Tíminn - 18.11.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.11.1936, Blaðsíða 1
09 innljeisnia §>afitas»tt. IÖ eíml 2353 -- póatb^if 361 ©jaíbbagi b laSsin* er ) )Aní Átgattgurlnn foatat 7 ft. XX ár. Reykjavík, 18. nóv. 1936. 48. bha. Borgfirska fjárpestin o sókn he Bíkisstjórain heflr lagt fram peninga ¦¦ en þarf ekki að fá erlendan Yísinda- mann til að veita verkinu forstöðu? Eitt hastarlegasta áfall, sem komið hefir fyrir íslenzka bændur um langa hríð, er hin skæða fjárpest, er gengið hef- Jr í Borgarfirði undanfarið, og stórkostlegastan usla ger'ói í Deildartungu í Reykholtsda; i fyrra. Hefir vágestur þessi enn herjað þar í héraði nú í haust, svo að á einum bæ er nú dautt um 200 f jár. Og enn sem kom- ið er, eru afleiðingar veikinn- ar ófyrirsjáanlegar. Nú í haust hefir hún gosið upp í báðum Kúnavatnssýslum, og ekki grunlaust um, að hennar hafi orðið vart í Skagafirði. Bændastéttin á hér mikið í liúfi, ef ekki tekst að hefta útbreiðslu veikinnar. Því var það, að Framsóknarflokkurinn beitti sér fyrir því á þingi sl. vetur, að samþykkt yrði 10 þús. kr. ný fjárveiting til að rannsaka veikina, reyna að finna orsök hennar og ráð til að stemma stigu fyrir henni. Nálægt miðju síðastl. sumri ritaði svo Hermann Jónasson landbúnaðarráðherra Níelsi Dungal prófessor bréf, þar sem lagt var fyrir hann að hefja rannsóknina. Varð þá og að ráði, að Ásgeir Einarsson dýra- læknir og Guðmundur Gíslason læknir ynnu ásamt honum að þessu starfi. Því miður drógst það lengur en æsklegt hefði verið, að Dungal yrði við fyrirmælum ráðherra. En nú hefir verið að þessu unnið um alllangan tíma af áðurnefndum mönnum. Nú alveg nýlega hef- ir svo rannsóknarstofa há- skólans sent blöðum og út- varpi nokkrar leiðbeiningar til bænda ásamt stuttri tilkynn- ingu um árangur rannsóknar- innar. Telur Tíminn sjálfsagfc, að kynna þetta þegar í stað öll- um bændum landsins, ef verða mætti einhverjum til nota. Hér fer á eftir áðurnefnd Tílkynníng til bænda Srá Rannsóknarstofu Háskólans 16. nóv. 1936. Vegna sauðfjárveiki þeirrar. sem nú gengur í Borgarf jarðar- sýslu, Mýrasýslu og Austur- cg Vestur-Húnavatnssýslu vill Rannsóknarstofa Háskólans gefa bændum eftirfarandi leið- beiningar: Sjúkdómurinn er illkynjuð veiki, fólgin í því að ofvöxtur kemur í slímhúð lungnapíp- anna, sem vex inn í lungna- blöðrurnar, þekur þær og fyll- ir, svo að öndunaryfírborð lungnanna minnkar. Þetta er einskonar æxlisvöxtur, sem breiðist smámsaman yfir stóra hluta af lungunum, svo að kindin verður mæðin og þolir illa hverskonar áreynslu. Sjúk- dómseinkennin eru eingöngu bundin við lungun, en bana- mein sýktra kinda verður oft lungnapest eða bráðapest, vegna þess hve mótstöðulítið féð verður fyrir þessum sjúk- dómum, þegar veikin er í því. Enginn sýkill hefir fundizt, sem talizt gæti orsök þessa sjúkdóms og sennilegt að hann stafi ekki af völdum neinnar bakteríu. Þrátt fyrir það er mögulegt, að veikin smiti frá einni kind til annara og meðan sjúkdómsorsökin er óþekkt og veikin breiðisi út, verður að gera ráð fyrir að veikin se" smitandi. Vegna hins gífurlega tjóns, sem þessari lungnaveiki fylgir, er því sjálfsagt, að hafa smit- unarmöguleikana fyrir augum cg gæta allrar varúðar til að forðast frekari útbreiðslu veik- innar. 1 því sambandi skal sér- staklega bent á eftirfarandi varúðarreglur: 1. Sýktar sýslur teljast Mýrasýsla, Borgarfjarðarsýsla, VestUr- og Austur-Húnavatns- sýsla. Þott ekki sé fengin vissa fyrir að veikin sé komin í Skagafjarðarsýslu, er ekki grunlaust um að svo sé, og er því vissara að telja hana sýkta unz annað sannast. 2. XSr þessum sýktu sýslum Ekyldi enginn kaupa kind né taka í fðður og yfirleitt að forðast allan flutning á fé úr hinum sýktu byggðarlögum til annara héraða. 8. Enginn skyldi láta fé úr öðrum byggðarlögum í fóður í hinum sýktu sýslum. 4. I sýktu sýslunum ættu menn að forðast að svo miklu leyti sem unt er, að láta féð ganga saman við fé af öðrum bæjum, og hver bóndi ætti að gæta þess að halda sínu fé ein- angruðu. Ef kind sleppur dr heilbrigðri hjörð í sýkta, er sjálfsagt að slátra henni strax. 5. A þeim bæjum, þar sem veikin hefir gert vart við sig, ættu menn, svo framarlega, sem þess er kostur, að ná í dýra- lækni til að fá úrskurð hans um, hvort um lungnapest sé að ræða eða þessa nýju veiki. Þar sem ekki næst til dýralæknis, geta menn sent vafasöm lungu til Rannsóknarstofu Háskólans til að fá úr því skorið, hver sjúkdómurinn sé. Yfirleitt má segja, að það sé gildandi regla, að féð er áberandi mæðið vik- um og mánuðum saraan áður en það drepst úr þessari nýju lungnaveiki, en ef um lungna- pest er að ræða, sýkist heil- brigt f é snögglega og er dautt eftir fáeina daga, einkum eldra féð. 6. Nú er það fullsannað, að þessi nýja veiki sé komin upp á bæ. Er þá ráðlegast að slátra öllu því fé, sem greinilega mæöi sér á, en bólusetja allt annað fé á bænum með nýju bóluefni, sem Rannsóknarst. Háskólans hefir búið út til vernar þess- ari veiki, en það er saman- blandað lungna- og bráðapest- arbóluefni, sem varnar því, að , féð hrynji niður úr þessum j sjúkdómum, sbr. það sem að j framan er sagt. 7. Þess er óskað að hver bóndi tilkynni Rannsóknarst. Háskólans jafnskjótt og hann verður þess vís, að veikin sé komin upp hjá honum. 8. Allir bændur, bæði á sýkt- um svæðum og ósýktum, ættu að forðast að gefa fé töðu af túni, sem sauðatað hefir verið borið á, því að mögulegt er að þessi veiki stafi af lungnaorm- um. Sömuleiðis ættu menn að varast eftir megm' að gefa fé úthey sem heyjað hefir verið af svæðum, sem f é hef ir gengið mikið á, því að búast má við miklu af ormalirfum í því heyi. Lirfurnar drepast smámsaman í heyjunum, svo að minnst er af þeim í fyrndum heyjum og er því ráðlegra að gefa þau fyrst, ef grunur er um ormalirf- ur í heyinu. 9. Þar sem umrædd lungna- veiki er komin í féð, skyldu menn varast hverskonar barka- spýtingar og sömuleiðis að bræla féð inni með tjöru eða öðrum efnum þ,ví reynslan hefir sýnt að fénu hættir til' að hrynja niður eftir slíkar að- gerðir. Eins og sjá má af þessu er orsök veikinnar enn ófundin. Rannsóknarstofan telur sig enn ekki geta um það sagt, með vissu, hvort veikin stafi af sýklum eða hvort hún sé smitandi, en telur þó a. m. k. ekki ósennilegt, að um smítun sé að ræða. Hjá Vestfirðingum eru nú uppi ráðagerðir um, að setja vörð eða girðingu milli Gils- fjarðar og Bitrufjarðar og stöðva þannig samgöngu sauð- f jár milli Vestf jarða og annara héraða. Og hvarvetha er ugg- ur í bændum og það ekki ófyr- irsynju. Af hálfu hins opinbera má eínskis láta ófreistað til að reyna að sigrast á plágu þess- ari. Og fullkomin ástæða er til að íhuga þá leið, hvort ekki þarf að fá erlendan sérfræðing til að standa fyrir rannsóknunum, mann sem gæti gefið sig allan við þessu þýðingarmikla verki og hefði til brunns að bera fullkomnustu vísindalega þekk- ingu á þessu sviði. A víðavangi „Gaman ér að börnunum!" „Barnasíðan" hefir nú verið tekin upp aftur í Mbl. í vikunni sem leið. En á þessari „síðu-' hefir stundum áður birzt ým- islegt, sem reynsla Valtýs Stef- ánssonar, þó við lítinn orðstír sé, hefir kennt honum að . prenta ekki annarsstaðar. Á ! „barnasíðunni" voru helztu ; samvinnufrömuðir landsins eitt sinn kallaðir „árásarglæpa- memi" og þar kom líka í sum- ar játningin um það, að meiri- líluti þjóðarinnar væri farinn að trúa því, að Sjálfstæðis- fiokkurinn væri „ofbeldisflokk- ur". Að þessu sinni birta for- maður sambands ungra íhalds- manna og formaður Heimdallar plagg nokkurt með yfirskrift- inni: „Verkefni og viðhorf ungra Sjélfstæðismanna". Þetta er heldur ómerkilegur samsetningur, mengaður Kveld- úlfsgrobbi og venjulegum Mbl.- dylgjum, sem ekki er orðum eyðandi um. En Tíminn vill vekja athygli á einu at- riði, sem þarna stendur. Þar segir m. a. svo: , „Ungir Sjáifstæðísmenn vilja glæða föðurlandsást allrar aí- þýðu, þannig að menn geri meiri kröfur til sjálfra sín en ríkissjóðsins". Þetta eru f alleg orð — og á- nægjuleg fyrir ríkissjóðinn! En ætli piltarnir á „barnasíð- unni" hafi athugað það, hvern- ig fulltrúar „Sjálfstæðisflokks- ins" á Alþingi hafa framkvæmt þessa fögru skyldu, að gera „meiri kröfur til sjálfra sín en ríkissjóðsins" ? Hvað segja staðreyndirnar? En hafi þeir ekki athugað þetta, þá er hægt að fræða þá um það? Sjálfstæðismennirnir á Al- þingi hafa a. m. k. núna í tvö ár verið algerlega á móti því að láta gera nokkrar „kröfur til sjálfra sín". Þeir hafa verið á móti öllum nýjum tekjustofn- um handa ríkissjóði, hversu nauðsynlegt, sem verið hefir að afla honum fjár. En á sama tíma hafa „Sjálf- stæðismennirnir" á Alþingi gert ákaflega miklar kröfur til ríkissjóðsins. Þessar kröfur nema milljónum króna, sem þeir hafa viljað fá til nýrra útgjalda, margra auðvitað þarfra, en sumra a. m. k. umdeilanlegra, eins og t. d. þeg- ar þeir vildu að ríkissjóður færi að leggja fram stórfé til að hjálpa Kveldúlfi til að fá eftir- gjöf á skuldum. Það skyldi nú ekki vera, að piltarnir hafi mismælt sig og að þeir hafi ætlað að hvetja menn til að gera meiri kröfur til ríkissjóðsins en sjálfra sín! Það væri í betra samræmi við verk íhaldsins a Alþingi. „Þetta eða fasismann". Svo nefnist bæklingur, sem miðstjórn Alþýðuflokksins h«f- Páll Zophóníasson búfjárræktar- ráðunautur og alþingismaður fyrir Norður-Múlasýslu er fimmtugur í dag. Hann er fæddur í Viðvík í Skagafirði 18. nóv. 1886, sonur hjónanna Jóhönnu Jónsdóttur og sr. Zophoníasar Halldórssonar prófasts í Viðvík. Sextán ára gamall fór hann til náms í Hólaskóla, og varð, að námi loknu starfsmaður hjá Ræktunarfélagi Norðurlands. Hann lauk prófi við Landbúnaðarhá skólann í Kaupmannahöfn árið 1909, og var síðan kennari við Hvanneyrarskóla í 12 ár. Jafn- framt rak hann búskap á Kletti í Reykholtsdal é árunum 1914—20. Arið 1920 tók Páll við stjóra bændaskólans á Hólum, og var þar skólastjóri til 1928. Rak hann einnig um hríð skólabúið jafn- framt. En áriö 1928 varð hann íáðunautur í búfjérrækt hjá Bún- eðarfélagi fslands og hefir verið það síðan. Um tima var hann rlt- atjóri búnaðarritsins Freys og átti einnig sæti i jarðamatsnefndinni. Sumarið 1934 var Páll kosinn & þing fyrir Framsóknarflokkinn í Norður-Múlasýslu. Á þingi heíir hann einkum látið landbúnaðar- málin til sín taka og att sæti í landhúnaðarnefnd neðri deildar. Hann hefir étt meiri og minni þátt i allri landbúnaðarlöggjöf, sem sett hefir verið á þrem sið- ustu þingum og er nú, eins og kunnugt er, formaður nefndar þeirrar, er fer með framkvæmd kjötlaganna. Hefir hann leyst þetta vandasama starf af hendi með miklum dugnaði og sam- vizkusemi, eins og honum er lagiö. Dugnaði Páls Zonhóníassonar og ósérhlífni við störf er viðbrugðið, enda hefir honum verið margur vandi falinn. Fjölbreytt þekking og hið óvenjulega góða minni koma honum þar i góðar þarfir. Enginn maður er eins kunnugur í sveitum landsins og hann, enda lsitar fjöldi bænda til hans til að reka vandasöm erindi hér í höfuð- staðnum. Og Jafnan er Páll boðinn og búinn til að inna þvílíka greiða af hendi, þó að stöðugt sé hann störfum hlaðinn. Og Norð- mýlingar haía áreiðanlega orðið þess varir, að þeir eiga þar hauk í horni, sem hann er. Enda nýtur Páll mikilla vinsælda hjá bænda- stétt landsins. Páll Zophóniasson er prúðmenni í framkomu og skapstillingarmað- ur meiri en. títt er um þá, sem standa í fremstu röð hinnar opin- beru baráttu. ir gefið út og lét útbýta meðal fulltrúa á Alþýðusambands- þinginu. Segir á titilblaði, að í kveri þessu felist „stefna Al- þýðuflokksins í atvinnumálura síðustu tvö ár — og tvö þau næstu". Fyrsti hluti þessa bæklings fjallar aðallega um atvinnulífið Framh. á 4. síðu. Uian úv heimi Enskur biskup um Spánarstyrjöldina. 1 umræðunum um borgara- styrjöldina á Spáni hafa ýmsir af kirkjunnar mönnum látið það álit í ljósi, að þeir fylgdu frekar uppreisnarmönnum að niálum, því Madridstjórnin væri kristindómnum fjandsamleg. Biskupinn af Winchester í Eng- landi hefir þó látið aðra skoð- un uppi. Hann hefir á einum sóknarfundi nýlega látið m. a. þessi orð f alla: „Ég get ómögu- lega kallað þá menn kristna, sem nota muhamedska morð- varga til að drepa sína eigin landsmenn, og láta drepa varnarlausa fanga fyrir það- eitt, að þeir hafa hlýtt skipun- um hinnar löglegu stjórnar". Seinasti „ijandmaður Amexiku nr. 1" heitir Maurice Denning og er 28 ára gamall. Hann byrjaði glæpaferil sinn sem smyglari, en höfuðssakirnar gegn hohum eru fimm bankarán, sem hann hefir framið til og frá í Banda- ríkjunum. Mesti ransfengurinn, sem hann hefir fengið í þeim, er 10 þús. dollarar. Kunnasta verk Dennings og sem gaf honum hið fræga nafn, er það, þegar hann brauzt inn í vopnabirgðir ríkishersins f Windorn í Minnesota og stal heilmiklu af hergögnum. Þa8 var sumarið 1984. Denning Jiefir enn ekki a samvizkunni jafn stór glæpa- verk og fyrri „fjandmenn Am-" eríku" eins og t.d. Al Capone og Dillinger. En hann þykir fulL komlega jafnoki þeirra í hygg- mdum og dirfsku. Lýsing hans er þannig: Hæð 170 cm., þyngd 65 kg„ blá augu, ljósjarpt hár, rauðleitur skegghíungur. Thalmann saklaus, en fær æfilanga fanga- vist. Samkv. áreiðanlegum heim- ildum, sem sænsk blöð telja sig hafa frá Þýzkalandi, hefir stjórnin þar ákveðið að komm- únistaforinginn Thalmann skuli vera hafður æfilangt í fanga- búðum. Malsóknin, sem hefir verið boðuð gegn honum í mörg undanfarin ár, verður lát- in falla niður. Ástæðan til þess er talin sú, að ítrekaðar til- raunir hinna fundvísustu mál- flutningsmanna nazista til að finna eitthvað saknæmt gegn honum, hafa ekki borið neinn árangur. Dýrt þekkingarleysi! Nýlega var katólski prestur- inn í Pirmasens í Rhenpfaiz dæmdur í 200 marka sekt eða 20 daga f angelsi, ef sektin yrði ekki greidd. Orsökin var sú, að hann hafði ekki flaggað á fæð- ingardegi Hitlers og það upp- lýstist í réttarhöldunum, sem urðu út af því, að hvorki hann, systurdóttir hans, orgelleikar- inn eða umsjónarmaður kirkj- unnar, vissu neitt um það hve- nær Hitler »tti afmwli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.