Tíminn - 29.07.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.07.1936, Blaðsíða 1
c-g tnul)eirata t&afnaxBít. IÖ <5hn» 2353 -• Póoíþii! 9ÖJ ©jaíbbaai btafcslns et ! )6nt i&cgangucinn fostar 7 ft. XX. ár. Reykjavík, 29. júlí 1936. 31. tbl. Ógniv ofheldise stefnunnar tí Á Spáni er nú að gerast þessa daga einn af harmleik- um mannkynsins. Sá harmleikur er saga allra borgarastyrjalda. Fólk af sömu þjóð, úr sama landi, sömu sveit eða bæ, stundum skyldmenni og vinir, berst nú á banaspjót með allri hryllmg þeirrar grimmdar, sem mannssálin getur í sig drukkið. Það eru öfl einræðisins, sem þar skiptast vopnum. Þegar til slíkra ógna dregur, sem nú á Spáni, eru það öfg- arnar til beggja handa, sem hæst ber á. Æst þjóð, sem leiðst hefir út til slíkra bræðravíga, fær ekki, meðan á ógnunum stend- ur, notið rólegrar, athugandi og metahdi skynsemi, er vel- ur meðalveg hófs og þróunar. Þess vegna er hætt við að það, sem af þessari yfirstandandi borgarastyrjöld leiðir, verði einhverskonar einræði, hvort sem það verður heldur fas- cismi eða kommúnismni. Það eru fascistar og kon- ungssinnar, sem til uppreisnar- innar stofna. Áður voldugar stéttir í þjóðfélagi, þar sem Alfonso konungur ríkti, en sem töpuðu áhrifaaðstöðu sinni með falli hans og valdatöku lýðræðismanna, gera nú til- raun til þess að hrifsa völdin í sínar hendur með vopnuðu ofbeldi. Hvernig þessi hroðalegi leik- ur fer, er enginn kominn til að segja. Hitt blasir við allra augum, hver voði stafar af því, er of- beldishugarfarið nær að leggja undir sig meginþætti í athöfn- um einstaklinga og þjóða. Of- beldi, sem einkis svífst, hvorki um frelsi manna né fjör. Og aldrei sézt betur en und- ir slíkum kringumstæðum, hvers virði sterkt lýðfrelsi og þingræði er, og hvernig með því má — og því einu, halda í skefjum ofbeldisöflum, sem annars skeyta fæstu, nema þröngum sérhagsmunum líð- andi stundar. öfgaflokkarnir eru til í öll- um löndum. En á Norðurlönd- um ná þeir minnstri fótfestu, eiga þar hrjóstrugastan jarð- veg og lítil uppivöðsluskilyrði. Allir vita að þetta er mest þeirri almennu menntun og menningu að þakka, sem Norð- urlandaþjóðirnar hafa öðlazt með langri þroskasælli þróun. Kommúnistaflokkar þessara landa eru áhrifalausir og fá- mennir. Fascistar og Hitlers- dýrkendur eru enn færri og vesælli. Hvorugir hafa neitt bolmagn til þess að steypa samborgurum sínum út í bál byltinganna. Hér á landi hafa báðir þessir flokkar reynt að ná fót- íestu meðal þjóðarinnar. En það hefir heldur ekki tekizt. Nazistarnir hafa gert sig Frh. á 4. síðu. Er íhaldið að ganga af göflunum? Ein's og kunnugt er, var for- sætisráðherra Dana, Th. Stau- hihg, nýlega á ferð hér á landi. Ilann kom hingað m. a. til að ræða við íslenzku ríkisstjórn- ina um viðskiptamál Islands og Danmerkur, og þá fyrst og fremst það, hvaða möguleikar séu á því, að Danir geti bætt okkur Islendingum upp þann mikla mismun, sem er á því vörumagni, sem við kaupum af Dönum og því, sem Danir kaupa af okkur. Undanfarið hefir verið bent á tvö úrræði í þessum efnum: I fyrsta lagi, að Danir reyni að auka vöru- kaup sín frá Islandi. í öðru lagi, að Danir greiði fyrir sölu íslenzkra vara í Suðurlöndum og víðar á þann hátt, að gera þar sjálfir vörukaup, sem séu látin koma íslendingum til góða, þegar vöruskiptin eru gerð upp. Fyrir okkur íslendinga er þetta vitanlega stórt mál. En það er líka mikilsvert atriði fyrir Dani. Þeir vilja ógjarn- an missa af vörusölu hingað til lands, en vita hinsvegar, að við getum tæpast látið okkur lynda áfram þann óhagstæða viðskiptajöfnuð, sem nú er milli landanna, og myndum því neyðast til að flytja kaup okkar að meira eða minna leyti frá Danmörku, ef ekkert er að gert. Einhverntíma myndi það fremur hafa þótt bera vott um vaxandi en minnkandi sjálfstæði Islands, ef erlendur forsætisráðherra hefði gert sér ferð hingað til að ræða við- skiptamál við Islendinga. En nú æsast íhaldsblöðin út af komu Staunings og telja hana bera vott um það, að ís- lenzka ríkisstjórnin sé að ofur- selja sjálfstæði landsins í hend- ur Dana! Sérstaklega óskapast Mbl. út af því, að Stauning skuli hafa sagt í viðtali við er- lend blöð, að viðræður hans við íslenzku stjórnina verði „tekn- ar með til yfirvegunar" í sam- bandi við verzlunarmál „sem tekin verða til meðferðar í Danmörku". Það er nokkuð erf itt að gera sér grein fyrir því, á hvern hátt gáfnaljósin við Morgun- blaðið ætla íslenzku ríkisstjórn- inni að fara að því að koma lagfæringu á viðskiptin milli íslendinga og Dana. Þegar danski forsætisráð- herrann býðst til að koma hing- að heim og ræða málið, ætlar íhaldið úr öllum mannlegum ham. Og þegar Stauning skýrir frá því erlendis, að kröfur Is- lendinga og viðræðurnar við ís- lenzku stjórnina muni verða „teknar til yfirvegunar" eins og önnur erlend verzlunarmál, þá sér Mbl. bókstaflega rautt, og talar um, að þar með sé „íslenzka verzlunarmálarðu- neytið flutt til Dacmerkur"! Vildu spekingar íhaldsins Framh. á 4. síðu. A víðavangi Síldveiðin. Laugardaginn 25. þ. m. voru alls komin á land 474 þús. mál síldar til bræðslu. Á sama tíma í fyrra var bræðslusíldin ekki nema 320 þús. mál, og jókst ekki úr því, svo að neinu næmi. Sala bræðslusíldarafurðanna gengur vel það sem af er og má áætla, eftir þeirri sölu, sem gerð hefir verið hjá ríkisverk- smiðjunum, að síldarmjöl og síldarlýsi, sem nú er búið áð vinna, sé um 5 millj. kr. virði til útflutnings. Saltsíldaraflinn var 25 þ. m. orðinn nál. 60 þús. tunnur, en var aðeins 10 þús. tunnur á sama tíma í fyrra. Af karfa er búið að veiða rúml. 11 þús. tonn. — Karfalýsið hefir selzt miklu hærra verði en síldarlýsi og karfamjölið selzt líka betur en síldarmjöl. Ellitryggingarnar. Ihaldsmenn halda áfram öðru hverju að ala á rógi um Fram- sóknarflokkinn í sveitum út af ellitryggingunum nýju. Þannig lét einn íhaldssýslumaður þess sérstaklega getið á manntals- þingi, að nú kæmi hækkun á ellistyrktargjaldi, sem „stjórn- in" legði á bændur! En hitt mun hann hafa þagað um sá góði sýslumaður, að á Alþingi greiddu íhaldsmenn atkvæði með ellitryggingunni, og full- trúar þeirra í allsherjarnefnd, Garðar Þorsteinsson og Thor Thors, mæltu með því sérstak- lega, að það mál næði fram að ganga. — Ihaldsmenn ætluðu meira að segja að ganga inn á, að ellitryggingargjaldið yrði 6 kr. á mann í sveitum í stað 5 kr., sem kveðið var. En breyt- ingin um lækkun kom frá Framsóknarmönnum. — Einn þingmaður úr miðstjórn íhalds- flokksins, Jakob Möller, barðist hinsvegar fyrir því, að munur- inn á ellistyrk til gamalmenna í sveitum og kaupstöðum yrði sem mestur og að gamalmenni í sveitunum yrðu höfð útund- an. En Framsóknarmenn neit- uðu að fylgja tryggingalögun- um, ef slíkt óréttlæti næði fram að ganga, og komu á þann hátt í veg fyrir það. Um þetta ættu íhaldssýslumennirn- ir að gefa skýrslu á manntals- þingum næst! Ófarir íhaldsins í skattamálum. Skýrsla sú, er birt var hér í blaðinu í vor um upphæð rík- isskatta á íbúa, bæði hér á landi og í öðrum löndum, hefir vakið mikla athygli. Skýrsla þessi var tekin eftir amerísku vísindariti, og hún sýnir, að skattar til ríkisins hér á landi eru lægri á hvern íbúa en ann- arsstaðar á Norðurlöndum og lægri en skattameðaltal Norð- urálfuríkjanna. Ýmsir hafa haft orð á því við Tímann síð- an þessi skýrsla var birt, að þeir botnuðu ekkert í því, að íhaldsmenn skyldu hafa haldið því fram undanfarið, að skatt- ar hér á landi væru hærri en nokkursstaðar annarsstaðar, og að mönnum, sem þannig haga Kort af Spáni þar sem hin ægilega borgarastyrjöld geisar. málflutningi sínum, geti ekki verið mjög annt um að segja satt yfirleitt. En íhaldsblöðin hafa orðið að gjalti í þessu máli sem von er. „Mosaskeggur" kveður Eyfirðinga! Sigurður „mosaskeggur" skrif- ar nýlega í Mbl. um fýluför þeirra Garðars í Eyjafjörð. Vill Tíminn eindregið ráða mönnum til að lesa þá grein, því að hrakförum þeirra félaga í Ey- iafirði er þar enn átakanlegar lýst á milli línanna, en gert verður í beinni frásögn. I grein þessari játar Sigurð- ur að fregn Mbl. um vantraust- ið á Hrafnagili hafi verið upp- spuni. En gremju sinni yfir óförun- um reynir „mosaskeggur" að svala með ókvæðisorðum um einstaka menn í Eyjafirði og sér í lagi um Kaupfélag Ey- firðinga. Hann segir m. a.: „— — Pólitisk ómenning" hefir yerið breidd upp yfir höfuð héraðsbúum af Kaupfé- ; lagi Eyfirðinga". Þvínæst tal- j ar hann um þá, sem „fastast trúi á kaupfélagskúgunina" og , segir svo: „En óvíst verður að telja, að það sé einhlítt, því þó ofstopi og yfirgangur kaupfé- lagsins gangi mjög úr hófi, þá fylgir slíkri kúgun sársauki, . sem menn þola ekki til lengd- : ar-------". Ef „Mosaskeggur" hefir ætl- I að að gera Garðari greiða með skrifi þessu, þá er sú tilraun á- reiðanlega ekki heppileg. Því j að eitthvað annað mun vera j vænlegra til fylgis í Eyjafirði en að níða hið myndarlega og vinsæla samvinnufélag þeirra Eyfirðinga. Var Garðar þar sjálfur búinn nóg að gera, þótt eigi hyggi „mosaskeggur" í hinn sama knérunn. Innanhéraðsmönnum á Hrafnagilsfundinum gefur „mosaskeggur" þann vitnis- burð, að á "þá hafi ekki verið hlustandi, því að þeir séu „mjög vitlausir menn"! En margur myndi það mæla, að á meðan „mosaskeggur" unir við „vitlausa manninn í skutnum", sem formann í Azana, forseti spánska lýðveldisins. Sjálfstæðisflokknum og þjónar undir hann, þá sé hann ekki of góður til að hlusta á bændur norður í Eyjafirði. „Okkar söngur"! Eitt höfuðeinkenni í opin- berri framkomu íhaldsmanna á mótum og mannfundum, er 1 vanmáttartilf inningin. Þeir eru fyrir löngu farnir að sjá fram á þá sannreynd, að öll von muni vera úti um það, að þeirra flokkur komizt fram- ar til valda á íslandi. Það er rétt hjá þeim. Þess mun engin von, ekki (inu sinni með leyndri og opin- berri aðstoð varaliðsins, sem kennir sig við bændur þessa iands. Þaðer meir að segja óvenju fckynsamlegt af þessum flokki 'íð gera sér ljósa grein fyrir 'þessum fyrirsjáanlegu ðrlögum. Hitt er aftur á móti með nokkuð meiri furðu, hvernig íhaldsmenn bera sig undir því mótlæti. Allir þekkja lýsingar ólafs Thors á ástandinu í atvinnu- lífi útgerðamianna, meðan Uans flokkur réð lögum og lofum í þeim efnum öllum, hvernig allt var að sökkva á kolakaf. Og allir kannast við útmálun þessa flokksforingja á högum þjóðarinnar yfirleitt, hvernig skelfing taugaveiklaðs manns kemur fram í ákalli og hróp- ran um það, að allt sé á glöt- unarleið. Fyrir þetta hefir þessi for- Framh. á 4. síðu. Uían úr teimi Undanfama viku hefir geis- að á Spáni ein hin ægilegasta borgarastyrjöld, sem sögur fara af, og er enn eigi víst, hver vérða muni úrslit hennar. Það eru fasistar og konungs- sinnar. sem uppreisn hafa gert gegn ríkisstjórninni, sem við völdum tók eftir kosningasigur vinstri flokkanna í febrúar-^ mánuði sl. Síðu3tu vikumar áður en uppreisnin hófst, hafði veriS róstusamt á Spáni. Verkföll geisuðu um landið, og þekktir menn bæði úr liði stjórnarinn- ar og andstæðinga hennar höfðu verið myrtir. En upp- reisnin brauzt út í spönsku ný- lendunni í Marokkó á norður- strönd Afríku, og höfðu upp- reisnarmenn brátt alla nýlend- una á valdi sínu. Rétt að segja samhliða hófst borgarastyrjöld- in heima fyrir, bæði á Suður- og Norður-Spáni. Urðu upþ- reisnarmenn þegar yfirsterkari á Suður-Spáni. Og á Norður- Spám' veitti þeim einnig betur framan af og fóru með liðsafn- að að höfuðborginni, Madrid. En höfuðborgin stendur í miðju landi á þurrum og hrjóstrugum stað. Var um tíma talið, að uppreisnarmenn hefðu vatnsleiðslurnar til borgarinnar á valdi sínu, og að borgarbúar myndu verða að gefast upp vegna skorts á vatni og matvælum. Þetta hef- ir þó breyzt nokkuð frá því, sem sumir ætluðu. Á Norður- Spáni virðist stjórnin nú hafa yfirhöndina. En á Suður-Spáni standa yfir grimmilegir bar- dagar. Flytja uppreisnarmenn lið frá Marokkó yfir Gibraltar- sund í flugvélum, þar á meðal innfædda Afríkumenn. 1 Sevilla ráða þeir yfir útvarpsstöð. Allverulegur hluti ríkishers- ins, bæði landhers, flughers og fiota, virðist hafa tekið þátt í uppreisninni. Ogx sá heitir Franco, foringi í hernum, sem fyrir uppreisninni stendur. Stjórnin hefir aftur á móti fengið bændum og verkamönn- um vopn í hendur og komið sér á þann hátt upp miklu liði. Bardagarnir hafa verið háðir af mikilli grimmd, og með liverskonar vígvélum öðrum en eiturgasi. Uppreisnarmenn hafa fengið vopnasendingar frá þýzkum og ítölskum vopna- verksmiðjum, en talið er að stjórnin hafi fengið vopn frá Frakkk.ndi, þar á meðal flug- vélar. I fregnum, sem bárust frá Spáni fyrir 3—4 dögum, var talið að 20 þúsundir manna væru þegar fallnar í bardögun- um, og hroðaleg hervirki orðin í ýmsum stærstu borgum landsins. — Erlendir menn streyma út úr landinu þúsund- um saman til að forða lífi sínu. Brezki bærinn, Gibraltar , á Suður-Spáni, er fullur af flótta- mönnum. Hinir stríðandi hefir eyða nú sitt eigið land með drápstækjum nútímatækninn- ar. En vel getur það haft eigi lítil áhrif á málefni álfunnar, hvort fasisminn eða þingræðis- stjórnin verður ofan á á Spáni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.