Tíminn - 06.08.1936, Side 1

Tíminn - 06.08.1936, Side 1
^fgteifrsla 09 inní)cimta ^afnaretc. 1Ö ©ími 2353 ~ PóotÉ)6íf 961 ©faíbbagi fcloíolna et 1 |éni ÁcgíHifluriuti fostat 7 ft. XX. ár. Reykjavík, 6. ágúst 1936 32. blað «oicrss7»ararr Viðskíptín víð útlönd og steSna ríkísstjórnarlnnar í gjaldeyrxsmáhim Það má heita daglegt brauð nú orðið, að heyra skapæsta eða illa upplýsta íhaldsmenn berja það blákalt fram, að nú- verandi ríkisstjórn og stuðn- ingsflokkar hennar, hafi ekkert gert til leioréttingar verzlun- arviðskiptum þjóðariimar út á við. Slík svigurmæli, þótt af litlum hyggindum séu fram borin, gefa tilefni til að rifja upp nokkur atriði í sambandi •. ið viðskiptin við útlönd tvö síðustu árin. Flestum mönnum í þessu landi mun nú vera það kunn- ugt, að þjóðin hefir á 2—3 síðustu árum átt í meiri og ó- viðráðanlegri erfiðleikum með að selja framleiðslu sína er- lendis en nokkru sinni fyr. Sá niar-kaðurinn, sem langmest munaði um og mest hefir verið t.reyst á undanfarið, saltfisk- inarkaðurinn, hefir stórkost- lega brugðizt þrjú seinustu ár- in, og um framtíð hans er allt évíst. Það má búast við, að saltfisksútflutningur þessa árs verði allt að því 12 roillj. kr. minni að verðmæti en hann var árið 1933. Þessvegna er það líka, að rnargir þeir, sem af sanngirni og viti líta á þessi mál, undr- ast það beinlínis, að þjóðinni skuli hafa tekizt að forða sér frá algerðu viðskiptalegu liruni, samhliða því sem sala aðalútflutningsvörunnar hefir svo hraparlega brugðizt. Það er líka almennt viður- kennt nú orðið af þeim rnöirn- um, sem til þessara mála þekkja, að án þeirra aðgerða, sem núverandi ríkisstjórn hef- ir beitt sér fyrir í viðskipta- og atvinnumálum, myndu af- leiðingar hinnar gífurlegu markaðsrýmunar hafa orðið algerlegá óbærilegar. Þetta við- urkenna hinir skynsamari stjómarandstæðingar líka æf- inlega í einkaviðtölum, þó að þeim þyki, mörgum hverjum, henta að láta annað í ljós í blöðum og á mannfundum. Af innflutningstakmörkun- um núverandi ríkisstjórnar hefir sá árangur náðst nú á rniðju ári 1936 (eftir að gjald- eyrislögin nýju eru búin að vera IV2 ár í gildi) að ársinn- flutningur erlendra vara til landsins hefir minnkað um 10 milljónir króna frá því sem var á árinu 1934*). Þessi mikla takmörkun á innflutningi erlendra vara hefði vei’ið algerlega ómöguleg, ef íhaldsflokkurinn og flokkur Jóns í Dal hefðu átt að vera við völd, og stjóma í samræmi við hina ráðandi viðskipta- stefnu í íhaldsflokknum, og kröfur verzlunarstéttarinnar. ') Á árinu 1935 minnkaöi inn- flutningur um 7 millj. kr. frá því sem var árið áður, og á fyrra helmingi þessa árs er hann 3 milj. kr. minni en á sama tíma 1935 En árangurinn af gjaldeyris- ráðstöfunum stjórnarinnar hef- ir raunar komið fram í fleiru en því að draga úr innflutn- ingnmn. Hann hefir líka haft þau áhrif, að flytja innkaup þjóðarinnár milli landa, draga úr kaupum í þeim löndum, sem tiltölulega minnst kaupa héð- an, en auka innkaupin í þeim löndurn, þar sem með þvi var hægt að greiða fyrir sölu ís- lenzkra afurða. Ef bomar eru saman niður- stöðutölur í júlíheftum Hag- tíðindanna, 1934 og 1936, sézt að þessi tilfærsla innkaupanna milli landa er þegar orðin mjög mikil. Á fyrra árshelmingi (jan.— júní) 1934 hafa verið fluttar inn vörur frá Danmörku fyrir 4 millj. 465 þús. kr. Á fyrra árshelmingi í ár er innflutn- ingurinn frá Danmörku kom- inn niður í 2 millj. 743 þús. krónur. Á sama tíma 1934 er inn- flutningurinn frá Noregi 2 millj. 288 þús. kr. Nú í ár er liann kominn niður í 1 millj. 128 þús. kr. Á sama tíma 1934 er inn- flutningur frá Bretlandi 6 millj. 417 þús. kr. Nú í ár ekki nema 4 millj. 694 þús. kr. Á sama tíma 1934 var inn- ílutningur frá ítalíu ekki nema 496 þús. kr. Nú í ár er inn- flutningur frá Ítalíu orðinn 1 millj. 298 þús. kr. á sama tíma. Innflutningurinn frá Spáni var á fyrra árshelmingi 1934 um 864 þús. kr. Nú í ár 1 millj. 42 þús. kr. Á sama tíma 1934 var inn- ílutningur frá Þýzkalandi 2 millj. 566 þús. kr. Nú í ár 4 millj. 372 þús. kr. Innflutningur frá Svíþjóð 1934 á sama tíma var 843 þús. kr. Nú í ár er hann kominn upp í 1 millj. 287 þús. kr. Þanng hefir tekizt á IV2 ári að færa 3—4 millj. kr. af inn- kaupum fyrra árshelmings milli viðskiptalanda, íslenzkum framleiðendum í hag — sam- hliða því, sem tekizt hefir að færa ársinnflutninginn niður um 10 milljónir króna. Því ber heldur ekki að gleyma, að innflutningshöftin liafa haft geisimikil áhrif í þá átt að auka iðnaðinn í landinu. Mikill hluti iðnaðarframleiðsl- unnar á tilveru sína beinlínís innfluíningshöftunum að þakka. En á þann hátt hafa skapast lífsmöguleikar fyrir fólk, sem að öðrum kosti hefði þurft að stunda íramleiðslu fyrir erlend- an UiSrkað og auka þannig á söluerfiðleikana. En iðnaðurinn hefir verið styrktur einnig á annan hátt í löggjöf síðustu tveggja ára. Þannig hafa verið gerðar breyt- ingar á tollalöggjöfinni iðnaðin- um til verndar, sumpart á bá leið að létta tolli af hráefnum til iðnaðar og sumpart með toll- ahækkunum á erlendum vörum, sem hægt er að íramleiða hér á lahdi. Auk þessa hafa verið gerð lög um að undanþiggja ný iðnaðarfyrirtæki tekjuskatti og útsvari meðan þau eru að Icoma rekstrinum á traustan grundvöll. Allar þessar ráðstafanir miða að því að draga úr þörf lands- majina fyrir erlendan gjaldeyri. Iíefir á þennan Iiátt tekist að vsga nokkuð upp á móti hinni stórfelldu rýrnun saltfisksmark- aðarins. En eins og högum er háttað hér á landi er sú leiðin þó vit- anlega hvergi nærri einhlít. Enda hefir af hálfu hins opin- bera eigi síður verið haft auga á hinni aðalleiðinni til úrbóta — þ. e. þeirri leið að auka hina erlendu sölu á þeim framleiðslu tegundum sem helzt geta til greina komið til að bæta upp þá sölurýrnun sem orðið hefir af óviðráðanlegum ástæðum. Framleiðslumöguleikar síldar- afurða hafa verið stórkostlega auknir í tíð núverandi ríkis- stjómar. Og síldveiðin er nú sú framleiðslugrein, sem líkleg er til að skapa mesta gjaldeyri nú í ár. Tekizt hefir að vinna all- verulegan markað fyrir salt- síld í Vesturheimi. Karfaveiðin er algerlega ný framleiðslugrein, sem byrjað var á fyrir rúmu ári að opin- berri tilhlutun. Áður var öllum þeim ógrynnum af karfa, sem togararnir fengu á Halanum, umhugsunarlaust hent í sjóinn. Nú sem stendur sýnist vera nægur og góður markaður bæði fyrir karfamjöl og karfalýsi. Og það, sem af er þessu ári er kom- inn á land karfi fyrir 800 þús. kr. í erlendum gjaldeyri. Full ástæða er til að nefna aðra nýbreytni, rækjuveiðina, sem hafin var, einnig að opin- berri tilhlutun, vestur á Isafirði í fyrra. Ámi Friðriksson fiski- fræðingur hefir í viðtali við Nýja dagblaðið látið í ljós, að hér muni vera um mjög álit- lega framtíðar markaðsvöru að ræða, sem víða er útgengileg. Ýmsir munu vera þess sér- staklega minnugir, að í blöðum stjómarandstæðinga var gert mikið skop að þessari tilraun um það leyti, sem hún var að hefjast. Sýnir þetta talsvert á- berandi fáfræði þeirra manna, sem að blöðunum standa, því að hér er um alþekkta vöru að ræða, sem „forvígismenn“ sjáv- arútvegsins hefðu átt að hafa einhverja hugmynd um. Um hraðfrystingu og sölu á hraðfrystum fiski hafa verið gerðar ýtarlegar tilraunir, sem þegar hafa borið nokkurn á- rangur og líklegar til að bera meiri. Og sama er að segja um harðfiskinn, sem á síðustu vetr arvertíð myndi hafa selst fyrir álitlega upphæð, ef afli hefði ekki brugðist svo hraparlega, sem raun varð á. Sömuleiðis hefir telcizt að vinna upp nokk- urn markað fyrir ufsa. í sambandi við þær aðgerð- Framh. á 4. síðu. A víðavangi Laugalandsskólinn í Eyjafirði verður glæsileg bygging og á að geta orðið til búin í haust eða snemma í vet- ur. Áhugasamar konur og karl- ar í Eyjafirði hafa hrundið málinu áfram með dugnaði og þingflokkur Framsóknarmanna beitti sér fyrir fjárveitingu á þrem fjárlögum, sem nemur hálfum stofnkostnaði. Sig Egg- erz reyndi að stöðva málið í fyrstu, en beygði sig er hann sá vilja almennings og sam- heldni liéraðsbúa. En hér á dögunum hleypur Sig. Eggerz fram fyrír skjöldu, sparlcar konum í Eyjafirði til hliðar og þeim þingflokki sem borið hafði málið uppi. Sigurður gerir bandalag við fáeina „varaliðs- menn“ í Eyjafirði og ræður í skyndi náfrænku sína, sem er leikfimiskona en ekki kann neitt sérstaklega til húsmæðra- fræðslu. Var þó völ á útlærðri matreiðslukonu sem kennt hafði í fjóra vetur við hinn ágæta húsmæðraskóla á Laugum. Kon- ur í Eyjafii’ði hafa strax alls- herjar samtök móti Sigurði Eggerz og kæra framferði ! hans fyrir forsætisráðherra. ! Brá hann skjótt við og ógilti alt brölt Sigurðar og sagði honum fyrir verkum. Má Sigurður nú klifra niður stigann og mun ! hans að engu getið í sambandi við Laugaland nema því sem honum er til mestu háðungar. Ilefir forsætisráðherra mætt hinum fórnfúsu Eyfirðingum á miðri leið og bjargað málinu aftur í hendur þeirra. Kaifamið fyrir Austurlandi. Nýlega bárust frá Aust- íjörðum fregnir um það að „Þór“ myndi í rannsólmarleið- angri sínum vera búinn að finna ný karfamið úti fyrir Austurlandi, og að Árni Frið- riksson teldi horfur á, að þessi mið væru eins góð og karfa- miðin á Halanum. Ef rannsókn og reynsla sýn- ir, að hér sé í raun og veru um auðug karfamið að í-æða, getur það bersýnilega haft stórkostlega framtíðai-þýðingu fyrir sjávarútveginn og afkomu manna á Austfjörðum. Verksmiðjan á Norðfirði myndi þá væntanlega taka upp karfavinnslu, þegar síldarver- tíð er úti. Og þá er líka komið ærið verkefni fyrir hina nýju verksmiðju á Seyðisfirði, sem verður tilbúin nú í september og mun geta brætt yfir 1000 mál á sólarhring. Það gæti sennilega einnig komið til mála, að verksmiðjan á Raufarhöfn ynni úr karfa að lokinni síldarvertíð, ef á þyrfti að halda. Og hitt myndi þá væntanlega verða tekið til athugunar, hvort ekki ætti að reisa nýja verksmiðju á Austurlandi, með tilliti til karfavinnslu í fram- tíðinni. Allir þeir, sem áhuga hafa fyrir viðreisn atvinnulífsins á Austfjörðum, munu fylgjast með því með eftirvæntingu, Framh. á 4. síðu. óvenjuleg brúðkaupsferð Gullbsrúðhjónin á Grímsstöðum í Mýrasýslu Það er venja víða um lönd og einnig hér á síðari árum, að nýgift hjón, er hafa ástæður til, fara svokallaðar brúðkaups- ferðir og njóta þannig hveiti- brauðsdaganna. Meðal íslenzkra ; bænda mun þetta næsta sjald- gæft, enda hafa þeir venjulega . lítinn tíma aflögu til ferðalaga. Og hins þekki eg ekki dæmi að gullbrúðhjón taki sig upp og fari langa „brúðkaupsferð“, fyr en nú um þau Hallgrím Níels- son og Sigríði Helgadóttur á Grímsstöðum á Mýrum. Eg naut þeirrar ánægju að sitja gullbrúðkaup þeirra hinn 18. júní sl. Þá var saman kom- inn f jöldi frænda, vina og i;unn- mgja, eða um hundrað manns, er nutu góðgerða á heimili þeirra og sonar þeirra Tómasar bónda að Grímsstöðum og glödd ust með þeim á þessum heiðurs degi þeirra. Þeim bárust heillaskeyti og heiðursgjafir frá vmum fjær og nær, og þá var skorað á þau að fara nú brúðkaupsferðina sem varð að víkjá fyrír vorönn- ; unum fyrir 50 árum. Því að upp | úr því rak hver önnin aðra, I eins og gengur, og sjaldan mátti um frjálst höfuð strjúka. Það ; eru annirnar sem búskapurinn j og hjúskapurinn eru venjulega ! ríkastir af og oft halda bændum og þó einkum húsfreyjum þeirra bundnum við- heimilið, sem enginn slítur nema dauð- inn. En nú virtist tækifærið kom- ið þó seint væri. Börnin full- orðin, jörð og bú í góðum hönd- um sonar þeirra og þau sjálf liraust og hress. Og þau urðu við áskoruninni. Eg var nýskeð á ferð aust- ur á landi. Þá hitti eg hin öldruðu heiðurshjón á Húsavík. Þá voru þau búin að ferðast víðsvegar um Suðurland og síð- an sjóveg vestur og norður um land og var ferðinni heitið landleiðina til baka. Eg var þeim samferða um Mývatns- sveit og Ásbyrgi og ýmsa aðra fegurstu staðina í Þingeyjar- sýslum. Nutu þau ferðalífsins eins og ung hjón í veðurblíð- unni og náttúrufegurðinni. Mér þótti ferðalag þetta svo óvenjulegt og ánægjulegt að ég afréð að minnast þess með nokkrum orðum um þessa gömlu, góðu vini mína og sveit- unga. Þau hjónin eiga mikið og dáð- ríkt æfistarf að baki. Þau eru bæði komin af þróttmiklum at- orlcusömum ættstofnum og bera skýr einkenni þeirra. Hallgrím- ur er fæddur að Grímsstöðum 26. maí 1864. Foreldrar hans voru Níels bóndi Eyjólfsson, mikill myndar 0g dugnaðar- maður, ættaður af Austurlandi, og kona hans Sigríður Sveins- dóttir, prests að Staðarstað og fyrri konu hans Guðnýjar Jóns- dóttur skáldkonu frá Grenjað- arstað, sem margir kannast við. Voru þau hálfsystkini Sigríður móðir Hallgríms og Hallgrímur biskup Sveinsson. Níels og Sigríður bjuggu að Grímsstöðum allan sinn búskap og eignuðust sjö börn sem öll eru á lífi enn nema Haraldur heitinn prófessor. Ein systranna Þuríður kona Páls Halldórsson- ar skólastjóra giftist „út úr sveitinni“, en fimm barnanna staðfestu ráð sitt og bjuggu búi sínu í fæðingarsveitinni, Álftaneshreppi á Mýrum. — Sveinn fyrrum bóndi að Lamba- stöðum, Guðný fyrrum hús- freyja að Valshamri kona Guðna heitins Jónssonar, Marta húsfreyja að Álftanesi, var fyrri maður hennar Jón Odds- son og seinni maður Haraldur \ Bjarnason og hafa þau búið þar i til þessa, og Sesselja húsfreyja | á Grenjum, kona Bjarnþórs j heitins Bjaraasonar frá Knarr- I arnesi. Flallgrímur tók við föð- urleifð sinni, sem fyr er sagt. öll eru þau systkini mesta myndar- og gæfufólk og settu Framh. á 4. síðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.