Tíminn - 07.10.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.10.1936, Blaðsíða 2
162 fiinrs Hverjir hafa veitt útlending- um ,tonsessionir6 til atvinnu- rekstrar hér á landi? Undanfama daga hefir aðal- málgagn íhaldsflokksins talið það til landráða að nefna orðið „konsession“ í viðtali við er- lenda menn. Hvað er það að veita útlend- ingUm „konsession“ ? Það er að veita erlendum mönnum eða fyrirtækjum, að- stöðu til að stunda atvinnu- j rekstur hér á landi og þá j fyrst og fremst undanþágu til j að eiga hér fasteignir, sem j atvinnureksturinn byggist á. ! Nú liggur það alls ekki fyrir : að verið sé að bjóða útlending- j um nýjar „konsessionir" eða j gefa þeim neitt vilyrði um slíkt. Þvert á móti er unnið að því af alefli af núverandi rík- j isstjóm, að landsmenn sjálfir verði þess megnugir að hagnýta ; þau gæði landsins, sem enn eru ónotuð. Meðal annars þess vegna | hefir verið unnið að því af fjámiálaráðherra að takmarka svo vörukaup til landsins, að landsmenn þurfi ekki að þraut- nota lánstraust sitt til að standa skil á algengri vömút- tekt erlendis. En öll fíflalætin í Mbl. eru út af því, að fjármálarðherra hefir rætt um það við erlenda fjármálamenn árið 1935, að til þess að komast hjá því að veita „konsessionir“, þurfi íslending- ar að geta átt kost á erlendu lánsfé í framtíðinni, ef kostn- aðarsamt reynist að hagnýta þau gæði landsins, sem enn eru ónotuð. Það má ekki nefna(!) orðið „konsession“ erlendis, því að þá segirMbl. að verið sé að ofurselja verðmæti landsins! Sumir þeir, sem lesa Mbl. þessa dagana, ganga sjálfsagt út frá því sem gefnu að „kon- session“ til útlendinga, sé alveg óþekkt fyrirbrigði hér á landi og að Morgunblaðið og flokkur þess hafi að minnsta kosti aldrei látið sér slíka fjarstæðu til hugar koma. Tíminn telur þessvegna rétt að rifja upp sýnis- hom af því hvað gerzt hefir í Eru ritstjórar Mbl. svo fá- vísir, að þeir viti ekki eða séu búnir að gleyma, hver afstaða þeirra sjálfra og flokksmanna þeirra í ráðherrastólum hefir verið gagnvart útlendingum í þessum efnum? Eða hafa þessir ábyrgðar- lausu gasprarar treyst því, að aðrir myndu ekki þekkja sögu þeirra í þessum málum? Þeir halda kannske að þjóðin sé búin að gleyma því, hvemig íhaldsmenn gerðust leiguþý út- lendinga í Islandsbankamálinu. Eða því, að Jön Kjartansson og Valtýr Stefánsson voru af dönskum kaupmönnum ráðnir ritstjórar Morgunblaðsins og launað af dönsku fé til þess að styðja þá stjórn, sem Jón | Magnússon, Jón Þorláksson og þessum málum á þeim tímum, þegar íhaldsmenn höfðu völdin i í landinu. Magnús Guðmundsson mynd- uðu á árinu 1924. Eða því, hversvegna Magnús Guðmundsson hlaut viðumefnið „Skeljarleppur“! En nú er Mbl. og allt þess nánasta lið enn einu sirmi kom- ið í gapastokkinn. Sjálfir hafa þeir byrjað að j tala um „konsessionir“ — al- ! gerlega að tilefnislausu. Afstaða þeirra sjálfra til „konsessiona11 hefir nú verið aflrjúpuð. Kannske þeir vilji halda á- fram að tala um „konses- sionir“! Kolaverzlun UOUB9AH ðurMRAI KOU Ivrhlailk. SboM UB 16. febrúar 1922 er G. Evanger, norskum manni, veitt leyfi til að hafa eignarrétt á síldarverksmiðjunni á Dagverðareyri við Eyjafjörð. Forsætisráðherra var þá Jón Magnússon. 2. október 1922 var D. H. Bookless (brezkum manni) veitt leyfi til að kaupa fasteign í Hafnarfirði og nota hana við rekstur útgerðar þaðan. Forsætisráðherra var þá Sigurður Eggerz. y | 27. febrúar 1923 var Siglufjord Sildoliefabrik (norskt fyrir- ! tæki) leyft að eiga fasteignir á Siglufirði og endurbæta þær. Forsætisráðherra var þá Sigurður Eggerz. 25. júní 1924 var það leyft, að Landsbankinn mætti selja „Hellyer Bro’s“ (brezku félagi) útgerðarstöðina „Svendborg^ i Hafnarfirði. Jón Magnússon var þá forsætisráðherra. 25. ágúst 1924 er leyft að selja sama brezka útgerðarfé- lagi bryggju í Hafnarfirði. .1. M. var þá forsætisráðherx-a. 15. septenxbei’ 1924 var The Harbour and Pier Association í London leyft að eiga lóðir í Skildinganesslandi. J. M. var þá I forsætisráðherra. 28. febrúar 1927 var Svensk-Islandska fryseríaktiobolaget, Göteborg, leyft að byggja og starí'rækja fxystihús í Reykjavík (sænska frystihúsið). Jón Þorláksson var þá forsætisráðherra. 21. rnarz 1927 var Shell í London veitt leyfi til að kaupa lóð til olíugeymslu í Skildinganesi. Jón Þorláksson var þá for- sætisráðherra. Kjötlögin brotín Því er haldið fram af sum- um, að kjötverðið myndi vera alveg eins hátt og nú, þó kjöt- verðlagsnefnd væri ekki til og engin „kjötlög". Þeim mönnum er gott að at- huga eftirfarandi staðreyndir. 14. ágúst í sumar byrjaði einn kaupmaður í Reykjavík að selja nýtt dilkakjöt á kr. 1,60 kr. kg. Nefndin var þá ekki byrjuð að veita sláturleyfi og ekki farið að slátra í Reykja- vík. Kjötið kom austan úr sveit. Vitanlega var kaupmað- urinn sektaður og sala stöðvuð. Þegar slátrun var leyfð, var heildsöluverðið 1,80 eða 20 aur- um hæiTa, en út úr búðinni hjá kaupmanninum 14. ágúst. Sunnudaginn 27. sept. hring- ir trúnaðarmaður kjötverðlags- nefndar í Hafnarfirði, hr. Þor- leifur Jónsson, til formanns nefndarinnar og skýrir honum frá, að maður í Hafnarfirði liafi daginn áður selt kjöt á kr. 1,10 pr. kg. af fyrsta flokks kjöti. Á mánudaginn var svo viðkomandi yfirheyrður af bæj- arfógeta. Kom þá í Ijós, að kjötið var eign Sigurðar Pálma- sonar kaupmanns á Hvamms- tanga. Hafði hann sent bíl af nýju kjöti til Hafnarfjarðar og beðið — að því er borið er í réttinum — nefndan mann, sem þó hvorki hefir kjötbúð né vex-zlunarleyfi að selja fyrir sig kjötið á kr. 1,10 pr. kg. Nú er lieildsöluverð í Hafnarfirði 1,18, en í heilum skrokkum til ne.vtenda 1,23, og var því kjötið ?elt 13 auram undir skráðu verði. Sá, sem seldi, bar það fyrir réttinum, að hann hefði selt kjötið með þessu verði, af þvi að Sigurður Pálmason, er átti kjötið, hefði mælt svo fyrir, en sjálfur kvaðst hann ekkert vera inni í kjötsölu. Sagðist þó hafa spurt S. P. að því, hvort þetta væri leyfilegt og hefði hann kveðið já við. Sala þessi var vitanlega stöðvuð, og verður Sigurður Pálmason látinn svara til þessa að lögum. Þessi tvö dæmi ætti að vera þeim mönnum á Suðurlandi, sem hafa haldið að Sláturfélag Suðurlands og Kaupfélag Borg- firðinga, gæti haldið uppi verði i á Reykjavíkurmarkaði, án að- 1 stoðar laga og kjötverðlags- nefndar, glögg bending um það, hvert kjötverð mundi verða, ef nefndin ekki væri starfandi. Hið síðara ætti líka að geta sýnt mönnum, hvern hug og vilja kaupmenn hafa á að koma kjötinu í hátt verð fyrir bænd- ur, þegar þeir leika það nú, þrátt fyrir verðákvæðið, að reyna að selja undir verði, til að koma sínu kjöti út, þó vita mætti, að slíkt kæmist upp, og yrði ekki þolað. Sérstaklega ættu bændur í l’estur-Húnavatnssýslu að minnast þessa næst, þegar þeir heyfa um það talað, að kaup- menn þar geti ekki greitt eins hátt og kaupfélagið. Kaupfélag- ið hefir selt sitt kjöt, sem hing- að kemur eins og lög standa til, en það er hætt við, að Sigux’ði Pálmasyni hefði orðið erfitt að gefa sama verð fyrir kjötið til bænda og það, ef hann hefði komizt upp með að selja þann hluta, er hann má selja innan- lands 13 aurum lægra. En hverju myndi hann hafa kennt um? Kornræklln Nokkrir áhugamenn í Reyk- holtsdal í Borgarfii-ði stofnuðu fyrir þremur árum félag með sér til að gera tilraunir með í kornrækt. Félag þetta nefnist „Komræktin í Reykholti* og befir haft með höndurn all-um- fangsmikla starfsemi. Hefir Tíminn nýlega átt tal við Þórj Steinþórsson, bónda í Reykholti um framkvæmdir fé- lagsins, en hann skipar stjórn þess ásamt Jóni Hannessym, bónda í Deildartungu og Þor- gils Guðmundsyni kennara í Reykholti. — Félagið tók á leigu um 14 hektara lands í Reykholti og var sumarið 1934 byrjað á framkvæmdum, m. a. byggð koi’nhlaða og gerðar tilraunir a landinu. í fyrravor var Andrés Kj er- ulf frá Hafursá á Fljótsdals- héraði, er áður starfaði á til- raunastöðinni á Sámsstöðum, íenginn til að standa fyrir kornræktinni. Var í fyrrasum- a-r sáð byggi og höfrum í 10 hektára lands og var uppsker- an rúmlega 200 tunnur. Seld- um við hverja tunnu á 18—22 kr. til hænsna og hestafóðurs og er markaður nægur í hérað- ínu. Útsæði seldum við út um land á kr. 80 tunnuna á skips- i'jöl í Borgarnesi. — Hvernig er uppskeran í haust? — Hún verður sennilega ámóta og í fyrra. Sáð var i ámóta stórt svæði, höfram I um 2 hektara, en byggi í 8 hektara. Var spretta nokkuð misjöfn, ágæt þar sem þurt var í vor, en lakari þar sem jörð var blautari. Er akurinn allur fullþroska, nema þar sem síð- ast var sáð höfrum, en von í Reykholti ei' um að þeir verði líka full- þroska. Sáð var 3 tegundum af byggi, mest af Donnes-byggi, sem gefur mikla uppskeru, Solen-bygg þroskast norðar, er öi’uggara, en gefur eigi svo : mikla uppskeru. Guld-bygg þarf lengri þi’oskunartíma, er tví- raða, en hefir ýmsa kosti fram yfir hinar tegundirnar, er m. a. síður hætt við foki, en í of- viðrinu í síðasta mánuði urðu . t. d. töluverðir skaðar á ökrun- um í Reykholti vegna þess, að bygg fauk úr öxum. — Auk kornræktai’innar vonx kartöfl- : ur ræktaðar í einum hektai’a , lands og er uppskera góð í ! nokkrum hluta landsins, þar 1 sem áður var ræktað, en nokkru lakari í nýi’æktinni. — Hve margir starfa að ræktuninni ? — 1 vor unnu að henni 4 menn í þriggja vikna tíma í sambandi við verklegt nám- skeið í kornrækt, en sennilega hefðu 3 menn nægt. Akurinn þarf lítillar umhirðu við yfir sumartímann, en í haust starfa 6 menn að uppskerunni. Er henni enn eigi lokið. — Hvaða mannvirki hafa verið gerð í sambandi við korn- ræktina ? — Byggð kornhlaða 10X14 m. Er loft yfir henni hálfri auk hanabjálkalofts. Þreskivél er höfð þar. Ennfremur hafa veiið byggð tvö búpeningshús. Voru þar fóðraðir s. 1. vetur 6 hestar félagsins og auk þess teknir 8 kálfar og 80 kindur til fóðui’s. Er fóði’að á hálmi þeim er til fellur. Að lokum getur Þórir þess, að félagið hafi í hyggju að fá sér kommyllu. Framþróun landbúnaðar- ins og afsetníng afurðanna Eftir Björn Konráðsson á Vífilstöðum Frá upphafi íslands byggðar hefir landbúnaðurinn verið að- alatvinnuvegur landsmanna. Líf og líðan landsins bama hef- ir þessvegna orðið að byggjast á því, sem landið hefir gefið á hverjum tíma. Um það bil sem landið var að byggjast, er því svo búsældarlega lýst í fomum sagnaritum, að ekki er ástæða til að efast um það, að land- búnaðurinn hafi staðið með miklum blóma langt fram eftir öldum. En gæði landsins hverfa smátt og smátt, skógamir eyð- ast, veðráttan harðnar og eld- ur og ís gera strandhögg um sveitir landsins ýmist á víxl eða svo að segja samtímis. All- ar þessar þrekraunir hefir ís- lenzkur landbúnaður orðið að þola án þess að láta bugast. Að sjálfsögðu hefir þetta kostað mikla baráttu og töpin á sum- um tímum orðið fleiri en sigr- arnir. Það er því ekki að ástæðulausu, þó íslenzkur land- búnaður hafi svo að segja stað- ið í stað fram á seinni hluta síðastliðinnar aldar. Um síðustu aldamót má segja, að nýtt tímabil hefjist í sögu landbúnaðarins. Jarðabæt- ur vaxa meðferð búfénaðarins batnar, félög bænda eru sett á stofn og áhugi fyrir bætti’i meðferð og afsetning afurð- anna fer vaxandi. Enda er þá farið að senda landbúnaðarvör- ur á erlenda markaði með góð- um árangri. Afkomu landbúnaðarins þok- ar þannig fram um skeið hægt en örugglega, þar til straum- hvörf stríðsáranna grugga svo allt viðskiptalíf þjóðanna, að bæði einstaklingar og heilar þjóðir verða meira og minna áttavilltar um afkomu sína og efnahag. Þegar svo birtir upp að nýju, er allt orðið breytt. Breiðir álai’ hafa brotið sér leiðir yfir allar viðskiptaleiðir og venjur. Gamlir og góðir veg- ir verða nú ófærir í einni svip- an. Viðskipti þjóðanna torveld- ast eða stöðvast, ekkert verður komizt áfram viðskiptalega nema með samningum slyngra stjórnmálamanna og má segja, að við svo búið standi enn þann riag í dag. A þessu síðasta tímabili hef- ir þó íslenzkur landbúnaður tekið skjótum og miklum fram- förum. Alþingi hefir afgreitt íjölda mörg lög síðasta áratug- inn landbúnaðinum til handa sem orðið hafa og verða honum til ómetanlegs gagns. Með jarðræktarlögunum er landbún- aðurinn styrktur með meir en 1/2 milljón króna árlega og með ýmsum öðrum lögum er hann einnig styrktur um hundrað þúsunda. Síðasta og merkasta löggjöfin sem samþykkt hefir verið landbúnaðinum til handa, eru nýbýlalögin, sem afgreidd voru frá næstsíðasta AJþingi. Af þessu verður ljóst, að framleiðsla landbúnaðarins 1 iýtur að vaxa hröðum skrefum á næstu ái’um, frá þvi sem nú ei’, ef ekkert ófyrirsjáanlegt kemur fyrir. I þessu sambandi verður því ekki úr vegi að at- huga ástandið í þessum efnum, eins og það er nú og undirbúa nýjar leiðir sem fara verður framvegis, r' allt á að geta gengið með er'hegum hætti. Sauðfjári'æktiii eða kjötfram- leiðslan hefir lengst af lagt til aðalútflutningsverðmæti land- búnaðarins á undanförnum ár- um. Flest byggðarlög landsins Ixafa orðið að byggja afkomu sína á þessari framleiðslu og mun svo vei’ða enn, um skeið. Vert er þó að veita því athygli, að alvarlega virðist nú vera farið að þi'engja að kjötmark- aði, bæði á útlendum og inn- lendum markaði. Ef ekki verð- ur hægt að finna nýjar leiðir til þess að auka umsetningu á þessarj framleiðsluvöru utan- lands eða innan — eða hvort- tveggja — má búast við að sauðfénaði landsmanna geti ekki fjölgað neitt til muna á meðan svo standa sakir. Mjólkurframleiðslan virðist hafa vaxið nokkuð hin tvö síð- ustu árin og er ekki ólíklegt að þrengingar kjötmarkaðarins eigi eða geti átt sinn þátt í því. En hverníg sem afstaða þessara tveggja framleiðslu- greina kann að vera hvorrar til annax-ar, þá má ganga út frá því alveg vísu, að framleiðslu- vörar landbúnaðarins í heild ldjóta að vaxa mjög mikið á næstu árum. Þau rök, sem hægt er að færa fyrir þessu, er í stuttu máli sagt, sú löggjöf, sem land- búnaðurinn á nú við að búa. Síðasta Alþingi hefir gert gagn. gerðar breytingar á jarðrækt- arlögunum frá 1923 meðal ann- ars á þann veg, að það sem áður var þar reglugerðaratriði um st.vrk til jarðabóta, er nú lögíest og styrkurinn auk þess í mörgum tilfellum hækkaður frá því sem áður var. Einmitt þessi breyting á jarðræktarlög- unum er ef til vill sú mikil- vægasta og öruggasta sem hægt var að gera bændunum til handa. Á meðan styrkurinn eða upphæð styrksins var ekki lögbundinn, hafði viðkomandi ráðherra á hverjum tíma ó- bundnar hendur með að lækka hann aðeins með breyting á reglugerð og var óneitanlega nokkur hætta á að sú leið yrði fyr eða síðar notuð annaðhvort í tilfelli fjárhagslegra þreng- inga hjá ríkissjóði eða þá með lötum .vilja ráðherrans í garð landbúnaðarins. Bændur geta því vegna þessara laga lagt ennþá öruggari út á ræktunar- brautina en nokkra sinni fyr. Nýbýlalögin er nú verið að byrja að framkvæma. Eftir þeim viðtökum að dæma, sem þau virðast mæta út um byggð- ir landsins má búast við að þau verði frábærlega vinsæl meðal þjóðarinnar. Fjölda mörg önn- ur lög sem styðja að vexti og viðgangi landbúnaðarins vei’ða hér ekki talin, enda eru þau þegar orðin kunn. En af þessu verður séð, að á meðan svo er búið að landbúnaðinum frá lög- gjafarþingi þjóðarinnar hlýtur framleiðsla hans að vaxa hröð- um skrefum. Eins og áður er getið er helzt útlit fyrir að vöxtur landbún- sðarins á næstu árum komi mest fram í aukinni mjólk og mjólkurafui’ðum. Af þessu leið- ir að ekki verður hjá því kom- izt að mæta þessari aukningu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.