Tíminn - 18.06.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.06.1936, Blaðsíða 4
TIMINN 98 - VEIT ÉG ÞAÐ, en þad er þó að minnsta kostí eítt sem má reyna tíl að bæta og blíðka skapíð með og pað er REGLULEGA GOTT KAFFI En eS pú villt búa tíl óað- finnanlegt kaffi þá verðurðu blessuð góda að nota Hítar, ilmar, heíllar drótt, hressir, styrkir, kætir. Fegrar, yngir, Særir fjrótt Freyju kafifibæti. 'sJnEíM NOTUÐ ÍSLENZK FRlMERKI kaupi ég- hæsta verði. Sendið nierki yðar í ábyrgðarbréfi, þá \rerður andvirði þeirra sent yð- ur um hæl. Ásgrímur Ágústsson Postbox 73. Hafnarfirði. NÝJA ÞVOTTAHUSIÐ Grettisgötu 46 Símí 4898 Fullkomnustu vélar — Fljót og góð vinna. Bráðum byrjar heyskapurinn. Þig vantar hrífur, bóndi sæll. Þú getur komizt af með ó- dýrar hrífur, en — sparar þú nokkuð með því? Ekki nema vinnukraftur fáist ókeypis og aðgerðimar, tafimar og erg- elsið sé þér einkis virði. Líklegast ertu ekki svo rík- ur, að þú hafir efni á að kaupa ódýrar hrífur. Logsoðnar aluminiumhrífur eru þær einu, sem eru nægilega léttar og sterkar. Eftirfarandi umboðsmenn hafa þær til sölu: Guðjón Jónsson, Hverfisgötu 50 Reykjavík. Sigurður Símonarson, Akra- nesi. Jón Björnsson, Borgarnesi. Sigurður Ágústsson Stykkis- hólmi. Aðalsteinn Baldvinsson Brautarholti Dalasýslu. Jóhann Jónsson Eyfirðingur ísafirði. Bræðumir Eyjólfsson Ön- undarfirði. Ari Jónsson Patreksfirði. Steingrímur Davíðsson Blönduósi. Sigurður Jónsson Hólanesi Skagaströnd. Sigurður Pálmason Skaga- strönd. Sigurður Jónsson Dalvík. Snorri Þórðarson Syðri-Bæg- isá, Öxnadal. Jón Bjarnason Grýtubakka Höfðahverfi. A. B. Benediktsson Húsavík. Jón Haraldsson Einarsstöð- um Reykjadal. Kaupfélag Austfjarða Seyð- isfirði. óskar Tómasson Eskifirði. Sigfús Sveinsson Norðfirði. Elías Guðmundsson Péturs- ey Mýrdal. Guðlaugur Þórðarson á Tryggvaskála. Eyjólfur Ásberg Keflavík. Steini Guðmundsson Valda- stöðum Kjós. og hjá undirrituðum. Áluminiumverkstæðið Hverfisgötu 67 Reykjavík. minna að selja kjöt til Rvíkur, og ekkert hérað gat útilokað önnur frá hlutdeild í þeim markaði. VII. En Pétur Ottesen og Kol- l:einn 1 Kollafirði áttu að stríða \ ið innri meinsemdir heima fyrir, sem þeir gátu ekki sigr- azt á, af eigin ramleik. Ann- ars vegar var sundurþykkja og los víða á félagssvæðinu. Fleiri og íleiri félagsmenn seldu vörur sínar utan við fé- lagið, og þeir, sem slyngastir voru, gátu komið óeðlilega miklu af kjöti sínu í sumar- sölu. Þegar Ottawa-samningur- inn kom 1932 og þrengist um kjötsölu til Englands byrjaði slóraukin keppni um innlenda markaðinn. Menn eins og Otte- sen og Kolbeinn stóðu ráð- þrota. Þorsteinn Briem og Magnús Guðmundsson gerðu bókstaflega ekkert til að bæta úr vandræðum bændanna. Bezta kjöt var sumstaðar á landinu 52 kg. 1932. Ef svo hefði haldið áfram mörg ár er ekki sýnilegt annað en Sf. Sl. hefði lent í stökustu vandræð- um, þar sem víða var los á fé- lagsmönnum, en kaupmenn í Fceykjavík gráðugir að spilla íyrir því með samkeppni. Önnur meinsemd sem vara- liðsmennirnir í stjórn Sf. Sl. voru ekki menn til að glíma við, var það, að hús félagsins , og ýms tæki voru orðin meira j á eftir tímanum, heldur en ’ hjá öðrum félögum út um ' land. Þetta var eðlilegt af því að Sf. Sl. hafði riðið á vaðið ' með hið fyrsta kælihús, en | ekki fylgst nógu vel með breyt- ingunum. Þannig þarf t. d. að bera skrokkana langar leiðir í húsum félagsins og eru slík ! vinnubrögð dýr, með kauptaxta J Reykjavíkur. Úr þessu þurfa j Framsóknarmenn að bæta ef j félagið á að geta haldið við ; forna frægð. Hefir áður verið j bent á í þessari grein, að kyr- j stöðumenn félagsins hafa í j mörgum sveitum lagt undir sig' | íulltrúastöðurnar og að vonum ekki haft mátt til að fylgjast með nógu vel í framförum sam- tíðarinnar. VIII. Þegar litið er á aðstöðu þeirra svokölluðu leiðandi íhalds- og varaliðsbænda á landinu sunnan- og vestan- verðu. ,sem hafa reynt að gera það að árásarefni á samvinnu- menn í öðrum landshlutum, að þeir selja nokkuð af kjöti á markaðinn í Reykjavík, þá gætir þar lítillar þekkingar eða kunnugleika. Þá er illa þakk- að þeim sem brutu viðskipta- bann bankanna af bændastétt- inni, og vernd samvinnulag- anna. Ekki er heldur gætt að því, að nokkuð mikið af kjöti úr nágrenni Reykjavíkur þolir ekki samkeppni við kjöt úr ýmsum fjarlægum héruðum, og að kælihús og kæliskip jafna aðstöðumun bændanna í landinu. Auk þess borga allir sem selja á innlenda markaðin- um verðjöfnunargjald. Það eru varaliðsósannindi, að það séu nábúar Rvíkur einir, sem gveiði verðjöfnunargjald. Það gera allir sem selja innan- lands. Ef ihaldið hefði unnið kosn- ingarnar 1934, myndi það hafa, \egna kaupmanna, staðið á móti allri skynsamlegri skipu- lagningu á kjötsölunni innan- lands, eins og það hafði gert bæði stjórnarár Þorsteins Briem. Neyðin gat aldrei orðið meiri en þá. Kjötlögin björguðu öilum bændum landsins írá ófyrirsjáanlegum hörmungum. En af því svæði, þar sem Sf. Sl. hafði sitt veldi, voru þm. Vestur-Skaftfellinga, Rangæ- inga, Gullbringu- og Kjósar- sýslu, Borgarfjarðar og Snæ- fellsness fullkomlega óvinveitt- ir skipulaginu, og gerðu allt sitt til að fleyga það og spilla því, þótt sumir þeirra greiddu á endanum ekki atkv. móti lög- unum, þar sem sigur þeirra var öruggur. Það er þess vegna býsna veik undirstaða fyrir rógmælgi þeii’ri, sem sumir af nánustu samstarfsmönnum Ottesens og Kolbeins í Kollafirði hafa dreift út um aðra samvinnu- menn í landinu fyrir að leyfa sér að senda kjöt til höfuð- staðarins. Sá siður er gamall og verður tæplega breytt. í stað þess að þessar þröngu og lítilfjörlegu málpípur íhaldsins reyna að sundra bændum, reyna að dreifa kröftum þeirra og ala á óvild sveitar móti sveit, þá hafa allir hinir stóru sigrar bændanna verið unnir af þróttmiklum mönnum, sem hafa sameinað hagsmuni allra bænda og allra landsmanna. En úr því íhaldsmenn á land- inu sunnan- og' vestanverðu liafa talið sér hag í að leggja sem mest undir sig fulltrúa- vald í Sf. Sl. og bola þaðan umbótamönnum, þá hlýtur sú spurning að vakna hjá fram- faramönnunum, hvort ekki sé ástæða til þess að byrja nýja umbótaöld í Sláturfélaginu og þá ekki sízt með því að þoka bændum á félagssvæðinu meir inn í störf þess, og jafnframt að gera á rekstri félagsins hagnýtar umbætur, sem íhald- ið og varalið þess hefir ekki þrótt til að gera. J. J. Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar hlíðÍP og skinn, sem falla til á heimilum þeirra ættu þeir ttð biðja kaupfélag sitt að koma þessum vörum|í verð. — Samband ísl. samvinnufélaga seldi naulgripahúðir, hrosshúðíp, kálfskinn, lambskinn og selskinn síðast- liðið ár til útlanda fyrir fullar 100 þús. krónur. Naui- gripahúðir, hposshúðip Og kálfskinn er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo ohreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. Kennarastaðan í vefnaði, við Kvennaskóiann á Blönduósi, erlaus. Um- aóknir sendist undirrituðum, sem einnig gefur upplýs- ingar um launakjör. Hjaltabakka, 5. júní 1936, Þórarinn Jónsson, (p. t, form. skólastj.) Augnlækningaferðalog um suðurland verða í sumar sem hér segir: Á Breiðabólsstað á Síðu 25. júní, í Vík i Mýrdal 26., 27. og 28. júní. Á Stórólfshvoli 29. júnf. A Eyrarbakka 30. júní og 1. júlí. Ferðirnar fer Sveinn Pétursson augnlæknir. Á VlÐAVANGI. Frh. af 1. síðu. bílum sínum í Reykjavík. Hef- ii oft verið vakið máls á því, hversu óviðurkvæmilegt þetta væri. Fáninn er sameign allrar þjóðarinnar, og hafinn yfir aiiar innanlandsdeilur. Út á við er hann tákn um einingu og sjálfstæði hinnar íslenzku þjóðar. Enginn flokkur eða stefna á að hafa rétt til þess að nota fánann sér til fram- dráttar í baráttu gegn öðrum íslenzkum flokki eða íslenzkum mönnum. Enda er það víst, að hafi þessi frekja íhaldsmanna og vöntun á velsæmistilfinn- ingu gagnvart fánanum haft nokkur áhrif, þá eru það vafalaust þau, að draga eitt- hvað úr þeirri hlýju, sem al- þjóð manna ber til fánans. Og er það hart, að ófyrirleitnum skaðræðismönnum skuli hald- ast það uppi, að draga úr vin- sældum þjóðfánans meðal landsmanna. íhaldið og 17. júní. En forkólfum íhaldsins næg- ir ekki að svívirða fánann á þennan hátt. Aftur hafa þeir vegið í hinn sama knérunn. íslenzka þjóðin á sér sam- eiginlegan hátíðisdag einu sinni á ári, sem helgaður er frelsisbaráttunni og íslenzlcu þjóðinni. Það er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, 17. júní. Ilingað til hefir flestum Islend- ingum þótt vænt um þennan dag, og það alveg án tillits til skoðana eða flokka, því að minningin um Jón Sigurðsson hefir verið óumdeild og heilög með þjóðinni. En einnig hér koma nú for- kólfar íhaldsmanna fram aem vargar í véum. Nú reyna þeir að nota 17. júní í auglýsinga- skyní fyrir landsfund ainn. En Eru sumír fieður vondir við börn sín? Frh. af 1. síðu. bætt tún þitt og haft betur hýsta jörð. En þessi verðlaun eru ekki veitt til þess að þú getir níðst á börnum þínum og' barnabömum. Verðlaunin eru veitt til þess að gera jörð- ina betri og byggilegri, bæði fyrir þig og alla þá, sem síðar búa á jörðinni. Þannig er þessi breyting á jarðræktarlögunum. Ihaldið vill gera ríkisframlagið að þrælsbandi um fót þeirrar ungu kynslóðar, sem á að erfa landið. Framsóknarmenn hafa fundið ráð til að hjálpa báð- um, bæði börnum og foreldrum, hjálpa bæði í dag og um langa framtíð. Til að gera þessa um- bót, þurfti ekkert nema þekk- ingu og manndóm. J. J. samkundu þessari varð að af- lýsa sl. vetur, af því að menn fengust þá ekki til að ’sækja hana. Og ekki nóg með þetta. Svo langt hafa þessir menn gengið í frekjunni og ósvífn- inni, að þeir fóru þess á leit við útvarpsráðið, að setn- ingarræða „landsfundar" þessa yrði tekin upp í hátíðardag- skrá útvarpsins á þessum degi! Vitanlega vísaði útvarpsráð- ið þessari ósvífni á bug þegar í stað. Jafnvel Valtýr Stefáns- son sá, að hér var gengið of langt í ósómanum. En ef svona á að halda á- fram, er það fyllilega athug- andi, hvort ekki þarf að gera sérstakar ráðstafanir til að vernda vé þjóðarinnar fyidr frekju íhaldsins. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentamiðjan Acta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.