Tíminn - 12.08.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.08.1936, Blaðsíða 3
TÍMfNN 129 80 ára af mæli Vigdís Bergsteinsdóttir frá Torfastöðum átti áttræðisaf- mæli 7. þessa mánaðar. Hún er elzt Torfastaðasystkinanna; þau voru 14 og lifa 8 þeirra, 4 í Ameríku og 4 hér á landi. Hún hafði búið búi sínu þar til hún réðst ráðskona að geðveikra- hælinu á Kleppi árið 1914. Ráðs konustarfið hafði hún á hendi til 1930. Hún gegndi ráðskonu- störfum prýðilega og naut virð- ingar og vináttu allra sem kynt- ust henni, enda er hún tillögu- góð, glögg og aðgætin á allt er til góðs og gagns má verða, nær- gætin og vingjarnleg við alla. Frú Vigdís er fróðleikskona og bókhneigð, vel lesin í íslenzkum fræðum og bókmentum. Hún er andlega hress og ber vel aldur- inn. Börn á hún fjögur lifandi, þau Bjarna Bjamason alþingis- mann, skólastjóra á Laugar- vatni, Jórunni, yfirhjúkrunar- konu á Kleppi, Bergstein bónda í Canada og Kristinn vestur við Kyrrahaf. Allir vinir Vigdísar senda henni beztu árnaðaróskir á þessum merkilegu tímamót- um. Þegar Danir höfðu í ofan- áíag tapað Suður-Jótlandi í ó- friðnum við Þjóðverja 1864, þá kom til sögunnar maður sem á aðalheiðurinn af hinu merka landnámi Heiðafélagsins. Hann hét Enrico Mylius Dalgas. Hann var af prestaætt, sem al- ið hafði aldur sinn á Jótlands- heiðum. Hann hafði starfað sem vegamálastjóri í allmörg ár á Jótlandi þegar vonleysið settist að dönsku þjóðinni eftir ófarirnar 1864. Þessi maður var aðalstofn- andi Heiðafélagsins sem stofn- að var með þeim ummælum: „Það sem tapast hefir út á við, skal unnið inn á við“. Dalgas vissi hvemig átti að innanlands en þeim var leyft. Þetta hefir vitanlega orðið til þess, að rugla allar áætlánir nefndarinnar. Þetta kjöt var á innanlandsmarkaðinum án henn ar vitundar og leyfis og það hefir gert það að verkum að á honum var meira kjöt en þar var hægt að selja. Meginið af þessu kjöti mun hafa verið selt strax í haust er leið og þrýst þá af markaðinum kjöti sem leyfilegt var að selja. Til allrar hamingju fyrir bændur landsins var nokkuð af freð- kjöti er Sláturfélag Suðurlands átti og ætlað var til sölu í Rvík verkað þannig að hægt var að flytja það út og selja á er- lendum markaði. Sláturfélag Suðurlands hefir nú flutt út nær 70 tonnum, sem því var leyft að selja á innlendum markaði og á þann hátt hefir þetta að nokkru leyti bjargast. Þó eru enn eftir óseldar kjöt- bírgðir, sem mundu nú að mestu eða öllu leyti seldar ef fyrirmælum nefndarinnar hefði verið hlýtt. Nefndin hefir ekki tekið á- kvörðun um það, hvemig snú- standa að því að breyta hinum rýru lyngheiðum í nytjajörð og akurlendi. Traust heiðabændanna vann hann upphaflega með því að kenna þeim að notfæra sér á- veitur. Og traust þjóðarinnar tókst að vekja svo heita má að Heið- afélagið hafi frá öndverðu ver- ið óskabarn dönsku þjóðarinnar. Hér var ekki hugsað um augna- bliks arð, heldur framtíðargagn og komandi kynslóðir. Og nú, á 70 ára afmæli Iíeiðafélagsins, slculu hér til- færðar nokkrar staðreyndir, samkvæmt heimildum frá hr. Flensborg, núverandi forstjóra félagsins. Skógræktin. Það er skógræktin, sem hefir verið áhrifamesta úrræð- ið til þess að gera józku heið- arnar að nytjalandi. Heiðafélagið hefir beizt fyr- ir því, að búið er að planta skógi í 86 þús. hektara. Auk þess hefir ríkið komið upp skógi á 40 þús. hekt. svæði. Auk þessa eru skjólgirðing- arnar. Trjám er plantað frá norðri til suðurs með 200 m. millibili. Með þessum hætti myndast skjólgirðingar fyrir gróðurinn og jafnframt hefta þær sandfokið. Alls eru komn- ar 700 miljónir trjáplantna í skjólgirðingamar, og enn er út- hlutað 10 miljónum trjáplantna á ári í slíkar skjólgirðingar, enda er nú komið á samfellt net af skjólgirðingum um meiri hluta józku heiðanna. Verðið á barrviðarplöntum til skjólgirðinga er 14—18 krón- ur þúsundið, en á lauftrjám er plöntuverðið 60 kr. þúsundið. Ríkið veitir styrk sem nem- ur einum þriðja hluta trjá- plantnanna, og ennfremur veit- ir það nokkurn styrk til þess að halda grasgróðri frá plöntun- um meðan þær eru ungar. Þá er komið á nytjaskógi á býlunum og mjög mismunandi stórum. Gegn þriðjungs. fram- lagi úr ríkissjóði til þess að koma upp nytjaskógum, undir- ritar landeigandi og lætur þing- lýsa yfirlýsingu um að um alla framtíð skuli viðhaldið skógi á hinu tiltekna svæði undir eftir- liti hins opinbera. Er þetta framtíðarkvöð á jörðunum. Lágmarksstærð nytjaskógar á einstöku býli til þess að geta notið ríkisstyrks er 5 ha. En skógamir eru allt upp í 1000 ha. á einstökum jörðum. ist verður við brotum þessara manna á fyrirmælum hennar. En það verður gert áður en slátrunarleyfi verða veitt að nýju. 1. september 1935 voru til 95 spaðsaltaðar kjöttunnur. Nú er allt saltkjöt búið. Þetta stafar ekki af því að meira hafi selst af saltkjöti í landinu í ár en áður heldur af því að minna var spaðsaltað. Af freðkjöti var nú 1. ágúst óselt mikið minna en í fyrra, eða 78,3 tonn á móti 147 í fyrra. í sambandi við þetta er rétt að benda á það að verðið á lé- lega geldfjárkjötinu var ákveðið lægra haustið 1935 en 1934. Þetta hefir haft tvær greinileg- ar afleiðingar. Aðra þá, að minna kom af því á markaðinn. Fjáreigendur hafa notað það heima. Hina þá, að það seldist mikið örar nú en 1 fyrra, og er nú allt selt. Enn er eftir að selja nokkuð af freðkjöti sem komið er til Norðurlanda. Meðan það er ó- selt er ekki hægt að vita um meðalverð á útflutningsfreð- Á þessum 70 árum hefir það unnist að mikill hluti józku bændanna sækir nú allan nytjavið til húsagerðar og annara nota í eigin skóga. Býlafjörgunin á józku heið- unum er frá 200—300 á ári. lágmarksstærð þessara býla er 15 ha. Kalkþörfin og hvernig úr var bætt. Annað meginúrræðið við heiðaræktunina var að bæta úr kalkþörf jarðvegarins. Víðsveg- ar um Danmörku finnst leir frá ísöld, blandaður kalki, svo- nefndur „Mergel“. Leirtegund þessi var nauðsynleg til blönd- unar hinni ófrjóvu, sendnu heiðajörð. Félög eru stofnuð til þess að leita að leirtegund þessari. Ríkið leggur þeim stofnfé að láni og greiðir sjálft 2% af vöxtum lánsfjárins. Hafa 50 miljónir króna verið lánaðar „Mergel“-félögum og þau samtals flutt 16 miljónir teningsmetra af þessari nauð- synlegu jarðvegstegund til í- blöndunar í ræktarlöndin. En Ifeiðafélagið hefir skipulagt flutningana, fyrst með sérstök- um sporbrautum, en nú á síð- ari árum með flutningabif- reiðum. Þurkun lands og áveitur. Þá hefir Heiðafélagið með höndum alla yfirstjórn á þurk- un lands. Sé um þurkun á sam- eignarlandi að ræða þarf ekki nema tvo af hverjum þremur til þess að ákveða að þurkun skuli framkvæmd félagslega. Á síðustu árum hefir ríkið veitt 35 milj. króna til þurk- unar á landi. Hver bóndi getur fengið allt að 5 þús krónum að láni til landsþurkunar og noti hann atvinnulausa menn við uppþurkunina, fær hann þriðj- ung iánsupphæðarinnar í styrk. lánin eru afborganalaus í tvö ái en greiðast svo á 10 árum. Með sama hætti hefir Heiða- félagið yfirstjórn allra áveitu- mála, og eru áveituskurðir sem gerðir hafa verið á vegum fé- lagsins nú samtals um 500 km. eða sem svarar lengd fslands frá austri til vesturs. Landvörn og landvinningar. Loks hefir Heiðafélaglð jrfir- stjóm á byggingu vamargarða sem einkum em reistir þar sem nytjalandi verður jafn- framt bjargað eða nytjaland skapast jafnhliða. Stærsta fram kvæmdin af þessu tagi er í kjöti. En áður en það liggur fyr ir er ekki hægt að ákveða verð- uppbót á útflutt kjöt. Skýrslu þessa ber að skoða sem fyrri hluta af skýrslu Kjötverðlagsnefndar. Það þótti af ýmsum ástæðum ekki rétt að draga birtingu hennar eftir því að endirinn gæti orðinn til- búinn, en síðari hluti skýrsl- unnar verður birtur strax og hægt er að ákveða verðuppbót- ina og borga hana til útflytj- enda. Reykjavík 7. ágúst 1935 Páll Zophóníasson, Jón Árnason, HelgiBergs Þorleifur Gunnarsson Ingimar Jónsson. Ferðamenn ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ó- dýrum vörum. Kolaverziun SIOURÐAB ÓUAT8SONAB Símn.: EOU RoynjavÖL iMmi UU Bæjarbruni Á sunnudagskvöldið 2. þ. m. brann bærinn á iStóru-Reykj- um í Flóa ásamt geymsluhús- um og gamalli hlöðu með heyi. Eldurinn virðist hafa komið upp í hlöðunni. Hvorugt hjón- anna var heima, en aðeins einn ! rnaður fullorðinn ásamt börn- um, þegar eldurinn kom upp. Varð eldsins ekki strax vart. En bálið sást af samkomu, sem verið var að halda í sveitinni þetta kvöld, og voru þá þegar tveir bílar mannaðir og sendir að Reykjum til björgunar. Tókst að verja nýja hlöðu og fjós, sem þar er á bænum og sömuleiðis að bjarga ýmsu út úr bæjarhúsunum áður en þau féllu. Bærinn var vátryggður. En bóndinn á Stóru-Reykjum, Gísli Jónsson oddviti, hefir samt orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. nánd við borgina Ribe. Þar er sjóvarnargarður 18 km. langur og varðveitir 8 þús. ha. lands. Alls hefir verið bjargað 20 þús ha. landi með þessum hætti, með 5 mil. kr. tilkostnaði. Eru lönd þessi jafnan rnjög frjó og einkum notuð til beitar, sér- staklega til að fita kvikfé til slátrunar. Tekjur félagsins og starfa- hættir. Aðalstarfsemi Heiðafélagsins er að gefa ráð og leiðbeiningar, framkvæma mælingar og gera áætlanir um framkvæmdir. Félagsmenn eru 10 þús. með 5 kr. árstillagi. Einstakir bænd- ur greiða 10 kr. á ha. fyrir framkvæmdir sem félagið hefir undirbúið, en einstök félög greiða Heiðafélaginu feröa- kostnað sem það hefir í sam- bandi við framkvæmdir þeirra. Þá á Heiðafélagið sjóði sem nema samtals um 3 milj. kr., er það einkum gjafafé. Loks hefir félagið tekj.ur af 10 ha. skógi sem það á og 10 gróðrarstöðvum sem ala upp trjáplöntur til sölu. Stærsta gróðrarstöðin elur upp og lætur af hendi 10 miljónir trjá- plantna á ári. Stjórn félagsins og skipulag. Félagsmenn kjósa 44 manna fulltrúaráð. Fulltrúaráðið velur 4 menn í stjóm, ríkisstjórnin 3, Búnaðarfélögin 1 og Hús- mannafélögin 1. Eru stjórnar- mennimir þannig 9 samtals. Austurveguríam Fyrir hér um bil ári síðan vakti Árai Eylands máls á því i Nýja dagblaðiun að bezta úr- ræðið til að tengja suðurláglend ið við Reykjavík og Hafnarfjörð myndi vera það að gera nýjan veg úr ölfusi um Selvog og Krísuvík til Hafnarf jarðar. Það er búið að standa þref og þjark árum saman um þessa samgöngubót. Undir forustu tveggja verkfræðinga Jóns heitins Þorlákssonar og Geirs Zoega hefir verið reynt að leysa þessa þraut. Menn hafa talað um járnbraut yfir Þingvelli, yfir Hellisheiði, gegn um Þrengslin og í ofanálag hafa komið frá þessum mjög svo lærðu verkfræðingum tillögur um jafnmargar tegundir af veg um. I vetur talaði G. Zoega um grjóthrygg gegn um Þrengsl- in, þar sem átti að mega fará í miklum snjóum. En þetta átti að vera nokkurskonar nýr Káttarhryggur, því að hann átti að vera svo mjór að bílar gætu ekki mæzt þai’ nema eins Stjórnin velur framkvæmda- stjóra, en þó verður ráðuneytið að samþykkja valið á fram- kvæmdarst j óranum. I þjónustu Heiðafélagsins vinna nú 150 sérfræðingar, auk fjölda aðstoðarmanna. Aðal- aðsetur félagsins er í Viborg, en 14 skrifstofur eða útibú samtals eru í öllum helztu borgum landsins. Ríkið greiðir starfsmönnum Heiðafélagsins laun. Nema þau samtals um 2 millj. króna ár- lega. Heiðin og Heiðafélagið. Þegai’ Heiðafélagið tók til starfa fyrir 70 ámm, voru á Jótlandi 130 fermílur heiði og óræktað mýrlendi. Nú eru aðeins 50 fermilur eftir óræktaðar af þessu landi. Og nú hefir Heiðafélagið ekki Jótland eitt undir, heldur alla Danmörku. Síðar verður liér í blaðinu skýrt frá viðhorfi hr. Flens- borg við skógræktarmálunum íslenzku. Er álit hans á þeim málum ekki síður athyglisvert, þegar þess er minnst, að hann var fyrsti sérfræðingurinn, sem hóf athugun á íslenzkum skógar- leifum með aukna ræktun fyr- ir augum — um síðustu alda- mót. Vigsla Flateyrarkirkju fór iram £0. f. m. að viðstöddu fjölmenni. Ur. Jón biskup Helgason fram- kvæmdi vigsluna, en sóknarprest- urinn síi’a Jón Ólafsson flutti stól- ræðuna. Við vígsluna aðstoðuðu auk sóknarprests prófastarnir síra Sigtryggur Guðlaugsson og síra Sigurgeir Sigurðsson og prestamir síra Böðvar Bjarnason og síra Halidór Kolbeins. Einnig voru við- staddir prestarnir síra Sigurður Z. Gíslason, síra Magnús R. Jónsson og síra Jón Auðuns. Kirkjan var prýðilega skreytt og íór öll vígslu- athöfnin hátíðlega fram. Kirkjan tekur uin 190 manns í sæti og kostar uppkomin um 21000 lu’. Kirkjusmiður var Jón Jónsson liúsameistari á Flateyri. Kirkj- unni liafa jpegar horizt margar ágætar gjafir. Bankaseðlar á tveim tungumál- um. Nýlega samþykkti ríkisþing- ið í Canada lög um að prenta can- adiska bankaseðla bæði á ensku og frönsku. í lögum var áður að gefa ákveðna fjárhæð út á frönsku, en afganginn á ensku. En eftir nýju lögunum verður hver seðill prentaður á báðum málunum. Er sagt, að frönskumælandi mönnum í Canada geðjist vel að þessari nýbreytni. (Samkvæmt frétt í „Heimskringlu). og þar sem verst er leið við Hvalfjörð. En þessar ráðagerðir og rannsóknir hafa kostað mikið, bæði beint og óbeint. Til hinna lærðu verkfræðinga hefir féð streymt í stríðum straumum. Kostnaðurinn við þessar rann- sóknir er farinn að skifta hundruðum þúsunda. Óbeini kostnaðurinn var þó enn meiri því að upp úr þessum ráðagerð- um kom aldrei neitt nema fálm. Sunnlendingar voru enn sem fyr útilokaðir frá því að hafa öruggar vetrarsamgöngur við höfuðstaðinn. Verkfræðingarnir og vinir þeirra, íhaldsmennirnir við Faxaflóa og austan heiðar, voru allir jafn óánægðir með að eltk- ert væri gert í málinu. Rann- sóknir höfðu verið gerðar. Reikningarnir lágu vel tilbúnir í skrifborði vegamálastjóra. Og skattþegnarnir höfu borgað sitt fé án þess að fá nokkuð í staðinn nema að bæta fjárhag þeirra, sem atvinnuna fengu. En þegar nokkurnveginn átti að vera búið að ganga frá mál- inu eins og íhaldið vildi, og á Eins oghvítur Sáni á ræningjaskipí Nýlega er því í Mbl. hátíðlega lýst yfir, að íhaldsflokkurinn hafi fyrir löngu ákveðið: „Að vinna að því og undirbúa það, að Island taki að fullu öll sín mál í sínar eigin hendur og gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina . . .“. Svona hljóða þau, heit í- haldsmanna. „gæði landsins fyrir lands- menn eina.“ En hvernig hefir fram- kvæmdin orðið ? Sumir æðstu menn hinnar pólitísku starfsemi íhalds- flokksins hafa fylgt þessu há- tíðlega heiti eftir á þann hátt, að gerast keyptir þjónar er- lendra lögbrotamanna, til þess að þeir — útlendingarnir — gætu hagnýtt sér „gæði lands- ins“, þ. e. fiskimið landhelg- innar, „til afnota fyrir“ þá út- lendingana, en að sama skapi til tjóns fyrir íslenzku þjóðina. Það er ekki einungis að sum- ir fyrverandi fonnenn í „sjálf- stæðisfélögum“ íhaldsmanna hafi setið á svikráðum við sín eigin gjallandi heit og málstað þjóðarinnar allrar, heldur hafa þessi landráð verið framin um langt skeið og einmitt á þeim stöðum þar sem samborg- urum hins „sjálfstæða" njósn- ara hlaut að verða til ómetan- legs tjóns eins og líka hefir oft orðið raunin á. Þessi ömurlega og smánar- fulla staðreynd liggur fyrir um það, hve alvarlega sumir hátt settir menn innan íhaldsflokks- ins taka „sjálfstæðis“-heitin og fullyrðingarnar, oghvemig unn- ið er að þeim í framkvæmd Hingað kemur naumast svo erlendur atvinnurekándi til dvalar, að málgagn íhaldsins haldi ekki fram hans málstað, gegn hagsmunum verkamanna í landinu ef til ágreinings hefir komið á milli þessara aðila. Meðan vel séðir íhaldsmenn í tignarstöðum innan flokksins standa vörð fyi'ir erlenda þjófa og veiðiræningja, meðan hrópar íhaldið sín hátíðlegu loforð út yfir þjóðina: „Gæði landsins til afnota fyrir landsmenn eina“. Hin fögru, fölsku, sjálfstæð- isheit eiga að dylja svívirðing landráðayðjunnar. Það minnir á hvítan friðarfána yfir dulbúnu ræningjaskipi. þann hátt að ekkert væri gert annað en að moka við og við dýpstu lægðina á Hellisheið,i þar sem snjórinn er mestur og Zoega hefir endurbyggt gamla veginn, þá kemur grein Áma Eylands í Nýja dagbl. og gerir svipaða hreyfingu á málið eins og þegar eldspýtu er varpað í púðurtunnu. Báðir stuðningsflokkar stjórn arinnar taka tillögu Eylands upp á Alþingi í vetur. Frumv. um að heimila vegarlagningu frá Hafnarfirði um Krísuvík og Selvog var samþykkt. Sam- hliða þessu samþykktu stjóm- ai’flokkarnir frv. um benzín- skatt, og að verja 70 þús. kr. eða meiru í nýbyggingu Suð- urlandsbrautar. Ihaldið barðist bæði móti þessari vegarlagn- ingu og skattinum til að byggja veginn. Hjá vegamálastjóra hafði um nokkur ár verið verkfræð- ingur sem var með öllu óverk- fær eða vel það. I vor lét stjórnin þennan mann hætta, en setti í hans stað Jón Gunnars- son verkfræðing sem fengið hefir í Noregi og Bandaríkjun-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.