Tíminn - 14.10.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.10.1936, Blaðsíða 4
168 TÍMINN Deilan um laga- prófessorsembættið Framh. af 1. síðu. 1912, með veitingu Isleifs Ámasonar. I háskólalögunum nr. 21, 1. febr. 1936, 6. gr. sbr. lög nr. 35, 30. júlí 1909, 7. gr. er það eitt sagt um skipun eða setningu háskólakennara (pró- fessors) að „konungur skipi prófessorana“ og að áður „skal ávalt leita umsagnar hlutaðeig- andi háskóladeildar um kenn- araefnið“. í 3: gr. áðurgildandi háskólalaga var háskólaráðinu veitt úrskurðarvald í öllum þeim málum, er snerta starf- semi háskólans, samkvæmt reglugerð sem konungur set- ur. Eins og allir sjá, gat 3. gr. eigi breytt 7. gr., sem var síð- ar í þeim lögum. Nú er það algild regla, að með reglugerð, sem sett er af umboðsvaldinu en eigi löggjaf- arvaldinu, sé eigi unt að breyta lögum né heldur fara út fyrir þann „ramma“, sem lögin setja, og þekkja þá reglu allir lög- fræðingar. I 9. gr. háskólareglugerðai- innar er háskóladeild veitt iieimild til þess að gefa um- sækjendum um háskólakennara. embætti kost á að ganga undir samkeppnispróf. Samkvæmt á- kvæðum laganna er alls ekki gert ráð fyrir svona ákvæði, þar er aðeins talað um umsögn háskóladeildar á þann hátt að auðsætt er að hún á alls ekki að vera bindandi fyrir veitinga- valdið. Um samkeppni er því hinsvegar einatt þannig háttað, þegar dómari eða dómendur skulu skera úr um það, hvor eða hver hlutskarpastur verði, iivort sem um er að ræða stöðu eða embætti eða íþróttaverð- laun, að sá er talinn eiga að hljóta stöðuna, embættið eða verðlaunin o. s. frv., sem að dómi dómara eða dómnefndar telst hafa leyst raun sína bezt af hendi. Séu ákvæði 9. gr. reglugerðar um samkeppnis- próf skilin á þann veg, sem ég nú hefi bent á, að venjulegast er við alla samkeppni, þá ligg- ur sá skilningur í ákvæðinu, að dómnefnd hefir beinlínis úr- skurðarvald um það, hver hljóti kennaraembætti, enda væri samkeppnisprófið nánast blekk- ing, ef ekki væri til þess ætl- ast. En úr því nauðsyn krefur að skilja ákvæði reglugerðar- innar á þann veg, er auðsætt að umboðsvaldið hefir með setningu þessa ákvæðis beinlín- is farið út fyrir þann ramma, sem lögin hafa skapað því, þar sem lögin aðeins veita háskóla- deildinni „umsagnarrétt“, en leggur veitingarvaldið að öðvu leyti óskorað í hendur konungs, sbr. fyrgr. 6. gr. háskólalag- anna. Þessi flutningur veitinga- valdsins frá konungi til há- skólakennara eða dómnefnda á því samkvæmt minni skoð- un enga stoð í lögum og er því markleysa ein, nema hann byggist á samningi milli há- skóladeildar og veitingavaldsins í einstöku tilfelli. Ef við hins- vegar lítum á „samkeppnis- prófs“ ákvæðið, sem einskonar form fyrir þeirri umsögn há- skóladeildar, sem áskilin er í lögunum, án þess það bindi veitingavaldið, getur prófið orð. ið blekking ein fyrir keppend- ur, ef veitingavaldið samkvæmt óskoruðum lagarétti sínum, veldi annan mafln í embættið heldur en dómnefnd hefði dæmt hæfastan. Ég trúi tæplega öðru, en að háskólakennaramir við laga- deild háskólans viðurkenni framangreinda skoðun mína rétta. Að vísu hafa áður farið fram samkeppnispróf um em- bætti við háskólann og veit- ingavaldið hagað veitingum samkvæmt þeim. En það breyt- ir ekkert réttmæti þess, sem ég hefi hér sagt, hvort sem þar hefir verið um samninga að ræða á milli háskóladeildar og veitingavaldsins, eða athuga- leysi hafi valdið. Samkvæmt framanrituðu er ljóst, að háskólinn hefir hér á landi engan „sjálfsákvörðunar- rétt“ um skipanir í embætti við háskólann því til þess skortir algerlega lagaheimild. Tel ég það illa farið að meginhluti há- skóiakennaranna skuli hafa skrifað undir yfirlýsinguna frá 22. ágúst 1936, þar sem þeir lýsa veitingu ísleifs Árnasonar brot á þessum „ímyndaða“ rétti. Hafnarfirði, 16. sept. 1936. Bergur Jónsson. Nokkur orð um kosníngu til búnadarþíngfs Blað svokallaðs „Bænda- flokks“ birtir 10. þ. m. svar við grein minni „Um kosningu til búnaðarþings“, sem prentuð var í næstsíðasta tbl. Tímans. Svarið er undirritað „G.“. Ég. ætla að minnast á örfá atriði í þessu „svari“. Greinarhöf. neitar því, að Al- þingi hafi með jarðræktar lagabreytingum 1928 raunveru- lega ákveðið, hverjir vera skyldu félagar í B. I. Hann viðurkennir að vísu, að í lög- unum standi, að allir jarða- bótamenn skuli vera í hreppa- búnaðarfélagi. En höf, virðist vilja hugsa sér þann mögu- leika, að ekkert hreppabúnaðar- féiag sé í búnaðarsambandi og ekkert búnaðarsamband í Bún- aðarfélagi íslands! Jafnf ramt segir hann þó, að búnaðarsam- böndin „myndi B. t.“. Sýnist mér þá, að lítil „mynd“ væri orðin á B. !., þegar öll búnaðar- samböndin væru farin úr því! Finnst mér, að höf. ætti að hugsa sig betur um áður en hann ber svona fræðslu aftur á borð fyrir bændur landsins. Á einum stað í „svarinu" stendur þessi klausa: „Það mun algerlega óþekkt fyrirbrigði, að kosið sé beinum kosningum í félagsskap sem skitist í smærri og stærri heildir eins og B. 1. gerir“. Það er ekki alveg ljóst, hvað höf. á við með félagsskap, sem skiptist í „smærri og stærri heildir“. Geri þó ráð fyrir, að hann eigi við félagsskap, sem skiptist í stórar deildir, sem svo hver um sig skiptist í fleiri undirdeildir. Ég vil benda 'höf. á einn slík- an félagsskap, sem hann vænt- anlega veit deili á. Þetta félag er þjóðfélagið. óbein kosning til Alþingis gæti farið fram á sama hátt og nú til búnaðar- þings. En ég veit ekki til, að slíkri breytingu hafi verið hreyft. Þá segir höf., að það hafi ver- ið rangt hjá mér, að bera sam- an samvinnufélög bænda og hreppabúnaðarfélögin. Ekki get ég séð það, þar sem ég var að gera grein fyrir því, hvers- vegna hreppabúnaðarfélögin ættu hægra með að kjósa beinni kosningu en kaupfélög- in. Ég þarf heldur ekki á neinni „rökvillu“ að halda um þetta atriði, eins og höf. virð- ist halda, þar sem ég er þeirr- ar skoðunar, að vel gæti farið á beinni kosningu innan sam- \ innufélaganna. Hinsvegar er erfiðara að koma við beinni | Orðsending um búreíkninga i i Seint á árinu 1932 gaf Bún- aðarfélag íslands út form fyrir sundurliðaða búreikninga. Er notkun þeirra stöðugt að auk- ast, þannig að í ár má gera ráð fyrir, að um 50 bændur noti þau. Form þessi seldust upp á síðastliðnu hausti. Var þá undirrituðum falið að undir- búa aðra prentun formanna og undirbúa form fyrir einfalda búreikninga. Þessu verki er nú lokið og byrjað að prenta form- in. Má gera ráð fyrir, að þau verði tilbúin það snemma, að 'oændur geti fengið þau fyrir næstu áramót. Verða þau send i út frá Búnaðarfélagi Islands og i geta menn sent þangað pantan- ir eða til undirritaðs að Hvann- eyri. Þeir, sem hafa sent bú- reikningaskrifstofunni reikn- inga sína fyrir 1934, fá formin send óbeðið, strax og þau koma út. — I haust verður ekki auglýst búreikninganámskeið, en vænt- anlega verður hægt að taka á móti örfáum mönnum, sem þeg- ar hafa sótt. Skýrsla um niðurstöður bú- reikninga frá 1934, er fyrir nokkru komin út, fjölrituð. Eru höfuð niðurstöður hennar birt- ar í 3. árgangi Búfræðingsins. Áhugi bænda fyrir búreikn- ingafærslu er mjög að aukast, enda mun hún verða mikilvæg- ur liður í starfi þeirra. Guðmundur Jónsson. kosningu á aðalfundi kaupfé- lags, sem nær yfir heila sýslu, en á aðalfundi hreppabúnaðar- féiags eins og gert er ráð fyr- ir í jarðræktarlögunum. Ég ætla ekki að fara að ræða við þennan greinarhöfund um afstöðu kjósenda minna til jarðræktarlaganna. Sú afstaða kom fram á fundi Búnaðar- sambands Þingeyinga í vor sem ' leið, því þar greiddi aðeins einn maður atkvæði gegn nýju jarðræktarlögunum, og sá maður lýsti yfir því, að hanil hefði ekki lesið lögin. (Ég tek það fram, að maðurinn var ekki Norður-Þingeyingur). — Hinsvegar get ég glatt Jón í Dal og menn hans með því, að greindur og merkur bóndi, sem sumir sögðu, að hefði verið einn af þeim 23 mönnum, sem við síðustu kosningar í Norð- ur-Þingeyjarsýslu greiddu Bændaflokknum atkvæði, lýsti yfir því á fundi, sem ég hélt á Skinnastað, að hann væri fylgj- andi 17. gr. jarðræktarlaganna. Komst hann svo að orði, að hún væri „trygging fyrir fram- haldsábúð á jörðunum“. Þessi maður lýsti einnig yfir því, að hann teldi hámarksákvæðið léttmætt og ákvæðin um 20% uppbót og 20% frádrátt til bóta frá því, sem áður var. Þar sem höf. talar um „Bún- aðarfélagið í Þistilfirði", mun liann eiga við búnaðarfélagið „Arður“, sem aðeins nær yfir hluta sveitarinnar, 5 bæi, eftir því, sem ég bezt veit. Þá er höf. eitthvað að dylgja um það, að bændur nyrðra hafi verið með „úlfúð“ og „illindi“ við Jón á Laxamýri. Þetta er illa mælt og ómaklega og ber að vísa því heim til föðurhús- anna. Gísli Guðmundsson. Kolaverzlun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Simn.: KOL. Reykjavík. Sími 1933 Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Prentsm. Acta. Tilkynning. Irá tlng’málaráðunant rikisins. Bændur og yfirleitt allir eem hafa áhuga fyrir að fiug komist aftur á hér á landi, eru hér með vinsamlega beðnir að tilkynna um svscði þau er þeir telja heppileg fyrir lendingu flugvóla, hvort heldur er á þeirra eigin landi eða aimar- staðar. Svœðin þurfa að vera minst 600 x 600 metra stór, og annaðhvort renni- slótt eða mjög auðslóttuð. Bændur hafið hugfast hve mikið gagn flugvélar geta gert ykkur, hefjist handa áður en snjór fellur og mælið staði þá er þið teljið heppilega fyrir lendingu flugvóla, og sendið sem nákvæmastar upplýsingar um legu, stærð og ásigkomulag svæðisins til flug'málarádimauts rikisins Reykiavík Utan úr heimi Framh. af 1. síðu. lofað Mussolini spönskum lönd- um fyrir liðveizluna. Rússneska stjómin styður kærur spönsku stjómarinnar, og telur, að samningurinn hafi verið rofinn. Rússnesk vöm- flutningaskip era nú á leið með matvæli til Spánar og ekki tal- ið útilokað, að meiri liðveizla muni þar á eftir fara. En Mussolini hefir lýst yfir því, að svo framarlega sem Rússar veiti spönsku stjóminni hem- aðarlega aðstoð, muni Ítalía eigi sitja hjá. Full ástæða er til að óttast, að uppreisn Francos verði upp- haf nýrrar heimsstyrjaldar. ófriðarblikan hefir aldrei verið svartari en nú. Garnir Kaupum vel verkaöar kindagarnir hæsta verði. Einnig stórgripagarni.r langa og svínagarnir. Garnirnar verðá að vera hreinstroknar og ve pækilsaltaðar. Verða þær metnar við móttöku og fer verið eft- ir gæðum. Allar upplýsingar um verkun garnanna gefur Ari K. Eyjólfsson, verkstjóri. Móttöku annast Garnastöðin, Rauðarárstíg 17 Reykavík. — Sími 4241. Samband ísl. samvinnufélaga Sími 1080. l'iokksfundir á Snæfellsnesi. Stjóm Framsóknarfélags Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu boðaði tvo flokksfundi nú um helgina, annan á Fáskrúð- srbakka á laugardag og hinn á vkildi í Helgafellssveit á sunnu- dag. Þrátt fyrir versta veður, sér- staklega á sunnudaginn, mættu um 120 flokksmenn á fundum þessum. Var áhugi fundar- inanna mikill og almennur, enda hefir Framsóknarflokkurinn öflugt fylgi í kjördæminu. 1931 vantaði innan við 20 atkv. til þess að frambjóðandi Fram- sóknarflokksins yrði kosinn. Eysteinn Jónsson fjármála- íáðherra var mættur á þessum fundum. Fyr og nú. Meðan íhaldið hafði einn ráð- herra í bráðabirgðarstjóm með tveim fyrverandi Framsóknar- mönnum, knúðu hin óhreinu öfl í flokknum þennan ráðherra til að byrja hverja persónulegu ofsóknina af annari á leiðandi menn í Framsóknarflokknum. t öllum tilfellunum vissu Mbl.- menn að árásin var án tilefna. Á þennan hátt var ljúgvitnum raðað móti Hermanni Jónas- syni og rakalausar árásir á Guðbrand Magnússon, Pálma Loftsson og Einar Einarsson. Þrátt fyrir hina svívirðileg- ustu framkomu íhaldsins í öll- um þessum málum, tókst því ekki að kasta minnsta bletti á mannorð nokkurs þessara manna. Þvert á móti leiddi of- sóknin í Ijós, að þeir höfðu all- ir staðið ágætlega í stöðu sinni. En vilja íhaldsmenn bera sam- an réttarvernd borgaranna undir núverandi stjóm, við réttleysi þeirra á tímum bræð- ingsstjómarinnar ? Húðir og skinn Ef bændur nota ekki til eigin þarfa allar húðir og skinn, sem falla til á heimilum þeirra ættu þeir að biðja kaupféiag sitt að koma þessum vörum í verð. — Samband ísi. samvinnufélaga selur nautgripahúðir, hrosshúðír, kálfskinn, lambskinn og selskinn til út- landa og kaupir þessar vörur iil súfunnr. — Naut- gripahúðir, hrosshúðir og kálfskinn er bezt að saita, en gera verður það strax að lokinni slátrun. Fláningu verður að vanda sem bezt og þvu óhreinindi og blóð af skinnunum, bæði úr holdrosa og hári, áður en saltað er. Góð og hreinleg meðferð, á þessum vörum sem öðrum, borgar sig. kaupir hæsta verdi Heildverzlun Þórodds Jónssonar Hafnarstræti 15, Reykjavík — Sími 2036. * Allt meö íslenskuin skipum!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.