Tíminn - 01.07.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.07.1936, Blaðsíða 2
104 TlMINN Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufél Yfirlit um Kveldúlismennskuna Aðalfundur Sambandsins hófst á Akureyri 19. f. m., svo sem áður hefir verið skýrt frá. Forstjóri Sambandsins, Sig'- urður Kristinsson, lagði fram reikningana fyrir síðastliðið ár og flutti yfirlitsskýrslu um fjárhagsafkomuna á árinu, sem leið. í Sambandinu ei*u 39 sam- vinnufélög. 3 félög hættu störf- um á árinu, en 3 ný félög bættust við. Tala félagsmanna er 8646 og hefir fjölgunin numið 600 manns á síðasta ári. Auk þeirra 39 félaga, sem eru í Sambandinu, skiftir það við 14 önnur samvinnufélög víðsvegar á landinu. Vörusalan til félaga og ann- ai'a viðskiptamanna hafði lækkað um rúm 322 þús. Þó höfðu kaup Sambandsins frá innlendum heildsöluverzlunum hæltkað um 79 þús. kr. og frá verksmiðjum Sambandsins og öðrum innlendum iðnfyrirtækj- um hækkað um 159 þús. kr. á árinu. Innlendar vörur seldi Sam- bandið á árinu fyrir 8.9 millj. Auk þess vörur frá Gefjunni og saumastofum hennar fyrir 441 þús. kr. Sala tilbúins áburðar nam 2117 smál. fyrir 464 þús. kr. og var 300 smál. minni en árið áður. Tekjuafgangur Sambandsins á árinu nemur tæpum 144 þús. krónum og er það ámóta og árið áður. Skuldir Sambandsins út á við hafa lækkað allverulega árið sem leið. Voru skuldir þess við aðra en Sambandsfélögin, sjóði og eigin starfsemi, 5.953 þús. kr. í árslok 1934 en 4.513 þús. nú um áramótin. Hafa skuld- irnar út á við lækkað um 1.440 þús. á árinu. Þrátt fyrir þessa miklu skuldalæklcun hefir Sambandið fest talsvert fé í iðnfyrirtækj- um sínum á árinu, og þá aðal- lega í Klæðaverksmiðjunni Gefjunni. Nemur sú fjárhæð samtals rúmum 200 þús. kr. Sambandsfélögin hafa raun- verulega lækkað skuldir við Sambandið um 526 þús. árið sem leið og hækkað inneignir um 315 þús. Af þeim 39 félögum, sem í Sambandinu eru, höfðu 30 bætt hag sinn á árinu, og sum mjög mikið. 23 félög skulduðu Sambandinu í lok ársins en 30 árið áður. 16 félög áttu nú inni- eignir en 8 í lok næsta árs á undan. Hinsvegar höfðu 8 félög aukið skuldir sínar hjá Sam- bandinu á síðasta ári um sam- tals 63 þús., þau félög, sem eingöngu höfðu landbúnaðar- vörur til sölumeðferðar árið sem leið, hafa yfirleitt bætt hag sinn, en hin sem aðallega hafa gjaldeyri í sjávarafurðum eða peningum, hafa átt erfið- ara með að standa í skilum. Niðurfærsla skulda hjá mörgum félaganna stafar af greiðslu í skuldabréfum Kreppulánasjóðs, sem þeim hafði borizt sem gjaldeyrir upp í eldri skuldir viðskiptamanna sinna. Samkvæmt upplýsingum, sem fyrir liggja, hafa Sambandsfé- lögin orðið að gefa eftir 1 millj. 888 þús. kr. af útistand- andi skuldum hjá bændum í sambandi við lántökur þeirra hjá Kreppulánasjóði. Er því ekki að undra þótt sum kaup- félögin eigi erfitt með að standast þetta mikla skulda- tap. Meirihluti kaupfélaganna getur þó af eigin ramleik greitt allt það tap, sem þau hafa orðið fyrir á þennan hátt, en nokkur þeirra þurfa á meiri eða minni hjálp að halda. Liggur því mikið verkefni fyrir Sambandinu að rannsaka efnahag þeirra félaga, sem hjálpar þurfa, og hjálpa þeim félögum, sem lífvænleg eru. til þess að komast fjárhags- lega á tryggan grundvöll. Um þetta atriði komst Sig- urður Kristinsson svo að orði í ræðu sinni: „Ekki er hægt að segja hvað Sambandið verður fyrir miklu tapi á þeim félögum, sem ekki mikið, sem því miður er alveg fullvíst, þá er ég ekki hræddur um að Sambandið geti ekki staðið undir því. Hvað er svo framundan? Eru líkur til að félögin geti starfað áfram, án þess skuldir safnist á ný? Það verður að takast, því að á því veltur blátt áfram fram- tíð Samvinnufélaganna og Sambandsins“. Sjóðeignir Sambandsins. Þær námu í lok síðasta árs því sem hér segir: Krónur: Varasjóður 352.512,69 Stofnsjóður 747.973,31 Fyrningarsjóður 92.213,96 S j ótry ggingars j óður 208.379,36 Menningars j óður 88.168,02 Verksmiðjusjóður 95.221,09 Reksturssjóður Garnastöðvar 63.651,43 Reksturssjóður Gæruverksmiðju 19.585,66 Sjóðir Gefjunnar 97.412,59 Krónur 1.765.118,11 í fundarlok fóru fram kosn- ingar í stjórn Sambandsins. Formaður var kosinn Einar Árnason alþingismaður á Eyr- arlandi. Stjórnarnefndarmaður var kosinn Jón Ivarsson kaupfé- lagsstjóri. Varaform. Sigurður Jóns- son bóndi, Arnarvatni. Varast j órnarnefndarmenn voru endurkosnir Vilhjálmur Þór kaupfélagsstjóri og Björn Kristj ánsson kaupfélagsstj óri. Endurskoðandi var kosinn Tryggvi Ólafsson Reykjavík og varaendurskoðandi Guðbrandur Magnússon Reykjavík. Kolaverzlun SIOURBAH ÓbAFSSONAR SteuLs KJOU RsykjavÖL Sfatl 19» Ég hefi nú í nokkra daga skrifað yfirlit hér í blaðinu um hina einkennilegu framkomu formannsins í íhaldsflokknum, þar sem hann er bandamaður kommunista um að reyna að stöðva framleiðsluna í því skyni að skapa hungursneyð í landinu. Vegna óhjákvæmilegra ferðalaga í mínum landsfjórð- ungi, get ég ekki um stund, haldið áfram því nauðsynlega starfi að skýra hér í blaðinu aðstöðu Jensenssona í landinu. Að öllum líkindum verður tæki- færi til þess síðar. En að þessu sinni vil ég gera stutt yfirlit um ýmsa þætti, gamla og nýja í sambandi við Kveldúlfs- mennskuna í landinu. Slíkt yf- irlit á vel við þegar ósigur Jen- senssona í hinu síðasta bar- áttumáli er öllum kunnur og jafnvel viðurkenndur af mál- svara þeirra í Mbl. Saga Kveldúlfanna er sú, að fyrír alllöngu síðan kemur hingað blásnauður og umkomu- laus drengur frá Danmörku, sem hét Jensen. Hann gaf sig að verzlun hér við Faxaflóa, og varð innan skamms sjálfstæð- ur kaupmaður, sem barst tals- vert á. Tvennt hjálpaði honum til að komast áfram á þeim tíma. I fyrsta lagi mjög góð greind fyrir brask og arðrán, og í öðru lagi að vera danskur. Á þeim tíma var það einskonar aðalsmerki. Jensen festi ráð sitt hér og vildi láta líta út sem hann væri íslendingur. En Daninn var alltaf geymdur óskemmdur innan i íslenzku umbúðunum. Jensen verður kaupmaður og sýndi í einu allmikinn skap- andi kraft, en líka mikla ógætni. Spekúlantinn var öfl- ugri í eðli hans en hinn ráð- setti verzlunarmaður. Talið er að Jensen hafi tvisvar orðið gjaldþrota á þessum árum. Eftir að íhaldið gerði þennan útlending að átrúnaðargoði í fjármálum hefir verið reynt að leyna þessurn ósigrum byrjun- aráranna. En þeir voru þá merkisteinar í æfi mannsins, sýndu galla hans, en jafn- framt kjark hans til að rísa upp úr djúpu falli. Eftir aldamótin komst hann sem Dani að við Miljónafélagið í Viðey. Hann fær í það fyrir- tæld fé fi’á löndum sínum í Danmörku. Hann átti að ávaxta það fyrir þá. Þeir trúðu því, að þrátt fyrir hin fyrri gjaldþrot myndi hann geta grætt fyrir þá. Og það hefði átt að geta verið. Togaraútveg- urinn var að byrja. Jensen var a ágætum stað, í Viðey. Hann hafði nóg fjármagn frá Dan- mörku og ódýrt og óskipulagt vinnuafl í Reykjavík. Aðrir menn græddu á togururn á þessum árum. En Jensen tap- aði meira og meira ár frá ári, og eftir stutta stund var Milj- ónafélagið gjaldþrota. Danskur bankastjóri, Schou að nafni, stýrði þá íslandsbanka. Hann hafði lánað Jensen stórmikið fé. En þar tapaðist geysimikill auður. Islandsbanki var nærri kominn á höfuðið. Schou varð að gjalda þess að hafa trúað á Jensen og fjármálavit hans. Ilann var rekinn frá bankan- um og settur í útlegð í ein- hvern afkima í Danmörku. Manni dettur stundum í hug, að íhaldsflokkurinn eigi eftir að hafa eitthvað hliðstæða óánægju af sonum Jensens, eins og Schou hafði af föður þeirra. Tvær eru kenningar um hrun Miljónafélagsins. önnur er ekki frambærileg nema í vitna- leiðslu og verður því ekki hreyft hér. Hin er sú, að hrun félagsins hafi stafað af stór- felldum vöntunum í hæfileika Jensens. Skapandi afl hafði hann óneitanlega í góðum rnæli. En hvar var gætnin og ráðdeildin ? Sennilegasta skýr- ingin á hruni þessa fyrir- tækis er sú, að í raun og vei’U hafi Jensen vantað sem við- skiptaforkólf þá gætni og festu, sem á svo áberandi hátt skortir í Ólaf son hans sem stjórnmálamann og flokksfor- ingja. Og þetta er sú skýring, sem mér þykir trúlegust. Eftir hið þriðja gjaldþrot byrjar Jensen sjálfur á togara- útgerð og stofnar Kveldúlf. Hann sýndi á ýmsan hátt eig- inleika hins vel gefna spekú- lants. Hann hafði nokkum smekk fyrir húsagerð, og skrif- stofuhús Kveldúlfs við Skúla- götu ber nokkur merki um smekk, sem ekki sést á bygg- ingum keppinauta hans. Sömu oiginleika hefir Jensen sýnt á Korpúlfsstöðum, því að þó að sú bygging sé með afburðum óhentug og illa fyrir komið til búskapar og beri á margan hátt ríkan vott um yfirlæti hins nýríka manns, þá hefir Jensen samt sýnt mikla natni og alúð við Korpúlfsstaðabygg- ingarnar. Þar hefir, þrátt fyrir hma mörgu galla hans og á- vantanir, komið í ljós ánægju- legasti þátturinn í eðli hans. Þegar Kveldúlfi byrjaði að ganga vel á sínum fyrstu ár- um, byrjuðu forlögin að vefa cheillaþræði um Jensensnafnið. Reykjavík var lítill bær. Áhrifamesta stéttin í bænum voru þröngsýnir smáborgarar í c-mbættastétt. Sumir þeirra þóttust vera á móti Dönum, en allir höfðu þeir fengið sitt and- lega innræti í Danmörku og úr danskri menningu. Jensen tókst að gera sig að miklum manni í þeirra augum. Þeir höfðu litla peninga, en hann sýndist hafa mikla peninga og barst mikið á. I augum þeirra varð Jensen hin mikla hugsjón. Fyrst af því að hann var danskur. í öðru lagi af því að hann sýnd- ist græða á spekúlatíonum Kveldúlfs. Enginn af þessum þröngsýnu smáborgurum höfðu nokkra fé- lagslega menntun. Þeir byggðu bæ sinn á þann hátt, að tvær kerrur gætu mætzt á helztu götunum. Þeim datt ekki í hug að draga neina ályktun út af hinum endurteknu gjaldþrot- um Jensens. Þá langaði til að Innflutnmgurmn og verzlunarþíngfíd [Reyndur og- merkur bóndi ú Suðurlandi hefir senl Tímanum cftirfarandi grein út af ályktunum Verzlunarþingsins í Reykjavík]. Síðustu dagana hafa Reykja- víkurdagblöðin, Morgunblaðið og Vísir, birt fréttir frá þingi j kaupsýslumanna, sem haldið hefir verið í Reykjavík nú und- anfarið. I þessum fréttum kemur það skýrt fram, sem menn reyndar vissu áður, að kaupmenn telja sig eina hafa fullan rétt á, að fara með alla verzlun lands- manna, en kaupfélögum og pöntunarfélögum sé óheimilt að auka verzlun sína eftir vilja, eftirspurn og kaupgetu félags- manna sinna, og nú til þess að koma í veg fyrir þennan óaldar faraldur, að þeirra áliti, sam- þykkti þing þeirra áskorun til stjórnarinnar, um að „tekið sé tillit til vöruflokkaskiptingar innflutningsins undanfarin tíu ár“. I þessari kröfu kaupmanna kemur fram alger mótsögn við túlkun þeirra í orði í verzlun- armálum. Signt og heilagt hafa þeir mjög svo fjargviðrazt um það, að verzlun eigi að reka með víðsýni og frjálslyndi. Nú reyndi á víðsýni þeirra. Nú standa þeir við raunveruleik- ann. Hér er að velja um frjálsa samkeppni eða ekki frjálsa samkeppni, hér er sem sé um það að velja, hvort nýir keppendur megi koma inn á verzlunarsviðið eða ekki og nú spyrja þeir sína frjálslyndu samvizku, hvort þeir eigi að eta ofan í sig sínar fyrri kenn- ingar eða ekki, hvort þeir eigi að leyfa frjálsa samkeppni eða ekki. — Hvaða svari hefði mátt búast við af kenningjum þeirra að dæma? Að kaupfélög- in og pöntunarfélög eigi að fá innflutning í hlutfalli við aukna félagatölu og eftirspurn og vörusölu innan félaganna. — Svo einkennilega fer, að svarið verður, að miða eigi við inn- flutning síðustu tíu ára. Þeir vita sem er, aðeinmitt nú spara menn almennt eins og hægt er og reynzlan hefir kennt þeim, að þá þyrpast viðskiptin inn í samvinnuverzlanir og um- setning þeirra er í örum vexti. Af þessum ástæðum þverbrjóta þeir sína meginkenningu í verzlunarmálum og krefjast þess, að keppinautar þeirra, kaupfélög og pöntunarfélög, séu drepin í þann fjötur, sem kemur alveg í veg fyrir vöxt þeirra. Þeir vilja beygja vilja kaupenda og neyða þá til að verzla við sig. Svona haldgóð er hin frjálsa samkeppniskenn- ing þeirra, sem reyndar allir vissu áður. Og með þessari á- lyktun sinni ganga þeir enn lengra en þetta. Þeir ráðast með ósvífni á stéttarbræður sína. Með tillögum sínum ætla þeir sér að skjóta slagbrandi fyrir það, að nokkur maður geti byrjað verzlun og ekkert er sennilegra en að þær verzl- anir sem nýbyrjaðar eru að verzla, verði að hætta, þar sem rniða á við innfluttning síðustu tíu ára. Það er bersýnilegt hverjir ráða innan verzlunar- þingsins og hvaða stefna er þar | ofan á. Það er ósvífni og blá- , j köld síngirni og yfirgangs- stefna hinna eldri og grónu kaupmanna og markmið þeirra, er að ryðja úr vegi öllu því sem að einhverju leyti getur dregið úr gróða þeirra og að- stöðu til að græða, en láta sig það engu skifta þótt þeir þver- brjóti fyrri kenningar sínar og þröngvi kosti sumra stéttar- bræðra sinna og starfsmenn þeirra geti ekki reist verzlun, enda þótt þeir hefðu ástæður til, því ef kaupmenn kæmu íram vilja sínum, að miða við innflutning síðustu tíu ára, væri loku skotið fyrir að nýjar verzlanir gætu risið upp. Þetta kemur eigi flatt upp á samvinnumenn, þeir vissu að þetta var innst inni hjá þeim. Að vísu er það mannlegur breyskleiki, að höndin riði, þegar drepa á striki á sína eigin hagsmuni og þeir ætlast víst til að þeim sé virt það til vorkunnar. En þeir áttu að sjá, að með þessu eru þeir að rífa niður samkeppniskenningu sína, sem samvinnumönnum er reyndar sama, og í þess stað að koma upp harðsvíraðri ein- okun, sem þeir hafa þóttzt hata, og enn halda þeir, þrátt fyrir þetta, að tekið sé mark á, þegar þeir undir einhveri’i hræsnisblæju eru að smjatta á orðunum „einokun“ og „frjáls verzlun“. En kaupmenn hafa mátt vita það, og ekki síður nú, að þrátt fyrir allt þetta smjatt, sér þjóðin skína í tanngarðinn á igldu úlfstrýn- inu útund.an sauðargærunni. Fyrir samvinnumönnum mega þeir kalla það öfund, róg og hvað annað, en þeir mega vita, að þjóðin hefir beyg af þessu gini, enda þótt stundum sé ,það falið. öll verzlun er til vegna kaupendanna, hvort heldur það er kaupmannaverzlun eða sam- vinnuverzlun. Þetta viðurkenna kaupmenn nú raunar í orði, enda þó þeir viðurkenni það oft ekki á borði eins og líka kemur í ljós á síðasta þingi þeirra í Reykjavík. En af því að verzlunin er til vegna kaup- endanna, þá á hún að vera rekin með hag þeirra fyrir augum, með öðrum orðum, sú verzlun á einungis rétt á sér sem rekin er með hag fjöldans fyrir augum. Yrði nú farið eftir kröfu verzlunarþingsins, væri þeim einum tryggð verzl- un, sem stóðu vel að vígi fyrir tíu árum. Innflutningurinn var þá miklu meiri en nú, einn flutti inn þessa tegund, hinn hina. Þar af mundi leiða, að innflutningurinn yrði á fárra manna höndum og þeir fengju miklu betri aðstöðu til að leggja meira á vörurnar, en af j því hlyti að leiða, að setja yrði ! á hámarksverð, ef tryggja á ; hag kaupendanna. Kaupendur hefðu ekkert að flýja. Kaupfé- lög og neytendafélög, sem ef til ; vill hefði haft litla eða enga verzlun síðastliðin tíu ár, kæmi eigi til greina. Kaupendur gætu eigi flúið þangað, ekki komið upp pöntunarfélagi, eða ekkert aðhafst og yrðu að beygja sig undir okið. Reynslan hefir sýnt og sann- að hvívetna að kaupmenn taka allra stétta mest fyrir störf sín og áhættu. Það blasir við í hverju þjóðfélagi að kaupmannastéttirnar hafa magnazt upp í auð og allsnægt- ir, og þótt íslenzka kaupmanna- stéttin sé ung, þá sýnir reynzl- 1 an að hún er engin undantekn- ing í þessu efni, miðað við efnahag okkar þjóðar. Mér dettur ekki í hug að neita því, að allmikið af fé kaupmanna hafi komið þjóðinni að gagni. En hitt er líka víst, að mikið af gróða sumra þeirra hefði mátt fara betur með, og þjóð- inni hefði verið hagkvæmara að það fé hefði eigi verið tek- ið af vinnu og framleiðslu vinnandi stétta, minna lagt á innfluttar vörur og minna farið í milliliði af útfluttum vörum, sérstaklega við sjávarsíðuna. Kaupmenn hafa allra stétta bezta aðstöðu til að taka vel fyrir áhættu sína og störf. Hér á landi er aðstaða þeirra góð, að því er það snertir. Þjóðin er einangruð frá umheiminum að því er verzlun snertir, dreif- býli mikið og lítið um marg- breyttni í verzlun í fámenn- inu, en hinsvegar er mjög góð aðstaða fyrir kaupmenn til að standa saman í öflugum sam- tökum um öll hagsmunamál sín. Það er líka vitanlegt öllum sem til þekkja, að ótrúlega margir lifa með sig og sína á verzlun hér á landi samanbor- ið við fólksfjölda. Um þetta allt vita kaupendurnir og draga rökrétta ályktun af því, að með samtökum megi mikið spara milliliðakostnað. Fyrir því færast kaupfélög og neyt- endafélög í aukana, sérstaklega

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.