Tíminn - 29.07.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.07.1936, Blaðsíða 4
122 T I M I N N árni irnason bóndi í Oddgeirshólum Hinn 10. maí andaðist að heimili sínu, Oddgeirshólum í Ilraungerðishreppi í Árnes- sýslu, merkisbóndinn Árni Árnason, eftir skamma van- heilsu, aðeins 58 ára að aldri, og má fullyrða, að héraðið eigi þar á bak að sjá einum sinna beztu bænda fyrir sakir gáfna, dugnaðar og óvenjulegs mynd- arbrags, er jörðin hans bar svo prýðilegan vott um. Árni var fæddur að Dalbæ í Hrunamannahreppi 24. júní 1877. Foreldrar lians voru Ámi Gunnarsson bóndi í Dal- bæ og kona hans Katrín Bjarnadóttir frá Tungufelli, en þau voru aðeins tæpt ár í hjónabandi og fæddist Ámi eftir andlát föður síns. Nokkru síðar fluttist Katrín að Hörgsholti og gekk að eiga Guðmund son Jóns í Hörgs- holti. Bjuggu þau hjón þar fjölda mörg ár stóru búi og eignuðust mörg og efnileg börn. Andaðist Guðmundur f.vrir nokkrum árum, en Kat- rín lifir enn, ern í hárri elli. Árni hafði því aldrei neitt af föður sínum að segja, en hon- um var það til láns, að hann eignaðist ágætan stjúpföður, sem reyndist honum ætíð sem bezti faðir. Árni ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður í Hörgs- holti, unz hann árið 1899 hóf búnaðarnám á Hólaskóla. Út- skrifaðist hann þaðan eftir tveggja ára nám með hæstri einkunn er þar hafði þá verið gefin. Næsta vetur fékkst Árni við kennslu, en um vorið flutt- ist hann að Hruna og gekk að eiga eftirlifandi konu sína, El- ínu Steindórsdóttur Briem prests í Hruna. Hefir Árni efalaust talið það sína lífs- hamingju að eignast slíka á- gætiskou, enda var hjónaband þeirra hið ástúðlegasta alla tið. Þau hjón eignuðust 9 börn, 2 dóu ung, en 7 lifa, 3 dætur og 4 synir, öll hin mann- vænlegustu. Eftir tveggja ára búskap í Ilruna, fluttust þau hjón að Grafarbakka í sömu sveit og voru þar í 2 ár. En vorið 1906 fluttust þau að Oddgeirshólum, sem Árni hafði þá fest kaup á og bjuggu þar upp frá því og þar varð því aðal lífsstarf Áma. Árni hafði frá upphafi sýnt, að hann var dugandi maður, sem gerði hverju verkí góð skil, en nú reyndi fyrst alvar- Á víðavangi. I irunh. af 1. síCU. ingi á dreka íhaldsins verið nefndur „vitlausi maðurinn í skutnum“. Þetta uppgjafarhugarfar virð- ist hafa náð föstum tökum á allri foringjasveitinni. Á mann- fundum flokksins kemur hún átakanlega fram, minnihluta- tilfinningin, vanmáttarkenndin. Thor Thors hefir það helzt til uppörfunar á liðið, sem hann talar yfir, að rifja upp „bar- áttu söng kommúnista: „Þeir skammta okkur frelsi, þeir skammta okkur brauð. Ilver skóp þeirra drottnandi auð?“ En það er ekki nóg að Thor vilji halda þessum orðum kommúnista á lofti og leggja út af þeim. Svo djúp er örvæntingin orð- in um það, að 'flokksklíka í- haldsiris komist nokkurntíma til valda, að Magnús Jónsson, íhaldsins æðsti prestur, leggur lega á, hver maður bjó í hon- um. Oddgeirshólar eru að vísu ágætis jörð, en stór og erfið og síðast en ekki sízt fylgdi sá mikli ágalli, að öll húsakynni á jörðinni voru í hinni mstu niðurníðslu. En Árni lét það ekki á sig fá, en hóf þegar starf sitt til alhliða umbóta á jörðinni. Hann stækkaði túnið, sléttaði það og bætti, svo nú er það mikið véltækt og með bezt ræktuðu túnum. Hann girti túnið og síðan allt land jarðarinnar. Vandað íbúðarhús úr steinsteypu lét hann gera fyrir nokkrum árum, sömuleið- is byggði hann upp öll útihús á jörðinni og heyhlöður af nýju og síðast reisti hann vandað steinsteypt fjós með haughúsi og for og öllum nýjasta og fullkomnasta útbúnaði. Jörðin hefir því alveg umskapast í höndum hans og er hreinasta snild að sjá þar fráganginn á öllu, hvar sem litið er, enda gekk Árni óskiptur að því að bæta og' prýði þessá ábýlis- jörð sína, sem hann hafði tekið svo miklu ástfóstri við, að aauðvona lét hann flytja sig heim til að deyja þai’. En umfram allt var hann mannkostamaður sem öllum vildi vel. Hann vissi að gáfur og þekking eru að vísu mikils virði, en „sé hjarta ei með, sem undir slær“, þá er það sem falskur gljái. Hánn unni landi sínu og þjóð og óskaði að öll landsins börn bæru gæfu til að að vinna samhuga að því að bæta og prýða landið. Hann fórnaði sjálfur kröftum sínum til þess. Árni reyndi sjálfur örðugleikana, en hann flýði ekld frá þeim, eins og margur gerir, heldur reyndi að sigra þá. Ilann fann vel sannleiks- gildi þess, að Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa á Guð sinn og land sitt skal trúa. Að Árna er hin mesti mann- skaði, hann var enn á bezta skeiði, er hinn ólæknandi sjúk- clómur sótti hann heim. Mest hefir þó misst kona hans og börn, en þeim er það harmabót, að hafa átt ástríkan eigin- mann og föður, sem þau hafa reynzt vel í lífsbaráttunni. Árni var jarðsunginn að Ilraungerði 22. maí að við- stöddu fjölmenni. Blessuð sé minning hins mæta manns. St. G. það beinlínis til að baráttu- ljóðin verði tekin af kommún- istunum og gerð að „okkar söng“, eins og hann komst að oi’ði. Það er svo sem ekki mikið við því að segja, þótt íhalds- menn gangi inn í raðir bylting- armannanna og syngi þar með þeim sér til hugarhægðar, eða geri söng þeirra að að „sínum söng“. Það er líka skiljanlegt, að minnihlutavissan um óyfirsjá- anlega framtíð, verki dálítið dapurlega á íhaldsbroddana. En hitt væri óneitanlega stórum karlmannlegra og betra til árangurs og afspurnar að bera harm sinn í hljóði, og mæta vandamálum erfiðra tíma með þrótti og skynsamlegri at- hugun og viðbrögðum, heldur en hitt, að leysa allar áhyggj- ur og vanda upp í kveinandi voli byltingasöngva, jafnvel þótt höfuðprestar flokksins mæli svo fyrir, að það skuli vera „okkar söngur“. Ógnir ofbeldisstefnunnar. Framh. af 1. síðu. frægasta að því að ráðast á andstæðinga sína í stjórnmál- um, úr launsátrum, og neyta fjölmennis — þótt vesælt væri — til ofbeldisverka, þar sem líkindi þóttu til að ekki sæist til þeirra. Og kommúnistum vex ekki fylgi, nema síður sé. Það skilja sjálfsagt engir ógnir og tortímingu borgara- stvrjalda — sem jafnan reyn- ast enn hræðilegri heldur en ílest eða öll önnur stríð — nema þeir, sem lent hafa í þeim. En svo mikið skiljum við þó, sem stöndum álengdar og heyrum einungis vopnabrak bræðravíganna suður og vest- ur í álfunni, að þau öfl og það hugarfar, er stendur að baki þeirrar uppreisnar og annara slíkra, sé einhver ó- gæfusamlegasti þátturinn í þjóðlífi hvers ríkis, sem leit- ast við að keppa fram til far- sældar og þroska. Thaldsflokkminn og 17. júní. Eins. og kunnugt er, snéri miðstjórn íhaldsflokksins sér síðastliðið vor til útvarps- ráðsins og óskaði eftir því að fá eina klukkustund til umráða af dagskrártíma út- vaiTpsins á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar forseta, 17. júní. Eins og vænta mátti, svar- aði útvarpsráðið þessu afdrátt- arlaust neitandi. Jafnvel Valtý Stefánssyni mun hafa blöskrað svo frekja ílokksstjórnarinnar, að hann mun ekki hafa treyst sér til þess að greiða atkvæði með málaleituninni. Með þessari tilraun hefir í- haldið ætlað sér að skapa þá venju, að það fengi framvegis tíma í útvarpinu þennan dag til andsvarslausra árása á mót- stöðumennina, og yrði þá jafn- íramt tryggður sá einkaréttur hjá útvarpinu, að helga minn- ingu þess stjórnmálaforingja, sem er mest dáður af þjóðinni. Ihaldið hlaut í seinustu kosnirigum maklegan dóm fyrir þær yfirlýsingar margra helztu forkólfanna, að ef flokkur þess næði völdum, myndi hann nota útvarpið, skólana og aðrar hlutlausar menningar- stofnanir til þess að útbreiða skoðanir sínar og’ ryðja and- stæðingunum úr vegi. Þessi seinasta viðleitni til misnotk- unar á útvarpinu mun hljóta sama dóm. Og ekki gerir það málstaðinn betri og veglegri, þegar það grípur til þess sem pólitískra bjargráða, að reyna jafnframt að helga sér minn- ingu þess manns, sem mest hefir unnið fyrir sjálfstæði þjóðarinnar, þar sem það reynir nú að vinna því allt það það ógagn, sem í þess valdi stendiu'. Iivað segja Sigurður Krist- jánsson og Jón Arnesen? ‘ Ihaldsflokkurinn á Alþingi á tvo fulltrúa í Síldarútvegs- nefnd, þá Sigurð Kristjánsson í Siglufirði og Jón Arnesen á Akureyri, og hafa þeir komið nokkuð við sögu nú í vor. — Þegar Ólafur Thors gerði „kröfuna“ um 6 kr. verðið fyr- ir síld hjá ríkisverksm., of- bauð þessum mönnum frekja hans, og sendu þeir ásamt nokkrum öðrum norðlenzkum síldarmönnum, skeyti til ríkis- stjórnarinnar, þar sem þeir | lýstu yfir því, sem sínu áliti, að þessi krafa væri á engu viti | byggð, og að kr. 5,30 væri hæsta verð, sem til mála gæti komið. Skýrðu þeir jafnframt ‘ frá því, að einkaverksmiðjur, Er ihaldið að ganga af göflunum? Framh. af 1. síðu. láta Stauning lýsa yfir því, að viðræðurnar við íslenzku stjórn iria yrðu alls ekki teknar til greina í Danmörku? Mbl. virðist óneitanlega hafa nokkuð einkennilegar hug- myndir um það, hvernig íslend- ingar eigi að fara að því að vera sjálfstæð þjóð! Samkvæmt heimspeki Mbl. eigum við að óska þess yfir alla hluti fram, að erlendar þjóðir taki kröfur okkar í viðskipta- málum ekki „til yíirvegunar“. Því að um leið og aðrar þjóðir fara að hlusta á málstað íslend- inga — þá er um leið „íslenzka verzlunarmálaráðuneytið flutt“ til útlanda! Jafnvel gamlir íhaldsmenn eru forviða yfir þessu heimsku- lega rausi Mbl. Öllum viti bornum mönnum verður það nú ljósara með degi hverjum, að forkólfar íhaldsins eru í ádeil- um sínum og svívirðingum um ríkisstjórnina komnir óravegu út fyrir öll takmörlc heilbrigðr- ar skynsemi. Og þess vegna ryður sú skoðun sér nú óðum til rúms, að íhaldið sé ábyrgð- arlaus flokkur, sem eltki sé hægt að taka alvarlega. sem þeir hafa umráð yfir á Siglufirði og Dagverðareyri, myndu ekki verða reknar í sumar, ef 6 kr. verð yrði á- kveðið í ríkisverksmiðjunum. Þessi yfirlýsing samherjanna lcorn talsvert ónotalega við þá íélaga ólafs Thors og Svein Benediktsson, sem höfðu reikn- að með því, að íhaldsmenn fyrir norðan væru hræddir við Kveldúlfsklíkuna. Og næsta dag var Ólafur í Mbl. með hinar verstu dylgjur um, að þeir Sigurður og Jón ynnu að því að „arðræna“ útgerðar- menn. Virðast þeir Jón og Sigurður nú ekki eiga nema um þrennt að velja: Að leggja niður umboð þau, er íhalds- flokkurinn hefir falið þeim í síldarútvegsnefnd, heimta að formaður flokksins taki aftur illmælið um það, að þeir „arð- ræni“ útgerðarmennina, sem eiga að gæta hagsmuna fyrir, eða í þriðja lagi að ganga úr flokknum. Áður var <3>. Th. bú- inn að neyða Sigurð til að fara úr síldarverksmiðjustjórn- inni, sem hann hafði verið skipaður í, þegar bráðabirgða- lögin voi’u gefin út. Af skrif- um ó. Th síðar mátti það helzt ráða, að hann byggist við, að þeir Sig’. og Jón myndu vera orðnir lausir í flokknum, því að hann segir, að þeir muni óska núverandi ríkisstjórn „langra lífdaga“. Enda mun það svo vera, að bæði þeim og öllum betri mönnum innan í- haldsflokksins stendur stuggur af, að eiga framkomu Ó. Th. og Mbl. í þessu máli oftar yf- ir höfði sér. fiunnar Bannarstan heima Gunnar Gunnarsson skáld kom nýlega hingað til lands snögga ferð með þýzku skemmtiferðaskipi, I Reykja- vík dvaldi hann aðeins einn dag. Náði Tíminn þá snöggvast tali af honum. En tíminn var naumur. — Gunnar þurfti að vera kominn um borð eftir litla stund. — Ilvernig gekk ferðin? — Vel að öðru leyti en því, að svarta þoka var við Fær- eyjar og sást þar ekki út úr „Kampóla" heitir raksápan, sem þeir vandlátu nota. Ef þér eruð skeggsár og viljið nota góða raksápu þá reyniö ,,K-a-m-p-ó-l-a“ Sverasta og erfiðasta skeggrót beygir sig í auðmýkt fyrir „Kampóla“. Sápuverksmiðjan „SjifnÍÉ framleíðlr »Kampéla« Almennur fiundur fiyrir ungmennafélaga verður haldinn í Þrastaskógi sunnudaginn 16. ágúst næstkomandi og hefst klukkan 13 (1 e, h.). Þar verða nokkrar stuttar ræður um nýjustu daSskrár- mál ungmennafélaganna, upplestur (ungur rithöfundur). söngur, leikir o. fl. til hvatningar og skemmtunar. Aðgangur að samkomunni kostar 50 aura. Samkoman er aðeins fyrir ungmennafélaga og gesti þeirra, en ekki fyrir almenning. Þeir félagsmenn, sem ástæður hafa til, geta komið í Þrastaskóg laugardagskvöldið 15. ágúst og tjaldað þar yfir 8unnudagsnóttina. Á laugardagskvöldið verður skemmtun við varðelda í skóginum, fyrir þá félags- menn, 8em þá verða komnir. Sambandsstjórn U. M. F. í. augum, þann tíma er skipið hafði þar viðdvöl, En er lcorn í nánd við ísland rofaði til og sást nokkuð til Vatnajökuls og Eyjafjalla og vestur með landi. — Hvenær komuð þér sein- ast hingað til lands? — Árið 1931. Síðan hafa orð- j ið ýmsar breytingar hér, sem | stinga í augu aðkomumannsins. ! Annars höfum við hjónin ætl- | að að koma hingað heim síð- i ustu sumur, þótt ekki hafi orð- ; ið úr vegna ýmislegra anna, en ! að sumri er ákveðið — að öllu íorfallalausu, að við komum ásamt börnum okkar. ! — Þér komið frá Þýzka- landi? j — Já, ég kem beint frá 1 Ueidelberg — j — Þar sem þér voruð kjör- inn heiðursdoktor, er ekki svo. — Já, svarar Gunnar og brosir. — Og kynni yðar af Þjóð- verjum? ! — Þau eru á þann hátt, að ' ég veit enga þjóð, er sýnir Is- ! lendingum jafmnikla velvild og þeir, né lagt hafa slíka rækt ! við bókmenntir okkar. — Þér hafið fyrir nokkru síðan hafið máls á auknu og styrkara sambandi milli Norð- urlanda. — Já. Og sú samvinna er líka að eflast og festast á ýms- an hátt. Mörg stórríki álfunn- ar skoða Norðurlandaríkin sem Kolaverzlun SIGURBAR ÓLATSSOKAR Sían-i KOK Raykjavlk. Siml UU Nofáð Sjafnar-sápur. eina heild — og í því liggur og styrkur Norðurlandabúa. Þeir eru allir einhuga, t. d. um frið- armálin o. fl., og koma þar fram sem ein heild og verður meir ágegnt en annars. — Hvað segir þér um okkar , ungu skáld? — Þér vitið nokkuð álit mitt þar um. „Sölku Völku“ H. K. Laxness hefi ég þýtt og tel höfundinn stórskáld. Sömuleiðis er Tómas Guð- mundsson lipurt skáld. — Eru ný skáldverk væntan- leg frá yður bráðlega? — Ég tala lítið um óorðna hluti, svarar Gunnar, en vitan- lega hefi ég bók í smíðurn, er kemur út í haust, ef allt fer eftir áætlun. Og auðvitað er hún um íslenzkt efni eins og allar mínar bækur. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsm. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.