Tíminn - 14.10.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.10.1936, Blaðsíða 2
166 TlMTNN Gengisfallið á Italíu og áhríS þess á íslenzk víðskiptí Rangfærslur íhaldsblaðanna hraktar L Eins og frá var skýrt í síðasta blaði, hafa ítalir nú fellt gengi lírunnar um oa. 30%. Morgunblaðið telur lækk- unina tæp 44%, en sá útreikn- ingur þess er rangur. Um síðustu mánaðamót voru innieignir íslendinga á „clear- ing“-reikningi í Italíu ca. 740 þús. kr., reiknað með þáverandi gengi lírunnar. Mestum hluta þéssarar fjárhæðar hefir gjald- eyris- og innflutningsnefnd fyrir alllöngu ráðstafað, með veitingu innflutnings frá Ítalíu, en vegna þess að afgreiðsla á ítölskum vörum gengur mjög seint, eru þær vörur ekki komn- ar og því ekki greiddar, svo að gengislækkun verður á þessari innstæðu. Þá hefir S. í. F. nýlega selt íisk til Italíu, gegn greiðslu í lírum, sem enn eru óinnkomn- ar, sem hér segir: 1 farmur farinn ísl. kr. ca. 660.000,00 2 farnar ófamir ísl. kr. ca. 1250.000,00 Samtals ca. kr. 1910.000,00 Af þessu fé hefir þegar verið ráðstafað ca. 1250 þús. kr., og má því gera ráð fyrir að sá hluti af andvirði þessara þriggja fiskfarma, sem gengis- fall verður á, nemi ca. 660 þús. kr., en verulegur hluti þeirrar upphæðar verður notaður til kaupa á veiðarfærum og salti til útgerðarinnar. Með ráðstöfunum þeim, sem gerðar hafa verið um vörukaup frá Italíu, hefir þannig verið komið í veg fyrir gengistap á langmestum hluta þeirrar fjár- hæðar, sem útgerðarmenn hafa selt fisk fyrir til Italíu á þessu ári. Og yfirleitt hefir gjald- eyrisnefnd tvö undanfarin ár unnið mjög að því að beina vörukaupum til ítalíu, og bund- | ið mikið af innflutningsleyfum þ\ú skilyrði, að keypt væri það- an. Hefði þetta ekki verið gert, myndu útvegsmenn nú eiga j stórkostlegar upphæðir í fölln- ! um ítölskum lírum. I Ummæli Morgunbl. um van- I rækslu gjaldeyrisnefndar í þess- ; um efnum eru því algerlega út : í hött eins og útreikningur þess á því, um hve mörg „prosent“ líran hafi fallið! Færi vel á því. að menn, sem ekki kunna ein- íaldan prósentureikning hætti sér ekki út í ádeilur á aðra um gjaldeyris- eða viðskiptamál. n. í hinum heimskulegu skrifum ! Mbi. og ísafoldar um gengis- I fall lírunar og afleiðingar þess ■hér á landi, eru tvö aðalatriði: | I fvrsta lagi segir Mbl., að það hafi verið „í lófa lagið“ fyrir i ríkisstjórn og gjaldeyrisnefnd í að sjá svo um, að ekkert tap : yrði á gengisfallinu. Það hafi verið hægt með því að leyfa vörukaup fjrrir innieignir í ; ítalíu. I-Iér að framan er gerð glögg grein fyrir því, að af þeirri upphæð, senr gengisfallið kem- i ur niður á, var ekki nema lítill hluti eða um 740 þús. kr., inni- eign á „clearing“ reikningi í ttalíu, þegar gengið féll. Og fyrir þeirri upphæð var búið að veita innflutningsleyfi að langmestu leyti, þó að leyfis- hafar væru ekki búnir að koma vörukaupunum í kring. En eins og áður hefir verið margsinnis fram tekið, er meg- inhluti þeirrar upphæðar, sem gengisfall verður á, andvirði jmiggja fiskfarma, sem S. í. F. var búið að semja um sölu á, en ekki búið að fá greidda, og andvirði þeirra því ekki orðin innieign í Italíu, þegar gengis- fallið varð. Einn af þessum fiskförmum \'ar seldur 12. ágúst, en hinir tveir voru ekki seldir fyr en 18. september, eða rúml. hálfum mánuði áður en gengisfallið skall á. Þessir tveir síðasttöldu farmar eru enn ófamir héðan og greiðslan fyrir þá í ítölsk- um lírum kemur ekki inn fyr c.n í nóvember og desember. Mbl. segir nú, að ríkisstjóm- in hefði átt að vera búin að láta nota andvirði þessara farma til greiðslu á vörum í ítalíu, og mega allir sjá, að slíkt var óhugsandi, enda mæl- ir blaðið hér að sjálfsögðu gegn betri vitund. Einhver kynni að segja, að : hægt hefði verið að festa kaup á vörum fyi’irfxam í Italíu j með greiðslufresti. En sá möguleiki var í raun- ! inni ekki fyrir hendi. Til þess ' að hægt væri að gera slíkar j ráðstafanir nógu snemma, hefði það þurft að vera fyrir- fram vitað, hvenær S. í. F. myndi selja. En um það var ekki vitað fyr en rétt að segja samstundis. Hitt gat alveg eins átt sér stað, að S. 1. F. gerði engan sölusamning fyr en í nóvember eða desember. En í sambandi við þennan þvætting Mbl., verður mörgum. að spyrja? Hversvegna selur S. 1. F. tvo fiskfarma fyrir ítalskar lírur hálfum mánuði áður en líran fellur, vitandi það, að andvirð- ið fékkst ekki greitt fyr en eft- ir 2—3 mánuði? Vitanlega var það af því, að hvorki forstjórar S. 1. F. né aðrir sáu gengisfallið fyrir, þó að Mbl. geypi nú um það, að gengisfallið hafi verið yfirvof- andi. Ef nokkur er ámælisverður fyrir óaðgæzlu í þessu máli, þá eru það hinir hálaunuðu for- stjórar S. 1. F. Hefði ekki verið rétt af Mbl. að aðvara forstjórana, þar sem það þykist hafa séð hættuna? IIL Sem betur fer er ennþá ekki víst að við Islendingar verðum fyrir þjóðhagslegu tapi, sem verulegu nemur af falli lírunn- ar. Því að samkvæmt upplý3- ingum, frá Ítalíu er verð á mörgum vörum enn óbreytt þar í lírum, og íslenzkir inn- flytjendur eru nú sem óðast að semja um vörukaup sín. En Mbl. geypar um það, að verið sé að flytja gengismun- inn frá ríkissjóði yfir á al- menning í landinu. Mun blaðið þar eiga við það, að innflytj- endum voru seldar lírur fyrir ca. 1250 þús. kr. áður en geng- isfallið varð. En Mbl. gleymist að geta þess, að ríkissjóður ber ekki ábyrgð á nema ca. helmingi af verðfallinu. Hinn helmingur verðfallsins var því á ábyrgð fiskeigenda sjálfra. Með áðumefndri ráðstöfun hefir tap fiskeigenda verið minnkað um ca. 190 þús. kr. Þessa ráðstöfun til hjálpar fiskframleiðendum kallar Mbl.: „Að níðast á fátækri alþýðu*! En stjómendur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda virðist hér hafa verið á allt öðru máli en Mbl. Þann 3. okt. s. 1., tveim dög- um áður en tilkynnt var um fall lírunnar, rita forstjórar S. í. F. fjármálaráðherra eftir- íarandi bréf: „Eftirrit. Sölusamband ísienzkra fiskframleiðenda. Rvík, 3. okt. 1936. Á fundi Sölusambands íslenzkra liskframleiðenda í dag var eftir- farandi tillaga samþykkt í einu hljóði: „Stjórn S. f. F. æskir þess að ríkisstjórnin hlutist til um að nú- verandi lira-inneign á „clearing"- reikningi Landsbankans á ftaliu, \ egna saltfisksölu þangað, og and- virði þeirra þriggja fiskfarma, sem seldir eru til Ítalíu með leyíi rík- isstjórnarinnar, en ennþá ógreidd- ir, verði þegar 1 stað, eða svo fljótt sem unnt er, ráöstafað, meS nú- verandl gengi*), til kaupa í itölsk- um vörum“. Samkvæmt þessu leyfum vér oss liénneð að æskja þess að ríkis- stjórnin gjöri nú þegar ráðstafanir ') Leturbr. blaðsins. I ti! að selja lira-inneign S. f. F. á Ítalíu. Virðingarfyllst, Sölusamband ísl. fiskframleiðenda sign. O. Proppé. Thor Thors. Kr. Einarsson. sonar, sem annarsvegar greiðir atkvæði' í stjóm S. 1. F., en hinsvegar leggur á ráð um hversu Mbl. skuli sltrifa um hið „fólskulega gerræði“! Til íjármálaráðherrans, Rvík.“ Um þessa ákvörðun sem stjórn S. í. F. hefir „samþykkt í einu hljóði“, segir Morgun- blaðið nú: „Fólskulegra gerræði á vafa- laust hvergi sinn líka“. Með „þessu fólskulega ger- ræði“ hafa þeir Jóhann Þ. Jós- efsson og Sig. Kristjánsson greitt atkvæði í stjóm Sölusambandsins, og Kristján Einarsson, Ólafur Proppé og Thor Thors biðja fjármálaráð- herra að gera „nú þegar“ ráð- stafanir til að framkvæma þetta „fólskulega gerræði“. Sjálfstæðismennirnir í gjald- eyrisnefnd voru líka alveg sam- mála S. í. F. um nauðsyn þessa „fólskulega gerræðis“. Á hinu óvandaða höfuð- málgagni Sjálfstæðisflokksins sannast hið fornkveðna: „Ekki sér hann sína menn, svo hann ber þá líka“! En ómerkingsháttur Mbl.- manna í þessu máli kemur fram í allri sinni andstyggð í atferli Sigurðai' Kristjáns- Það má nærri geta, hvort stjórn S. 1. F. hefir gert sam- : þykkt sína „í einu hljóði“ fyrst | og fremst af umhyggju fyrir i ríkissjóði og hagsmunum hans! Enda er það svo, að „fólsku- j \ erkið“, sem Mbl. talar um, er til þess framið fyrst og fremst að bjarga hluta af fiskandvirði fátækra smáútvegsmanna, sem eiga fisk sinn í sölumeðferð hjá S. I. F. Það telur Mbl. ,,fólskuverk“. Eins og áður er fram tekið, líggur enn ekkert fyrir um það, að þessi ráðstöfun þurfi að koma fram sem verðhækkun á ítölskum vörum hér. Og fari svo, að vörur hækki ekki í lír- um í Italíu fyrst um sinn, verð- i ur „fólskuverkið“ til þess ein- göngu, að hindra að innflytj- endur fái óeðlilegan gróða á kostnað fiskeigenda. En árás Mbl. á þessa ráðstöf- un er sjálfsagt ein tegundin af 'ninni margumtöluðu „um- hyggju Sjálfstæðisflokksins fyrir þrautpíndum útvegsmönn- um“! Dæmisögur I 42. og 43. tbl. litla íhalds- ins, er mér sagt, að sé grein, er heiti „Dæmisögur P. Z.“. Að þessu blaði standa nokkrir skriftlærðir menn, sem eru vanir við að lesa dæmisögur, og túlka þær eins og við á í það skiftið. Hér hafa þeir gert hvorttveggja, búa dæmi- sögurnar að nokki*u leyti til og túlka þær svo á sinn hátt. En hvorki hafa þeir sett nafn fariseans né þess skriftlærða undir, heldur „gamall bóndi“ og hefir þeim þótt líklegra að þá mundi einhver trúa. En oft sézt úlfurinn undir sauðargærunni og svo er hér. Annars mun þessi grein eiga að vera svar við grein minni um 17. gi\ jarðræktarlaganna, sem birtist í Tímanum. Er mér tjáð, að það sé einkum þrennt, sem þeir hafa við hana að at- huga, og skal það nú athugað nánar. Fyrst kváðu þeir vera með mikla vandlætingu yfir því, að ég sagði, að aðallega hefðu það verið sérhagsmunamennimir í Alþingi, sem beitt hefðu sér móti 17. gr. og móti því að sett væri hámarksákvæði ura styrk- inn til hverrar jarðar. Þetta þykir þeim ómaklega mælt. En við þetta stend ég. Móti lögun- um talaði sonur þess mannsins, sem á flestar jarðeignir í land- inu. Hefir hann fyrir sína ætt ekki tap af því að þetta er samþykkt ? Faðir hans hefir fengið meira en 8-falt hámark- ið í styrk. Móti frv. töluðu tveir bændur, sem eiga hvor flvað flnna menn að skipulagi kjötsöl- unnar og starfl kjötverðíagsnefndar ? Kjötverðlagsnefnd berast samþykktir frá fundum og bréf frá einstaka mönnum, þar sern fundið er að einu og öðru, og óskað eftir að þessu eða hinu sé breytt, eða það haft á annan veg. Ég veit að áður en slíkar samþykktir eru gerðar, eða bréf skrifuð, þá er málið rætt og hugsað, og þá oft litið mjög einhliða á aðstæður allar. Því þykir mér hlýða, að skýra frá því, sem helzt er fundið að, og vona ég, að það geti orðið til þess, að málið skýrist fyrir ein- hverjum, og aðrir fái víðari sjónarhól að sjá málið frá en þeir höfðu áður. Af Suðurlandi er þess kraf- izt, að takmarkaður sé kjöt- flutningur til Reykjavíkur. í þessum kröfum er jafnvel gengið svo langt, að þess er krafizt, að ekkert kjöt sé flutt á fyrsta verðlagssvæði fyr cn búið sé að selja allt kjöt, er þar fellst til. Þeirra skoðana verður vart, að bændur hafi með greiðslu verðjöfnunargjaldsins, keypt sér nokkurskonar einka- rétt til að selja kjöt sitt f Reykjavík, og því eigi eklci að leyfa sölu á öðru kjöti þar en kjöti af Suðurlandi. Af Vestur-, Norður- og Aust- urlandi berast aftur áskoranir, um að leyft sé að flytja þaðan meira kjöt til sölu á fyrsta verðlagssvæði en nú er gert. Því er haldið fram, að bændur þar hafi betra kjöt en þeir bændur, sem nú selja og búa á fyrsta verðlagssvæði, og því eigi þeirra kjöt að ganga fyrir sölu í Reykjavík. Nefndin hefir ekki orðið við neinum af þessum andstæðu kröfum. Við úthlutun slátui*- leyfa í ár var fylgt sömu reglu og í fyrra, að láta þá er slátur- leyfi fá, fá jafna sölu á slátur- stað, og láta þá fullnægja henni, eftir því sem hægt var, enda þó þeir þá fengju meiri innan- landssölu en meðaltal. Á nokkr- um stöðum má selja meira kjöl en nemur kjöti af því fé, sem þar er slátrað. Á þessa staði þarf að flytja kjöt að. Nefndin reynir að gera sér ljóst, hve mikið það kjötmagn er, sem þannig þarf að flytja milli hafna til að fullnægja innanlandssölu- þörfinni, og skiptir þeirri innan- landssölu sem jafnast milli þeirra, sem minnsta hafa söl- una á sláturstaðnum. Með þessu er reynt að láta innanlandssöluna ganga sem jafnast yfir, og flutningskostn- að á kjöti milli hafna verða sem minnstan. Allir, sem selja kjöt innan- lands, borga af því verðjöfnun- argjald. Það skiptir í því sam- bandi engu hvar það er selt, eða hvar því fé, sem kjötið er af, er slátrað. Það er því byggt á algerðum misskilningi, að greiðsla verðjöfnunargjalds veiti nokkum rétt til sölu kjötsins á einum stað frekar öðrum, enda með þeim sam- göngum, sem nú eru orðnar, bæði til sjós og lands, hægðar- leikur að flytja kjöt milli staða. Um kjötgæðin mun ég tala í sambandi við aðra kröfu, sem nefndinni hefir borizt. Þá er skorað á nefndina að ákveða verðið á kjötinu það hátt, að bændur fái fram- leiðslukostnaðinn greiddan. Er hann talinn frá kr. 1,00 til kr. 2,00. Aðrir víta nefndina fyrir það, „að hún hafi hækkað kjöt- verðið um þriðjung, og síðan hafi markaður á kjöti í við- komandi þorpi minnkað mjög“. Frá enn öðrum er hún vítt fyr- ir það, að hún hafi sett verðið á kjötið svo hátt, að það hafi selst of dræmt, sala þess því gengið um of fram á sumarið, og það aftur orðið til þess, að sumarmarkaðurinn hafi orðið lítiU. Kjötverðlagsnefnd er ekki ljóst, hver er framleiðslukostn- aður kjöts, enda mun hann vera ærið misjafn. Henni er það hinsvegar alveg ljóst, að við verðákvörðun kjötsins verð- ur að taka tillit til fleira en hans. Það er nú svo, að það takmarkast mest af samning- um milli ríkja, hve mikið kjöt má selja á erlendum mörkuð- um. Og það sem ekki má selj- ast úr landi, verður að selja í landinu sjálfu, eigi það yfirleitt að seljast. Spumingin á hverju hausti verður því sú, hve hátt kjötverðið megi vera, miðað við verð á öðrum almennum neyzluvörum, og kaupgetu fjöldans, til þess að það seljist, milli sláturtíða. Þetta verða þeir að reyna að gera sér ljóst, sem ákveða kjötverðið, hverjir sem, það gera. Þessi tvö ár, sem nefndin hefir starfað, hefir reyndin orðið sú, að það hefir átt að heita svo, að kjötið sem ; ekki varð selt úr landi, hafi selst milli sláturtíða. Og bó mundu allir óska þess, að infi- anlandssalan hefði orðið nokkru örari, svo sala kjötbirgðanna frá undanfarandi sláturtíð Lefði ekki þurft að ganga eins langt fram á sumar og raun hefir á orðið. Þeim, sem finna að því, að minna seljist nú í einhverju sjávárþorpi á Vestur- eða Aust- urlandi en áður, verður að benda á það, að það er ekki síð- ur kaupgeta fólksins í þorpinu, sem ræður hve mikið selst þar en verð kjötsins pr. kg. og það er víst, um þau þorp, sem her um ræðir, að kaupgeta manna í þeim, er minni en hún var áður, og þó sérstaklega síðustu tvö árin, vegna óvenjulega lítils afla. Þeim, sem sjá mikið eftir sumarmarkaðinum, sem er góð- ur, og sem á að reyna að nota sem jafnast fyrir alla bændur, má benda á það, að sumar- markaðurinn getur ekki tekið við nema liðlega hundruðustu hverri kind mest. Þó hann styttist um viku eða hálfan mánuð, þá skiptir það ekki verulegu fyrir heildina. Margir einstakiingar, sér- | staklega úr hóp kaupmanna, ; vilja láta ívilna sér á ýmsan , liátt. Þeir segjast hafa betra bönd til að selja erlendis, og því þurfa að fá leyfi til að selja meira innanlands en aðrir, hafa verið búnir að ávinna sér ákveðna kaupendur innanlands o. s. frv. 1 öllu þessu kann að vera meira og minna af sann- leika, en nefndin hefir ekki viljað ívilna neinum, heldur láta leyfin innanlands ganga sem allra jafnast yfir alla. Þá er kvartað yfir því, að verðið á fyrsta verðlagssvæði sé of hátt, samanborið við verð á hinum verðlagssvæðunum. Menn halda, að þetta skapi bændum þar hærra verð, og segja, að það sér mjög ranglátt, því að þeir hafi verra kjöt. Kjötgæðin eru misjöfn um land allt, og fer það bæði eftir árferði, heilsufari fjárins, hvernig það gengur undan, og landgæðunum. Allt þetta er breytilegt, svo að bezta kjötið í ár getur verið frá öðrum stað en það var í fyrra. Með flokk- un kjötsins er reynt að setja saman í flokk samskonar kjöt, og þó það náist ekki nema með gæðamati eins og nú er á út- flutningsfreðkjötinu, þá næst þetta það vel, að verulegur munur á t. d. dilksskrokkum í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.