Tíminn - 30.09.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.09.1936, Blaðsíða 1
^fgteibsía (Simt 2353 - Pó»tf)6lf 961 ©jaíbbagi blaDðlns e t 1 1 A n t Ácgangurtun fostai 7 ft. XX ár. rzrrr^cmrr Reykjavík, 30. sept. 1936. 40. blað. Hvað veitGarðar Gíslason um kjötverzlunina? Garðar Gíslason stórkaup- maður hefir ritað 15 dálka langa grein í Morgunblaðið 24. og 25. sept. í dag skrifar svo Morgunblaðið í sinni venjulegu sumiudagshugvekju um grein- ina og telur hana stórmerka. Þessi grein Garðars er íull af ibngum frásögnum, og sýnilega íituð af gremju þess manns, sem finnur, að kjötverzlunin er að dragast úr höndum sér, skil- ur ekki, vegna vöntunar á sjálfsþekkingu, að það er hon- um sjálfum að kenna, og reynir því að kenna það öðrum, og þá helzt kjötverðlagsnefnd. — Nefndin hefir að dómi Garðars gert ráðstafanir til þess að koma kjötverzluninni úr hönd- um kaupmanna, og í hendur samvinnufélaganna. Og hún á að gera þetta af pólitískum á- stæðum. Hann telur að hún geri það aðallega á þrennan hátt: 1. Með því að útiloka nokkra kaupmenn alveg frá slátrun. Um þetta farast honum svo orð: „Fyrstu afrek. nefndarinn- ar voru þau, að loka nokkrum kjötsölubúðum og sláturhúsum kaupmanna". Lögin mæla svo fyrir, að nefndin megi veita þeim kaupmönnum sem áttu eða starfræktu sláturhús 1933 sláturleyfi, ef húsið hafi verið •öglegt eftir lögum um kjötmat frá 19. júní 1933. Hún má þetta, en þarf ekki að gera það. Vildi hún vera pólitísk, gat hún neitað því. En það hefir hún ekki verið, því hverjum einasta kaupmanni sem upp- fyllti þessi skilyrði og sótti um siáturleyfi, hefir verið veitt það. Vitneskja stórkaupmanns- ins á þessu sviði, er því eitt- hvað gölluð. 2. Þá segir hann, að svo hafi verið þrengt að kaupmönnum við veitingu sláturleyfa, að þeir hafi þess vegna ekki getað slátrað eins mörgu og þeir vildu og þurftu að slátra frá viðskiptavinum sínum. Hið sanna í málinu er að 1934 fengu kaupmenn slátur- leyfi fyrir 106370 fjár. Þeir þurftu að slátra og slátruðu 76980. Svona var þrengt að þeim þá. 1935 fengu þeir ekki sláturleyfi nema fyrir 88050 íjár. Þá slátruðu þeir 67620. Var nefndin orsök í því, að þeir slátruðu ekki meira, hr. Garðar Gíslason? Og hvernig var þetta með yður sjálfan, þegar yður er leyft að slátra 7000, þá slátrið þér 2673 kindum. Var þrengt mikið að yður? Hvað finnst lesendum? Er ekki rétt fyrir Morgun- blaðið að skýra nánar frá því í næstu sunnudagshugvekju hvernig Garðar Gíslason fari með sannleikann í sinni „merku" grein? 3. Garðar Gíslason segir, að þriðja leiðin, sem nefndin fari til þess að skerða rétt kaup- manna, sé sú, að leyfa þeim ekki næga sölu innanlands. Iiann gefur í skyn, að kaupfé- iögin fái að selja hlutfallslega meira, og vegna þess að frá því var skýrt í skýrslu nefnd- tirinnar, sem hefir verið prent- uð í blöðum, að þeir seldu meira en þeir máttu í landinu, þá dróttar hann því að kaupfé- lögunum, að þau hafi gert eins, og spyr hvort svo hafi ekki vérið. Svo var ekki. Hvað hæft sé í því, að kaup- menn sem heild fái oflítinn hlut í innanlandsmarkaðinum, miðað við samvinnufélögin, sézt bezt á því, að þeir seldu innanlands 69,8% af því kjöti, sem þeir fengu, en sambands- félögin aðeins 28,9%. Þessar tölur prentar Garðar upp í grein sinni, og samt leyf ir hann sér að segja lesendum sínum, að kaupmenn hafi þar verið látnir sitja við skarðan hlut. Ætlast hann nú til að nokkur trúi þessu? Þessi þrjú atriði hafa þá verið rakin, og sýnt, að fyrir þeim er enginn fótur. Þau eru Gróusögur einar. Ég gat þess, að líklega sé or- sök til þess að greinin er fram- komin, gremja yfir því að kaupmenn séu að missa kjöt- söluna úr höndum sér. Garðar Gíslason gefur sjálfur upplýs- ingar hvernig á því muni standa, að á síðustu 10 til 20 árunum hefir alltaf verið að minnka kjötverzlun kaupmanna en vaxa kjötverzlun S. 1. S. Hann segir réttilega að meðal verð saltkjöts hjá S. 1. S. hafi 1935 verið 67,5 aurar pr. kg. <il bænda. Hann segir að kaup- menn efi að þetta sé rétt, þeir liafi ekki fengið hærra verð en 62 aura. Og hann heldur að S. í. S. hafi gefið kaupfélögunum hærra verð fyrir kjötið en það fékk við söluna. Hvort reynsla hans, sem stórkaupmanns gef- ur honum ástæðu til að ætla, að þetta sé gert, skal ég ekki segja um, en hitt er víst, að þegar kostnaður við kjötið hjá félögunum er reiknaður 24,5 aurar pr. kg. af saltkjöti, þá gefur sala S. í. S. 67,5 aura pr. kg. til bænda. Nú upplýsir Garðar, að kaupmenn hafi ekki selt betur en það, að þeir geti gefið 62 aura pr. kg. og er þá ofurskiljanlegt, að bændur vilji heldur láta þá selja, sem geta borgað hærra verðið. Eða finnst Garðari það ekki sjálf- um? Og er ástæða til að álasa bændum fyrir það? Og ætli við Garðar séum ekki hér komnir að höfuðástæðunni til þess að kjötverzlun S. í. S. hefir auk- izt, og að sama skapi hefir kjötverzlun kaupmanna minnk- að? Garðar talar í þessu sam- bándi um það, að kaupfélögin cigi frystihúsin, kaupmenn fái ekki aðgang að þeim, en freð- kjötið seljist hærra verði. Frystihúsin hafi verið styrkt af ríkissjóði, og þetta skapi kaupfélögunum aðstöðu til að geta gefið hærra verð fyrir kjötið en kaupmenn, sem að- eins hafi saltkjötsmarkaðinn og innanlandsmarkaðinn. Hér er málum nokkuð bland- að. Það er rétt að sumstaðar eru frystihúsin eign félaganna og einungis til þeirra afnota. En hitt er þá líka víða, sem kaupmenn mega frysta í þeim. Þrír kaupmenn notuðu sér þetta síðastliðið haust. Miklu fleiri gátu það, en vildu ekki. Kennir þar kannske enn, þess andróðurs, sem vart varð, þeg- ar fyrst var verið að koma upp frystihúsunum, og byggja skip, sem gæti flutt freðkjöt milli landa? Garðar talar ennfremur um það í þessu sambandi að í Englandi hafi S. í. S. eitt rétt til að selja freðkjöt, og þykir það mikið ranglæti. Það t íétt, að þegar takmarkað var hve mikið af kjöti mátti selja til Englands og Noregs, þá voru af Alþingi sett lög er a- kváðu, að menn mættu selja þangað í sömu hlutföllum og þeir höfðu gert áður. S.- 1. S. hafði þá eitt flutt út freðkjöt til Englands, og hefir því eitt rétt til þess nú. En það er selt freðkjöt víðar. Sænski markað- urinn fyrir freðkjöt í fyrra, var ekki verri en sá enski, og hann var öllum frjáls. En hvaða kaupmenn reyndu að nota hann? Margir kaupmenn hafa aðstöðu til að frysta kjöt, og gátu þess vegna selt freð- kjöt þangað. Hvað olli? Var það áhugi þeirra fyrir að koma kjöti bændanna í sem liæst verð? Garðari þykir það hart, að kjötverðlagsnefnd skuli nú hafa bundið sláturleyfin til þeirra, er seldu meira á innan- landsmarkaði í fyrra en þeim var leyft, því skuyrði, að þeir verkuðu nú til útflutnings kjöt- magn, sem svaraði því sem þeir í fyrra höfðu selt óleyfi- lega á innanlandsmarkaðinum, og fyrst að því framkvæmdu íengju þeir hlutfallslegt innan- landssöluleyfi við aðra. Mörg- um öðrum þykir þetta nú vera of mikil linka hjá nefndinni. Garðar Gíslasoh nefnir dæmi. Fyrst er dæmið frá Vestur- landi. Hann segir að nefndin hafi veitt einhverja úrlausn í bili. Það hefir hún nú ekki gert, og óvíst hvort hún gerir það. Næsta dæmið er af Norður- landi. Sá kaupmaður hafði ekki slátrun 1933, hefir ekki slátur- hús, og var mikið vafamál hvort nefndin nokkurntíma hafði heimild til að veita hon- um sláturleyfi. Frá Reykjavík hefir hann ekki keypt eitt kg. af vinnslukjöti, en nokkuð af fyrsta flokks dilkakjöti, og það fékk hann með Siglufjarðar- heildsöluverði þar. á höfn. Þriðja dæmið, sem líka er af Norðurlandi, er líka rangt með i'arið. Þeim manni stóð til boða að fi'ysta sitt útflutningskjöt í fyrra, og hefði þá, að dómi G. G. sjálfs, staðið jafnt að vígi og kaupfélagið á staðnum, ,en hann kærði sig ekki um það. Garðar segir að flestir kaup- menn muni hafa leyfi til sð' selja 25% af kjötþunga slátur- íjár síns innanlands. Hvað hef- ir hann sjálfur? Hefir hann ekki 100% ? Og hefir hann gert sér ljóst, hve mikið kjöt vant- ar til að fullnægja innanlands- sölunni, þegar hver fær að selja á staðnum, sem hann slátrar á, það sem þarf til að fullnægja kjötsöluþörfinni þar? Iíve mikið þarf þá að flytjast riiilli staða? Og ætlast G. G. til þess, að þá sé einum leyft að ílytja sitt kjöt allt og selja inn- anlands, en öðrum ekki? Það yrði víst ekki talið pólitiskt eða hlutdrægt mat, sem þá kæmi til greina? Nefndin hefir kosið að láta jafnt ganga yfir alla, hvað þetta snertir, og er í skýrslu nefndarinnar, skýrt frá þeim reglum, sem hún fylgdi við veitingu sláturleyf- anna. Ekki virðist stórkaupmaður- in skilja, hvað átt er við með því að leyfa ekki fjárkaup á fæti til slátrunar. Þetta er kannske varla von, en lesi hann „kjötlögin" og reglugerðina, þá mun hann sjá að það er þar tekið skýrt fram, að verðupp- bót, sem nefndin greiðir, eigi að ganga til þeirra, er áttu féð, sem kjötið er af, þegar keypt er á fæti, þ. e. samið um kaup á kindinni fyrir fastákveðið verð, án tillits til þess hve mik- ið kjöt, mör og gæru kindin hafi, þá getur kaupmaðurinn, sem búinn er að kaupa nokkur hundruð, á mörgum stöðum, og frá mörgum mönnum, enga hugmynd haft um, hve mikið kjöt hann hefir fengið frá hverjum einum, og því vantar hjá honum allan grundvöll und- ir að geta greitt verðuppbótina íil þeirra, er áttu kjötið. Sama gildir, ef svo skyldi fara, að endurgreiða þyrfti verðjöfn- unargjald, af því að kjötið á erlenda markaðinum seldist hærra en kjöt á þeim innlenda. Garðar Gíslason sér því vænt- anlega af hverju þessi ráðstöf- un stafar. Um hinar 11 breytingartil- lögur stórkaupmannsins skal ég ekki segja neitt. Hann kem- ur þeim vafalaust á framfæri Hafliði í Búð fimmtugur Þykkbæingar eru miklir sam- vinriumenn. Þeir eru bændur, og einu bændurnir, sem búið hafa í þorpi. Þeir hafa átt við raikla örðugleika að stríða af ágangi og einangrun mikilla vatna, en jafnframt búið við eitt hið glæsilegasta og mesta engi, sem til er á landinu, Safa- mýri. Einn af mætustu mönnum Þykkbæinga síðasta mannsald- ur er fimmtugur í dag. Það er Hafliði Guðmundsson í Búð. Foreldrar hans voru Guð- mundur Runólfsson og Sigríð- ur ólafsdóttir í Búð. Hann annálaður hugmaður og hún fróðleiks og greindarkona. 1 tíð þeirra Þykkbæinga, sem nú eru að verða rosknir, hafa orðið miklar og merkar fram- i'arið í Þykkvabænum. Hafliði var unglmgur, þegar hlaðið var í Fjarkastokk, þrek- virki, sem aukið hefir Þykk- bæingum ásmegin, og orkað hefir stórum á framkvæmdir þeirra og samtakamátt. Rjómabú reistu þeir 1907 og starfræktu fram yfir stríð. Kirkjuna fluttu þeir til sín frá Háfi 1914 og byggðu veglega íir steinsteypu. Kaupfélagsdeild stofnuðu þeir 1920 byggða á aðdráttum af sjó og starfræktu þar til þeir gátu ekið, bílum keim í hlað. Djúpósfyrirhleðsl- an færði þeim ekki aðeins gras- lenginn úr hinni grasgefnu Safamýri, heldur var hún jafn- framt hin mesta samgöngu- bót, brú yfir 90 faðma breitt sundvatn. Síðan hefir hver fé- lagsframkvæmdin rekið aðra, samgirðingar, sameiginleg jarðakaup til stækkunar nytja- löndum. Sandgræðsla, sem er tilraun til eins hins stórfeld- asta landnáms, þar sem er öll Gljáin, eða sandflatneskjan framan við byggðina milli Hóls- ár og Þjórsár. Nú eru þeir að yinna að mikillf áveitu á Safa- mýri, einu hinu mesta mann- virki í sinni grein. Einnig eru þeir að reisa eitt hið myndar- iegasta skóla- og samkomuhús. Um alla þessa hluti standa Þykkbæingar saman eins og einn maður. En einn af þeim mönnum, sem þeir hafa löng- um beitt fyrir, er Hafliði í Búð. Á þessum árum hefir verið unnið að húsabótum, aukinni garðrækt og túnrækt á hverri jörð. Nautgriparækt er óvíða á hærra stigi en hjá Þykkbæing- um, enda hafa þeir haft kyn- bótafélagsskap í því efni um langt skeið. í einu orði. Þykkvibærinn er eitt hið mesta menningarbyggð- arlag um búskap og samvinnu alla, og gefur bendingu um hvert vert sé að stefna, þegar unnið er að fólksf jölgun í sveit- um landsins. En Hafliða í Búð berast hlýjar kveðjur við fimmtugs- áfangann og þá meðal annars vegna þess, hvern þátt hann íiefir átt í því að gera Þykkva- bæinn að því menningarbyggð- arlagi, sem hann er orðinn. á réttum vettvangi. Sumar þeirra eru beint lagabreytinga- tillögur, sem Sigurður Krist- jánsson kemur væntanlega á framfæri. Aðrar snúa-beint að nefndinni, eins og það, að hafa dáturleyfin ekki tímabundin, heldur leyfa t. d. G. G. að \ s-látra 7000 einhverntíma t. d. ¦ árið 1940 ef honum sýndist að ! geyma það þangað- til! 1 sumar | var beðið um umsóknirnar um sláturleyfi fyrir 1. ágúst, þá komu margar, en síðast í dag eru eftirlegukindur úr» kaup- mannahóp, sem líklega hafa ekki vitað fyr en nú hvort nokkur vildi leggja inn til þeirra kindur, að biðja um slát- urleyf. Mætti Garðar gjarnan minna þá á, að vera fyr á ferð- inni. Þó ég ekki hirði að svara fleiru úr grein Garðars Gísla- sonar, þá vænti ég að menn af þessu sjái hve rétt hann fer með í grein sinni, og hve mikið má upp úr henni leggja. En eitt, sem greinin upplýsir, gleð- ur mig sem samvinnumann, en hryggir þó jafnframt vegna bændanna, sem við kaupmenn verzla. Það er yfirlýsing hans um það, að kaupmenn geti ekki selt saltkjöt á erl. markaði, nema 5,5 aurum lægra pr. kg. en S. 1. S. Þetta sýnir vanmátt þeirra, samanborið við kaupfé- lögin. En það hryggir mig, að enn skuli þó vera til bændur, sem ekki eru búnir að sjá þetta, og því skuli kaupmenn enn hafa 17,7% af kjötverzl- uninni í sínum höndum. En allt er í þróun, og sam- vinnan á enn eftir að þróast, og allir að fylkja sér undir merki hennar. 26. sept. 1936. Páll Zóphóniasson. Lækkun frankans. Franska stjórnin hefir nú í vikunni ákveðið að hverfa frá gullinnlausn og lækka gengi frankans um 30%. Hafa Frakk- ar þar með stigið sama sporið og Bretar stigu í gjaldeyris- málum fyrir 5 árum, en þá var ísl. króna látin fylgja brezka pundinu svo sem kunnugt er.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.