jafna andstöðu með að hafa á boðstólum frosið kjöt á Rvíkurmarkaðn- um. Sf. Sl. stóð ekki neitt verulega betur að vígi í þeirri samkeppni, en félögin á Borð- eyri, Hvammstanga, Blöndu- ósi, Húsavík, Kópaskeri, Vopnafirði og Reyðarfirði, til grannvaxin. Hún var greind kona, glaðvær en skapmikil og með afbrigðum dugleg. Þegar börnin komust á legg, óx efna- bagur þeirra hjóna hröðum skrefum og varð búið brátt eitt af stærstu búum sýslunn- ar. Var jafnan mikið unnið í Ytra-Vallholti, en bústjóm allri viðbrugðið. Var húsfreyja hjúasælli en almennt gerðist og hélzt það til dauðadags, eða löngu eftir að almennar kvartanir fóru að heyrast um fólkseklu í sveitum. Allir, sem unnu á heimilinu, eða höfðu náin kynni af Guðrúnu sálugu á annan hátt, héldu tryggð við hana til æfiloka. Var það að verðleikum, því hún reynd- ist öllum hin mesta dreng- skaparkona. Fjöldi barna og unglinga, sem ólust upp í ná- grenni við hana, áttu margar ógleymanlegar ánægjustundir á heimili hennar, og sá, sem þessar línur skrifar, var einn í þeirra tölu. Munu þeir, sem lcynntust Guðrúnu sálugu, jafnan minnast hennar með þakklæti og aðdáun. Jón Ámason. að nefna aðeins nokkur dæmi. Betri hlutinn af kjöti þessara félaga var betri vara en rýr- ari hluti sunnlenzka kjötsins. Hvenær, sem á reyndi í alvar- legri samkeppni á Reykjavík- urmarkaðinum, hlaut bezta kjötið, sem boðið var fram, að útrýma hinu rýrara. Niður- staðan varð því sú, að smátt og smátt jókst eftii'spum kjöts úr hinum góðu afréttarhéruð- um í fjárbyggðum landsins. Þetta kom að því leyti síður að sök, þar sem bændur á landinu sunnan- og vestanverðu snéru sér meira og meira að mjólkurframleiðslu, og höfðu þannig betri afkomu en með sauðfjáreign. Misskilningur Kolbeins i Ivollafirði og hans nóta í þessu efni er þá sá, að þeir gera sér ekki grein fyrir, að bændur í afréttalitlu byggðunum sunnan lands hafa snúið sér mest að mjólkurframleiðslu, og þess- vegna ekki getað haldið við sauðfjárrækt, sem aðalatvinnu. 1 öðru lagi höfðu fjárbyggð- irnar allt af „átt“ sinn þátt í Reykjavíkurmarkaðinum, og einkum eftir að hringur kæli- húsa var kringum land ,;og kæliskip með ströndum. Bænda- stétt landsins öll fór meira og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.