Tíminn - 04.11.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.11.1936, Blaðsíða 1
2\fgreit>&la og tnnl>cinita 5>afnatott. )6 <3fmt 2353 - Piotfjilf 96) (öjalbbagi blabetno ct 1 fAoí Átgangurinn fostat 7 ft. XX. ár. Keykjavík, 4. nóvember 1936. 46. blað. Bændastéttin og Bnnaðarfélag Islands Flugriti Þorsteins Briern svarað Fyrir næstu áramót þurfa öll hreppabúnaðarfélög landsins, um 200 að iölu, að svara eftir- íarandi spurnmpu: Vilja bænd if, að Búnaðaríé- lag íslands haldi áfram að fara með framkvæmd jarðræktarlag- anna og breyti fyrirkomulagi búnaðarþingskosninga til sam- ræmis við ákvæði hiruia nýju jarðræktarlaga? Þegar þetta er ritað, hafa sex hreppabúnaðarfélög svarað þessari spumingu. Þau hafa öll svarað henni játandi. Eftir þessum fyrstu undirtektum að dæma lítur út fyrir, að meiri- hluti búnaðarþings hafi ekki haft meirahluta bændastéttar- innar á bak við sig, þegar hann ákvað að hafna framkvæmd jarðræktarlaganna, og fer það að vonum. Og, að óreyndu verð- ur að ganga út frá því að þessi sami meirihluti telji sér skylt að fara að vilja bændastéttar- innar í þessu máli, þegar bún- aðarþing kemur aftur saman eftir áramót. En miðstjórnir Sjálfstæðis- flokksins og svokallaðs Bænda- flokks hafa þegar hafið póli- tíska áróðursstarfsemi í því skyni að reyna að hafa áhrif á atkvæðagreiðslur hreppabún- aðarfélaganna í þá átt að hafna framkvæmd jarðræktarlaganna. Til viðbótar þeim pólitísku trúnaðarbréfum, sem mið- stjórnir þessara flokka hafa sent út um landið og Tíminn hefir fengið tækifæri til að birta almenningi, hefir Þor- steinn Briem prestur á Akra- nesi, samið flugrit til ófræg- ingar jarðræktarlögunum og sent það flestum eða öllum bændum landsins. Steingrímur Steinþórsson búnaðarmálastjóri hefir í síð- asta blaði Tímans birt ítarlegt og rökstutt svar við þeim hlut- anum af flugriti Þ. Br., sem um jarðræktarstyrkinn fjallar. En sá hluti flugritsins, sem aðallega fjallar um Búnaðarfé- lag Islands og ákvæði jarðrækt- arlaganna um það, skal nú tek- inn til nokkurrar athugunar — og þá um leið ýmsar aðrar firrur um I. kafla laganna, er fram hafa komið frá samherj- um Þ. Br. við ísafold. Er Þorsteinn Briem að reka erindi socialista? Þ. Br. gerir sér mikið far um, að koma þeirri skoðun inn hjá bændum, að socialistar hafi haft áhrif á undirbúning og af- greiðslu jarðræktarlaganna. Út af fyrir sig eru þetta auðvitað ekki heiðarleg rök gegn lögun- um. Það er fávísra manna hátt- ur að dæma mál eftir því fyrst og fremst, frá hverjum þau eru komin. Og ef socialistar hefðu átt frumkvæði að heppilegum jarðræktarlögum, var auðvitað sjálfsagt, að jafnvel andstæð- ingar socialista tækju þeim vel. En sannleikurinn er raunar sá, að socialistar höfðu engin af- skipti af undirbúningi jarð- ræktarlaganna. Þeir áttu engan fulltrúa í nefndinni, sem undir- bjó lögin. Og Framsólcnarflokk- urinn átti vitanlega i'rumkvæð- ið að því, að málið væri flutt á Alþingi. Ákvörðunin um það, að frumvarpið skyldi flutt, var fyrst tekin á aðalfundi mið- stjómar Framsóknarflokksins og síðar í þingflokknum. En viðvíkjandi sérafstöðu socialista í þessu máli, gefur Þorsteinn Briem yfirlýsingu um ei'tt mikilsvert atriði. Hann segir: „Socialistar — — héldu því fram, að ríkið ætti sjálft að annast framkvæmd laganna“. Þetta er eitt af því fáa, sem er satt í riti Þ. Br. Socialistar vildu þetta helzt. En þeir gerðu það þó ekki að ágreiningsatriði. Þeir gengu inn á kröfu Fram- sóknarflokksins um það, að stéttarfélagi bænda yrði falin framkvæmdin. En Þorsteinn Briem og sam- herjar hans í Sjálfstæðisflokkn- um halda að þessu leyti fastar fram málstað socialista en soci- alistamir sjálfir. Þeir láta meirahluta búnaðarþings afsala framkvæmd jarðræktarlaganna 1 hendur ríkisvaldsins. Og þeir vinna að því öllum árum að fá bændastéttina til þess að stað- festa það, að Bf. I. skuli ekki hafa framkvæmdina. Er Þorsteinn Briem þarna að reka erindi socialista meðal bænda ? Val bunaðarmálastjóra. Andstæðingar jarðræktarlag- anna hafa gert mikið veður út af ákvæðum I. kafla um ráðn- ing búnaðarmálastjóra. Þ. Br. kems't svo að orði, að Bf. í. hafi „ekki í reyndinni nein ráð um val þessa starfsmanns síns“. Hann segir ennfremur, að stjórn Bf. 1. eigi eftir lögum „hvorki að ráða vali né upp- sögn þessa starfsmanns síns“. Og loks segir hann, að í bún- aðarmálastjórastöðunni geti orðið maður, „sem virði fyrir- mæli búnaðarfélagsstjórnarinn- ar algerlega að vettugi“. Furðulegt má það heita, að maður, sem á sæti á Alþingi, skuli leyfa sér að bera aðra eins vitleysu á borð. Hið eina vald, sem ráðherra er fengið um þetta afriði, er það, að hann á að „samþykkja“ þann mann, sem stjórn Bf. 1. velur til starfsins. Ráðherra getur ekki skipað búnaðarmála- stjóra. Og hann getur ekki vik- ið búnaðarmálastjóra frá starfi. Lögin gera því alls ekki ráð fyrir því, „að búnaðarmála- stjóraskipti verði jafntíð og ráðherraskipti í landinu" eins cg Þ. Br. vill láta menn álíta. *) A aðalfundi miðstjórnar Fram- sóknarflokksins eiga sœti 35 menn, búsettir i öllum sýslum landsins. Telur Þ. Br. að það væri ávinningur fyrir Bf. 1. að skip'ta á því valdi yfir ráðningu búnaðannálastjóra, sem henm og ráðherranum er ákveðið í lögunum ? Með sömu röksemdaleiðslu cg Þ. Br. notar má halda því fram, og það þó með meira rétti, að ráðherra hafi ekkert að segia um ráðningu búnaðarmálastjór- ans. Því að auðvitað getur stjórn Bf. 1. neitað öllum þeim mönnum, sem ráðherra kynni að vilja samþykkja og einskorð- að sig við mann, sem ráðherra teldi sig með engu móti geta samþykkt. Og ef henni þykir búnaðarmálastjórinn of hlynnt- ur ráðherra getur hún sagt honum upp starfi og neitað að ráða hann aftur. En auðvitað ganga lögin ekki út frá því, að svona fari. Til- gangur ákvæðanna er sá, að valinn verði maður, sem báðir aðilar geta nokkurnveginn sætt sig við, enda getur ekki orkað tvímælis, að það sé heppilegast. Ef ríkisstjómin á annað borð átti að hafa nokkuð að segja um ráðningu í þetta ábyrgðarmikla s'tarf, varð því ekki á annan hátt fyrirkomið en að láta ráðherra „sam- þykkja“ manninn. Og ekki verður það á neinn hátt talið óeðlilegt, þó að rík- inu séu áskilin einhver afskipti af ráðningu starfsmanns, sem árlega á að ráðstafa að meira eða minna leyti einni miljón af fé úr ríkissjóði. Samkvæmt jarðræktarlögum þeim, sem giltu í ráðherratíð Þorst. Briem, réð Alþingi bún- aðarmálas'tjórann, því að það kaus tvo fulltrúa af þrem í stjóm Bf. I. Fulltrúar Alþingis framkvæmdu þetta verk þvert ofan í yfirlýstan vilja búnaðar- þings. Hvað segir Þorsteinn Briem prestur á Akranesi um það, að Þorsteinn Briem landbúnaðar- ráðherra skyldi láta þetta af- skiptalaust ? „Pólitískir trúnaðarmenn“. I 4. gr. jarðræktarlaganna segir: „Hvert búnaðarsamband ræður trúnaðarmann í samráði við búnaðarmálastj óra“. Hér hnýtur Þ. Br. um það, að mennirnir skuli ekki vera ráðn- ir í samráði Búnaðarfélag Is- lands heldur búnaðarmálastjóra, og gefur í skyn, að með þessu eigi ráðherra „með tilstyrk búnaðarmálastjóra síns“ að ráða pólitíska trúnaðarmenn! Má segja, að „lítið dregur vesælan", þegar Þ. Br. nennir að halda fram svona fjarstæðu. Eins og allir sjá eiga búnaðar- samböndin að ráða mennina, og eru alls ekkert bundin við vilja ‘ búnaðarmálastjóra í því efni. Það hefði vitanlega ekkert gert til, þó að orðalag Þ. Br. hefði verið haft um þetta atriði. En sjálfsagt hefði það orðið svo i reyndinni, að stjórn Bf. í. hefði falið búnaðarmálastjóra að gefa samböndunum ráðlegg- ingar í þessu efni. Búnaðarblaðið Freyr. Þ. Br. og fleirum þykir það ceðlilegt, að bændum sé gert að greiða 3 kr. árstillag til Bf. J. gegn því því að fá búnaðarblað ■ ið Ffey án annars endurgjalds. Það er vitanlega augljóst mál, að þetta ákvæði var sett inn í lögin til þess að tryggja það i'járhagslega, að unnt væri að halda úti fræðilegu mánaðarriti í'yrir bændur. Og tæpas't verð- ur það í vafa dregið, að bænd- ur geti haft gott gagn af slíku riti, ef því er sæmilega stjóm- að. Hinsvegar má vel vera, að andúð gegn þessu ákvæði stafi af því, að mönnum þyki rit- stjórn blaðsins nú eigi í því lagi sem skyldi, en það stendur auðvitað til bóta, ef stjórn Bf. í. vill aðra skipun á gera. Þ. Br. er með dylgjur um það, að bændum sé „lítt trúað til skil- vísi“. Hann um það. En hitt er víst, að hingað til hafa bún- aðarblöð ekki borið sig vegna kaupendafæðar. Það er mjög algengt, að at- kvæðisréttur í félagi sé bund- Framh. á 4. síðu. A víðavangi Tvö búnaðarfélög í viðbót við þau, sem áður voru talin, hafa samþykkt áskoranir um það, að Búnaðar- íélag Islands haldi áfram að fara með framkvæmd jarðrækt- arlaganna. Það eru Búnaðar- félag Holtamanna í Rangár- vallasýslu og Búnaðarfélag Dyr- hólahrepps í Vestur-Skaptafells- sýslu. Búnaðarfélag Holta- manna nær yfir þrjá hreppa og er annað stærsta hreppabún- aðarfélag landsins. Á flokksfundi Framsóknai-manna í Austur- Húnavatnssýslu, sem haldinn var á Blönduósi, mættu um 40 manns, og á flokksfundi Vest- ur-Húnvetninga á Hvamms- tanga daginn eftir 40—50 manns. Var þó hríðarveður báða dagana og margir bændur önnum kafnir við smölun. Ey- steinn Jónsson ráðherra og Steingrímur Steinþórsson bún- aðarmálastjóri mættu á fundi þessum. Á Stórólfshvoli í Rang- árvallasýslu var flokksfundur rétt fyrir mánaðamótin og sóttu hann um 50 manns úr þrem hreppum. Eysteinn ráð- lierra og S'teingrímur búnaðar- málastjóri mættu einnig á þeim fundi. Enginn vafi er talinn á því, að fylgi flokksins fari vax- andi í sýslunni. Hinir stimpluðu. Fjármálaráðherra, Eysteinn Jónsson, ritaði grein í síð- asta blað Tímans, þar sem hann — eins og lesendum er kunnugt — rakti ósanninda- þvaður Mbl. um samfylkingar- Jón Árnason íramkvæmdarstjóri skýrir í þessu blaði frá samningavið- ræðum milli Islendinga og Breta í s. 1. mánuði, en Jón var þar cinn fulltrúanna af íslands hálfu. slúður ritstjóranna. Hann skor- aði á þá að sanna ummæli þau, er þeir þóttust hafa eftir ráð- herranum, eða heita opinberir ósannindamenn ella. Ritstjórar Mbl. hafa þegið síðari kostinn — eins og við var að búast. Þeir geta ekkert orð sannað af þvaðri sínu um „samfylkingu“ Framsóknar- manna við kommúnista. Þeir geta ekki gert neitt af þvætt- ingnum líklegt, hvað þá meir — ekki einu sinni í augum allra vitgrennsta íhaldsfólksins. En þeir halda áfram þvaðr- inu, og taka á sig stimpilmerki ósannindanna með undirgefni þeirra manna, sem finna, að liér er í rauninni engu við að bæta. Þetta er „medalía“, sem þeir hafa fyrir löngu áunnið sér og sem ekki verður frá þeim tekin. Ihaldið hefir sjálft verið í „samfylkingu*. Það er íhaldsflokkurinn einn allra íslenzkra stjórnmála- flokka, sem ekki einungis hefir sótzt eftir samfylkingu við kommúnista, heldur myndað hana með þeim. Hér þurfa engar tilgátur, engar óljósar dylgjur. Stað- reyndir liggja fyrir. Ihaldsmenn og kommúnistar mynduðu samfylkingu s. 1. vor um síldveiðiverkfall. íhaldsmenn og kommúnistar mynduðu nokkru áður sam- fylkingu í bílstjóraverkfallinu. Ihaldsmenn og kommúnistar stóðu í einni fylking í mjólkur- verkfallinu. Og þessir tveir öfgaflokkar stóðu sem einn maður í því að vinna á móti kjötlögunum. „Góðir Sjálfstæðismenn með hreinar hugsanir“. Þekktur og áhrifamikill inaður í íhaldsflokknum lét svo ummælt um nazistana hér fyr- ir rúml. tveim árum, að þetta væru æskumenn með „hreinar hugsanir“ og í raun og veru „góðir Sjálístæðismenn". Og í ræðu á barnaskólatröppunum 1. maí í vor vitnaði einn af ræðumönnum nazista i þessi ummæli sér og félögum sínum til réttlætingar. Þessi sami ræðumaður var nú í haust færður fyrir lög- regluréttinn í Reykjavík til að gera grein fyrir því, hvað það Framh. á 4. síðu. Uían úr heimi í gær (3. nóv.) iór fram f'or- setakosning í' Bandaríkjunum, við gífurlega kjörsókn .Úrslitin eru þegar nokkurnveginn kunn. I ranklin Roosevelt hefir verið endurkosinn og unnið mildu giæsilegri sigur en búizt var við hér í álfu. Af 531 kjör- manni, sem kosnir voru um öil Bandaríkin hefir Roosevelt (eða Demokrataflokkurinn) fengið 516, en Alfred Landon ríkis- stjóri í Kansas, sem var fram- bj óðandi Republikanaflokksins, hefir ekki fengið nema 15 kjör- menn kosna. Þessar kjörmanna- tölur sýna, að í svo að segja öllum sambandsríkjunum hefir Roosevelt hlotið meirahluta at- kvæða, en hversu stór sá meiri- hluti hefir verið í einstökum ríkjum, eða samtals í þeim öll- um er enn ófrétt. Til nánari skýringar er þess að geta, að forsetakosningin fer fram á þá leið, að hvert sambandsríki kýs ákveðna tölu kjörmanna (eftir íbúafjölda), þannig að sá flokkur, sem sigrar í hverju sambandsríki, fær þar alla kjönnennina kosna. Samhliða forsetakosningunni fór fram kosning til neðri deild- ar þingsins og þriðjungs efri deildar. Einnig í þessum kosn- ingum virðist flokkur Roose- velts hafa unnið glæsilegan sig- ur. Roosevelt mun nú að þessum sigri fengnum halda áfram við- reisnarstarfsemi sinni, og þá í fyrsta lagi taka upp baráttuna við hæstarétt Bandaríkjanna, sem undanfarið hefir dæmt ýms atriði viðreisnarlöggjafar- innar ógild. En dóma þessa hef- ir rétturinn byggt á því, að „al- ríkið“ hafi takmarkaðan rétt til að setja lög, sem séu bindandi fyrir einstök sambandsríki. Frjálslyndir umbótamenn og andstæðingar einræðisstefnunn- ar um víða veröld munu fagna þessum úrslitum og sumir munu telja sigur Roosevelts þýðingarmesta heimsviðburð þessa árs. Þingkosningamar í Noregi fóru fram 19. okt. s. 1. Verka- mannaflokkurinn jók mest at- kvæðatölu sína eða um 100 þús. atkvæði. Hann bætti þó ekki við sig nema 2 þingsætum (hef- ir 71 í stað 69) og hefir því ekki hreinan meirahluta, nema i félagi við Bændaflokkinn eins og áður. Nazistar og kommún- istar fengu engan þingmann kosinn. Mussolini hélt í vikunni sem leið stórpólitíska ræðu í Milano á Norður-Ítalíu, þar sem hann var óvenju berorður um stefnu fasista í alþjóðamálum. Hann lýsti því þar yfir sem sinni skoðun, að þjóðabandalagið ætti ekki tilverurétt, að ástæðu laust væri að gera sér vonir um heimsfrið eða útilolcun styrj- alda og þýðingarlaust að ætla sér að vemda rétt smáþjóð- anna, því að sá sterkari yrði að ráða. Ræða þessi hefir að von- um vakið stórkostlega athygli um allan heim og gleggri skiln- ing en áður á þeirri gífurlegu liættu, sem af fasismanum stafar fyrir gervalla veröldina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.