Tíminn - 09.12.1936, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.12.1936, Blaðsíða 1
09 tnnþeimta ,f)afncsroti. 16 ©im! 2353 -- rpó*s:>ólf ©61 ©faíbbagi blatelns cr I. j f, a i Átgonsurtnn fostar 7 tt. XX. ár. Reykjavík, 9. desember 1936 51. blað lokksþingið o Miðstjórn Framsóknarflokks- íns hefir á fundi 5. þ. m. tek- ið ákvörðun um að kalla saman flokksþing Framsóknarmanna i byrjun ársins 1937. Á flokks- . þingið að hefjast 12. febr. næstkomandi og er gert ráð íyrir, að það verði a. m. k. 7— 8 daga að störfum. Þetta verð- ur fimmta þing flokksins. Fyrsta flokksþingið var háð á Þingvöllum sumarið 1919. Hin þrjú voru háð í Reykjavík árin 1931, 1933 og 1934. Með lögum um skipulag Framsóknarflokksins, er sam- þykkt voru á flokksþinginu 1933, var lagður fastur grund- völlur að starfi flokksins inn á við á fuilkomlega lýðræðisleg- um grundvelli. Meginhugsun þessa skipulags er sú, að búa þannig um, að sérhver flokks- maður, hvar sem hann er á landinu, hafi aðstöðu til að eiga frumkvæði að málum innan flokksins og hafa áhrif á ákvarðanir flokksins bæði um vinnubrögðin inn á við og afstöðu hans út á við til þjóð- málanna. Flokkslögin gera ráð fyrir, að flokksmennirnir myndi með sér félög, eitt eða fleiri, í kjördæmi. Þessi félög kjósa fulltrúa á flokksþing alls landsins, sem skal háð eigi sjaldnar en fjórða hvert ár. Flokksþingið kýs miðstjórn flokksins, sem ásamt þing- mönnunum, fer með æðsta vald flokksins milli flokksþinga, og kemur fram í umboði flokksins. í miðstjórninni eiga venjulega sæti 25 menn, og skulu a. m. k. 10 af þeim vera búsettir utan Reykjavíkur. En á aðalfundi miðstjórnar einu sinni á ári oiga sæti 35 menn, þar af skulu a. m. k. 20 eiga búsetu utan Reykjavíkur, einn í hverju kjördæmi. Flokksmennirnir í hverju sveitakjördæmi eiga rétt til jafnmargra atkvæðisbærra full- trúa á flokksþingi og hreppar eru í kjördæminu, en um full- trúafjölda fyrir kaupstaðina gilda sérstakar reglur. Þar mið- ast fulltrúatalan við fjölmenni bæjarstjórnar á hverjum stað. Framsóknarmenn í Reykjavík mega t. d. hafa allt að 15 full- trúa, á Akureyri allt að 11 lulltrúa, o. s. frv. Auk þess eru svo í félögunum heima fyrir starfandi fulltrúa- ráð fyrir hin einstöku héröð, sem eiga kost 4 því að standa í stöðugu sambandi við mið- stjóm flokksins, bæði um hér- aðsmál og landsmál. Með þessu fyrirkomulagi hefir Framsóknarflokkurinn gert sér meir far um það en nokkur annar flokkur hér á landi að tryggja jafnrétti flokksmannanna til áhrifa á mál flokksins og þá um leið að hvetja þá til að taka virkan þátt í starfi flokksins á öllum tímum. Framsóknarmennirnir í landinu eiga að vera annað og meira en „atkvæði", sem eru á- hrifalaus nema við kjörborðið f jórða hvert ár. Þess vegna líta þeir á fulltrúa sína á Alþingi og annarsstaðar sem starfs- menn sína, en ekki húsbændur eins og tíðkast i sumum öðrum fiokkum, þar sem klíkur ein- ! ar eða einstakir menn ráða. Hin gífurlega aðsókn að fiokksþingunum hefir líka sýnt það glöggt að Framsóknar- mönnunum um allt land er það ljóst, hvílíka þýðingu flokks- þingin hafa. Á síðasta flokks- þingi, árið 1934, mættu nál. 190 fulltrúar með atkvæðis- rétti, auk f jölda annara flokks- rnanna, er þar voru viðstaddir sem gestir með málfrelsi og tillögurétti. Mikill hluti þess- ara manna voru þó bændur, sem illa eiga heimangengt og erfitt með fundarsókn langar leiðir. Um þær mundir var Framsóknarflokkurinn þó hvergi nærri svo sterkur og einhuga, sem hann nú er, því að hann hafði þá, auk venju- legra andstæðinga, átt við klofningsmenn að etja innan sinna eigin vébanda. Það gæti aldrei komið fyrir í Framsóknarflokknum, sem „Sjálfstæðisflokkurinn" varð fyrir í fyrravetur, þegar hann var nauðbeygður til að fresta „landsfundi" sínum vegna þess, hve aðsóknin var lítil utan af landinu. Þess vegna hefir líka blaðariturum andstæðinganna cftar en einu sinni runnið í skap við mennina með „mos- ann í skegginu"! Meðferð stærstu mála á flokksþingum Framsóknar- manna er yfirleitt hagað á þá leið, að um hvert mál eru hafðar tvær umræður. Við íyrri umræðu er flutt fram- söguræða og málinu vísað til nefndar, sem síðar skilar áliti, sem útbýtt er fjölrituðu með- ai flokksþingsmanna. Að lok- inni síðari umræðu fer svo fram atkvæðagreiðslan. Nefnd- ir flokksþingsins eru að jafn- aði mjög fjölmennar, 15—30 manna. Þannig skiptir flokks- þingið sér raunverulega svo að segja allt í nefndir, þannig að sem flestir fulltrúar geti tek- ið sem allra nánastan þátt í starfi þingsins. Kosning mið- f.tjórnarinnar fer að jafnaði fram undir lok flokksþingsins og er leynileg og skrifleg*). Flokksþingið hefir nú verið auglýst í blöðum flokksins og með tilkynningum í útvarpi. Ennfremur hefir það þegar verið boðað bréflega formönn- um allra flokksfélaganna. Það er boðað með svo löngum fyr- *) Venjulegt er að ljúka flokks- þinginu með sameiginlegu kynn- ingai'kvöldi íyrir fulltrúana og íiamherjana í Reykjavíkurbœ. — Ilefir þessj kveðjusamkoma verið haldin í stærstu saiarkynnum höfuðstaðarins, að Hótel Borg, hinu veglega stórhýsi, sem reist var með atbeina ríkis og bæjar, lil að taka á móti gestum lands- ins á 1000 ára hátið Alþingis ár- ið 1930. þess irvara, að alstaðar geti unnizt tími til að framkvæma nauð- synlegan ¦ undirbúning heima fyrir í héröðunum. M. a. þurfa ílokksfélögin að boða fundi til að kjósa fulltrúa á flokksþing- ið og ennfremur að ræða við- horf sitt til þeirra mála, sem fyrir þinginu hljóta að liggja eða félögin vilja fela fulltrú- um sínum að bera þar fram. Af miðstjórnarinnar hálfu eru tvær nefndir nú starfandi að undirbúningi flokksþingsins. Flokksþingsins bíða að þessu j sinni mörg og vandasöm verk- efni, þótt þau í þessari grein verði ekki talin í einstökum atriðum. Núgildandi stefnuskrá Fram- sóknarflokksins er frá árinu 1931, samþykkt af 2. flokks- þingi Framsóknarmanna. Þar er mörkuð hin almenna stefna flokksins í þjóðfélagsmálum. Þeirri stefnuskrá má eigi breyta nema á flokksþingi. En auk þessarar almennu stefnuskrár, hafa flokksþingin fyr og síðar tekið ákvarðanir um tímabundin vandamál eða tíægurmál þjóðarinnar á hverj- um tíma, eftir því sem þau hafa legið fyrir í hvert sinn. 1 „ávarpi til þjóðarinnar", sem samþykkt var á flokks- þinginu 1934, og opinberlega birt fyrir kosningarnar það ár, tók flokkurinn afstöðu til þeirra stórmála, er þá voru að- kallandi og biðu bráðrar lausnar. Þar má meðal annars nefna afurðasölumál landbún- aðarins og hina nýju stefnu í viðskiptunum við útlönd, sem miðaði að því að koma á greiðslujöfnuði milli íslendinga og annara þjóða. Þetta ,ávarp" flokksþingsins 1934 var síðar, af Framsóknarflokksins hálfu, lagt til grundvallar samningum þeim um myndun nýrrar rík- isstjórnar, er gerðir voru við Alþýðuflokkinn eftir að hin pólitísku samtök „Sjálfstæðis- manna" og liðhlaupanna úr Framsóknarflokknum höfðu beðið ósigur í kosningunum. Og á árunum 1934—1936 hef- ir málum þeim, er um var fjallað í „ávarpinu", flestum verið hrundið í framkvæmd af ráðuneyti Hermanns Jónasson- ar. — . En á þessum tíma hafa líka r*ý þjóðfélagsleg vandamál skapast eða fyrir rás viðburð- anna, orðið meir aðkallandi en áður. Sér í lagi má þar nefna ýms mál, er snerta framtíð at- vinuveganna í landinu og verndun hins íslenzka lýðræð- is gegn ofbeldishyggju þeirri, er bólað hefir á víða um heim á siðari árum og þá einnig hér á landi nú undanfarið. Af þessum ástæðum — vegna þess að flest hin eldvi dægurmál frá 1934 eru nú leyst löggjafarleiðina að meira eða minna leyti, en taka þarf aístöðu til annara nýrra í þeirra stað — taldi miðstjórn Framsóknarflokksins sér rétt og skylt að kalla saman flokks- þing nú £ vetur. Fimmta flokksþing Fram- sóknarmanna í febrúarmánuði næstkomanda mun ákveða af- stöðu flokksins til þessara mála á næsta Alþingi og þá um leið skilyrðin fyrir áfram- haldandi þátttöku Framsóknar- ílokksins í stjórn landsins. Tíminn er þess fullviss að flokksmennirnir munu nú sem fyr ekki láta sitt eftir liggja, þegar skyldan kallar á þá til að ráða fram úr. vandamálum þjóðarinnar á erfiðum tímum. Þá væri vel, ef hver einasta sveit landsins, þar sem Fram- sóknarflokkurinn hefir látið til sín taka, hefði tækifæri til að eiga sér fulltrúa á flokksþing- inu. Slíkt er ef til vill full- mikil bjartsýni. Því að svo undantekningarlaus þingsókn kostar vitanlega stórfelldar fórnir, þrátt fyrir þær ráð- stafanir, sem gerðar verða til áð létta dvölina í Reykjavík. En reynslan hefir sýnt það, að takast mun enn einu sinni að íæra höfuðstaðnum heim sann- inn um sterkan vilja og sam- •I akamátt hinna dreifðu byggða, þegar á reynir. Einmitt nú á þessum vetri á Framsóknarflokkurinn yfir að líta 20 ára farsæla þátttöku í löggjafarstarfi þessarar þjóðar. Velkomnir til flokksþing3 Framsóknarmenn, í minningu 'hins liðna og í trú á framtíð lands og þjóðar! 78 lireppabúnaðarfélög hafa skorað á Bf. í. að taka við framkvæmd jarðræktarlaganna Búnaðarfélag öxfirðinga í 'Norður-Þingeyjarsýslu hefir með 13 :4 atkvæðum samþ. eftirfarandi tillögu: „Fundurinn lýsir yfir því, að hann telur riýju jarðræktarlög- in í öllum aðalatriðum til bóta frá því, sem áður var. Jafn- framt vítir hann þá framkomu meirahluta Búnaðarþings aö neita að taka við framkvæmd laganna og telur sjálfsagt, að næsta Búnaðarþing taki þá á- kvörðun að Búnaðarfélagi Is- lands verði falin framkvæmd þeirra eins og þau nú eru". Búnaðarfélag Keldhverfinga, Norður-Þingeyjarsýslu hefir rneð 26 : 5 atkv. samþykkt svo- hljóðandi tiliögur: „1. Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir hinum nýju jarð- ræktarlögum og telur breyt- ingar í þeim frá fyrri lögum til stórra bóta, sérstaklega á- kvæðin um rýmkaðan kosninga- rétt, mismunandi jarðræktar- styrk og ákvæði 17. gr. 2. Fundurinn telur það mis- ráðið af síðasta Búnaðarþingi að neita því að Búnaðarfélag Framh. á 4. síðu. 5. flokksþing' Framsó tirmoiDiici Samkvæmt lögum um skipulag Framsóknarflokksins hefir miðstjóm flokksins á fundi þ. 5. desember ákveðið að kveðja saman flokksþing í Reykjavík föstudaginn 12. febrúar n. k. Sæti og atkvæðisrétt á flokksþinginu eiga samkvæmt 1. gr. ílokkslaganna, kjörnir fulltrúar flokksfélaganna, alþingismenn flokksins og miðstjórnarmenn. Flokksfélög í héruðum hafa (samkv. 3. gr.) rétt til að senda jafn marga fulltrúa á flokksþingið og hreppar eru á fé- lagssvæðinu. Flokksfélag í kaupstað jafn marga og alls eiga sæti í bæjarstjórn kaups'taðarins, þó með nánar ákveðnum tak- mörkunum um félagafjölda. Kjörnir fulltrúar leggi fram skrifleg kjörgögn: Útdrátt úr íundargerð, staðfestan af fundarstjóra og ntara, eða yfirlýs- ingu félagsstjórnar. Miðstjórnin hefir falið sérstakri nefnd að annast allan nánari undirbúning flokksþingsins. 1 nefndinni eru: Guðbrandur Magnússon forstjóri, formaður, Páll Zóphón- íasson alþm., Vigfús Guðmundsson gestgjafi, Magnús Björns- son ríkisbókari, Jón Emil Guðjónsson kennari, Runólfur Sig- urðsson skrifstofustjóri, Magnús Stefánsson afgreiðslumaður, Guðm. Kr. Guðmundsson skrifstofustjóri og Halldór Sigfússon skattstjóri. Skrifstofa nefndarinnar er í Hafnarstræti 16, Reykjavík, sími 2323, — og verður einhver af hálfu nefndarinnar til viðtals kl. 9—11 f. h. hvern virkan dag. Tilkynningar um þátttöku í flokksþinginu séu komnar til nefndarinnar eigi síðar en 1. febrúar næstkomandi, en helzt fyrir 20. janúar. F. h. miðstjórnar Framsóknarflokksins. Jónas Jónsson form. Eysteinn Jónsson ritari. Siöti aiísiiaíiil Dorsteins Briem Frá Steingrími Steinpórssyní, búnaðarmálastj. Þorsteinn Briem hefir í blaði sínu 14. nóv. sl. gert tilraun til að andæfa svari mínu í Tímanum 29. okt., þar sem ég rakti sundur og hrakti lið f yrir iið rangfærslur hans og blekk- ingar um jarðræktarlögin nýju. Þessi síðari grein Þ. Br. fyll- ir að vísu tvær síður í blaðinu. En það er eftirtektarvert við þetta langa „svar", að þar er ekki reynt að hnekkja með rökum nema einu einasta at- riði í grein minni (hve miklar framkvæmdir sé hægt að gera fyrir jarðræktarstyrkinn). En meginhluti greinar Þ. Br. eru útúrsnúningar á orðum mínum eða staðhæfingar um, að ég hafi „játað" eitt og annað, sem ég ýmist alls ekki hefi játað eða engin deila stendur um. Þessi langi listi yfir „játning- ar" mínar' mun vera ætlaður þeim, sem ekki hafa séð grein mína og má vera, að sú aðferð, nái tilgangi sínum hjá ein- staka manni, sem kynnt hefir ser málið einhliða, en ekki tel ég hana til fyrirmyndar. Sama er að segja um glósur Þ. Br. um „stofulærdóm" minn í landbúnaði. Þ. Br. ætlast þar sýnilega til þess, að þeir sem mér eru ókunnugir, fái þá trú, að ég hafi aldrei komið nærri landbúnaðarvinnu. Ég hygg þó, að ég hafi sem kaupamaður og vinnumaður í sveit fram til 27 ára aldurs tekið a. m. k. talsvert fleiri handtök við ís- lenzkan landbúnað en Þ. Br. hefir sjálfur gert. Veit ég og, að Þ. Br. er þetta vel kunnugt, þótt hann nú telji sig eigi of góðan til að gefa hið gagn- stæða í skyn. 1 grein minni í Tímanum 29. okt. hrakti ég með rökum lið fyrir lið öll atriði í fyrri grein Þorsteins Briem. Ég sýndi fram á og sannaði með dæmum, að jarðræktai-- styrkurinn sem heild væri nú hærri en hann hefði verið eft- ir eldri lögunum. Þetta rök- studdi ég síðar enn nánar með samanburðarútreikningum í út- varpsumræðunum um jarð- ræktarlögin. Ég hrakti þá hlægilegu fjar- stæðu Þ. Br., að 20% uppbótin kæmi aðallega til góða stærstu engjajörðunum í landinu. Ég sýndi fram á og sannaði, að Þ. Br. fór með hina herfi- ltgustu rökvillu, þegar hann leyfði sér að halda því fram, að hámarksákvæðið myndi „torvelda" stofnun nýbýla, þar sem allir aðrir, jafnvel and- stæðingar laganna, viðurkenna að áhrifin verði alveg þvert á móti — auk þess sem hámark- ið almennt hlýtur að verða hvöt til að vanda allar jarða- bætur. Ég vakti athygli á því, að á meðan Þ. Br. sjálfur var land- búnaðarráðherra, hreyfði hann hvorki legg né lið til að hækka jarðræktarstyrkinn. Þvert a móti lét hann það verða eitt sitt fyrsta verk í ráðherrastóii að lækka styrkinn um ca. 80 Frarah á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.