Tíminn - 14.10.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.10.1936, Blaðsíða 1
09 1nní>eímta §afnar»u. ?6 <3im« 23.53 - Piatfjó/f 96» HoBeín* n 1 |hni IRtoanflnrinn foetat 7 ft. XX ár. Reykjavík, 14. október 1936. 43. blað. Loðdýrarækt Frá því er verzlunarviðskifti bófust fyrir alvöru hefir grá- ^ara jafnan verið verzlunar- vara. Virðast loðskinn því eiga öruggan markað og öruggari en ýmsar aðrar vörur. Þegar veiðitæknin færðist í aukana, þvarr mjög framboðið á grávöru. En þá hófst loð- dýraræktin. Þessi tiltölulega nýi atvinnuvegur er orðinn stórfelldur þáttur í búskap ein- í.takra þjóða. Einkum eru það norðlæg lönd, sem talin eru að standa vel að vígi um þessa f ramleiðslugrein. Mættu afrek Norðmanna á þessu sviði vekja athygli hér á landi, en þeir hafa á sárfáum érum gert loðdýraræktina að einni megin f ramleiðslugrein norska landbúnaðarins. Verðmæti útfluttrar grávöru frá Noregi 1931 var 2,3 millj. króna, en 1935 var það komið upp í 23 milljónir. En verðmæti allrar loðdýraframleiðslunnar þetta ár nam 30 millj. kr. Til þess að gera mönnum skiljanlegt hvert afrek Norð- menn hér hafa unnið, má geta þess til samanburðar, að öll framleiðsla á stórgripakjöti í landinu er talin 5 milljónum króna meira virði samtals en framleiðsla loðdýraræktarinftar, en öll framleiðsla sauðfjáraf- urða, smjörframleiðsla mjólk- ur og rjómabúa, og eggjafram- leiðsla var hver um sig miklu lægri að verðmætí en loðdýra- framleiðslan. Og enn vekur það sérstaka eftirtekt, að af þessum 23 millj. króna, sem grávöruút- flutningurinn frá Noregi nam í fyrra, voru 21 millj. fyrir að- eins eina tegund loðskinna, silfurrefaskinn. Við munum standa flestum betur að vígi með refarækt. Náttúruskilyrðin eru góð. Og engir munu standa betur að vígi um fóðuröflun- handa ref- um en við. Við höfum hlut- fallslega mikla kjötframleiðslu og þar af leiðandi æði mikið af úrgangskjöti. Þá mun hrossa- uppeldi svara kostnaði í sum- um sveitum í þeim tilgangi, að nota það til refafóðurs. Hval- veiði er hafin að nýju hér við land og kjötið selt til Noregs, einmitt til refaeldis. Enn er selurinn sem t. d. við sumar stórárnar á Suður- landi liggur í hundraðatali til lítilla eða engra nota, en spillir hinsvegar silungsveiði til mik- illa muna. Og loks er okkar sérstaklega góða aðstaða við öflun sjávarfangs, en það er einn aðalliðurinn í kostnaði við öflun refafóðurs. Hin knýjandi þörf um bætt og aukin lífsskilyrði í sveitum landsins, jafnhliða þörfinni á fj ölbrey ttari útf lutningsvörum, hlýtur að orka því, að þegar á næsta Alþingi verði sett lög- gjöf sem veiti þeim vísi, sem hér er upp kominn til loðdýra- ræktar öflugan stuðning, svo sem með því að tryggja áð þau ein loðdýr verði höfð til undaneldis, sem eru af góðum og verðmætum stofni, að út- \ cgaður verði erlendur sérfræð- ihgur til leiðbeiningar um loð- dýrarækt, að greiða fyrír því að unt verði að flytja til lands- ins valin loðdýr til undaneldis, og þá jafnframt gjört að skil- yrði að sikpulagi verði komið á sölu grávöru. Árangur Norðmanna er þeg- ar orðinn svo mikill, að við höfum ekki efni á því að hefj- ast ekki handa meir og betur en orðið er um þennan nýja atvinnuveg, sem virðist eiga hér öll hin beztu vaxtar- og þrifaskilyrði. Löggjafinn hefir greitt fyrir auknum iðnaði hér á landi m. a. með því, að ákveða að iðn- l'yrirtæki í sérhverri nýrri iðn- grein skuli útsvarsfrjálst og skattfrjálst um þriggja ára bifi Virðist ástæða til að fara sömu leið, þegar verið er að koma upp nýjum atvinnuvegi, eíns og t. d. loðdýrarækt. Það hefir verið sagt um ís- lenzka bændur, að þeir væru fyrri til en stéttarbræður þeirra í öðrum löndum, að tileinka sér nýjungar í atvinnuháttum. Er vonandi að þetta reynist sann- mæli, þegar um er að ræða nýjar framleiðslugreinar, sem allt bendir til að geti haft mikla f járhagsþýðingu fyrir at- vinnuveg þeirra, svo sem refa- ræktina. Deílan um iaga- prófessors- embættíð Svo sem kunnugt er hefir staðið allmikill styrr að undan- förnu út af veitingu Isleifs Árnasonar fyrv. fulltrúa, á pró- fessorsembætti, sem laust var i lagadeild háskólans. Háskóla- kennarar lagadeildar, þeir ólaf- ur prófessor Lárusson og Bjarni Benediktsson hafa báðir i sameiningu birt skýrslu um málið, og Isleifur Árnason svarað henni með skýrslu frá sinni hálfu. Ég ætla mér eigi að fara að dæma um það út af fyrir sig, hvor umsækjendanna um há- skólakennaraembættið myndi reynast betri og happasælli kennari, því mér er alls ókunn- ugt um kennsluhæfileika þeirra. Mér er kunnugt um að báðir eru vel gefnir menn og betur að sér í lögfræði, heldur en fiestir aðrir yngri lögfræðinga vorra, en því verður eigi neit- að, að ísleifur Árnason hefir að baki sér miklu lengri reynslu sem starfandi lögfræðingur í erfiðri stöðu — dómasamningu við stærsta dómaraembætti landsins — heldur en hinn, enda er Gunnar allmikið yngri maður. En það er eitt lögfræð- islegt atriði, sem ég hefi eigi séð hreyft að neinu verulegu leyti í „barátturitum" málsins og vil því benda á. Háskólakennarar telja að kennslumálaráðherra hafi brot- ið á þeim rétt samkv. 9. gr. há- skólareglugerðar frá 9. okt. Franih. á 4. síðu. A víðavangi Meira freðkjöt til Englands. Ríkisstjórnin hefir unnið að því undanfarið og einkum nú i sumar, að fá rýmkað um inn- í'lutning á fiski og frosnu kjöti til Englands. Hefir ríkisstjórninni nú bor- izt tilkynning um það frá brezkum stjórnarvöldum, að leyfður verði á þessu áii inn- flutningur á skipsfarmi af frosnu kjöti fram yfir það inn- flutningsmagn, sem gildandi samningar hafa heimilað. Jafnframt hefir það orðið að samkomulagi við brezku stjórn- ina, að sendimenn færu héðan nú þegar, til viðræðna um nýjan viðskiptasamning milli íslands og Bretlands. Viðskiptajöfnuðurinn fer stöðugt batnandi. Samkvæmt bráðabirgðaskýrsl- um Hagstofunnar nam verð- mæti innfluttra vara í septem- bermánuði 4 milj. 498 þús. kr. En þar ber að draga frá 1 milj. 251 þús. kr. innflutning vegna Sogsvirkjunarinnar. Samsvar- andi innflutningur í sept. í fyrra 2 milj. 977 þús. kr. Heildarverðmæti innflutnings á árinu til septemberloka er 31 milj. 30 þús. kr., en þar frá ber að draga innflutninginn vegna Sogsvirkjunarinnar og til rafveitu á ísafirði og Siglu- firði samtals 1 milj. 619 þús. kr. Nemur því vöruinnflutning- urinn raunverulega á þessum 9 mánuðum 29 milj. 411 þús. kr., en var á sama tíma í fyrra 82 milj. 632 þús. kr. Verðmæti útfluttra vara í septembermánuði er samkvæmt bráðabirgðaskýrslunum 7 milj. 53 þús. kr., en var 6 milj. 340 þús. kr. í september í fyrra. Verðmæti útfluttra vara samtals á árinu til september- loka er 33 milj. 200 þús. kr., en var 29 milj. 748 þús. kr. á sama tíma í fyrra. Verzlunarjöfnuðurinn um síð- ustu mánaðamót hefir sam- kvæmt framansögðu verið hag- stæður, sem nemur 3 milj. 789 þús. kr., en var óhagstæður um 2 milj. 884 þús. kr. um sama leyti í fyrra. Verzlunarjöfnuðurinn um síð- ustu mánaðamót er því 6 milj. •673 þús. kr. hagstæðari en um sama leyti í fyrra. Viðleitni ríkisstjórnarinnar í gjaldeyrismálum miðar þannig jafnt og þétt í áttina. Og illa gengur Ólafi Thors að standa við „stóru orðin" frá eldhús- degi 1935, um það, að inn- flutningstakmarkanirnar hafi engin áhrif haft og fjármála- láðherrann standj í „fordyri helvítis". Fundir í Norður-Þingeyjarsýslu. Gísli Guðmundsson alþm. kom heim um 20. sept. frá fundahöldum í Norður-Þingeyj- arsýslu. Hélt hann alls 8 fundi í kjördæminu: Á Grímsstöðum á Fjöllum, Snartastöðum í Núpasveit, Lundi í öxarfirði, Kölduneíii í Kelduhverii, ðval- barði í Þistilfirði, Þórshöfn, Kaufarhöfn og Harðbak á Sléttu. Síðasti fundurinn, á Harðbak, var. haldinn eftir csk vegavinnumanna, sem þar voru að verki við Raufarhafn- arveg, og gerðu þeir hlé á vinnu hluta úr degi, til að geta hlýtt á skýrslu þingmannsins um landsmál. Fundimir voru yfirleitt vel sóttir og sumstaðar ágætlega. Fjölmennast var í Keldunesi og é Þórshöfn á Langanesi. Á Keldunesfundinum var sam- þykkt í einu hljóði ályktun um að lýsa yfir fullu trausti á rík- isstjórninni og þingmanni kjör- dæmisins. Og á Þórshöfn var samþykkt eftirfarandi ályktun, sömuleiðis í einu hljóði: ,Fundurinn þakkar alþingis- manninum, Gísla Guðmunds- syni, störf hans fyrir kjördæm- ið og vottar honum fyllsta traust". Á Raufarhafnarfundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Fundurinn vottar þing- manni kjördæmisins, ásamt ríkisstjórninni, fyllsta traust sitt og þakkir fyrir þær um- bætur, sem hann hefir unnið að í þessum hluta kjördæmis- ins". Var þéssi yfirlýsing sam- þykkt einróma á fundinum. En á Raufarhöfn var talið, að Sveinn Benediktsson hefði átt mest fylgi um síðustu kosn- ingar. Á flestum fundunum voru samþykktar ýmsar tillögur í innanháraðsmálum, þar á með- al um hafnarbætur á Þórshöfn og Raufarhöfn, og fjárframlög til Kópaskersvegar og til ruðn- ings á öxarfjarðarheiðív Stjómarandstæðingar höfðu sig yfirleitt ekki í frammi við umræður á fundum þessum. Heimdellingar búast við, að íhaldsflokkurinn klofni í þrennt. Nýlega var haldinn fundur í i'éíagi ungra íhaldsmanna(Heim dalli) í Rvík. ÁUu þeir Thor Thors og Gunnar Thoroddsen að hafa framsögu á fundinum. Skyldi annar þeirra tala um vetrarstarfsemi félagsins, en hinn gefa „yfirlit um stjórn- málin." En eftir því, sem einn fund- armanna hefir tjáð Tímanum, snerust umræðurnar að miklu l.ayti - um yfirvofandi klofn- ing í Sjálf stæðisflokkn- um og með hverj- um hætti sá klofn- ingur myndi verða. Það virtist vera nokkuð áberandi skoðun á fundinum, að klofningurinn hlyti að verða í næstu framtíð, og að hann myndi verða vegna á- greinings, sem upp væri kom- inn um það, hvaða bandamenn flokkurinn aðallega ætti að tryggja sér fyrir næstu kosn- ingar. Á fundinum kom það fram í þessu sambandi, að mestar lík- ur væru til, að SjálfstæðÍ3- flokkurinn klofnaði í þrjá hluta og að þeir yrðu þessir: 1. Flokksbrot, sem vill sam- iMjxingu við nazista og eigeriesa ¦ .. . ¦¦.... ¦ ¦¦..¦ ¦¦ ¦:.;;'¦:- ut in ur tieimi Salbjörg. Einarsdóttir húsfreyja frá Akureyjum í Helgafellssveit átti 100 ára af- mæli 10. þ. m. Hún er fædd að Kýrunnarstöðum í Hvamms- sveit í Dalasýslu, en á nú heima í Skógum á Fellsströnd hjá Margréti dóttur sinni og tengdasyni sínum, Jóhanni Jónassyni bónda þar. nazistiska bardagaaðferð. 2. Flokksbrot, sem vill sam- einingu við „Bændaflokkinn". 3. Flokksbrot, sem vill hafa flokkinn eins og hann nú er, meira og minna grímubúina, með sérauðkenndu „varaliði" í sveitunum og nazistisku „árás- prliði" í bæjunum, sem þó væri afneitað af flokksstjórn- inni a. m. k. milli kosninga. Bollalögðu Heimdellingar mjög um það á fundinum, hver leiðin myndi vera heppilegust og voru ekki á eitt sáttir.. En bersýnilega er þessi klofningur innan flokksins orð- inn nokkuð alvarlegur úr því að farið er að tala um hann opin- berlega á fundi á þennan hátt. Mbl. þegir ennþá um þessar umræður, Skýrsla Kjötverðlagsnefndar. Blað Jóns í Dal er að reyna að telja bændum trú um að það hafi viljað birta skýrslu kjötverðlagsnefndar, en bara ekki getað það, því það hafi ekki fengið skýrsluna. Með þessu reynir blaðið, að sið ó- menna, að kenna öðrum um eig- in syndir, rétt alveg eins og óknyttastrákurinn, sem hendir snjókúlu í náungann, .en segir svo að félagi sinn hafi gert það. Hið sanna er, að blaðinu var send skýrslan. En það er nú svo á heimilinu því, að það or stundum mannlaust. Þá er látið á hurðarhúninn, það sem blaðinu er fært. Og meðan blað- ið hélt til í húsi Búnaðarfélags íslands, þá vildi það stundum verða að gólfþurku þeirra, sem um gengu, sem á hurðarhúninn liafði verið látið, og af honum hafði dottið. Ætli það hafi farið svona með skýrsluna, eða ætli blaðið skrökvi þessu bara af því að það blygðist sín fyrir að segja sannleikann? Hvort sem er, þá er það bezt fyrir alla, og sérstaklega bá prestvígðu, sem að blaðinu standa, að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir, og segja' eins og er, að þeir kærðu sig ekki um að bændur sæju skýrsluna og vildu ekki stuðla að því. Það var orsökin til þess, <iö þeir birtu htma ekkL Borgarastyrjöldin á Spáni er nú búin að standa hátt á f jórða mánuð. Emi er ekki hægt að segja fyrir um úrslitin, en undanfarnar vikur hafa upp- reisnarmenn undir forystu Franco hershöfðingja stöðugt unnið á, og nú er barizt um höfuðborgina, Madrid. Á valdí stjórnarinnar er enn austur- hluti landsins, strandlengjan við Miðjarðarhaf með hinum stóru hafnarborgum Barcelona og Valencia, og ennfremur rnestöll strandlengjan við At- lantshaf milli Portúgal og Pyr- eneafjalla, en sá landshluti er nú einangraður frá aðalvalda- svæði stjórnarinnar. Meira en helmingur Spánar er nú í liöndum uppreisnarmanna. Er það vesturhluti landsins, að landamærum Portugals, allt norðan frá Pyreneaf jöllum suð- ur að Gibraltarsundi, að und- antekinni áðurnefndri strand- lengju við Atlantshaf. Hafa uppreisnarmenn nú öll völd í Gibraltarsundi og hafa flutt yf- ir það fjölda Afríkuhermanna frá spönsku nýlendunni í Marokko. Eru það Márar, þjóð- flokkur sá af Arabakyni, er eitt sinn hafði mikil völd á Spáni. Er mjög látið af fram- göngu þessara manna í bardög- um og grimmd þeirra við sigr- aða óvini, og þykir þessi her- mannaflutningur frá Marokko ljóður eigi alllítill á ráði upp- reisnarmanna. Jafnaðarmannaforinginn Lar- go Gaballero er nú orðinn for- sætisráðherra spönsku stjóru- arinnar og stjórnar vörn ríkishersins gegn her upp- reisnarmanna, sem nú sækir að höfuðborginni úr ýmsum átt- um. Foringjar uppreisnarmanna hafa í sinn hóp útnefnt Franco sem einræðisherra Spánar. Enn hefir stjórn hans þó ekki verið viðurkennd af neinu erlendu ríki. Nokkru eftir að uppreisnin brauzt út, var gerður svokall- aður hlutleysissamningur milli flestra eða allra Evrópuríkja, þar sem aðilar skuldbundu sig til að veita hvorki stjórninui né uppreisnarmönnum lið í styrjöldinni og leyfa eigi her- gagnaflutninga til Spánar. Var samningur þessi talinn gerður vegna þess, að óttast væri um að saman myndi ljósta í all3- herjar styrjöld annarsvegar fascistaríkjunum Italíu og Þýzkalandi, en hinsvegar Rúss- um og Frökkum, sem styðja vildu hina löglegu stjórn. Átti brezka stjórnin frumkvæði að samkomulagi þessu, að því er talið er. En ýmsum sögum fer um það, hversu samningur þessi hafi verið haldinn. Hefir spánska stjórnin kært yfir því til Þjóðabandalagsins, að upp- reisnarmenn hafi fengið stuðn- ing frá Þýzkalandi, Italíu og Portúgal og hafi hlutleysis- Eammngurinn reynst þeim skálkaskjól. Talað er um, að fjöldi þýzkra og ítalskra flug- véla hafi sézt í liði uppreisn- armanna, og að Franco hafi Fiumii, á 4. &ÍÍKK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.