Tíminn - 02.09.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.09.1936, Blaðsíða 4
142 TÍMrlNN hver sem sem í hlut átti og veigraði sér ekki við að taka svari lítilmagnans. Þegar ég hitti hana síðast, sagði hún við mig, að sér þætti nú sálin vera orðin lítilþæg að búa í þessu lélega hreysi. Hafði hún þá enn oftast fótaferð. Mikils sakna ég þegar ég hugsa heim í átthagana, að þessar gamalkunnu, góðu konur og vinkonur eru nú fluttar yfir- um. Blessuð sé minning þeirra! Þuríður Vilhjálmsdóttir Enn er þó óminnst einnar göf- ugu gömíu konunnar sem and- aðist á Langanesi á þessu ári, Þórunnar Gunnarsdóttur. Henni kynntist ég lang minnst. Þ. V. Utan úr heimi Framh. af 1. síðu. eina ráðið til að bjarga öllu væri að gefa sér einræðisvald. Og hvort sem konungur hefir trúað honum eða ekki, þá gaf hann samþykki sitt. Herinn reyndist Metaxas trúr í þetta skipti. Næstu daga var mikið um fangelsanir og ofbeldisverk um allt Grikk- land. Fyrir nokkrum mánuðum hefðu fáir trúað að Metaxas yrði svo fljótt einvaldi Grikk- lands. í kosningunum fékk flokkur hans sjö þingmenn, og þrír þeirra gengu úr flokknum rétt eftir kosningarnar. Metaxas er mikill Þýzka- landsvinur og aðdáandi þýzlca hersins. Hann gekk á þýzkan herskóla árin 1899—1903. Þar gat hann sér svo góðan orðstír, að hann var kallaður „litli Moltke". Nokkra seinna var hann orðinn helzti hermála- ráðunautur Konstantíns kon- ungs (föður Georgs) og reyndu þeir í félagi að koma því til leiðar, að Grikkland fylgdi Þýzkalandi í heimsstyrjöldinni Þegar Venizelos fékk því af- stýrt, flýði Metaxas land. Síðan hann varð ráðherra síðastl. vetur, hefir hann tekið upp samband við Þýzkaland að nýju, m. a. gert þar stórar pantanir á hergögnum. Þegar dr. Schact ríkisbankastjóri kom til Aþenu í vor átti hann langa ráðstefnu við Metaxas. Einveldi Metaxasar þykir full trygging þess að Grikkland muni fylgja Þýzkalandi í utan- ríkismálum í náinni framtíð, enda þó það hafi áður fylgt Englandi og Georg konungur sé mikill Bretavinur, og dveldi hann hjá þeim í yfirlæti á útlegðarárunum. má kasta lús í sjóinn. Þá kem- ur hafrót og týnast mörg skip“ (bls. 149). Þjóðsagnavinir lifa sig inn í það liðna og veitir það létt því að undirvitund flestra er full af því sama, sem skapaði þjóð- sögur á 19. öld og skapar þær enn. Þeir menn lesa þjóðsögur í tómi, oft undir svefninn til að dreyma úr þeim á nóttunni Fyrir þá er þessi útgáfa Huld- ar gerð, með prýðilegum papp- ír og frágangi og með myndum eldri útgefenda. Það stuðlar ■ með öðru að því, að bókin verði eigendum kær. En mestu veld- ur fjölbreytni Huldar, sem nýt- ur sín enn betur fyrir það', að ekki er flokkað eftir efni eins og t. d. í Þjóðs. Jóns Áma> sonar. Og huldufræðin seiða. En óskandi væri, að nýju út- gáfunni fylgi ekki sömu gern- ingar og þeirri fyrri, eftir að hún var orðin fágæt Henni var nefnilega stölið oftast allra bóka. Grísk stjórnmál hafa fram til þessa verið meira bundin við menn en málefni, þrátt fyr- ir það þó kjör almennings séu mjög vesæl og mikið atvinnu- leysi í landinu. Meðal yngra fólksins, gætir þess þó stöðugt meira, að skipa sér í pólitískan flokk eftir málefnum, en ekki mönnum. Og þar sem Metaxas þykir líklegri til að hugsa meira um aukningu hersins en endurreisn atvinnulífsins, má ganga að því vísu, að meðal fólksins verða vinsældir hans ekki miklar. Og er ekki gefið, að einveldi hans vari lengi, því í Grikklandi hefir stundum reynzt meiri samhug- ur milli hersins og almennings en í mörgum löndum öðrum. X+Xl Samhljómar Eitt með öðru góðu er komið hefir á bókamarkað eigi alls fyrir löngu, eru Samhljómar. Eins og nafnið bendir til, eru það tónljóð, bæði eftir innlenda og erlenda höfunda. Útgefand- inn er Kristinn Ingvarsson organleikari við Fríkirkjuna í Hafnarfirði. Það kennir margra góðra grasa í bók þeirri; ekki er hægt að segja annað en að smekklega sé valið. Þar eru lög eftir einn hérlendan mann, er almenningi hefir ekki verið áð- ur kunnur, sem tónljóðasmiður, Gísli að nafni Gíslason. Það eru engin víxlspor, sem hann tekur, og mundi það þykja álitlegur foli, er þrifi svo laglega niður í byrjun. Þar eru einnig smekkleg lög eftir Áskel Snorrason. Hann er landskunnur bæði sem tónskáld og söngstjóri. í „Samhljómum” er eitt lag eftir útgefanda, Kr. Ingvarsson, fremur laglegt, en æskilegra að fylgiraddirnar hefðu haft ofurlítið meira út- afbrigði í niðurlaginu. Sigurður Þórðarson, hinn snjalli söng- stjóri, á eitt blæfallegt lag í safni þessu, sem mér virðist vel fallið til meðferðar fyrir kvenfólk og börn. Þarna á Árni Thorsteinsson eitt gamalt og gott lag og Sigvaldi Kaldalóns einnig, en sá er munurinn á búningi þessa lags Kaldalóns, að þarna er hann vel fallinn fyrir Harmonium, en ekki eins og hestamaðurinn sagði um Rauðku Valda í Tungu, að hún væri nokkuð glennt, en það er einmitt það, sem hefir einkennt raddfærslur Kaldalóns, að þær eru nokkuð glenntar. Björgvin Guðmundsson á tónljóð eitt í „Samhljómum", er Hljómblik heitir. Nafnið Til eru menn, sem halda, að þjóðsögur séu þjóðinni óþarfar, jafnvel óhollar; þær eigi að víkja fyrir brýnni bókum, enda muni það gerast sjálfkrafa; — aðdáun erlendra menntamanna sé uppgerð, bara bergmál af gamalli frægð Eddu og fáeinna slíkra fornríta, öld Galdra-Lofts hljóti þeir sem aðrir að fyrir- líta; og þótt svo væri ekki, skipti erlendii’ dómar okkur eng-u; — í þriðja lagi séu sögu- leg og þjóðsöguleg yrkisefni eins og hlekkir á list þeirra myndasmiða og skálda, sem glæpist á að velja þau. Hér er ekki tækifæri til að eltast við allan þennan misskiln- ing á misskilning ofan. Hann stafar auðvitað af trú. Af því að sumir straumar tímans stefna burt frá þjóðlegum fræðum og sálarlífi eldri kyn- slóða, halda menn að þeir geri það allir. „Þekktu sjálfan þig.“ Sagnaauðurinn lifir, hversu lítið sem gert er fyrir hann. Hann Reykjavík Sími 1249. Símnefni Sláturfélag. Munntóbakið Niðursuðuvoffksmiðja. Bjúgnagerð. Reykhús. Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásöln: Niður- soðið kjöt og fiskmeti fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð mest og best úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkent fyrir gæði. Fros- ið kjötið allskonar, fryst og geymt- i vélfrystihúsi, eftir fylstu nútímakröfum. Ostar og smjör frá Mjólkurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um alt land. Li f try ggingardeild Það er aðeitis eiit ís» lenzkí liftrypgivgarfélag og það býður betri kjör en nokkurt annað líf- tryggingafélag starfandi hér á landi■ Lfftryggíngardeild Eimskip II hæð, herbergi nr. 21 Sími 1700 lætur vel í eyrum og tónljóðið elcki síður. Þar eru líka lög og Freludium eftir ýmsa fræga út- ienda höfunda, t. d. Bach og Gríeg, o. fl., og er það næg sönnun þess, að nokkuð sé í þær tónsmíðar varið. Annars finnst mér helzt til lítið að því gert að kynna tón- verk Griegs, jafnmikið sera hann á af fallegu og sérkenni- legu. Þó er annað, sem ég furða mig meira á, og það er, að sjá ekkert í safni þessu eftir Svein- björn okkar Sveinbjömsson. Vera má, að lögin séu ekki fá- anleg, því ekki trúi ég þvi, að anleg, því ekki trúi ég því, lögum hans að óreyndu. Það mundi ekki óprýða söngvasafn, ef þar væri „Míranda“, „Hugs- | að heim“ eða kannske enn þá j fallegri systkini þeirra, er fáir eða engir hafa komist í kynni við. Vonandi verður ekki langt eftir öðru hefti „Samhljóma" að bíða, því eftir því sem þetta fyrsta hefti er, þá má vænta hins bezta með öðru hefti. St. Þór. hverfur e. t. v. úr meðvitund en rennur 1 merg og blóð, og andi hans rís upp úr undirvit- undinni á ný í svefndraumum okkar, eða hann líkamnast í vökudraumum listamanna og skálda. „Draumar eru efni sem menn eru gerðir úr“, sagði Shakespeare. Það er náðargáfa listamanna og skálda að gera inenn úr draumum. Þeir móta samtíð sína og framtíðina meir en nokkur veit. Og reynzlan sýn ir að til þess er þeim fátt eins nauðsynlegt og giftudrjúgt og innsýn þeirra í heima þjóðlegra fræða. Þó að allir aðrir afneit- uðu þeim fræðum mundu þau halda áfram að ávaxtast þann- ig. Einu sinni var trú að seiða mætti til sín löngu liðinn mann, láta hann fylgja sér og segja sér alla hluti liðna og ókomna. Það hét sagnarandi. Menn með náðargáfur geta þetta enn; á því byggjast að miklu leyti áhrif þeirra á framtíðina. Andi sagn- anna verður þeim sagnarandi. Bjöm Sigfússon j Ferðamenn ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ó- dýi-um vörum. Kolaverzlun SlffURÐAB ÓLAFSSOZTAB Simi KOL Reykjavík. gixsl 1S33 OíbeldisHokkur Frh. af 1. síðu. i N t að var um það, sem bjargráð að afnema prentfrelsi og slcoð- anafrelsi á Islandi. Þessi atvik gáfu'að vísu al- varlegar og ákveðnar bending- ar árið 1934. En margt var þá enn óskeð, sem nú er fram komið. Þá hafði enn enginn íhalds- i 1 maður haft orð á því að draga ! forseta sameinaðs þings niður úr tignarsæti hans í þingsaln- um. Þá höfðu íhaldsmenn enn ekki neitað að mæta við þing- slit eða hlaupið burt frá sam- starfi við aðra flokka í utan- ríkismálanefnd. Þá höfðu íhaldsmenn enn ekki gert mjólkurverkfall með kom- múnistum eða opinbera upp- reisn gegn landslögum eins og í bílstjóraverkfallinu. Þá hafði Ólafur Thors enn ekki hótað „óvenjulegum at- burðum“. Og þá höfðu Kveldúlfsmenn enn ekki gert tilraun til að stöðva síldveiðiflotann og eyði- leggja aðalsumarbjargræði sjávarútvegsins með ofbeldi. Ef það er rétt hjá hinum „unga stjórnmálamanni“ Mbl. (og það mætti hann gerzt um vita) að fyrir tveim árum hafi „nærri helmingur þjóðarinnar" vitað, að íhaldsflokkurinn var í hjarta sínu orðinn ofbeldis- flokkur, þá er það áreiðanlega milcill meiri hluti þjóðarinnar, sem veit þetta nú. Og spumingin er þá aðeins: Hversu margir vilja styðja „of- beldisflokk“ að málum? er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖF N Bíðjíð kaupmann yðar um BB. munntóbakið Fæst allsstaðar. Klæðaverksm. Gefjun Akureyrí Tekur á móti ull til vinnslu og hefur lækkað verd á lopun. Dragíð ekkí lengur að koma ull yðar til vinnslu, ef þér ætlið að vinna úr henni snemma vetrar. Vínmilaun og vörur verksmiðjunnar geta bændur greíit með ull. Geijun hefir umboðsmenn í öllam verzlunarstöðum á landinu. -ö: lúðir og skinn Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar hÚðÍP og skinn, sem falla til á heimilum þeirra ættu þeir að biðja kaupfélag sitt að koma þessum vörum í verð. —■ Samband ísl. samvinnufélaga selur naufgpipahúðir, hrosshúðíp, kálfskinn, lambskinn og selskinn til út- landa og kaupip þessap vörup fíl súfunnp. — Naut- gpipahúðíp, hrosshúðip og kálfskinn er bezt að salta, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvo óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig, BETEIB jr. CRUNO’S ágæta holienzka reyktóbak VEBÐ; ARÖMATISCHER SHAG kostar kr. 1,05 V20 kg. FEINRIECHENDER SHAG — — 1,15--- Þæst í öllum verzlmmm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.