Tíminn - 24.06.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 24.06.1936, Blaðsíða 1
•8 Itmfjelrata á £aaflaoefl !0. &mt 2353 - P6«t^y eoi Oíaíbbagi blatalne et I. fúni Átaanstttfttu foðtai 7 ír. XX. árg. Reykjavík 24. júní 1936. 26. blað. Kaupmannafundurinn og landbúnaðarmálín Á öðrum stað hér í blaðinu er lítilsháttar skýrt frá sam- kundu þeirri, sem íhaldsmenn héldu á Þingvöllum í vikunni, sem leið. En sú samkoma vac í 'raun og veru aðeins fram- hald af verzlunarþinginu, og aðalfulltrúarnir flestir hinir sömu. Sýnir þetta enn það, sem vitað var, að verzlunar- stétt kaupstaðanna (og þá einkum heildsalarnir og lið þeirra) er aðalkjarni íhalds- flokksins, enda skoðar hún nn sýnilega sem stéttarflokk inn fyrst og fremst. Samkoma þessi eða „lands- íundur" var að vísu næsta ómerkileg á flestan hátt, enda hefir henni lítil athygli verið veitt. Mestur fundartíminn fór í að flytja „erindi", en um lýð- ræðislega meðferð mála mun þar alls ekki hafa verið að i*æða. Útdráttur úr sumum þessum „erindum" hefir verið birtur í Mbl. Og tvö þeirra eru á þá leið, að Tímanum þykir rétt að gera þau að umtals- efni, og benda bændum á að íylgjast með því, sem þar er j? ferðum. Hið fyrra er „erindi" Jóns Pálmasonar á Akri. Mbl. segir, að Jón á Akri hafi í ræðu sinni varpað fram eftirfarandi spurningu: „Hvað þarf að gera til þess, að landbnnaðurinn blómgist svo, að hann geti a. m. k. haldið kyrri fólksfjölguninni í sveHunuml og búskapnrinn gefið viðunandi lífs- kjör?" „Þessum spurningum svaraði Jón á Akri", segir Mbl. Og hann svaraði þeim á þessa leið (orðrétt eftir Mbl.): „Haim bentl á félagslega að- stöðu bœnda. Félagsskapurinn þyrftl að vera frjáls og óháður. Hann fór ítarlega út í þann fe- lagsskap, sem bændur eru mest tengdir við nú, búnaðarfélagsskap- inn og samvinnufélagsskapinn og benti á, hvað (sic) þar vœrl abóta- vant". Blaðið segir að vísu, að Jón hafi „komið inn á" fleiri „úr- ræði" í erindi sínu, en tílgrein- ir ekkert annað. í þessu svari hefir því sýnilega falizt meg- inúrræði Jóns á Akri landbún- aðinum til handa. Og hvað segja nú bændur landsins um slíkt meginúrræði til að „halda fólksfjölguninni í sveitunum" og skapa sveita- fólkinu „viðunandi lífsfcjör"? Halda heildsalarnir og Kveld- úlfsbræður, að nokkur bóndi trúi því, að t. d. afurðaverðið myndi sérstaklega hækka við það, að gera búnaðarfélags- skapinn og samvinnufélags- inn „frjálsari" og „óháðari" en hann nú er? Halda þessir háu herrar, að nokkur bóndi sé svo einfaldur að trúa því, að það sé fyrst og fremst þetta, sem að sé, að þessi félagsskapur bændanna sé ekki nógu „frjáls" og ekki nógu „óháður". Nei, svona mikil börn eru ís- lenzkir bændur ekki. Þeir vita, að félagsskapur þeirra er „frjáls og óháður" og verður það a. m. k. svo lengi, »em Reykjavíkuríhaldið drottnar ekki yfir landinu. Nei, svona „úrræði" eru ekk- ert annað en hjal ábyrgðar- lausra froðusnakka, sem engin raunveruleg úrræði hafa land- búnaðinum til handa; og slík- um mönnum væri nær að þegja um sitt eigið úrræðaleysi. En á samkundu þessari var flutt annað erindi um landbún- aðarmál. Það var erindi Péturs Magnússonar. Og Pétur Magn- ússon er ekki óakveðinn í orð- um. Hann hefir alveg ákveðin „úrræði" að tilkynna bændum landsins. Mbl. segir svo frá: „Rœðu sína endaði Pétur Magn- ússon á þessa leið: Ég hefi þá í sem fœstum orðum reynt að sýna fram á það, hver höfuðstefnan hefir verið í landbún- aðarlöggjöf síðustu þinga. Hún miðar öll að því að víkka vald- svið hins opinbera á kostnað ein- staklingsins, að gera ríkið sterkt en einstaklinginn veikan, að draga úr eiiistaklingsframtakinu og tak- marka einstaklingsfrelsið. pað þarf ekki um það að rœða, í hve gersamlegri andstœðu þessi lög- SSÍlií öll er við stefnu Sjalfstæðis- flokksins'), sem hefir það á stefnuskrá sinni að hefta ekki ein- staklingsfrelsið, nema 'alþjóðar- heill krefjist". Hér er ekki um að villast. Pétur Magnússon lýsir yfir því opinberlega og alveg ótvírætt, að „öll" landbúnaðarlöggjöf núverandi ríkisstjórnar sé í „gersamlegri andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins". Með öðrum orðum: Kjötlög- in, sem færðu bændum lands- ins 600 þús. kr. hagnað á einu ári, og mjólkurlögin, sem hafa hækkað mjólkurverðið til bænda að meðaltali um 2,9 aura á hvern einasta lítra, eru í „gersamlegri andstöðu við stefnu Sjálfstæðisflokksins". Það getur þá heldur ekki verið minnsti vafi á því, sam- kvæmt yfirlýsingu Péturs Magnússonar, að ef Sjálfstæð- isflokkurinn fengi meirihluta- aðstöðu, myndi hann láta það verða sitt fyrsta verk að af- nema afurðasölulögin. Sunnlenzkir bændur hafa áð- ur fengið nokkra reynslu um hug Péturs Magnússonar í mjólkurmálinu. Það var þegar hann sjálf ur gerðist þátttakandi í mjólkurverkfalli „húsmæðra- félags" íhaldsins og kommún- ista og minnkaði mjólkurkaup til heimilis síns úr 8 lítrum niður í 3 lítra á dag. En nú hefir þessi sami mjólk- urverkfallsmaður á landsfundi íhaldsins, gefið allsherjar yfir- lýsingu um heildarafstöðu flokksins í þessum höfuðmálum bændanna. Þannig er þá hið raunveru- lega hugarfar Sjálfstæðis- flokksins til þeirrar löggjafar, serif mest af öllu miðar að því, að skapa „viðunandi lífskjör" í sveitunum. Og samhliða á svo að friða sveitafólkið með því að láta Jón á Akri fimbulfamba Kaupfélag Eyfirðinga fimmtíu ára ") Laturbr. Timm*. Hallgrímur Kristinsson frkv.stj. 1902—1917. Eyfirðingar minntust 19. þ. m. 50 ára afmælis kaupfé- lags síns með veglegri hátíð að Hrafnagili. Hafði undirbúningurinn fyr- ir hátíðahöldin verið mikill og vandaður, enda tókust þau að sama skapi vel. Hátíðahöldin sóttu um 3000 manns og er það sennilega allra fjölmennasta hátíð, sem haldin hefir verið norðanlands. Fundarmenn á aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga voru mættir á hátíðinni. Kaupfélagið sá um alla fólks- flutninga til staðarins og gengu þeir vel og greiðlega. Auk samkomuhússins, hafði sýslutjald Skagfirðinga, sem rúmar 250 manns, verið fengið að láni, og reist tjaldbúð fyrir 500—600 manns. Um 70 stúlk- ur önnuðust veitingarnar og var borðhaldi hinna mörgu gesta lokið á tveim tímum (milli kl. 2—4). Rómuðu gest- irnir mjög hina rösku fram- reiðslu. Maturinn var næstum allur íslenzkur og að mestu leyti framleiddur af kaupfélag- inu. Á Hrafnagili er fagur skógarlundur, sem ungmenna- félagar byrjuðu að rækta fyrir 25 árum. 1 skjóli hans var reistur stór danspallur og ræðu- stóll og voru þar margir ís- lenzkir fánar dregnir á stöng. Á hæð beint á móti blasti við einstakur fáni, með regnboga- litum — alþjóðafáni samvinnu- manna. Minntist Vilhjálmur Þór hans og alþjóðasamvinn- unnar sérstaklega í ræðu sinni. Hátalari var hjá ræðustóln- um, svo allir gætu heyrt ræð- urnar greinilega. Hátíðin var sett kl. 11% af Einari Árnasyni, formanni fé- lagsins. Flutti hann ítarlega ræðu um sögu félagsins. Næst talaði Ingimar Eydal ritstjóri fyrir minni bændanna, sem stofnuðu félagið, Vilhjálmur Þór fyrir minni samvinnunnar, séra Sigurður Stefánsson fyrir minni Eyjafjarðar og Bern- harð Stefánsson alþm, fyrir minni Islands. Karlakórinn Geysir söng tiltekið lag eftir hverja ræðu. Að loknum þessum ræðum flutti Einar Árnason minninga- um, að það sem fyrst og fremst vanti, sé að félög bænd- anna séu ekki nógu „frjáls" og ekki nógu „óháð"! Sigurður Kristinsson frkv.stj. 1917—1923. ræðu um Hallgrím Kristinsson. — Var ræðunni útvarpað. — Höfðu margir samvinnumenn í Reykjavík safnast saman við leiði Hallgríms í kirkju- garðinum og hlýddu þár á ræðuna. Tvær smámeyjar lögðu á leiðið fagran blómsveig frá Kaupfélagi Eyfirðinga. Þegar þessari minningar- athöfn var lokið nyrðra hófst borðhaldið og var þvi lokið á tveim tímum. Kl. 4 hófust aftur ræðuhöld. Töluðu þá Sigurður Kristins- son forstjóri, Hólmgeir Þor- steinsson bóndi á Hrafnagili, Jónas Jónsson skólastj. Sam- vinnuskólans, Jónas Þorbergs- Vilhjálmur Þór frkv.stj. síðan 1924. son útvarpsstjóri og Pét- ur Sighvatsson símastjóri. Hulda skáldkona og Sigurður á Arnarvatni fluttu kvæði. Þá fór fram sýning íþrótta- manna frá Siglufirði. Að þeim loknum fóru fram kaffiveitingar milli 7—8 og síðan hófst dans, sem stóð fram á nótt. Kaupfélaginu bárust gjafir og mörg heillaóskaskeyti af til- efni dagsins. M. a. gáfu starfs- menn þess því málverk af Hallgrími Kristinssyni og Gefjun gaf því stóran ís- lenzkan fána, unnan úr ís- lenzkum efnum. Meðal heilla- óskaskeytanna voru tvö frá Uian úr heimi Frá Rússlandi berast nú þau tíðindi, að stjórn Kommúnista- flokksins hafi ákveðið að lög- festa stjórnarskrá fyrir sovét- ríkin og setja á stófn löggjaf- arþing í tveim deildum. I ann- ari deildinni eiga að vera full- trúar kosnir almennum kosn- ingum innan alls ríkjasam- bandsins, en í hinni fulltrúar hinna einstöku ríkja. Er skýrt frá því, að á næsta hausti eigi að koma saman fulltrúaþing til að ganga frá þessari stjórnar- skrá, og eigi að kjósa einn full- trúa fyrir hverjar 300 þúsund- ir manna, og kosningaréttur að vera almennur og jafn fyrír alla. Ennþá eru þessar fregnir óljósar og er eigi vitað, hvort framboð verða óhindruð eða Kommúnistaflokknum einum leyft að hafa menn í kjöri. Sé hin síðari leið farin er kosning- in aðallega til málamynda eins og í Italíu og Þýzkalandi, en sé um fyrri leiðina að ræða, er Rússland þar með horfið frá stjórnskipulagi kommúnismans og komið í tölu þingræðislanda. Er þess að vænta, að svo megi fara, enda hafa Rússar nú upp á síðkastið slegið mjög af öfg- um byltingarinnar síðan þeir gengu í Þjóðabandalagið og t(3ku upp nánara samstarf við Vesturlönd. Talið er að keisaradæmi Habsborgara muni innan skamms verða endurreist í Austurríki, og Otto prins verða þar keisari. En nágrannaríkin, sem risu upp eða juku lönd sín eftir styrjöldina á kostnað hins gamla austurríska keis- aradæmis, líta þessar ráðagerð- ir mjög illu auga. Eru það lega Tékkóslóvakía, Júgóslavía og Rúmenía, sem þar eiga í hlut, en þau ríki hafa myndað með sér hið svokallaða Litla bandalag. Er jafnvel talið að Litla bandalagið myndi grípa tii vopna, ef til breytingarinn- ar kæmi. Því er spáð, að refsiaðgerð- unum gegn Italíu muni verða hætt mjög bráðlega. Eru Bret- ar nú orðnir þreyttir á að hafa forystu í því máli og þykjast hafa öðrum hnöppum að hneppa en að taka málstað sigraðrar smáþjóðar suður í Afríku. Einn ráðherrann í brezku stjórninni hefir nú nýlega flutt ræðu, þar sem hann segir, að stríðshættan sé nú meiri en 1914 og átelur harðlega hve brezki herinn sé veikur og varbúinn við ófriði. Brezka stjórnin hefir fyrir sitt leyti ákveðið að leggja til við Þjóðabandalagið, að fella refsiaðgerðirnar niður. Skýrði Anthony Eden þinginu frá þessari ákvörðun. Af hálfu stjórnarandstæðinga var þess- ari afstöðu kröftuglega mót- mælt, og komst Lloyd George svo að orði," að þetta væri í fyrsta sinn, sem brezkur ráð- herra kæmi til þingsins til að tilkynna því, að Bretland hefði beðið ósigur. Vantrauststillaga, sem Attlee foringi Verka- mannaflokksins bar fram á ptjórnina var þó fellt með 384 :170 atkv. Forsetakosning í Bandaríkj- unum á að fara fram á næsta hausti. Rebublikanaflokkurinn hefir nú útnefnt frambjóðanda Einar Árnason formaður síðan 1918. stærstu kaupmönnunum á Ak- ureyri. Hátíðahöldin fóru svo vel og skipulega fram, að með fádæm- um má telja. Má þar jöfnum höndum þakka góðum undir- búningi, og þeim áhrifum, sem minning dagsins hafði á hina mörgu þátttakendur. Dagurinn var eyfirzkum samvinnumönn- um sönn hátíðisstund, stund, sem var bæði helguð fögrum minningum og einlægum ásetn- ingi um það, að halda áfram með sama glæsileik hinu mikla verki, sem tuttugu fátækir bændur hófu fyrir aldarhelm- ingi síðan, og verið hefir mesta lán héraðsins. sinn á móti Roosevelt, og er það Alfred Landon ríkisstjóri í Kansas. — Jafnframt hef- ir flokkurinn lýst yfir því, að hann muni, ef hann sigrar, af- nema viðreisnarlöggjöf Roose- velts í öllum aðalatóðum og neita öllu samstarfi við Þjóða- bandalagið. Talið er að allar líkur bendi til, að Roosevelt verði endurkosinn, en baráttan muni hinsvegar verða mjög hörð. Vorhátíð samvínnumanna í Árnessýslu Vorhátíð sú er samvinnu- menn í Árnessýslu héldu við Geysi á sunnudaginn var var mjög vel sótt og fór ágætlega fram. Var og veður gott, frem- ur hlýtt, og sólskin nokkurn hluta dagsins. Hátíðin var að miklu leyti útisamkoma. Var hún sett um kl. 8 e. h. af Bjarna Bjarna- syni alþm., en að því loknu flutti sr. Jón Thorarensen í Hruna guðsþjónustu. Hafði ræðustóll verið reistur rétt hjá íþróttaskóla Sigurðar Greips- sonar, en áheyrendur sátu í grasi gróinni brekku gegnt ræðustólnum. Að lokinni guðsþjónustu fóru fram ræðuhöld. Töluðu þá Guð- mundur Gíslason kennari á Laugarvatni, Gísli Guðmunds- son ritstjóri, Guðjón Rögn- valdsson bóndi á Tjörn og Jör- undur Brynjólfsson alþm. Á milli ræðuhalda var söngur og Frh. á 4. siðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.