Tíminn - 09.12.1936, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.12.1936, Blaðsíða 3
TlMINN 199 Iialda einn áfram búskapnum á Y'tri Brekkum. Árið 1921 kvæntist Davíð Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur frá Hámundarstöðum í Vopnafirði. Þeim varð fimm barna auðið, þriggja dætra og tveggja sona. Það elzta er nú aðeins 15 ára. Fráfall Davíðs varð með sviplegum og óvæntum hætti. Hann drukknaði í Hafralónsá 15. okt. s. 1. Með honum er að velli ihnig- inn maður, sem átti mikið og erfitt lífsstarf að baki, þótt eigi væri gamall að árum. Það er allra manna mál, þeirra er til þekktu, að hann háfi verið með atorkusömustu bændum sinnar sveitar. Sá þess vel merki í búskap hans og umbót- um ýmsum. En hitt vakti þó eigi síður athygli manna, hversu honum tókst að ráða fram úr þeim óvenjulegu erfið- leikum, er steðjuðu að heimili hans mörg síðustu æfiár hans, Kona hans, sem nú lifir hann, hefir verið veik árum saman og fjarri heimili þeirra mikið af þeim tíma. Á þessum erfiðu árum varð hann að vera börn- um sínum ungum bæði faðir og móðir og leysti þar af hendi með prýði þrekraun, sem fáir myndu vilja á sig leggja. En það var hljótt um Davíð og verk hans, því að hann var maður orðfár og kvartaði eigi við aðra. En hitt gerði hann, sem ekki er öllum hent, að búa búi sínu án skulda (nema litilsháttar vegna jarðakaupa), þrátt fyrir kostnað þann, er hann varð að bera vegna hinna erflðu heimilisástæðna. Hann er nú fallinn frá, ein- mit't á þeim tíma, þegar böm- in voru að „komast upp“, og heldur virtist vera að rofa fram úr erfiðleikunum. Hann verður ekki einn þeirra, sem fá að njóta gleði öldungsins af verkum sínum. En sveitung- ar hans mega minnast þess, að hafa misst trúan mann með þreyttar hendur. G. G. Kolaverziun SIGURÐAR ÓLAFSSONAR Sínm.: KOL. Reykjavík, Sími 1933 §E Allt með islenskuin skipum! stjórn Bún. ísl., áróður gegn honum í stjórn félagsins. Var því dróttað að Sigurði, að hann stæði í sambandi við þennan kaupmann og hefði gróðahlut af innflutningnum á tilbúnum áburði. Logaði upp áf þessu til- efni langvinnur heiptareldur í félaginu. Vinir Sigurðar stóðu fast með honum í þessu efni, en enginn framar en Ilermann Jónasson núverandi forsætis- ráðherra, sem þá var lögráðu- nautur hans. Á móti Sigurði stóðu öll kyrrstöðuöfl landsins, og þar í fararbroddi lið Þór- arins á Hjaltabakka frá 1923. Eúnaðarþing var kallað saman, og framkvæmdi ítarlegar rann- sóknir á málinu, en ekkert sannaðist, sem sakfellt gæti Sigurð. Að lokum var það ráð tekið, að vefja öll árásarskjöl- in saman og senda þau í pökk- um út á kirkjuloft, og láta hina miklu rannsókn falla niður. Næsta spor búnaðarþings var að gera þá mestu vitleysu, sem unt var að framkvæma í málinu. íhaldið hafði ætlað að taka fjárráðin af Sig. Sigurðs- syni 1923. Síðan hafði það notað aðstöðu sína í félaginu til að kveikja þar ófriðareld. Síðan var eklcert hægt að sanna saknæmt á Sigurð, en samt var hann ekki sýknaður, heldur brotinn til hálfs og lam- bóndi á Efri-Hólum. Hér koma aðeins nokkur minningarorð, en æfiminningu þessa mæta manns hljóta aðrir að rita, sem meiri kunnugleika hafa á ætt hans og æfistarfi. Ég sá hann fyrst vorið 1917. Var staddur á Fáskrúðsfirði, því ég ætlaði að taka þar skip, sem kæmi að norðan á leið til Reykjavíkur. Til höfuðstaðar- ins var ferð minni heitið, og erindið þangað var ánægjulegt. Þetta var í júnímánuði. í sól- skini og blíðviðri renndi „Botnía“ að bryggju þar, sem ég stóð mitt í mannþyrpingu. Marg’t fólk var með skipinu að norðan, allt frá Akureyri auötur um, en ég þekkti ekk- ert andlit, þar sem á þiljum stóð maður við mann. Að litl- um tíma liðnum var ég orðinn einn af farþegunum, og skipið komið út á fjörðinn. Þrekvax- inn, miðaldra maður heilsaði mér og nefndi nafn sitt: „Frið- rik Sæmundsson Efri-Hólum“. Ég sagði til mín, og þótti vænt um fasta, hlýja handtakið, Því miður þekkti ég ekki þetta nafn, nema bæinn Efri-Hóla, frá málum séra Halldórs. „Þú hefir komið að Efri-IIólum þegar Þórarinn fór“? „Já, ég* fJutti þá þangað“, sagði hann. — „Mér lék forvitni á að vita hver þú værir — veitti þér strax athygli í mannþyrping- unni á bryggjunni“. — Svo hófst samtalið — ánægjuleg samvera það sem eftir var ferðarinnar suður. Þet'ta var á stríðsárum, af - urðir bænda liækkuðu stöðugt í verði, og við vórum þá bjart- sýnir á framtíð íslenzku sveit- anna; um margt var spjallað, eigin hagi og almenn mál. Eftir þessa stuttu samveru þekkti ég Friðrik Sæmundsson. Skildi að þarna var maður sem att hafði margar og stórar von- ir í æsku, ■—, sömu vonirnar sem ég nú -bar í brjósti —, og honum háfði tekizt að láta þæv 'veiða að veruleika. Hann var kvæntur ágætri konu, átti mörg og efnileg 1 'örn, hafði tekið við lítt bættri j'örð, sem nú var orðin prýði- lega hýst og ræktuð, átti margar og fallegar skepnur, em liann vildi láta líða vel. Nú liðu mörg ár, og við sendum hver öðrum línu, oft- ast annaðhvert ár. Efni bréf- anna var venjulega mest um búskapinn og þau þjóðmál, sem sevstaklega komu sveitunum við. Bréfin hans vóru fögur að hrágangi og efnisrík; oft brá þar fyrir glettni og góðlátlegu háði um tízkutildrið og trú- girni manna á fánýtt skrum. En sanngirni í dómum um menn og málefni brást aldrei, þótt gagnrýni væri beitt. Við ráðgerðum oft að heim- sækja hvor annan, en af því varð aldrei. Bóndinn má heita gróinn í jörð sína, líkt og jurt- ir — lifir þar og deyr. Við hittumst samt enn einu sinni. Það var í marzmánuði 1935, er hann lá á Landsspítalanum og gerður var uppskurður á aug- um hans. Af tilviljun frétti ég að hann lægi þar sjúkur, er ég kom til Reykjavíkur. Honum þótti vænt um að ég kom til hans, — þótt ekki gæti hann r.ú séð mig, — eftir 18 ára fjarveru, og vonir hans voru enn miklar, um bætta sjón og mikið starf; en því miður rættust þær ekki. Það mun bafa fallið honum þungt. Vart getur þyngri raun en þá, að missa sjónina í fullu fjöri. Ég minnist hversu höndin var þykk og armurinn krafta- legur — þarna á sjúkrabeði —, hversu andinn var rór og vonglaður. Þetta var líka mað- J arðvæktarlögin og Búnaðarsamband Kjalarnesþíngs Snemma í þessum mánuði símaði formaður Búnaðarsamb. Kjalarnessþings til mín og 'til- kynnti mér aukafund í sam- bandinu, um jarðræktarlögin nýju. Jafnframt lagði hann mikla áherzlu á það, að ekki væri haldinn fundur í Búnaðar- félagi Ilafnarhrepps fyr en að þessum" aukafundi afstöðnum. Ég svaraði því strax, að við myndum sjálfir ráða okkar svörum, fyrst málinu hefði ver- ið til okkar vísað, en lofaði jafnframt að verða við óskum hans, með að bíða með úrslita- fund um málið. Við höfðum þá þegar rætt nokkuð um málið á fundi í Búnaðarfélaginu, og kosið nefnd til að athuga jarð- ræktarlögin. Ég sá ekki að þessi aukafundur sambandsins hefði nokkra þýðingu fyrir málið, og ákvað því, að spara okkar fátæka félagi þau óþarfa útgjöld, að senda fulltrúa á fundinn. En svo að afstöðnum þessum sambandsfundi, kemur til oklc- ar útdráttur úr fundargerðinni. Þar er harðlega mótmælt, að j arðræktarsty rkurinn teljist lán til allra lögbýla, mótmælt að landbúnaðarráðherra fái einræðisvald um val búnaðar- málastjóra og ýmislegt þessu líkt, sem hvérgi er til í jarð- ræktarlögunum nýju. En hvað á allt þetta að þýða? Ekki getur það verið af ur, sem gert hafði mikil átök og unnið marga sigra. Nú er hann dáinn, og mér íinnst fylking íslenzku bænd- anna svipminni en áður. Maður kemur í manns stað, og minningin lifir, því umbæt- urnar á Efri-Hólum og ætt- stofninn þaðan mun vekja at- .hygli ,kjr(mandi kynslóða- Dæmi hans hvetur okkur til dáðríkra starfa og dreng- skapar í hvívetna. ts» - Blessuð sé minning hans. Stafafelli 14. nóv. 1936. Sigurður Jónsson. umhyggju fyrir því að vilji bændanna komi sem skýrast fram, eins og meiri hluti stjórnar B. í. telur sig vilja í þessu máli. Ekki heldur getur það verið af sannfæringu þess- ara manna um, að nýju jarð- ræktarlögin séu það gölluð, að heiibrigð skynsemi bændanna muni hafna lögunum af þeim á- stæðum. Þá þurfti ekki öfgar og útúrsnúning til að reyna að auka á andúðina gegn lögun- um. Það hlýtur því að vera ei'tt- hvað annað sem hér liggur á bak við. Það verður að teljast mjög ítaverð framkoma hjá stjórn Lúnaðarsambands Kjalarness- þings að nota á þennan hátt aðstöðu sína til þess að reyna að hafa áhrif á atkvæða- greiðslu búnaðarfélaganna á sambandssvæðinu, og á hinn fcóginn helzt til mikil rökþrot lijá nefndum aukafundi, að geta ekki notað orðalag jarð- ræktarlaganna sjálfra til að ó- frægja þau með. Og helzt til mikill stráksskapur hjá jafn virðulegri stofnun, að leyfa sér að viðhafa öfgar og útúrsnún- ing í svo mikilsvarðandi máli. Ég hefi hér fyrir framan mig heilan bunka af bi'éfum frá andstæðingum laganna, en lrá meðhaldsmönnum þeirra hefir ekkert borizt til búnaðar- félagsins hér, nema jarðrækt- arlögin sjálf, og álit minna- hluta Búnaðarþings. Meðal þessara bréfa er eitt irá formanni B. í., nokkurs- konar privat embættisbréf. Hann notar þar aðstöðu sína til að biðja bændur að vera á móti hámarki jarðræktar- styrksins. Sennilega til þess að Magnús á Blikastöðum geti fengið styrk áfram. Og svo fast er hugur hans bundinn við þessa óheilla takmörkun 11. greinarinnar, að í annari máls- grein bréfsins kallar hann efni 17. greinarinnar tilheyra 11. greinninni. Ég býst þó við, að 'hann finni fáa bændur hér á Suðurnesj- um, sem finnst það eftir atvik- um sanngjarnt að noklcur jörð fái meiri styrk en þær 10 þúsund krónur, sem Blikastað- irnir sennilega hafa fengið. i Við Hafnarmenn kusum 5 ; manna nefnd og höfðufn í i lienni menn úr öllum þeim ; stjórnmálaflokkum, sem fund- j ust innan félagsins. Þessi nefnd gat samt sameinað sig um eitt álit, sem svo var sam- þykkt með aðeins einu mótat- kvæði á fundi þann 27. þ. jn. Þar var skorað á næsta Búnaðarþing að taka við fram- kvæmd jarðræktarlaganna r.ýju, og bei'ta sér jafnframt fyrir nokkrum breytingum á þeim. Að endingu vil ég beina þeirri ósk til þeirra bænda hér í sýslunni, sem ennþá eiga eft- ir að greiða atkvæði um jarð- ræktarlögin, að þeir sýni þanr. manndóm að hugsa sjálfir þau svör, sem þeir senda, en láta ekki óhlutvanda öfgamenn hafa áhrif á huga sinn. Kjósið ykkar vitrustu og gætnustu menn, til að athuga lögin í nefndum, því að hér ríður á að finna ráð til þess, að brúa á milli meirahluta Bún- aðarþings og meirahluta Al- þingis. öll sú sundrung, sem nú er stofnað til, verður fyrst og íremst til að skaða Búnaðar- félag íslands. Vonandi verður ölium bændum hugljúfara að stofna hér til sætta, en að verða verkfæri til áframhald- ; andi sundrungar. I Reykjanesi 30. nóv. 1936. Jón Guðmundsson. I Ath. Höf. þessarar greinar er formaður Búnaðarfél. Hafn- arhrepps. Ritstj. er einhver ódýrasta w bók, sem nú er prent uð, aðeins i'/f eyrir bls., stórt brot, þétt lesmáj. Éfnið er einkum stuttar úrvalssögur.eftir beztu skáld heimsins, — en einnig fiölda margt annað fróðlegt og skemmtilegt. Margir af ritfærustu mönnum þjóð- arinnar skrifa og þýða í Dvöl. Þeir, sem hafa ánægju af aði eiga góðar bækur, hafa einhver ráð með að láta ekk Dvöl vanta í bókaskápinn sinn. aður. Iiið einfalda mál var gert að flókinni þvælu. Ef Sig- urður var brotlegur, átti að reka hann frá félaginu. Ef hann var borinn ósönnum sök- um, átti að sýkna hann og setja hann að nýju 'inn í em- bætti sit't. En í stað þess var málinu aldrei lokið. Tortryggni gat haldizt við á ókomnum tím- um hjá illviljuðum mönnum. En hálft kóngsríkið var tekið af Sigurði. Búnaðarmálastjór- arnir urðu tveir, af því að fé- lagið var orðið svo ósjálfstætt, að það gat ekki losnað við sinn duglegasta mann, en þorði hinsvegar ekki að lialda honum í s'tarfinu, nema með því að leggja hann í fjötra. íhaldið hafði nú fengið vilja ; sinn. Bún. tsl. var lamað. Það J var orðið sjálfu sér sundur- | þykkt. Hjá því var enginn I húsbóndi lengur. Félagið var í i tveim aðalhlutum með marg- háfctaða undirskiftingu. Milli In'maðarmálastj óranna var fullkomin óvild og tortryggni. Stjórnin gat ekki haldið sam- eiginlega fundi með þeim, lieldur varð að ræða mál hvorrar deildar sér í lagi. Ann- ar fundurinn var niðri í húsi Búnaðarfélagsins, hinn uppi. ! Starfsmenn félagsins skiftust í flokka milli húsbændanna með fúllkominni andúð og fjand- skap. Allur húsbóndaagi hvarf i félaginu. Á einn starfsmann iélagsins var borið á búnaðar- þingi, að hjá honum „kæmu ekki öll kurl til grafar". En það mál var ekki rannsakað. Annar ráðunautur, sem sá að félagið var sjálfu sér sundur- þykkt, húsbóndalaust og stjórnlaust, tók sér bessaleyfi að hætta að ferðast fyrir fé- lagið, nema 6 vikur á vorin meðan sól var hæst á lofti og mest veðurblíða. Að öðru leyti sat hann að búi sínu hjá Rvík á fullum launum. Að lokum var hann beðinn að skrifa bók beima til að réttlæta tilveru sína og það gerði hann. Þenn- an blæ hafði íhaldinu tekiz’t að setja á Bún. ísl. með hlekkjum Þórarins á Hjaltabakka 1923. VI. Til að skilja það hversvegna svo hörmulega var búið að Sig- urði Sigurðssyni, þarf að gefa skýringu á vissum þáttum í skapgerð hans, sem bæði end- urspeglast í jarðræktarlögun- um frá 1923 og í framkomu lians í Bún. isl. og landsmálum l\in síðustu ár. Sigurður Sigurðsson er á- kaflega bjartsýnn og stórhuga j arðræktarmaður, en gersam- lega vanþrosltaður, fábrotinn og skilningslaus um félagsmál. Á fyrnefndum fundi á Flúðum veturinn 1933—34 játaði Sig- urður, að ræktun Thor Jensen í Mosfellssveit samsvaraði iramleiðslugrundvelli 80—100 sunnlenzkra bænda. í stuttu rnáli: Thor Jensen útrýmir 80 til 100 bændum af markaði í Reykjavík. Eitt gamalmenni tekur sér til leikfangs fram- leiðsluskilyrði af sem svarar 3—4 sæmilega góðum landbún- aðarhreppum. Engu að síður studdi Sig. Sigurðsson Korp- úlfsstaðaræktunina af alefli, lánaði Thór Jensen þúfnabana og ýms önnur tæki frá landinu með vildarkjörum og gerði þennan stóriðjuhöld og hættu- legasta keppinaut íslenzkra bænda, að heiðursfélaga í Bún. Isl. Sigurður gladdist af að sjá grasið gróa og 'tún stækka, án tillits til þess, hversu þau tún bættu úr mannlegum þörfum. Þess vegna hefir Sigurður aldrei hreyft legg né lið, þó að ræktunar- styrkur til Thor Jensens færi upp í 48 þús., meðan 80% af ísl. bændum hafa minna en 1000 kr. í ræktunarstyrk. Það hefir heldur ekki vakið óró í sál Siðurðar þó að jarðræktar- lög þau, sem hann keypti svo dýru verði, hafi gefið 110 bændum jafnmikið í styrk og 2500 hinna fátækari manna. Sigurður Sigurðsson hefir heldur ekki kipt í strenginn með okkur Framsóknarmönn- um nú í ár, þegar við erum að hækka um 20% allan styrk til 80% af ísl. bændum, frá því sem var, og þegar við um leið setjum hámark á framlögin til þeirra, sem eru búnir að fá heilt jarðarverð í frámlagi rík- issjóðs. — En hin sama vönt- un í gáfur Sig. Sigurðssonar, sem veldur því að hann tók svo einhliða í jarðræktarlögin, mun hafa valdið því, að hann fól hinum dönsku kaupmönnum innkaup á áburðinum, án þess að tryggja sig formlega gegn tortryggni, er stafaði af þess- um félagsskap. Sama vöntun réði því, að hann lét undan Þórarni 1923, þegar heiður hans var í veði, og að hann hélt áfram að vera fram- kvæmdarstjóri Bún. ísl., þó að sakleysi hans væri eklci sannað, heldur falið í skjala- pökkum úti á kirkjulofti. I ölluro þessum málum hefir Sig. Sigurðsson verið hinn sami í sigrum og ósigrum. Hann hefir elskað hin sístækkandi tún, hvar sem þau voru, og hver sem árangurinn varð af rækt- un þeirra. Og hann hefir verið fús að rétta hverjum þeim manni bróðurhönd, sem sagð- ist vilja stækka íslenzk túa. Hitt hefir hann alls ekki reynt eða getað brotið 'til mergja’, hvort bróðurhugur stóð á bak við tilboðið. Þess vegna hefir hann liðið skipbrot um hin stóru atriði í lífsbaráttu sinni, þar sem sigurinn var ekki nema að nokkru leyti kominn undir áliuga, heldur innsýn í félagsmál, lífskjör manna og lyndiseinkunn. Undir stjórn hinna ósam- stæðu og ósamþykku búnaðar- málastjóra, var skrifstofa fé- lagsins eins og úlfaheimkynni. Allt var fullt af leyndri úlfúð og tortryggni. Enginn hús- bóndi var viðurkenndur af starfsmannahópnum. Smásál- arskapurinn og naglahátturinn, sem íhaldið hafði komið inn í \'mnubrögðin, var alveg dæma- laus. Þannig var eitt sinn tek- inn lykillinn að pósthólfi Sig- urðar Sigurðssonar og varð- vei'ttur af öðrum. Tilgangur Magnúsar á Blikastöðum mun liafa verið sá, að hindra það, að bi’éf félagsins væru fyrst opnuð af hinum eiginlega framkvæmdastjóra þess! íhaldið sáði sæði tortryggni og úlfúðar 1 akra Búnaðarfé- lagsins 1923. Þær jurtir urðu langlífar og margærar. Innan um grös Þórarins á Hjalta-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.