Tíminn - 09.09.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.09.1936, Blaðsíða 2
144 TlMINN Fröken Ingibjörg Olafsson Eftír Despína Karadja [Höfundur greinarinnar er grísk aðalskona. Hefir hún um margra ára skeið þekkt frökcn íngibjörgu Ólafsson og fylgst með hinum margþættu störfum hcnnar. A. J.]. Það var í Stokkhólmi 1923, sem ég hitti fyrst Ingibjörgu Ólafsson. Hún hélt þar fyrir- lestur um ísland, með skugga- myndum. — Hin fagra og skemmtilega lýsing á ættlandi hennar, Sögueyjunni, var mér sem opinberun. Á þessu kvöldi vaknaði áhugi minn fyrir föð- urlandi hennar! Fröken Ingibjörg Ólafsson er afbragðs fyrirlesari, á hægt með að vekja áhuga og hrifn- ingu fyrir því málefni, sem hún talar um. Þegar hún talar um efni eins og ættland sitt, sem hún elskar, hrífst fólk ósjálfrátt. Síðan þetta var, hefi ég hitt fólk frá ýmsum löndum veraldar, sem hefir sagt, að reynsla þeirra hafi verið sú sama og mín, að frk. Ingibjörg Ólafsson hafi með gáfum sín- um, hugsjónum, djúpri alvöru og drenglyndi vakið áhuga þeirra fyrir íslandi, Sögueyj- unni í Norðurhöfum, og fyrir þjóðinni sem býr þar. Þegar ég hitti frk. Ingi- björgu Ólafsson var hún á ferð um Norðurlönd til þess að flytja fyrirlestra um ættland sitt meðal skólafólks. Kunnátta þess um Island var talin heldur Iítil og hafði hún verið beðin að koma þangað. Til þessa starfs var hún sérstaklega vel fallin. Hún hafði kunnáttu og skilning til að gera efnið áheyrilegt og fróðlegt og vekja áhuga æskunnar fyrir „undra- landi andstæðnanna". Á hinum fjölmörgu fyrir- lestraferðum sínum hefir „Ingi- björg útbreitt meiri þekkingu um Island en flestir landar hennar. Ég minnist þess á einu Norð- urlandamótinu, að þegar ís- lenzki fáninn var dreginn við hún, hvernig allra augu hvíldu á „dóttur íslands", og með hví- líkum hlýleik þjóðsöngur Is- Ingibjörg Ólafsson. ! lendinga var sunginn! Sýndi \ það bezt þá virðingu og vin- ; áttu, sem frk. Ingibjörg Ólafs- | son hefir áunnið sér meðal frændþjóðanna. Síðan frk. Ingibjörg Ólafsson kom fyrst til Danmerkur eru nú liðin um 30 ár. Hefir hún aðallega starfað meðal æsku- lýðsins. Fyrir kærleiksstarf- semi kristindómsins hefir hún I alveg sérstaka hæfileika. Hin sanna trú hennar, fórnfýsi, gáfur og glaða viðmót hefir cpnað heimili fyrir henni og hjörtu manna í öllum stéttum. I Hún hefir einnig haft á hendi | ýms trúnaðarstörf utan Norð- urlanda^ t. d. hefir hún verið skipuð í nefnd hjá Þjóðabanda- laginu, sem er til að minnka hina hræðilegu hvítu þrælasölu, unnið að hjálparstarfsemi í Þýzkalandi á kreppuárunum eftir stríðið, farið fyrirlestra- ferðir í Bandaríkjunum, o. fl. Hinar fjölbreyttu gáfur frk. Ingibjargar Ölafsson hafa einn- ig sýnt sig í ritstörfum henn- ar. Svo árum skiptir hefir hún skrifað að staðaldri í mörg blöð og tímarit Norðurlanda, og á seinustu árum einnig í Englandi. Hinar mörgu greinar hennar, sem birzt hafa, bera bezt vott um hin víðtæku áhugamál hennar. Bók hennar Um jarðræktarlögin Eftir Halldór Kristjánsson á Kirkiubóli í Onundarfírði. Ég hélt að íhaldið myndi fljótlega heykjast á níðskrifum sínum um jarðræktarlögin nýju, eins og svo margt annað gott. En ég sé, að það heldur ennþá áfram skrifum um þau og afflytur þau á marga vegu. Þann 11. ágúst segir Isafold og Vörður, að þau kveði svo á, „að reita skuli jarðeignirnar ' smátt og smátt af íslenzkum bændum". Og í „Framsókn" 25. júlí, skrifar Jón H. Þorbergs- son" grein, þar sem hann hefir eftir Jóni H. Þorbergssyni, fyr- verandi formanni Búnaðarsam- bands Þingeyinga, — sem mér skilst að sé sami maður, — að hin nýju lög afnemi jarðrækt- arstyrkinn og geri hann að tak- mörkuðu fylgifé jarðanna, sem bændur eigi að viðhalda og skila í fullu gildi, lið fram af lið. Sé þetta rétt haft eftir, þá hefir fyrrverandi formaður tal- að af litlu viti, því að lögin gera blátt áfram ráð fyrir því, að styrkurinn verði afskrifaður í vissum tilfellum. Situr því ilia á Jóni rithöfundi að bregða þeim mönnum, sem vottuðu fylgi sitt við lögin um það, að þeir hafi hvorki skilið upp né niður í lögunum. Annaðhvort hefir Jón rithöfundur ekki skilið Jón fyrrverandi, eða Jón fyrrverandi hefir ekki skilið lögin, nema hvorttveggja sé. Slíkir menn mættu hugleiða hið fornkveðna um þá, sem þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar og snéru sann- leika í lygi. Það er annars harla merki- legt, að nokkur búandmaður skuli gleypa við því, að hin nýju lög miði til þess, að koma jörðunum í eign ríkisins. Rík- ið leggur nokkurr. styrk til endurbóta í sveitum, vegna þess, að það er þjóðfélagsleg nauðsyn að fólkið haldist í sveitunum og landbúnaðurinn aukizt og blómgist. Þessi fram- lóg eru gjafir þjóðfélagsins til þeirra manna, sem gera lífvæn- legra í sveitunum. Þess verður að gæta, að styrkurinn nemur aðeins nokkrum hluta þess til- kostnaðar, sem er óhjákvæmi- legur. Það fer því fjarri því að ríkið veiti bændum atvinnu við , Samfylkingin' Álygar um vaxandi áhrif Kommúnismans í vinstri flokkunum eiga að réttlæta nazismann í ihaldsflokknum. Það vekur almenna athygli og óskipta, að „Sjálfstæðisflokkur- inn" er seinustu árin orðinn gersamlega stefnulaus. I lands- málum bendir hann aldrei á nein ráð til úrlausnar, sem hann gerir að sínum stefnumálum eins og siðaðir flokkar eru þó vanir að gera. I bæjarmálum, þar sem flokkurinn stjórnar, kemur fram sama stefnuleysið, — flotið sofandi að feigðarósi, og ekkert gert. I Reykjavík virð- ist allt vera að f ara sömu leið- ina og áður undir stjórn íhalds- íns á Isafirði, í Hafnarfirði og nú í Vestmannaeyjum. Ihalds- flokkurinn er, eins og áður hef- ir verið bent á, einskonar óald- arflokkur, sem reynir að gera hyerju umbótamáli bölvun. Það rná benda á kjötmálið, mjólkur- verkfallið, bílstjóraverkfallið og tilraunina til þess að stöðva síldarútveginn í sumar. I at- vínnumálunum kemur fram sama stefnuleysið. Einn daginn er barist fyrir einstaklingsfram. taki, annan daginn er barizt fyrir einkasölu á síld, þegar einstaklingsframtakið er að eyðileggja síldarútgerðarmenn, ¦og næst er barizt fyrir fisk- einkasölu, þegar samkeppnin er búin að koma verðinu niður í sama og ekki neitt. Þriðja dag- inn er svo heimtað það verð- lag fyrir síldina, að öll síldar- útgerð myndi hafa stöðvast ef þeirri kröfu hefði verið sinnt. Þetta er gert vegna þess, að álitið er að með því sé unnt að gera ríkisstjórninni og land- inu mesta bölvun. Þessi baráttuaðferð íhalds- flokksins er raunverulega „fac- istisk"; hún er viðhöfð til þess að reyna að skapa upplausn og glundroða í þjóðfélaginu, því að þeir menn, sem íhaldsflokknum stjórna eru vonlausir um að geta unnið meirahlutafylgi í landinu með heiðarlegum rök- um og heiðarlegum málefnum. j En í sjálfu sér er stór hluti af ; kjósendum flokksins þessum ! baráttuaðferðum algerlega mót- fallinn. Baráttuaðferðirnar og ; stefnuleysið hafa skapað þeir j þrír menn, sem í framkvæmd- | inni eru forvígismenn flokks- ins. Og það er merkilegt hvern- ig foringjamir hafa valizt í þessum flokki. Ólafur Thors, einhver treggáfaðasti og mesti oflátungurinn, sem komið hefir í menntaskólann, Jón Kjartans- son, sem stuttu eftir að hann kom að Mbl. fékk viðurnefnið „moðhausinn", og Valtýr Stef- ánsson, sem snemma varð orð- lagður fyrir það eitt hve illa liann væri gefinn. Þessir menn hafa valizt til þess að stjórna „Sjálfstæðisflokknum". Hvernig ættu svo þau undur að ske, að í höfðum þessara þremenn- inga vakni skynsamleg mál og hugsjónir. Enda er það eðli- lega svo,'að þessa menn vantar stöðugt málefni til að skrifa um. Þessvegna eru alltaf „Þorkell á Bakka" hefir fengið ágæta dóma í blóðum á Norð-. urlöndum. „Hun er byggð upp af mikilli list með fornsögu- blæ", segir einn ritdómur um bókina. I haust koma tvær bæk- ur eftir hana á markaðinn, „Tanker Undervejs" kemur út á dönsku og „Æfisaga Jesú Krists", sem hún hefir skrifað fyrir „Kristilega Bókmennta- félagið" í Reykjavík. Fjöldamargir vinir frk. Ingi- bjargar Ólafsson í Englandi, að lagfæra fyrir sjálfa sig. Slíkan skilning hefi ég fundið á mölinni. Og af samskonar þekkingu og skilningi virðist hún sprottin, greinin, sem mál- gagn „Bændaflokksins" svo- nefnda prýddi sig með í vor, þar sem bændum var bent á þá leið, að flytja á jörð, sem eng- an styrk hefði fengið, þegar þeirra eigin jörð fengi ekki meira. Slíkir menn skilja ekkí hin fjárhagslegu og hagrænu hiutföll milli styrksins og fram- kvæmdanna. Annað eins og þetta getur enginn, sem þekkir lífskjör sveitafólksins og bú- skaparhætti, látið sér detta í hug. Máltúða „bændablaðsins" skyldi ekki bændalífið. Þegar þess er gætt, að jarð- ræktarstyrkurinn nemur aðeins nokkrum hluta þess, sem bænd- ur þurfa að greiða, vegna hins styrkta verks, er það augljóst mál, að bændur safna styrkn- um ekki í sjóði. Með honum greiða þeir kostnað, sem ella yrði þeim oftast að skuld, ef þeir legðu í hann. Þá má því nákvæmlega einu gilda meðan þeir búa, hvort kallað er, að þeim sé gefið þetta án frekari skilyrða en þeirra, að þeir hafi gert svo og svo mikið, eða þeim sé lagt þetta án þess að hægt sé að krefja það aftur eða heimta vexti af því. Hinsvegar Skotlandi, Irlandi og Norður- löndum glöddust yfir því, þeg- ar þessi ágæti fulltrúi Islands var sæmd heiðursmerki þjóðar sinnar. Þegar frk. Ingibjörg Ólafs- son verður fimmtug, þann 7. september, munu margar heilla- óskir og hlýjar hugsamr streyma til hennar frá hinum fjölmörgu vinum hennar, sem borið hafa gæfu til að kynnast þessari göfugu „dóttur Is- lands". er það ætlunin, að þessi styrkur geri landbúnaðinn léttari og lífvænlegri um aldur óg æfi. Því er reynt með hinum nýju lögum að hindra það, að sá sem styrkinn fær, geti látið eftir- mann sinn leysa veitta hjálp alþjóðar út með jafnmikilli fjárupphæð. Það er meira en nóg fé sem flutt hefir verið og fleygt úr sveitunum í þorpin, þó að jarðræktarstyrkurinn sé stöðvaður í sveitunum. Svo finnst okkur, sem heima sitjum í sveit okkar. Við lítum líka I þannig á, að jarðræktarlögin ] séu til fyrir landbúnaðinn, framtíðina og þjóðarheildina, en ekki vegna einstakra brask- ara. Samkvæmt hinum nýju lög- um hefir ríkið ekkert umráða- vald yfir styrktum jörðum. Eigendurnir hafa óbundnar hendur eftir sem áður með jarðir sínar. Aðeins er þeim bannað að braska með styrk- inn. Framlag ríkissjóðs fylgir jörðinni hvernig sem hún gengur kaupum og sölum, án alira afskipta ríkisvaldsins. Umráðavald bóndans er alveg óskert. Það er ekkert í hinum nýju lögum, sem bendir til þess, að ætlast sé til, að þeim verði breytt á einn eða annan hátt, þó að jafnan sé von á slíku og fundnar upp einhverjar taum- lausar blekkingar og álygar eins og nú síðast um Faxaflóa- síldina, sem daginn eftir voru reknar ofan í ritstjórana, um rétt háskólans til þess að veita embætti, sem líka var rekið of- an í þá samstundis. . I sumar flutti ómerkilegt blað í Kaupmannahöfn ósannar frégnir um fjárhagsafkomu Is- lands, sem til þess máttu vera fallnar að spilla trausti þess er- lendis, og jafnframt skýrði blaðið frá því, að unnið væri að lántöku handa íslenzka ríkinu í Danmörku og Svíþjóð. Þessar staðlausu fregnir lézt Morgun- blaðið taka trúanlegar, og það eftir að ríkisstjórnin hafði mótmælt þeim opinberlega, og taldi það dauðasynd, ef unnið væri að slíkri lántöku í þessum löndum. En nú, tveimur mánuðum síðar, flytur blaðið grein um það, að sjálfsagt sé að útvega landinu lán t. d. í Svíþjóð! Síðasta blekkingin er sú, að Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn æth að fara að ganga til samvinnu við Komm- únistaflokkinn. Tíminn veit auðvitað ekki um hvað Al- þýðuflokkurinn ætlar að gera, en um Framsóknarmenn má gjarna taka það fram, að slík samvinna hefir vitanlega aldrei komið til orða, og er uppspuni og lýgi frá rótum. Það er talað um það, að einhver samvinnu- nefnd hafi verið skipuð milli þessara flokka. En það er óhætt að fullyrða það, að ráðherrarn- ir, sem sæti áttu að eiga í þess- ari nefnd, hafa ekki einu sinni heyrt á hana mínnzt, fyrr en þessi lygafregn birtist í Morg- unblaðinu. Hvernig í ósköpun- um ætti líka að hugsa sér sam- vinnu milli Framsóknarmanna og kommúnista, meðan þeir beita þeim bardagaaðferðum, sem þeir hafa beitt? Fram- sóknarflokkurinn hefir verið aðalandstöðuflokkur kommún- ista, og einmitt sem milliflokk- ur sýnt fram á það, hve bar- dagaaðferðir þeirra væru heimskulegar og viðbjóðslegar. Milliflokkur, eins og Framsókn- arflokkurinn, sem vinnur að því að bæta kjör fólksins í iandinu, er höfuð andstöðu- flokkur kommúnista, því að er það ekki einsdæmi um þessi lög. Enginn getur sagt hvað síðar kann að yerða lögleitt um jarðeignamálið og styrkinn. En þess er ég minnugur, að árið 1932 sagði mér sjálfstæðisbóndi í minni sveit, að jarðræktar- styrkurinn væri til þess að leggja rökin í hendur kommún- istum seinni tímans. Eftir jarðræktarlögunum gömlu gat hin veitta hjálp rík- isvaldsins orðið baggi á land- búnaðinum og blóðtaka fyrir sveitirnar, þegar skipti um jarðeigendur, Sá sem styrkinn hafði fengið fór burt, en eftir- maður hans tók lán til að end- urgreiða honum styrkinn. Þetta er verið að laga. Og það verður eitthvað að gera til að hindra 1 liðstæðan fjárdátt úr sveitun- um. Ég nefni það aðeins sem dæmi, að úr einni fátækri sveit fór aldraður bóndi til Reykja- víkur. Leiguliðar hans greiða honum þangað 1000 krónur ár- lega í afgjald af jörðum hans. Þó er þetta lítið móts við allt það fé, sem streymir úr sveit- unum gegn um bankana, því að þyngst er jarðarleiga á þeim, sem „eiga" jarðir sínar í skuld. Þannig kemur það fyrir, að f jarlægir staðir og enda óskyld- ir atvinnuvegir gleypa lífsorku og æfistarf bóndans. Þetta er nógu illt öfugstreymi, þó að hann kemur í veg fyrir, að sá jarðvegur geti myndast, sem kommúnistar vilja undirbúa, til þess að geta komið á hinni svo- kölluðu byltingu. Hinsvegar er kommúnistum rnjög vel við íhaldsmenn, vegna þess, að þeir vita það, að íhaldsmenn einir geta innleitt það siðspillta ástand í réttar- fari og öðrum málum, svo sem reynslan hefir sýnt, t. d. í Rússlandi, að er nauðsynlegur undanfari og grundvöllur bylt- ingarinnar. Kommúnismi og bylting geta ekki vaxið upp úr öðru en spillingu, og enginn flokkur er fær um að skapa þá spillingu annar en íhaldsflokk- urinn. Nefna má Hnífsdalsmál- ið, Behrensmálið, kollumálið, sviknu síldarmálin, vatnsblönd- un mjólkur og margt fleira. Enda hef ir oft verið náin sam- vinna milli íhaldsins og komm- únista. Þeir hafa unnið saman að mjólkurverkfallinu í Reykja- vík, reynt sameiginlega að gera kjötlögunum alla þá bölvun, sem þeir gátu, og í bílstjóra- verkfallinu stóðu þeir hlið við hlið. Og síðast en ekki sízt: Einar Olgeirsson og ólafur Thors reyndu í sameiningu að koma síldarútveginum í kalda kol. Báðir hafa svipað mark- mið, að koma öllu í upplausn og reyna svo að ná völdum með hálfgerðu eða algerðu ofríki og valdi, sbr. aðferðirnar á Spáni. Framsóknarflokkurinn leggur þessa peyja, íhalds-fasista og kommúnista, að því leyti að jöfnu, að hvorutveggja eru öfgaflokkar, eins og baráttu- aðferðum þeirra er háttað, sem samvinna getur ekki komið til greina við. En menn skulu sanna til, að þessar lygar um samvinnuna við kommúnista verða endur- teknar í blöðum íhaldsins. Einhver íhaldsnazistinn hefir bent moðhausunum á, að þess- ari aðferð hafi verið beitt í þeim löndum, þar sem fólkið hefir nú tapað frelsi sínu, svo sem í Þýzkalandi. Nazistarnir þar þreyttust aldrei á að þrástagast á því, að samband væri á milli umbóta- flokkanna þýzku og kommún- ista. Þjóðin ætti ekki nema um einræði að velja, og þá væri hjálp ríkissjóðs leggist ekki í sama farveg. Nú mætti ætla, að þeir, sem skilja styrkveitinguna eftir nýju lögunum sem refsiaðgerð- ii, sæju ljósan punkt þar sem hámarksákvæðið er. Þeim ætti að þykja vænt um það, að ekk- ert er gert til að „reita jarð- eignirnar" af þeim, sem mest hafa gert. Svo er þó ekki. Hitt er algengt, að þeir nefni þessi ákvæði, að verðlauna slóðaskap- inn. En það eru voldug rök fyr- ir því, að styrkurinn verður að vera hærri til þeirra, sem minnst hafa gert. Fyrst er það, að dugnaður bænda stendur ekki í föstu og órjúfandi hlut- falli við þeginn jarðræktar- styrk. Ef svo væri gætu menn reiknað út dugnað sinn eftir því. Þá þyrfti meira en tuttugu Jóna eins og eru á Laxamýri og Akri til að jafnast á við Thor Jensen einn í dugnaði, og fjögur stykki af svoleiðis Jón- um voru vísast mun slóðalegri en Bjarni á Reykjum, að Magn- ús á Blikastöðum sé ekki nefndur. Það er enginn sér- stakur dugnaður að draga fé frá öðrum atvinnuvegi á óvið- feldinn hátt og leggja það í landbúnað, eins og dæmi eru til. Og allt þetta tal um að verðlauna slóðaskapinn er frek- leg móðgun við alla þá fátæku

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.