Tíminn - 04.11.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.11.1936, Blaðsíða 4
180 TlMINN Bændastéttin og Búnaðarfélagið Framh. af 1. síðu. inn því skilyrði, að félagsgjald sé greitt, og er alls ekki talið fari í bága við „mannréttinda- hugsjón nútímans". Beina kosningin. Ákvæðin um beina kosning- arréttinn eru áreiðanlega eitt af því, sem bændum líkar bezt í nýju jarðræktarlögunum. Þor- steini Briem verður það vissu- lega ofraun að sannfæra nbkk- urn bónda um það, að réttindi séu af honum tekin'með því að ákveða að hann skuli sjálfur kjósa fulltrúa sinn á búnaðar- þingi. Hitt getur vel verið, að svokallaður Bændaflokkur missi eitthvað af réttindum á búnað- arþingi, ef bændastéttin fær að kjósa þangað beinni kosn- ingu. En það er áreiðanlega til of mikils mælzt, að Alþingi f ari að setja lög um sérstaka vernd- un fyrir flokk Þ. Br„ þótt bág- staddur .sé. En í þessu sambandi er Þ. Br. eitthvað að minnast á kjör- dæmamálið, og að hlutfalls- kosningar geti verið hættuleg- ar. Þó barðist Jón í Dal fyrir því s. 1. vor að koma á hlut- fallskosningu hjá samvinnúfé- lögunum. Og var það ekki Þ. Br. sjálfur, sem gerðist ráðherra til að semja við íhaldsmenn og socialista um undanslátt í kjör- dæmamálinu ? Uppbótarmennsku sína á Al- þingi hefir Þorsteinn Briem fengið fyrir það að bregðast bændastéttinni í þessu stóra máli. Nú leyfir þessi maður sér að tala um réttindi bænda í sam- bandi við kjördæmamálið! Kosningarréttarskilyrðin. 1 7. gr. jarðræktarlaganna eru ákvæði um það, að kosn- ingarréttur og kjörgengi til búnaðarþings sé bundinn því skilyrði, að viðkomandi maður hafi „minnst 20 hektara af landi til eigin afnota". Þ. Br. segir, að sama sé, hvort landið sé ræktað eða óræktað. 1 lög- unum er raunar framtekið, að „grasnyt" eigi að vera af þessu landi, svo að hér er um lítils- unarinnar, sem hann gerði mest að umtalsefni í fyrri grein sinni. Er það vel, því með því sannar hann, að það eru raka- laus ósannindi, sem hann sjáif- ur hélt fram í fyrri grein sinni, að kjötverðlagsnefnd hafi lok- að innienda markaðinum. Þarf hér eftir ekki um það að tala. Ailir sjá ósannindin. Hann birtir ennfremur bréf frá Gunnlaugi Briem fulltrúa í stjórnarráðinu, þar sem Gunn- laugur segir réttilega, að ca. 900 kjöttunnur, sem kaupmenn eigi, sé ekki hægt að leyfa að seija á norskum markaði. - Árið 1935 voru seldar til Danmerkur 1488 tunnur, til Færeyja 30 tunnur, til Svíþjóð- ar 870 tunnur. Eins og Gunnlaugur Briem tekur f ram, áttu kaupmenn alls milli 800 og 900 tunnum meira af saltkjöti verkuðu fyrir er- lendan markað, en þeir gátu íengið leyfi til að selja í Nor- egi eftir norska samningnum og landslögum. Af þessu kjöti hafa þeir nú þegar selt um 200 tunnur. S. í. S. hefir umráð yfir 700 til 800 tunnum meira en það hefir leyfi til að selja í Noregi. Það eru því alls um 1600 tunnur, sem selja verður á öðr- um mörkuðum en þeim norska. Þetta eru 2/3 af því kjötmagni, háttar ónákvæmni að ræða hjá prestinum. Það ætti að vera vandalítið að sjá, til hvers þessi ákvæði eru sett. Þau eiga að koma í veg fyrir það, að bændurnir sjálfir verði við kosninguna of- ur liði bornir af mönnum, sem engan Iandbúnað stunda. Og um það munu a. m. k. allir bændur vera sammála, að rangt sé að ætla kaupstaðabúum fullan rétt í stéttarfélagi bænda, þó að þeir kunni að vilja ganga í búnað- arfélag og jafnvel fá sér smá- bíett til ræktunar. Hitt má vel vera, að núgildandi ákvæði standi til bóta, og að land- stærðin mætti minni vera. En einkennilega situr á svokölluð- um Bændaflokki að taka þetta mál sérstaklega upp fyrir kaup- staðabúana gegn bændum. Og hvað ætli Þ. Br. og hans nótar hefðu sagt, ef ekkert ákvæði hefði verið sett í þessa átt? Ætli þeir hefðu ekki sagt, að nú væri verið að ofurselja félagsskap bændanna fjölmenn- inu í kaupstöðunum — og að það væri gert eftir „kröfu soci- alista"? Maður ætti að vera _ farinn að „þekkja sitt heima- iólk" í þeim efnum! Þ. Br. segir: „Eftir sömu réttarhugsjón ætti kjörgengis- og kosningar- réttur í kaupfélögunum að mið- ast við úttekt og innlegg og í Fiskifélagi Islands að fara eft- ir veiðimagni og mælast í þorskum". Þarna fer presturinn með rökvillu, svo að ekki sé meira sagt. Jarðræktarlögin gera alls ekki ráð fyrir, að kosningar- rétturinn til búnaðarþings „mæliat í" landstærð. Bóndi, sem býr á stórri jörð á að haía eitt atkvæði eins og sá, sem býr á lítilli jörð. Maður, sem á 500 hektara hefir sama rétt og sá, sem á 20 hektara. Hér er aðeins um að ræða lágmarks- skilyrði fyrir atkvæðisrétti. Dæmið um „úttekt og inn- legg" í kaupfélögUm er illa val- ið. Því að kaupfélögin setja ein- mitt íágmarksskilyrð'i um við- skipti f élagsmanna, sem eru al- sem á þeim seldist í fyrra. Ekkert leyfi þarf tiJ að selja kjÖt í Danmörku, Svíþjóð né Færeyjum. Enginn getur nú bannað það, að kjöt sé flutt þangað. Þó segir fulltrúinn, að kaupmönnum sé bannaður út- ílutningur á 900 tunnum. 200 af þeim eru þó nú þegar fam- ar og seldar. Sér nú ekki sjálf- ur fulltrúinn, hve mikil fjar- stæða og ósannindi það eru, sem hann fer með. Það er sagt, að hver sé blindur í sjálfs sín sök, en ég trúi varla, að blindan sé svo mikil, að hann ekki sjái að hann hér fer með ein ósann- indin enn. Hérmeð er þessu ómerkí- lega svari hans gerð full skil. En ég vildi gjarnan mega spyrja fulltrúann að þessu: Heldur hann að kaupmenn séu ekki menn til að selja kjöt- ið á þessum opnu mörkuðum? Gefa kynni hans af þeim og starfi þeirra í verzlunarráðinu honum ástæðu til að ætla slíkt? Það liggur mjög nærri að á- Jykta svo, og mér virðist að það sé eitt mesta ámæli, sem ég hefi heyrt nokkurn bera kaupmönnum á brýn, að þeir geti ekki selt ca. 900 saltkjöts- tunnur á mörkuðum, sem í fyrra keyptu 2388 tunnur. 1. nóv. 1936. Páll Zóphóníasson. Jarðræktarlögin AÖ gefna tilelni skal vak- in athygli á eftirfarandi at- riSum nýju jarðræktarlag- anna.. Ákvæðin um 5000 kr. há- marksstyrk koma ekki til framkvæmda fyr en við út- borgun jarðrækturstyrks ár- ið 1938. Ákvæðin um 20% uupbát og 20% frádrátt koma held- ur ekki til framkvæmda fyr on við útborgun larðræktar- styrks 1938. .. Ákvæði 17. gr. um, að styrkurinn skuli skoðast sem fylgifé, ná ekki til þess styrks, sem greiddur hefir verið fram til ársins 1937, og koma ekki til framkvæmda (við mat eða sfilu) fyr ert eftír að fasteignamat 1940 hefir fiðlast gildi. (Sbr. „ákvæði til bráða- blrgða" í jarðræktarlfigunum nýiu). \ Iiitil mynd af verzlunarháttum heíldsalanna veg sama eðlis og ákv. í 7. gr. jarðræktarlaganna. En þetta hefir presturinn á Akranesi sennilega ekki vitað! „Hótanir*! Þ. Br. segir, að minnihluti búnaðarþings og félagsstjórn- arinnar hafi haft í frammi „hótanir" í ávarpi sínu t;l hreppabúnaðarf élaganna, og séu þessar „hótanir" í 8 liðum. Hann virðist þó hafa séð það við nánari athugun, að mönn- um myndi ekki þykja það bein- línis trúlegt, að þeir Bjarni á Reykjum, Björn á Rangá, Jón í Deildartungu, Jón á Melgras- oyri, Kristinn á Núpi og Sig- urður á Arnarvatni hefðu í írammi „hótanir" við búnaðar- félagsskapinn í landinu. Og tfl þess að ráða bót á því, finnur hann upp þá skýringu, að ein- hverjir hafi „hótað" þessum mönnum einhverju, ef þe\r ekki „hótuðu" Búnaðarfélag- inu! Hlutaðeigandi menn, sem á- varpið undirrituðu, munu ekki hafa talið þetta illmæli í sinn garð svaravert. Enda hafa þeir engar „hótanir" fram borið. Hitt er ekki nema einfalt reikningsdæmi, að það væri íjárhagslega óheppilegt fyrir ríkið, að halda uppi tveim skrif- stofum fyrir búnaðarmál, ann- ari í stjómarráðinu, til að ann- ast framkvæmd jarðræktarlag- anna og hinni á vegum Bf. I. fyrir framkvæmd annara land- búnaðarlaga og leiðbeiningar- starfsemi til bænda. Niður- staðan yrði því sennilega sú, að öll sú starfsemi, sem Bf. 1. nú framkvæmir fyrir ríkið, yrði fengin sérstöku landbúnaðar- ráðuneyti og ráðunautarnir 3'rðu starfsmenn þess. Þetta fyrirkomulag hafa ýmsir talið heppilegt (t. d. Sigurður Sig- urðsson fyrv. búnaðarmála- ttjóri). Framsóknarmenn hafa þó yfirleitt verið því mótfalln- ir. Þessvegna vænta þeir þess, að atkvæðagreiðslan í hreppa- búnaðarfélögunum falli á þann veg, að ekki þurfi til slíks að koma. Það er alveg rétt, að slík ráð- stöfun myndi þýða það, að Búnaðarfélag tslands væri úr sögunni í sinni núverandi mynd. Þessvegna ættu nú allir bændur landsins — líka þeir, sem kunna að vera óanægðir með einhver atriði jarðræktar- laganna — að sameinast um, að kref jast þess, að búnaðar- þingið í vetur geri nýja ákvörðun og taki aftur við framkvæmd jarðraektarlaganna. Nýja dagblaðið birti fyrir nokkru tölur sem sýndi álagn- ingu á eplum hér í bænum. Haf ði Morgunblaðið nokkru áð- ur gert ítrekaðar tilraunir til þess að koma þeim misskiln- ingi inn hjá fólki að verðlagið á eplunum ætti rót sína að rekja til tollahækkana, sem samþykktar hefði verið á sein- asta Alþingi. Tölur þær, sem Nýja dag- blaðið birti um álagninguna á eplunum, sýndi, að hið ósann- gjarna verðlag á þessari vöru- tegund er eingöngu verðlagn- ingu kaupmanna að keiuia. Tollurinn er ekki nema sára- lítið brot af útsöluverðinu, eíns og tölur þær, sem Nýja dagblaðið hefir nýlega birt sýna svo glögglega að ekki verð- ur um villst. Nýja dagblaðinu hefir heppn. ast að fá upplýsingar um verð- lag á sérstakri sendingu, sem nú er hér á markaðinum og hefir því gefið lesendum sínum nákvæma sundurliðun um all- an kostnað og álagningu í sam- bandi við hana. Telur Tíminn rétt að birta hana líka. Fara þær eftirtektarverðu tölur hér á eftir: 40 ks. (880 kg.) epli á 1/90 lir. 1.672.— á 23/- Umbúðir — 120.— á „ Flutningskostn. frá Italíu £5:13:9 pr. t. kr. 125.98 Tollur 25% af kr. 384.56 — 96.14 Vörutollur 4/— pr. tonn — 4.00 Uppskipun 8/50 pr. tonn — 8.50 Heimkeyrsla — 5.00 ísl. kr. 384.56 -------27.60 kr. 412.16 ísl. — 239.62 Eins og tölur þessar sýna cr verð á eplakassanum komnum hingað í hús að viðbættum toili kr. 16,30 eða 74 aurar pr. kg. Heildsalinn selur kassann síðan á kr. 35.50 eða kr. 1.61 pr. kg. og smásöluverð er síðan kr. 3,00 pr. kg. Með öðrum orðum: Verð komið í hús í Rvík kr. 651.78 Hefldarálagningin er 304.9% er álagning heildsala 117,8% og álagning smásala 85.9%. Og verðtollurinn, sem Morg- unblaðið hefir haldið fram að væri orsök okurverðsins, er ekki nema 11 aura af þeim þremur krónum, sem eplakg. kostar. Sjálfstæðis- ílokkurinn er: forystulaus, ábyrgðarlaus og- steinulaus Skrif Mbl. undanfarnar vik- ur iialda áfram að sanna það, sem Tíminn hefir áður sagt um núverandi höfuðein- kenni Sjálf stæðisflokksins: Forystuleysið, ábyrgðarleysið og stefnuleysið. Svo lélega er flokkurinn nú mönnum skipaður, að blöð hans geta ekki bent á einn einasta Sjálfstæðismann, sem sagt verður um, að mögulegt sé að treysta til að taka að sér stjórn landsins, ef svo ólíklega færi, að flokknum yrði það falið. Nú- verandi formaður fIokksins, Ól- afur Thors, hefir ekkert traust og er naumast „tekinn alvar- iega" af landsfólkinu. Ihalds- blöðunum dettur ekki einu sinni í hug að tæpa á því, að hann myndi vera fær um að fara með fjármálastjórn ríkis- ins. í stað þess að benda á álit- lega forystumenn, sem flokk- urinn hafi á að skipa nú, og þjóðin eigi að treysta, hefir Mbl. nú engin önnur ráð en að vitna í verk látins manns, sem einu sinni var formaður flokks- ins og fulltrúi hans í ríkis- stjórn. Hér í blaðinu hefir að vísu nýlega verið sýnt fram á, að verk þessa manns í ríkis- stjórninni voru ekki sérlega hrósverð. Og þó væri það auð- vitað mikill munur, ef Sjálf- stæðisflokkurinn hefði nú svo liðtækan mann fram að bjóða. En umtal Mbl. um þennan látna mann er auðvitað skýrasta við- urkenningin á því, að flokkur- inn hafi nú engum frambæri- legum mönnum é að skipa, til að taka að sér stjórn landsins. Annað höfuðeinkenni Sjálf- stæðisflokksins er ábyrgðar- leysið, það kemur fram í því, þegar flokkurinn þykist vilja fclla niður milljónir af tekjum ríkisins, en jafnframt auka út- gjöld þess stórkostlega, án þess að reynt sé að sýna fram á, hvernig ríkisreksturinn geti staðist á þennan hátt. Það kem- ur fram í hinni heimskulega baráttu flokksins gegn inn- flutningstakmörkunum, sem ó- mögulegt er að komast hjá. Það kemur fram í brotthlaupi Sjálfstæðismanna úr utanríkis- málanefnd. Það kom fram í vor, þegar reynt var að stöðva sQd- veiðiflotann og gera síldar- verksmiðjur ríkisins gjald- þrota. Þriðja höfuðeinkennið er stefnuleysið. — Sjálfstæðis- f lokkurinn er algerlega úrræða- laus nú í vandamálum þjóðar- innar. Þingmenn og ritstjórar flokksins hafa stöðugt í frammi hrópyrði og æsingar út af erfiðleikum atvinnuveganna. En sjálfir geta þeir ekki bent á neinar nýjar leiðir. Þegar fjármálaráðherra á Alþingi beinir því til formanns flokks- ins, að hann geri grein fyrir því, hvaða ríkisútgjöld flokkur hans vilji láta spara, þá neitar formaðurinn að svara. Það er af því, að hann er sjálfur úr- ræðalaus, og heldur að hann geti látið flokkinn Iífa á því að A víðavangl Framh. af 1. síðu. þýðir nú á síðustu tímum að vera „góður Sjálfstæðismaður" með „hreinar hugsanir". Um líkt leyti fyrir ári síðan gerðu þessir stríðsmenn „sjálf- stæðisins" með „hreinu hugs- anirnar" sig seka um þann fá- dæma lubbaskap, að ráðast margir saman á einsamlan veg- faranda á fáfarinni götu seint um kvöld í því skyni misþyrma honum í hefndarskyni fyrir af- stöðu hans í stjórnmálum. Og nú standa þeir aftur með sínar „hreinu hugsanir" í húsi réttvísinnar ákærðir fyrir at- hæfi, sem aldrei hefir þekkst áður í pólitískri baráttu hér á landi — athæfi, sem fyr og síðar hefir þótt bera vott um sérstaklega ógeðslegt sálará- stand. Mennirnir með „hreinu hugs- anirnar" eru orðnir uppvísir að því, að hafa rekið „sjálfstæð- isbaráttuna" á þann hátt, að stela einkaskjölum frá pólitísk- um andstæðingi og nota húi stolnu gögn til birtingar í árás- arskyni á eigandann. En þetta ógeðslega þjófnað- armál nazistapiltanna hefir Hka aðra alvarlega hlið. Minnisbók Eysteins Jónsson- ar er stolið í þeim ákveðna til- gangi að birta af efni hennar viss atriði, sem þjófarnir haía gert sér í hugarlund að vekja myndu athygli á þann hátt, sem hinu íslenzka ríki gæti verið skaðlegt gagnvart um- heiminum. Sem betur fer hefir birting þessara minnisblaða ekki svo alvarleg áhrif. En verknaður mannanna með „hreinu hugs- anirnar" er sá sami fyrir því. finna að gerðum annara. En enginn stjórnarandstöðuflokkur lifir á því einu saman að skamma ríkisstjórnina og full- yrða, að allt, sem hún geri, sé vitlaust. Ef þjóðin á að taka mark á stjórnarandstæðingum, verða þeir að geta bent á, að þeir hafi sjálfir einhverja stefnu, og að sú stefna sé til bóta. En það er ekki nóg með það, að Sjálfstæðisflokkurinn virð- ist vera stefnulaus. Hann virð- ist þar á ofan í ýmsum atrið- um ekki svífast þess, að ganga á móti því, sem áður hefir vei - ið stefna hans. Stundum lætur hann þingmenn sína heimta stórfellda hækkun á framlögum ríkisins til atvinnubóta og hef- ir þó áður þózt vera á móti cllum atvinnubótum. Hann stendur fyrir bílstjóraverkfalli og síldarverkfalli, en hefir áður talið sig vera harðandstæðan cllum verkföllum. Og nú þykist hann vera á móti tollum, þveit ofan í yfirlýstar samþykktir sínar frá landsfundum fyrri ára. Svona flokki getur enginn maður treyst til að stjórna landinu. Bezta Munnfóbakið er frá Brödrene Braun KA UPMANNA H Ö F N Biðjið kaupmann yðar um B.B. munntóbakið Fæst allsstaðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.