Tíminn - 06.08.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.08.1936, Blaðsíða 2
124 TlMINN Jónas Þorbergsson og störf hans fyr og nú Fyrir nokkrum dögum lét Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri þess getið opinberlega, að hann myndi framvegis standa utan við alla flokkabar- áttu í landsmálum. Sumum gömlum andstæðingum J. Þ. hefir orðið þetta að umræðu- efni og látið fjúka hnútur til hans í því sambandi. •Jónas Þorbergsson er að margra kunnugra' manna dómi mesti blaðamaður, sem starfað hefir hér á landi síðan Björn Jónsson leið. Hann hafði sam- einaða flesta þá kosti sem mik- ill blaðamaður þarf að hafa, og kom þar jafnt til greina áhugi hans, skarpleiki, vald yfir máli, rökfimi og hagsýni málafylgju, sem lögfróðum mönnum er tal- ið sérstaklega til gildis. Starf J. Þ. fyrir Framsókn- arflokkinn, sem ritstjóri Dags og Tímans, er ómetanlegt fyrir flokkinn og landið. Hann hefir átt beinan og óbeinan þátt í því að skapa hið nýja landnám í landinu. Tvö mál eru í fram- kvæmdinni meira hans verk en nokkurs annars manns: Stofn- un Kristneshælis í Eyjafirði, þar sem honum tókst að safna öllum andstæðum í eina fylk- ingu, sem hratt í framkvæmd hinu mikla heilbrigðismáli Norðlendinga. Hitt málið er útvarp Islendinga, sem hann hefir borið gæfu til að stýra yfir hin erfiðu byrjunarár, þannig að þjóðin treystir því og metur það. Sé útvarpið und- ir stj órn J. Þ. borið saman við hina fyrri tilraun, þá sézt hví- líkt verk J. Þ. hefir þar leyst af hendi. Þegar þeir sömdu um það frændurnir, Tr. Þ. og J. Þ., að hinn síðarnefndi skyldi hætta blaðamennsku 1930 og taka við forstöðu útvarpsins, þá var Framsóknarflokkurinn búinn að fórna sínum mikla flokks- hagnaði við að hafa slíkan rit- stjóra fyrir þörf allrar þjóðar- innar. Og þegar J. Þ. lét af þingmennsku 1933, var hann í raun og veru hættur að starfa að landsmálum á baráttugrund- velli. Úrsögn hans nú er því eins og vel orðuð fyrirsögn á fullgerða blaðagrein. Jónas Þorbergsson. Sumir ókunnugir menn héldu að hinn harðsnúni blaðamaður myndi verða hlutdrægur við andstæðinga sína, sem útvarps- stjóri. En reynslan hefir orðið önnur. Þrátt fyrir langa og mikla eftirgrenslun ýmsi’a and- stæðinga, hefir reynslan altaf verið sú, að útvarpið var hlut- lausara en nokkur önnur stofn- un í landinu, þjóðkirkjan ekki undanskilin. Ástæðan til þess að J. Þ. hef- ir tekizt svo vel, að gera út- varpið áreiðanlegt og fjöl- breytt, er það, að hann hefir beitt kröftum sínum einhuga að því takmarki. í stað þess að beita áður öllum hug að sókn- armálum umbótastefnunnar í landinu, varð það nú höfuðá- liugamálið, að geta látið út- varpið verða sem bezt og gagn- legast fyrir alla þjóðina. J. Þ. hefir tekizt að vinna marga sigra, sem flolcksmaður, meðan hann stóð klæddur brynju með hjör í hönd. Honum hefir líka tekizt snilldarlega vel að vinna fyrir alla gamla vini og gamla andstæðinga, þegar því var að skifta. Það er þess vegna engin nýj- ung fyrir okkur Framsóknar- menn, þó að J. Þ. sitji hjá í landsmálabaráttunni. Fram- sóknarflokkurinn hefir falið honum annað hlutverk og hann hefir tekið því. Vegna ágætra hæfileika hans og mikillar for- sögu í starfi Framsóknar- manna, hæfði það vel, að slík- um manni væri falið starf, sem mikill vandi fylgdi og mikil þýðing í þjóðlífinu, og það vav gert. Forusta útvarpsins er ein hin erfiðasta og um leið virðu- legasta staða í hinu íslenzka þjóðfélagi. Að minni hyggju hefði enginn annar maður get- að stýrt útvarpinu með jafn mikilli víðsýni og skapandi orku, eins og J. Þ. hefir gert á hinum fyrstu byrjunarárum. Við samherjar hans höfum undan engu að kvarta í þeim efnum. Útvarpið mun lengi bera góðar menjar hins fyrsta forstöðumanns. I Við Framsóknarmenn höfum ríkulega ástæðu til að þakka J. Þ. fyrir hans mikla starf, fyrst fyrir flokkinn og síðan fyrir landið. Við höfum enga aðra réttmætari og eðlilegri ósk fram að bera en þá, að hann megi enn um langa stund sýna í verki, hversu mesti blaðamaður landsins getur gert nútímaútvarp að hinni glæsi- legustu uppsprettu þekkingar og fróðleiks fyrir alla þjóðina. J. J. íslenzka íhaldið og Danir íslendingar og Danir eru frændþjóðir. Þær hafa sama lconung, margskonar viðskipti um stjómmál, fjármálavið- skipti og andleg efni. Þau einkennilegustu tíðindi gerast nú, að bæði dagblöð íhaldsflokksins íslenzka ráðast svo að segja daglega á dönsku þjóðina, forustumenn hennar og jafnvel á sjálfan konung lands- ins, fyrir það að hann dragi taum annarar þjóðarinnar móti öðru ríki sínu, íslandi. En samhliða þessu eru leið- togar íhaldsins hinir auðmjúk- ustu við Dani, nærri því jafn heimskulega auðmjúkir eins og þeir eru frámunalega ókurteisir þegar því er að skipta. Það þarf ekki að fjölyrða um, hve sílk framkoma er til mikillar vansæmdar fyrir íhaldsflokkinn íslenzka, þegar svokallaðir leiðtogar hans brjóta sjálfsögðustu siðareglur í sambúð vel menntra þjóða. En það líða fleiri við þessa fram- komu íhaldsblaðanna heldur en sá flokkur, sem að þeim stend- ur. Þau varpa skugga á alla ís- lenzku þjóðina, líka þann hluta þjóðarinnar, sem í skiptum við allar nábúaþjóðir gætir hófs og alþjóðlegrar siðmenningar. Ég álít fullkomna ástæðu til að íslenzka þjóðin geri sér það ljóst, að framkoma áður- nefndra íhaldsblaða er í einu heimskuleg og stórhættuleg fyrir álit íslands. Ég vil nefna nokkur dæmi til skýringar þessari skoðun. XJndir eins og það fréttist hingað til lands, að konungur landsins myndi koma hingað ferð um sólstöðuleytið, byrjuðu íhaldsblöðin að ráðast á hann fyrir, að hann myndi koma hingað í grunsamlegum erind- um. Dylgjur íhaldsblaðanna hnigu í þá átt, að konungur kæmi hingað í lævísu skyni, kæmi til að vinna móti sjálf- stæði hins íslenzka ríkis, fyrir hina þjóðina, sem hann stýrir. í þessu skyni gein Mbl. yfir auðvirðilegum kviksögum, sem eitt hið vesælasta sorpblað í nábúalöndum íslands hafði flutt um för konungs. Var þetta kurteisi? Hvað á konungur íslands að gera ann- að en að ferðast eftir því sem ástæður leyfa um það land, þar sem hann er æðsti starfs- maður? Er hægt að hugsa sér öllu meiri ósanngirni gagnvart konungi landsins, en að ráðast á hann með lúalegum dylgjum, fyrir það eitt að ferðast um ríki sitt og kynnast þar mönn- um og málefnum? Ég hygg að árásir íhaldsblaðanna á konung landsins fyrir að heimsækja sitt eigið ríki, sé fordæmalaust sem ókurteisi, þó að langt sé leitað og til lítt menntra þjóða. Litlu síðar fréttist að forsæt- isráðherra Dana og einn af starfsbræðrum hans úr dönsku ríkisstjóminni muni koma hingað til lands um stutta stund. Um leið byrja árásir á þessa tvo menn og um leið á þá þjóð, þar sem þeir eru leið- togar í landinu. Sömu dylgjurn- ar voru bomar fram í stækk- aðri útgáfu. Stauning átti að koma hingað til lands eins og nokkurskonar Hallvarður gull- skór. Hann átti að vera á skemmtiferð á íslandi til að véla frelsið af Islendingum. Mbl. hefir hvað eftir annað haldið því fram að Stauning hafi farið með utanríkismál ts- lands til Danmerkur í vösum sínum, og framvegis muni þau verða geymd við Eyrarsund. Mbl. gleymist að geta þess, að Jón Magnússon, Jóhannes Jó- hannesson, Einar Arnórsson og Bjarni frá Vogi sömdu um það 1918, að íslenzk utanríkis- mál skyldu vera í höndum Dana í næsta aldarfjórðung. Og svo á Stauning að hafa stungið þessu valdi á sig hér heima og flutt það til Dan- merkur! En samhliða þessum fráleita rosta í Morgunbl. og Vísi, sam- hliða ókurteisinni og dónaskap gagnvart sambandsþjóðinni, þá er samtímis uppi á tening hjá sömu mönnum hin mesta auð- mýkt gagnvart þessum ágætu gestum, sem íhaldið grunar um svo mikil vélræði. Meðan konungur stóð hér við flyktist íhald landsins um hann og sveit hans. Ef konungur hefði komið hingað í hættuleg- um tilgangi fyrir frelsi lands og þjóðar, var tæplega nema eðli- legt, að hinir „þjóðræknu“ hefðu leitast við að samneyta honum ekki að óþörfu. En hvað finnst þeim, sem sáu hina inni- legu gleði þessara sömu föður- landsvina, er þeir fengu að vera í návist þess manns, er þeir þykjast tortryggja svo mjög? Kunnugir geta svarað því. Mbl. var í raun og veru ekki hræddara við konung og för hans en það, að annar af rifc- stjórum þess slóst í för með konungi norður í land og mun hafa setið við borð hans svo oft sem hann gat. Hvaða nauð- syn lcnúði Mbl. til að fóma fjólupabba sínum í þvílíka för? En að dómi íhaldsblaðanna var Stauning þó enn hætulegri. Og ef nokkuð var má segja að löngun íhaldsmanna til að vera sem mest með honum hafi ver- ið enn bersýnilegri. Þegar Stauning bregður sér til Geys- is, þá slæst hinn Mbl.-ritstjór- inn í ferðina og unir prýðilega hag sínum. Þegar Stauning hef- ir boð inni í Reykjavík komu allir leiðtogar íhaldsins þangað: Ólafur Thors sýnir honum sér- Þcgar skáldíð í dalnum g’erðí sitt fyrsta verkfall Sveitabóndi á sjötugsaldri hefir nýlega skrifað grein í eitt af blöðum verkamanna um að hann hafi staðið að hinu fyrsta verkfalli í sinni sveit. Hann er drjúgur yfir framgöngu sinni og á augsýnilega von á að fleiri verkföll muni á eftir koma í hans rólega og fagra dal. Þessi aldurhnigni bóndi er líka skáld, svo ungur í anda, að hann yrkir ástarljóð með einlægni og ákefð þeirra ungu. Alþingi hefir metið þetta fjör cg sæmt hann nokkrum skálda- launum. Skáldið í dalnum segir að nokkru leyti sögu verkfallsins, en ekki allt. Hann segir ekki frá kommúnistunum, sem ætl- uðu að gera verkfall í ungl- ingaskólanum rétt hjá bæ hans. Þeir ætluðu að svíkjast um að borga kennslu sína. Aðrir áttu að boi-ga fyrir þá. Eldri kynslóðin, sem hafði lagt mikið á sig til að skapa þessi skilyrði, átti að fá að borga fyrir þessa snáða, líka lánin, sem tvennar tylftir í héraðinu ! bera enn á herðum sér. Hann ; segir ekki heldur frá verkfalli, 1 sem fáeinir kommúnistar í næstu sveit gerðu móti sjötug- um sóknarpresti sínum. Þeir óskuðu eftir að sitja með húf- ur og hatta í kirkjunni, að þurfa ekki að standa upp þeg- ar prestur lýsti blessun yfir söfnuðinum. Þeir lýstu yfir fullkomnu verkfalli um að greiða lögmælt gjöld til prests og kirkju, nema ef þeir mættu halda danssamkomu með drag- gargans musik í kirkjunni, selja að gang og fá á þann hátt fé til að borga skuldir til prests og kirkju. Skáldið hleypur yfir að tala um þessi verkföll. Hann nem- ur staðar við það að í dalnum hans góða var í vor verið að bæta akveginn eftir vetrar- fannir. Unnið var með tvo hópa og fjórar til fimm bæjarleiðir á milli. Aðalverk- stjórinn er með stærri hóp, undirverkstjórinn með 6—7 menn. Allt í einu gera þeir, sem eru í stærri hópnum, þá uppgötvun, að þeir geti alls ekki þolað, að undirverkstjór- inn, sem er langt frá þeim, fái að vinna. Hjá honum gekk allt ; með himnalagi. Allir unnu vel og dyggilega fyrir sínu kaupi, og fullur friður var yfir þeirra starfi. En vinir skáldsins ályktuðu, að þeir gerðu verkfall hjá aðal- verkstjóranum, ef hinn maður- inn væri ekki rekinn frá verki, þó að hann væri langt frá hin- um órólegu mönnum. Þeir til- kynna þennan vísdóm og þetta réttlæti íhaldsverkfræðingi, sem var einskonar yfirmaður þeirra, þó ekki settur til að koma af stað ófriði við vinnu. Og íhaldsverkfræðingnum finnst sjálfsagt að reka alger- lega saklausan mann frá sínu starfi, úr því að einhverir óvið- komandi og fjarstaddir menn lieimti það. Annað svipað dæmi hafði komið fyrir í öðrum dal á landinu. Menn höfðu neitað að vinna, með álíka rökstuðningi. Vegamálaráðherrann sagði, að ef fólkið í sveitinni vildi ekki gera við sinn eigin veg, þá væri bezt að lofa veginum að bíða eitt ár eða svo, þangað til vinnulöngunin kæmi aftur yfir þá góðu menn í dalnum. Vegamálaráðherrann sá ekki ástæðu til að koma á þessari tegund af lýðræði í landinu. Það gat m. a. endað á því, að einhver verulegur hópur vega- vinnumanna kæmi sér saman um að senda stjórninni skeyti um að gefa okkar ágæta vega- málastjóra æfilangt frí frá störfum við íslenzka vegi. Ef valdið í þessum efnum var komið beint í liendur verka- mannanna, var komið á það stjórnskipulag sem Lenin kom á í Rússlandi 1917. Ráðherra skifti þess vegna störfum á milli þessara tveggja verk- stjóra, gerði aðalverkstjóra og undirverkstjóra jafna að völd- um við að ljúka viðgerð sem raunverulega var ekki nema fárra daga hjáverk fyrir bænd- urna í sveitinni. En nú gerði skáldið það þrekvirki sem hann lýsir í grein sinni. Ilann stofnar fé- lag, verklýðsfélag seglr hann sjálfur, með yfir 30 félags- mönnum. í því voru þeir fáu kommúnistar sem til voru í sveitinni, til skrauts, eins og gyltir hnappar á einkennisbún- ingi sýslumannsins. Meginþorri félagsmanna voru borgaralegir bændur, rólegir og starfsamir. Þeir höfðu aldreí gert verk- fall fyr og kommúnistunum sem prýddu hópinn fannst að þeir þyrftu að leiðbeina þess- um viðvaningum. En til þess að þeim líkaði vinnubrögðin þá varð að framkvæma vinnustöðv- un með valdi til að sýna hinum „borgaralegu“ afturhaldssálum vald hins nýja tíma. Eg get ekki fullyrt hvort skáldið, sem yrkir fjörug ásta- ljóð fram á áttræðisaldur stýrði þeirri prýðilegu athöfn sem nú byrjaði. Nokkrir ungir menn úr „félaginu" fóru upp á heiði og töfðu fyrir þeim sem þar voru að vinna svo að lítið varð úr verki síðasta klukkutímann. Þetta var hinn fyrsti sigur í verkfallinu. Litlu síðar kom stór kassabíll úr næsta kauptúni stakan og áberandi sóma í veizlunni, sem allt gott var um að segja, ef hér var um góðan gest að ræða. Thor Thors var þó enn hrifnari af Stauning, og þegar leið að veizlulokum og hinir tveir socialistaráðherrar ætluðu út á skip sitt, þá buðu þeir Thorsbræður þeim heim að sjá skrauthýsi sín, þótt all- langt væri þá komið fram um háttatíma. Kurteisi og smekk- vísi þeirra Thorsbræðra, sem kom fram í þessu boði er meir en vafasöm. En hér er þó auð- sýnilega um að ræða alvarlega tilraun frá hálfu þeirra bræðra ! að mynda sem allra nánast andlegt bræðraband við gest- ina. Svo líða fáir dagar. Gestimir fara úr Reykjavík og heim til lands. síns. Þá dynja hinar þyngstu ásakanir í heimilis- biaði Kveldúlfsmanna yfir höf- uð gestanna. Þeir eru svívirtir dag eftir dag. Dylgjumar um hinn þjóðhættulega tilgang Is- landsferðarinnar koma nú fram með margföldum þunga. Allt sem Stauning segir um ferð sína hingað er teygt úr lagi og afbakað. Þegar tvö dönsk blöð virðast ætla að hefna fyr- ir hinar stöðugu árásir íhalds- blaðanna á dönsku þjóðina með því að skrifa ekki rétt og sanngjarnlega um Island og íslendinga, þá eru slík ummælí danskra „blaða-moðhausa“ um leið færð á reikning hinna frægu gesta, sem heilluðu hugi íhaldsins með þeir voru hér, á svo áberandi hátt eins og nú var lýst. Það verður fróðlegt að vita hverng íhaldsmenn reyna að af- saka framkomu leiðtoga sinna: Annarsvegar hina lágu auð- mýkt og undirgefni gagnvart hinum nafntoguðu gestum, og hinsvegar hinn dæmafáa rudda- skap í árásum og dylgjum um þá. Skyldu þeir menn, sem þannig hafa komið fram, gera ráð fyrir að það sé á þennan hátt, sem þjóðir geyma frelsi sitt og sæmd? J. J. Ferðamenn ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ó- dýrum vörum. Kolaverzlun SMUIIBAB ÓLAnSOVAB Sima.1 KOU Hoyfclarft. Bfmt tflU með fram undir 20 kommún- ista sem höfðu verið iðjulaus- ir að ráfa um göturnar þegar kallið kom að veita hjálp við hið fyrsta verkfall 1 dalnum. Þegar kommúnistarnir komu til að stöðva erfiðisvinnu í sveitinni varð brosið fjörlítið á andlitum dugnaðarmannanna í félaginu. Þeim fannst einhvern veginn að þetta nýja bandalag væri þeim ekki að skapi. Þá grunaði að það gæti til fram- búðar orðið vafasamur gróði að fá lærisveina Einars Olgeirs- sonar úr kauptúninu til að tefja fyrir sveitafólkinu við hin nauðsynlegu verk. Aðalsigrar hins fyrsta verk- falls voru nú búnir að þessu sinni. Síðasti þáttur málsins var það að fréttaritari Mbl. í þorinnu símaði húsbændum sínum í Reykjavík fréttina um að nú væri stofnað verkamanna- félag í sveitinni; verkfall af- ráðið sem hefði endað með glæsilegum sigri. Þegar félags- menn sáu að kommúnistar stóðu með velvildartár í augum á aðra hlið en Mbl. á hina, þá fór suma þeirra að gruna að þeir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.