Tíminn - 11.11.1936, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.11.1936, Blaðsíða 2
182 TlMmN Ætlar Alþýðuflokkurinn að styðja Kveldúlf til valda? „Maður líttu þér nær“! I>að er í frásögur fært í Al- þýðubl. nýlega, að ritari Al- þýðuflokksins hafi látið svo um mælt á Alþýðusambands- þinginu, að flokkurinn hefði nú svo að segja alla „strandlengj- una“ á valdi sínu og að næsta sporið væri að „vinna sveitirn- ar“ og „skipuleggja bændaal- þýðuna“. Það getur verið, að ritari Al- þýðuflokksins hafi lesið sér það til einhversstaðar í fræðibókum socialismans frá 19. öld, að þessi „skipulagning bænda- alþýðunnar“ þurfi fram að fara. En ef hann vildi byggja á þeirri þekkingu, sem hann sjálfur hefir á lífinu eins og það er, myndi hann.eins og aðr- ir, viðurkenna það, að Alþýðu- flokkurinn, eða félög hans, eiga ekkert erindi út um sveitir landsins og geta ekki búizt við, að þeim verði þar neitt ágengt.. Alþýðuflokkurinn verður að gera sér það ljóst, að hann er f-yrst og fremst eða eingöngu flokkur verkamannanna í kaupstöðum og kauptúnum, og meðal þeirra er hans verksvið. Og ætli hann að koma fram umbótum, sem verkamenn hafa áhuga fyrir, verður hann að leita samstarfs við Framsókn- arflokkinn, flokk smáframleið- endanna í sveitum og við sjó, ems og hann hefir gert undan- t’arið. En það er hættulegt fyrir Alþýðuflokkinn og raunar eng- um til gagns nema íhaldinu, ef forráðamenn flokksins fara að gera sér grillur um það, að hann eigi endilega að fara að beita kröftum sínum að verk- efnum, sem honum eru óvið- komandi, en gleyma því sem næst stendur. Þó að fylgi Alþýðuflokksins hafi heldur farið vaxandi á síðustu árum er þó ýmislegt, sem bendir til þess, að flokkn- um vei'ti ekki af að vera enn betur á verði en verið hefir á sínu eigin verksviði í kaup- stöðunum og kauptúnunum. Ef maður skygnist um á „strandlengjunni", sem ritari Alþýðuflokksins talar um, kem- ur sitt af hverju í ljós, sem gefur til kynna meiri vanmátt, en æskilegt væri frá sjónarmiði bæði Alþýðuflokksins sjálfs og þeirra, sem með honum hafa unnið. Ennþá hefir íhaldið meira- hluta bæjarstjórnarinnar í höfuðstað landsins, þótt slíkt viðgangist hvergi annarsstaðar á Norðurlöndum. Á Akureyri er flokkurinn svo að segja fylg- islaus ennþá og á Siglufirði hlutfallslega fylgislítill. Eða hvernig er um fylgi „alþýðunn- ar“ í stærstu þorpunum á „strandlengjunni", t. d. Akra- nesi og Keflavík. Myndi flokk- urinn ekki eiga þar nokkuð að vinna ennþá? Og ber það ekki vott um veikleika á „strandlengjunni“, að einn af þingmönnum flokks- ins skuli gera „samfylkingar"- samning við kommúnista þvert ofan í vilja flokksins og að Al- þýðuflokksfélögin í Eskifirði og Fáskrúðsfirði skuli hafa sent áskoranir um að géra slíka samninga. Að þessu og fleira athuguðu, sýnis't Alþýðuflokkurinn vissu- lega eiga nóg verkefni 4 „strandlengjunni" í náinni framtíð, bæði í þ\1 að færa út samtök sín og koma þeim yfir- leitt á traustan grundvöll. Og það er áríðandi að forráðamenn flokksins geri sér þetta ljóst. Umbæturnar í þjóðfélagsmál- um fyrir hinar vinnandi stéttir verða að byggjast á fyrirhyggju og þrautseigju í starfi, en ekki á feitum fyrirsögnum um í- myndaða sigra eða ímynduð viðfangsefni í framtíðinni. — Þessar staðreyndir vill Tím- inn nú, að gefnu tilefni og í góðri meiningu leggja þeim mönnum á 'hjarta, sem ásamt Framsóknarflokknum, eiga að inna af hendi þá skyldu að verada frelsið og lýðræðið fyr- ir almenning á íslandi. Ferdamenn ættu að skipta við Kaupfélag lle.vkjavíkur. — Þar hafa þeir tryggingu fyrir góðum og 6- dýrum vörum. Á þingi Álþýðusambands Is- lands, sem nú er nýlokið, yoru mættir nál. 160 fulltrúar fra fé- lögum verkamanna í Reykja- vík og víðsvegar um land, til þess að ræða áhugamál hinna vinnandi manna við sjó- inn og gera samþykktir um stefnu Alþýðuflokksins. Tíminn hefir það fyrir satt, að mikill meirihluti þessara 160 fulltrúa hafi verið þeirrar skoðunar, að heppilegast sé að halda áfram þeirri samvinnu binna vinnandi stétta, sem ver- ið hefir, þessvegna eigi Alþýðu- flokkurinn að hafa áfram sam- starf við Framsóknarflokkinn og styðja ráðuneyti Hermanns Jónassonar. Um það liggur að vísu ekk- ert fyrir ennþá, að Framsókn- arflokkurinn muni, eftir að næsta þing kemur saman, kæra sig um að fara áfram með völd með stuðningi Alþýðuflokksins. Það er auðvitað undir því kom- ið, hvort samkomulag næst milli flokkanna um afgreiðslu íjárlaga og lausn helztu ann- ara þjóðmála. En ef fulltrúum verkamann- anna á þingi Alþýðusambands- ins er það nokkurt áhugamál, að samvinnan við Framsóknar- flokkinn haldizt óg að lýðræðið sé verndað „gegn íhaldi og fas- isma“, þá eiga þeir að gæta þess að láta ekki hafa sig til þess — að lítt athuguðu máli eða í flýti — að samþykkja eina eða aðra fjarstæðu, sem getur útilokað alla möguleika fyrir áframhaldandi samstarfi. í „starísski’á" Alþýðuflokksins, sern samþykkt var á Alþýð'usam- bandsþingsinu 5. þ. m., er svo að orði kveðið, að flokksstjórninni sé falið, að SUTA samvinnnnni UM STJÓRN LANDSINS, ef ekki fáist vissa fyrir því INNAN pRIGGJA MÁNAÐA, að áð- urnefnd starfsskrá verði i að- alatriðam lögð til grand- vallar löggjafarstarfseminni á næsta tveixa árum. það er að vísu svo, að margt í ]>essari „starfsskrá" Alþýðuflokks- ins er á þann veg, að Framsóknar- tlokkurinn hefir ekkert við það að athuga, svo langt sem það nær. En auðvitað vantar þarna líka margt, sem Framsóknarflokkur- inn mun á sínum tíma krefjast sem skilyrðis fyrir áframhaldandi samstarfi af sinni hálfu. Og hitt má telja alveg vlst, að I'ramsóknarflokkurinn muni ekki „innan þriggja mánaða" verða búinn að marka opinberlega af- stöðu sína til aðalatriðanna í lög- gjafarstarfsemi næstu ára, og það- an af síður kemur til mála að hann innan þess tíma gefi Alþýðu- flokknum neina „vissu" um það, að „starfsskráin"*) verði lögð til grundvallar í „öllum aðalatriðum" eins og þetta er orðað. — Innan þriggja mánaða eru þingmenn ekki einu sinni komnir saman. El Miðstjórn Alþýðuflokksins iiugsar sér að mynda „samfylk- ingu" við íhaldið eftir þrjá mán- uði, getur hún þess vegna eins gert það strax i dag. Grein í Alþ.bl. 7. þ. m. bendir líka til þess, að forráða- menn Alþýðuflokksins séu farnir að átta sig á því, að orðalag „starfsskrárinnar“, sem samþykkt var á Alþýðu- sambandsþinginu, hafi ekld verið að öllu leyti sem heppi- legast, sem grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarf Fram- sóknarflokksins og Alþýðu- flokksins. Enda var það svo, að ef skilja átti niðurlagsá- kvæði „starfsskrárinnar“ alveg bókstaflega, þá hlaut þessu samstarfi að vera lokið í síð- asta lagi eftir þrjá mánuði. — ’) „Starfskrá" þessi var búin til ai svokallaðri „stjómmálanefnd" í J'inginu, en i henni áttu sæti sjö niunn. þessi „starfsskrá", sem er mjög iangt mál, var svo sam- þykkt óbreytt af þinginu á nœtur- íundj. Fundarmenn báru ekki fram neinar breytingartillögur, nema eina viðvíkjandi „samfylkingunni" ' ið kommúnista. Og samkvæmt „s:tarfsskránni“ hlaut þá að því að koma, að Ölafur Thors yrði kvaddur til að mynda stjórn í landinu, með eða án stuðnings Alþýðuflokks- ins. En það lítur út fyrir, að mennimii’, sem sömdu „starfs- skrána“ muni sumir hverjir vera íremur reynslulitlir í stjórnmálum og hafi ekki gert sér grein fyrir þessum afleið- ingum, fyr en á þær var bent í dagblaði Framsóknafmanna í Reykjavík. Framsóknarflokkurinn telur það vitanlega nú sem fyr hinn mesta háska, ef Sjálfstæðis- flokkurinn með Kveldúlfsklík- una í stafni tæki völd hér í landi. Og það er alveg rétt, þegar Alþ.bl. 7. þ. m. talar um Framsóknarmenn sem „for- ystuflokk í baráttunni gegn í- haldinu". Slíkur „forystuflokk- ur“ hefir Framsóknarflokkur- inn verið og mun verða. En því aðeins getur hann haft forystu íiialdsandstöðunnar meðal hinna vinnandi stétta, að sam- starfsflokkurinn láti sér skilj- ast þau vinnubrögð, sem nauð- synleg eru í samstarfi. Ef Alþýðuflokksmönnum dettur t. d. sá bamaskapur í hug, að neita þátttöku í stjórn nema því aðeins, að ríkisút- gerð togara verði framkvæmd, þá geta þeir eins vel afhent ólafi Thors stjórnina strax í dag, því að þingmönnum Alþ.- flokksins er það a. m. k. vel kunnugt frá síðasta þingi, að Framsóknarflokkurinn sam- þykkir ekki ríMsútgerð fogara. Ef útgerðina þarf að auka, verða flokkarmr að koma sér saman um aðra lausn á því máli. Og þó að ólafur Thors svo kynni að leggja starfsskrána „undir dóm þjóðarinnar“ á næsta sumri, eins og Alþ.bl. talar um, myndu höfundar hennar sjálfsagt litla gleði af því hafa, því að naumast eru þeir svo „hátt uppi“ út af sigr- um sínum á „strandlengjunni", að þeir telji sér trú um, að Al- þýðuflokkurinn myndi fá nieirahluta í kosningunum! En eftir Alþ.bl. 7. þ. m. að dæma, eru hlutaðeigandi menn nú að á'tta sig á þessum hlut- um. Og Framsóknarflokkurinn mun vitanlega á sínum tíma verða fús til að taka „starfs- skrána“ til athugunar á þann hátt, sem tíðkast úm sjónarniið annars aðila við samninga. Eins og hér að framan er sagt, erí henni margt, sem Framsóknar- flokkurinn hefir ekkert við að athuga, og sumt er þar svo al- mennt orðað, að allir flokkar gætu telcið það upp í sína stefnuskrá. Um slíkt verður auðvitað enginn ágreiningur. Og allir vinir lýðræðisins 'og vinnandi stéttir þessa lands munu frábiðja sér að þurfa að horfa upp á það, að Alþýðu- flokkurinn hjálpi Ólafi Thors upp í ráðherrastólinn í febrú- armánuði næstkomanda. Ellíiryggíngíit og Þorsteisin í Búðardal Þorsteinn Þorsteinsson sýslu- maður í Búðardal birtir í Mbl. langa grein um ellitrygginguna nýju, og er það að sumu leyti furðuleg ritsmíð. Mikill hluti greinarinnai' fjallar um gömlu ellistyrktar- sjóðina, og að óréttmætt Sé að láta vextina af þeim koma upp í hluta af framlagi Lífeyris- sjóðs til ellilauna. Er það að vísu rétt, að þetta mál þarf nánari athugunar við eins og fleira í þessari umfangsmiklu löggjöf, éndá er auðveldara áð átta sig á þýðingu þessá atriðis, þegar fyrsta reynslá er fengin af framkvæmd laganna. En ef það er meining Þ. Þ., að flokkur hans í þinginu, Sjálfstæðisflokkurihn, hafi háft nokkra sérstöðu viðvíkjandi gömlu ellistyrktarsjóðunum, bá er það algerlega rangt. Sjálf- s'tæðisflokkurinn beitti sér þar ekki fyrir nein'ni breytingu á frumvarpinu. Og dylgjur Þ. Þ. um að laga- Hvað hefðu „SjálSstæðásmesm4* gert í skaiiamálam, ef þeír hefðu farið með völdin? Um langan tíma var því haldið fram af blöðum íhalds- manna, að skattar til ríkissjóðs , væru hærri hér á landi en nokkursstaðar erlendis. Síðastliðið sumar birti Tím- inn samanburðarútreikning úr amerísku hagfræðitímariti, sem sannaði að þessi staðhæfing íhaldsmanna var ósönn, og að íslenzka ríkið hefir lægri skatta j að meðaltali á íbúa en venju- legt er í öðrum löndum. Síðan eru íhaldsblöðin stein- hætt að halda því fram, að , skattar ríkisins hér séu hærri i en í öðrum löndum. En nú halda þau sig við það, j að hvað sem samanburði við j önnur lönd líði, þá hafi þó skattarnir hækkað í tíð stjóm- ar Hermanns Jónassonar frá því sem áður var. Um þetta liefir verið ritað allmikið í Mbl. nú undanfarið og ýmsar „töfl- ur“ birtar í því sambandi. Að þessu tilefni gefnu þykir Tímanum því rétt að taka til meðferðar tvö aðalatriði: 1. Hvaða breytingar hefir Framsóknarflokkurinn gert i skattamálum, síðan hann tók við yfirstjóm fjármálaima eft- ir síðustu kosningar? 2. Hvað ætlaði Sjálfstæðis- flokkurinn sér að gera í þeim efnum, ef hann hefði náð völd- um. Það er skjallega sönnuð stað- reynd, enda ómótmælt enn, að heildartekjur rikisins í beinum sköttum og tollum hafa ekki farið hækkandi í tíð stjómar Hermanns Jónassonar. Heildar- upphæð beinna skatta og tolla hefir þvert á móti fremur farið lækkandi*). Hitt er aftur á rnóti rétt, enda öllum kunnugt, að á einstökum liðum hafa orð- ið alimiklar breytingar. Sumir liafa hækkað, en aðrir hafa lækkað, en niðurstaða þessara bækkana og lækkana, eins og áður er sagt sú, að heildarupp- hæðin er rétt að segja sú sama og áður. ’) Jafnframt hafa þó tekjur af verzlunarfyrirtækjum ríkisins hækkað dálítið, en það er skatta álagningum vitanlega óviðkom- andi. Verzlunargróðann grelða menn nú til almenningsþarfa á sama hátt og áður tll kaupmanua, Lækkanir þær, sem orðið hafa eru að sumu leyti vegna minnkunar viðskiptanna við út- lönd og að sumu leyti vegna breytinga á skattalöggjöfinni. Vegna hinna óhjákvæmilegu innflutningshafta, hefir það er- lenda vörumagn, sem aðflutn- ingsgjald er greitt af, minnkað stórkostlega. Útflutningsgjald sjávarafurða hefir líka minnkað nokkuð vegna rýrnandi sölu þeirra á erl. markaði. í sömu átt verkar svo það, að með lög- um hefir verið afnuminn geng- isviðauki á kaffi og sykri og út- flutningsgjald á landbúnaðaraf- urðum, en útflutningsgjald af síld .lækkað úr 1 kr. pr. tunnu niður í iy2% af andvirði síldar- innar. Þessum lækltunum, sem eins og fram var tekið, ýmist eru vegna minnkandi utanríkis- verzlunar eða af því að löggjaf- inn hefir talið þær réttlátar, hefir svo verið mætt með 'til- svarandi hækkunum, sem á- kveðnar hafa verið með nýjum lögum eða lagabreytingum. Og þetta hefir verið gert á þann hátt. 1. Að shækka, skatt ó háum tekjum og stóreignum. 2. Að hækka aðflutnings- gjald á þeim vörum erlendum, sem ekki verða taldar til brýn- ustu nauðsynja. Þessi aðferð til tekjuöflunar, er í samræmi við margyfirlýsta stefnu Framsóknarflokksins. Og þó að flokkurinn sé yfir- leitt mótfallinn tollahækkun nema á beinum óþarfa, þarf engan að undra það, þó að hið litla innflutningsmagn, sem nú er, þurfi að bera eitthvað hlut- fallslega hærra innflutnings- gjald en hið mikla innflutnings- magn, sem áður var. Ef ríkið þarf á jafnmiklu innflutnings- gjaldi að halda samtals og áð- ur, hlýtur að koma meira á ein- stakar vörueiningar. Hitt er það, að ef beinir skattar hefðu ekki verið hækk- aðir fyrst og fremst, þá hefði hækkun aðflutningsgjaldanna orðið að vera meiri. Og stefna Framsóknarflokksins í þeim málum kemur líka greinilega fram í því, hvernig hækkuninni er skipt milli hinna einstöku tegunda af erlendum vörum. Morgunblaðið hefir birt all- langan lista yfir vaming, sem tollur hafi hækkað á, og ætlar raönnum að skilja samanburð- inn á þá leið, að öll sú hækk- un, sem tilgreind er, hafi átt sér stað í tíð núverandi stjóm- ar. En því fer fjarri að svo sé. Annarsvegar eru tekin dæmi frá árinu 1926 og hinsvegar frá árinu 19S6. En á þeim tíma hafa fimm ráðuneyti verið við völd í landinu, þar á meðal stjórn Jóns heitins Þorláksson- ar og samsteypuráðuneyti það, er Magnús Guðmundsson sat í og sjálfstæðisflokkurinn bar ábyrgð á. Og við nánari aðgæzlu kem- ur það í ljós, að í nál. 60 tilfell- um af þeim, sem Mbl. tilgreinir, hefir tollhækkunin átt sér stað að einhverju leyti — áður en núverandi stjórn kom til valda. Sem eitt af þeim 60 dæmum má nefna það, að samsteypu- stjórnin, sem M. G. sat í tók upp verðtollinn á skófatnað. En nú segir Mbl., að þetta sé „nýr tollur“. Svona er ráð- vendnin í þessari upptalningu! Það kemur vitanlega ekki til mála að elta að öðru leyti hina löngu smámunaupptalningu Mbl. Engum sæmilega greind- um lesanda dettur í hug, að slík upptalning sé gerð í þeim til- gangi að gefa rétta og sanna mynd af því, hvemig álagning aðflutningsgjaldanna hafi breytzt í aðaldráttum. Það skiptir ekki neinu höfuð- máli fyrir almenning, þó að Mbl. skýri frá því, að tollur hafi breyzt á nálhúsum, skó- hornum, fingurbjörgum, saum- nálum, silkimillipilsum, hámet- um og hestaklórum — svo að gripið sé niður í upptalningu Mbl.! Það eru vörutegundimar, sem almenningur þarf að verja mes'tu fé til að kaupa, sem hér skipta höfuðmáli. I stað sparðatínings Mbl. sem birtur er í blekkingaskyni eíngöngu, skal því vikið að á- lagning innflutningsgjalds á þær vörur, sem nauðsynlegastar eru og þá annarsvegar miðað við árið 1933, en hinsyegar ár- ið 1936 Hér fer á eftir skrá yfir helztu erlendar vörur, sem eng- in tollhækkun hefir orðið á: 1. Landbúnaðárvörur: Tilbúinn áburðúr Landbúnaðarvélar * ) Jarðyrkjuáhöld*) Gii'ðingaefni(annað en staurar) Kjöttunnur og efni í þær Smjörumbúðir úr pappír (Skepnufóður hækkaði um 2% af innkaupsverði, en þar er ekki gert ráð fyrir verulegum inn- flutningi). 2. Útgerðarvörur: Kol Salt Olía Veiðarfæri Mótorvélar og hlutar úr þeim *) Hór mætti auövitað , gora geysilega upptalningu á -vélum. vélahlutum og verkíærum, á *amn hátt og Mbl. gerirl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.