Tíminn - 29.10.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.10.1936, Blaðsíða 2
174 TlMINN Dren^skapur Magnúsar á Blikastöðum Á stjóraarfundi Búnaðarfé- lags Islands 6. þ. m. ákvað fé- lagsstjórnin að ri'ta formönnum allra hreppabúnaðarfélaga í landinu bréf, og óska þess, að félögin létu uppi álit sitt um það, hvort Bf. ísl. eigi að fara áfram með framkvæmd jarð- ræktarlaganna og þá jafnframt um ýms önnur atriði þeirra. Bréf þetta var síðan samið og undirskrifað af þeim tveim stjórnarmönnum, sem viðstadd- ir voru, en það voru þeir Bjarni Ásgeirsson alþm. og Magnús Þorláksson á Blikastöðum, sem farið hefir með störf formanns, síðan Tryggvi Þórhallsson lézt. Búnaðarmálastjóra var síðan falið að senda formönnunum bréf þetta, ásamt nefndarálit- um meira- og minnahluta laga- nefndar búnaðarþingsins, og gerði hann það. Um það var fullt samkomulag í stjórninni, að þessi tvö nefndarálit skyldu send, þar eð þau skýrðu hin andstæðu sjónarmið, er komiö höfðu fram á búnaðarþinginu. Áður en þetta skeði, hafði minnihluti búnaðarþings og stjóraar Bf. 1. (Bj. Ásg.) sam- ið og sent út á sína ábyrgð sérstakt ávarp til hreppabúnað- arfélaganna um þetta sama mál, og beiðst þess, að það yrði tekið fyrir. Sem einskonar svar við þessu hafði svo meirihluti stjóraar Bf. Isl., þeir Magnús Þorláks- son og Svafar Guðmundsson (eða Pálmi Einarsson í umboði hans) samið nýtt álitsskjal í málinu, er ætlað var til út- sendingar. En Magnúsi Þor- lákssyni mun þó ekki hafa þótt þar nóg aðgert, því að hann samdi stuttu síðar nýtt skjal um þetta sama efni, sem „for- maður félagsins“, en þó á sína eigin ábyrgð. Þegar hér var komið sögu, bar það til tíðinda, að búnaðar- málastjóri var fjarverandi úr bænum nokkra daga í ferðalagi vestur á land. Rétt eftir að búnaðarmála- stjóri er farinn, kemur Magnús Þorláksson á fund skrifara fé- lagsins, og gefur honum fyrir- mæli um, að taka viðbótarafrit í 400 eintökum af hinu sameig- inlega bréfi félagsstjóraarinn- ar, er hann og Bjarni Ásgeirs- son höfðu undirritað. Gerði skrifarinn þetta og afhenti Magnúsi upplagið. Síðan sendir Magnús bráf þetta víðsvegar út um land og með því sem einskonar fylgí- skjöl, áðurnefnda greinargerð hans og Svafars, og ennfrem- ur þá sérstöku greinargerð, er liann sjálfur hafði saman sett. Þannig reynir Magnús á Elikastöðum á lúalegan hátt að að láta líta svo út, sem öll stjórn Bf. ísl. ■— og þar á með- al Bjarni Ásgeirsson — standi að útsendingu þessara skjala frá honum sjálfum og Svafari Guðmundssyni. í tilefni af þessari óheyrilegu framkomu, hefir Bjami Ás- geirssón beðið Tímann fyrir svohljóðandi v YFIRLÝSINGU: „Á fundi stjórnar Búnaðarfé- lags Islands 6. þ. m., var sam- þykkt að senda formönnum lueppabúnaðarfélagánna bréf með ósk um, að félögin létu í ljós álit sitt viðvíkjandi fram- kvæmd hinna nýju jarðrækt- arlaga o. fl. Var bréf þetta undirritað af tveim úr stjórn- inni, Magnúsi Þorlákssyni og Bjarna Ásgeirssyni. Nú hefir Magnús Þorláksson sent bréf þetta til bænda víðs- vegar um land, og með því tvær álitsgerðir um jarðræktarlögin frá sér og Svafari Guðmunds- syni. Með því að varla verður lit- ið öðruvísi á en að álitsgerðir þessar séu sendar af okkur, sem undir bréfið ritum, vil ég hérmeð lýsa yfir því, að þetta er gert að mér algerlega óaf- vitandi, og nafn mitt því í full- komnu heimildarleysi við þess- ar álitsgerðir bendlað. Bjarni Ásgeirsson“. Yfirlýsingu sama efnis birti Bjarni Ásgeirsson í útvarpinu um síðustu helgi. Ágæt hcrbergí til leigu á Hverfisgötu 32 yfir lengri eða skemmri tíma. — Hentugt fyrir ferðafólk. — Sími 3454. „Samfylkingar“-saga Isafoldar og hin .neikraða1 barátía Sjálfstæðisflokksins Öll málfærsla Sjálfstæðis- flokksins ber það með sér, að flokkurinn hefir algjörlega tap- að trúnni á málstað sinn. Frá flokknum koma engar jákvæð- ar tillögur í landsmálum. — Flokkurinn hefir enga stefnu svo sjáanlegt sé, aðra en þá, ef stefnu skyldi kalla, að vera á móti öllu, sem stjórnarflokk- arnir gera. Svo barnalega langt er gengið í þessu, að fjölda Sjálfstæðismanna ofbýður og búast til brottferðar úr flokkn- um. Fulltrúar, sem flokkurinn á í ýmsum mikilvægum nefnd- um, t. d. Síldarútvegsnefnd, Fiskimálanefnd, Gjaldeyris- nefnd o. fl. verða oft fyrir frek- legasta aðkasti í blöðum flokks- ins af því að þeir hafa tekið þátt í jákvæðri lausn mála. ■— Slíkt getur ekki samræmst þeirri skipun, sem blöð íhalds- manna virðast hljóta að hafa um það að vera á móti öllu, sem gert er. • Þessi bardagaaðferð Sjálf- stæðisflokksins skapast ekki af neinni tiiviljun. Kún'er afleið- ing þess, að forystumönnum flokksins er nú ljóst orðið, eft- ir hvern kosningaósigurinn áf öðrum, að málstaður þeirra er ekki þannig að hægt sé að gera sér skynsamlegar sigurvonir ef stefnan er lögð Ijóst fyrir. Bar- áttan verður því að vera nei- kvæð. Unnið er að því að tor- 'tryggja vinstri flokkana og þeirra framkvæmdir, en forð- ast sem mest að tala um hver sé stefna stjórnarandstæðinga. Eitt dæmi um hina neikvæðu bardagaaðferð eru staðhæfing- ar stjórnarandstæðinga um væntanlega samvinnu stjómar- flokkanna við kommúnista. þ'rá- sagnirnar um þetta í blöðum þeirra bera það sjálfar með sér, að höfundarnir vita vel, að þeir eru að segja ósatt. Því ér sem sé næstum undantekning- arlaust bætt við frásögnina: að vitanleg^ muni þessu verða mótmælt, en menn skuli gæta þess vel að taka ekki þau mót-, mæli til greina(!). Svo langt hafa þessar staðhæfingar gengið, að því hefir verið hald- ið fram, að Framsóknarflokk- urinn hafi kosið nefnd til þess að eiga samningaviðræður við kommúnista og nafngreindir menn þeir, sem sæti áttu í nefndinni. Sannleikurinn í þessu máli er sá, að slíka samvinnu hefir aldrei á góma borið innan Framsóknarflokksins, og þá auðvitað því síður nefndarskip- un komið til mála, enda mundi Framsóknarflokkurinn vafa- laust síðast allra flokka ganga til samstarfs við ofbeldisflokk eins og kommúnista. Auðvitað hefir þessum rakalausu ósann- indum verið mótmælt í blöðum Framsóknarfl. og ritstj. and- stæðinganna orðið að standa sem ósannindamenn að þessum staðhæfingum. En þrátt fyrir þetta er þessum áburði um væntanlegt(I) samstarf við kommúnista haldið áfram og mínu nafni blandað þar inn í a þann hátt að tilefni gefur til þessa greinarstúfs. I Mbl. í dag er svohljóðandi frásögn(eflaust ætluð ísafold): „Áður en samfylkingar-plan- ið vitnaðist voru foringjar Tíma-manna meira að segja farnir að undirbúa kjósendur sína. Á flokksfundi Tímamanna á Héraði í sumar sagði Ey- steinn Jónsson fjármálaráð- herra, að búast mætti við að allstór hópur kjósenda Alþýðu- flokksins færi yfir til kommún- ista. En þetta þýddi aftur það, sagði ráðherrann, að Tímamenn og sósíalistar yrðu ekki nógu sterkir til þess e’inir að fara áfram með völd í landinu. — Þessvegna yrði nú að þreifa fyrir sér, hvort ekki mætti tak- ast einhver samvinna við kom- múnista". Þessi frásögn er nákvæmlega sama eðlis og frásögnin um nefndarkosningu Framsóknar- flokksins, sem ég gat um að framan, — uppspuni frá rót- um. Nefni ritstjórar Mbl. ekki heimildir sínar fyrir þessari frásögn verða þeir að una við að vera sjálfir staðnir að vÍ3- vitandi ósannindum. En hveraig stendur á þessu ofurkappi, sem stjóraarand- stæðingar leggja á að útbreiða ósannindin um samvinnu stjórnarfl. við kommúnista? Stjóraarandstæðingar vita vel að kommúnistar eru óvin- sælir hjá meginþorra þjóðar- innar. Þessum óvinsældum á að reyna að koma yfir á stjðrnar- flokkana með endurteknum ó- sönnum staðhæfingum um „makk“ við kommúnista og þessar staðhæfingar eiga að réttlæta ýmsar miður skemmti- legar bardagaaðferðir, sem flokkar á borð við íhaldið hér á landi eru farnir að nota og íhaldið hér er að búa sig undir að nota. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að taka upp þær bar- dagaaðferðir, sem nú hefir ver- ið minnst á, hefir honum láðst eitt, sem getur orðið örlaga- ríkt fyrir flokkinn: Alstaðar þar sem alþýðumenntun er á sæmilega háu stigi og mál- og ritfrelsi ríkir, hefir það reynzt óhagkvæmt til fylgis að byggja málflutning á staðlausum ó- sannindum. Ennþá a. m. k. kunna menn betur við að ein- hver fótur sé fyrir þeim stað- hæfingum, sem þeim er ætl- að að byggja á afstöðu sína til manna eða málefna. 21. okt. 1936. Eysteinn Jónsson. Fimra hreppabúnaðarfélög hafa skor- að á búnaðarþing að iáta Bf. I. halda áfram framkvæmd i. Búnaðarfélag Bárðdæla (S.- Þing.) hefir samþykkt eftir- farandi: „Aukafundur í Búnaðarfélagi Bárðdæla, haldinn 17/10. 1936, lýsir sig fylgjandi því, að Bún- aðarfélag fslands fari áfram með þau mál, sem það hefir haft með höndum að þessu fyr- ir ríkisstjómina, með þeim skil- yrðum, sem sett eru í jarð- ræktarlögunum nýjuM. Tillagan samþ. með 20:2 at- kvæðum. IL Frá Búnaðarfélagi Presthóla- hrepps í Norður-Þingeyjar- sýslu hefir Tímanum borizt afrit af eftirfarandi Fundargerð. Ár 1986 þann 23. okt. var haldinn aukafundur í Búnaðar- félagi Presthólahrepps, eftir ósk stjómar Búnaðarfélags Is- lands, til að ræða um gjörðir síðasta Búnaðarþings, og jarð- ræktarlögin nýju. Formaður reifaði málið og las upp að nokkru leyti álit meiri- og minnihluta laganefnd- ar Búnaðarþings, ásamt bréfi frá stjóra Búnaðarfélags le- lands. Allmiklar umræður urðu um mál þessi og kom fram eftir- fárandi tillaga: ,,a) Fundurinn telur sjálf- sagt, að Búnaðarfélag Islands fari framvegis, éins og að und- anförnu með framkvæmd jarð- ræktarlaganna fyrir hönd ríkis- valdsins, og vítir harðlega af- jarðræktarlaganna stöðu meirihluta síðasta Bún- aðarþings í þessu máli. Jafn- f ramt skorar fundurinn á næsta Búnaðarþing að breyta lögum Búnaðarfélags íslands til sam- ræmis við hin nýju jarðræktar- lög. b) Sérstaklega aðhyllist fund- urinn hið nýja kosningafyrir- komulag jarðræktarlaganna á íulltrúum til Búnaðarþings og telur fjölgun fulltrúa á Bún- aðarþingi muni hafa heillarík áhrif á þróun búnaðarmálanna í landinu. c) Þó fundurinn telji einstök smærri atriði jarðræktarlag- anna miður heppileg og ætti að endurskoðast, svo sem skilyrð- ið fyrir lcosningarrétti og kjör- g-engi til Búnaðarþings, lýsir hann 'fullu fylgi sínu við lögin í heild og telur þau stefna í létta átt“. Tillagan samþykkt með sam- hljóða atkvæðum. Fleira ekki i*ætt. Fundi slitið. Helgi Kristjánsson fundarstjóri. Sæmundur Friðriksson fundarskrifari. m. " Búnaðarfélag Seltirninga (Kjósarsýslu) hélt fund í Mýr- arhúsaskóla 24. þ. m., að af- stöðnu hreppaskilaþingi. Á fundinum voru m. a. sam- þykktar eftirfarandi ályktanir: „Aðalhaustfundur Búnaðar- félags Seltirninga, haldinn 24. okt. 1936, lýsir sig fylgjandi því, að Búnaðarfélag íslands fari áfram með þau mál, sem Hverníg var ijármálastjórn Jóns Þorlákssonar? Eins og kunnugt er, fór Inaldsílokkurinn (sem nú kall- ar sig Sjálfstæðisflokk) með völd hér á landi á árunum 1924—1927, tók við snemma á ári 1924 og fór frá síðara hluta árs 1927. Jón Þorláksson var l>á fjármálaráðherra. Ihaldsmenn grípa oft til þess nú, og það einnig eftir lát Jóns Þorlákssonar, að vitna í fjár- málastjórn hans, Sjálfstæðis- geta þau gengið út frá því, að almenningur reikni með því, að Jón heitinn Þorláksson taki aft- ur við fjármálastjórainni, þó að svo ólíklega kynni að fara, að Sjálfstæðisflokknum yrðu falin völd í landinu! Verk þessa látna manns fyrir 10—12 árum virð- ast því skipta heldur litlu máli, þegar um það er að ræða, hverj- ir nú eigi að hafa forystu í fjár- flokknum til framdráttar. Var þetta aðalefni í ræðu Ólafs Thors á Varðarfundi nýlega. Og nú heldur Isafold áfram sama lofsöngnum um fjármála- stjóm Jóns Þorlákssonar, og reiknar hana sér til dýrðar. Það er út af fyrir sig nokkuð einkennilegt, fljótt á litið, að blöð flokksins skuli ekki heldur ræða um fjármálatillögur flokksins á síðustu þingum eða gera að umtalsefni stefnu þá, j og úrræði, er hann nú hafi í f jármálum ríkisins. í)ví að vart ■ málum landsins. En af hverju er það þá, að Gjálfstæðismenn ræða svo mjög um fjármálastjórn Jóns heitins Þoi'lákss. fyrir 10—12 árum? Það er vegna þess, að þeir vita, að Sjálfstæðisflokkurinn hefir nú orðið* ekkert traust í fjármálum. Á Alþingi hefir flokkurinn sýnt meira ábyrgð- arleysi í afgreiðslu fjárlaga en dæmi eru til um nokkum flokk í allri þingsögu landsins. Stefna hans, ef stefnu skyldí kalla, hefir verið sú, að auka útgjöld- in án allrar fyrirhyggju, fella niður skatta og greiða atkvæði gegn allri nýrri tekjuöflun. Ey- steinn Jónsson fjármálaráð- herra sannaði það í fjárlaga- umræðum 1934, að ef farið hefði verið í öllu að ráðum stjómarandstæðinga, hefði það þýtt 4—5 milj. kr. greiðsluhalla á næsta ári. Og þegar flokkur- inn hefir verið um það spurður, hvort hann hefði nokkrar til- lögur fram að bera til spamað- ar, hefir formaður hans, ólaf- ur Thors, neitað að svara, Þessa minníst landsfólkið úr útvarpsumræðum frá síðasta eldhúsdegi. Sjálfstæðismenn geta heldur ekki vitnað í fjármálastjórn sína nú í Reykjavík eða Vest- mannaeyjum. Því að í Reykja- vík hafa álögur á almenningí miklu meira en tvöfaldast á síðustu 8 árum, og skuldir bæjarfélagsins stöðugt farið vaxandi. Og í Vestmannaeyj- um hefír orðið að auglýsa eignir bæjarins til uppboðs fyr- ir áföllnum skuldum. Þessvegna er fjármálastjórn •Jóns Þorlákssonar fyrir 10—12 árum eina skjólið fyrir Sjálf-, stæðisflokkinn. Og í þetta skjól er nú reynt að flýja. Og því er þá sérstaklega haldið á lofti, að Jón Þorláks- son hafi borgað ríflega af skuldum ríkisins, meira en nokkur annar fjármálaráð- herra á eftir honum, Vegna þess, að fjármála- stjóm J. Þ. sýnist ekki lengur skipta máli, og þar sem hlutað- eigandi maður er látinn, hefir Tíminn yfirleitt ekki séð ástæðu til að ræða þetta mál nánar. En þegar tilefni er þrásinnis gefið, er ekki nema eðlilegt, að þetta sé gert. Hver voru þá þessi afrek Jóns Þorlákssonar fyrir 10—12 árum, sem nú eiga að geta rétt- lætt valdatöku Sjálfstæðis- ílokksins, og það eftir að J. Þ- er látinn og annar maður tek- inn við forystu flokksins? Þegar J. Þ. tók við fjármála- stjórn í ársbyrjun 1924, var það hans fyrsta verk að leggja á þjóðina stórkostlega skatta- hækkun, og þá fyrst og fremst verðtollinn. Þessi mikla skatta- hækkun kom til framkvæmda á árinu, án þesa að gert hefði verið ráð fyrir henni í tekju- bálki fjárlaganna. Hver var svo útkoman, þau 4 ár, sem J. Þ. fór með völdin ? Árið 1924 var eitthvert allra mesta góð- æri, sem landið hefir orðið að- njótandi. Þá voru útfluttar vörur fyrir 86 milj. kr. og inn- fluttar fyrir 63 milj. kr. Tekj- ur umfram áætlun á þessu ári urðu 3i/2 miíj. kr. Af þessu fé fór helmingurinn í eyðslu. Hin- um helmingnum var varið til að afborga skuldir. Árið 1925 \oru útflu'ttar vörur fyrir 78 milj. kr. og innfluttar fyrir 70 milj. kr. Tekjur umfram áætlun urðu þá 8V2 milj. kr. Af þessu var eytt 3 milj. 400 þús. kr. hinu varið að mestu til afborg- ana. Árið 1926 voru útfluttar vörur fyrir 53 milj. kr. og innfluttar fyrir 57 milj. kr. Tekjur umfram áætl- un urðu það ár 3 milj. 300 þús. kr. öllum þessum umframtekj- um var eytt og meira til, því að tekjuhalli varð á árinu. Árið 1927 voru útfluttar vörur fyrir 63 milj. kr. og innfluttar fyrir 53 milj. kr. Tekjur umfram áætl- un urðu um 1 milj. kr. Þrátt fyrir þessar umframtekjur, varð tekjuhalli á árinu nokkuð á aðra miljón króna. Þetta eru þá afrekin í fjár- málastjóm Jóns Þorlákssonar. Skattarnir eru stórkostlega hækkaðir um leið og stjómin tók við völdum. Tvö fyrstu ár- in reynast allra beztu góðærin, sem dæmi eru til í landinu. Um- setning útfluttra og innfluttra vara er gífurleg og tolltekjur og aðrir skattar velta inn í rík- issjóðinn. Það var ekki mikil fyrirhöfn að veita þessu gífur- lega fé viðtöku. En undir eins og venjulegt árferði kemur aft- ur, byrjar tekjuhallarekstur hjá ríkissjóði. Árin 1926 og 1927 gátu þó síður en svo kall- ast slæm ár. Þeir, sem lesið hafa lofgerðir ílialdsblaðanna um fjármála- stjóra Jóns Þorlákssonar og tekið mark á þeim, gerðu rétt í því, að þessu athuguðu, að hugleiða með sjálfum sér,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.