Tíminn - 16.07.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.07.1936, Blaðsíða 4
110 TÍMINN sér að gefa hið gagnstæða í skyn. Sumir framkvæmdastjór- arnir hafa haft jafnhá laun Svafari. 2. Árið 1930 og frarn til árs- ins 1935 var Svafar formaður í bankaráði Útvegsbankans, og fékk fyrir það um og yfir 3000 kr. á ári. Af því fé greiddi hann aldrei neitt inn til Sambandsins. Hinsvegar átti Sambandið vitanlega drjúgan þátt í, að Svafar fékk þetta starf, þar sem það leyfði honum að vera fjarverandi um hríð við endurskoðun útbúsins á Seyðisfirði, en upp úr því fékk hann þann kunnleika á liag íslandsbanka, sem varð til þess, að hann tók við banka- ráðsformennskunni í hinum nýja banka. 3. Þegar Svafar var orðinn svo hlaðinn aukastörfum, að hann var alveg hættur að vinna hjá Sambandinu (um áramótin 1931—’32), varð það að samkomulagi, að hann skyldi taka kaup sitt sem áður hjá Sambandinu, en borga aft- ur inn til þess, það sem hann fengi greitt fyrir störfin í síld- areinkasölunni og innflutnings- nefnd. Inn á þetta var gengið eftir ósk og beiðni Svafars sjálfs, og mun hann á þennan hátt hafa viljað láta það koma fram, að hann segði ekki upp stöðu sinni í Sambandinu, þótt hann eins og stæði, væri hætt- ur störfum þar. En um það var að sjálfsögðu ekki vitað þá fyrirfram, hvað þessi auka- störf stæðu lengi eða hvaða heildarupphæð yrði fyrir þau greidd. 4. í útreikningi sínum grein- ir Svafar aðeins frá þeim tíma, þegar hann greiddi kaupið fyr- ir aukastörfin inn til Sam- bandsins, en sleppir því, sem á eftir fór, þegar hann var far- inn að taka allar aukagreiðslur sjálfur til viðbótar við kaupið hjá Sambandinu. En greiðslun- um til-S. í. S. hætti hann alveg eins og hann líka sjálfur ját- ar, seint á árinu 1933. Um þær mundir hefir hann víst þózt hafa annað þarfara með peningana að gera en að styrkja hinn „sameiginlega s,jóð“ samvinnubændanna í landinu, enda hefir hann síðan tekið þátt í starfsemi, sem rekin er í fullum fjandskap við kaupfélögin og Sambandið. 5. Viðvíkjandi því, hvort Svafar sjálfur hafi haft „ráð- hérralaun" eða ekki, nægir að , benda á, að hann hafði t. d. árið 1932 hjá Sís, eftir því umbótum, sem nauðsynlegar j eru, til þess að kjötframleiðsla landsmanna batni að verulegu ráði. Það er engum vafa bund- ið, að hér er hægt að framleiða fyrsta flokks dilkakjöt og stórt spor í þá átt er að bæta út- j litið. Það er mönnum í sjálfs- vald sett. Kjötið er bragðgott, og verði það líka útlitsfallegt, er hægt að búast við stórbætt- um árangri af kjötframleiðsl- unni. Ég efast ekkert um, að með kynbótum og kynblöndun fjár- ins, verður hægt að bæta kjöt- framleiðsluna, en allt er það gagnslaust, ef meðferð sauð- fjárins og kjötsins er ekki bætt frá því' sem nú er. Kaupfélög- in, búnaðarfélögin, kjötmats- menn og þeir, sem annast kjöt- söluna innanlands og utan verða að leggjast á eitt um að brýna fyrir bændum nauðsyn þess að bæta kjötframleiðsluna. Ef við ekki getum framleitt vöru, sem er samkeppnisfær 4 heimsmarkaðnum, er lítil von til þess, að sauðfjárrækt geti nokkumtíma borgað sig hér á ) sem hann sjálfur segir, 10800 kr. -j- 3100 kr. í bankaráðinu. Samtals 13900 kr.. Og árið 1934 hafði hann 10800 kr. hjá Sís -þ 3100 kr. í bankaráðinu + 4800 kr. hjá síldareinkasölunni. Samtals kr. 18.700,00. Þeir, sem sjá ástæðu til að kenna í brjósti um Svafar, og telja hann harf leikinn, eiga það auðvitað við sjálfa sig. En margir munu það mæla, að illa sitji á Svafari að setja upp vandlætingarsvip út af háum launagreiðslum annara, en telja sjálfan sig píslarvott í þeim efnum. Leígimámið Framh. af 1. síðu. er vitanlega skylt, að sjá svo um, að mjólkurframleiðendur, sem rétt hafa til sölu í bænum, þurfi ekki að hella mjólkinni niður vegna þess, að þeir fái hana ekki gerilsneydda. Það var með öllu ókleift að koma upp fyrirvaralaust nýrri geril- sneyðingarstöð fyrir þá bænd- ur, sem Eyjólfur með síðustu tiltektum sínum hafði útilokað frá markaðinum. Og þá var enginn annar kostur fyrir hendi en að taka af honum umráðin yfir stöðinni. Það er sú leið, sem nú hefir verið farin. Bændur í nágrannasveitum Reykjavíkur munu sjá það nú, þó nokkuð seint sé, að þeim hefði verið betra að hafa ein- hvern þann forvígismann í af- urðasölumálum sínum, sem orð- heldnari var og betur gætti hófs en Eyjólfur Jóhannsson hefir gert — og minna hafði saman að sælda við hina póli- tísku kaupmanna- og Kveld- úlfsklíku hér í Reykjavík. Á VÍÐAVANGI. Frh. af 1. síðu. lögin, og deildi hann fast á í- haldið. Fataðist Pétri nokkuð vörnin og ruglaðist í tölum og öðrum staðreyndum. Fundurinn samþykkti þrjár tillögur svohljóðandi: 1. Fundurinn lýsir trausti á núverandi rikisstjóm. 2. Fundurinn telur nýju jarðræktarlögin til bóta frá því, sem áður var. 3. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að hafizt hefir verið handa um lagning vegar- ins milli Reykjavíkur og Suð- urláglendisins, og séð fyrir nýrri fjáröflun í því skyni. Síðasta tillagan var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðum. En á móti hinum til- lögunum tókst ekki að finna fleiri en fimm atkvæði. Þar af voru fjórir utanhreppsmenn. í þykkvabæ virðist því ekki nema einn maður fylgja ihald- inu opinberlega að málum nð orðið, og eru þó 30—40 býli í hreppnum. í Skarðshlíð undir Eyjafjöll- um mættu 60—70 manns. Pét- ur Magnússon bar þar fram tillögu um að lýsa andstöðu við jarðræktarlögin, En þegar að atkvæðagreiðslu kom, fór um helmingur fundarmanna út, töldu sig ekki hafa kynnt sér lögin nægilega til að greiða at- kvæði. En tillagan var sam- þykkt með 21:9 atkv. Á Sauðhúsvelli var með 26: i 16 atkv. samþykkt tillaga um j að lýsa yfir ánægju með jarð- ræktarlögin. Sr. Sveinbjörn ■ Högnason mætti á báðum þess- um fundum. Helgi Jónasson j læknir mætti líka á Sauðhús- ! velli. Síðasti fundurinn var á Stór- ! ólfshvoli sl. sunnudag. Þann • fund sóttu 300—400 manns. Sr. Sveinbjörn og Helgi Jónas- son læknir voru þar báðir mættir af hálfu Framsóknar- flokksins. Á þessum fundi létu þeir Jón og Pétur beita misrétti við út- hlutun ræðutíma. Tillaga kom fram frá íhalds- mönnum um að mótmæla jarð- ræktarlögunum. Munu þeir Jón og Pétur hafa búizt við örugg- um meirahluta sín megin, því að svo hefir oftast veríð á þessum stað. En svo fóru leik- ar, að atkvæðagreiðslan fór út um þúfur, og var engum úr- slitum lýst. Er fundarstjór- inn, Bogi í Kirkjubæ, þó á- kveðinn íhaldsmaður. Þegar svona fór um þessa atkvæðagreiðslu, hættu íhalds- menn við að bera upp aðrar tillögur, sem þeir höfðu komið fram með. Athygli skal á því vakin, að Mbl. segir algerlega ósatt fi’á atkvæðagreiðslunni. En heim- ildir Tímans eru annars- vegar frá fundarstjóranum, Boga í Kirkjubæ, og hinsvegar frá sr. Sveinbirni Högnasyni. Bar þeim báðum saman um það, að tillagan hefði ekki ver- ið samþykkt. Niðurstaða leiðarþinga þeirra Jóns og Péturs er þá þessi: Eitt fellur niður. Á tveimur eru þeir Jón og Pétur í minna- hluta, en á tveimur í meira- hluta. Og á stærsta fundinum, sem þeir væntu sér mests af, verða þeir að gefast upp við að fá nokkuð samþykkt. Það er að verða nokkuð al- mennt álit, að þeir Jón og Pét- ur muni báðir falla við næstu kosningar, og muni mjólkur- málið valda þar nokkru um. Mjólkurverkfall Péturs í fyrra mælist afar illa fyrir í sýsl- unni, sem von er. Utan úr heimí Frh. af 1. slðu. leggja um þvera álfuna, frá norðri til suðurs. En hvað sem því líður, er Mússolini að leggja vígbúið belti þvert yfir mitt Miðjarðar- hafið. Nú er í óða önn verið að vígbúa eyju eina, sem ligg- ur nær miðja vegu milli Sikil- eyjar og Túnis, einskonar Helgoland þessa þýðingarmikla innhafs. Þaðan telja ítalir auð- ið að ráða yfir siglingaleiðum austur og vestur eða með öðr- um orðum: Með þessum að- gerðum, mundu þeir geta slitið Breta úr sambandi við nýlend- ur þeirra austan Súezskurðar- ins. En það væri nokkuð sama og sníða heimsveldið brezka í sundur. Bretar hafa um langan aldur átt yfir að ráða einum mestu og fjölbreyttustu hráefnalind- um heimsins. Er um þau gæði deilt og bar- izt leynt og ljóst af mörgum þjóðum: Þýzkalandi, Ítalíu, Japan. í öllum þessum ríkjum er helzti þröngt heima fyrir, of fábreytt hráefnavinnsla — og fullur hugur á því að vinna ný lönd með samningum eða hemaði. Bretland hefir áreiðanlega ástæðu til að líta nokkrum á- hyggj’uaugum á þessa síðustu j tíma, þótt það hespi fram af sér samningsburidnar skyldur við smærri og varnarlausar þjóðir — eins og það líka hefir gert ásamt fleiri ríkjum. j Og ef til vill er með bygg- ingu voldugrar herskipastöðvar . við suður Afríku, verið að undirbúa aðrar miðstöðvar fyr- ; ir sjóveldi Bretlands en þær, ; sem það hefir átt í Miðjarðar- j hafinu, en sem það sér fram á j að hafi misst m. k. að veru- I legu leyti hernaðarlegt gildi ! sitt og úrslitaþýðingu. i Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsmiðjan Acta. Ljósmæðraskóli íslands Námsárið hefst 1. október næstkomandi. Nemendur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, heilsuhraustir (heilbrigðisástand verður nénar at- hugað í Landsspítalanum). Konur, sem lokið hafa hér- aðsskólaprófi eða gagnfræðaprófi ganga fyrir öðrum, Eiginhandarumsókn sendist stjórn skóláns á Landspít- alanum fyrir 1. september. Umsókninni fylgi aldurs- yottorð, heilbrigðisvottorð og prófvottorð frá skóla, ef fyrir hendi eru. Umsækjendur, sem hafa skuldbundið sig til að gegna ljósmóðurumdæmi að námi loknu, skulu senda vottorð um það frá viðkomandi oddvita. Landspítalanum, 14. júlí 1936 Guðm. Thoroddsen. íþróttaskólinn í Haukadal Eins og að undanförnu starfar skólinn frá 1. nóv.— 15, febrúar n. k. Húsakynni upphituð með hveravatni, raflýst, Námsgreinar: íþróttir (fimleikar, glfma, sund og úti- íþróttir). Bóklegt: Heilsufræði, stærðfræði, íslenzka og danska. Nemendur hafi með sér rúmföt, nema undirdýnu. Þess er krafist að nemendur sýni heilbrigðisvottorð. Æskilegt að umsóknir komi sem fyrst, í síðasta lagi fyrir 20. september. Sigurður Greipsson. REYEID J. GRUNO’S ágæta holienzka reyktóbak VEBÐ: AROMATISCHER SHAG kostar kr. 1,05 V20 FEINRIECHENDER SHAG — — 1,15---- tæst í öllum verzlunum. landi. En ég er viss um, að þetta er hægt. Tvö ný frystihús til kjöt- frystingar verða byggð í sum- ar, á Þórshöfn og Hólmavík. Innýfli. Síðan byrjað var að fiytja út frosið kjöt, hefir allt- af verið flutt eitthvað út af inn- yflum. Eru það einkum eistu, hjörfu, nýru og lifrar. í síð- ustu kauptíð voru flutt út 11.704 kg. brto. af þessum vörum. Gærur. Sambandið hafði til sölumeðferðar alls 369.002 gær- ur. Þær voru seldar til þessara landa: Til Englands — Þýzkalands — Svíþjóðar — Danmerkur — Frakklands Gæruverksm. 53.809 gærur 156.953 — 29.982 — 25.018 — 20 — 103.220 — Gæruverð var talsvert hærra en árið áður. Hélzt það nokkuð jafnt .í allan vetur, eða meðan sala stóð yfir. Við létum afulla með mesta móti af gærum. Beinn hagn- aður er að vísu ekki mjög mik- ill, því aðrar þjóðir geta afull- j að gærurnar eins ódýrt og við, ! en það veitir nokkra vinnu og 1 er auk þess gott að hafa bjóra . og skinnaull til sölu, jafnhliða j gærunum, til verðsamanburðar. j Eftir því sem séð verður, mun ; þó verða nokkur hagnaður á j gærurotuninni að þessu sinni. Allt of mikið ber á skemmd- um gærum frá sláturhúsunum á haustin. Lambagærurnar eru j viðkvæmar, og það er eitt af J kostum lambskinnanna, hvað j hárramurinn er fínn og mjúk- ur. Þess vegna eru skinnin mjög eftirsótt, t. d. til hanska- ; gerðar. En mjög ber á því, að hárramurinn sé skemmdur. Álítur Þorsteinn Davíðsson verksmiðjustjóri, að það stafi af ógætilegri meðferð slátur- fjár og af því að of mikið sé togað í ullina við fláningu. Hef- ir Þ. D. og einnig framkvæmda- stjórar Sambandsins erlendis, einkum Óli Vilhjálmsson mikið gert að því að brýna fyrir fé- lögunum að vanda meðferð gæranna. Garnir. Garnir hækkuðu dá- lítið í verði og var mikið selt fyrírfram. Alls voru hreinsaðar 288.870 gamir. Rjúpur. Sambandið tók til sölumeðferðar 16.367 rjúpur. En auk þess voru seldar á ár- inu 14.730 rjúpur frá fyrra ári. Var sumt flutt út, en nokk- uð selt innanlands. Beitusild. Sambandið hefir haft beitusíld til sölu nú í 3 ár. Reynslan er hvergi nærri góð, því útgerð hefir gengið mjög illa tvær síðustu vertíð- ii’nar hér við Faxaflóa. Saltsíld. Alls seldum við 6.414 tn. af saltsíld. Sfldin var seld í Svíþjóð og Danmörku. Útkoman af síldarvertíðinni í íyrra var mjög slæm, eins og kunnugt er. Við höfðum selt fyrirfram allt að 20.000 tn., en þó mikið af því án skuldbind- ingar. Þrátt fyrir allar misfellur voru viðskiptafirmu okkar sæmilega ánægð. Geri ég ráð fyrir talsverðri síldarsölu í sumar. Aðalviðskipti okkar með saltsíld í Svíþjóð, eru víð kaupfélagaheildsöluna sænsku. Vörusala innanlands. Sala á framleiðsluvörum innanlands hefir enn aukizt talsvert á þessu ári. Það sem selt var síð- astliðið ár, var sem hér segir: kr. Spaðkjöt 113.255,06 Nautakjöt ogsvínakj. 29.303,17 Ilangikjöt 80.330,18 Harðfiskur 3.952,31 Smjör 55.154,46 Tólg 0g mör 9.084,61 Ostur 56.269,95 Egg 2.367,94 Smjörlíki (selt í Rvík) 2.987,86 Svið, Lifur og hjörtu 18.849,36 Freðkjöt 336.742,86 Kartöflur og grænmeti 2.088,26 Umsetning á þessum reikn- ingum er samtals um 710.000 kr. Lang stærsti liðurinn er kjötið. Til þess að tryggja sér betri aðstöðu með sölu innlendra vara í Rvík, keypti Sambandið á sínum tíma frystihúsið Ilerðubreið og rekur auk þess tvær kjötbúðir. Ég sé ekki ástæðu til að gera störf Kjötverðlagsnefndar að umræðuefni í þessari skýrslu, en vil aðeins geta þess, að það er sannfæring mín, að ef nefndin hefði ekki starfað tvö undanfarin ár, hefði verið með öllu ómögu- legt að halda uppi kjötverði í landinu, neitt nálægt því sem tekizt hefir fyrir atbeina nefndarinnar. Ég gat þess í ársskýrslu minni í fyrra, að að því gæti rekið, að ekki yrði komizt hjá að takmarka framleiðslu sauð- fjárafurða, ef kjötmarkaður er- lendis ekki rýmkaðist. Snéri stjórn Sambandsins sér til landbúnaðarráðherra, og mælt- ist til að hann léti fara fram rannsókn á því, hvemig slíkri takmörkun yrði haganlegast fyrirkomið. Skrifaði hann strax Búnaðarfélagi Islands um málið, en álit þess er ó- komið enn. Hér er um alvöru- mál að ræða, sem þarf mikils undirbúnings, 0g því miður lít- ur ekki byrlega út með það í svipinn, að aukinn markaðúr fáist í Bretlandi. [í riæsta blaði verður birtur útdráttur úr skýrslu J. Á. um iðnaðarfyrirtæki Sambandsins og framleiðslu þeirra á árinu 1935].

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.