Tíminn - 09.07.1936, Side 4

Tíminn - 09.07.1936, Side 4
110 TÍMINN Ráðunauttirínn og jarðrækt- arlögin Fr&mh. af 1. aíðu. svo vant við látið, þegar því var sent frumvárp til ábúðar- laga, sem nú er orðið að lögum fyrir ötula framgöngu Fram- sóknarmanna, að þá vanst því ekki tími til að láta uppi neina umsögn um það. Var það þó mjög mikið hagsmunamál fyr- ir stóran hluta bændastéttar- innar — alla leiguliðana. Bún- aðarþingið hefir jafnvel ekki látið til sín taka um að jarð- ræktarlögin væru endurskoðuð, sem allir munu þó viðurkenna, að nauðsynlegt var að gjöra. Ráðunauturinn leggur á- herzlu á, hver óhæfa hafi verið að fresta ekki samþ. laganna og bíða eftir áliti Búnaðar- þings. En þess ber að gæta, að það hefði getað tafið málið um ófyrirsjáanlega langan tíma. Búnaðarþing mundi sennilega hafa vísað málinu til umsagnar sambandanna og þau ef til vill til hreppabúnaðarfélaganna. Það má geta næn-i hvað fljótt gengi að ná fullu samkomulagi með slíkri aðferð, einkum þeg- ar til eru menn, sem tilbúnir eru að skapa ágreining um öll nýmæli meira og minna af póli- tískum ástæðum. Framsóknarmenn munu aft- ur á móti alltaf tilbúnir að taka upp eða styðja allar þær umbætur, sem fram kunna að koma við jarðræktarlögin, því auðvitað geta alltaf komið fram atriði til umbóta, sem taka þarf til greina jafnóðum og reynslan kennir hvað bezt hentar. Þótt ekki komi til mála að bíða eftir ófundnum umbót- um með þær, sem þegar er bú- ið að koma auga á. Það er næsta furðulegt, þeg- ar ráðunauturinn er að tala um valdarán yfir Búnaðarfélagi Is- landi í sambandi við breyting- ar á kosningum til Búnaðar- þings, því almenn og bein kosn- ing hlýtur alltaf að tryggja \ald meiri hluta bænda yfir Búnaðarþingi, og þó fullt tillit tekið til minni hlutans þar sem hlutfallskosning er við höfð. Ef hér því um tilfærslu á valdi yfir Búnaðarþingi er að ræða, þá er það úr höndum tiltölu- lega fárra manna og í hendur bændastéttarinnar í heild. Það er vonandi að með þess- um breytingum á kosninga- fyrirkomulagi, ásamt auknurn starfskröftum, verði Búnaðar- þing framvegis betur til for- ustu fallið fyrir alhliða nýmæli, landbúnaðinum til framfara og ljái þeim öflugan stuðning að því leyti, sem það á eklci frum- kvæði þeirra. Ráðunauturinn átelur há- mark þeirrar upphæðar, sem hver einstaklingur fær notið ár- lega. Það mun þó öllum ljóst, að því eru takmörk sett sem ríkissjóður fær risið undir að greiða, og ef mikill fjöldi bænda hagnýtti sér þau ákvæði, sem um þetta eru sett mundi það verða hin geysilegasta gjaldbyrði. í öðru lagi er jöfn og almenn framför í umbótum affarasælust og við hana ber að miða. Má það fara að verða nokkurt áhyggjuefni þeim er landbúnaðarmálunum veita for- stöðu hve mikill aðstöðumunur einstakra jarða og jafnvel hér- aða er að verða fyrir breytta búnaðarháttu og mismunandi skilyrði til ræktunar og afurða- sölu. Um hámarksstyrkinn má fullyrða, að hann er sízt of lágt til tekinn, hvorki mun þjóðarhagur leyfa að meira en kr. 5000,00 séu bundnar í hverju býli af jarðabótastyrk, því mjög stórfelldur tilkostn- aður krefur tilsvarandi stór- felldrar framleiðslu, og með til- liti til söluörðugleika nútímans er ekki æskilegt að auka hana nema í hæfilegu tilliti til fjölda þeirra einstaklinga, sem á henni lifa. Og í öðru lagi ber nú að stuðla að býlafjölgun eftir því sem unnt er, og að því, er há- marksstyrknum ætlað að stuðla að miklum mun. Er vonandi að umrædd ákvæði ásamt nýbýla- lögunum verði til að draga úr þeim miklu vandræðum, er at- vinnuleysi nútímans veldur. Ráðunauturinn reynir að koma inn óánægju hjá bænd- um með þær breytingar, sem gerðar liafa verið á styrk til jarðabótanna, með tilliti til gildis þeirra og tilkostnaðar manna við þær. Og hann birtir dærni, þar sem þær valda lækk- un á styrk. En hann varast að koma með dæmi þar sem það gagnstæða á sér stað, og fær hann þó ekki leynt því, að þau dæmi eru miklu fleiri. ' En aðalatriðið er ekki hvern- ig sá samanburður reynist, heldur að styrkurinn verði réttmætari en áður, miðað við tilkostnað og gildi þein-a um- bóta, sem styrkur er veittur til. En það rökræðir ráðunaut- urinn ekki. Eg vil nú skora á P. E. að mótmæla því, ef hann treystir sér til, að góð áburðargeymsla, vönduð framræsla og matjurta- ræktun séu þær framkvæmdir, sem leggja beri höfuðáherzlu á. En þetta eru þær framkvæmd- ir, sem mest eru hækkaðar í styrk. Þá mun það ekki orka tví- nrælis við næga athugun, að þeir sem eru svo lánsamir að búa á jörðum, sem svo eru auð- veldar til ræktunar, að hvorki þarf framræslu né fræsáðning- ar vegna þurlendis og gróður- magns jarðvegsins (en þar kemui- helzt lækkunin niður) njóti alltaf hlutfallslega mestra hagsmuna af jarðabótastarfi sínu. Enda hlýtur svo alltaf að verða meðan jarðabótastyrkur- inn ekki jafngildir þeim tu- kostnaði, sem aðstöðumuninum veldur. Þá hneykslast ráðunauturinn mjög á því að jarðir með vél- tækum flæðiengjum eru ekki lægri í styrk en aðrar. En þess ber að gæta, að þetta eru að- eins önnur hlunnindi, sem ein- staka jarðir hafa án tilverkn- aðar ríkissjóð. Og ráðunaut- ui'inn mun þó varla telja fært að miða jarðræktarstyrkinn við gæði hverrar jarðar fyrir sig, en miða ekki eingöngu við j ai-ðabótastörf in. Árásarhneigð ráðunautsins er jafnvel svo mikil að hann leitast við að skapa andúð gegn fyrirmælum 17. greinar, um að styrkurinn verði „vaxtalaust fylgifé" jarðanna, þótt hann komizt ekki hjá að viðurkenna að sú hugsun, sem þar liggur til grundvallar sé rétt. Hann segii' að fyrirmælin „orki tví- mælis“ og að „mai'kmiðinu sé ekki náð“ með ákvæðum grein- arinnar, án þess að benda á betri leiðir eða á annan hátt að finna orðum sínum stað. Annars er það eftirtektar- vert, að ráðunauturinn virðist þarna vilja ganga lengra en lögin, því vitað er að sam- flokksmenn hans og íhalds- menn yfirleitt, hafa allra mest réynt að rægja þessa grein, fyr- ir að hún gangi á hlut bænda, og jafnvel kallað styrkinn láns- fé til að reyna að villa mönn- um sýn. Sannleikurinn er, að þetta Bezta Munntóbakið er írá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Báðjíð kaupmann yðar um B.B. munntóbakið Fœst allsstaðar. Mínnlngarorð Þann 29. maí 1935 lézt að heimili sínu, Ormsstöðum í Breiðdal, merkiskonan Sigríð- ur Bjarnadóttir frá Viðfirði. Hún var systir Dr. Bjöms Bjarnasonar og þeirra systkina. Sigríður Bjarnadóttir var fædd 18. ágúst 1861 í Viðfirði í Suður-Múlasýslu. Foreldrar hennar voru Bjai'ni Sveinsson, bóndi í Viðfirði og Guðrún Jónsdóttir kona hans. Móður- foreldrar hennar tóku hana, þegar hún var hálfsmánaðai'- gömul. Þau bjuggu þá á Stuðl- um syðra megin við Viðfjörð, og var hún hjá þeim til 8 ára aldurs. Þá fluttist hún aftur til foreldra 'sinna að Viðfirði á- samt afa sínum og ömmu, sem þá hættu búskap fyrir aldurs sakir. Eftir það dvaldi hún heima hjá foreldrum sínum til 21. árs aldurs. Þótti hún mjög myndarleg stúlka. Eiríkur Jónsson bóndi að Hlíð í Lóni missti um þetta leyti konu sína, Þorbjörgu Jónsdóttur frá 5 ungum börn- um. Hann leitaði til Sigríðar og fékk hana til að veita heimil- inu forstöðu. Sjálfur sótti hann hana austur að Viðfirði vorið 1883. 1 Hlíðarheimili voru 25— 26 manns — 5 ung börn og eitthvað af tökubörnum, þegar Sigríður tók við því. Þetta var því vandasamt starf, en hún stjómaði þessu stóra heimili með dugnaði og fyrirhyggju. Hún giftist Eiríki í nóv. 1888. Og á þeim 9 árum, sem þau bjuggu saman á Hlíð, eign- uðust þau 6 böm, sem öll eru enn á lífi. En heilsa Eiríks var mjög slæm á þessum árum, og réðu læknar honum til að flytja að sjó. Þess vegna fluttu þau hjónin frá Hlíð og út í Papey árið 1897. Þá voru sum stjúpbörn Sigríðar gift og fóru þau með til Papeyjar. En eftir 2 ára dvöl í Papey lézt Eiríkur af hinum langvinna sjúkdómi 1899 og var jarð- settur þar. Þá stóð Sigríður ein uppi með 6 börn, það elzta 11 ára, en það yngsta 4 ára. Eftir lát manns síns bjó hún aðeins eitt ár í Papey, þó hún kynni þar annars mjög vel við sig. Eftir það dvaldi Sigríður á ýmsum stöðum, en lengst var hún í Hamarseli í Geithella- hreppi hjá stjúpdóttur sinni, eða frá 1901—1907. Voru þá flest börnin orðin stálpuð, það yngsta 12 ára gamalt. Þá dvaldi hún síðustu 15 ár æfi sinnar lengst af hjá Guðlaugu dóttur sinni að Ormsstöðum í Breiðdal. Öll börn Sigríðar eru enn á lifi og hin mannvænleg- ustu og vel þekkt á Austur- landi. Sigríður var mjög starfsöm kona, enda þrekmikil til vinnu framan af æfi. Hún var mjög D'úhneigð. Skynsöm var hún og fróð um mai'gt. Hún mátti ekkert aumt sjá, án þess að reyna að hjálpa. Hún var í einu orði sag-t mjög góð kona. — Hjálpsemi og fómfýsi voru sterkir þættir í sálarlífi henn- ar. Síðustu ár æfinnar helgaði hún að mestu barnabörnum sínum, og hafði af þeim hina mestu ánægju. Hún var jarðsett í Papey við hliðina á manni sínum. Fyrir böm sín var hún frá- bær og ástúðleg móðir. Hún benti þeim snemma á það, að hafa opinn hug fyrir öllu góðu og göfugu. Þau ge.vma því um hana margar ljúfar minningar. Allir vinir hennar kveðja hana með hlýjum huga. Guð blessi minningu hennar. Eiríkur Sigurðsson. ákvæði er eitt það ákveðnasta hagsmunamál sveitanna og landbúnaðarins, sem fram kem- ur í lögunum, því styrkurinn er, eins og áður, veittur kvaða- laust til jarðabótamanna. Það er einungis reynt að tryggja það, að þeir sem kynnu að vilja braska með jarðir og yfirgefa sveitina, geti ekki flutt burt með sér þá fjármuni, sem ríkið hefir veitt þeim til almennings- heilla. Ef jarðabætur kæmu ekki að notum fyrir alda og óborna, væri ekki rétt að veita styrk til þeirra af almannafé. En það gjöra þær því aðeins, að hagsmunimir, sem þær veita fari ekki allir í gi'eiðslur vaxta og afborgana, af því að þær hafi verið keyptar svo dýru verði. Það er því hin ósvífnasta blekking að ríkissjóður sé með þessu að seilast til eignar á jörðum bænda, því þetta er einmitt stórt átak til að tryggja það, að bændur geti framvegis lísið undir því að greiða vexti og afborganir af kaupverði jarða sinna, þar sem kaupverð- ið verður fyrir þetta ákvæði lægra en ella væri. Að lokum gjörir ráðunaut- urinn að árásarefni að lagt er til, að tekið sé til athugunar, hvort veita skuli fé til fram- kvæmda á þeim jörðum, sem sterkar líkur eru til að leggist í auðn. Er það furðulegt Heyvinnuvélar nokkrar sláftuvélar og rakstrarvélar. Samband ísl. samvinnufélaga 33 Kampóla tt heitir raksápan, sem þeir vandlátu nota. Ef þór eruð skeggsár og viljið nota góða raksápu þá reyniö ,,K-a-m-p-ó-l-a“ Sverasta og erfiðasta skeggrót beygir sig í auðmýkt fyrir „Kampóla“. Sápuverksmiðjan „Sjöfn“ framleiðir »Kampóla« ÁrlO 1904 var i fyrsta elnn þaklast 1 Dao- mArkvt tr ICOPAL. Bezta og ódýraata efni í þök. TIu ára ábyrgö i þöknnum. Þnrfa ekkert yiöhald þann táma. Létt. ------- Þétt. -------- Hlýtt. Betra en bárujárn og málmar. Endist eina vel og aklfnþðk. Fseat alataöar á lalandi. Jens Villadsens Fabriker Kalvebodbrygge 2. Köbenhavn V. Biðjið um verðekrá vora og »ýnishorn. ábyrgðarleysi hjá honum að telja það engu varða, hvort fé er þannig á glæ kastað. Hvað viðvíkur hagsbótum þeim, sem mönnum á slíkum jörðum eru boðnar, þá fullgilda þær áreiðanlega þeim hagsmun- um, sem þeir kunna að fara á mis við í styrk. Og ætla má að menn á slíkum jörðum, þar sem framtíðin er vafasöm, muni í miklu fleiri tilfellum óska stuðnings laganna til bú- staðafærslu en stríða áfram í þeim, venjulega við þröngan kost. Það ætti að mega ætlast til þess, að þeir menn, sem tekið hafa að sér það lífsstarf, að leiðbeina bændum í búnaði og jarðrækt fyndu hjá sér skyldu til að ræða þau mál, er að því lúta af fullum trúnaði og gjöri sig ekki bera að hlut- drægri málfærslu eins og jarð- ræktarráðunauturinn gjörir að þessu sinni. Gunnar Þórðarson. Ritstjóri: Gísli Guðniundsaon. Prentsmiðjan Aeta.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.