Tíminn - 19.08.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.08.1936, Blaðsíða 1
«v ^.fgreií>öla og innf)cimta ^>afiiar»tt. J6 &iml 2353 - P6ott,élf 96J (ðjalbbagí bía6 aino ct J (éní Atgangurlnn (oetat 7 (t. Reykjavík, 19. ágúst 1936. - — ■ . .... ■ 1 ----— — i ———------------- ---- I XX. ár. Torsten Odhe Sunnlenzkir bændur sviknir »með kossi« A víðavangi 34. blað. 150 ára afmssli Reyklaviknr-kanpstaðar Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi með konungsúrskurði 18. ágúst 1786 og’ konunglegri tilskipun 17. nóv. sama ár. Þann 18. ágúst 1786 var verzlun hér á landi gefin frjáls öllum þegnum Danakonungs, og voru kaupstaðaréttindin veitt í sambandi við þá breytingu. Fimm aðrir staðir fengu þessi réttindi um leið og Reykjavík. Um kaupstaðarréttindi þau er Reykvíkingum voru hér með veitt, segir Klemens Jónsson svo í „Sögu Reykjavíkur“: „Réttindin voru aðallega þau, að íbúar kaupstaðanna skyldu fá ókeypis lóð undir hús og garða eftir útmælingu. Ef konungur átti elcki lóðina, átti að kaupa hana handa kaupstaðnum fyrir hans reikning ...“ „... Þetta var auðvitað mikið hagræði, en það var hræðilega misnotað, einkum af kaupmönnum, sem söls- uðu undir sig bæði beztu lóðimar og óþarflega stórar, til að útiloka keppinauta. Hefir þetta ákvæði, og hvernig það var framkvæmt í öndverðu, valdið miklum ágreiningi og orðið Reykjavík til mikils fjártjóns, því að bærinn hefir oft orðið að kaupa aftur fyrir ærið fé lóðir undir götur og húsafærslur .. .. öllum kaupstaðarbúum var veitt fullkomið trúarbragða- frelsi ...“ „... þeir áttu í 20 ár að vera lausir við að borga manntalsskatt. . .. Hver, sem vildi átti heimting á ókeypis borg- ararétti. ...“. I reyndinni greindust bæjarbúar þó í „borgara“ og „tómthúsmenn“, og kusu þessar stéttir lengi fram eftir full- trúa hver í sínu lagi til bæjarstjómar. Á hinni upphaflegu kaupstaðarlóð Reykjavíkur bjuggu árið 1786 aðeins 18 fjölskyldur. En í Reykjavíkursókn voru þá 802 íbúar, að tugthúsföngum meðtöldum. Árið 1840 voru þeir 890. 1 sókninni voru 18 býli: Sel, Bráðræði, Ánanaust, Hlíðarhús, Jaðar, Landakot, Götuhús, Grjóti, Hólakot, Melshús, Melkot, Skálholtskot, Stöðlakot, Arnarhóll, Arnarhólskot,, Sölfhóll, Þing- holt og Tugthúsið. öll þessi býli eru nú fyrir löngu orðin að byggingarlóðum í bænum. Kartöfluinnflutningurinn og föv hans um landid Ritstjóri sænska samvinnu- tímaritsins Kooperatören Tor- sten Odhe frá Stokkhólmi kom hingað til landsins í sumar, sem fyrirlesari á Sænsku vikunni, en dvaldi hér síðan um mánað- artíma á eftir. Ferðaðist hann mikið um landið. Fór fyrst um Norðurland austur að Húsavík, síðan vestur að Breiðafirði og loks um Suðurland austur í Skaftafellssýslu. Til meiri ferðalaga vannst honum ekki tími. Heimsótti hann öll kaup- félög á þessu svæði til þess að kynna sér starfshætti þeirra og aðstöðu til verzlunar. Tilgang- ur hans er að skrifa bók um starf samvinnufélaganna hér á landi og mun sú bók koma út í haust eða vetur á forlagi sænska Sambandsins. Torsten Odhe er kunnur rit- höfundur í Svíþjóð, bæði fyrir greinar sínar í Kooperatören og bækur, sem hann hefir gefið út um verzlun, iðnað og samvinnu- mál, bæði í Svíþjóð og öðrum löndum. Meðal annars hefir hann skrifað bók um samvinnu- félagsskapinn í Finnlandi og aðra um samvinnufélögin í Sviss. Það var ánægjulegt að ferð- ast um landið með Torsten Odhe. Bæði fyrir það, hve mik- inn áhuga hann hafði á að kynnast öllum staðháttum hér, starfi félaganna og allri alþýðu manna, og fyrir það, hve fljótt og vel hann gat sett sig inn í aðstöðu manna og viðhorf til hinna félagslegu umbóta. Þeg- ar hann hafði kynnt sér, hvað þegar var gert í hverju héraði í umbótaátt fór hann strax að hugsa um hvað frekar væri hægt að gera til umbóta og framfara. Eitt af því, sem gladdi hann mest væri hve mik- ið hér var af grasi grónu flat- lendi, sem hægt værí að gera að fallegum túnum. Yfirleitt halda útlendingar, sem ekki hafa komið hingað til landsins, að hér sé flatlendi helzt ekki til, finnst þessvegna sér- staklega ánægjulegt að sjá hér hina breiðu grænu dali og miklu sléttur, og lízt svo á, sem hér sé all búsældarlegt. Fyrir okkur íslendinga er það mikill ávinningur að fá slíka gesti til Islands, sem Tor- sten Odhe ritstjóra. Ekki þurfum við að óttast, að skrif hans um land vort og þjóð beri ekki vott um vináttu og skiln- ing, og trú á framtíð landsins. Hitt getum við líka verið sann- færðir um að það, sem hann segir, verður byggt á stað- reyndum «g þekkingu. Er þá líka bezt, þegar þetta fer allt Gi. R . Upp úr sláturtíð í fyrra gerðu kaupmannablöðin, Mbl. og Isafold, mikið hróp um það, áð óréttur væri ger bændum sunnanlands og í Borgarfirði í sambandi við framkvæmd kjöt- laganna. Réðust þessi málgögn með mesta ofsa á kjötverðlags- nefnd og ríkisstjórn fyrir það, að bændum 1 öðrum landshlut- um — og þá aðallega á Snæ- fellsnesi, í Dölum og Húna- vatnssýslu, hefði verið leyft að flytja nokkuð af kjöti á Reykjavíkurmarkaðinn. Höfðu áðumefnd íhaldsblöð um það mörg orð og stór, að með þessu væri tekinn af Sunn- lendingum og Borgfirðingum markaður, sem þeir ættu einir rétt á og hefðu „keypt“ með verðjöfnunargjaldinu. 1 þessari röksemdafærslu var raunar talsverð hugsunarvilla, því að af því kjöti, sem til Reykja- víkur var flutt úr öðrum lands- hlutum ( og raunar er tiltölu- lega lítið) var auðvitað greitt verðjöfnunargjald nákvæmlega á sama hátt og af kjöti Sunn- lendinga og Borgfirðinga. En kaupmannablöðin hugðust á þennan hátt að koma á stað reipdrætti milli Sambandskaup- félaganna annarsvegar og Slát- urfélags Suðurlands og Kaup- félags Borgfirðinga hinsvegar. Það þarf varla að taka það fram, að málgagn þeirra Jóns í Dal, Þorst. Briem og Hann- esar á Hvammstanga, studdi íhaldsblöðin í þessu máli á sama hátt og vant er — og liélt því fram, að kjötverðlags- nefnd hefði ívilnað Dalamönn- um, Húnvetningum o. fl. á kostnað þeirra, s em „ættu“ Reykjavíkurmarkaðinn. Og á fundum og í viðtölum við bændur í vetur og vor hafa kaupmannaþjói^ar eins og Pét- ur Magnússon, Eiríkur Einars- son og Pétur Ottesen ekkert tækifæri látið ónotað til að láta í ljós hina grátklökkustu samúð með Sláturfélagi Suður- lands og bændum á starfssvæði þess, út af því, að það hafi ekki fengið að selja kjöt sitt í Reykjavík, af því, að Sam- bandsfélögin hafi verið látin „fylla markaðinn". E n nú eru heilindi kaup- mannablaðanna og þjóna þeirra komin í ljós í þessu máli — og það á alveg sérstaklega eftir- minnilegan hátt. Sömu dagana og sömu vik- urnar, sem kaupmannaliðið grætur hástöfum af meðaumk- un með Sláturfélaginu og K. B. út af því að Sambandsfélögin taki frá þeim markað í Rvík, — eru um 30 kaupmenn önnum kafnir við að svíkja inn á Reykjavíkurmarkaðinn hvorki meira né minna en 90 tonn af kjöti, sem kjötverðlagsnefnd hafði aðeins leyft þeim að verka til útflutnings. Og í Rvík setja samherjar þessara kaup- manna á stofn „neytendafélag“ til að tryggja sölu á hinu smyglað* kjöti, á koatnað Slát- Kjötverðið og kjötsalan. Sumir „varaliðs“menn hafa flutt þá kenningu, að verðið, sem sett er á kjöt til sölu inn- 1 anlands, hafi engin eða a. m. k, j nauðalítil áhrif á, hve mikið I kjöt selst á markaðinum. Hafa | þessir sömu menn legið kjöt- | verðlagsnefnd á hálsi fyrir það, j að hún skuli ekki hafa ákveðið j söluverðið það hátt, að bændur gætu fengið greiddan „fram- leiðslukostnað“! Þessi skoðun — ef þar er raunar nokkur sannfæring á bak við — ber vott um fremur óvandaða íhug- un. Nægir í því sambandi að benda á það, að í fyrrahaust var verð á lakara geldfjárkjöti ákveðið um 10 aurum lægra pr. kg. en haustið 1934. Þetta hef- ir haft þau áhrif, að sala á geld- fjárkjöti hefir stórum aukizt síðan í fyrrahaust. Enda má því nærri geta, að ekki er kaup- getan hjá öllum neytendum kjötsins það mikil, að þeim sé alveg sama um verðið. Er raun að því, að til skuli vera menn, sem slíkum fjarstæðum halda fram opinberlega og vilja vera teknir alvarlega. Enn um fjármál Reykjavíkur. Forsprakkar íhaldsmanna þjást af ómótstæðilegri löngun til að gagnrýna fjármálastjóm ríkisins og finna henni allt til foráttu. Og sjálfsagt mætti ýmislegt betur fara í fjármál- um ríkisins á öllum tímum og hjá öllum stjómum. En sú er ógæfa íhaldsmanna í þessu máli að þeir bera ábyrgðina á fjár- málum Reykjavíkurbæjar. Og þess vegna, meðal annars, eru fjármálaprédikanir þeirra ekki teknar alvarlega. Því að Reykjavíkurbær hefir undir stjórn íhaldsins safnað tiltölulega mun hærri skuldum en ríkið undir stjóm íhalds- andstæðinga. Bæjarstjórnin í Reykjavík hefir hækkað út- gjöld bæjarins tiltölulega miklu meira en Alþingi hefir hækk- að útgjöld ríkisins. Og hún hefir aukið álögurnar á bæjar- búa stórkostlega á sama tíma sem heildarupphæð skatta og tolla til ríkissjóðs hefir staðið í stað. Síðasta uppgötvun Mbl.- urfélags Suðurlands. I Morg- unblaðinu er auglýst, að „Sjálf- stæðismenn“ eigi að snúa sér 111 skrifstofu þessa félags og fá „leiðbeiningar“ um, hvar þeir eigi að kaupa kjöt í mat- inn. Vegna þessarar svikastarf- semi á bak við lög og rétt, þurfti svo Sf. Sl. að flytja 70 tonn af kjöti til útlanda. Hver einasti biti af þessum 70 tonn- um væri nú seldur í Reykjavík, ef aðstandendur Morgunbl., ísafoldar og fylgiblaðs hennar liefðu ekki óhlýðnast fyrirskip- unum nefndarinnar og brotið kjötlögin. íhaldsliðið hefir í þessu máli svikið sunnlenzka og borg- firzka bændur á þann hátt, sem lúalegastur hefir verið talinn 1 margar aldir. Það hef- ir svikið þá með koflsi. Björn Bjárnarson hreppstjóri í Grafarholti varð áttræður 14. þ. m. Hann er einn hinna elztu og merk- ustu bænda landsins og stóð um langt skeið í fremstu röð í baráttu fyrir framfara- og menningarmá'lum þeirra. Ungur nam hann búfræði í Noregi og gjörðist síðan bún- aðarskólastjóri á Hvanneyri. Keypti hann þá jörðina og sameinaði, og bjó þannig í hag- inn, að hún gæti orðið fast skólasetur. Hann stóð ætíð framarlega í búnaðarfélags- skapnum, sem og öðrum félags- málum bænda. Var hann m. a. einn af forgöngumönnum að stofnun Sláturfélags Suður- lands og í stjórn þess mörg ár. Hann er gáfaður og fróður og ritfær vel, og liggur mikið eftir hann af blaðagreinum og tímarita, einkum um búnaðar- mál. Landsmálabaráttuna lét hann sig mikið skifta löngum, og var einu sinni kosinn á þing fyrir Borgarfjarðarkjördæmi. manna var sú, að reikna það út — vitanlega með röngum forsendum — að „útgjöld“ rík- isins væru orðin 19 milljónir á ári eða 1100 kr. á hverja 5 manna fjölskyldu í landinu. En nú hefir verið sýnt fram á það með tölum, að ef „út- gjöld“ Reykjavíkur væru reiknuð nákvæmlega á sama hátt og Mbl. reiknar „útgjöld“ ríkisins — þá hefðu þau orðið á árinu 1934 kr. 9,036,905,86, eða 1371 kr. á hverja 5 manna fjölskyldu í bænum. Einnig þama á íhaldið metið eins og í skuldasöfnun- inni, hækkun útgjaldanna og álögum á almenning. V estmannaey jamálið. Það er kunnugt um land allt að lengi hefir verið frámuna- legt ólag á fjármálum Vest- mannaeyja undir stjóm íhalds- ins og afar mikil vanskil á lán- um, sem ríkið er í ábyrgð fyr- ir vegna bæjarfélagsins. Myndi Mbl. hafa þótt sú fjárstjóm merkileg, ef í hlut hefði átt bæjarfélag undir frjálslyndri stjórn. Nú hefir bæjarstjóm Vest- mannaeyja verið kærð af sjálf- um Eyjabúum. Atvinnumála- ráðherra hefir sett mann til að endurskoða reikninga bæjarins og líta á málavexti. Verður ekki »éð annað en að þetta hafi veríð skylda Kans, þar sem um Kominn hingað austur varð ég var við grein Morgunblaðs- ins: „Grænmetissalan fær 800 — 1000 kartöflusekki frá út- löndum“, gat því eigi svarað samdægurs, en mér varð að orði: Flest verður nú að tíð- indum! Undanfarið hefir Gr. R. ver- ið legið mjög á hálsi fyrir það hve „íhaldssöm“ hún væri með innflutning á kartöflum, enda var það full meining vor að stöðva innflutninginn frekar fyr en síðar. Það sem af er ágúst- mánuði hefir Gr. R. fengið 850 sekki af kartöflum til Rvíkur, svo langvinnt og alþekkt ólag var að ræða, og ættu allir Vest- mannaeyingar að vera Haraldi Guðmundssyni þakklátir fyrir að vilja hjálpa þeim til að betra lag en verið hefir komist á fjárreiður bæjarins. En hitt átti Mbl. að vita, þótt ekki sé gáfum fyrir að fara hjá ritstjórunum, að dómsmálaráðuneytið hefir ekki verið hér að verki. Mbl. bland- ar hér algerlega saman saka- málarannsókn frá dómsmála- ráðuneytinu og föðurlegri end- urskoðun frá atvinnumálaráðu- neytinu. Það má vel vera, að svo mikil óreiða sé á fjármál- um Vestmannaeyja, að þar eigi að fyrirskipa sakamálsrann- sókn og sækja til sektar ein- hverja mjög innilega vini Mbl. En það er alveg ótíma- bært fyrir moðhausana að hugsa um þá hlið málsins, fyr en þar að kemur. En allt þetta umtal íhaldsins um sakamáls- rannsókn, sem enginn annar veit um, bendir á mjög vonda samvizku hjá aðstandendum Mbl. og meiru en þessum 850 sekkj- um mun Gr. R. ekki „hrúga inn af erlendum kartöflum“ í ágúst- mánuði, því það var fastákveðið áður en hin síðasta sending kom með Lyru, mánudaginn 10. ágúst, að flytja ekki inn meira til Reykjavíkur á þessu sumrí. Til samanburðar er rétt að upplýsa, að í ágústmán. 1935 — í fyrra — voru flutt inn til Reykjavíkur 167,500 kíló af kartöflum eða 3350 sekkir! Innflutningur „bölvaðra kaup sýslumannanna“, sem Morgun- blaðið nefnir svo, en ekki ég — var því rétt um það fjórfald- ur í ágúst í fyrra á móti því sem influtningur Gr. R. verð- ur í ágúst í ár. Ef Gr. R. spillir markaðinum fyrir bændum í ár þá spiltu kaupmennirnir honum fjórfalt meira í fyrra! Aðalatriðið er að Gr. R. hef- ir alls ekki flutt inn til baga fyrir þá litlu innlendu fram- leiðslu, sem er tilbúin í ágúst- mánuði. Gr. R. hefir, með því að takmarka svo mjög innfl. kartaflna eins og hinar fyr- greindu tölur sýna, stutt mjög að því að bændur fengju gott verð fyrir fyrstu framleiðslu sína. Nefnd sú, sem á að ákveða verð á kartöflum í haust, og svo framvegis, er enn eigi skipuð, en þrátt fyrir það hafa ýmsir þeirra kaupmanna, sem ötulastir eru að selja snemm- sprottnar kartöflur, spurt mig ráðs um hvað ég teldi hæfilegt að gefa fyrir hina fyrstu upp- skex-u, veit ég því eigi betur en að þeir hafi hagað innkaupum sínum frá bændum að verulegu leyti í samráði við Gr. R. bæði um verð o. fl., enda liefi ég Framh. á 4. síðu. smnan.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.