Tíminn - 09.09.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.09.1936, Blaðsíða 4
146 TIMIWN hann fínni sig knúðan til að halda undan í þessu máli. Það er sennilegt að Jóh. Jós. gæti varið gott mál, en enginn getur varið aðstöðu íhaldsins í land- helgismálinu. Ihaldið hefir á samvizkunni smíði öðins og blæinn á starfi þess skips. Það hefir fjandskapast gegn því, að varðskipin væru bæði til gæzlu og björgunar. Það á í flokki sínum alla þá menn, sem sann- ir hafa orðið að landráðum í sambandi við landhelgismálin. Það barðist með Öllum liðsafla sínum í 5 ár móti því að eftir- lit væri að lögum með hinum glæpsamlegu njósnum. Það of- sótti Einar Einarsson saklaus- an í því skyni einu að flæma hann frá störfum á Ægi fyrir það, að hann fór ekki í mann- greiningarálit í vinnu sinni, og brotlegum togaraeigendum stóð af honum mikill ótti. Að síð- ustu standa togaraeigendur í liði íhaldsins móti þeirri endur- skipulagningu landhelgisgæzl- unnar, sem ér óhjákvæmileg bæði af fjárhagsástæðum, og þó einkum vegna fiskimiðanna sjálfra. Ég kann Jóhanni Jósefssyni þakkir fyrir að hafa gefið til- efni til að gera hreinlega upp reikninga í landhelgismálinu milli okkar Framsóknarmanna annarsvegar og Jóh. Jós. og „vina" hans í Mbl.flokknum til hinnar handar. J. J. Ferðamena ættu að skipta við Kaupfélag Reykjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og ó- dýrum vörum. sé sleppt einu dæmi um hærra verð, sem ekki mun nothæft til samanburðar, þá er það hæsta verðið á innlenda markaðinum 1935. Lögin segja skýrt, að miða skuli við verðhæsta inn- lenda markað, þegar verðupp- bót er ákveðin og þó freðkjötið væri bætt upp með 3 auium pr. Ig. svo meðalverð þess kærm'st up{) í 85, þá var það samt 10 aurum lægra pr. kg. en verð á samskonar kjöti á verðhæsta innlenda markaðm- um. Þetta kom skýrt fram f skýrslu nefndarinnar, og því var vitanlega ekki hægt að birta hana, þegar ákveðið var að reyna að koma inn óánægju út af þessu atriði. Var hefi ég orðið við það hér austan við Hellisheiði, að reynt er að vekja hjá bændum óánægju yfir því, að útflutta freðkjötsverðið hafi orðið hærra með uppbót þeirri, sem á það var greitt, en verðið hjá Sláturfélagi Suðurlands. Margt mætti um þetta segja, en ég skal ekki í þetta sinn segja annað en það, að verð Slátur- félags Suðurlands á kjöti, seg- | ir ekkert um það, hvað kjöt | hvers árs hafi selst fyrir, og j því verður ekki hægt að miða við það eins og nú er. Þetta kemur ef rekstri þess félags. Það tekur kjötið með föstu verði hvert haust. Stjórn fé- lagsins reynir að haustinu að leggja niður fyrir sér hvað fást muni upp úr kjötinu, og ákveð- ur svo verðið með hliðsjón af því. Með því verði er kjötið svo tekið. Sum árin græðir fé- lagið á þessu, önnur ár tapar það. Afkoma eins árs hefir aft- ur áhrif á hag næsta árs, og getur gert félagið mismunandi vel fært að standa við það verð sem það hefir ákveðið. Reikn- inga sína gerir félagið upp við áramót, og koma því á hvers árs reikninga partar af kjöt- Takmörkun fiskmarkaða Framh. af 1. síðu. Þó hefir sumum alþm. ekki klíjað við að leggja nafn sitt við slíkt, og er þar helzt að minnast Péturs Ottesen, sem í æsingaræðu á landsfundi í- haldsmanna hefir sjálfsagt sannfært alla viðstadda um að frámunalega illa væri stjórn- að. Gerði hann það með því að slá fram, að þegar ekki gengi nú betur en hann hefði lýst, í góðærinu, hvernig mundi þá- fara ef eitthvað brygði út af !*) Það mun nú sönnu næst, að glamur íhaldsmanna í þessu sambandi sé yfirleitt ekki tek- ið mjög alvarlega. Sannleikur- inn er sá, að allir hugsandi menn eru í raun og veru undr- andi yfir því, hversu til hefir tekizt um fjárhagsafkomu þjóðai-innar, sem heildar, og afkomu atvinnuveganna, þrátt fyrir erfiðleika, sem fyrir stuttu hefðu verið taldir óyfir- stíganlegír. Hvað er það, sem hefir kom- ið í veg fyrir hrun af völdum markaðslokunarinnar ? Það eru fyrst og fremst þær mörgu ráðstafanir, sem gerðar hafa verið af hálfu núverandi þingmeirihluta, til þess að mæta örðugleikum almennings og versnandi aðstöðu þjóðar- innar út á við. Hér skal að- eins drepið á nokkur atriði. Með innflutningshöftunum hefir verið lækkaður innflutn- *) Pétur flutti umrœdda ræðu, eftir að vertíðin hafði algerlega brugðizt, vetrarharðindin gengið yfir og upplýsingar um markaðs- útlitið lágu fyrir. framleiðslu tveggja ára. Aldrei kemur því fram, hvað kjöt frá einu ákveðnu hausti, til dæmis frá árinu 1935, hefir gefið. Saman við það ruglast kjöt frá 1934 og 1936. Það fæst því aldrei sambærilegt verð við ársverð á kjöti í einhverju kaupfélagi, því þar er kjöt- reikningi ekki lokað, fyr en kjöt frá haustinu á undan er selt, og þá gert upp hvað feng- ist hafi fyrir hvert kg. og það verð greitt til framleiðenda. Það má vel vera, að þetta geri félagsmönnum hvorki til né frá, en það gerir það að verk- um, að sambærilegt verð við félögin úti um land fæst ekki. Ég teldi réttara og hagkvæm- ara að hvers hausts kjöt kæmi til bænda með sínu raunveru- lega verði. Verðið væri áætlað að haustinu, nokkur hluti þess borgaður þá strax, en hinn að sölu lokinni, og þá eins og hann reyndist, eins og gert er í öll- um hinum samvinnufélögun- um, sem með kjöt verzla, nema kannske einu. „Framsókn" hefir leyft sér að halda því fram, að verð á kjöti hafi ekk- ert hækkað vegna laganna eða starfs kjötverðlagsnefndar. Þetta er hin argasta f jarstæða, og raunar undur að nokkur skuli dirfast að segja slíkt við þá, sem framleiða kjöt og geta séð á verðnótum sínum hvernig verðið hefir breyzt. Það liggur fyrir skjallega sannað, að 1934 var meðalverð á dilkakjöti til bænda fullum 10 aurum hærra pr. kg. en árið 1933. Þó féll kjöt á erlendum markaði 1934. Ríkisuppbót var greidd í verðjöfnunarsjóð 1934 og nam hún 175 þús. kr. 1933 var líka greidd uppbót á útflutt saltkjöt og réði stjórnin hve há hún var, og notaði ekki alla þá fjárveitingu, sem til þess mátti verja. Þorsteini Briem hefir ekki þá þótt ástæða til að ingur til landsins um hvorki meira né minna en 20%, miðað við árið 1934. — Með þessum ráðstöfunum hefir einnig verið stigið stórt spor í áttina til þess að útrýma atvinnuleysinu, þar sem fjöldi iðnfyrirtækja hefir risið upp í skjóli haft- anna. Með stuðningi og forgöngu stjórnarinnar og flokkanna, sem að henni standa, hefir nýrri framleiðslu verið komið á fót, t. d. karfaveiðinni, sem er að verða stór atvinnuvegur, nýjar verkunaraðferðir teknar upp, og aðstaðan bætt fyrir eldri framleiðslu, t. d. land- búnað og síldveiðar — allt með þeim árangri, að ekki er von- laust, að útflutningsverðmæti íslands á þessu ári verði jafn- mi'kið og árið sem leið, þrátt fyrir erfiðleikana á fisksölunni. — Þessi efling atvinnuveg- anna miðar einnig beint að því að auka atvinnu í landinu. Með auknum framlögum úr ríkissjóði til verklegra fram- kvæmda, hefir enn verið dregið stórkostlega úr atvinnu- leysinu og afleiðingum mark- aðslokunarinnar. — Allar þessar ráðstafanir hafa svo miðað að því, að viðhalda og auka kaupgetuna innanlands og eru beinlínis grundvöllurinn fyrir afkomu bænda og iðnað- armanna. Hvernig hefði hinsvegar far- ið, ef íhaldsmenn hefðu ráðið? Þar verður að ráða af yfir- lýstri stefnu þeirra. í stað þess að beita inn- fíutningshöftum, hefðu þeir að sjálfsögðu notað það úrræðið, sem þeir segja að sé hið eina, sem dugir: „að slá niður kaup- getuna", þ. e. að lækka svo verðið yrði hærra, en það varð með, uppbót 1933, en það var sem sagt fullum 10 aurum lægra en hann og hans nótar telja allt of lágt 1934. Fyrir 1935 verður ekkert um þetta fullyrt. Líkur eru til þess, að saltkjöt flutt úr landi, verði u mlO aurum hærra pr. kg. en 1934, en freðkjötið um 5 aur- um hærra. Með vissu verður ekki um þetta sagt fyr en end- anlegt verð hef ir verið gert upp í kaupfélögunum, en þá mun ég gefa skýrslu um meðalverðið. En í þessu sambandi mætti benda á hvernig umhorfs mundi, ef ekkert hefði verið gert. Bændaflokkurinn telur sig klofna frá Framsóknar- flokknum, vegna þess að hann vildi ekki leysa þetta mál með jafnaðarmönnum, en þó var það eina leiðin til að leysa málið á. öfgamenn, starblindir af pólitík, hafa haldið því fram, að kjötverðið innanlands 1934 hefði orðið eins hátt, þó engin kjötlög hefðu verið. Þetta er vitanlega mjög f jarri öllum sanni. Meðalverð á salt- kjöti seldu úr landi var þá um 54 aurar pr. kg. og á freðkjöt- inu um 71 eyrir. Innanlands- verðinu var hinsvegar haldið uppi í ca. 90 aurum. Nú getur hver bóndi litið í eigin barm og athugað, hvort hann hefði ekki verið til með að selja kjötið sitt á t. d. 75 aura pr. kg. þeg- ar hann vissi að með því að salta það til útflutnings átti hann von á 54, og næði hann í að frysta það, mátti hann gera sér von um Jiðuga 70 aura pr. kg. Það var þá líka svo, að í ágúst 1934 komu bílar frá ein- stökum bændum og seldu kjöt beint til neytenda, fyrir mun iægra verð en Sláturfélagið þá hafði á kjöti sínu. Og þeir voru sumir komnir tveggja daga ferð, til að ná í söluna. Allir geta því skilið, að verðið hefði Tillky ni&ii&g. trá tlugmalar&dunaut ríkistns. Bsendur og yfirleitt allir sem hafa áhuga fyrir aö flug komiet aftur á hér á landi, eru hér með vinsamlega beðnir að tilkynna um svæði þau er þeir telja heppileg fyrir lendingu flugvéla, hvort heldur er á þeirra eigin landi eða annar- staðar. Svœðin þurfa að vera minst 600 x 600 metra stór, og annaðhvort renni- slótt eða mjög auðaléttuð. Bændur hafið hugfast hve mikið gagn flugvólar geta gert ykkur, hefjist handa áður en Bnjðr fellur og mælið staði þá er þið teljið heppilega fyrir lendingu flugvóla, og sendið sem nákvæmastar upplýsingar um legu, stærð og ásigkomulag svæðisins til flugmálará»diiiiaiits ríkísins Reykjavík tekjur manna, að þeir ekki geti keypt erlendar vörur. Hefðu þeir sjálfsagt getað komizt langt í þessu með því að skera niður verklegar framkvæmdir. En afleiðing þess, sem þeir halda fram um afgreiðslu fjár- laga og þaraðlútandi „sparnað", væri alger niðurfelling verk- legra framkvæmda og framlaga til atvinnuveganna. Þegar hér við hefði svo að sjálfsögðu bæzt hin alkunna deyfð og tregða íhaldsmanna um nýjar framkvæmdir í at- vinnumálum, þá hefði kosti al- mennings verið orðið svo þrengt, að af því hefði leitt einhver lækkun vöruinnflutn- ingsins, en þá hefði jafnframt verið burtu fallinn grundvöllur- inn fyrir bættum kjörum land- búnaðarins og iðnaðarins, sem hvorutveggja hefir beinlínis þá fallið niður undir útflutn- ingsverðið, hefðu lögin ekki verið. 1935 var munurinn á von- inni í verðinu, sem útflutta kjötið gaf, og kjöti seldu á innanlandsmarkaðinum miklu minni, en þó freistast um 30 kaupmenn til að selja meira á Jionum en þeim er leyft. Slík var eftirsóknin. Og ætli það hefði ekki þá farið líkt og 1933, að innanlandsverðið hefði farið niður fyrir verðið á út- flutta kjötinu, hefði ekkert verið aðgert. Það er þá líka svo, að enginn dirfist að halda því fram, að lögin eigi að af- nema, allir telja þau sjálfsögð í orði, en sumir vilja svo gera þau að engu í framkvæmdinni, — aðeins til þess að láta það sannast, að Framsóknarmenn hafi ekki verið þess megnugir að koma skipulagi á þessi mál. — Slík er nú bændaumhyggj- an. — Þá er því haldið fram, að kjötverðlagsnefnd hafi lækkað verðið á innlenda markaðinum 1935. Þessu til stuðnings er bent á það, að hún hafi hækk- að verðjöfnunargjaldið og inn- • anlandsverðið þá lækkað sem því svaraði. Hér er um mis- skilning að ræða, en ef til vill er hann afsakanlegur. Sann- leiurinn er sá hér, að þó verð- jöfnunargjaldið væri hækkað, þá voru jafnframt gerðar aðr- ar breytingar af nefndinni á sölufyrirkomulaginu og verðá- lagningunni, svo þeir sem seldu kjötið, þurftu ekki að lækka verð þess til bænda 1935 frá því sem það var 1934. Þetta má sanna og sýna með tölum ef óskað er. Það er því ósatt, að kjötverðlagsnefndin hafi lækkað innanlandsverðið til bænda 1935. Það gat af hennar láðstöfunum verið eins hátt og 1934. Blaðið Framsókn, sem kallar byggst á því að kaupgetunni innanlands hefir verið haldið uppi, en hún ekki „slegin nið- ur". Það er því alvég víst, að ef stjórnarandstæðingar hefðu verið að framkvæma stefnu sína þessi árin, þegar utanað- komandi erfiðleikar hafa stöð- ugt steðjað að, hefði verið hér meira atvinnuleysi en nokkurn- tíma hefir þekkst hér á landi og afkoma atvinnuveganna ekki verið sambærileg við það, sem hún er nú. X. Guðm- á Sveinseyrí Frh. af 1. síðu. Hinir mörgu vinir og sam- starfsmenn Guðmundar munu einum huga óska honum til hamingju á sextugsafmælinu, og árna honum langra og góðra lífdaga. Þ. sig „bændablað", hefir ekki þorað að láta bændur sjá, að kaupmenn seldu meira kjöt í landinu en þeim var leyft. Þess vegna birtir það ekki skýrslu kjötverðlagsnefndar meðal ann- ars. Þetta er trúmennska þess við samvinnufélögin, sem það auglýsir að það vinni fyrir. Hinsvegar hefir því stöðugt verið haldið fram, að SIS- fyllti markaðinn í Reykjavík af kjöti frá samvinnufélögun- um og að það væri það, sem spillti fyrir sunnlenzku bænd- unum með sinni sölu í Reykja- vík. Nú er sannleikurinn í þessu máli kominn í ljós, og þá segja hvorki Framsókn eða Morgun- blaðið frá honum. Morgunblað- inu er vorkun. Það er málgagn þeirra brotlegu og kostað af þeim. En hvað gengur að „bændablaðinu og samvinnu- blaðinu"? Hvers vegna vildi það ekki segja bændum sann- leikann? Er það svo langt leitt í rógsiðju sinni, að það megi ekki segja annað en það sem móðurblaðið leyfir? Eða þarf það að hagræða sannleikanum eða hylja hann, þegar hann ekki passar í rógsiðjuna. Mér er tjáð, að nú vilji Framsókn kenna mér um þetta. Þetta má segja mönnum. Hún hefir æðí oft áður reynt að ófrægja mig, og aldrei orðið feit af. Og ennþá má hún reyna að fita sig á því eins og hún vill. Sann- leikurinn er sá, að kjötverð- lagsnefndin hefir trúnaðar- menn sína á öllum stöðum sem slátrun fer fram á. Þeir eiga að sjá um, að fyrirmælum nefnd- arinnar og lögunum sé hlýtt, og segja nefndinni ef út af er brugðið. Þessir trúnaðarmenn heita ýmsum nöfnum, sem prestunum hefir þóknast, í samráði við aðstandendur, að gefa þeim. Einn heitir t. d. Runólfur Bjórnsson. En þeim Mjólkurmarkaðurinn Framh. af 1. eíöu. lausnar. Hvað smjörlíkisfram- leiðsluna snertir, kemur m. a. til álita að skattleggja hana og verja skattinum til verðlækk- unar á mjólk og smjör, ellegar veita samb. mjólkurbúa einka- rétt á smjörlíkisframleiðslu með ákvæðum um að gróða- hlutföll á framleiðslu smjör- líkis verði ekki óhagstæðari neytendum en nú er, og hagn- aðinum af smjörlíkisfram- leiðslu síðan varið í verðuppbót á smjör. Verða Framsóknarmemm í ríkisstjórn og á Alþingi að sjálfsögðu að hafa forgöngu um þessi mál, eins og yfirleitt öll þau mál, sem sérstaklega mega teljast velferðarmál land- búnaðarins. hefir orðið það trúnaðarmönn- unum, að trúa þeim of vel, sem sláturleyfi höfðu. Þess vegna hafa þeir ekki nægjanlega gætt þess að fyrirmælum nefndar- innar væri hlýtt. Þetta get ég skilið. Ég er eins gerður, ég væni ekki menn að óreyndu um það að halda ekki lög þau og reglur, sem gilda, og það er ekki fyrri en ég reyni mann að svikum, sem ég hætti að treysta honum. Mér finnst því að trúnaðarmennirnir hafi af- sökun. En hér eftir hafa þeir Iiana ekki. Nú vita þeir hverj- um ekki má trúa og treysta, og ég efast ekki um að nú fylgjast þeir betur með þessu en áður. Annars er það nokkur vorkun þó Isafold vilji ekki láta bænd- ur sjá sannleikann, því það er alltaf leiðinlegt að verða upp- vís að ósannindum. Hún hefir haldið því fram, að það væri S. I. S. sem yfirfyllti Reykjavík- urmarkaðinn og vitanlega geit það til að reyna að koma úlfuð upp á milli bænda, reyna að kljúfa þá og félagsskap þeirra og með því gera öðrum flokk- um hægra að undiroka þá og kúga. En að blað, sem þykist vera „bændablað" skuli gera sig bert að slíku, það er undrun og lítt skiljanlegt. Á þessu stigi þessa máls mun ég ekki eyða fleiri orðum að að- stöðu blaðanna til skýrslu nefndarinnar. En ég vildi mjög ákveðið biðja þá bændur, sem fá þau blöð, sem skýrsluna hafa birt, að lána þau til hinna, sem þeir vita að ekki fá þau, því með því vænti ég að þeir sjái sannleikann, og hvern hræsnisleik „Framsókn" leikur hér, og hver afstaða Isafoldar er, sem vitanlega gefur Jóni í Stóradal tóninn. 6. sept. 1936. Páll Zóphóníasson. Prent&m. Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.