Tíminn - 21.10.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.10.1936, Blaðsíða 4
170 TlMINN tilefni til þess. En látum það bíða. Garðar telur, að nefndin hafi gert honum ómögulegt að flytja freðkjöt til Danmerkur og selja þar, með því að hafa verðlagið á fyrsta verðlags- syæði, sem Garðar verzlar að- allega á, svo hátt, að útflutn- ingur þaðan kæmi ekki til greina. Sýnilega veit Garðar hér ekki hvað hann segir. Mismunur á heildsöluverði á verðlagsvæð- unum stafar fyrst og fremst af því, að misdýrt er að selja kjötið á svæðunum, og því verð- ur heildsöluverðið að vera mis- jafnt, svo að verðið til bænda geti orðið líkt um land allt. Garðar Gíslason t. d. greiddi bændum lægra fyrir kjötið en KEA, KÞ og margir fleiri og gat því ekki síður flutt út en þeir. Þessi ástæða sem G. G. heldur að nefndin hafi búið til, og komið hafi í veg fyrir, að hann gæti flutt út kjöt, er því ímyndun ein. En hún getur kannske fyrir því verið nóg af- sökun fyrir hann, því að svo ímyndunarveikir geta menn verið, að óraunverulegir hlutir verði í þeirraaugum raunveru- legir. G. G. finnst réttlátt, að hann fái leyfi til að slátra eins mörgu og hann slátraði áður en lögin komu. Þetta fékk hann í fyrstu. En hvaða ástæða er til þess að láta hann ár eftir ár hafa miklu meiri slátrunarleyfi en hann notar. Er honum ekki nóg að hafa alltaf leyfi til að slátra fleira fé en hann getur fengið, eða menn vilja trúa honum fyrir að koma i verð? Þá telur G. G. sig þurfa að leiðrétta rangfærslur í grein minni, og notar sér nú prent- villur, sem búið var þó að leið- rétta í Nýja dagblaðinu, og aldrei komu í Tímanum. En í tilef ni af því vill hann nú renna frá því að hafa sagt, að kaup- menn hafi selt saltkjöt á er- lendan markað 5,5 aurum ver en S. í. S., af framleiðslu 1935. 1 fyrri grein sinni sagði Garðar þetta: „Verðlag nefndarinnar á út- fluttu saltkjöti og freðkjöti er byggt á uppiýsingum frá S. 1. S., sem kaupmenn álíta of hátt að því er saltkjötið snertir, en of lágt á freðkjötinu, þeim reiknast að norska verðið hafi að. jafnaði orðið sem næst 62 aurar pr. kg.". Hér er á lúalegan hátt reynt að læða þeirri hugsun að, að S. í. S. hafi fært eitthvað sem inn kom fyrir freðkjöt, á saltkjöts- i'eikning, og á þann hátt falsað saltkjötsverðið. Hvort G. G. hefir lært eitthvað þessu líkt í starfi sínu sem kaupmaður, og hyggur út frá þeirri reynslu sinni að S. 1. S. geri þetta, veit ég ekki. En hitt veit ég, að S. í. S. falsar ekki reikninga sína á þennan eða annan hátt. En telji Garðar. að S. 1. S. falsi reikninga sína, þá er bezt fyrir hann að standa við það, og segja það hreint út. Annars verður hann að viðurkenna, að kaupmenn hafa selt ver en S. 1. S. Hugsanlegt er líka, að G, G. segi ósatt um þetta 62 aura nettó verð, sem kaupmenn hafi i'engið. En hvað af þessu meinar nú G. G. Skrökvar hann upp kaup- mannaverðinu, í fyrri grein feinni? Hann segir í hinni síð- ari að hann hafi aldrei sagt, að munurinn á 67,5, sem er meðal- verðið til bænda hjá S. I. S. og því sem kjötið varð nettó hjá kaupmönnum, sé 5,5 aurar. Meinti hann þá að S.l. S. fals- aði reikninga sína og gæfí upp rangt saltkjötsverð til bænda? Félögin fengu að meðaltali 92 aura pr. kg. frá S. 1. S. fyrir dilkakjötið, og nefndin reiknaði meðal tilkostnað hjá félögun- um 24,5 aura pr. kg. og verðið 'Lil bænda því 67,5. Garðar segir nettóverð hjá kaupmönnum 62 aura. Ég vil skora á G. G. að segja afdráttarlaust: Hvort hann telur S. 1. S. falsa reikninga sína, Hvort hann telur kaupmenn hafa selt ver en S. 1. S. eða Hvort hann hefir skrökvað því, að kaupmenn hafi ekki get- að greitt nema 62 aura meðaí- verð. önnur atriði eru engin í greininni, sem máli skipta, og engin sem ekki eru hrakin áð- ur. Ég mun því ekki eyða um þetta fleiri orðum að sinni, en vonast eftir að Garðar gefí skýr svör. Páll Zóphóniasson. Undírródur íhaldsins í hreppabúnaðar- félögunum Framh. af 1. síðu. tísku „trúnaðurmönnuiu" er- mdisbréí vifíyjkjaridi fundum h rtíppabúnaðavf éi aganna : Trúnaðarmönnum „Bænda- flokksins" er „falið" að reyna að £3 bændur á fundum hess- um til að samþykkja eftirfar- andi ályktanir: I. „Fundiu- Hnnaðarfél. . . . Iirepps, haídinn . . . 1936, lítur svo á, að ckki lial'i vérifi rétl að samþykkja jaröræktarJögin, að bændastéttinni fomspurðri, og tolur hann svo marga og mikla gaila á hinum nýju jarörflsktedögúm og svo nærrí gQugið sjálfsákvörðunarrétti InnaðíulY'laiísskaparins í landinu, að liann skorár á Alþingi að breyta lögunum, að fcnginni mn- söfvn o,y tillögurn búnaðnrsam- handa og húnaðarþings. II. Ennfrcniur skorar fundurinn á Alþlngi áð breyta lögunum á þá loið Að styrBur fii þdirra, scm eiga cftir að slólfa lún sin, vcrði a. m. k. aJd.rci lægrj en srai svarar 1 kr. fí hveri dagsvcrk eins og áðu/r var. Að stýrkur fýrir voth.eys- og þur- h.eyshlöður, þvaggrýfjur, fram- ræslu bg matjurtagarða vcrði hækkaður í samræmi við frum- \•iii')) Bændaflokksins Að 17. grein laganna vcrði fclld úr þiim í því fornii, sem hún nú er í*) Að ákvæði láganha um há- iHiirksslyrk verði breytt*).". Trúnaðarmönnum Jóns í Dal og þeirra félaga er ekki treyst til þess að orða tillögur sínar sjálfir. Það er talið vissara að semja tillögurnar fyrir þá og senda þeim þær frá Reykjavík! En héðan af munu menn þekkja ættarmótið, þegar þær íara að skjóta upp kollinum á fundum búnaðarfélaganna! Það er auðvitað ekki ástæða til að svara sérstaklega þeim staðlausu staðhæfingum, sem bændum er ætlað að gleypa við og samþykkja. Því að bæði hef- ir þeim verið svarað áður og mun verða svarað síðar. En rétt er að benda á tvö atriði í „tillögunni". Það er ekki farið fram á að fella 17. gr. laganna niður skil- yrðislaust, heldur aðeins „í því formi, sem hún nú er í". Það er ekki farið fram á, að hámarkið verði afnumið heldur aðeins að ákvæðunum um há- marksstyrk verði „breytt". Það er eins og varaliðið sé að byrja að „draga í land" í þess- Líf tryggingardeild Það er aðeins eiit ís» lenzki liftrypgingarfélag og það býður beír't kjör en nokkuri annað líf- iryggingafélag starfandi hér á landi. Llftryggingardeild íiryQQiPirlÉl .1. Eimskip II hæð, herbergi nr. 21 Sími 1700 Umboðsmenn óskasf, — góð ómakslaun, Kaupi notuð íslenzk frímerki hœsta rerði, Verðskrá send þeim er óafca. Konráð Díómedesson Hvammslanga. um efnum og þykist hafa tekið munninn of fullan! En eitt er sérstaklega eftir- tektarvert og athugavert, bæði í trúnaðarbréfi Sigurðar Krist- jánssonar og tillögusmíði „Bændaflokksins". Sigurður Kristjánsson segir. að „réttast" sé „að samþykkja tillögu um að færa jarðræktar- lögin í aðalatriðum í það horf, sem var áður en hin nýju lög komu". Og tillögur Bænda- flokksins eru líka um breyting- ar á nokkrum atriðum jarð- ræktarlaganna og annað ekki. Það eru bersýnilega saman- íekin ráð forráðamanna íhalds- ins, bæði í miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Bændaflokksins, að reyna að rugla málið og koma í veg fyrir, að fundir breppabúnaðarfélaganna svavi þeirri spurningu, sem fyrir liggur að svara. En spurningin er þessi: Á Búnaðarfélag Islands að I fara áfram með framkvæmd jarðræktarlaganna og breyta um leið lögum sínum þannig, að allir bændur fái beinan kosn- ingarétt til búnaðarþings? Til þess að svara þessari spurningu eru fundir hreppa- búnaðarfélaganna kvaddir sam- an. En þeir pólitísku undirróð- ursmenn, sem standa á bak við meirahluta búnaðarþings, ótt- ast það, að mikill meirihluti hreppa búnaðarfélaganna muni svara þessari spurningu ját- andi. Mikill meirihluti bænda vill, að Búnaðarfélag íslands fari nieð framkvæmd jarðræktar- iaganna eins og verifi hefir. Og mikill meirihluti bænda vill auðvitað mjög gjarnan fá bein- au kosningarrétt til búnaðar- þings. Eina von hinna pólitísku undirróðursmanna, sem standa á bak við meirahluta búnaðar- þings, er því sú, að reyna að koma í veg fyrir, að spurning- unni verði svarað af bændum. Þessvegna vilja þeir fá bænd- ur til að ræða og samþykkja hinar og aðrar athugasemdir við jarðræktarlögin og gera það að aðalatriði. En breytingar á jarðræktar- lögunum" liggja vitanlega alls ekki fyrir á þessu stigi máls- ins. Það getur sjálfsagt komið til mála, að einhverju þurfi að breyta fyr eða síðar í jarðrækt- arlögunum, En fyrst verður að skera úr um það, hvort Búnað- arfélagið á að hafa fram- kvæmdina. Og það er það, sem nú liggur fyrir. En það er gott, að þau öfl, sem stóðu að hinni dæmalausu samþykkt meirahluta búnaðar- þings, hafa nú afhjúpað sig sjálf. Því að héðan af getur enginn bóndi efast um það. Að hér er um pólitískt mál að ræða af hálfu íhaldsmanna, bæði í Siálfstæðisflokknum og svoköUuðum Bændaflokki — og Að þessir pólitísku aðilar em hræddir um, að atkvæðagreiðsl- ur í hreppabúnaðarfélögunum gangi á móti meirahluta bún- aðarþings. A víðavangi Framh. af 1. síðu. Idtt væri þó enn ánægjulegra, að fá eitthvað endurgreitt af hinní stóru skuld, því að nóg er af lánbeiðnum frá framleið- endum, sem hvergi geta hreyft sig fyrif skorti á veltufé. Það stendur líka ómótmælt, að hátt upp í hálfa miljón af því fé, sem Kveldúlfur hefír íengið að láni til framleiðslu sinnar, hafi verið varið til að byggja íbúðarhús handa fram- kvæmdastjórunum. Það er víst líka nokurnveginn áreiðanlegt, að þetta eru lang hagstæðustu byggingalánin, sem veitt hafa verið á þessu landi. Fram- kvæmdastjórarnir þurfa sem sé ekki að borga neina vexti af * þessum lánum. Það myndi mórgum bóndanum þykja gott. Það má í rauninni telja, að bankinn hafi byggt yfir þessa heiðursmenn og láti þá búa leigulaust. Þetta er auðvitað einstaklega mannúðlegt, ef þjóðin hefði ráð á. En margur myndi sjálfsagt verða fáanleg- ur til að ávaxta þessa hálfu miljón, ef hún væri innheimt og sett í umferð handa fram- leiðslunni. Og býsna fróðlegt myndi það vera, að fá nánari sundurliðun á því, hvar þær eru niðurkomn- ar þessar fimm milljónir, sem bankarnir eiga í Kveldúlfi. „Ber er hver að baki" heitir skáldsaga, sem nýlega er komin út eftir Sigurð'Helga- son skólastjóra á Klébergi. — Bókin er 9 arkir að stærð, nú- tíðarsaga, sem segir frá lífi fá- tækra hjóna, er flytja búferl- um í afskekta vík, baráttu þeirra fyrir lífinu á þeim stað, dauða konunnar og viðskiptum bóndans og sveitarstjórnarinn- ar eftir lát hennar. Ritstjóri; Gísli Guðmundsson. Prentsm. Acta. Verðlauna- samkeppni Ríkisstjórnin býður hérmeð til opinberrar samkeppni um uppdrátt eða líkan (model) af nothæfri skurðgröfu, samkvæmt eftirfarandi: 1. Vélin grafi hverskonar grjótlausa jörð sem er, 2. grafi skurði allt að 2 metra dýpt, með botn- breidd 40—150 cm. og fláa 1 : Vg—1 :1, 3. leggi ruðnirjginn vel frá sór, 4. gröfturinn kosti eigi meira en ca. 30 aura á rúmstiku, miðað við núgildandi verðlag, 5. Líkan (model) 8é það fullkomið að það sanni nothæfi gröfunnar. Heildaruppdráttur sé í mæli- krarða 1:10 en sóruppdrættir af aðal graf- tækinu sóu í stærri mælikvarða. Uppdráttum fylgi ff^ögg lýsing og útreikningar yfir styrk- leika og jafnvægi gröfunnar. B«ði líkönum og uppdráttum fylgi glöggur rekstrarreikningur Ríkið áskilur sér forgangsrétt til kaupa eða leigu á þeim uppfinningum (Patent) sem það verðlaunar. Kr. 200000 — tvö þúsund krónur — verða veittar fyrir 1 líkan og kr. 1000,00 -— eitt þúsund krónur -~ fyrir 1 uppdrátt, eftir vali dómnefndar. Uppdráttum og líkönum sé skilað til Búnaðarfélags ' / Islands fyrir 1. júní næstkomandi, og^ sé auðkennt með glöggu merki, en nafn uppfinningarmanns fylgi í lok- uðu umslagi, er beri viðkomandi merki. liríiö SuOurEan Reykjavík Sími 1249. Símnefni Sláturfélag. NiðupsnðuvepJksmiðja. Reykhús. Bjúgnagerð. Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásöln: Niður- soðið kjöt og fiskmeti fjðlbreytt úrvai. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð mq*t og best úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, riðurkent fyrir gæði. Fros- ið kjötfð allskonar, fryst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fylstu nútímakröfum. Ostar og smjttr frá Mjólkurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um alt land.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.