Tíminn - 07.10.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.10.1936, Blaðsíða 3
TÍSSfWS! 163 Svar til Jóns á Laxamýri Jón Þorbergsson á Laxamýri fer aftur af stað í blaðinu „Framsókn“ 4. júlí s. 1. í þeim tilgangi að reyna að svara greinum mínum í Tímanum um hann og búnaðarþingsfulltrúa- kosninguna í fyrravor. Er þessi grein J. Þ. öll einn hrærigraut- ur af hugsunar- og rökvillum, kryddaður með lastmælum og illyrðum. En svo er að sjá sem J. Þ. sé það fyrirmunað að „slá sér upp“ með þessháttar orð- færi, þegar rökin þrýtur, því hann þrástagast ailtaf á sömu iJlyrðunum, og er laus við að vera nokkuð frumlegur. „Mörð- urinn“, „Marðar-skrif“, „net ósannsöglinnar“, „gæta lyginn- ;nnar“, „rógur og blekkingar“, o .s. frv. Slík hugtök ásamt tih efnislausum, meiðandi fullyrð- ingum eru uppistaða greinar- innar. Ég býst við, að ýmsa þá, er greinina lesa og lítt þekkja til J. Þ. eða þeirrar miklu bar- áttu, sem hann hefir háð, fyrir endurkosningu sinni til búnað- arþings, hver veit hvað lengi, reki í rogastanz við lestur þess- arar greinai’, en þeir sem kunn- ugir eru, vita í því sambandi eina afsökun eða a. m. k. skýr- ingu á þessari dæmalausu rit- smíð. J. Þ. hefir beðið endan- legan ósigur, hann er endan- lega fallinn. Honum hefir verið vikið frá sem fulltrúa þing- eyskra bænda á búnaðarþingi. Og J. Þ. telur, að ég eigi mesta sök á þessum ósigi’i hans, hann finnur ekki, að það er breytni hans sjálfs og takmarkaðir verðleikar, sem fyrst og fremst -hafa valdið falli hans. Þetta sér hann ekki, en snýst nú gegn mér með svo mikilli bræði, að hann missir alla stjóm á penna sínum. Þessvegna sé ég í gegn um fingur við J. Þ. Grein hans læt ég að mestu ósvarað, enda svara slík skrif sér jafnan sjálf, þó er það at- riði í okkar deilu, sem ég neyð- ist til að gera meiri skil en ég þegar hefi gert. Ég hefi í fyrstu grein minni sagt frá grunsam- legri vinnu J. Þ. á bak við tjöld- in, sem lyti að því að stuðla að c-ndurkosningu hans. „Af ein- skærri hlífð“ við J. Þ. eins og með sérstökum ráðstöfunum til afsetningar á innlendum markaði, því eins og nú standa sakir má svo heita að útlendur markaður sé nú lokaður fyi’ir þessar vörur. Það eru þessvegna ekki önnur úrræði en að búa svo um með löggjöf að þessar vörur verði notaðar í landinu sjálfu. Ef nokkur maður efast um að svo fari með aukning fram- leiðslunnar á næstu árum eins og hér er gert ráð fyrir er auð- velt að færa fram sannanir, sem ekki verða véfengdar. Á síðastliðnum áratug mun hið ræktaða land hafa aukizt um eða yfir 10 þús. hektara á öllu landinu. Af þessu landi má ætla að geti fengizt um 400 þús. hestburðir af töðu eða fóð- ur fyrir að minnsta kosti 10 þús. kýr. Það má því óhikað gera ráð fyrir að næsti áratug- ur verði enginn eftirbátur með afköstin í þessum efnum. Að vísu má gera ráð fyrir, að eitt- hvað af ræktunarframkvæmd- um næstu ára færist yfir á aukna ræktun matjurta vegna löggjafar um þau efni frá síð- asta Alþingi, en tæplega mun ég áður hefi sagt, hefi ég hing- að til látið vera að leggja fram sannanir fyrir þessum ummæl- um, en úr því hann hvað eftir annað heimtar þessar saimanir birtar tel ég mig ekki geta hlíft lionum við þeim lengur. Eins og ég áður hefi sagt og sann- að, boðaði J. Þ. til umræddrar kosningar vorið 1935 á ólögleg- um tíma og svo skyndilega að fulltrúaval í hreppabúnaðarfé- lögunum gat ekki farið fram með tilliti til kosningarinnar. líosningin skyldi koma mönn- um á óvart, af ásettu ráði og í ákveðnum tilgangi. 5. marz 1935 ritar J. Þ., formaður Bún- aðarsambands Þingeyinga, for- manni Búnaðarsambands Norð- ur-Þingeyinga bréf*), um ýms málefni og viðskipti Búnaðar- sambandanna, m. a. boðar hann formanni B. N. Þ. fundinn 26. apríl og kosningu búnaðar- þingsfulltrúans og segir enn- fremur: „Ég ætla að trúa þér fyrir því, að ég legg áherzlu á það að komast aftur á búnaðar- þing eða að verða endurkosinn ... Ég bið þig að hafa hægt um þetta til fundarins, þótt ég treysti því, að þú verðir mér innanhandar í þessu efni við fulltrúa úr N-sýslunni og er á kosningahólminn kemur“**). Til samanburðar við þetta er einkennilegt að lesa það, sem J. Þ. skrifar í „Framsókn“ 4. júlí s. 1. Þar segir hann: „Ég hefi unnið fyrir Búnaðarsambandið nær 8 ár, án þess að stofna til nokkurrar starfsemi „á bak við tjöldin. Enda er svo fyrir að þakka, að mér hefir tekizt að standa utan við allt baktjalda- makk um dagana og aldrei dottið í hug að skreyta mig með þeim tjöðrum, sem „mörð- urinn“ Bjöm Haraldsson not- ar“. J. Þ. kallar það ekki bak- tjaldamakk, þó hann biðji for- mann B. N. Þ. að vera sér „inn- an handar við fulltrúana" og styðja sig á „kosningahólmin- um“, um fram allt leynilega. J. *) Bréf þetta er að finna meðal annara skjala búnaðarsambands- ins, sem afhent voru núv. for- manni.. **) Auðkennt hér. — B.H. það þó verða til þess að draga úr framkvæmdum túnræktar- innar neitt til muna. Ef ræktunarmálin þróasc þannig fram næsta áratuginn eins og hér hefir verið bent á að framan, bendir allt til þess að kúaeign landsmanna muni aukast að minnsta kosti um 10 þús. á sama tíma. Ég skal skjóta því hér inn í gamans, að á ferð minni um Noreg síðast- liðið vor, lét norskur Islands- vinur, sem vel fylgist með mál- um hér, svo um mælt við mig í gamni að svo liti út sem ís- lenzku blöðin hefðu legið í bleyti í mjólk undanfarna mánuði. Ef svo skyldi fara um aukning mjólkurframleiðslunn- ar hér á landi eins og hér er gert ráð fyrir, mætti ætla að betur yrði farið að blotna í blöðunum að 10 árum liðnum. Þetta aukna mjólkurmagn, sem nema myndi um 20—30 milj. lítra á ári yrði að afsetja sem unnar afurðir. Það svarar til þess að úr því fengist um 1000 smálestir af smjöri eða um 1 milj. kg. Reiknað til verð- mætis yrði það um eða yfir 3 milj. króna. Þ. þvær hendur sínar í ákafa, en hætt er við að glamrið og stóryrðin reynist léleg sápa við handaþvottinn. Þá vill J. Þ. halda því fram, að gegn sér sem búnaðarþingsfulltrúa hafi verið háður pólitískur andróður og þessvegna hafi hann fallið. Allir kunnugir munu sammála um það, að svo hafi ekki verið. í fyrra svari sínu í Framsókn íordæmir hann þá, sem reyni að gera búnaðarfélagsskapinn i landinu pólitískan (þörf ádrepa fyrir samflokksmenn hans). En hversu hreinn er skjöldur hans sjálfs 1 þessu efni? J. Þ. og bróðir hans hafa verið fram- bjóðendur ákveðins stjórn- málaflokks í suðursýslunni. Og hver er þessi maður, sem hann rítar bréfið sæla, formaður B. N. Þ.? Það er fiambjóðandi sama flokks í norðursýslunni. I bréfinu brýnir hann samherj- ann með því að nefna stjórn- málamann, sem flokkur þeii-ra átti í höggi við, til þess að vera sér „innan handar“ við þá, sem atkvæðisréttinn hafa og veita sér lið á hann. J. Þ. skorar á samherja sinn að láta B. N. Þ. veita ríflega fé til ferðakostn- aðar fulltrúa og annara, er sæki fundinn og skorar á hann að koma sérstaklega með „betri bændur" á fundinn. Engum, sem bréfið les, blandast hugur um að það er pólitískt og gegnir furðu, að maður, sem telst fyrirliði á sviði opinberra mála, skuli sem slíkur láta annað eins plagg frá sér fara. Bréf þetta er ritað 5. mars 1935, eins og áður er sagt. Það er frumkvæði þeirrar snjöllu hugmyndar J. Þ. að hafa fundinn 26. apríl 1935, ári áð- ur en löglegt var. Þegar í þessu bréfi, talar J. Þ. fyrir kosn- ingu sinni, sem pólitísku áhuga- máli. Leynt skal það að vísu fara, en frá hans hlið skal kosn- ingin þó vera pólitísk, fylgið pólitískt, og fyr.'r því eru marg- ar fleiri sannanir en þetta bréf. En J. Þ. ber sér á brjóst. Hann segist alltaf hafa reynt að sporna gegn því, að pólitík kæmist inn í búnaðarfélags- skapinn í landinu, en ríkis- stjói-nin og hennar fylgifiskar stnndi þar í vegi. Vesalings Jón. Finnst þér nú sjálfum þetta ekki dálítið vafa- samt hjá þér? Þær tilbúnu sakir, sem þú hefir borið á mig og aðra, sem ekki vildu endur- kjósa þig, hafa nú sannast á þig sjálfan. En þú mátt sjálf- Á undanfömum árum hafa hráefni til smjörlíkisgerðar ver- ið flutt inn í landið fyrir allt að 1 milj. króna árlega. En framleiðsla alls smjörlíkis í landinu mun nú nema um 1200 smálestum árlega eða svo að segja sömu upphæð eða rétt- ara sagt sama þyngdarmagni eins og smjörið verður úr því aukna mjólkunnagni, sem um getur að framan. Það liggur því nokkurnveginn í augum uppi, að vegna framleiðslunnar og vegna þjóðarinnar allrar verð- ur að gera þær ráðstafanir, að jafnóðum og smjörframleiðsl- unni þokar áfram í landinu, verði smjörlíkið látið víkja af markaðnum. Það liggur nú að sjálfsögðu fyrir næsta Alþingi að ráð- stafa þessum málum með nýrri löggjöf. Á næstu 10 árum ætti þessi löggjöf í nánu samstarfi við hinn vaxandi landbúnað að geta komið þvi til leiðar að ís- lenzkt smjör kæmist að hvers manns borði í stað smjörlíkis. Það yrði hin eðlilegasta fram- þróun fjárhagslega, menningar- lega ag heilbrigðislega séð fyr- ir alla íslenzku þjóðina. um þér um kenna, ef þér svíð- ur undan þinni eigin svipu. Greinar þínar hafa verið kryddaðar með ýmsum dylgj- um í minn garð, sem ekkert snerta það mál, sem um hefir verið rætt. M. a. segir þú, að Suður-Þingeyingar muni kann- ast við mig í sambandi við með- ferð á óskilafé. Og þú lætur í það skína, að sú meðferð hafi máske verið í meira lagi at- j hugaverð. Ég veit ekkert hvað þú átt við með þessu, því ég hefi aldrei iiaft óskilafé til með- ' ferðar fyrir Suður-Þingeyinga. ■ Eins gasprar þú út í bláinn um fjallskilamál og vegamál. — i Hvorki kunnugir eða ókunnugir | vita hvað þú ert þar að fara ! og þú sjálfur þó líklega allra | sízt. Björn Haraldsson. Opid brél tíl Árna Jakobssonar 1 17. tbl. ,,Framsóknar“ í ár birtist grein eftir þig, er nú nefnir Stefnusvikin og Fi’am- sóknarflokkurinn. Segir þú það tilgang þeirra lína, „að sýna og sanna að Framsóknarfl. er genginn frá sínu fyrra hug- sjónastaifi og er á leið til að verða niðurrifsflokkur sauð- fjárræktarlandbúnaðarins“. — Þó að þetta væri mjög þung á- sökun á alla Framsóknarmenn í landinu, og þó greinin væri ekki óliðlega skrifuð, virtist mér og fleirum ekki þær sann- I anir færðar fyrir þessu í grein i þinni, að mikil ástæða væri til að svara henni, og ásökunin að öðnx leyti sú fjarstæða, að um hana þurfi ekki að rökræða; og lét ég hana því af skiptalausa. En um það leyti sem þín grein kom út, skrifaði ég í „Tímann“ nokkur orð um gengismál. Er svo að sjá í greinarköflum frá þér, sem birtast í 31.—33. tbl. Framsóknar, að þú takir grein mína sem svar til þín og helg- ar mér þar einn kafla. Ég ákvað þá strax að senda þér nokkrar línur, ekki svo mjög af því að ég teldi mig þurfa að svara því sem þú beinir að mér sérstaklega, heldur vegna þess að mér virðist að greinar þínar og málsmeðferð benda ömur- lega til þess, sem ég áður hafði tekið eftir, að flestir þeir, sem ganga erinda Bændaflokksins svokallaða vinna sér til minnk- unnar. Vopnaburður þeirra og bardagaaðferðir eru með þeim hætti, að þeir hljóta að teljast minni menn eftir en áður. Á þetta vildi ég benda þér, úr því þú snerir þér persónulega að mér og mínum málum, en bið velvirðingar á því að sumar- annir hafa valdið því, að þetta hefir dregizt þar til nú. Ásökun þá til Framsóknar- flokksins, sem ég gat um í upphafi, byggir þú á því, að hann vilji ekki lækka gengið og þannig útvega bændum fullt framleiðsluverð fyrir afurðir þeirra, en þó aðallega á því, að hann hafi gert Steingrím bróð- ur minn að búnaðarmálastjóra, en hann hafi, að því er þú seg- ir, lýst því yfir, að „ekki sé hægt að lifa á sauðfjárrækt hér á landi“ og „að það sé orðið of dýrt að viðhalda og auka dreif- býli landsins, það svari ekki kostnaði að styrkja það, því þar sé fólki ekki unnt að lifa því menningarlífi, sem nútíma- líf heimtar“. Um fyrra atriðið er það að segja, að gengislækkun hefir aldrei verið stefnumál Fram- sóknarfl. eða nokkurs annars flokks. Hitt hefir verið og er enn stefnuskrármál Framsókn- arflokksins að vinna að öllu því sem landbúnaðinum er til heilla, og þá auðvitað fyrst og fremst því, að hann geti orðið arð- vænlegur atvinnuvegur, svo bændur fái „framleiðsluverð" fyrir afurðir sínar eins og ýmsir crða það. En nú er einmitt deilt um það, hvort gengislækk- un ein út af fyrir sig geti ork- að nokkru verulegu um þetta. Blað þess flokks, sem þú ert nú að ganga á mála hjá, segir að ekki þurfi annað „en finna út hvert framleiðsluverðið er og skrá gengið samkvæmt því“, með því sé „unnt að tryggja íramleiðendum meðaltalsfram- leiðsluverð" og sömuleiðis, að það sé engin „réttmæt ástæða til skattahækkunar, vaxta- hækkunar né kauphækkunar bó gengið yrði réttilega skráð“ („Framspkn" 23. tbl. 1936). --- Þessa skoðun virðist þú hafa líka, en hvorki þú né blaðið reynir til að sanna þetta. 1 þeim kafla síðari greinar þinn- ar, sem á að vera svar til mín, gerir þú ekkert til að afsanna það, sem ég bendi á að allir hðir framleiðslukostnaðarins og þar á meðal þessir þrír áður- töldu muni hækka að krónu- tölu hlutfallslega eftir því sem \erðgildi hennar minnkar. En við skulum athuga staðhæfing- una um að ekki þurfi annað en skrá gengið réttilega til þess að bændur fái framleiðsluverð fyrir t. d. kjöt sitt og hvernig þurfi að skrá það til þess. — Þið í Þingeyjarsýslu munuð hafa fengið síðasta ár 94 aura fyrir kg. af dilkakjöti, en þú segir að framleiðsluverð sé kr. 1,30. Nú ber öllum saman um, að aðkeypt efni muni hækka að krónutölu jafnmikið og kjötið ykkar, fengist fleiri krónur fyr- ir það vegna gengislækkunar, og það er vafalaust. Nú mun sá kostnaðarliður vera —2/s af öllum framleiðslukostnaði í fiestum sauðfjárræktarhéruð- um landsins og þarf þá að lækka gullverð krónunnar nið- ur í i/2—V3 af því, sem nú er til þess að „framleiðsluverð“ fá- ist þó kaupgjald, vextir og skattar séu óbreyttir að krónu- tölu. En trúir nokkur því, að hægt sé að lækka kaup ofan í einn þriðja þess, sem nú er, eða að lánsstofnanir komist af með að fá i/3 af þeim vaxta- tekjum, sem þær hafa haft, þó vaxtagreiðslur til útlanda hald- ist óbreyttar, eða ríkið geti allt í einu komizt af með brot af þeim tekjum, sem það hefir liaft. Ég veit að þú trúir því ekki og ritstjóri Framsóknar ekki heldur. Og það kalla ég að glamra um málin að slá fram staðleysum án þess að trúa þeim sjálfur. Og það tel ég illt verk að lelja bændum trú um að geng- islækkun sé einhver sá lífs- elixír, sem einn nægi til þess að rétta hag bændastéttarinn- ar, því það er margt fleira sem til þarf. Því skrifaði ég grein mína, að ég vildi benda þeim á, að vafasamt væri gagn þeirra af henni, en tók hitt skýrt fram, að ef það virtist ljóst, að framleiðendur hefðu verulegan hag af gengislækkun væri hún sjálfsögð, og þar var ég í fullu samræmi við stefnu og starf Framsóknarfl. Og þýki þér og öðrum hann vera seinn til framkvæmda í því máli, eru fleiri sekir, því sé það synd af Framsóknarfl. að vinna ekki að því nú að fella krónuna, var það glæpur af þeim mönnum, sem þú ert nú að segja þig í flokk með, að gera það ekki, þegar þeir voru við stjórn, og afurðaverð bændanna var mik- ið lægra en nú. Ég get ekki skilið hvernig þú getur treyst þeim mönnum, sem segjast þekkja öruggt ráð til að útvega bændum framleiðsluverð afurð- anna, en horfðu fyrir stuttu, þegar þeir höfðu völdin, að- gerðalausir á að bændur fengu ekki helming þess, að þeirra eigin áliti. En aðaládeilan er í sambandi við val Steingríms Steinþórs- sonar sem búnaðarmálastjóra, og þar fer þér þannig, að þú slítur orð hans úr samhengi, svo þau fá allt aðra merkingu, og byggir svo ádeilu á hann og flokkinn á því. Þó lestu senni- lega „Framsókn“ og þar voru þau birt, orðrétt þó undarlegt sé, í vetur. Hann segir í hinum tilvitnuðu ummælum. „Eins og nú horfir er ekki hægt að búa við sauðfé hér á landi“. Þegar hann skrifar þetta,. fáið þið í Þingeyjarsýslu víst rúma 50 aura fyrir kg. af kjöti. Þú segir, að þið þurfið 130 aura. Er það þá goðgá að segja, að ekki sé hægt að búa við það, og ert þú ekki sammála honum í því efni. En trú Steingríms á sauðfjár- búskapnum sést bezt á því, að jafnframt ber hann fram frv., sem á að koma af stað nýju landnámi í sveitum landsins, sem engu síður á að byggjast á sauðfjárrækt en kúa. 1 því fr\T. eru gerðar meiri kröfur til rík- isins um styrk til landbúnaðar- ins en nokkru sinni fyr, og þetta frv. hefir Framsóknarfl. borið fram til sigurs. Gengur þú úr Framsóknarfl. aðallega vegna þess, að hann stuðlar að því, eftir því er þú segir, að sá maður er látinn vinna fyrir landbúnaðinn, sem gert hefir miklar kröfur um styrk honum til handa og er bjartsýnn á framtíð hans þó hart sé í ári. Þá telur þú það stórámælis- vert að benda á það að „afdala- kot og heiðarhreysi“ eigi að leggjast í eyði. Það er vitan- lega teygjanlegt hvað kalla má „kot“ og „hreysi“, en langt er gengið, þegar á að láta þau lieiti ná til Víðikers í Bárðar- dal, eins og þú gerir. Þeirrar jarðarinnar, sem að öllu sam- antöldu er hæst metin í þeirri sveit stórbýla og að landverði er með þéim hæstu. En eigum við að deila um, hvort stórtjón sé þó Stóriás í sömu sveit færi í eyði? Þar lá snjórinn stund- um við baðstofugluggana fram í júnímánuði og bóndinn varð að bera útheyið vott á bakinu úr mýrinni, á skíðum af því hún var engri skepnu fær. Ég held það sé enginn skaði, þó menn slíti sér ekki út á því líku, ef sveitabyggðin þéttist þar sem lífsbaráttan er léttari. Og ég get ekki stillt mig um að minna þig á, þegar konan i Stóraási varð úti, og lá við að dóttir hennar yrði það líka, af því þær voru að reyna að bjarga sauðfénu þegar bylur skall á, en bóndinn var ekki heima og ókleift að fá aðstoð annara vegna einangrunar. Slíkt getur gerzt á afskekkt- um heiðarbýlum, en naumast í þéttbýlinu, og það er stefna Framsóknarfl. að spoma við því að slíkar sorgarfréttir fæli menn frá því að búa í sveitum landsins. Og þó betri jarðir séu en Stóriás, sé ég ekkert eftir, þó þær hætti að byggjast, þeg- ar þær eru mjög afskekktar, ef jafnframt rísa upp nýbýla-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.