Tíminn - 18.11.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.11.1936, Blaðsíða 4
188 TlMINtt Á víðavangi Framh. af 1. síðu. við sjóinn síðustu tvö árin, sölu | sjávarafurða, upphæð greiddra j vinnulauna o. s. frv. Þá kemur | annar kafli, sem er mestmegnis ádeila á Kommúnistaflokkinn cg röksemdir gegn svokallaðri „samfylkingu“. Að lokum er svo einskonar pólitísk trúar- játning á krepputímum, þar sem gerð er grein fyrir því hlutverki, sem jafnaðarmenn telji sig hafa í „borgaralegu“ þjóðfélagi. Bæklingur þessi er á margan hátt vel og skynsamlega skrif- aður og ólíkur því yfirborðs- rausi, sem Alþýðuflokkurinn því miður stundum ber á borð. Sem sýnishorn þess, sem í bæklingnum stendur, er ástæða til að benda á það, sem sagt er á bls. 22 um aukningu atvinn- unnar í landinu. Þar segir svo: „Fyrirkomulag slíks atvinnu- reksturs að öllu leyti, hvort hann er rekinn á samkeppnis- eða samvinnugrundvelli, eign einstaklinga eða félaga, skiptir á þessu stigi miklu minna máli. — Þörfin fyrir atvinnu- aukningu í þjóðfélaginu er svo rík, að slíkar skipulagsbreyting- ar (þjóðnýting í stað einka- reksturs) verður að bíða betri tíma*), nema þá aðeins, að þær séu óhjákvæmilegar, til þess að koma atvinnu- og framleiðslu- aukningu fram“. Þessi ummaalí sýna það glöggt, að hugsandi mönnum í Alþýðuflokknum er það ljóst, að hér þýðir ekki fremur en annarsstaðar á Norðurlöndum að ætla sér að fara fram á al- mennan ríkisrekstur atvinnu- í'yrii'tækja. Hvað sýna þessi ummæli? Þessi ummæli sýna það þá líka, að í raun og veru dett- ur miðstjórn Alþýðuflokks- i)is ekki í hug að ríkisútgerð togara verði samþykkt á Al- þingi, og álítur að það skipti ííka „miklu minna máli“ en atvinnuaukningin sjálf. ') Auðkennt hér. Er ekki ur vegi, að menn hafi þetta í huga, þegar þeir lesa skrif Mbl. um það, að Al- þýðuflokkurinn sé að taka upp stefnuskrá kommúnista! Hinsvegar slær dálítið út í fyrir höf. í lok bæklingsins. Er þar' aftur kominn gamli gort- aratónninn, um að Alþ.fl. ætli að „knýja“ eitt og annað fram, og heiti afarkostum ella! Þessi mikilmennska er vel á vegi með að gera flokkinn að athlægi, og tæplega er henni bót mælandi, þó að hér eigi í hlut minnsti socialistaflokkur- inn á Norðurlöndum. En væntanlega lærist mönn- um það, að svona bamalæti eru heldur til leiðinda bæði fyrir Alþýðuflokkinn sjálfan og alla „vinstri" samvinnu í landinu — en engum til gagns. Fólk í tötrum Fjórar bækur, eftir Halldór Kiljan Laxnes. X. Fyrsta konan í „Sjálfstætt fólk" or Rósa frá Niðurkoti, gift Bjarti laudnema í Sumarhúsum. þórður pi' fátækur smábóndi, sem hefir átt mörg böm, komið þeim á legg og misst þau út i veröldina. þórð- ur er hinn hógláti, kröfulausi bóndi, sívinnandi, sparsamur, skilvís og fámáll, en rneð dulda, hlýja tilfinningasemi. Draumsjón hans er að korna upp myllu við bæjarlækinn, en áður en sú fram- kvaémd er fram komin er mélið frá stóru myilunum búið að taka burtu hans tækifæri. Rósa fer sem unglingur til hreppstjórans í vist. Húsmóðir hennar er kven- skörungur, vel mennt, stjórnkæn og heldui- sniðugar ræður. Ing- ólfur sonur þeirra hjóna er í ást- um við Rósu, en þegar hin fram- sýna hreppstjórafrú veit um það, lætur hún mann sinn selja Bjarti vinnumanni eyðijörð, sem honum heíir lengi ieikið hugur á og knýr Rósu tii að giftast honum. Rósa líkist föður sínurn, dullynd og drenglynd, en fædd til að líða fyr- ir syndir annara. Lesandinn fylgir Rósu í leiðinlegt. brúðkaup og með brúðgumanum upp á heiðarbýlið. Bjartur teyrair undir henni og gengur sjálfur, því að hestaeignin er lítil og landneminn vill ekkl taka að láni. Við dys á íjallgarð- inum vill Rósa fara af baki, íylgja þjóðtninni og kasta steini í grjót- hauginn. En Bjartur er harður hús- bóndi og synjar konu sinni um þessa fyrstu útlátalausu ósk. Rósa særist af þessu harðlyndi eins djúpt og unnt er. Hún ann Ing- ólfi, hún gSngur með barn hans. Bjartur er henni óviðkomandi. Á heiðarbýlinu er hún eins og stúlka úr byggðinni, sem tröllin hafa rænt. páttur Rósu i heiðarbýlinu er sorglegur en ógleymanlegur. Hún er bœði andlega og líkamlega fangi á sínu eigin heimili. Fátæktin cr mikil. Til viðurværis helzt tros, vatnsgrautur og kaffi. Engin mjólk smjör eða kjöt. Sjaldan hefir nauð- syn bætiefnanna verið jafn átak- anlega lýst og í þessari bók, ekki sízt baráttu hinnar fátæku, hungr- uðu móður, sem liður hæði fyrir sig og barníð. Bjartur er stálhraust- hugðnæmasti þáttur í bókinni. I útlegð sinni og einstæðingsskap hefir R.ósa hugsað til þessarar stundar með gleði, þegar faðir hennar kæmi um haustið. Kveðj- ur þeirra og innileiki sannfærir Bjart um hve mikils hann hefir misst. Hann er giftur Rósu, en sál hennar er himinvítt frá honum. Giftingin hefir ekkert gefið honum nema fánýtan, lagalegan rétt. — Bjartur fer með í göngumar, en Rósa er ein eftir í bænum, hún biður föður sinn að leyfa sér að hafa hund hans eftir sem félaga, því að hún er hrædd að vera ein í bænum. því miður getur þórður elcki gert þetta. Rósa er svo ein- mana, að sá eini maður, sem hún biður um fóm, getur ekki heyrt bæn hennar. Skömmu síðar elur hún barn Ingólfs. Hún er ein í bænum og deyr. Framhald. J. J. ur og kennir sér einkis meins í hinni hörðu lífsbaráttu. Hann hef- ir unnið sinn sigur, hann er frjéls, á sína jörð, sitt bú, sína konu og sitt heimili. Um sumarið kemur unga fólkið í skemmtiíerð upp á heiðina og kemur við i Sumar- húsum. Forvitni gestanna er vel iýsfc, þeg-ar þedr verðieggja hið íátæklega nýbýli. Ingólfur er með i veiðiförinni með byssu og stöng. Ilann veiðir silung og drepur and- ir um daginn á vatninu og á iækj- um í mýrinni neðan við lieiðar- býlið. Rósa feiur sig í hreysi sínu, en Bjartur skilur ekki sorgir bennar og kippir henni miskunn- arlaust fram f augsýn gestanna. Annars er hún ein heima í bæn- um um daginn. Hún heyrir skot- hvellina, þegar Ingólfur drepur fugiana. Hún kippist við þegar iivellur heyrist Hún finnur að fuglarnir sem láta líf sitt fyrir þessum veiðimanni eru þjáninga- bræður hennar. —- Nokkru síðar á móðir Jngólfs ferð um dalinn og kemur að Sumarhúsum. Húri ger- ir sér títt um Rósu og hag hennar. Hún fer höndum um hina ungu húsfreyju eins og kænn njósnar- maður. Hin kæna, reynda kona vill sannfærast um hvemlg hún hafi iy.ldið á spilum sinum. Rósa slít- ur sig af henni eins og helsært dýr, sem flýr veiðimanninn. Uni göiigur kemur faðir herumr, þórður í Niðui'koti, til Rósu um leið og hann fer á fjall. Lýsingin ú þeim fundi feðginanna er einn Fusdsr í Vestur- ísafjarðarsýslu Að tilhlutun miðstjórnar Fram- sóknarflokksins, hafa nú nýskeö verið haldnir fjórir fundir með stuðningsmönnum flokksins í Vest- ur-ísafjarðarsýslu. Voru fundimir ú Núpi í Dýrafirði, þingeyri, Suð- ureyri í Súgandafirði og þórustöð- um í Önundarfirði. Páll Zophóníasson alþm. mætti á fundum þessum fyrir hðnd miðstjórnarinnar. Fundirnir voru mjög vel sóttir. A Núpi mættu t. d. um 80 manns. þau þrjú Framsóknarfélög, er fyrir voru í sýslunni, hafa nú tek- ið upp starfsemi sina með fullum krafti, og fjórða félagið er ný- stofnað. Millibilsástand það, er verið hef- ir í sýslunni, er nú á enda. Og á- Imginn fyrir eflingu Framsóknar- flokksins og málefnum hans, er mikill og vaxandi. Dvöl er einhver ódýrasta bók, sem nú er prent uð, aðeins i V* eyrir bls., stórt brot, þétt lesmál. Efnið er einkum stuttar úrvalssögur.eftir beztu skáld heimsins, — en einnig fjölda margt annað fróðlegt og skemmtilegt. Margir af ritfærustu mönnum þjóð- arinnar skrifa og þýða í Dvöl. Þeir, sem hafa ánægju af aði eiga góðar bækur, hafa einhver ráð með að láta ekk Dvöl vanta í bókaskápinn sinn. P. W. Jacobsen & Son Timburverzlun Símn.: Granfuru. Stofnað 1824 Carl Lundsgade. — Köbenhavn Afgr. frá Kaupmannahöfn bæði stórar og litlar pantanir og skipsfarma frá Svíþjóð. Sís og umboðssalar annastpantanir Eik og efni í þilfar til skipa HAVHEM0LLEN Kauptnannahöfn nuribr m*5 sinn alviðarkazmda EÖSMIÖLI 06 HTIIII Meiri vörugæði ófáanleg S.I.S. skíptir eingöngu við okkur. um frá aðþrengdu atvinnulífi. Fyrirrennari hans, Ásgeir Ás- geirsson, hafði haft erfiða að- stöðu. Að nafni til hafði hann stuðning nálega alls Alþingis. í raun og veru hafði hann c-inlcis stuðning. Menn vissu, að hans eina áhugamál var að fá að heita ráðherra sem allra flesta daga. En fyrir slíka ráð- lierra gera þingin ekki mikið'. Ásgeir Ásgeirsson fékk ekki íhaldíð til að styðja sig við naúðsynleg tekjuaukafrumvörp. Og þó að hann mælti á móti út- gjöldum eða ábyrgðum, létu fiestir það sem vind um eyrun þjóta. Alla stjórnartíð hans vantaði landið fjármálahús- bónda. Hrossakaup um ábyrgð- ir og útgjöld til einstakra kjör- dæma, blómguðust eins og hita- beltisgróður. Verzlunarjöfnuð- urinn við útlönd fór stöðugt versnandi. Islenzka þjóðin sýnd- ist vera að falla eins og óskila- kind í hendur erlendra íésýslu- manna. Eysteinn Jónsson greip hér til nýrra úrræða, en raunar að- eins þeirra, sem hver góður bóndi eða laginn kaupfélags- stjóri beitir í starfi sínu. Þjóð- in varð að miða innkaup sín frá útlöndum við þá fram- leiðslu, sem hún gat selt erlend- is, að svo miklu leyti sem slíkt er sýnilegt fyrirfram. Þingið varð að leggja á skatta fyrir ú'tgjöldum er það samþykkti. Fjárlögin urðu að vera svo nákvæm áætlun um gjöldin, að sem allra minnst þurfti að greiða utan fjárlaga. Og að lokum þurfti að tak- inarka sem allra mest ríkis- ábyrgðir erlendis. Þær höfðu á tíma bræðingsstjórnarinnar gengið úr hófi fram, og voru í einu á góðri leið að gera landið hlægilegt og traus'tlaust erlend- is. — Nú kom hinum unga fjár- málaráðherra að haldi, að hann hafði frá starfi sínu í stjórnar- ráðinu, frá skattstjórastörfum í Reykjavík, afarljóst yfirlit um fjárhag landsmanna og ríkis- ins. Úrræði hans urðu föst og sterk af því að þau voru byggð á þekkingu og nákvæmri athug- un. Hann setti Skúla Guð- mundsson yfir gjaldeyrismálin og undir hans fös'tu og fram- sýnu stjórn hefir verzlunar- jöfnuðurinn stöðugt batnað, þrátt fyrir hið erfiða árferði. Iíann stöðvaði nálega til fulls ábyrgðir ríkissjóðs erlendis, unz afurðasalan batnaði svo að hægt væri að standa við ábyrgðir. Hann eyðilagði hrossakaupapólitíkina í þinginu, sem er annars jafngömul fjár- ráðum þess. Hann tók upp og fylgdi fast fram hinni ensku þingvenju að stjórnin réði út- gjöldum fjárlaganna. Hún bar ábyrgðina og hún varð þess- vegna að hafa stjórnarvaldið. Þessu takmarki varð ekki náð, nema að hver þingmaður í báð- um stjórnarflokkunum stæði fast með stjóminni um hvem einstakan lið fjárlaganna. Þetta tókst. Hlustendur útvarpsins heyrðu þau furðulegu tíðindi ár eftir ár, þegar skýrt var frá niðurstöðu fjárlaganna, að 25 hendur voru jafnan á lofti til sóknar og varnar, en andófs- flokkurinn tíðast sameinaður á móti. Stundum reyndu íhalds- rnenn að rjúfa fylkingu stjórn- arinnar með því að koma með útgjaldatillögur til hagsbóta fyrir kjördæmi stjómarsinna, en í ósamræmi við fyrirætlanir stjómarinnar og þingmeirihlut- ann. Eftir gömlu þingvenjunni hefðu þetta þótt góð tíðindi fyrir þm. úr hlutaðeigandi hér- aði. En nú þökkuðu þm. meiri- hlutans slík boð, og feldu fleygana með atkvæðum sínum. Úr eldri þingsögu vom slíkir atburðir sjaldgæfir nema þeg- ar Pétur Gauti feldi tillögu um fjárveitingu í Fnjóskárbrú, þvi að honum þótti meiri lands- nauðsyn um aðrar brýr á stærri vötn. Um ábyrgðarheim- ildir fór á sömu leið. Þær voru yfirleitt skomar niður, nema þar sem loforð höfðu áður stað- ið á eldri fjárlögum. Á þennan hátt hefir Eysteini Jónssyni tekizt að halda við batnandi afkomu ríkissjóðs, þrátt fyrir hinar miklu kröfur atvinnuveganna og þá dæma- lausu erfiðleika atvinnuveg- anna, sem leiða af því að landið hefir í bili tapað að mestu leyti elzta og bezta markaðinum fyr- ir stærstu útflutningsvöruna, saltfiskinn. EX, Það leiðir af líkum, að ekki muni hafa verið auðvelt verk að skapa þessar gætnu þing- venjur í fjármálunum eftir þá ringulreið, sem þriggja ára stjómleysi Ásgeirs Ásgeirsson- ar hafði sett á þau mál. Til að ná þessu takmarki urðu allir stuðningsmenn stjómarinnar, að vinna að því að gera fjárlög fyrir landið allt, fyrir þjóðar- heildina, en geyma til betri tíma kröfur um framlög, bæði til sinna kjördæma og annarra, sem ekki var unt að sinna í bili, nema setja jafnvægi fjár- laganna í hættu. íhaldsmenn undu allilla i fyrstu við þessi sterku tök á . fjármálunum. Þeir börðust móti nauðsynlegum tekjuauka , og fyrir stómm útgjöldum til . kjördæma sinna og ríkis- : ábyrgðum í viðbót. En smátt og j smátt breyttist þetta viðhorf i íhaldsmanna og tvö síðustu ár- j in hefir tæplega bólað á gagn- j rýni í blöðum íhaldsins út af því, að ranglega væri skipt á milli kjördæma. Andstæðingar stjómarinnar sáu svo að ekki ' varð á móti mælt, að fjármála- j stjórnin gætti vel hagsmuna j landsins, bæði inn á við og út á j við. Að handtök hennar voru í . einu föst, og byggð á réttlæti. X. Á þrítugsafmæli sínu hefir Eysteinn Jónsson margs að minnast þess, sem flestum mönnum þykir hugstætt fram eftir árum. Hann hefir á unga aldri fengið tækifæri til að þroska hæfileika sína í skóla starfs og athafna. Honum hefir verið veittur mikill trúnaðar og tekizt að fara vel með þá til- trú, er honum hefir verið sýnd. Iíann hefir orðið fjármálaráð- herra undir erfiðustu kringum- stæðum, sem gengið hafa yfir landið í marga mannsaldra. Honum hefir tekizt að koma á djúptækum endurbótum á fjármálameðferð ríkisins og að halda jafnvægi í fjárreiðum landsins, þrátt fyrir hinar erf- iðu ástæður. Og það, sem mestu skiptir er ekki árangur augnabliksins, heldur hitt, að núverandi ráðherra er að skapa algerlega nýjar og heilbrigðar venjur í fjármálastjóm lands- ins, sem munu komast á sem varanleg endurbót í félags- málalífi þjóðarinnar. Það hefir stundum orðið ung- um mönnum að gæfutjóni, er þeir hafa komizt skjótlega til mikilla mannaforráða, að þeir hafa ofmetnast og misst heilsu- samlegt jafnvægi. Sú hætta vofir ekki yfir hinum unga fjármálaráðherra. Hann er gæddm* mörgum góðum gáf- um. Hann hefir mikla athyglis- og yfirlitsgáfu. Honum er létt um að vinna og unun að vinna. Hann er áhrifamikill, en yfir- lætislaus ræðumaður, bæði á mannfundum og í útvarpi. Honum er létt um að skrifa þróttmikinn stíl. 1 meðferð mála leitar hann að kjaman- um, en hirðir ekki um hismið eða umbúðimar. 1 deilum er hann rökfimur og markviss, en mildur í annari umgengni. Hann á marga andstæðinga, en fáa óvini. En í ofanálag á þessa mörgu fremur sjaldgæfu eigin- leika hafa vöggudísir hans gef - ið honum alveg óvenjulega ' mikið af rólegri skapfestu og vfirlætisleysi, sem allir finna að er honum meðfætt, en ekki I ávanið. Margir, sem kynnast honum vita ekki glögg skil á hinum fágætu starfshæfileik- um, en laðast að manninum sjálfum sökum framkomu hans og kynningargáfu. Eysteinn Jónsson er einn af ; hinum mörgu sjálfmenntuðu j mönnum, sem samvinnuhreyf- : ingin íslenzka hefir mótað og j styrkt. Ef hann hefði fæðst í j þeim löndum, þar sem menn 1 sýna yfirburði sína í skipuleg- um hemaði fyrir frelsi lands síns myndi hann hafa orðið áhrifamikill herforingi. Hér á landi eru slíkir hæfileikar not- aðir til betri hluta. Og þeir, sem þekkja Eystein Jónsson bezt gera sér vonir um að hann eigi enn eftir mikinn hluta af löngu dagsverki við að endurskapa fjárhagslegt sjálf- stæði lands og þjóðar. J. J. Prentsm. Edda h.f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.