Tíminn - 09.12.1936, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.12.1936, Blaðsíða 4
200 TlMINN Stnit andsvar Framh. af 1. síðu. þús. kr., með því að fella nið* ur tillagið til verkfærakaupa- sjóðs. Ég benti á það með tölum, liversu geysi ójafnt styrkur- inn fram að þessu hefir skipst milli jarðanna, þar sem 110 jarðir hafa fengið því nær jafn- háan styrk og helmingur allra jarða í landinu samtals, og að það er bein skylda ríkisins, að koma verst settu jörðunum lengra áleiðis, áður en farið er að styrlcja stórbýlabúskap. Ég hrakti rækilega það eina atriði, sem Þ. Br. reyndi að nefna sem dæmi um hroð- virknislegan frágang jarðrækt- arlaganna. Ég rökræddi ítarlega hverja einustu mótbáru, sem Þ. Br. hafði borið fram gegn 17. gr. laganna, og sýndi áþreifanlega fram á hringsnúning hans sjálfs, þar sem hann endaði á að lýsa yfir, að aðeins eit't lítil- fjörlegt atriði hefði orðið þess valdandi, að hann ekki beinlín- is greiddi atkvæði með grein- inni á Alþingi. Ég undirstrikaði það alveg sérstaklega í því sambandi, að Þ. Br. hefði sjálfur staðið að flutningi frumvarps (nýbýla- frumvarps Bændafl.), þar sem lagðar voru a. m. k. eins mikl- ar hömlur á ríkisstyrkinn og 17. gr. jarðræktarlaganna ger- ir. — Ég sýndi fram á, að stað- hæfing Þ. Br. um að ákvæði 17 gr. næðu aðeins til lög- býla, væri alröng. Því að bæði er það, að „býli“ er ekki sama cg „lögbýli", auk þess sem 51. og 52. gr. jarðræktarl. hindra brask með styrk til erfðafestu- landa á sama hátt og 17. gr. gerir ráð fyrir um býli. Þar sem meginhlutinn af ræktunar- lóndum kaupstaða og þoi-pa eru einmitt erfðafestulönd, fara „rök“ Þ. Br. um þetta að verða fremur léttvæg. Ég sýndi fram á, eins og Þ. Br. líka viðurkennir, að hann ljugsi aðallega um hag þess manns, sem ætlar að selja jörð sína og yfirgefa, en ekki hins, sem við henni á að taka og afla sér þar lífsviðurværis af erfiði sínu. bakka bætti maður úr sama byggðarlagi síðan fjölbreyttum illgresisgróðri, sem blómstraði með suðrænu litskrúði í kosn- ingunum 1934, þegar hver herkerling í þjónustu félagsins var send út í kosningaeldinn til að vega aftan að þeim mönnum, sem í nálega 20 ár höfðu borið heim til bænda- stéttarinnar hverja löggjafar- umbót, sem var nokkurs virði. VII. Vanmáttur Bún. Isl. á þess- um árum kom fram í því, að það gat ekki hreyft við hlekkj- um Þórarins frá 1923. Því tókst ekki að vinna sér þá samúð, sem með þurfti. öll- um, sem til þekktu í Rvík, var kunn innri meinsemd félagsins, cg slíkum mönnum fannst litlu skifta þótt slíkt félag væri í böndum, sem leiðtogar þess liöfðu samþylckt. En frá bænd- um út á landi komu stöðugar áskoranir um að leyfa félaginu að kjósa sína eigin stjórn. En svo var loftið í Bún. Isl. þétt af lævísi, að þessi ósk bænd- anna fékk aldrei stuðning nema frá Bjarna Ásgeirssyni og þeim rnönnum, sem urðu eftir í flokknum við klofninginn. íhaldið mátti ekki heyra nefnr að sleppa tjóðri Þórarins af fé- Ekkert af þessu hefir Þor- steinn Briem treyst sér til að hrekja í svari sínu. Ég kem þá að því eina atriði, sem Þ. Br. gerir tilraun til að hrekja lijá mér, en það er það, bversu miklar umbætur hægt sé að gera fyrir hámarksstyrk- inn, sem í lögunum er ákveðinn 5000 kr. á býli. Ég færði rök að því, að fyrir hámarksstyrkinn til áburðar- geymslu, sem er 1500 kr., mætti gera safngryfju og haughús, sem nægði fyrir 20 kýr, eða fyrir 16 kýr, sem Þ. Br. hafði kallað meðalbú, að viðbættu hæfilegu uppeldi og brúkunarhrossum. Ég reiknaði með því, að hver kýr þyrfti 2 teningsmetra í þvaggryfju og S teningsmetra í haughúsi. 20 kýr þurfa þá 40 teningsmetra í þvaggryfju og 160 tenings- metra í haughúsi. En styrkur í þetta rúmmál er 1462 kr. Með því að slíta orð mín úr samhengi og taka aðeins 'til greina fyrrahluta málsgreinar, sem um þetta fjallar hjá mér, kemst Þ. Br. að þeirri niður- stöðu, að ég miði aðeins við 32 teningsmetra í safngryfju og 128 teningsmetra í haughúsi. Þetta eru þó fremur óhyggileg csannindi, þar sem hann jafn- framt er svo slysinn að birta kaflann orðréttan úr grein minni, þar sem beinlínis er sagt, að miðað sé við áhöfn, sem svari til 20 kúa. En megin „röksemd“ Þ. Br. til hnekkingar útreikningi mín- um, er í því fólgin, að hann heldur því fram, að reikna þurfi með 12 teningsmetra rúmi í safnþró vegna salernis fyrir þá 8 manna fjölskyldu, sem liann vill gera ráð fyrir í heim- i!i. En þar sem allmikill hluti fjölskyldunnar hlýtur væntan- lega að vera böm, má reikna með að hún svari ekki til meira en 6 fullorðinna manna. Reikn- ar Þ. Br. þá með því, að árs saurindi manns taki tveggja teningsmetra rúm í þvag- gryfjunni eða jafnmikið og ársþvag úr kú. Mér hefir verið lcennt það í skóla, að árssaur- indi manns taki 1/2 tenings- ine'tra rúm, og í áburðarfræði sinni telur Sigurður Sigurðs- son fyrv. búnaðarmálastjóri, að árssaurindin séu um 500 lcg. laginu og Pétur Ottesen hélt margar brennheitar ræður um hve nauðsynlegt væri að hafa íélagið undir stjórn Alþingis. Ei'tt sinn komst málið þó svo langt, að búnaðarþing kaus þrjá menn í stjórn sína, cf ske kynni að þingið gæfi því frelsi. En í stað Magnúsar á Blikastöðum kaus búnaðar- þingið Jón Ölafsson banka- stjóra. Þetta var gildra til að eyðileggja málið í þinginu. Jón Þorláksson tók óstinnt upp að kasta bróður sínum úr stjórninni, og alveg sér í lagi að velja í hans stað Jón Ólafs- son, sem var honum einna ó- þægastur liðsmaður í floklcn- um. Ihaldið átti auðvelt með að fella frv. um sjálfstjórn fé- lagsins og gerði það brota- laust. En vitanlega lá leyni- þráður frá íhaldinu á búnaðar- þingi og inn í Alþingi. Það var eitt af sjúkdómseinkennum fé- lagsins eins og það nú var orðið, að það vildi eklci verða frjálst. Þannig liðu árin þar til 1933 á flokksþingi Framsóknar- manna, að flokkurinn gerði að stefnumáli að afmá spor Þór- arins á Hjaltabakka úr löggjöf Búnaðarfél. Islands. Þettavarð síðan að samkomulagsatriði milli núverandi stjórnarflokka, Um síðustu máuaðamót, nóv.-des., var verzlunarjöfu- 1 uðurinn við útlðnd hagstæð- i ur sem nemur ca. 9 millj. , 400 þús. kr. — Á sama tima 1934 var hann óhagstæður ; um 3 millj. 440 þús. kr., og 1, 11 helir þá batnað um nál. 13 millj. kr. á tveim árum. og svarar það til sama rúm- máls. Hér skakkar því um livorki meira né minna en það, að Þ. Br. ætlar manninum fjórum sinnum meira rúm en rétt er. Virðist þetta benda ó- tvírætt í þá átt, að Þ. Br. hefði haft gott af að afla sér a. m. k. nokkurs „stofulærdóms“ áð- ur en hann fór að rita um þessi mál. Það er lílca óhætt að bæta því við, að nú á tímum tíðkast það alls elcki, að hafa salemi í sam- bandi við þvaggryfju og það af þeirri ástæðu, að saurindin hindra notkun þvagdælu. Ef fylgja ætti þessum búvísind- um Þ. Br., yrði að taka upp þá sóðalegu aðferð að ausa úr gryfjunum með fötum, eins og siður var í gamla daga. Má vel vera, að Þ. Br. hafi eigi þeklct aðra aðferð í þann tíð, þegar hann var að flytja hinn sögufræga „lcamar“ milli prestakalla norðanlands og sunnan! En nú hafa menn salemið í sambandi við haug- húsið. Þá hefir Þ. Br. þótt rétt að vitna í niðurstöður Halldórs á Hvanneyri, eins og ég gerði í grein minni, og væri það vel farið, ef hann hefði farið rétt með heimildir. En Þ. Br. hefir þar misskilið ummæli Halldórs. II. V. talar um 5—6 m2 gólf- flöt fyrir allan ársáburðinn lir ltú (þar með talið þvag), en Þ. Br. gengur út frá, að þar sé aðeins átt við saurinn, og skakkar þar ærið miklu, því að cf þvagið er tekið frá, eins 0g Þ. Br. sjálfur gerir ráð fyrir í clium sínum „saurskrifum“, myndi láta nærri, að 4 m2 nægðu. En á þessari villu sinni byggir Þ. Br. raunar alla út- reikninga sína um stærð haug- hússins, og eru þeir því vitan- iega allir rangir. og á Alþingi 1935 hjó Hermann Jónasson á gömlu viðjarnar, sem íhaldið hafði lagt á félag- ið fyrir 12 árum og haldið kostgæfilega við meðan þess \ar kostur. En eftir að Fram- sóknarflokkurinn hafði gert breytinguna að stefnumáli, þorði Pétur Qttesen og sam- herjar hans ekki annað en að láta málið hlutlaust á yfirborð- inu.En vel sást hverjir elskuðu hlekkina, því að árin, sem þeir voru í stjórn Ásgeir, Þorsteinn og Magnús Guðmundsson, var ekki hreyft við þessu frelsis- máli Búnaðarfél. íslands. Með þessari breytir.gu á lög- gjöfinni um Bún. ísl. byrjaði nýr þáttur í sögu þess. Það hófst barátta um að endurfæða hið sundurþykka en sofandi fé- lag, ef unt væri að gera um búnaðarmálin fullkomna og heilbrigða löggjöf, og að þurlca út eymdarmerkin ef'tir hið ves- æla og fánýta innanfélagsstríð, sem Þórarinn á Hjaltabakka hafði stofnað til með kúgunar- hlekkjum þeim, er hann lagði á félagið 1923 og sem íhaldið og varalið þess hélt við í góðu standi þar til vald þeirra „sam- einuðu“ var brotið af núver- andi ríkisstjórn, svo sem fyr er frá sagt. Nl. næst. J. J. Niðurstaða Þ. Br. um, að 2084 kr. þurfi í styrk til á- burðargeymslu fyrir áhöfn, sem svarar til 20 kúa, er al- gerlega út í loftið og byggð á einstakri vanþekkingu á þeim hlutum, sem hér er um að ræða. Þá færði ég rök að því í grein minni, að fyrir hámarks- styrkinn til heygeymslu, sem er 500 kr. á býli, væri hægt að byggja þurheys- og votheys- hlöður, sem rúma nál. 900 hestum af töðu, eða 22—23 kúa fóður. Þessu leitast Þ. Br. við að hnekkja, en ferst það að vonum ekki betur en við á- burðargeymsluna. Rök Þ. Br. gegn útreikningi mínum eim þessi: 1. Að of lítið sé að reikna 0,6 teningsmetra rúm í þur- heyshlöðu fyrir töðuhestinn. Vill hann í þess stað reikna með 0,9. 2. Að ég hafi í mínum út- reikningi ekki gert ráð fyrir lieysigi. Hvorttveggja er þetta alger- lega rangt hjá Þ. Br. Um fyrra atriðið er það að segja, að ég fór þar eftir reynslu Halldórs Vilhjálmsson- ar, en hann segir í Handbók bænda, að fyrir töðuhestinn þurfi 0,5—0,6 teningsmetra, og í fóðurfræði sinni, að ten- ingsmetrinn vegi 160—180 kg. Til að fara gætilega reiknaði ég með hærri rúmmálstölunni, 0,6. En hvað gerir svo Þor- steinn Briem? Hann gerir sér hægt um vik. Hann reiknar með 0,9, eða sama rúmmáli og Iíalldór Vilhjálmsson telur að l'.ver 100 kg. af léttings mýr- arheyi þurfi. Og hverjar eru svo heimildirnar, sem hann þykist fara eftir? Hann segir, að „ýmsir trúnaðarmenn“ hafi sagt sér þetta, en þorir vitan- lega ekki að tilgreina neinn. Fetar presturinn þar dyggilega í gótspor Gróu á Leiti, sem sagði; .Ólyginn sagði mér‘“ Þá reynir Þ. Br. að gera veður út af því, að ekki sé telcið tillit til þess, að sáðgresi þurfi meira rúm en venjuleg taða. Virðist hann með þessu vera að gefa í skyn, að Hall- dór Vilhjálmsson hafi ekki þekkt sáðgresi! Þá kem ég að síðara atrið- inu, heysiginu, sem Þ. Br. segir að mér hafi láðst að taka tillit til. En þetta er ekki rétt fremur en annað, sem hann heldur fram í þessu sam- bandi. Því að mælingar á hlöð- um til styrks eru yfirleitt framkvæmdar þannig, að mið- að er við vegghæð, en risinu sleppt. Og Þ. Br. tilfærir ein- mitt þau ummæli Halldórs Vil- hjálmssonar, að hlöðurisið „sé lagt á móti sigi“ og fer þar, aldrei þessu vant, rétt með um- mæli hans. Niðurstaða Þ. Br. er sú, að það vanti 226 kr. til að 500 kr. hámarksstyrkurinn nægi til geymslu fyrir þá töðu, sem ég reiknaði með. En þar sem það er byggt á þeim alröngu for- sendum, sem hér hefir vei'ið lýst, mun nú væntanlega hverj- um manni, sem les greinar okkar, vei'a ljóst, að sú stað- hæfing hans fellur algerlega um sjálfa sig. Ég hefi þá í stuttu máli gert þessu „svari“ Þorsteins Briem þau skil, sem ég tel þörf á. Ég vil beina því til bænda landsins og annara að lesa greinar okkar nákvæmlega og bera rök okkar saman. Ég veit, hvað sá samanburður leiðir í ljós. Hann leiðir það í ljós, að „svar“ Þorsteins Briem er í raun 0g veru ein allsherjar 6- bein „játning" um það, hversu B ezta Munntóbakið er frá Brödrene Braun KAUPMANNAHÖFN Biðjið kauptnann yðar um B.B. munntóbakið Fæst allsstaðar. Niðursuðuverksmiðja. Bjúgnagerð. Reykhus. Frystihús. Framleiðir og selur í heildsölu og smásöln: Niður- soðið kjöt og fiskmeti fjölbreytt úrval. Bjúgu og allskonar áskurð á brauð mest og best úrval á landinu. Hangikjöt, ávalt nýreykt, viðurkent fyrir gæði. Fros- ið kjötið allskonar, fiyst og geymt í vélfrystihúsi, eftir fylstu nútímakröfum. Ostar og smjör frá Mjólkurbúi Flóamanna. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreiddar um alt land. Lífsábyrgðarfélagið THULE Siærsta lífsábyrgðar- félag Norðurlanda. Tryggíngahæst á íslandi. Færið yður reynslu fjöldans í nyt - líítrygg- ið yður og börn yðar í THULE slæmur málstaður hans er, hversu óvandaður málflutning- ur hans er, og hversu vonlaus sú barátta er, sem hann illu heilli hefir upp 'tekið gegn góðu og gagnlegu máli. 78 hrpppabúnaðarfclög Framh. af 1. síðu. Islands taki að sér framkvæmd hinna nýju jarðræktarlaga og skorar á næsta Búnaðarþing að breyta lögum félagsins í sam- ræmi við nýju jarðræktarlög- in.“ Ennfremur hafa þessi félög bæzt í hóp þeirra, sem lýst hafa sig fylgjandi því að Bf. I. fari með framlcvæmd hinna nýju jarðræktarlaga: Búnaðarfél. Álftfirðinga, S.- Múlasýslu. Búnaðarfél. Berunesshrepps, Suður-Múlasýslu. Jarðræktarfélag Raufarhafn- ar, Norður-Þingeyjarsýslu. Búnaðarfél. Ljósavatnshr., S.-Þingey jarsýslu. Búnaðarfélag Hraunhrepps, Mýrasýslu. Búnaðarfélag Mýrarhrepps, A.-Skaptafellssýslu. Búnaðarfélag Hofshrepps, A.- Skaptafellssýslu. Búnaðarfélag Reykjahrepps, S.-Þingey j arsýslu. Búnaðarfélag Tjörneshrepps, S.-Þingey j arsýslu. Búnaðarfélag Hofshrepps, Slcagaf j arðarsýslu. Búnaðarfél. Aðaldælahrepps, S.-Þingey j arsýslu. Félögin, sem vilja láta Bún- aðarþing breyta ákvörðun sinni, cru þá orðin 78 talsins, en mörg eru eftir enn. Mbl. telur í gær 57 félög sín megin. Ritstj.: Gísli Guðmundsson. Prentsm. Etída h. f.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.