Tíminn - 21.10.1936, Síða 1

Tíminn - 21.10.1936, Síða 1
^Kfgreibela 09 ínntjeimta giajnatBtt. 16 6tm! 2553 - Pó»tt)éír 961 ©jaíbbagi blafieins e r f j A ni Ácgangnrtnn fostat 7 ft. XX. ár. Keykjavík, 2!. okl. 1936. 44. blað. Undirróiur ílialdsins í hreppabúnaðarfél ögum ,Trúaadarbréf‘ Srá miðstjórmiin ,SjáIfstæðísS!okksínsf og jBændaflokksins^ Er þetta adferðin til að vernda ópólitiskan búnaðarfélagsskap ? úlgjöld sé hér að rœða, þá er það Því hefir verið haldið fram úr vissri átt, að afstaða meira- lduta búnaðarþings, þegar hann, að bændum fornspurðum, ákvað að afsala Bf. í. fram- kvæmd jarðræktarlaganna, hafi verið algerlega ópólitísk og stjórnast af einskærri um- iiyggju fyrir búnaðarfélags- skapnum í landinu, Tíminn hefir hinsvegar leyft sér að halda þvi fram, alveg á- kveðið, að bæði hin furðulega ákvörðun búnaðarþingsmeira- hlutans og yfirleitt fjandskap- ur sá, sem hafinn hefir verið gegn hinum nýju, endurbættu jarðræktarlögum, sé af hrein- um pólitískum uppruna. Allur þessi bæxlagangur er fyrirfram ákveðinn af forráðamönnum í- haldsflokksins og varaliðs hans, hins svokallaða Bændaflokks. \ Hinsvegar hafa forráðamemi þessara íhaldsflokka harðlega neitað slíku. Þeir hafa reynt að halda því fram, að andstaðan gegn jarðræktarlögunum ætti fyrst og fremst upptök sín hjá bændum víðsvegar um land, að bændur mættu ekki heyra það nefnt að lögum Bf. 1. væri breytt o. s. frv. Sjálfir hafa forráðamenn í- haldsflokkanna látið í veðri vaka, að þeim væri sérstaklega umhugað um, að þetta mál yrði útkljáð ópólitískt, og eink- um og sér í lagi, að búnaðar- félagsskapur bænda yrði ópóli- tiskur um aldur og æfi. Eins og kunnugt er, standa nú fyrir dyrum fundahöld í öll- um hreppabúnaðarfélögum landsins. Þessir fundir eru haldnir samkvæmt 'tilmælum minnahluta búnaðarþings og stjórnar Bf. 1. Til þessara funda hefir minnihlutinn á- frýjað máli sínu. Það er ætlazt til að þessir fundir hreppabún- aðarfélaganna um land allt greiði atkvæði um það, hvort Búnaðarfélag íslands eigi að fara áfram með framkvæmd jarðræktarlaganna og breyta um leið lögum sínum þannig, að allir bændur fái beinan kosningarrétt til búnaðarþings. Ef forráðamönnum s'tjórnar- andstæðinga væri það hin minnsta alvara, að varðveita ópólitískan búnaðarfélagsskap í landinu, þá ættu þeir a. m. k. að láta bændur í friði um þessa atkvæðagreiðslu í hreppabúnað- arfélögunum. En nú er hægt að leggja sannanirnar á borðið, sannanir, sem ekki verða véfengdar um heilindin í tali þeissara manna um „ópólitiskan“ búnaðarfé- lagsskap. í vikunni, sem leið hefir „trúnaðarmönnum“ Sjálfstæðis- flokksins um land allt, þar sem þeir á annað borð fyrirfinnast, \ erið sent „trúnaðarbréf“ eitt í | embættisumbúðum og mikið fyrirferðar. Sending þessi er frá mið- stjórn Sjálfstæðisflokksins og innihald hennar er: 1. Skjal nál. 10 síður að stærð undirritað af núverandi formanni Bf. I., Magnúsi Þor- lákssyni á Blikastöðum, og Pálma Einarssyni ráðunaut „fyrir hönd Svafars Guðmunds- sonar“. 1. Bréf undirritað af Sigurði Kristjánssyni ,,f. h. miðstjórn- ar Sjálfs'tæðisflokksins". Skjal þeirra Magnúsar og Pálma („f. h. Svafars Guð- mundssonar“) mun nú nýskeð hafa verið send til allra hreppa- búnaðarfélaga og mun eiga að vera tilraun til greinargerðar fyrir afstöðu meirahluta bún- aðarþings — og auðvitað alger- lega „ópólitískt“! En tæpast myndi bændur hafa grunað, að þessi greinargerð meirahluta stjórnar Bf. I. hefði verið afhent miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins 'I notkunar á þennan hátt. Halda menn að það sé gert í „ópólitískum“ tilgangi? Bréfið frá miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins hljóðar á þessa leið: „Rvík, 10. okt. ’36. Kærí flokksbróðir. Pm leið og Miðstjórnin hér með sondir trúnaðarmönnum flokksins ýmsar skýringar frá Búnaðarfélagi lslands og Búnaðarþingi um hin nýju jarðræktarlög, þykir full á- stæða til að fara þess ó leit við trúuaðarmenuina, að þeir athugi lög- þessi mjög nókvæmlega, og geri allt, sem hægt er, til þess, aö bændur vfirleitt kvnni sér þau sem hezt. Miðstjórninni er það ljóst, að iög þessi eru stórhættuleg ræktun landsins, sökum þess að þau hljóta að draga stórvægilega úr ræktun- inni. Verður því að gera það sem iiægt er, til þess að þeim verði breytt þegar á næsta þingi. Og það er á valdi bænda, ef þeir standa nægilega fast saman. Búnaðarfélög sveitanna hafa hér mikið og þarft verk að vinna, og ef þau láta rigna yfir ríkisstjórn- ina óskorunum um að færa jarð- ræktarlögin aftur i svipað horf og áðui' var, eru verulegar líkur til, að hún láti undan svo almennum \ilja bændastéttarinnar. það er vitað, að sócialistar hafa ótt frumkvæðið að breytingum jarðræktarlagauna. Rauðka sáluga hafði þetta mál fyrst til athugun- ar, og þaðan eru hugmyndimar komnar, eins og glöggt mátti hcyra á ummælum socíalista í útvarps- umræðunum, sem fóru fram um þetta mái skömmu fyrir réttir. í þessu máli, eins og svo oft endra- nær, hefir Framsóknarflokkurinn beygt sig fyrir sambandsflokki sínum ó kostnað sveitanna. Að sönnu er það rétt, að jarð- ræktarlögin frá 1923 hafa kostað ríkissjóð talsvert fé, enda hefir þar fengizt mikið í aðra hönd í auk- inni ræktun. En þótt um nokkur óhæi'a að lækka þennan styrk til j;nðnektarinnar, meðan*) fé er aus- iö úr ríkissjóði á báða bóga, sum- part til fónýtra, og sumpart til skaðlegra hluta. pcss er að vænta, að áður langt líður, verði haldnir fundir í pllum iuvppabúnaðarfélögum, og ríður þá á að séð sé um, að Sjálfstæðis- menn sæki þá fundi og taki djarf- mannlega í streng með meiri hluta Búnaðarþings. Væri réttast að samþykkja tillögu um að færa jarðræktarlögin í aðalatriðum i það horf, sem var, óður hin nýju lög komu. Miðstjórnin felur yður að vinna að þessu af fremsta megni, með því að hér er um velferðarmál sveitanna að ræða. þingflokkur Sjálfstæðismanna greiddi aRur at- kvæðí gegn lögum þessum á síð- asta þingi. Með beztu flokkskveðju. F. h. Miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins Sigúrður Kristjánsson". Bréf þetta þarf ekki langra skýringa við. Umhyggjusemi sú og velvild í garð ræktunar- innar og sveitanna, sem þarna er reynt að láta skína í, kemur að vísu nokkuð spanskt fyrir, þegar það er aðgætt, að bréfið er ritað af höfundi hinnar um- töluðu „mosagreinar“, manni, sem er kosinn á þing af verzl- unar- og skrifstofufólki í Reykjavík og greitt hefir at- kvæði' bæði móti kjötlögunum og mjólkurlögunum! En það, sem vert er að undirstrika i bréfinu, er þetta. Miðstjómin brýnir það fyrir ,.trúnaðarmönnum“ Sjálfstæð- isflokksins, að nauðsynlegt sé, að „Sjálfstæðismenn“ sæki fundi hreppabúnaðarfélaganna og „taki djarfmannlega í streng með meiri hluta Búnaðarþings". Hinum pólitísku trúnaðar- mönnum er beinlínis „falið“ það af miðstjórninni „að vinna að þessu af fremsta megni“ — að Sjálfstæðismenn komi á fundina og greiði þar atkvæði eins og meiri hluti búnaðar- bings gerði. Sem fylgiskjal með þessu er- indisbréfi er svo send greinar- gerðin frá formanni Bf. í. og Pálma Einarssyni „f. h. Svafars Guðmundssonar". Inn í þetta bréf miðstjómar- innar hefir slæðst ein setning, sem vert er fyrir bændur að festa sér í minni til seinni tíma. Þar er komizt svo að orði, að það sé „óhæfa að lækka þenn- an styrk til jarðræktan meðan fé er ausið úr ríkissjóði á báða bóga sumpart til fánýtra og sumpart til skaðlegra hluta“. Myndi ekki í þessu litla orði „meðan“ felast sá fyrirvari, sem Reykjavíkuríhaldið þykist *) Allar leturbr. Tímans. þurfa að hafa viðvíkjandi jarð- ræktarstyrknum, ef það kæmist til valda í landinu? Myndi Sigurður Kristjánsson, ef íhaldið væri komið til valda, telja að fé væri „ausið úr ríkis- j sjóði“ til ,,fánýtra“ eða „skað- legra“ hluta? Og myndi hann þá ekki líka, samkvæmt þessum fyrirvara, ielja tíma til kominn að , ,lækka‘ ‘ j arðræktarsty rkinn ? Mun ekki miðstjómin hafa meint eitthvað með því að vilja hafa þennan fyrírvara á yfir- lýsingu sinni um, að jarð- ræktarstyrkur eigi að greiðast bændum áfram? En Jón í Dal og dátar hans í varaliðinu hafa heldur ekki verið iðjulausir. Þeir hafa lagt f'ram sinn skerf til þess, að fundir hreppabúnaðarfélaganna geti orðið „ópólitískir“! Miðstjórn hins svokallaða Bændafiokks hefir einnig í vik- unni sem leiö sent sínuxn pó)i- Framh. á 4. síðu. Á víðavangi Fyrsta samþykktin frá hreppsbúnaðarfélagi viðvíkjandi ágreinmgnum á búnaðarþingi liggur nú fyrir. Hún er frá búnaðarfélaginu í Reykholtsdal í Borgarfirði. Fé- lagið samþykkti að skora á næsta búnaðarþing að sam- ræma lög Búnaðarfélags Is- lands við ákvæði hinna nýju jarðræktarlaga. — Væntanlega er þessi fyrsta samþykkt fyrir- boði margra slíkra. Fundur á Skeggjastöðum. , Ungir Framsóknarmenn héldu sl. sunnudag fund að Skeggja- stöðum í Flóa. Var þar mætt ungt fólk úr ölfus- og Sand- víkurhreppum og ennfremur nokkrir menn úr Félagi ungra Framsóknarmanna hér í Rvík. I Árnessýslu eru nú þrjú fé- lög ungra Framsóknarmanna. í ráði er að stofna fleiri, og er góður áhugi fyrir flokkstarf- inu meðal ungra manna í sýsl- unni. 10 ræðumenn tóku til máls á fundinum, og var hann yfirleitt hinn ánægjulegasti á allan hátt. Síðasta vörnin fyrir „fóstursynina“. Eins og skiljanlegt er tekur Mbl. sárt til vesalinga þeirra úr hópi nazista, sem flæktir eru inn í vasabókarþjófnaðinn. — Drengsnáðar þessir hafa af leið- andi mönnum íhaldsins verið æstir upp til hverskonar strákapara og dólgsháttar. En nú má Mbl. sig hvergi hræra | fyrir almenningsólitinu og get- Haakon Shetelig norskur prófessor í fornfræðum er nýkominn hingað til lands sem gestur Norræna félagsins og flytur hér fyrirlestra, m. a. á „norræna daginn* 27. þ. m. Próf. Shetelig er kunnur vís- indamaður. ur ekki haldið upp beinni vörn fyrir hið giæpsamlega athæfi. En þá er að grípa til annata ráða. S. 1. sunnudag finna moð- hausarnir upp á því, að búa til þá sögu, að Eysteinn Jónsson í'jármálaráðherra hafi orðið tvísaga fyrir rétti við vitna- ieiðslu í þessu máli. Þessi frásaga Mbl. er eins og nærri má geta tilhæfulaus og vísvitandi ósannindi þeirra Val- týs Stefánssonar og Jóns Kjartanssonar. „Moralskar“ hugleiðingar þessara siðferðispostula um sannleiksást brezkra ráðherra o. s. frv., eru því eins og hvert annað tilefnislaust hjal þess- ára tunglspekinga. „Einherji“. I nokkmm hluta af upplagi Tímans 7. þ. m. misprentaðist nafnið á blaði Framsóknar- manna á Siglufirði. Blaðið heit- ir Einherji. Sumarbústaðir þjóðbankans. Mönnum er það enn í fersku minni, hversu slælega Kveld- úifur sótti fiskinn á síðustu vetrarvertíð. En hitt muna menn líka, að þegar mestallur l'lotinn var farinn norður fyrir land til síldveiða, höfðu Kveld- úlfstogararnir einkennilegt verkefni hér syðra. Þeir þurftu sem sagt að flytja efnivið. í nýjan sumarbústað vestur að Ilaffjarðará. Og hinir „ráð- kænu“ fors'tjórar, sem eigi munu telja sig miður fallna til að stjórna göngu fiskanna en landsfólkinu, treystu því að síldin myndi bíða á meðan. Svo lengi, sem Kveldúlfs- bræður skulda bönkunum 5 milljónir og geta ekkert borg- að, verður svona „buisness" fyrir veiðiskipin að vísu að teljast nokkuð vafasamur, eftir að vertíð er byrjuð. En hitt er þó enn íhugunarverðara, hvort sumarbústaðaframleiðsla þeirra Kveldúlfsmanna sé svo arðvæn- leg, að rétt sé að halda áfram að binda veltufé þjóðbankans þar, það getur að vísu verið gaman fyrir þjóðbankann að eiga þessa sumarbústaði. En Framh. á 4. síðu. Markaðsaukningin í Bretlandi Frá því var skýrt í síð- asta blaði Tímans, að brezk stjórnarvöld hefðu ákveð- íð að leyfa innflutning á skips- farmi af frosnu kjöti héðan til viðbótar því innflutningsmagni, sem heimilað er í gildandi við- í'kiptasamningi við Breta, sem gerðir voru árið 1932. Tilkynningin um þessa mark- aðsrýmkun fyrir frosið kjöt barst ríkisstjórninni hér fyrir nál. hálfum mánuði. Jafnframt \ar það tilkynnt, að veitt myndi viðbótarleyfi fyrir inn- flutningi 50 þús. vætta af ís- íiski eða sem svarar 40 skips- förmum, en þó því aðeins að samþykki fengizt hjá öðrum þjóðum, sem hlut eiga að máli. Var talið eigi ólíklegt, að þetta samþykki myndi fást. Ennfremur hafa nú af hálfu íslenzku ríkisstjómarinnar ver- ið teknar upp viðræður um nýj- an viðskiptasamning við Breta. Og eins og skýrt var frá hér í blaðinu lögðu sendimenn héðan af stað áleiðis til Englands með Dettifossi fyrir hálfri annari viku. Innflutningsrýmkun sú, sem orðið hefir á freðkjötsinnflutn- ingnum, nemur sem svarar 5500 tunnum af saltkjöti. En innflu'tningurinn til Noregs er nú 7000 tunnur. Þó að þessi ireðkjötsinnflutmngur héldist áfram, ber þess þó vel að gæta, að þörf mun verða á saltkjötsr. markaði í Noregi þrátt fyrir það, bæði vegna þess að kjöt- framleiðslan eykst, og þó ekki sízt vegna þess, að nokkuð mikinn hluta af kjötmu verður að salta fyrst um uinn vegna þess, að aðstöðu vantar til frystingar. Er það kjötmagri, sem óhjákvæmilegt er að salta, vart undir 5000 tunnum og jafnvel meira. Eigi að síður hefir þessi lýmkun freðkjötsinnflutnings- ins í Englandi mjög mikla þýð- ingu, þótt hún að vísu komi nokkuð seint til þess að full not verði af henni á þessu ári. Eins og áður er getið, or þessi innflutningsrýmkun nú þegar á þessu ári árangur af umleitunum í þessa átt, sem í'íkisstjórnin hér hefir borið fram við Breta. Hefir brezku stjóminni einkum verið bent á það í viðræðum um þessi mál, að verzlunarjöfnuðurinn milli íslands og Bretlands væri Bret- um mjög hags'tæður og að inn- flutningur okkar til Bretlands ætti því að aukast. Bretar hafa hinsvegar talið sig mjög bundna við kaup frá nýlendum sínum. Um þessi við- skipti Bretlands og nýlendanna voru hinir svokölluðu Ottawa- samningar gerðir. Um þá samninga, sem nú eru fyrir höndum milli íslendinga og Breta, er of snemmt að spá. En vænta má, að þar gæti í ein- hverju af hálfu Breta þeirrar nýju stefnu, sem talið er að sé að ryðja sér til rúms síðan gjaldeyris og viðskiptasam- komulagið var gert milli Frakka, Breta og Bandaríkjanna.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.