Tíminn - 09.07.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.07.1936, Blaðsíða 1
»3 toBfeelmta á £au0aos0 19. &íwl 2353 - JMstfrMf ÖÖI ©Jaíbbagi fcíoöuins cx I. túnl SáUgaaeMÍun foetas 7 t*. XX. árg. Reykjavík, 9. júlí 1936. 27. blað. Báðunauturinn og jarðræktarlögin Eftir Gunnar Þórðarson, bðnda, Grænumýrartungu Þótt hin nýju jaröræktarlög hafi mætt allmikilli óvinsemd í umræðum íhaldsblaðanna, eins og yfirleitt öll umbótamál Framsóknarflokksins, þá mun því ekki hafa verið mikill gaum- ur gefinn. En þegar starfs- menn Búnaðarfélags Islands reyna að villa bændum sýn um gildi þessara laga, og leitast við að gjörá nýmæli þeirra tor- tryggileg, og það jafnvel í blaði félagsins, sem gefið er út með styrk frá þjóðinni, þá virðist full ástæða til almennra andmæla. Ég mun þó ekki gjóra um- sögn ritstjóra Freys um laga- frumvarpið að sérstöku um- talsefni, þótt hún sé óafsakan- lega óvinsamleg og einhliða, Hinsvegar vil ég gera nokkr- ar athugasemdir við hina feit- letruðu og stórorðu grein Pálma Einarssonar ráðunauts, sem birtist í blaði hinna þröngsýnu og íhaldssinnuðu Bændaflokks- manna. Ráðunauturinn talar um að stjórnarskráin mæli sérstak- lega fyrir um félagafrelsi, og vill með því gefa í skyn, að í fyrirmælum jarðræktarlaganna um skipulag Búnaðarfélags Is- lands sé gengið mjög nærri þessu ákvæði. Þetta er sagt í mjög villandi tilgangi. I lögun- um er sjálfstæð aðstaða Búnf. ísl. hiklaust viðurkennd, þótt tekið sé fram hvaða reglum því beri að hlíta, meðan það fer með þau mál, sem að lögum og fjárframlögum eru á vegum ríkisvaldsins. Búnaðarfélag Islands getur ekki haft lagalega kröfu til stórkostlegra fjárframlaga úr ríkissjóði, né umráða yfir margháttuðum styrktum af ríkisfé, nema hlíta þeim skil- yrðum, sem fyrir þeim eru sett. (Og úrskurðarvald landbúnað- arráðherra, í þeim málum, er nauðsynlegt sé um ágreining að ræða til að gjöra aðstöðu bún- aðarmálastjóra sem ljósasta, þar sem hann veitir forstöðu bæði sérmálum félagsins, og þeim málum, er ríkið felur því. En af því leiðir aftur, að eðli- legt hlýtur að teljast að leitað sé samþykkis ráðherra á, hver valinn er til starfsins). — Sigurði Sigurðssyni fyrv. búnaðarmálstjóra var þetta vel ljóst. Á Búnaðarþingi 1933 bar hann fram tillögu um að öll framkvæmd mála sem falin eru Búnaðarfélagi Islands með sér- stökum lögum eða af landbún- aðarráðherra, skuli vera í aðal- umsjón búnaðarmálastjóra með hlutaðeigandi starfsmönnum undir yfirumsjón ráðherra. Af greiðslu þessara mála þarf ekki að bera undir stjórn Búnaðar- lélags Islands. Hér er gengið drjugum lengra en. í hinum nýju jarðræktarlögum. Menn skulu taka eftir því, að þetta leggur til sá maður, sem mesta reynslu hafði um að annast þetta starf, og ekki dregur það úr gildi þessarar tillögu gagnvart ráðunautnum og flokksbræðrum hans, að Sig- urður Sigurðsson var sam- ílokksmaður þeirra við síðustu kosningar. Því fer þess vegna fjarri, að bændum sé sýnd móðgun með þessu ákvæði, heldur sýnir ráðunauturinn þeim móðgun með því að gjöra ráð fyrir, að þeir ekki skilji eðli þessara ákvæða.y Það er hin mesta fjarstæða, að Búnaðarþing sé með lögum þessum „svift ákvörðunarvaldi um úrslit allra hinna mikils- verðustu mála er: landbúnað varða". Slíkt vald hefir eðli- lega alltaf verið hjá Alþingi, en ekki Búnaðarþingi. .Það er Framsóknarflokkurinn á Al- þingi, sem átt hefir tillögur þær, sem valdið hafa úrslitum hinna stórfelldustu umbóta- mála landbúnaðarins hin síð- ustu ár, svo sem í mjólkurmál- inu, sem fært hefir hlutaðeig- andi bændum nú þegar yfir hálfa miljón króna hagnað, og í kjötsölumálinu, sem gefið hef- ii' 600.000 króna tekjuauka til framleiðenda á einu ári. Mikill meiri hluti Búnaðar- þings hefir jafnvel verið svo skammsýnn á þýðingu og eðli þessara laga, að samþykkja ályktun, þar sem þess er kraf- izt af ríkinu að fyrst það hafi tekið málið þannig í sínar hendur, þá tryggi það bænd- um alltaf fullt framleiðsluverð alveg eins 'og með lögunum hafi verið gengið á hlut bænda í þágu ríkisins, þótt það gagn- stæða sé jafnvel viðurkennt í upphafi ályktunarinnar. Búnaðarþing hefir, þvi mið- ur, vart átt frumkvæði að til- lögum um nokkur hin stærri hagsmuna- og umbótamál land- búnaðarins nú undanfarið. Eða hver átti frumkvæði að stofnun fóðurbirgðasjóða, sem verja má til allt að 75.000-kr. árlega. Var það Búnaðarþing- ið? Var það Búnaðarþing, sem átti frumkvæði að því að lagðar voru fram 750.000 krónur til að létta ábyrgðarskyldum af mönnum, sem langflestir eru bændur eða við landbúnað, svo nokkur allra nýjustu dæmi séu tekin. Og sérstaklega má í þessu sambandi benda á, að það var ekki Búnaðarþing, sem átti neinn þátt í undirbúningi eða úrslitum nýbýlamálsins, sem nú eru mestar framtíðarvonir tengdar við, vegna hinnar upp- vaxandi kynslóðar. Búnaðar- þing var á sínum tíma jafnvel Framh. á 4. síðu. A víðavangi Viðskiptin við útlönd. Samkvæmt bráðabirgða- skýrslum Hagstofunnar nam verðmæti innfluttrar vöru í júnímánuði 4 millj. 378 þús. kr. á móti 5 millj. 108 þús. kr. í sama mánuði í fyrra. Heildarverðmæti innflutn- ingsins fyrstu 6 mánuði yfir- standandi árs, er samkvæmt bráðabirgðaskýrslunum, 19 millj. 707 þús. kr., en var 22 22 millj. 945 þús. kr. á sama tímabili árið 1935. 1 innflutningnum á þessu ári er meðtalið efni til Sogsvirkj- unar fyrir ca. 180 þús. kr. og til rafveitu á Siglufirði fyrir 54 þús. kr., en á sama tíma í fyrra var innflutningur til Sogsvirkjunar ca. 1/2 millj. kr., en þessar upphæðir ber að draga frá skýrsluupphæðum Hagstofunnar bæði árin. Er því vöruinnflutningurinn í lok júnímánaðar þ. á. um það bil 3 millj. kr. lægri en á sama tíma árið áður. Verðmæti útflutningsins í júnímánuði þ. á. var 2 millj. 85 þús. kr., en 1 millj. 973 þús. kr, í júnímánuði í fyrra. — Fyrstu 6 mánuði þessa árs hafa verið fluttar út vörur fyr- ir samtals 16 millj. 185 þús. kr., samkvæmt bráðabirgða- skýrslunum, en fyrir 16 millj. 646 þús. kr. á sama tíma 1935. Verzlunarjöfnuðurinn er ó- hagstæður í lok júnímánaðar þ. á. um ca. 3 millj. 300 þús. kr., en var óhagstæður um ca. 5 millj. 800 þús. kr. á sama tíma 1935. Er verzlunarjöfnuð- urinn því 2'/2 millj. kr. hag- stæðari nú en á sama tíma í fyrra. Skörungar íhaldsfundarins. Morgunblaðið telur upp 18 ræðumenn, er tekið hafi þátt í hinum „frjálsu umræðum" „landfundarins" auk þeirra, sem „erindin" fluttu. Gefur þessi ræðumannaskrá talsverða hugmynd um, hvernig fundur- inn hefir verið saman settur. Mest ber þar á einni af mjólk- urverkfallsfrúm „húsmæðra- félagsins". Þá koma þjóðskör- ungar eins og Jón Normann og Lúðvík C. Magnússon, Júlíus Nýborg, Sólmundur Einarsson o. þvíl., en af bændum utan þings eru ekki aðrir tilnefndir en Bjarni í Vigur (sá sem skrifaði „löngu vitleysuna" um kjötlögin) og Þórður nokkur á Bakka í Landeyjum, sem raun- ar er ekki bóndi. Sýnir þetta, hve vendilega bænda- stéttin hefir forðast samkundu þessa. Þá skýrir Mbl. frá því, hverj- ir hafi verið í undirbúnings- nefnd fundarins, og eru það þeir Valtýr Stefánsson, Stefán Tálsson, Einar Einarsson tré- smiður og Guðjón bryti. Hefir þessi nefnd sýnilega verið meir valin með tilliti til matfang- anna en landsmálanna. Nefnd- in pantaði mat í Valhöll fyrir 300 manns, en að borðinu kom ekki nema 200! Svo mikil voru vanhöldin! Danska ríkisstjórnin hef- ir svarað mótmælum ísL ríkisstjórnarinnar gegn iréttaburði Extrablaðsíns Ðanska ríkisstjómin hefir í gær falið sendiherra Dana hér að flytja islenzku ríkisstjórninni orðsendingu þess efnis: Að danska ríkisstjórnin harmi það mjög, ef grein sú í „Extrabladet", sem mótmælt hefir verið af lslands hálfu, hafi valdið íslenzku ríkisstjórninni erfiðleikum. Danska stjórnin skýrir frá því, að hún hafi í gær tjáð rit- stjóra Extrablaðsins, að henni þyki það mjög miður, að grein þessi hafi verið birt, og það því fremur, sem í greininni sé i mörgum atriðum rangt frá sagt. Umleitanir um lán í Danmörku af íslands hálfu hafi engar átt sér stað og heimsóknir konungs og Staunings forsætisráðherra á Islandi standi ekki í neinu sambandi við neitt slíkt. Danska ríkisstjórnin lætur þess ennfremur getið, að hún hafi lagt áherzlu á það við ritstjórann, að upplýsingar Extra- blaðsins um viðskiptajöfnuð íslands síðustu mánuðina, séu rangar, því að viðskipti Islands séu nú stöðugt að færast í þá átt að skapa fuilan jöfnuð út á við, og að verzlunarjöfnuðurinn sé nú mun hagstæðari en á sama tíma í fyrra. Loks tekur danska ríkisstjórnin það fram, að greinin í „Extrabladet" hafi ekki haft áhrif á skrif annara danskra blaða. Aðeins eitt þeirra, Dagens Nyheder, hafi gert fyrirspurn um það, hvort íslendingar væru að leita fyrir sér um danskt lán, og hafi fjármálaráðherrann svarað fyrirspurninni neitandi. Þannig hefir þá íhaldsrógurinn héðan að heiman enn á ný verið kveðinn niður — af dönsku ríkisstjórninni. Vill ekki MbJ. gefa út „fregnmiða" um það? Eftirtektarvert! Um ræðuhöldin á fundinum segir blaðið að öðru leyti: „Það var alveg sérstaklega eftirtektarvert*), hve margar af þessum ræðum — auk sjálfra frumerindanna — voru bæði vel samdar og vel flutt- ar--------". Munu fundarmönnum finn- ast þetta nokkuð vafasöm „compliment". En Tíminn getur fyrir sitt leyti vel gengið inn á það, að það sé „sérstaklega eftirtektarvert", ef sá söfnuð- ur, sem talinn er upp í Mbl. hefir haldið „vel samdar og vel fluttar ræður". Sýna þessi um- mæli, að moðhausarnir kunna, a. m. k. undir niðri, góð skil á sínu heimafólki. Sundrungin í íhaldsflokknum. Mbl. hefir enn ekki fengizt til að birta nöfn „fulltrúanna" á landsfundi íhaldsmanna. En nýlega birtist í blaðinu löng grein um „skipulag Sjálfstæð- isflokksins", sem landsfundur- inn hafi samþykkt. Blaðið er að vísu fremur fá- ort um það, hvernig þetta nýja „skipulag" sé. Þó tekur það fram, að í flokknum eigi að vera miðstjórn og „flokksráð". Hver myndi hafa spáð því í tíð Jóns Þorlákssonar, að árið 1936 yrði komin ,,ráðstjórn"(!) í Sjálfstæðisflokknum? En kunnugir vita, að það er sundrungin innan flokksins og óánægjan með skuldakónginn í formannssæti, sem hefir knúið ráðamenn flokksins til að setja honum skipulagsreglur. Mbl. viðurkennir þetta ó- beint og þó svo ótvírætt, að ekki verður um villst. í blað- inU segir svo: „— — Má telja alveg víst, að með Reglum þessum verði sköpuð ánægja með flokksstarf- ið innan Sjálfstæðis- flokksins, og að með þeim verði í fram- kvæmdinni flokksfylg- inu siglt í heila höfn —" Þessar línur lýsa því vel, bveraig greinarhöfundur Mbl. lítur á ástandið innan íhalds- flokksins. Hann tekur það fram, að hann vonist eftir, að með skipulagsreglunum verði „sköpuð'**) ánægja með flokks- starfið innan Sjálfstæðisflokks- ins. Þessi ánægja hefir þá ekki verið fyrir hendi, úr því að nú er talað um að „skapa" hana. Og hjá greinarhöf. gægist <5- neitanlega fram talsverður ótti um, að nokkur hætta hafi verið á því, að ekki yrði hægt að sigla „flokksfylginu — — í heila höfn". Þeir, sem eiga að „skapa" ánægjuna! Eins og áður er getið, er Mbl. fremur fáort um „skipu- lagsreglur" íhaldsins og hvergi hafa þær birtar verið fremur en nöfn fulltrúanna. En ekki munu þær vera mjög í þá átt að auka lýðræðið innan flokks- ins. Nöfn miðstjómarmanna, sem birt hafa verið (enda naumast hægt að dylja til lengdar, hverjir séu í mið- stjórninni!) sýna, að öll mið- ptjórnin er búsett í Reykjavík. Miðstjórnármönnunum hefir verið f jölgað um 3, úr 7 upp í 10. En það er svo sem ekki verið að bæta við fulltrúum fyrir hinar dreifðu byggðir. Hinir þrír nýju miðstjórnar- menn eru Kristján Guðlaugs- son, Bjarni Benediktsson og Árni frá Múla! Þeir eiga líklega að „skapa" ánægjuna með flokksstaitfið! Uian úr heimi Kosningar eiga að fara fram í haust, bæði í Svíþjóð og Nor- egi. Hefir sænska jafnaðar- mannastjórnin nýskeð sagt af sér, en formaður Bændaflokks- ins, Axel Pehrson myndað stjórn til bráðabirgða fram að kosningum. Ágreinhígur um hermál og tryggingamál er tal- inn hafa valdið stjórnarskipt- unum. — I Noregi mun hins- vegar stjórn Nygaardsvold, sem studd er af Bændaflokkn- um sitja óbreytt fram til kosn- inga þar. Fundur Þjóðabandalagsins hefir staðið yfir í Genf, og var Abessiníumálið enn á dagskrá. Ákveðið er nú, að hætt verði við refsiaðgerðirnar gegn ttal- íu, en hinsvegar hafa Bretar og Frakkar látið í veðri vaka, að þeir muni ekki, að svo stöddu viðurkenna yfirráð ltala í Abessiníu. Abessíníukeisari var sjálfur mættur á fundi Þjóða- bandalagsins, og flutti þar mikla ræðu, þar sem hann rakti tildrög stríðsins og skýrði frá hernaðinum og þeim hörmung- um, sem íbúar Abessiníu hefðu átt við að búa. Fanst áheyrend- um mikið til um ræðu hans, og hafði hún þó eins og vænta mátti lítil áhrif á úrslit mála. Fulltrúar Itala mættu ekki á fundinum, en ítalskir blaða- menn gerðu óp að ræðu keis- arans og voru reknir út með lögregluvaldi og síðar vísað úr landi. Fregnir ganga um það, að keisarinn muni ætla aftur til Abessiníu og taka upp her- stjórn gegn Itölum í vesturhl. landsins, sem enn er sjálfstætt ríki. Undanfarið hafa staðið yfir samningar um yfirráðin yfir Dardanellasundi. Sundið hefir áður verið friðlýst svæði og Tyrkjum óheimilt að byggja þar vígi, en nú mun þessu verða breytt á einhvern hátt, en ágreiningur er sagður þar um milli Rússa og Breta við- víkjandi leyfum til að fara með herskip milli Svartahafs og Miðjarðarhafs. Vaítýr kvartar! i / Valtýr Stefánsson ritstjorl Morauubinðsins heílr á nýaf- stöðnum íundi helztu ráða- manna ihalsins látið i IJós djúpa hryggS yfir þvi, að hann skuli ekki vera virtur þess að fá að vita um mikilsvarð- andi tillögur, sem bornar sóu fram af fulltrúum flokksins. Nefndi hann það til, að sér hefði verið algerlega ókunnugt uin það, að Magnús Guð- mundsson hefði i íyrra borið i fram tillögu um að fá hingað danska flugvél til sildarleitar og landhelgisgaszlu. Að ttðrum i kosti myndi hann ekki hala bleypt formanni flokkslns i blaðið með árásir á þessa ráB- stöfun. ') Leturbr. Tímans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.