Tíminn - 26.08.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.08.1936, Blaðsíða 1
og lunbEÍuita S)afnai»ti. f6 eiml ‘>353 - Pó»tf)élf 961 ©jaíbbagi blaCetns tt I |Atti Ácgangnrtnn foetai 7 fi. XX. ár. Víndrykkjan á Þingvöllum Sá atburður gerðist í byrjun þessa mánaðar, að verzlunarmannafélagið í Reykjavík ætlaði að halda árs- hátíð sína í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Nefndin, sem hef- ir yfirumsjón með þjóðgarð- inum, var hikandi við að veita leyfi til slíkrar samkomu. En hún tókst svo hörmulega, að forstöðumenn hennar munu ekki æskja að efna aftur til slíkrar hátíðar. Það er líka ó- sennilegt að aftur verði veitt slíkt leyfi. Samkoman átti að standa í þrjá daga, laugardag, sunnudag og mánudag. Mikill mannfjöldi var þangað saman kominn, lík- lega 4—5 þús. Fátt var af kaupmönnum og eldri verzlun- armönnum. Mest bar á ungu fólki úr verzlunarstétt og auk þess allskonar lýð, sem fylkti sér utan um sjálfa félagsmenn- ina og drógu samkomuna nið- ur, af því að hún var illa und- irbúin og unga fólkið missti á sér stjóm og lenti í hóflausa ölvun. Samkoman varð svo ó- skapleg, sökum ölæðis, að ekki munu dæmi um slíkt áður, svo að sögur fari af. Og þeir sem bera ábyrgð á þessu, er nokkuð mikill hluti æskunar í höfuð- staðnum, sem lætur við önnur tækifæri mikið yfir vilja sín- úm og getu til að taka við stjóm lands og þjóðar. Eftir skýrslu frá sjónar- vottum, byrjaði „hátíðin“ með því að fjöldi af hinu unga fólki kom hálfdrukkið og jafn- vel dauðadrukkið að bifreiðun- um, sem áttu að flytja það til Þingvalla. Má nærri geta, að það létti ekki undir með þess- um þjóðflutningi, að fá nokkuð mikið af farþegunum í þessu ástandi í fararbyrjun. Sjónar- vottar segja, að meir en helm- ingur gestanna hafi verið und- ir áhrifum víns, og þeir sem voru viti sínu fjær af ölæði, skiftu mörgum hundruðum. Áflog og ryskingar vora innan- um óp og háreisti drukkinna manna. Þjófnaður, og þó eink- um lauslæti, átti sér stað í ríkulegum mæli. Brotizt var inn í læst útihús, en borð og stólar og mikið af borðbúnaði brotið og bramlað í gistihúsinu Valhöll. Unglingar frá ferm- ingu til tvítugsaldurs lágu dauðadrukknir úti á víðavangi, oft veinandi af veikindum og sársauka. Vora þessir vesa- lingar margir hverir sjúklingar eftir fyrsta kvöldið. Leynivín- salarnir sáu sér hér leik á borði og seldu vöru sína dýrum dómum. Talið er að flaskan af „svartadauða“ hafi komizt upp í 24 krónur. Samkoman endaði með ólund og leiðindum hjá öllum sem komið höfðu nærri þessu. Hinum ráðsettu kaupmönn- um þótti minnkun að því, að margt af starfsfólki þeirra hefði tekið þátt í þessum leik, og svo ramt kvað að óánægj- unni, að blað hinnar skefja- lausu ofdrykkju, Mbl., fór að tala um þetta hátíðahald í vandlætingartón. Fvysiihús i sveií Bjarni bóndi Runólfsson er um þessar mundir að koma upp frystihúsi á bæ sínum, Hólmi í Landbroti, og smíðar sjálfur hús og setur niður allar vélar. Húsið er steinsteypt, 10 metrar á lengd, 7 metrar á breidd, ein hæð og ris. Niðri verður vélarúm og tveir frysti- ; klefar og uppi á lofti getur ! orðið þriðji frystiklefinn, ef með þarf. Kælivélin hefir um 12 hesta afl og gengur fyrir raforku frá rafstöð heimilisins. Aðferðin er svonefnd kolsýru- frysting og kostnaður er, segir hann, 5000—6000 krónur fyrir utan mína vinnu. Frystihúsið er, segir Bjarni, fyrst og fremst ætlað heimil- inu. Verða frystar, eða kældar ýmsar búsafurðir til neyzlu á heimilinu og til sölu á markaði i Reykjavík. 1 öðru lagi vonast ég til að sveitungar mínir geti notað frystihúsið. 1 Vestur- Skaptafellssýslu er ekkert frystihús og sýslan er sakir hafnleysis og fjarlægðar frá Reykjavík allra sýslna verst sett um sölu afurða. Frysti- húsið er tilraun til þess að bæta úr þessu. Það nægir ekki aðeins heimili mínu, heldur allri sveit- inni og öllu héraðinu milli Mýr- dalssands og Skeiðársands, ef liúsrúm er aukið svo, að það svari til vélanna með fullu álagi. Yrði þá slátrað heima í sveitinni og kjöt og aðrar slát- urfjárafurðir fryst og flutt jafnóðum til Reykjavíkur. Frystihús þetta verður sem fyr er getið, að mestu leyti verk Bjarna sjálfs, en annars eru slík hús verk margra kunn- áttumanna. Með Bjarna hafa þó unnið ýmsir góðir smiðir og nefnir hann sérstaklega bræður tvo, Sigurjón og Eirík Björns- syni, er unnið hafi með honum í mörg ár, gert margar raf- stöðvar og smíðað með honum fjölda véla. Ég álít að þetta atvik eigi að verða til þess að ofdrykkja á almannafæri verði tekin til sérstakrar athugunar, því að víða er pottur brotinn, þó að hér hafi mest verið aðgert. Islendingar eru sýnilega mjög drykkfelldir, og kunna menn vart að fara með vín. Og unga kynslóðin er sýnilega mjög að baki hinum eldri mönnum, sem fengið höfðu þroska sinn áður en vínbannið komst á. Sumar samkomur lánast vel, og aðrar illa. Alþingishátíðin var þjóðinni til stórsóma í þessu efni. Á afmælishátíð Kaupfélags Eyfirðinga í júní, voru um 3000 manns, og sá ekki vín á nokkrum manni. Talið er að enginn áberandi drykkjuskapur hafi verið á Þingvallafundi íhaldsmanna. Laugarvatn er fjölsóttasti baðstaður og sumargististaður landsins, og það er sjaldgæf undantekning að drukkinn maður komi þangað. Má þakka það að langmestu leyti stjórn- semi Bjarna Bjarnasonar, sem Reykjavík. 26, ágúst 1936. A víðavangi Slátran hófst í Reykjavík á fimmtudaginn var, 20. þ. m. Þrjá síðustu daga vikunnar var slátrað um 300 dilkum hjá Sláturfélagi Suðurlands. Heildsöluverð til búða er á þessu kjöti kr. 1,80 pr. kg., en lækkar síðar, þegai- aðalsláturtíð byrjar. Síldveiðin og karfaveiðin. Allir togarar eru nú hættir síldveiðum, enda hefir nú um skeið engin síld veiðst í herpi- nót fyrir Norðurlandi nema lítilsháttar á Þistilfirði. En reknetaveiði er hinsvegar að glæðast og má heita ágæt á Siglufirði undanfarna daga. A sunnudag og mánudag voru saltaðar þar um 8 þús. tunnur. Og nú er byrjuð mikil síld- veiði í Faxaflóa. Komu 1100 tunnur á land á mánudag. Komið hefir til mála að selja þá síld til Rússlands. Síldar- aflinn í sumar alls á landinu mun nú vera orðinn rúml. 700 þús. mál bræðslusíldar og 170 þús. tunnur saltsíldar. Er þá bræðslusíldin nærri helmingi meiri og saltsíldin nærri þre- falt meiri en á sama tíma í fyrra. — Helmingur togara- flotans — eða 19 alls — er nú á karfaveiðum eða í þann veg- inn að byrja á þeim. Fóðurtryggingamar. Eins og kunnugt er, vora á síðasta Alþingi, fyrir atbeina Framsóknarflokksins, sam- þykkt ný lög um fóðurtrygg- ingu búfjár. Heimila lögin að leggja fram úr ríkissjóði allt að 75 þús. kr. á ári til að stofna fóðurtryggingasjóði í sýslunum, enda komi framlög úr héraði á móti. Landbúnaðarráðherra hefir nú falið tveim ráðunautum Búnaðarfélags íslands, þeim Páli Zophoníassyni og Theodór Arnbjarnarsyni, að gera upp- | kast að samþyktum fyrir fóð- j urtryggingasjóði og tillögur . um, hvernig ríkisframlaginu , skuli skipt milli einstakra ! sýslufélaga, Harðindin síðastliðinn vet- ur hafa vakið menn til nýrrar og alvarlegrar umhugsunar um nauðsyn fóðurtrygginga í sveit- um landsins. IVÍSIR Sriðmælist við 1 hina dönsku flokks- ( menn ihaldsins ! í „Hinsvegar er það nú ( svo, og hefip lengi vepið, | 1 að Danip búsettip hép á j landi, hafa að mjög miklu | leyli fylgt Sjálfsfa2ðis- | i mönnum að málumu. / (Vísíp 1. ág. 2. síða 5, d. I Sauðfjárpestin í Borgarfirði. Landbúnaðarráðherra hefir ritað próf. Níels Dungal eftir- farandi bréf: „19. ágúst 1936. í Borgarfjarðarhéraði geysar nú mjög skæð sauðfjárpest, sem sýnilegt er að hlýtur að valda stórtjóni, ef ekki tekst að vinna bug á henni. Ráðu- neytið vill því hénneð leggja fyrir yður, herra prófessor, að setja yður þegar í samband við Jón óðalsbónda Hannesson í Deildartungu og aðra bændur í Borgarfjarðarhéraði, þar sem veikin geysar nú, til þess að hafizt verði þegar handa um einhverjar varnir, sem að gagni megi koma gegn veik- inni. Þá vill ráðuneytið ennfremur beiðast álits yðar um það, hvort ekki mundi rétt að fá er- lendan sérfræðing í búfjársjúk- dómum til aðstoðar við rann- sóknir á veiki þessari og óskast svar yðar um það sent ráðu- neytinu sem allra fyrst.“ gerir vínið útlægt með fastri og ákveðinni stjórn, bæði sum- ar og vetur. Þeir menn aði'ir, sem standa fyrir veitinga- og skemmtistöð- um, ættu að kynna sér þetta dæmi, hvemig sterkur og reglusamur maður getur látið hundruð af æskumönnum og gestum úr öllum áttum, koma fram eins og „gentlemen“, í því landi, þar sem mjög mikill hluti íbúanna sýnist ekki kunna að fara með vín, fremur en litaðar þjóðir. En hér þarf að taka á erfiðu máli með full- kominni festu og þrótti. íslend- ingar eiga ekki að drukkna í áfengisflóði. J. J. Bráðabirgðalög. íhaldið telur það hið mesta þingræðisbrot, er núverandi stjóm gaf út bráðabirgðalög um síldarverksmiðjustjómina. En M. Guðm. gaf líka út bráðabirgðalög um ríkisrekstur á Sólbakkaverksmiðjunni og og hundadagaráðherra íhalds- ins gaf út bráðabirgðarlög um einlcasölu á útfluttum fiski. Bæði þessi lög voru gefin út í beinni mótsögn við yfirlýsta stefnu íhaldsmanna. Hvemig vill Mbl. verja það mál? Pálmi í Núpufelli fimmtugur. Hinn 13. þ. m. varð Pálmi Þórðarson bóndi og hrepps- nefndaroddviti í Núpufelli í Eyjafirði fimmtugur að aldri. Þann dag heimsóttu hann margir af sveitungum hans, bæði konur og karlar, og nokkr- ir vinir af Akureyri. Var hinn fimmtugi bóndi hress og reifur við gesti sína og kona hans, frú Auður Þorsteinsdóttir ekki síður. Veittu þau hjón gestum sínum af hinni mestu rausn og örlæti, og var samsæti þetta á allan hátt hið ánægjulegasta og glaðværasta. Voru allir gest- irnir samtaka í að eiga sem beztan þátt í afmælisfagnaðin- um. Voru margar ræður flutt- ar, þar á meðal af hreppstjór- unum Valdimar Pálssyni og Davíð Jónssyni. Kom það skýrt í ljós, sem áður var vitað, að þau Núpufellshjón eru einkar vinsæl í héraði og njóta fulls trausts allra, er þeim kynnast. Mörg heillaóskaskeyti bárust afmælisbarninu þenna dag, og breppstjórinn í Saurbæjar- hreppi tilkynnti að ákveðið \'æri af hreppsbúum að sæma afmælisbarnið með útvarpstæki ✓ Sr. Sigfús Jónsson alþingismaður og kaupfélagsstj. á Sauðái’króki átti sjötugsaf- mæli mánudaginn 24. þ. m. Hann er fæddur að Víðimýri i Skagafirði 24. ágúst 1866. Foreldrar: Ástríður Sigurðai- dóttir og Jón Árnason bóndi að Víðimýri. Lauk stúdentsprófi 1886 og guðfræðiprófi við prestaskólann 1888. Prestur í Hvammsþingum í Skagafirði 1889—1900 og á Mælifelli 1900—1919. Kosinn foraiaður Pöntunarfélags Skagfirðinga 1913. Tók við framkvæmdar- stjórn kaupfélags Skagfirðinga 1919. Kosinn í stjórn Sam- bands ísl. samvinnufélaga 1932. Árið 1934 var hann kosinn á þing fyrir Framsóknarflokk- inn í Skagafjarðarsýslu, þá nærri 68 ára að aldri. Sýndi sig þá sem oft fyr hinar miklu vinsældir hans og traust í hér- aðinu. Sr. Sigfús hefir nú átt sæti á þrem þingum og verið for- maður í fjárhagsnefnd neðri deildar. Á þingi hefir hann reynst farsæll fulltrúi fyrir hérað sitt og m. a. hrundið vel á veg hafnarmálum Skagfirð- inga. í þingstörfum, svo sem öðrum trúnaðarstöx-fum, sam- einar hann í ríkum mæli góðar gáfur mikla skapfestu og langa lífsreynslu, enda hefir hann unnið óskorað traust og vin- áttu samherja sinna og margra annara. Hann er með virðuleg- ustu mönnum í sölum Alþingis, og sómir sér því vel sem ald- ursforseti þess og stjórnandi fyrsta þingfundar. Vinir hans og samherjar minnast hans með virðingu og hlýhug á þessum tímamótum og áma honum heilla,- Vonandi á hann enn eftir að inna af hendi mikið starf í þjónustu góðra málefna. sem heiðursgjöí í þakklætis- og virðingarskyni fyrir mikil og velunnin störf í þágu Saur- bæjai’hrepps, en því miður gæti gjöf þessi ekki orðið afhent að þessu sinni, en vonandi yrði það í haust. Eftir að staðið var upp frá borðum, skemmtu menn sér við söng, ræðuhöld, samræður o. fl. fram á nótt og var gleði- bragur á hvei’jum manni. Pálmi Þórðarson hefir setið jörð sína með sæmd og prýði, húsað hana vel og bætt að ræktun. Kona hans hefir verið honum samhent í öllu því, er gei-a mátti garðinn frægan. En þó að húsa- og jai’ðabæt- ur séu mikils virði, þá er þó hitt meira um vert, að Pálmi í Núpufelli er að allra dómi, er 35. blað. Uinn úr heimi Hvað kostaði heimsófriðxiriim? Um þetta efni hefir oft verið rætt. Menn hafa reiknað út fjárliæðir og mannslíf og fengið svimháar tölur. En böl ófrið- arins hefir enginn reynt að meta til verðs. Þjáningai’ særðra manna og deyjandi og harmkvæli þeirra sem heima sátu og látið höfðu allt sem þeir unnu oft og tíðum. Talið er að 13 miljónir manna hafi fallið í því stríði. Ef að allur sá fjöldi gengi fram hjá okkur, átta samsíða 10 klukkustundur á dag, mundi þurfa tvo mánuði frá því þeir fyi’stu og þar til hinir síðustu hefðu farið fram hjá okkur. Af völdum hungui-s og sjúk- dóma dóu 28 miljónir manna á ófriðarárunum. Tvö þúsund miljai’ða króna telst ófriðurinn að hafa kostað. En það þýðir næsta lítið að nefna slíkar tölur. Við skiljum ekki þýðingu þeirra nema að litlu leyti. Ef við gætum hugsað okkur flóð af fljótandi gulli renna fi’am hjá okkur, þar sem fram rynni á hverri sekundu gull, er samsvaraði 22 krónum, og liugsuðum við okkur að þessi gullelfur hefði byrjað að streyma frarn á Krists dögum, stanzlaust fram á þennan dag, þá hefðum við fémæti, sem samsvaraði því, er ófriðurinn mikli kostaði mennina þau fjögur ár, sem hann stóð yfir. Hvílík feikn hefði verið hægt að gera með slíka upphæð, mönnum til velfarnaðar og far- sældar. Og næsta mikill hluti þessa ótæmandi fjár hefir lent hjá vopnaframleiðendunum. Það kostaði 120 þúsund franka að drepa hvern eínn hermann í heimsstyrjöldinni, og af því fekk hergagnafram- leiðslan helminginn. Vopnafram leiðendurnir ráða yfir óhemju auði, blaðafyrirtækjum í fjölda landa. Og hergagnaframleiðsl- an er það sem í rauninni stjórn- ar hinu „opinbera“ áliti um víða veröld. Á aðra milljón af hverju hundraði græddi eitt af hinum stóru vopnaframleiðslufyrir- tækjurn Ameríku á árunum 1924—32 — eftir eigin skýrslu. Fjárframlög til hemaðar ár- ið 1925 hefðu einsömul nægt til kostnaðar Þjóðabandalags- ins í 165 ár. Útgjöld þjóða- bandalagsins og dómstólsins í Haag — og þau útgjöld þykja allmikil — eru í hlutfalli við árleg hernaðarútgjöld heimsins eins og 2 krónur á móti 60,000 lcrónum. Nú er nýr heimsófriður tal- inn yfirvofandi. Tvö stærstu stórveldi álfunai’, Rússland og Þýzkaland, hafa fyrir fáum dögum gert ráðstafanir til að stækka her sinn um helming. En hvað kostar næsta stríð ? honum kynnast, ágætisdrengur á alla lund, hjálpsamur, sann- gjarn, óáleitinn, en heldur þó fast á sínum hlut, þegar á þarf að halda, og hvikar aldrei frá þeim málstað, er hann telur réttan og sveit sinni og þjóð fyrir beztu. [Dagui’].

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.